Lögberg


Lögberg - 02.08.1935, Qupperneq 6

Lögberg - 02.08.1935, Qupperneq 6
fí Týnda brúðurin Eftir MRS’. E. D. E. N. SOUTHWORTH Hann reyndi til þess, þegar fólkið kom út úr kirkjunni og dreifðist um kirkjugarðinn, að sjá framan í hana og hneigja sig fyrir henni, en það var alt af eitthvað, sem var á milli þeirra, svo hann liafði ekkert tækifæri til að heilsa henni eða tala við hana. Hún var alt af samferða, frá kirkjunni Thurston ofursta, eða öðrum gömlum og mik- ilsmetnum emíbættismönnum úr bygðarlaginu, sem sýndu henni hina mestu virðing og um- önnun, svo það var engin leið að ná tali af henni, nema gera sig beran að óafsakanlegri ókurteisi. ' Þeim mun meiri erfiðleikar, sem voru á því, að hann gæti náð tali af Marían, og kynst henni, þeim mun áfjáðari varð hann að ná fundi hennar. Ef hann hefði verið ákveðinn í því að biðja sér hennar fyrir konu, hefði hann ekki þurft annað en biðja Edith um leyfi að mega heimsækja hana á heimili hennar; en honum fanst það óhugsandi, því Thurston átti í stríði við sjálfan sig og áform haná var ekki svo staðráðið; hann vildi helzt að fund- um þeirra gæti borið saman, sem algerlega af tilviljun, svo hann þvrfti ekki að láta uppi hug sinn eða vekja hjá henni neinar vonir, sem hann væri ekki viss um að geta veitt. En hversu lengi að þessi kalda varfærni mundi endast, ef hann kæmist í náið samband og kunnugleika við Marian, það er nú eftir að vita. Það var eitt sunnudagskvöld í október um haustið, að Marian kvaddi sinn virðulega förunaut, Thurston ofursta, við sáluhliðið, og hélt glöð og einsömul út á skógarbrautina, sem lá heim til hennar. Thurston hljóp á hest sinn, er hann sá þetta og stefndi inn á sömu braut er hún fór, svo léttilega og hugs- unarlaust, eins og hann vissi ekki af neinum á undan sér. Hann náði henni við girðigar- hlið, sem víða loka upp sveitavegunum. Hann hnegiði sig fyrir henni, hélt svo áfram, hljóp af baki, opnaði hliðið og hélt því opnu meðan liún fór í gegnum það. Marian brosti góðlát- lega og kinkaði kolli til hans í þakklætisskyni, og sagði: “Gott kvöld, hr. Wilcoxen,” er hún reið í gegnum hliðið. Thurston lokaði hliðinu og reiÖ svo á eftir henni. “Þetta er dýrðlegt veður, jómfrú May- field.” “Já, sannarlega dvrðlegt!” svaraði Marian. “Þá landið; það er svo yndislega fallegt á haustin. Eg get ekki verið skáldunum sam. dóma, sem kalla haustið árstíð deyfðar og þunglyndis.” “Það get eg ekki heldur,” sagði Marian, “því haustið með hinn fagur- bláa, heiðskíra himin, hina marglitu skóga, nægtaríku uppskeru og tilhlökkunina til jóla- fagnaðarins og vetrar hvíldarinnar eftir ann- ir sumarsins, hefir alt af verið mér fagnað- arefni. Ársins mest áríðandi störfum er þá lokið; uppskerunni farsællega komið í forða- búrin og tímar gleðskapar og hvíldar eru framundan.” “í heimi félagslífsins,” sagði Thurston, “er það á kvöldin, að loknu dagsverki, sem glaðværðin er mest, rétt áður en fólk gengur til hvíldar. Eg skil þínar fallegu hugsanir um haustið, sem líkingu, sem táknar kvöld ársins, sem fer á undan vetrarhvíldinni. Nátt- úran hefir aflokið sínu dýrmæta verki, og hún klæðist skrantbúningi, og heldur hátíð, áður en hún legst til hvíldar yfir vetrartím- ann.” Marian leit á hann og brosti. “Já, það er líklega það sem eg meinti, bara betur sagt,” sagði hún brosandi. Bros hennar fór eins og ljósglampi gegn- um sál hans og líkama; það var orkustraum- ur, lífsandi, sem lyfti honum upp yfir hið hversdagslega og verkaði á alla tilveru hans með ómótstæðilegri hrifningu. Andlit hans ljómaÖi af