Lögberg - 01.08.1935, Page 3

Lögberg - 01.08.1935, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. AGÚST, 1935. 11 Salta pro nobis Bftir John Galsworthy. “Dansmærin er ákaflega nit5ur- beygð, abbadís. Hún hvílir höfuÖ- ið í höndum sér. Hún starir út í bláinn. Það er hræðilegt að sjá hana. Eg var að reyna að fá hana til að biðja, en aumingja stúlkan— hún kann það ekki; hún er alveg trúlaus. Hún meira að segja neitar að skrifta. Hún er heiðin—algjör- lega heiðin. Hvað væri hægt að gera fyrir hana, abbadis—til þess að hafa svolítið af fyrir henni þessar fáu klukkustundir ? Eg var að reyna að fá hana til að segja mér æfisögu sína. Hún svarar mér ekki. Hún situr og horfir stöðugt út í bláinn. Eg fæ sting í hjartað, þegar eg sé hana. Er ekkert hægt að gera til þess að hressa hana ósköp lítið við, áður en hnú deyr? Að deyja svona ung—í blóma lífsins; hún, sem er alveg trúlaus! Að vera tekin af lifi —svona ung, svona falleg; það er hræðilegt, abbadis!” Þegar litla gráklædda og fullorð- inslega systirin hætti að tala, kross- lagði hún hendurnar með hægð á brjóstinu. Hún leit upp brúnum og sakleysislegum augum og horfði spyrjandi framan í vaxbleika and- litið undir hettunni og gráa, slétta hárinu. Abbadísin var bein vaxin og mögur, naumast annað en beinin innan x gráa og hvíta búningnum. Hún var hugsi. Njósnari í gæzlu hjá henni, dansmær með zigeuna- blóð í æðum, var sagt—eða var hún kannske af Máraættum? — Hún hafði togað leyndarmál út úr elsk- huga sínum, sem var í franska sjó- liðinu, og selt það Þjóðverjum á Spáni. Hún var yfirheyrð og þeir sögðu, að enginn vafi léki á sekt hennar. Og þeir komu með hana í klaustrið. “Geymið þér hana fyrir okkur þangað til þann fimmtánda,” sögðu þeir, “Það er betra fyrir hana að vera hjá yður en í fangelsi.” Að vera tekin af lífi—kona! Það var hryllilegt! Og þó—það var ó- friður! Það var vegna Frakklands. Abbadísin horfði niður á litlu systurina með brúnu, blíðu augun og svaraði: “Við skulum athuga þetta, barnið gott. Fylgdu mér i klefann til hennar.” Þær héldu eftir ganginum og gengu hljóðlega inn í klefann. Dansmærin sat á fótum sínum uppi í rúminu. Hörund hennar var að mestu litlaust, aðeins vottaði fyrir þessum gula, austræna blæ. Hún var kringluleit og augnabrúnirnar dálitið hallandi; svartur lokkur myndaði öguft V á enni hennar; það skein ofurlítið i tennurnar milli hálfopinna, snoturra vara. Hún hafði krosslagt handleggina eins og hún væri að byrgja inni eldinn, sem logaði í þessum grannvaxna líkama. Augu hennar voru á litinn eins og Malaga-vín; þau horfðu í gegnum vegginn og á eitthvað fyrir aftan, í gegnurn gestina og á eitthvað langt í burtu sem augu tígrisdýrs í búri. Abbadísin hóf mál sitt: “Hvað getum við gert fyrir þig, barnið mitt?” Stúlkan ypti öxlum og það sást, að hún titraði undir silkikjólnum. “Þér líður illa, barnið mitt. Mér er sagt, að þú biðjist ekki fyrir. Það er slæmt.” Dansmærin brosti — þetta bros hvarf svo fljótt og var svo yndis- legt, eins og ljúffengur ávöxtur, eins og fagurt lag, eins og langur koss; hún hristi höfuðið. “Við ætluðum ekkert að særa þig, barnið