Lögberg - 02.08.1935, Qupperneq 7
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 29. AGÚST, 1935.
7
Fimtugaála og fyrsta
ársþing
IIINS EVANGELltíKA LÚTERSKA KIRKJUFÉL.
ISLENDINGA I VESTURHEIMI.
Haldið að Mountain, N-D., og í Winnipeg, Manitoba
19. til 25. júní 1935.
Forseti tilkynti þingi, aS hér væri staddur séra Jakob Jónsson,
prestur frá NorÖfirði á íslandi. Hefði hann boðið honum á þing
• og mundi hann taka til máls í sambandi við það mál er til umræðu
var. Flutti þá séra Jakob allítarlega ræðu um mannfélagsmál yfir-
. leitt, er var umræðuefni fundar, og eins og beint áframhald af
ræðu forseta, er hann skýrði málið um leið.og umræður um það
hófust. Þakkaði forseti ræðu séra Jakobs, og héldu umræður
lítið eitt lengra áfram, þar til að samþykt var, að setja málið í
5 manna þingnefnd. Ski[>aðir í nefndina voru þeir séra G. Gutt-
ormsson, séra B, Theodore Sigurðsson, J. H. Hannesson, Bjarni
Marteinsson og B. S. Johnson.
Þá lá fyrir á ný f jórða mál á dagsskrá:
Jóns Bjarnasonar skóli.
Fyrir hönd skrifara skólaráðs, dr. Jóns Stefánssonar, lagði
þingskrifari fram þessa skýrslu :
Skýrsla stjórnarnefndar Jóns Bjarnasonar skóla.
Til kirl^juþingsins 1935.
Háttvirti herra forseti!
Samkvæmt ráðstöfun síðasta kirkjuþings var stjórnarnefnd
Jóns Bjarnasonar skóla heimilað að selja fasteignir skólans með
þeim skilyrðum að upphæðin sem þær seldust fyrir yrði næg til að
mæta öllum skuldum, sem á skólanum hvíla. Einnig var nefnd-
inni veitt umboð til að hækka veðskuld þá, sem hvílir á eigninni,
alt upp í $7,000.00, eða veðsetja fasteignir skólans sem trygging
fyrir nýju láni að sömu upphæð. Skjótt frá að segja, reyndist
hvorttveggja með öllu ómögulegt. Það er mjög erfitt að fá lán
út á fasteignir sem stendur, og það er nálega ómögulegt að selja
fasteignir eins og nú árar. Lá því ekki annað fyrir stjórnarnefnd
skólans, en að loka skólanum, eða þá að halda áfram eins og áður,
i von um að eitthvað rættist úr erfiðleikunum. Nefndin gerði sér
ljósa grein fyrir því, að þótt skólanum væri lokað, þá yrði kirkju-
félagið að borga skatt af eigninni eftir sem áður, og rentur á
veðskuld. Einnig yrði að borga eldsábyrgð, hitun, vatn, ljós og
viðhald á byggingunni, ef bygingin á ekki að liggja undir skemd-
um. Alt þetta til samans reiknaðist nefndinni til að myndi koma
upp á kringum $1200.00 á ári.
Eftir nákvæma athugun nrálsinsi og með samráði við alla
kennara skólans, var ráðist í að halda skólanum áfram þetta ár.
Embættismenn skólaráðsins voru allir endurkosnir á fundi
er haldinn var 5. júlí, og kennarar skólans voru ráðnir hinir sömu
og síðasta starfsár.
Kenslugjöld voru lækkuð og Var sett fyrir 12. bekk $75.00,
fyrir 11. .bekk $60.00, fyrir 10. bekk $55.00 og fyrir 9. bekk
$40.00, með $5.00 afslætti, ef borgað var að fullu við skráning.
Aðsókn að skólanum í ár var eftir öllum vonum, þegar tillit
er tekið til efnahags fólks yfirleitt. 76 nemendur voru skrásettir
við skólann þetta ár og mun skólastjóri leggja skýrslu fyrir þingið
viðvíkjandi starfinu í skólanum.