lífi og fögnuði, sem hanh endur- galt henni með. Það skein eitthvað það úr augum hans, sem hafði þau áhrif á hana, að hún leit niður fyrir sig og roðnaði. Thurston horfði fast á hana og gætti nákvæmlega allra svipbrigða í andliti hennar, 'og sagði eftir litla þögn í hátíÖlegum og laðandi róm. •‘Við erum að tala um hinn sýnilega heim, jómfrú Mayfield; en hvað er um hugar. heim vorn? Hvernig verkar haustið á hugs- analíf vort ? Mér — nei, eg held eg megi segja að flestum mönnum finnist að haustiÖ sé frekar boðberi erfiðleika, vöntunar og þján- inga, frekar en tími hátíðahalds og hvíldar. ” “Eg held, ef svo er, að það stafi af því að mannfélagið er ekki í réttu samræmi við nátt- liruna. MaÖurinn hefir mist sjónar af á náttúrunni og samræminu við hana, eins og hann hefir mist sjónar á GuÖi, og samræmi * við hann,” sagði Marian. “Og þarf á frelsara að halda til að opna LÖGBERG, FIMTUDAGINN augu sín fyrir hvorutveggja,” sagði Thurs- ton. “Finst þér það — finnurÖu til þess?” spurði Marian og leit á hann þessum himin- töfrandi fögru augum sínum. Thurston varð eins og frá sér numinn, og viðkvæm tilfinning hrifningar og gleÖi fór um hann allan, og hann svaraði eins og hálf- vegis utan við sig. “Eg veit það, og finn óumræÖilega sárt til þess,” sagði hann. Thurston hélt að hann væri að segja satt þó sannleikurinn væri sá, að hann hafði aldrei áður hugsað um eÖa látið sig nokkru skifta þetta mál, þar til nú að Marian vekur hann til umhugsunar um það, með áhrifum síns lif- andi anda, sem gagntók sál hans. Hún tók aftur til máls, og sagði í ákveðn- um og einlægum róm: “Þú þekkir það og finnur sárt til þess. Sú djúpa tilfinning og þekking er sú heilaga smurningar olía, sem hefir helgað þíg sem boðbera og starfsmann í þjónustu mannúðarinnar. Þú ert kallaður til göfugrar þjónustu meðal mannánna, vertu þessari háleitu hugsjón trúr. Það er svo margir kallaðir, hrifnir allra snöggvast; en þeir staðföstu og trúu eru svo fáir, en þeirra er kóróna lífsins. ” “Þú ert þá æðsti presturinn, sem hefir smurt höfðu mitt með hinni helgu vígslu- olíu. Eg skal reynast trúr!”. Hann talaÖi í svo mikilli einlægni og hrifningu, að Marian fyltist brennandi samhygð með honum, og talaði nú við hann í sínum glaða og létta róm. Hann fann hina skjótu breytingu málsins, og merkti hin ytri svipbrigði á hinu fríða andliti hennai’, en hvaða ljósi og skuggum að brá fyrir í sál hennar, var meir en hann gæti greint að því sinni. Þegar hann tók aftur til máls sagði hann mjög stillilega og alvarlega: “Þú talar eins og kennari og prédikar eins og prestur—með almennum orðatiltækjum. Talaðu blátt áfram og ákveðið; hvað viltu að eg geri, jómfrú Mayfield? Aðeins láttu mig vita hvað þú vilt að eg geri, og, og seg'Su mér hvernig eg á að byr ja á því; og þú mátt reiða ])ig á, að aldrei hefir nokkur riddari verið þjónustubundnari ástmey sinni, en eg skal véra þér!” Marian brosti. “Hvernig? — Ó, þú verÖur sjálfur að l)úa þér til þá stöðu, þar sem þú getur haft áhrif á fólkið. Eg held eg geti ekki gefið neinar leiðbeiningar í því máli, en þú finnur hina réttu leið; ef eg væri karlmaður,—skyldi eg!” ‘ ‘ En sem kona ’hefir þú unnið undursam- leg verk! ’ ’ “Fyrir konur,” sagði Marian, og leit á hann augum fullum gáska og gleði. “Nei, nei, hvort heldur hefði verið menn eða konur! En hveriiig ferðu að því, Marian? Fvrirgefðu,—jómfrú Mayfield,” flýtti hann sér að segja, og roðnaði í framan upp í hársrætur. “Nei, það er óþarft,” sagði hún, “kall- aðu mig Marian, ef það nafn er tamara tung- unni en