rnitt; við kennum í brjósti um þig, af því að þér líður illa, og við skiljum þig. Langar þig að fá bók til að lesa, vín að drekka; í stuttu máli, er nokkuð, sem gæti stytt þér stundirnar ofurlítið?” Dansmærin rétti úr handleggjun. um og spenti greipar fyrir aftan hnakkann. Þetta var falleg hreyf- ing, mjúk—allur líkami hennar var fagur, og í vaxbleikum kinnum abba- dísarinnar brá fyrir daufum roða. “Viltu dansa fyrir okkur, barnið mitt ?” Sama brosið færðist aftur yfir andlit dansmærinnar, en i þetta skifti hvarf það ekki. “Já,” sagði hún, “eg vil dansa' fyrir ykkur—gjarna. Eg mun hafa 1 ánægju af því Madame!” “Það er gott. Þú skalt fá fötin þín. í kvöld í borðsalnum, þegar búið er að-borða. Ef þú vilt hafa hljóðfæri, þá má koma með píanó. Systir Mathildur spilar vel.” “Já, hljóðfæri — spila einhverja létta dansa. Madame, mætti eg reykja?” “Sjálfsagt, barnið mitt. Eg skal sjá um, að þér verði færðar síga- rettur.” Dansmærin rétti út hendina. Abbadísin tók hana milli æðaberu handanna sinna og um hana fór titr- ingur, þegar hún fann hitann streyma út-frá hendinni. Á morg- un yrði hún stirðnuð og köld! “Jæja, au revoir !” barnið mitt. . .” “Dansmærin ætlar að dansa fyrir okkur!” Það var ekki um annað talað. Systurnar biðu með eftir- væntingu, eins og eitthvert krafta- verk ætti að gerast. Hljóðfærið var borið inn og náð i nóthabækur; svo var farið að borða kvöldverðinn— og hvíslast á. Þær áttu svo bágt með að átta sig á þessu! Þetta var svo óvænt! Það ýtti dálítið við gömlum endurminningum! Ó, það var svo einkennilegt og hrífandi! Brátt var horðhaldinu lokið; borið af borðunum og þau flutt i burtu. Á bekkjunum út við vegginn sátu sextíu gráklæddar nunnur með hvít- ar hettur og biðu—abbadisin í miðj. unni, systir Matthildur við hljóð- færið. Litla fullorðinslega systirin kom fyrst, svo gekk dansmærin hægt inn eftir dökka eikargólfinu í hinurn langa, hvítmálaða borðsal. Allar sneru sér við til að sjá hana — abbadísin var sú eina, sem sat hreyf- ingarlaus og hugsaði með sér: “Bara að það hafi nú ekki ill áhrif á þær, sem lausastar eru fyrir!” Dansmærin var í sv(artri silki- skyrtu, í silfurlituðum skóm og sokkum, um mittið hafði hún breitt og þröngt gullvirkisbelti, brjósti'ó rar klætt gilfurofnum dúk, sem lagður var svörtum borðum; hand- leggirnir voru berir; rautt blóm hafði verið fest út í annan vangann í svörtu enninu; i hendinni hélt hún á svörtum blævæng úr filabeini. Varirnar voru lítið eitt rauðlitaðar, augnahártin ofurlítið svert; andlit hennar var líkast grímu. Hún stóð alveg á miðju gólfi og horfði niður fyrir sig. Systir Matthildur byrj- aði að spila. Dansmærin lyfti blæ- vængnum. I þessum spánska dansi hreyfðist hún varla þaðan sem hún stóð, hún-sveigði sig, titraði, snerist, stóð á öðrum fæti. Aðeins augun virtust lifandi; þau hvíldu ýmist á þessu andlitinu eða hinu í hinni löngu röð af andlitum, sem lýstu svo margskonar tilfinningum — eftir- væntingu og efasemdum, ánægju, feimni, skelfingu, forvitni. Systir Matthildur hætti að spila, dansmær- in stóð kyr; ofurlítill kliður fór um áhorfendaröðina og dansmærin brosti. Svo