Lögberg - 12.09.1935, Blaðsíða 2

Lögberg - 12.09.1935, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. SEPTEMBEÍR 1935. Um Ameríkumenn Eftir Ragnar E. Kvaran. (Framh.) Þá er þriSja staðreyndin, sem benda verður á. Þegar hefir verið á það drepið, aS auðn hinnar nýju álfu breyttist í borgir, akra verk- smiðjur og allskonar auð fyrir þær sakir, að mennirnir lögðu sál sína og vilja í að afla sér tækninnar valds og máttar. Hin verkfræSilegu vís- indi urðu undirstaSa auSs þeirra og afls. En af þessu stafar,hitt, sem er eitt merkverðasta einkennið á ameriskum hugsunarhætti, að vís- indin yfirleitt eru að verða Ameriku- mannsins guðdómur og trú í senn. Hvergi í heiminum eru nú hvers- konar vísindalegar rannsóknir rekn- ar með eins miklum ástríðuhita og í Ameríku? ESlisfræðin og hvers- 'konar náttúruvísindi skipa æðstan sess við hvern háskóla. Svo er að sjá, sem forystan í þessum vísinda- greinum sé að færast að miklu leyti úr höndum ÞjóÖverjanna og i hend_ ur Ameríkumannanna. En þegar verið er að átta sig á sjálfum hugs- uuarhætti og lífsskoðun þjóðarinn- ar, þá er þó miklu meira um það vert í þessu sambandi, að það eru ekki æðri skólar og fræðimenn einir, heldur þjóðin sjálf, sem ber svo mikla virðingu í brjósti fyrir vís- indunum, að hvergi verður annars- staðar vart neins líks. Þó væri ef til vill réttara að orða þetta á þá leið, að þjóðin bæri traust til máttar vís- indanna til þess að leysa úr öllum viðfangsefnum. Tvennskonar menn eru í augum hennar einkum fyrir- myndir manna og hugsjón: verk- fræÖingurinn og fjármálafræðing- urinn. Árið 1930 var mikill f jöldi Ame- ríkumanna með skipi því, er Heim- fararnefndin vestur-íslenzka hafði umráð yfir, er hingað var farið á Alþingishátíðina. Mér eru minnis- stæðar samræður manna eitt kvöld í reykingarsalnum. Bandaríkjamenn- irnir voru að ræða um stjórnmál lands síns. Forsetinn þáverandi, Hoover, var að tapa fylgi hiÖ óð- asta, og flestir ferðamennirnir voru honum andvígir. Þá man eg, að einn gamall dómari, sem þarna var, mælti á þessa leið: “Eg greiddi Hoover atkvæði við síðustu kosn- ingar sökum þess, að eg vildi, að maður með vísindalegt uppeldi fengi tækifæri til þess að sitja í forseta- stól vorum.” En Hoover var, eins og kunnugt er, verkfræðingur að námi og lífsstarfi, áður en hann fór að fást við stjórnmál. Setn- ingin er framar öllu amerísk. Ame- ríkumenn hafa séð, hvernig verk- fræðingurinn, þ. e. maðurinn, sem gert hefir vísindalegar niðurstöður að vopni síns daglega lífs, hefir breytt öllum aðstæÖum og öllu lifi í landinu. Verkfræðingurinn er ekki að jafnaÖi sjálfur vísindamaður, en hann brúar milli vísindanna og al- mennings. Og hann hefir, í samráði og í samvinnu við f jármálamennina, gert alla hluti nýja. Það er hann, sem gefið hefir hverjum Ameriku- manni 100 þræla til jafnaÖar, eins og drepiÖ var á hér að framan. Og það er ein af ákveðnustu og stað- föstustu kennisetningum hins ame- ríska þjóÖlífs, að þetta sé aðeins byrjun þeirra áhrifa, sem vísindin muni hafa á þjóðlífið. Einn rithöfundur á Norðurlönd- um kemst svo að orði um Ameriku menn i líku sanibandi: “Og nú vaknar Ameríkumaður- inn og tekur að líta umhverfis sig og aðgæta það, sem fram hefir far- ið. Búið er að leggja álfuna að fót- um sér, og um hana er spunnið net járnbrauta, vega og síma. Hann lít. ur iðnaÖinn og iðjuna, sem náð hef ir risavexti og nú einmitt síðustu 10 —15 árin hefir tekið stærsta risa- skrefið undir máttugri handleiðslu verkfræðingsins. En þrátt fyrir hraðann og flýtinn fær hann tima til þess að undrast—og það fyrsta sem nær haldi á honum, er furðan á staðreyndum