Lögberg - 18.04.1935, Page 1

Lögberg - 18.04.1935, Page 1
48. ARGANGUR WINNIPEG, MAN„ FIMTUDAGINN 18. APRÍL 1935 NÚMER 16 / KIRKJU (E(ftir óþektan höfund) Eg kom inn með heift í huga, um hefndir bað: með helvíti’ í hjartastað. Eg' fór út með lirygð í huga, um huggun bað: með himininn í hjartastað. Sig. Júl. Jóhannesson. STAKA (Eftir Björnstjerne Björnson) Það sannar engan hetjuhug þó hvergi þrjóti kraftur; en hitt ber vott um dáð og dug að detta’ og standa’ upp aftur. Sig. Júl. Jóhannesson. Fyráta lúterska kirkja ÍI. í TÍÐA-SAMKOMUR 1. Skírdagskv'öld: Altarisgöngu-guðsþjón- usta, íslenzk, kl. 8 e. li. 2. Föstudaginn langa: Guðsþjónustugjörð og Helgisöngvar, söngstjóri hv. Páll Bardai, kl. 7 e. h. 3. Páskadagur:— a) Ensk hátíðarmessa (B. B. J.) Kór- söngvar yngra. söngflokksins, kl. 11 f. h. b) Sunnudagsskólinn, kl. 12:30 e. h. c) 'lslenzk hátíðarmessa (R. M.), Ivór- söngur eldra söngflokksins, kl. 7 e. li. 4. Annan í páskum: Helgisöngvar — Can- tata—undir umsjón Unginennafélags- ins; söugstjóri frú Björg V. Isfeld, kl. 8 e. h. Kirkjan býður alla velkomna. ALMENNINGI GLEYMT FRA MANITORA ÞINGINU . Eins og vikið var stuttlega að í síðasta blaði, var fylkisþinginu í Manitoba slitið á laugardaginn þann 6. þ. m. Var þingstörfum flýtt sein- ustu dagana sem frekast mátti verða, með það fyrir augum, að bændum, er á þingi sátu, v^ittist kostur á að komast heim áður en sáning bvrj- aði. Þing þetta afgreiddi í alt 105 laga- frumvörp. Fjárlögin, eins og þau að lokum voru afgreidd, heimila stjórninni $14,083,000 til starf- rækslu hins opinbera á hinum ýmsu sviðum yfir fjárhagsárið. Meðal nýrra útgjalda má telja áætlaða f jár- veitingu til rafleiðslu um hin ýmsu héröð, er þess hafa sérstaklega farið á mis, sem og fjárveitingu til líf- eyris handa blindu fólki. Er Mani- toba fyrsta fylkið í Canada, er færst hefir slíka nýjung í hendur. Að- eins 8 frumvörp, er lögð voru fyrir þing, dagaði uppi. Allir ráðgjafarnir voru við þing- slitin að undanteknum fylkisritar- anum, Hon. D. L. McLeod, er sök- um sjúkdómsforfalla var fjarver- andi. ÞINGMENSKU FRAMBOÐ Mr. R. J. Deachman, nafnkunnur blaðamaður og fjárhagsfræðingur, hefir verið útnefndur sem merkis- beri frjálslynda flokksins við næst- komandi sambandskosningar í North Huron kjördæminu í Ontario. í ræðu sinrii á framboðsfundinum staðhæfði Mr. Deachman, að síðan 1930 hefðu tekjur af landbúnaði þorrið um $400,000,000; tekjur járnbrauta lækkað um $130,000,000 og ágóðinn af starfrækslu iðnaðar- ins rýrnað um $220,000,000. Sem sýnishorn af því hvernig hag bænda vestanlands væri komið, dró Mr. Deachman upp úr pússi sínum ein- hverja fótaskýlu ómynd, ofna eða fléttaða úr tvinna, er tákna skyldi skó. KREFST VAXTALÆKK- UNAR Mr. George Coote, C.C.F. sam- bandsþingmaður fyrir MacLeod kjördæmið í Alberta, hefir borið fram á þingi frumvarp til laga um það, að hámark vaxta af bændalán- um skuli vera 5 af hundraði. All- margir af þingmönnum frjálslynda flokksins eru líklegir til þess að veita Mr. Coote að málum eða hafa beitið frumvarpi hans stuðningi. í- haldsmenn eru frumvarpinu and- vígir, að undanteknum Hon. H. H. Stevens, er lýst hefir við það fylgi sínu. HLEYPUR AF SÉR IIORNIN Eftir fregnum af sambandsþingi að dæma á föstudaginn var, hefir Mr. Stevens fyrverandi verzlunar- ráðgjafi Bennett-stjórnarinnar, enn á ný hlaupið af sér hornin, eins og komist er stundum að orði, í sam- bandi við það, að vera valdur að birtingu megin dráttanna í