Lögberg


Lögberg - 23.05.1935, Qupperneq 4

Lögberg - 23.05.1935, Qupperneq 4
4 LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 23. MAl, 1935. Högberg Oeflð ðt bvero flmtudag aí m COLUMBIA PREB8 LIMITBV (9 5 8argent Avenue Wlnnlpec, Manitoba. Utanáakrlft ritstjórans. BDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE WINNIPEG, MAN. TerO »t.»0 um árlt!—Borgitt fvrirfrcm The “Lögberg” is printed and published by The Colum- bia Press, Limited, 69 5 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHONE 8« 327 Stórmerkilegt frœðirit Bók ein mikil, og fyrir margra hluta sakir harla merkileg, hefir oss nýverið 'borist í hendur; heitir sú Islenzkir þjóðhœttir, eftir séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Höf- undi entist ekki starfsfær aldur til þess að leggja fullnaðarhönd á þetta merka ritverk sitt. Og þó úr því verði vitanlega aldrei að fullu bætt, þá hefir samt sem áður vel skipast til um það, að jafn vandvirkur maður og Dr. Einar Ólafur Sveinsson auðsjáanlega er, skyldi verða til þess að búa bókina undir prentun. Er formáli hans hinn prýðilegasti, auðugur af heilsýnni samúð með höfundin- um og fjölþættri, nytsemdar starfsemi hans. Séra Jónas fylti flokk andlegra aðals- manna, íslenzkra, á sinni tíð, og hann bar þar hátt. Honum er einkar vel lýst í eftirgreind- um ummælum, sem höfð eru eftir einum kunn- ingja hans, og birtast í formála þessarar bók- ar: “Hann var lærður vel og spekingur að mannviti; en yfirlætislausastur allra manna og ljúfmenni hið mesta. Hvar sem hann var nálægur, var sem ástríki og mildi hugarfars- ins streymdi út frá honum til allra. Hann var hógvær og prúður gleðimaður, manna fróð- astur og skemtilegastur í viðræðu,—barnsál í meðlæti og hetjusál í mótlæti.” Fegurri minnisvarði en sá, er í ummælum þessum felst, verður nokkrum manni tæpast reistur. Og íslenzka þjóðin mun líta svipað á í heild, að því er viðkemur minningu séra Jónasar frá Hrafnagili. Þetta mikla rit séra Jónasar veldur að því leyti til straumhvörfum í menningarsögu þjóðar vorrar, sem það hlýtur í rauninni að skoðast fyrsta heildaryfirlitið yfir íslenzka þjóðháttu á hinum síðari öldum. Þær eru margar og mismunandi, mynd- irnar, sem bók þessi bregður upp; ýmsar ljúf- ar og laðandi, en aðrar á hinn bóginn ömur- legar; bæjarbragurinn enda næsta misjafn, eins og oft vildi brenna við. En fróðleikur- inn verður því meiri og heildarsýn yfir þjóð- lífið þeim mun gleggri. Að stílþrótti til er bók þessi allsérstæð; frásögn öll kjarkleg, en þó mjúk og fjaðurmögnuð; á einstöku stað lætur þó nærri að nákvæmnin snúist upp í smákvæmni. Hvernig bók þessari hefir verið tekið heima, má nokkuð ráða af útdrætti þeim úr ummælum sex} þjóðkunnra fræðimanna, er gert hafa innihald hennar að umtalsefni. ISLENZKIR ÞJÓÐIIÆTTIR er sú Ibók íslenzk, sem tvímælalaust hef ir hlot- ið bezta dóma. Hér fer á eftir örlítið sýnis- horn af umsögnum nokkurra merkra manna: Guðm. Finnbogason, landsbókavörkur, segir í Morgunblaðinu 12. des. 1934 m. a.: “Þetta er mesta merkisrit. Jafnskjótt og eg fékk það í hendur, fleygði eg frá mér því, sem eg var að vinna, og settist við að lesa. . . . Eg las bókina frá upphafi til enda og þótti hún stórum skemtilegri og hollari lestur en sumar skáldsögur, sem mikið er