byrjaði systir Matt- hildur aftur að spila, pólskan dans; eitt augnablik hlustaði dansmærin, eins og hún kannaðist ekki við lagið og ætlaði að reyna að ná hljóð- fallinu; svo hreyfði hún fæturna, varirnar ppnuðust, hún var yndis- leg og gáskafull eins og fiðrildi, á- hyggjulaus; og um varir áhorfend- anna lék bros, en fram af þeirn brauzt lágt ánægjuhljóð. Abbadísin stóð grafkyr, þunnar 'arir hennar voru samanbitnar, magrar hendurnar spentu greipar. Myndir frá liðnum tíma gerðu vart við sig og hurfu aftur eins og mynd_ ir á sýningartjaldi. Fyrir löngu siðan rifjaði Jiun upp fyrir sér___ þegar unnusti hennar var drepinn í fransk-prússneska stríðinu, og hún fór í klaustur. Þetta barn utan úr hmni guðlausu veröld, þetta rauða blóm í svörtu hárinu, þetta bjarta andlit, þessi heillandi augu, vöktu endurminningar fullar af unaði og þrá, um hennar eigin gleðiríka lif, áður en það virtist slokkna út og hún færði það til kirkjunnar til þess að grafa það. Hljóðfæraslátturinn þagnaði; svo byrjaði hann aftur með Habanera, sem rif jaði upp fyrir henni minning. ar um lífið eftir að það var grafið —huldar, óreglulegar, óljósar. Abbadísin leit til hægri og vinstri.- Var þetta skynsamlegt af henni ? Svona margar festulausar sálir, svona margar ungar stúlkur! Og þó, því ekki að gera það fyrir þessa heiðnu stúlku að draga úr myrkri síðustu stundanna? Hún var ham- ingjusöm meðan hún var að dansa. Já, hún var hamingjusöm! En það vald! En sú stilling! Það var hræði- legt. Hún hélt föstu augnaráði hverrar einustu — jafnvel systur Luísu—hélt þvi eins og snákur, sem horfir á kanínu. Það lá við að abbadísin brosti. Aunxingja systir Luisa! Og svo, rétt hjá þessu skelfingu lostna andlifci, kom abba- dísin auga á systur Maríu. En hvað barnið starði—en augun í henni, og varirnar ! — Systir Maria — svona ung—nýlega tvítug—unnusti hennar dó í stríðinu—en fyrir einu ári sið- an ! Systir Maria—laglegasta nunn_ an í öllu klaustrinu! Hendurnar á henni — hvað þær sýndust fast klemmdar saman, þar sem hún hélt þeim í skauti sér! Og—já, reyiidar —það var á systur Maríu, sem dans- mærin horfði, það var að systur Maríu, sem hún beindi þessum fimu og viltu hreyfingum! Vegna systur Maríu kom þetta einkennilega og ó- mótstæðilega bros á lokkandi rauðar varir hennar! í hverjum dansinum eftir annan—eins og býfluga á hun- angsríku blómi—virtist dansmærin einblina á systur Maríu. Og abba- dísin hugsaði: “Er þetta verk, sem eg hefi unnið, þóknanlegt hinni blessuðu mey, eða—djöflinum?” Nú sveif dansmærin þétt með- fram nunnunum, þar sem þær stóðu í röð; augu henna glóðu, svipurinn var stoltur, framkoman tiguleg. Systir María! Hvað var þetta? Hún leit á hana, snerti hana með blæ- vængnum! Hljóðfæraslátturinn þagnaði. Dansmærin sendi koss á fingrum sér. Það birti — hvar? “Gracious, Senoras! Adios!” Hægt, hljðlátlega, eins og hún hafði komið, gekk hún burt yfir dökt gólfið og litla, gamla systirin fylgdi á eftir. Nunnurnar andvörpuðu; og—já —einhver barðist við ekka! “Farið að hátta, börnin mín! Systir María!” Hin unga minna kom; tár blik- uðu í augum hennar. “Systir María. Bið