nefndar- áliti þeirrar konunglegu rannsókn- arnefndar, er að því hefir unnið á annað ár, að rannsaka verzlunar- háttu hinnar canadisku þjóðar. Gerðist þetta með þeim hætti, að ýms blöð birtu aðaltillögur nefndar- innar áður en stjórninni hafði veizt kostur á að kynna sér nefndarálitið í heild og leggja það formlega fyrir þing. Þessu gerræði mótmælti leið- togi frjálslynda flokksins stranglega og krafðist þess að þingnefnd yrði sett í málið, með það fyrir augum, að leiða sannleikann í ljós. Mr. Kennedy, sá, er skipað hefir for- sæti í rannsóknarnefndinni frá því er Mr. Stevens vék úr ráðuneytinu, tók í sama streng, og lét í ljós megna óánægju yfir þvi hvernig tekist hef^i til. Er hér var komið sögunni, reis Mr. Stevens úr sæti sínu og lýsti yfir því, að hann bæri að minsta kosti að nokkru leyti ábyrgð á því, að nokkur blöð hefði fengið megin niðurstöður nefndarinnar til birt- ingar, en þverneitaði þó að biðja af- sökunar á nokkrum sköpuðum hlut. NÝR IIASKÓLA FORSETl Prófessor Arthur Eustace Mor- gan frá University College í Hull á Englandi, hefir verið skipaður for- seti McGill háskólans sem eftir- maður Sir Arthurs Curry. Hinn nýi háskólaforseti er talinn að vera fræðimaður hinn mesti á sviði enskrar tungu og enskra bókmenta. Tekur hann við embætti sínu þann l. september næstkomandi. Mr. Morgan stendur rétt á fimtugu. SYKUR VERKSMIÐJA í WINNIPEG Náttúrufríðinda ráðgjafi fylkis- stjórnarinnar í Manitoba, Hon. J. S. McDiarmid, telur það nokkurn veginn vist, að nýtízku sykurverk- smiðja verði komin á fót í Winnipeg um haustið 1936. Er það Banda- rikjafélag, The American Crystal Sugar Company, sem ráðgerir að koma verksmiðju þessari upp. Á- ætlað er að verksmiðja þessi fram- leiði á ári 42,750.000 pund sykurs. FARAST I SNJÓFLÓÐI Fréttir frá Vancouver þann 8. þ. m. , láta þess getið, að átta námu- menn hafi týnt lífi í snjóflóði við Taseko Lake um fjörutíu mílur norðvestur af Bridge River í British Columbia fylkinu. Ungmennaþing í Winnipeg Það er ekki eins langt í burtu eins og sumir halda. Tíminn líður! Enn- þá er nógur tími samt til þess að stofna unglingafélög í hinum ýmsu söfnuðum og gefa þannig æskulýðn- um tækifæri að leggja fram krafta sína til styrktar velferðarmálum okkar. LTngmennaþingið er aðeins byrjun til vakningar og heilhuga samstarfs. Þar öðlumst við nýjar hugsjónir, sem við gerum svo að framkvæmd- um í okkar heimahéraði; þar öðl- umst við tilfinning um að fjöldi starfar að sömu hugsjónum og við; það eykur hugrekki okkar; þar skiftumst við á vandamálum og gagnrýnum erfiðleika á ýmsum svið- um, sem verður til þess að við lær- um að yfirstíga þá. Tvent vil eg geta um hér og biðja hlutaðeigend- ur að veita athygli: Fyrst—Vér vit- um ekki i öllum tilfellum áritun fé- laga eða safnaða, sem kynnu að vilja láta unglinga taka þátt i þing- I inu; hjálpið okkur því að finna | ykkur, með því - að senda Ásgeir Bardal 894 Sherbrook St., Winni- peg, utanáskrift ykkar. Hitt ann- að er, að hvert félag hefir rétt til að senda einn erindreka fyrir hverja 25 gilda meðlimi eða brot af 25, en ekkert félag færri en 2 erindreka. Skrásetning erindreka fer fram á föstudaginn 24. maí, rétt eftir há- degi. Sjáumst í Winnipeg Victoríu- daginn! E. H. Fáfnis. IIREINN AGÓÐI EYKST Ársskýrsla Hundson’s Bay verzl- unarinnar, er lögð var fram á aðal- fundi félagsins í Lundúnum þann 31. janúar síðastliðinn, bar með sér, að hreinn ágóði af starfrækslu fé- lagsins á síðastliðnu ári nam 40,981 