gumað af. Síra Jónas, sá ágæti maður, sem enginn gleymir, sem kyntist honum, segir svo skemti lega og látlaust frá. Hér er í fyrsta skifti heildaryfirlit um þjóðháttu, siðu og þjóðtrú íslendinga á síðari öldum, ritað af manni sem var óvanalega fjölfróður, en mundi sjálfur margaþá hluti, sem hann er að lýsa . . . Efnið kemur því við hverjum Islendingi, sem ekki þykist upp úr því vaxinn að vita eitthvað í dag um það, sem gerðist í gær. Nú er alt á hverfanda hveli, líf þjóðarinnar breytist óð- fluga, fornir hættir, siðir, vinnubrögð og tæki falla í gleymsku óðar en varir, með þeim mönnum, sem þektu það alt af sjón og raun, og því er ekki seinna vænna að halda því til haga, safna því í heild og fá yfirlit yfir það. ” ólafur Lárusson, prófessor, segir í Vísi 15. des. 1934 m. a.: “1 bók þessari fá menn mynd af lífi for- feðra sinna eins og það var á 18. og fram yfir miðja 19. öld, mynd af lífskjörum þeirra og hugsunarhætti. Hvorttveggja þetta er nú gerbreytt frá því sem áður var. Flest af því, sem bókin segir frá, mun koma unga fólkinu ókunnuglega fyrir sjónir. En ekki trúi eg öðru, en að það lesi bókina með athygli, og þá gefur hún því betri skilning á liðnum tímum en það hafði áður. Fyrir þeim sem eldri eru, rifjar bókin upp margt, er þeir þektu í æsku sinni, en hafa nú gleymt.” “Það er merkisatburður í þjóðlegum fræðum íslenzkum, að bók þessi skuli vera komin út. Þar er 'bók, sem lengi mun verða í góðu gildi, bók, sem á það skilið að vera mik- ið keypt og mikið lesin, bók, sem á að skipa virðingarsæti hjá íslenzkum bókamönnum, við hliðina á Þjóðsögum Jóns Arnasonar.” Pálmi llannesson, rektor Mentaskólans, segir í Alþýðublaðinu 17. des. 1934 m. a.: “Islenzkir þjóðhættir er óvenjulega eigu- leg bók, og veldur því jöfnum höndum efni og frágangur. Eins og ráða má af nafninu, seg- ir bókin frá lífi manna á landi hér, og má kalla að hún taki yfir tvær aldir, þá 18. og 19. En auðséð er, að höfundurinn leggur mesta rækt við síðari hluta 19. aldar, enda fer það saman, að .hann man til hans sjálfur og hefir þaðan flestar heimildir, munnlegar og skráð- ar. .. . Frágangur allur og útlit er einnig með ágætum, og lýsir bókin óvenjulegri vandvirkni af hálfu útgefenda. Þetta má virðast því merkilegra, þegar vitað er, að höfundinum sjálfum auðnaðist ekki að búa, hana undir prentun... . Bókin er veglegur varði yfir hinn ágæta og f jölfróða mann. En bókin er meira. Hún er merkilegt heimildarrit um menningu og atvinnuhætti þjóðarinnar, og hygg eg fyr- ir víst, að margir muni leita þangað fróðleiks um liðna tíma. ” Árni Pálsson, prófessor, segir í Morgunblaðinu 18. des. 1934 m. a.: “Því er miður, að ókleift er í stuttri blaðagrein að gefa almenningi nokkra hug- mvnd um hið f jölbreytta efni þessa rits. Það er eins og kveðja frá dauðri eða deyjandi kyn- slóð, sem lifði fábreyttu lífi við fátækleg efni og var fáskorðuð af æfagömlum venjum á öll- um sviðum. Það er ekki auðvelt að hugsa sér kyrrstæðara líf heldur en þjóðlíf Islendinga á einokunaröldinni. Alt virtist óumbreytan- legt öldum saman, — búskaparhættir til sjáv- ar og sveita, daglega lífið, húsakynnin, skemt- animar, verzlunarkúgunin, guðsorðið og hjátrúin. Dr. Elinar Ól. Sveinsson var fenginn til þess að sjá um útgáfuna. Einar er góðvirk- ur