Gjafir frá almenningi til skólans voru töluvert minni í ár en
að undanförnu, og verður greint frá því í skýrslu gjaldkeri, er
lögð verður fyrir þingið.
Einn mætur íslendingur, Theodór heitinn Jóhannsson, er bjó
síðast í Glenboro, Man., hefir minst Jóns Bjarnasonar skóla í erfða-
skrá sinni. Arfleiddi hann skólann að $200.00. En það mun
ekki vera hægt að koma öllu dánarbúinu í peninga sem stendur, svo
það eðlilega dregst eitthvað með borgun á þessari arfleifð.
Það er ósk vor og von, að fleiri góðir íslendingar fari að
dæmi þessa sæmdarmanns, og minnist skólans í erfðaskrám sínum.
Guð blessi minningu þessa látna bróður, er hefir sett svo fagurt
fordæmi með gjafmildi sinni og hjálpfýsi.
Árbók skólans var gefin út í ár. Er þar að vanda mikið af
ágætu lesmáli, og ætti ritið að komast inn á sem flest íslenzk heim-
ili hér vestra, og vera lesið með gaumgæfni. Það verður selt í ár
á 25 cents eintakið, skólanum til arðs, og er það afar ódýrt. Von-
andi er að alt upplagið seljist.
Nýtt félag var sett á fót þetta ár, í sambandi við skólann, er
nefnist Ladies’ Guild. Eru í þessu félagi flestar mæður þeirra
nemenda, er skólann sækja, og fleiri konur, sem eru skólanum vel-
viljaðar, og vilja að hann vaxi og blómgist. Mrs. A. S. Bardal er
forseti félagsins og mun hún með sínum alkunna dugnaði og skör-
ungsskap veita því góða forystu. Væntum vér mikils af félags-
skap þessum í framtíðinni. Gaf félagið skólanum í ár $140.00.
Félag fyrverandi nemenda Jóns Bjarnasonar skóla undir forystu
hr. Harald J. Stephenson, hefir nú farið á stúfana og er að safna
fé til hjálpar skólanum. Má búast við góðum styrk úr þeirri átt.
Stjórnarnefnd skólans sendi út í vor fjölda af bréfum til
einstakra manna og félaga, og bað um fé til hjálpar skólanum.
Bar það nokkurn ávöxt, en þó ekki nægilegan til að mæta öllum
útgjöldum. Fjárhagslega stendur skólinn í sömu sporum nú og
fyrir ári síðan. Fjögra ára skattur er nemur $2,300.00 hefir nú
fallið á skólaeignina, og hún verið sett á skattsöluskrá Winnipeg-
borgar. Verður því skólaeignin seld, nema eins árs skattur, um
$600.00, sé borgaður innan fárra daga. Allar skuldir til samans,
sem á skólaeigninni hvíla, nema að upphæð um $6,600.00. Ein-
hverntíma hefðu lúterskir Vestur-fslendingar þózt geta velt svo
stóru hlassi. Og hiunum, að “margar hendur vinna létt verk.”
Ef aðeins væri eining og sameiginlegur ábugi fyrir máli þessu,
væri því borgið, oss til varanlegrar sæmdar. Mun það sannast
hér sem oftar, ^ð sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér.
Við þetta mál getum vér ekki skilið, án þess að þakka af alhug
skólastjóra, séra Rúnólfi Marteinssyni og meðkennurum hans,
Miss Salome Halldórson, Miss Beatrice Gíslason og Agnari
Magnússyni, fyrir góða og dygga þjónustu og fyrir fédæma góða
samvinnu og fórnfýsi til málefnisins. Möglunarlaust hafa kenn-
ararnir tekið launalækkun og reynt eftir mætti að greiða fyrir
skólamálinu. Fegurra fordæmi en kennara Jóns Bjarnasonar skóla
hafa gefið í því efni, þekkjum vér ekki.