sterlingspundum; er það 12,228 pundum meira en árið þar á yndan. í öllum deildum, að undanskilinni grávörudeildinni einni, hafði félag- ið fært út kvíarnar á árinu. Byrd aðrníráll á heimleið Við komu sína að Balboa skurði, steig aðmíráll Byrd í fyrsta sinni fæti á ameriska grund eftir að hann fyrst hóf rannsóknir sinar í norður- höfum. Or borg og bygð Látið ekki hjá líða að f jölmenna á sumarfagnað þann, er Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar efnir til í kirkjunni á sumardagskvöldið fyrsta. 'Séra Jóhann Bjarnason prestur á Gimli er staddur í borginni um þess- ar mundir, ásamt frú sinni. Mrs. Gísli Johnson að 906 Ban- ning Street, kom heim á föstudag- inn var, eftir tiu vikna dvöl í To- ronto hjá dóttur sinni Bergþóru, Mrs. Hugh Robson. Mr. Ásmundut; Johnson frá Sin- | clair, Man., sem dvalið hefir hér í borginni í vetur, fór heim til sin um miðja fyrri viku. Þeir Dr. Sveinn E. Björnsson og G. O. Einarsson frá Árborg, komu hingað á aðfaranótt siðastliðins sunnudags með Mr. Jón Sigurðsson, | fyrrum sveitaroddvita í Bifröst, til lækninga. Er hann nú hér á Al- menna sjúkrahúsinu. Mr. Einar Thompson frá West- bourne, Man., er staddur í borginni um þessar mundir. Mr. J. J. Thorvarðsson, fyrrum kaupmaður, sem dvalið hefir á Akra, N. Dak., í vetur, er nýkominn til borgarinnar. Mr. Gunnlaugur Thorvardsson veizlunarmaður frá Akra. N. Dak., var staddur í borginni fyrir síðustu helgi. Mr. Ragnar Eyjólfsson, er stund- að hefir fiskiveiðar við Steep Rock í vetur, kom til borgarinnar um ‘miðja fyrri viku. Mr. Ásmundur Freeman frá Siglunes P. O., var staddur i borg- inni í vikunni sem leið. Mr. Guðmundur Christie leikhús- stjóri, skrapp suður til St. Paul, Minn., snöggva ferð í vikunni sem leið, ásamt frú sinni. Mr. Sigfús Pálsson fór norður til Reykjaví P. O. í vikunni sem leið, og dvelur þar um hríð hjá Árna bróður sínum. Dr. B. H. Olson lagði af stað síðastliðið mánudagskvöld austur til Toronto, Ottawa og Montreal og Chicago. Þaðan fer Dr. Olson til Missouri þar sem hann situr fjöl- ment læknaþing. Dr. Olson ráð- gerði að verða að heiman um hálfs- mánaðar tíma. Mr. Halldór Erlendson frá Ár- borg, Man., var staddur i borginni á mánudaginn. Dr. Tweed verður i Árborg á fimtudaginn þann 25. þ. m. Mr. John Laxdal, kennari frá Ár- borg, er staddur í bænum þessa dag- ana, ásamt frú sinni. EFNILEGUR NAMSMAÐUR lílaðið Cavalier Chroincle flutti þann 12. þ. m., mynd af efnilegum, íslenzkum námsmanni, er nám stundar við landbúnaðarháskólann í Fargo, N. Dak. Maður þessi er Thorvarður Thorvardsson, sonur B. S. Thorvarðssonar kaupmanns á Akra. Útskrifast hann úr lærdóms- deild téðs skóla í vor. Thorvarður er ágætur námsmaður og ljúfmenni i framgöngu. Nýtur hann alveg sérstaks álits í skóla sínum, og hefir á hendi formensku i ýmsum helztu stúdentafélögum. Fréttapistill (Prá Vogar ) Nú er veturinn farinn að telja af sér, eins og menn sögðu heima á gamla landinu, þegar komið var á síðasta mánuðinn. Misjöfn hefir tíðin verið, en þó má kalla að þessi vetur hafi verið í betra lagi yfirleitt. En miklu skiftir hvernig vorið verð- ur. Heybirgðir margra eru af skornum skamti, ef illa vorar. því hey hafa reynst létt og ódrjúg. En ekki er að treysta á útbeit fyr en gróður kemur, þvi gras var orðið ónýtt þegar snjóaði síðastl. haust. Þó er vonandi að gripir komist sæmilega fram, því nokkrir bændur eru svo byrgir að þeir geta miðlað þeim, sem ver eru staddir með fóð- ur. Gripakaupmenn