hitt. Allflestir kalla mig Marian, og mér geðjast vel að því.” Mild sælutilfinning fór um allar taugar hans; hann þýddi orð hennar í huga sér sem hafandi sérstaka meiningu fyrir sig, sem þau í sjálfu sér höfðu ekki; hann gleymdi því að þessi velvild, sem hún sýndi honum með því að lofa honum að kalla sig skírnarnafni sínu, var frá hennar sjónarmiÖi öllum frjálst; en honum fanst að hann einn yrði fyrir þeirri náð. Hann sagði: “En ef eg nefni þig skírnarnafni þínu, indæla jómfrú, má eg þá vænta mér þeirrar ánægju að fá að heyra þína hljómþýðu rödd nefna mig skírnarnafni mínu?” “Ó, eg veit ekki!” sagði hún og brosti svo yndislega góðlátlega. “Ef nokkurn tíma skyldi koma til þess að það væri eðlilegt, þá ef til vill; en alls ekki núna. Hinn virðulegi ofursti Thurston kallar mig Marian, en mér dettur alls ekki í hug að kalla hann John. ” 13. Kapítidi. Þetta var fyrsti samfundur þeirra, en þeir urðu brátt fleiri og fleiri, og við hvern slíkan fund varð Thurston meir og meir ást- fanginn af hinni indælu Marian, og hún gat ekki heldur dulið þá átiægju og sælu, sem hún hafði af samvistunum við hann. Einn dag er Thurston reið í gegnum skóginn mætti hann Marían gangandi eftir skógarbrautinni, hún var á heimleið frá þorp- inu. Hún var svo hraust og fögur og bros- andi af lífsgleði og ánægju er hún mætti hon- um. Ilún har litla körfu á handlegg sér. Thurston hljóp af baki til þess að heilsa henni og taka körfuna af hendlegg hennar, og til þess að sjá framan í hana, og stama út úr sér hversu mikil ánægja að sér væri að sjá hana; það var alt sem hann virtist geta sagt fyrst í stað. “Eg kem úr þorpinu, og er á heimleið,” sagði hún, til þess að segja eitthvað. 29. AGÚST, 1935. “Það er löng leið að ganga í gegnum skóginn.” “Já; en svo stendur á að reiðhesturinn minn festi fótinn í holu og reif undan sér skeifuna, og er dálítið haltur, svo eg býst ekki við að geta n«taÖ hann fyrst um sinn.” “Guði sé lof,” h^gsaði Thurston með sjálfum sér. “Veðrið er svo indælt og eg hefi bara gaman af að ganga þennan spöl,” sagði hún. “Marian—bezta Marian, viltu leyfa mér að fylgja þér heim? Það er leiðinlegt fyrir þig oina að ganga í gegnum skóginn, og það er ekki óhult fyrir jafn fallega stúlku, að vera ein á ferð á þessari afskektu braút.” ‘ ‘ Eg er alveg óhrædd; það gerir mér eng- inn mein,” sagði Marian. “Eg vona að þú neitir mér ekki um að fylgja þér. Þú gerir það ekki, kæra Marian! ” Hann bað hana svq innilega og sakleysislega; hann tók í hönd hennar og þrýsti, ef svo svo mætti segja, afli sálar sinnar með handtak- inu inn í liennar sál, meðan hann stóð fyrir framan hana og starði í andlit henni, fullur aðdáunar og hrifningar. “Eg þakka þér fyrir; en þú ert á annari leið.” “Eg var bara að slæpast, til þess ein- hvern veginn að eyða tímanum fram að helg- inni, að eg sæi þig við kirkjuna. Seztu nú hérna, drotningin mín, hugsjóna-drotningin mín, eins og í hásæti, meðan eg fer og kem hestinum mínum í haga. Eg verð kominn hingað eftir fimtán mínútur; hérna er nokk- uð, sem þú getur skemt þér við að skoða á meðan,” sagði hann og tók úr vasa sínum ljómandi fallega bók, bundna, í purpura og gull, og lagði í kjöltu hennar. Hann brosti til hennar og hljóp á bak hestinum, hneigði sig fyrir henni og þeysti á harðaspretti í burtu, og skildi Marian eftir eina við að skoða bók- ina. Bókn var Lundúna útgáfan af Spencer ’s “Alfadrotningin,” með mörgum og fallegum myndum í, hún var einhver fáséðasta bók í öllu landinu á þeirri tíð. Á saurblaðið var nafn Marian skrifað, með hendi Thurstons. Fáeinar mínútur liðu, og Marian var nið- ursokkin í að skoða þessa fallegu gjöf, hún fletti blöðunum með óblandinni gleði og fögai- uði yfir gjöfinni og gefandanum.