maður og vandvirkur, og hefir verk síra Jónasar vissulega ekki spilst í höndum hans, þótt lítt haldi hann því á lofti sjálfur.” Dr. Þorkell Jóhannesson, segir í Nýja Dagblaðinu 20. des. 1934 m. a.: “Á þessu ári hafa komið út margar merk- ar bækur. En eg liika ekki við að segja það, að þetta er langmerkasta bók ársins, og munu margir sanná það með mér. Hér er grund- vallarrit um íslenzka þjóðháttu á liðnum öld- um. Hver sá maður innlendur eða útlendur, sem kanna vill slík efni, hlýtur fyrst og fremst að byggja á þessu riti. Hér er bók, sem í sinni röð er viðlíka merkileg og Þjóð- sögur Jóns Arnasonar hafa verið og verða fyrir þjóðtrú og þjóðsagnir, verk þeirra feðga, Jóns Halldórssonar, Finns biskups Jónssonar og Hannesar biskups Finnssonar, fyrir sögu þjóðarinnar og rannsóknir og rit Þorvalds Tlhoroddsen fyrir náttúrufræði landsins. Það er vafalaust, að um ýms at- riði þessarar bókar verður síðar ritað fyllra mál og kannað nánar og dýpra. En hingað verður uppistaðan sótt.” Sigurður Guðmundsson skólameistari á Akureyri, segir m. a. í Degi 3. jan. 1935: “Bókin er í því ólík ýmsum fræðibókum vorum, að hún er víða skemtileg. Höf. hefir verið skopvís, sem ráða má af sögum hans. Kryddar hann einatt lýsingar sínar gaman- sögum og kímni. Málfar hans er lipurt og lifandi, sundu^gerðar og tildurslaust, yfir- leitt vel íslenzkt.” Bók pessi er 502 blaðsíður í stóru broti, bundin fegursta skrautbandi. Hún er ný- komin í bókasafn Þjóðræknisfélagsins, og þarf ekki að efa að hún verði eftirsótt. < _______________________ SAMBANDSÞINGIÐ Samkvæmt ráðstöfunum, er gerðar voru fvrir páskahléið, tók sambandsþingið í Ot- tawa til starfa af nýju síðastliðinn mánudag; var forsætisráðgjafi þar staddur í fyrsta sinn eftir að hann veiktist snemma í febrúar. Telja blaðafregnir hann mikið bættan á heilsu, þó vafamál þyki hvort hann gegni for- ustu flokks síns lengur en fram í þinglok. Aðalmálið, sem fyrir þingi liggur, er lög- gjöfin í sambandi við tillögur Stevens-nefnd- arinnar svo kölluðu, ef hún þá á annað borð verður afgreidd, sem nokkur vafi mun leika á. Áhyggjuefni Framfærslukostnaður atvinnu- leysingja í Winnipeg hefir stígið hærra á árinu 1934 en nokkru sinni fyr, og byrði bæjarins því að sjálf- sögðu þyngri en undanfarin ár. Samanburður á beinum f járfram- lögum er sem hér segir: Heildar- Útgjöld Ár kostnaOur bœjarins 1930 ...........$ 451,191 $ 274,597 1931 2,473,504 905,750 1932 ............ 3,129,444 1,146,897 1933 ............ 3,623.335 1,324,263 1934 ............ 3,635,185 1,556,627 Allar þessar ofanskráðu tölur segja glögga harmsögu um ástand þessa lands; sögu vaxandi vand- ræða og þrenginga meðal fjöldans, og með ári hverju hækkandi fjár- framlög. Höfðatala allra styrkþega i Can- ada nemur nú einum sjöttá hluta allra íbúa. Stjórn landsins eyddi meira fé á síðasta ári til framfærslu þessa fólks, en nemur veltufé fimm stærstu iðnfyrirtækja samanlagðra. Þrátt fyrir ofurlítil vinnu ígrip, er sumum hefir hlotnast, hefir þessi tilkostnaður aukist hröðum skref- um. Þúsundir hafa bætst í hópinn á síðustu tíu mánuðum. Athuganir í nokkrum nærliggjandi borgum hafa leitt í ljós að allur þorri þess- ara viðbættu einstaklinga, eru menn er i fyrsta skifti beiðast hjálpar. Undanfarandi ára atvinnuleysi