hafa verið hér á ferðinni, og hafa keypt talsvert af ungum geldgripum. Verðlag á þeim hefir verið talsvert betra en siðastl. haust, en vantar þó mikið á að vel sé. Bændur þurfa að fá hærra verð fyrir gripi sína en sem svarar þvi sem þeir eru búnir að kosta til þeirra í fóðri og hirðingu, þvi á ein- hverju verða bændur að framfleyta búum sínum. Fiskiveiðum er nú lokið þennan vetur. Enginn hefir orðið ríkur af þeim hér við Manitoba-vatn, en sumir fátækari en þegar þeir byrj- uðu. Veldur því lítil veiði og lágt verð. Það lítur svo út sem sá bjarg- ræðisvegur sé að verða að engu, því veiðin fer minkandi með ári hverju. Sumar tegundir fiskjar virðast vera alveg horfnar, og allur fiskur stór- um minni en áður. Hvítfiskur sézt nú varla og Pikkur veiðist mjög lítið nema í smáriðaðri net en leyfi- legt er að nota. Bendir það til þess að fullvaxinn fiskur sé því sem nær gjöreyddur úr vatninu. Netjafjöld- inn hefir verið svo hóflaus í vatn- inu á seinni árum að svo hlýtur 'að fara að lokum, að fiskurinn gangi til þurðar. Verður það illur hnekk- ir fyrir þá, sem við vatnið búa, því margir þeirra hafa haft mest bjarg- ræði af fiskiveiðum. Fiskimenn flestir farnir burtu héðan, sem voru hér sem farfuglar. Aðrir sem hér eru heima-aldir hafa nóg að starfa við heimaverk, og allmargir við skógarhögg fyrir sög- unarmyllu Ásmundar Freemans. Hér er því enginn atvinnuskortur. Almenn heilbrigði hér í bygðum. Engar slysfarir. Gtiðm. Jónsson. frá Húsey. Mr. Voung, liberal sambandsþing- maður frá Weyburn, Sask., einn þeirra manna, er sæti átti í hinni svonefndu Stevens-Kennedy rann- sóknarnefnd, hefir lagt fram sér- stakt minnihluta nefndarálit. Tjá- ist hann mótfallinn ýmsum þeim hömlum, er meirihluti nefndarinn- ar leggur til að lagður verði á verzl- un og viðskifti, og kveðst ekki bet- ur sjá, en að neytendum sé því nær alveg gleymt, eða hagsmunum þeirra, með því að alt snúist um það, að hækka söluverð án tillits til kaupgetu. Á LEIÐ TIL LUNDÚNA Rt. Hon. R. B. Bennett, forsæt- isráðgjafi siglir frá New York á laugardaginn kemur áleiðis til Lund- úna, til þess pð taka þátt í hátíðar- höldunum, sem þar fara fram í önd- verðum næsta mánuði í tilefni af fjórðungsaldar ríkisstjórnar afmæli konungs. Mr. Bennett er sagður að vera kominn á góðan rekspöl með að ná að fullu heilsu sinni. En hann hefir sem kunnugt er, verið all lasinn frá því þann 24. febrúar síðastliðinn.— Sambandsþing kemur saman aftur þann 20. maí. FRÁ ÍSLANDI. Sigurgeir á Orrastöðum fellur í vök á Laxárvatni. 13 ára stúlka hjálpar honum. Síðastliðinn sunnudag var Sigur- geir bóndi á Orrastöðum á Ásum á ferð ríðandi á Laxárvatni, ásamt 13 ára stúlku, Torfhildi Hannesdótt- ur. Sprakk þá ísinn snögglega und- an hestunum, en um leið kastaðist Torfhildur fram af sinum hesti og út á skörina, en Sigurgeir fór næst- um í kaf. Torfhildur náði þó til hans með hendinni og hjálpaði honum upp úr vökinni. # Eór hún því næst til bæja til þess að fá hjálp, en Sigurgeir hélt í tauma beggja hestanna, er brutust um á sundi í vökinni. Misti hann af öðrum hestinum út undir ísinn áður en honum kom hjálp, en hinum var bjargað lifandi. — Mbl. 16. marz. Frú Jóhanna Proppé, kona Carls Proppé kaupmanns adaðjst hér í bænum aðfaranótt sunnudags, eftir langa og þunga sjúkdómslegu. Ólafur Ólafsson fyrrum prófast- ur í Hjaíðarholti andaðist í gær að heimili sínu hér í bænum, Bjargar- stíg 5- Mbl. 14. marz.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.