—Hún var svo niðursokkin í að lesa í bókinni, að hún tók ekki eftir þegar Tliurston kom og settist hjá henni; hann hafði verið fljótari en hann bjóst við. “Þú ert svo niðursokkin í Spencer, að þú livorki heyrir til mín eða sérð mig,” sagði hann í dálítið vonbrigðalegum málróm. “ Já, eg sannarlega var komin inn í hul- iðsheima. Eg þakka þér svo innilega þessa fögru gjöf. Það er sannarlega dýrgripur. Eg skal gæta vel þessarar dýrmætu gjafar,” sagði Marian í barnslegri gleðihrifningu. “ Veiztu það, að “álfheimar” er ekki eitt- hvað, sem fallið er úr tízku, eða úrelt, kæra Marian?” sagði hann og horfði með svo mik- illi einlægni og lirifningu í hið fagra og góð- mannlega andlit hennar, að hún leit undan og roðnaði. “Komdu,” sagði hún lágt og stóð upp af steininum; “við skulum fara héðan og halda áfram.” Þau héldu á stað eftir veginum, og ræddu í mildum málróm um ýmsa hluti; hug- arflug og ímyndanir Spencer’s; hið fagra og blíða liaustveður, grösin og laufin á trjánum; um helzt alt, nema það, sem þeim báðum lá inst í hjarta. Hann var hraMdur við að hann mundi gera hana feimna, og sú hugsun dróg úr þeim vonarljóma, sem skein á andlit hans, og öerði hann varfærinn og hélt honum til baka; þar sem aftur á móti að hún byrgði til- finningar sínar undir feimnisroða þeim, sem breiddi sig um andlit hennar og brjóst, en taugakerfi hennar titraði og sendi draum- sæta unaðshljóma inn í sál hennar. Hann ákvarðaði sig á leiðínni, til að tjá henni ást sína, og fá vissu um hvers hann mætti vænta. En, livemig gdfc harni hafið máls á slíku. Hann fann að hún var svo við- kvæm, að minsta tillit eða raddbreyting gat haft þau áhrif að hjarta hennar lokðist, eins og blóm á viðkvæmri plöntu. Þau héldu áfAm og voru alt af að upp- götva nýja og nýja fegurð, sem þeim varð svo skrafdrjúgt um; stundum var það aðeins lauf á einhverju eikartrénu við veginn, sem hafði sérstakloga einkennilegan lit; eða smá- ormur eða padda, sem hafði náð fullum þroska, og þau dáðust að lagi og lit þessara smádýra; eða Thurston tók upp skrælnaða og niðurfallna smágrein, er fallið hafði á veginn, og breiddi hana út til að skoða hinn yndislega litablending í vöðvum þess, eða hinar tignar- legu bogalínur, sem voru að verða svo berar. —Iinignun? — nei; hin hægfara og eðlilega sameining þess aftur við moldina. Eða þau ræddu um hina margbreytilegu liti þurra laufa, er vindurinn hafÖi feykt í múga upp að rótum stórra trjáa. Eða að þau litu upp í himininn og dáðust að fegurð og móælistign geimsins. Ilið fölleita haust og hinn fagur- blái himinn heillaði liuga þeirra í ljúfa leiðslu. Thurston vissi af fögru skógarrjóÖri, ekki langt í burtu, til vinstri handar, við göt- una, þaðan var gott útsýni, sem hann langaði að sýna henni, og hann leiddi Marian þangað eftir nær því uppgrónum götuslóðum. tJr rjóðri þessu var gott útsýni milli trjánna út á fjörðinn, sem var skamt í burtu, og til bygðarinnar hinum meginn skógarins, sem öll var í gyltum ljóma í dýrð haustsólar- innar. Krónur trjánna mvnduðu eins og stórkostlegan sigurboga yfir höfðum þeirra. Marian stóð hreyfingarlaus og virti þessa dýrðlegu sjón fyrir sér, í þögn og að- dáun. “Er ekki indælt hér,” sagði Thurston. Hún kinkaði kolli, en sagði ekkert. “Er það ekki yndislegt?” Hún kinkaði kolli aftur og brosti. “Hefirðu nokkurn tíma komið hér áð- ur ?” “ Aldrei.” “Marian, þú ert