þú um að syndir þessarar aumkunarverðu sál- ar séu fyrirge*fnar. Já, barnið mitt, það er sorglegt. Farðu að hátta. mundu að biðja!” En hvað barnið gekk tígulega! Hún hafði líka þenna fagra lima- burð. Abbadísin varp öndinni. . . . Morgunn, kaldur, grár, snjóföl á jörðinni; þeir komu i heilurn hóp til að sækja dansmeyna. Skothljóð ! Með óstyrkum vörum bað abbadísin fyrir sálinni, senx var nú að dansa framrni fyrir Guði sinum. . . . Sama kvöldið var systur Maríu saknað, en hún fanst ekki. Eftir tvo daga kom bréf: “Fyrirgefðu mér, abbadís. Eg sneri aftur til lífsins. María.” Abbadisin sat hreyfingarlaus. Líf í dauða! Myndir, sem koma í ljós á þessu gamla minningatjaldi; and- lit dansmærinnar, rautt blóm í hár- inu, dökk, heillandi augu, varir, sem eru snertar af fingri leiftursnögt, og opnast í kossi. Þórarinn Guðnason þýddi.—Dvöl. Um íslenzku blöðin og fleira Það mun fáum hafa komið á ó- vart að islenzku blöðin færu að eiga örðugt uppdráttar á þessum hörðu tímum, þó sorglegt sé að þurfa að viðurkenna það; en til þess liggja nxargar orsakir, sem athuga verður. Fyrst er það að hinum gömlu land- námsmönnum fækkar óðum í land- inu, deyja út. Önnur kynslóðin er að vísu fjölmenn, en aðeins helm- ingur af þeim hluta hennar, sem al- ist hefir upp í sveitunum les ís- lenzku svo, að þeir leggi sig eftir íslenzkum bókmentum, en flestir bæði skilja hana og tala. Samt sem áður hefir önnur kynslóðin yfirleitt daufan áhuga fyrir íslenzkum bók- mentum. Þriðja kynslóðin er náttúrlega lang fjölmennust, en aðeins lítill liluti hennar kaupir og les íslenzkar bækur og blöð, því þau segja senx satt er, að íslenzku blöðin f jalli mest um niálefni gamalla íslendinga. Sú kynslóðin hefir aðeins lært að tala íslenzku í foreldrahúsum, en fátt af henní lært að lesa hana eða skrifa, svo eigi þarf að búast við að hún geti lengi haldið uppi tveim íslenzk, um blöðum með 3 dollara ársgjaldi hverju. Nálægt einn fjórði íslend- inga settist illu heilli að í Winnipeg og öðrum borgum og bæjum lands- ins, til að stunda þar daglaunavinnu, og liafa farið svo aumlega út úr því, að ekki er ástæða til að búast við miklum styrk frá afkomendum þeirra til viðhalds íslenzku blöðun- um, þó margir af þeim hafi reynst góðir námsmenn og starfsmenn. Það sem íslendingum hefir illa sézt yfir hér i landi, er að hafa ekki látið kenna ungu kynslóðinni ís- lenzkar bókmentir í nýlendunum, og gefið út barnablað á íslenzku mán- aðarlega, með myndum og sögum, og selt það lágu verði. Slíkt var að sjálfsögðu skylda Þjóðræknisfélags- ins, og eg hreyfði því hvað eftir annað á þingum þess, að ekki gæti orðið unt að viðhalda íslenzku í álfu hér, nema unga kynslóðin lærði að lesa og tala íslenzku, og fyrsta skil- yrði þess væri að Þjóðræknisfélag- ið gæfi út laglegt barnablað aðeins mánaðarlega, við lágu verði. ís- lendingar mundu fúslega hafa keypt það, en þó fjárhagur félagsins væri góður, taldi féhirðir ókleift að leggja í slíkan kostnað! Og eg man að bóndi einn kvaðst nota lestrarfélags bækur sveitar sinnar til að kenna sínum börnum að lesa íslenzku, og það væri víst nóg. En varla geta menn