Að síðustu þakkar skólanefndin kærlega öllum vinum og vel-
unnurpm skólans, sem hafa á einn eður annan hátt rétt honum
hjálparhönd.
Winnipeg 18. júní 1935.
/. Stefánsson, ritari.
Þá lagði séra R. Marteinsson fram skýrslu skólastjóra:
Skýrsla skólastjóra Jóns Bjarnasonar skóla.
Hið 22. starfsár skólans hófst 14. dag septembermánaðar
síðastl. með skrásetning nemenda. Næsta dag fór fram upphafs-
samkoiiia. Aðalræðumaður þar var Dr. Jón Stefánsson, skrifari
skólaráðsins. Næsta dag hófst kenslan.
Á þessu skólaári innrituðust alls 77 nemendur, er skiftast
meðal bekkjanna eins og hér segir:
í 12. bekk, 15 meyjar, 12 sveinar;
í 11. bekk, 5 meyjar, 8 sveinar;
í 10. bekk, 5 meyjar, 8 sveinar;
í 9. bekk, 12 meyjar, 7 sveinar.
Mörg fyrstu ár skólans voru þar eingöngu íslenzkir nemend-
ur, og fram að. árinu 1931 voru þeir í meirihluta. Þegar til heild-
arsögunnar er litið, eru Islendingarnir þar miklu fleiri en þeir,
sem af öðrum þjóðernum voru. Vel má einnig benda á það, að
flestir þeirra presta er á síðari árum hafa bæzt við i kirkjufélags-
hópinn eru fyrverandi nemendur skólans. Þar ber að nefna:
séra Jóhann Friðriksson, séra Egil H.’ Fáfnis, séra B. Theodore
Sigurdsson og séra Bjarna A. Bjarnason.
í skólanum í fyrra var engin kensla í íslenzku. Því miður
hefir þetta ekki mikið lagfærst á þessu síðasta ári. Einn nemandi
naut kenslu í íslenzku nokkurn hluta ársins. Öðrum nemanda
kendi eg íslenzku á laugardögum. Ensk kona, Mrs. H. Jóhannsson,
naut sérstakrar kenslu í íslenzku, i skólanum nokkuð mikinn hluta
ársins. Önnur ensk kona er fyrir skömmu byrjuð á íslenzkunámi í
skólanum.
- Kristindómsfræðsla hefir staðið með líkum hætti og áður.
I bekkjunum 9—11 var hún haldin 1 stund í viku, í 12. bekk
minna. í 9. bekk var farið yfir ágrip af kirkjusögu, í 10. bekk,
Markúsarguðspjall, í 11. bekk nokkurn hluta af Postulasögunni, í
12. bekk Rutar bók. Svo að segja allir nemendur skólans nutu
þessarar fræðslu. Morgunguðsþjónusta var haldin á hverjum
degi eins og áður: sálmur sunginn, Biblíukafli, lesinn, oftast nær
ávarp flutt, bæn beðin ásamt Faðir vor. Nokkurn veginn allur
skólinn hefir ávalt verið við morgunguðsþjónustuna. Má eg segja
það, að eg hefi lagt í þessar morgunguðsþjónustur það bezta sem
eg átti. Veit eg það að sumum nemendum hafa þessar guðsþjón
ustur verið dýrmætar.
Á þessu ári var skóli vor heiðraður með því, að Miss Hall-
dorson, kenslustjóri, var sæmd konungs niedalíu á 25 ára afmæli
konungsins.
Nöfnin, sem skrásett voru á Arinbjarnar-bikarinn fyrir þetta
ár voru þessi:
í 12. bekk, Miss Betty McCaw;
í 11. bekk, Iiugh Macfarlane;
í 10. bekk, John Bigourdan og Sybil Robinson;
í 9. bekk, Thora Gíslason.