breytinganna. Hann er staddur í nýjum tíma—vélatíma —tíma stáls og járns og olíu—verk- fræðingsins tíma—vísindanna tíma. Ef hann á að geta áttað sig, þá verð- ur það að vera með því að gera þetta að grundvelli hugsunar sinnar. Hann litur um öxl eitt augnablik til þess að fá yfirlit yfir það, sem gerst hef_ ir, en hann hefir ekki tíma til þess að sökkva sér niður í íhugun — hrynjandi atburðanna er of ör. Fram á við verða hugsanir hans að beitiast, og framtíöin nær valdi á hugsunum hans. Hafi hann fylst undrunar yfir því, sem síðustu ára- tugir hafa lagt til, þá fylla þær hugs- anir, sem framtíðin vekur, hann með gleði eftirvæntingarinnar. Hafi vísindin, í samvinnu við hinn raun- hæfa verkfræðing, getað bylt um hciminum á þessari síðustu öld, hvers má þá ekki vænta á næstu ára_ tugurn, er vér höfum náð meira valdi á aðfefðum tilraunanna, sem nú þrengja sér inn á þau svið, þar sem þeim .hefir aldrei verið beitt áður, nú, þegar börn vor taka að drekka í sig anda vísindanna frá barnæsku, læra að horfa róleg fram- an i staðreyndirnar. Á þennan hátt talar andi nútímans í gegnum hann: F.kkert er oss ofvaxið, ekkert er óf- Etið fyrir oss. Vér splundrum efnis- eindinni. Vér leikum oss sem JúpL tcr að eldingunum. Máttur handa vorra og fóta hefir þúsundfaldast. Augu vor Ifta hið ósýnilega, eyru vor heyra hið óheyranlega, og vér þreifum á hinu óhugsanlega. Er þessi innblástur kveður við í huga Ameríkumannsins, þá er skilj- anlegt, að hann hafi hug á að halda með hröSurrw skrefum þangað, sem hann nefnir: “framtíðin.” Öllum, sem nokkuð hafa fylgst með í bókmentum Norðurálfunnar frá því um ófriðarlokin, er það kunnugt, að hér í Evrópu hafa ver- ið mjög áberandi þær hugsanir, sem l)irtast í svartsýni og ótrú manna á framtíðinni. Norðkirálfumaðurinn finnur, að hinn nýi tími—tími stór- iðjunnar— er að þurka út mikið af þeim verðmætum, sem Evrópa hefir hingað til lifaÖ á. Spengler, Keyser. ling og heill herskari spámanna bölva hinum nýja tíma og boða fall og niðurlægingu heimsins. Vísindin, segja þeir, hafa verið mýraljós, sem leitt hefir mennina afvega og inn i öngþveitj og ógöngur. í Ameríku kafna þessar raddir svo að segja með öllu. Bjartsýni andlegra áhrifa- manna þeirrar álfu eyðir dökkum þokumökkum svartsýninnar, sem frá Evrópu berast yfir hafið. Charles Beard, einn af nafnkendustu sagn- fræðingum Ameríku, ritar til dæmis um þetta efni og kemst að mjög öndveröum niðurstöðum við álykt- anir Evrópumannanna. Hann lokar ekki augum sínum fyrir hættum véla-aldarinnar, en trú hans brýst í gegnum þoku örðugleikanna. Það er engrar björgunar að vænta af minni vísindum eða í því að hverfa frá vísindalegum hugsanaferli, heldur af meiri vísindum,- Og Mil- likan, eðlisfræðingurinn mikli og Nóbelsverðlaunamaðurinn, talar um Spengler og Keyserling sem menn, er skorti þekkingu. Þessir menn og fleiri, er í líkum anda ræða, kannast við, að nú sem stendur séu menn í megnasta öng- þveiti í hvívetna. Vér lifum í heimi eða í því umhverfi, sem segja má að sé með öllu nýtt. Breytingarnar hafa steðjað svo ört að, að menn hafa ekki fyr verið teknir að átta sig á einu atriði en það var horfiÖ og nýjar ástæður voru komnar, sem glíma þprfti við. Breytingarnar t. d. á öllum sviðum athafnalífsins, ber svo ört að, að menn ná naumast andanum. Fyrir því skyldi það ekki vekja furðu manna, segja þeir, þótt óróa verði vart í þjóÖlífinu, alt virð- ist á hverfanda hveli og ýmsir séu sannfærðir um, að stefnt sé norÖur og niður. En ástand vorra tíma á sér ekki langan aldur, að þeirra trú. Það er rétt, segja þeir, að vísindin, um leið og þau hafa skapað