ætlast til að þeir kaupi og borgi íslenzk blöð, senx ekki geta lesið þau. En nú eru það vanskil núverandi kaupenda íslenzku blaðanna, sem mest er kvartað undan, og ástæðan fyrir því auðsæ. Þegar afturhalds- stjórnin komst til valda fyrir fimm árum síðan á fölskum loforðum, nefnilega að gefa öllum atvinnu og gott lcaup, sem iðjulausir voru, og hækka verð á búnaðarafurðum, að oímargir létu glepjast til að gefa þeim atkvæði sitt. Hverjar eru svo afleiðingarnar ? Atvinnuleysið sjö- faldast þó nóg sé að vinna fyrir at- vinnuleysingja, til dæmis að yrkja land, vinna gull og aðra málma úr námum Canada, og um fram alt að leggja vegi og járnbrautir um norð- ur-helming landsins. En í staðinn fyrir að hjálpa fólkinu til að vernda sjálfstæði sitt með heiðarlegri at- vinnu, er aðeins haldið í því lífinu, og ef þeir þykja of kröfuharðir i atvinnuleit er gripið til ofbeldis úr- ræða. Á síðastliðnum 5 árum hafa toll- ar og skattar landsins hækkað gif- urlega, en búnaðarfurðir lækkað svo í verði, að enginn bóndi getur staðið sómasamlega í skilum, nema hann hafi átt sparifé frá stjórnartímabili Liberala, og er því ekki að furða þó vikublöðin íslenzku eigi erfiða af- komu. En þetta lagast á næstu árum, því afturhaldsklikkan getur ekki þrjóskast lengur en nokkrar vikur, að ganga til kosninga, og fær þá það rothögg, að hún ris ekki á fætur aftur meðan sú kynslóð lifir, sem konxin er á lögaldur nú. Undir eins og frjálslynd stjórn kemur til valda, verður gengið inn á viðskiftasamning við U.S.A. að lækka aftur toll á innfluttum akur- yrkju-verkfærum þaðan; við það eitt út af fyrir sig mun hagur bænda batna svo að þeir geta borgað ís- lenzku blöðin sin skilvíslega og er þá betur beðið en hörvað. S. Baldvinsson, Lundar, Man. Winnipeg Insurance Agency Limited '202 KENSINGTON BLDG. árna íslendingum heilla í tilefni af DEMANTSAFMÆLINU Allar tegundir af ELDS, SLYSA, RÁNS, GRIPDEILDA ÁBYRGÐUM, við sanngjarnlegasta hugsanlegu verði. Fyrirspurn- um svarað á íslenzku ef æskt er og áætlanir um kostnað veittar nær sem vera vill. Grettir L. Johannson umboðsmaður 910 Palmerston Ave. Winnipeg, Man. Sími 71177 Tvœr fyrirmyndir fullkomnunar * v Gurney eldavélar og Magicoal rafeldstæði, eru búin til hjá Northern Filectric Company, Ltd. Þetta þýðir að þessir hvorttveggja hlutir erit hámark fullkomnunarinnar að gæðum, útliti og hagnaði. Gnrney eldvélin Fyrirmynd 1672 Þessi eldavél hefir sjálfstjórnara; hún er öll enameleruð með tvennskonar fílabeins lit. Gurney eldavélar eru frægar fyrir þéttleika bökunarofnsins . og draga til sín allan hita að ofan og niður i botn suðuholsins. Gurney elda. vél er jafn auðveldlega hreinsuð og leirdiskur. Þessi tegund selst á $135.00 Fæst gegn vægum borgunarskilmálum hjá Ilydro. I Magicoal raf-eldstœði Þegar haustið kemur og kólna tekur á kvölditr, er þægilegt að kveikja upp í eldstæðinu í setustofunni. Snúið typp. inu, finnið hitann og horfið á glóðina. Magicoal eldstæði fást af mörgum mismunandi undurfögrum gerðum, þar sem fegurð og nytsenxi fallast í faðma. Kosta frá $24.50 og meira

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.