•
Margir ágætismenn utanborgar hafa heimsótt skóla vorn á
árinu og flutt nemendunum heilnæman boðskap: forseti kirkju-
félagsins, séra K. K. Ólafson, Dr. Pilcher, hinn mikli íslendinga-
'vinur. Dr. R. Beck, frá háskóla Norður Dakota ríkis; Dr. Joseph
Alexis, prófessor frá háskóla Nebraska-ríkis; Valdimar Björnson,
ritstjóri frá Minneota, Minn.; Miss Winther trúboði frá Japan.
Af bæjarmönnum ávörpuðu skólann: Dr. B. B. Jónsson, Dr.
Lárus Sigurdson, Rev. T. S. Rees og Miss Svanhvít Jóhannesson.
Skólalokahátíðin var haldin 3. júní. Aðalræðumaður þar var
séra B. Theodore Sigurdsson frá Selkirk. Ræðuefnið var kristi-
leg mentun vel haldið á efni og sköruglega flutt. Kveðjuræður
fyrir hönd nemenda fluttu: Miss Betty McCaw og Hugh Mac-
farlane; söngflokkar Miss Halldorson sungu. Mr. S. K. Hall
lék á orgelið eins og hann svo oft hefir gert áður, öllum til ánægju.
Mjög sterkrar velvildar hefir skólinn notið á þessu ári frá
'foreldrum nemendanna.
Rúnólfur Marteinsson, skólastjóri.
Þá lagði S. W. Melsted, féhirðir Jóns Bjarnasonar skóla,
fram þessa (f járhagsskýrslu :
Fjárhagsskýrsla Jóns Bjarnasonar skóla.
Efnahagsreikningur 18. júní 1935.
Eignir—
Peningar í sjóði ............. 27.30
Skólagjöld núiíðandi kenslu-árs
óinnheimt....................$ 360.00
Skólagjöld útistandandi frá fyrri
árum að frádregnum áætluð-
um forföllum ................ 134.00
Vátryggingargjöld borguð fyrir-
fram*) 29.36 523.36
Eiginvíxill .................... 224.78
Landeign í Saskatchewan ........ 800.00 1.024.78
Framlag til útgáfukostnaðar við
“Árbók” skólans til endur
greiðslu með ágóða útgáfunnar 102.75
Skólahúsið með lóð (Tax Assess-
ment: Lóðin $1,950.00; eilgnin
öll $12,250.00)i........................ 21,067.85
Bókasafn og útbúnaður skólans 2,000.00
Hlutabréf A. R. McNichol, Ltd.
(500 shares no par valué>)**)
Hlutabréf h. f. Eimskipafélag —
íslands—nafnverð kr. 1350 ***) $ 24,746.04
Skuldir—•
Kennaralaun ........................ 360.00
Rentur á Veðskuld (gjalddagi
1. júní 1935)i .................. 140.00
Kirkjufél. (bráðabyrgðar styrk-
veiting frá kirkjuþ. 1934) — 400.00 900.00
Eignaskattur (1932-1933-1934),
með áföllnum vöxtum—penalties, 1,733.86
Veðskuld....................... 4,200.00 5,933.86
6,833.86
Mismunur...................... 17,912.18
$ 24,746.04
Rekstursreikningur Jóns Bjarnasonar skóla
yfir fjáragstímabilið frá kirkjuþingi 1934 til kirkjuþings 1935.
Tekjugreinar—
Gjafir að ómeðtöldum loforð-
um og gjöfum frá Kirkju-
þingi, 1934 .....*...........
J.B.A. Ladies’ Guild ..........
Félag fyrirverandi nemenda skól-
ans .......................
Skólalgjöld greidd, að meðtöldum
aukagjöldum fyrir gjaldfrest
Skólagjöld ógreidd 18. júní ’35,
að frádregnum áætluðum for-
föllum ........................