hef- ir unnnið upp sparifé þeirra og tæmt pyngjuna gersamlega og þvingað þá til styrkbeiðslu. Nýlegar skýrslur frá allgóðum t>æ í þessu landi, sýna að 60% af avinnuleysingjum þar, hafa verið vinnulausir frá i—4 ár eða meira; og 29 % rúmlega 3 ár. í Winnipeg er nú þegar fullur helmingur at- vinnulausra manna á opinberum styrk. Af hvaða fólki samanstendur þessi styrkþegahópur ? Hér um bil 83% af þessum fjöl- skyldum hafa að minsta kosti einn verkfæran og vinnufúsan mann; af þessum verkfæru mönnum hafa 66% enga vinnu fengið í 5 ár. Margir þeirra, er njóta hjálpar í fyrsta sinn—frá 15%—25%'—eru menn og konur úr hærri stöðum þjóðfélagsins, enn fremur guðfræð- ingar, forstöðumenn iðnaðarfyrir- tækja, o. fl. Á þessari nafnaskrá eru nöfn virðingarverðra og velmet- inna borgara. Hvert er nú viðhorf þessara manna gagnvart atvinnuleit í iðn- stöðvum einstaklinga ? Viðskifta- framþróun síðustu tveggja ára, hef- ir engin sýnileg merki sett á at- vinnuleysismálin, því tala atvinnu- leysingjanna er hærri en nokkru sinni fyr. Kaupgeta neytenda, undirstaða undir vinnu og framleiðslu hefir vaxið örlítið. Tekjur einstakra verkamanna og bænda hafa ofurlítið aukist fyrir afskifti stjórnarinnar af styrkmálinu, og nokkurri hreyfingu á viðskiftasviðinu. Bráðabyrgða skýrslur sýna viðskifti um páska- leitið í ár, 10% meiri en í fyrra. Jafnvel þó nú sé útlit fyrir dálitla heilbrigða framför í verzlun og við- skiftum á næsta hausti, eru þar eng- in merki sjáanleg, er áhrif geti haft á vinnuleysismálin, vegna þess að viðskiftunum er ekki gefinn fullur hraði og kraftur fyr en margfaldur ágóði er trygður og hárviss; þar af leiðandi geta þær þúsundir, sem nú njóta styrks, ekki vænst að losna af þeim klafa fyrir mörg ár, af þeim orsökum. Og þó framtíðin beri í skauti sínu betri tíma, verður samt sem áður stór hópur vinnulausra manna, nema lagfæring fáist á þeirri óreglu og vandræðum er vélamenn- inginn hefir skapað á liðnum og yfirstandandi kreppuárum. Hvaða þæginda njóta styrkþegar? Þessi mál hafa vaxið lítt hugsuð, upp úr ítrustu lífsnauðsyn. Fram til hins síðasta, hafa þau verið skoð- uð sem bráðabyrgðar ráðstöfun, en ekki þjóðfélagslegt skylduverk. Verkamaðurinn getur ekki vænst vinnu eða hjálpar, fyr en hann hef- ir reynt örbyrgð og allsleysi í full- komnustu og dýpstu merkingu; jafnvel þá fær hann ekki meiri vinnu en svo að samrýmist f járhags- áætlun þeirri er gerð er fyrir hans 1 meir en þriBjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viðurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum öðrum sjúkdómum. Fást hjá öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. hönd, á hærri stöðum. Hann fær ef til vill eina vinnu-viku af fjórum. Ef hann er svo heppinn að öðlast vinnu, parta úr dögum, er hjálpin minkuð að sama skapi. Styrkþeg- um er ekki leyft að komast hærra en það, að halda rétt lifi. Það orðtak eintómt, að “enginn skuli svelta” er ekki nægilega hald- góð und'irstaða itnd'ir stjórnvizku valdhafanna í þessum efnum. Meira en einn sjötti hluti allra landsmanna er þessari sök seldur; þessa menn og þessar konur vantar vinnu, en ekki styrk; þetta fólk vantar vinnu með lífvænlegu kaupi, en ekki styrkþega vinnu, sem gefur af sér hálft fæði eða minna; það þráir sjálfstæði. Stjórn þessa