skilyrði fyrir nýjum heimi, hafa þá úm leið brotið margt niður, sem nokkurs er um vert, en þau hafa þá jafnframt skapað, eða eru að skapa, nýjan mann, verkfræðinginn, sem hefir þúsund ný hjálpargögn í höndum til þess að búa til, skipuleggja nýjan heim. Hinn nýi heimur á að reisast á grunni hinna vísindalegu aðferða, og auÖur vísindanna af sönnuðum staðreyndum er bezta trygging þess, að vor heimur, vor menning, menn- ing visindanna, muni ekki hníga í V rústir, eins og hver menning hefir gert eftir aðra hingaÖ til. Þetta er undirstaÖa hinnar bjart- sýnu lífsskoðunar Ameríkumann- anna. Viðfangsefni vorrar kynslóð- ar er að fást við skipulagningu lifs. ins, hugsa feril þjóðlífsins út fyrir fram, ná valdi á atburðunum. Vér verðum að læra atS fara með þá hluti, sem vér höfum aflað. Enginn vafi leikur á því, að megnið af þessu, sem hér hefir verið lýst, hljómar sem ungæðislegur hugsunarháttur og jafnvel dálítið barnalegur i éyrum ýmsra Evrópu- manna. En það kann að stafa eins mikið af þvi, að Evrópumaðurinn hafi drukkið of djúpt af beiskum bikar lífsleiðans, eins og hinu, að Atneríkumaðurinn sé í raun réttri barnalegur í eftirvæntitng sinni og vonutn um framtíðina. En hvað um það, þetta eru hans hugsanir. Það kann að vera barnalegt að treysta of mikið á kunnáttumenn, en víst er um það, að Ameríkumenn ætla sér ekki að treysta á annað né að styðja sig við annaÖ. Þeir hafa séð, eins og bent hefir verið á, hverja ávexti þekkingin og samstarf kunnáttu- manna hefir borið í verklegum efn- um. Og nú er það sýnilega ætlun þeirra að færa sömu aðferðir inn á stjórnmálasviðiÖ og annars öll svið þjóðlífsins. í þeirra augum hefir Roosevelt samskonar hlutverk að inna eins og fjármálakóngar og verkfræðingar inna af hendi, er þeir breyta auðn í auð. Þjóðin hefir tekið þennan mann, sem verið hefir áður ríkisstjóri í stærsta ríki innan ríkjasambandsins, er þaulæfður að fást við opinber mál, hefir óbilandi traust manna fyrir heiðarleik og hefir sannað breidd hugsunar sinn- ar, gerir hann að forseta og segir við hann: Breyttu flækjum og sam- hengisleysi og fálmi stjórnmála vorra í vísindi. Og Roosevelt tekur við því verkefni í þeirri staðföstu trú hins ameríska manns, að ekkert sé vísindunum framandi. Það er engin tilviljun, að tvær þjóðir, Rússar og Ameríkumenn, hafa orðið fyrstar til þess að leggja út í skipulagningu þjóÖlíf sins. Ameríkumenn hafa gert það vegna þess, að þeir hafa verið lausir við íþyngjandi hugsanaerfðir fortíðar- innar, hafa náð valdi á meiri mætti tækninnar en nokkur önnur þjóð á jörðinni og hafa lært í gegnum þessa reynslu sína að bera virÖingu fyrir afli þekkingarinnar. Rússar gera það sökum þess, að þar í landi hafa þeir menn komist til valda, sem ekki eiga heldur neinar erfðir, sem þeim eru nokkurs virði, sökum þess, að þeir hafa aldrei fengið að njóta á- vaxta menningarinnar. Þeir verða að afla alls frá byrjun og sjá fram á, að þeir muni aldrei neins njóta, nema þeir taki tæknina í sína þjónustu og sveigi hana til hlýðni við sig. Þess_ ar þjóðir hafa ráðist á þetta sama viðfangsefni að öðru leyti með ó líku hugarfari á marga lund. En í almennum þjóðlífsfyrirbrigðum vorra tíma eru engin, sem eru líkleg til djúpsettari áhrifa á gjörvalla framtíð veraldar heldur en þessar tilraunir. í næsta hefti EimreiÖar- innar mun verða leitast við að gera grejn fyrir, hvernig hinar nýju hugs- anir í Ameríku hafa nú beinst að því að breyta ekki eingöngu þjóðhátt- um, heldur og sjálfri mannverunni. Og þá munu ennfremur verða dreg. in fram nokkur rök til þess, að þessi efni komi oss íslendingum sérstak- lega