Meðtekið frá félögum fyrir afnot , -
herbergja í skólanum....... 164.00
Arður af hlutabréfum ........ 12.15 176.15
Tekjur alls..................* 5,131.15
Tekjuhalli .................... 375.42
$ 5,506.57
Reksturskostnaður—•
Starfslaun kennara:
Borgað samkv. kassareikningi $ 3,020.00
Óborgað 18. júní 1935 .......... 360.00 3,380.00
Ibúðar kostnaður:
Eignaskattur ..........*...... 597.78
Rentur á veðskuld skólans ........ 280.60
Raflýsing og Vatn ............ 142.13
Eldiviður ........................ 326.25
Vátrygging ........................ 45.80
Viðhald og viðgerðir............... 95.04 1,487.60
Auglýsingakostnaður ............. 101.14
Eftirlits og innheimtukostnaður 150.00
Vextir, gengi&m. frímerki o. fl. 45.70
Telephone.................... 95.69
Þóknun gjaldkera ................ 100.00
Allskonar “supplies” ............ 121.29
Saskatchewan Land Tax^..... 25.15 638.97
$ 5,506.57
JÓN BJARNASON ACADEMY
Statement of Cash Receipts and Disbursements for the term of
twelve months ended June 18th, 1935.
Receipts—
Cash on hand June 1935 ......... $ 20.17
Dona’tions: Subscribed at Synod
(Selkirk 1934) ...............$ 223.00
Old Tuition Fees Collected...... 107.50
Loan from Synod .................... 400.00
----------- 730.50
Tuition Fees for Current Term 3,386.15
Donations ...,...................... 968.85
J.B.A. Ladies’ Guild ............... 140.00
J.B.A. Alumni Association .......... 100.00
Rentals received ................... 164.00
Other Receipts ...................... 17.15 4,776.15
Total Cash received during term 5,526.82
Disbursements—
Paid on account of last year’s
liabilities: ................. $ 1,033.78
Taxes ......................$ 607.13
Interest due 1-6—34 ....... 136.65
Balance Teachers’ Salaries 290.00
1,033.78
Salaries paid to Teachers...... $ 3,020.00
Interest on Mtg. to Dec. 1, ’34...$ 140.60
Fuel ............................. 326.25
Water and Light..................... 142.13
Repairs and Maintenance ..... 95.04
Supervision and Collections.... 150.00
1 Advertising ...........t....... 101.14
Supplies and Printing ............. 121.29
Telephone........................... 95.69
Interest, Exc'lian'ge, Revenue
Stamps and Postage ............... 45.70
Treasurers Remuneration........ 100.00
Saskatchewan Land Tax .............. 25.15
Deferred Expenses re Year Book 102.75 1,445.74
$ 5,499.52
Balance, Cash on hand....... 27.30
$ 5,526.82
Til skýringar:
*)Vátrygging: Bókasafnið $3,000.00; innanstokksmunir
$1,000.00; byggingin (75% Co-insurance) $15,000.00.—
**)Þar eð hlutabréfa skipulagi McNichol félagsins hefir
verið breytt (samkvæmt Supplementary Letters Patent) þannig,
að hlutabréfin ekki lengur bera ákvæðisverð (par-value), þá
eru þau hlutabréf (500 Shares no par-value), sem eru eign
skólans, ekki færð til reiknings meðákvæðisgildi að svo stöddu.
Samkvæmt síðustu ársskýrslu félagsins má ætla, að hver hlutur
ætti að vera um $28.00 virði, og því hlutabréf þau, er skólinn
á, um $14,000.00 virði. Samt eru engar líkur til að mögulegt
verði fyrir skólann að farga hlutabréfum sínum arðvænlega
eins og sakir nú standa.
***)lHlutabréf h.f. Eimskipafélag fslands eru hér innfærð
án bókverðs. Álkvæðisverð þeirra er kr. 1350, og núgildandi
markaðsverð líklega um $67.00. Fyrir arðmiða hefir skólinn
meðtekið aðeins þá $12.15 sem þessa árs skýrslur greina.—
Winnipeg, 22. júní, 1035.
S. W. Melsted,
gjaldkeri skólans.
Endurskoðað: T. E. Thorsteinson, F. Thordarson.
968.85
140.00
100.00 1,208.85
3,386.15
360.00 3,746.15