lands hefir þau verk- efni er gætu veitt þúsundum manna sæmilega atvinnu, þar sem aftur á móti reynslan hefir leitt í ljós að fjölmargir styrkþegar hafa verið neyddir til að starfa að arðberandi og nauðsynlegri vinnu fyrir svo lágt kaup að þeir hafa næstum því mátt líða seigpínandi hungurdauða. Opinbert fjárframlag til þessara mála hefir hækkað stórkostlega fyr- ir þá sök að mönnum var ekki leyft að framleiða vissar fæðutegundir til heimilisþarfa, af ótta við að það mundi skaða viðskifti og einka- framleiðslu í stórum stíl; menn verða þar sem viðar fyrir barðinu á einkaleyfum til iðnaðar og viðskifta. Miljónir manna verða enn um mörg ár að eiga framfæri sitt undir náð stjórnarvaldanna. Tvær leiðir eru framundan, í fyrsta lagi: láta þá svelta eins og að undanf örnu; í öðru lagi: skipuleggja arðberandi vinnu- framkvæmdir og borga þeim lífvæn. legt kaup. (Lauslega þýtt úr “Typo-News”) Jónbjörn Gíslason. OPNUN FISKISKIPAHAFNA I GRÆNLANDI Um miðjan aprílmánuð var lagt fram stjórnarfrumvarp í danska þinginu um opnun grænlenskra fiskiskipahafna. Lagt var til að hafnirnar tvær á Sykurtoppssvæð- inu, Færeyingahöfn og Tovkussaq, yrðu opnaðar sem fyrst til afnota fyrir dönsk fiskiskip. 1 frum- varpinu er lagt til að Færeyingahöfn verði opnuð fyrir öll útlend skip á næstunni. Ýmsum rannsóknum í sambandi við mál þetta er enn ekki lokið og getur frumvjarpið því ekki orðið að lögum fyr en á næsta þingi. Undir sérstökum kringumstæðum mega þó skip erlendra þjóða leita inn til Færeyingahafnar, þegar á þessu sumri.—Mbl. 1. maí. Frá Húsavík er blaðinu skrifað seint í þessum m^nuði: Héðan er ekkert að frétta nema harðindi og vesöld. Inflúensa gengur hér, og eru margir lasnir. Hey eru víða að þrotum komin og ef ekki batnar nú úr sumarmálum, má búast við að fé gangi illa undan vetri, einkum í útsveitum, því að þar eru snjó- þyngsli mikil og meiri en fram í döl- um—Mbl. 30. apríl. Umskifting Lýkur kvíða, léttist stríð, ljósi skrýðist geimur; logn og blíða — blómatíð, bjartur og fríður heimur. NEGLECT to observe Traffic Laws Causes Accidents Your attention is drawn to the following taken from the Highway Traffic Act and your observance of these wili improve the safety of the Highways: Adequate brakes. Non-glare headlights—Rays not more than 42 inches above road. Motor vehicles occupying over 80 inches of width of highway must have two clearance lights indicating such width. Speed in cities, towns and villages not to exceed 30 miles per hour, and for trucks the speed shall not exceed 25 miles per hour. In any prosecution the onus of proof is upon the accused driver or owner. Pull over to right on meeting traffic. Do not pass on steep up-grades, railway crossings or road intersections. Towing of persons on bicycles, tobog- gans, hand sleighs, skis or roller skates is forbidden. Griminal negligence and incompetence may result in loss of driver’s license. And the Unwritten Law Practice “Courtesy,” “Care” and “Co- operation” and Make Highways Safe. Issued by the Manitoba Government to secure the co-operation o/ Citizens in preventing Highway Accidents. Hon. W. R. CLUBB, Minister of Public Works and Department of Labour. Cat thii oat for futuro roferenct

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.