við. —Eimreiðin. Seinustu fréttir að norðan. Vísir átti tal við Siglufjörð laust fyrir hádegi og fékk þær fregnir, að Örn, m. s. Árni Árnason og 2—3 skip önnur hefðu fengið dágóð köst við Selsker í nótt. í gærkveldi kom Sæhrímnir með 600—700 tn., og Huginn með 500 tn. Fleiri skip hafa ekki komið síÖan í gærkveldi. Heim. ildarmaður blaðsins sagði að ekki væri hægt að segja með neinni vissu, hvort síldin væri komin aftur svo um munaði, en menn væri að gera sér vonir um það. Veður er frekar hlýtt i dag nyrðra, en hálfgerð útifyrir. — Afli í reknt er lítill.—Vísir 19. ágúst. Fréttabréf frá Flin Flon Herra ritstjóri, Einar P. Jónsson:— Eg lofaði að senda þér frétta- grein héðan þegar eg fór norÖur- hjá. Eg ætti nú að vera fær um það eftir tveggja mánaða dvöl hér í bænum. Um ferÖina hingað er fátt að segja. Hún gekk slysalaust, nema það sem eimvagninn bilaði á miðri leið um nóttina og varð að þvi 4 tíma töf meÖan síma§ var eftir öðr- um vagni. I.andslag' meðfranl brautinni er tilbreytingalitið, þar til kemur vestur undir Hudson Bay Junction. Þar liggur brautin í stór- an bug vestur, því sú brautarstöð er alllangt vestur í Saskatchewan. Þar er landslag nokkuð hæðótt og svo er alla leið þaðan til Pas. Skógar eru þar meiri, en minna graslendi. Pas er snotur bær, af ungum bæ að vera, en nokkuð strjálbygður, og skógar miklir í bænum, sem taka af útsýni. Sér því ógjörla hvað hann er stór, nema maður færi um hann allan. Frá Pas er farið í norðaustur eftir íludson Bay brautinm 4 mílur, en þaðan liggur brautin hingað í norð- vestur, og eru um 100 mílur mílli þessara bæja. Sama landslag er fyrst vestur eftir, en þegar kemur á miðja leið, þá fer það að breytast. Taka þá við klettar og klungur, og víða liggur brautin meðfram vötnum i stórum bug. Þegar nær dregur Flin Flon verður landslagið enn þá hrikalegra, klettarnir hærri, dalirnir dý’pri og vötríin fleiri. Þó hvergi mjög háir hamrar eða mjög brattir. Það eru ávalir hraunbólar allir slétt- ir og fægðif af skriðjöklum á ísöld- inni, en djúpar dalskorur á milli. 1 mörgum þeirra eru vötn, stór og smá, en i sumum jarðvegur á floti, og eru það oftast ófær foræði, nema þegar frost er í jörðu, sem ekki tek- ur fyr en síðari hluta sumars og stundum aldrei. Þó vex á þessum jarðvegi smáviðir og villijurtir, sem ekki verða að neinum notum. Mér var sagt að sumir klettarnir væru alt að 300 feta háir kringum vötn- in. Hér liggur brautin í ótal krók- um meðfram vötnum og milli kletta. Okkur sýndist stundum gufuvagn inn koma á móti okkur út um glugg- ann, þar sem krókarnir voru krapp- astir, því lestin var löng. AS síð- ustu var að sjá ekki nema síeinsnar inn í bæinn, en þá var eftir hálftíma ferð, því að það þurfti að fara í hrig kringum bæinn, til að komast á brautarstöðina. Mér datt í hug Ódáðahraun á ís- landi þegar eg fór þessa leið, eftir því sem þjóðsögurnar lýsa því. Fylgsni eru hér nóg og vandratað, svo ekki mundi auðvelt að finna hér smábýli meðan landið var í auÖn. Þó er sá munur á, að heima áttu að vera grösugir dalir og landkostir góðir, en hér vex ekkert úr jörðu sem nýtilegt er nema víÖir. En allir eru klettarnir þektir smávöxnu greni, og er undarlegt hvernig það festir rætur, því engin er þar mold. En það vex upp úr hverri sprungu og skoru. Hér eru því engar lands. nytjar ofanjarðar nema eldiviður, en því meiri neðanjarðar. Óskandi væri að slík auðæfi yrðú unnin úr Ódáða- hrauni heima á íslandi.