sannarlega hrifin af náttúrunni og elskar fegurðina. “Eg veit ekki,” sagði hún svo undur blítt, “livort það er heldur ást eða tilbeiðsla, eða hvorutveggja, en það er einhver mynd, sem heillar mig. Sjón sem þessi töfrar mig, og eg vildi teiga inn í sál mín^, eins mikið af þess ari fegnrð, dýrð og vizku, eins og eg get veitt viðtöku. Það er með mig eins og segir í sög- unni um gamla sjómanninn, sem hélt öllum veizlugestunum hreyfingarlausum, með sín- um eldlegu augum. Mynd sem þessi heldur mér í hrifningu, þar til eg hefi heyrt þá sögu, og lært þá lexíu, sem hún segir og kennir mér. Hefirðu nokkurn tíma orðið þess var úti í hinni frjálsu náttúru, að hún eins og sogar í sig tilveru þína, og á sama tíma samlagast tilveru þinni ? Eða er það aðeins ímyndun mín að fegurðin sé fæÖa sálarinnar?” Hún leit sínum skæru augum á hann, eins og til að spyrja, en hann gleymdi allri sinni varfærni, gleymdi öllu, en tók hana í faðm sér og þrýsti henni að brjósti sér ,og þrýsti brennandi ástarkossum á varir hennar, og hann vissi ekki fyr en hann kraup við kné hennar, biðjandi liana að fyrirgefa sér — hlusta á sig—. Marian stóð og huldi andlit sitt með höndunum; liún var orðlaus; hún vissi varla hvað hafði skeð; hún stóð þannig fáein augna- blik algjörlega hreyfingarlaus. Hún tók hend- urnar frá augunum, sneri sér frá honum og sagði með skjálfandi röddu: Stattu á fætur. Þú skalt ekki falla á kné fyrir nokkurri mann- eskju, slík lotning tilheyrir Guði einum. 1 hamingjunnar bænum, stattu á fætur! ’ ’ “Fyrirgefðu mér fyrst—hlustaðu fyrst ámig!” “Ó, stattu upp—stattu upp; eg bið þig! Eg get ekki horft á mann liggjandi á hnján- um, nema í bæn til Guðs,” sagði hún og gekk frá honum. Hann reis á fætur og fylgdi henni; hann tók í hönd hennar og leiddi hana að bekknum og lét hana setjast og settist sjálf- ur við hlið hennar, tjáandi henni með ákefð og einlægni í hálfum hljóðum: “Marian, eg elska þig! Eg hefi aldrei sagt þessi orð við nokkurn kvenmann áður, því eg hefi aldrei elskað áður. Marian, fyrst þegar eg sá þig, fékk eg ást á þér; án þess að vita af var eg snortinn nýjum lífsstraumi, og ást mín til þín hefir þróast og aukist með hverjum degi síðan. Eig elska þig innilegar en eg get lýst með orðum, eða hugurinn grip- ið. Eg elska nærveru þína! Marian! Áttu ekki eitt orð eða tillit fyrir mig? Góða talaðu, snúðu elskulega andlitinu þínu að mér,” sagði hann og lagði handlegginn mjúklegá um háls henni. “Ansaðu mér, Marian, eg vegsama þig— eg tilbið þig!” “Eg verðskulda ekki að vera elskuð á þann hátt. E|g vil ]>að ekki, því það er rangt, —bjáguðadýrkun, ” sagði hún með lágri og titrandi röddu. “Hvað meinarðu? Er ást mín til þín, sem líf mitt hangir á; þér svo ógeðfeld? Svar- aðu mér, Marian. Þú, sem ert öllum ljúfari og meðaumkunarsamari að eðlisfari; hvernig getur þú kvalið mig í þessari óvissu?” “Eg held þér. í engri óvissu.” ‘ ‘ Má eg þá elska þig ? ” Marian rétti honum hönd sína; það var svarið. “Elskarðu mig?” Hún svaraði öllum spurningum hans með því að þrýsta mjúklega hendi hans milli handa sér. Hann tók um hendur hennar og þrýsti þeim að hjarta sér og vörum, og kvsti þær með brennandi ákefð. “Segðu eitthvað, elsku Marian; lofaSu mér að heyra af vörum þínum að þú elskir mig; viltu gera það, elsku Marian?” “Eg get ekki sagt þér það núna,” sagði hún í lágum og titrandi málróm, “eg er dá- lítið trufluð; mig langar til að komast til ró- legheita; og eg vil komast sem fyrst heim. Við skulum ekki dvelja hér lengur.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.