— . Það fer af öræfabragurinn þegar maður kemur inn í bæinn, en þá er landslagið hvergi hrikalegra en þar. Hér er risinn upp myndarlegur bær, með flestum nýtízku þægindum. Göturnar eru að sönnu ákaflega krókóttar, bæði út á hliðar og upp og niður; og víða mundu þær þykja ófærar með hestavagna, hvað þá með bíl. En menn og hestar eru orðnir þeim svo vanir, að allir fara ferða sinna um þær. Húsin standa ýmist uppi á hæztu klettunum, eða hanga í brúnum þeirra, því óvíða eru þeir þverhnýptir. Víða standa þau líka niðri í dældum, sem ekki eru mjög djúpar, og er þar búið að fylla upp með möl, sem nóg fæst af frá námunni. Ekkert stræti er hér beint nema aðalstrætið, en þó varla meira en J4 úr mílu. Þar var ófært foræði, svo að hestar sukku þar kvikír, en nú hefir verið borið ofan í það, svo það er nú breitt og mynd- arlegt stræti; þó vilja hús missíga þar enn þá. Þar eru myndarlegar byggingar og stórbæjabragur á öllu. Þar eru fjögur hótel og fjöldi af búðum, tvö leikhús, tveir bankar og mörg álitleg íbúðarhús. Á báðar hliðar við aðalstrætið eru klettar, og gnæfa þar mörg hús hátt yfir stór- byggingarnar á aðalstrætinu. Fyrir norðurendanum á því eru námu- byggingarnar, og treysti eg mér ekki til að lýsa þeim. Bærinn tekur yfir býsna stórt svæði og er þó furðu þéttbýlt víÖast hvar. Mörg af hús- um verkamanna eru myndarleg, en allmörg þeirra eru bjálkahús. Þó eru menn nú sem óðast að laga þau og stækka eða byggja önnur ný. Eg hefi aldrei séð eins mörg hús i byggingu á jafnstóru svæði, eins og hér í sumar. Það tekur langt fram því sem bygt var í Wiinnipeg á góðu árunum. Eg taldi einu sinni 50 hús ný eða í smíðum á litlum tanga við eitt vatniÖ, sem eg sá yfir af háum kletti. Húsin líta flest vel út, en misjafnlega eru þau vönduð, því flestir námamenn byggja þau sjálfir í hjáverkum. Bærinn litur yfirleitt vel út og er einkennilegt að sjá yfir hann af hæztu klettunum. Alstaðar er líf og fjör og starfsemi. Framförin í þessum bæ er ótrú- leg, því svo má kalla að hann hafi skapast á fjórum árum. Hefi eg þar fyrir mér orð þeirra Péturs læknis Guttormssonar og Stefáns Hólm tengdasonar míns, sem báðir komu hingað umarið 1929. Þá var verið að byggja námtthús og flytja að nauðynleg áhöld, því ekki var þá járnbrautin komin alla leið hingað. Þá voru hér aðeins 60 karlmenn og um bjálkakofum. Námureksturinn tók ekki til starfa fyr en 1931, og síðan hefir bærinn aðallega skap- ast. Bæjarbúar eru nú sagðir hátt á 7. þúsund. Þar af eru 1500, sem hafa fasta vinnu hjá námufélaginu, og á vinnu þeirra byggist öll afkoma bæjarmanna. Það er lifæðin, sem öllu heldur við. Þetta sýnist auð- vitað lítill hluti af höföatölunni, en flestir þessir menn eru giftir og eiga börn, sem mun gera talsvert meira en að tvöfalda tölu verkamanna. Auk þess veita þessir menn fjölda manna atvinnu við verzlun, aðdrætti og ýms störf í bæjarfélaginu. Hér er því enginn atvinnuskortur, og er það ólíkt því sem er í öðrum bæjurn nú á dögum. AS sönnu eru hér ein- stöku ræflar, sem ekki nenna að vinna eða eru fatlaðir á einhvern hátt, og verður bærinn að sjá fyrir þeim; en þeir eru notaðir til ýmsra starfa í þarfir bæjarins, og verða því flestir að notum. Það lítur því svo út sem að hér sé hæfilega mönnum skipað eftir atvinnuvegum. Hingað koma að visu margir í atvinnuleit, en flestir verða þeir frá að hverfa; og ef þeir. eru peningalausir, þá sendir bæ’jarstjórnin þá til baka aft- ur á sinn kostnað. Það er margt einkennilegt við þennan bæ. Hér sézt varla gamall maður, karl eða kona. Kemur það mest til af þvi að námufélagið tek- ur ekki gamla menn í vinnu. Þeir eru stirðari að læra þessi sérstöku verk og endast ver, að líkindunT; en miklu skiftir að hafa sömu menn- ina sem lengst við sama verkið. Aftur ámóti er hér mésti fjöldi af börnum og unglingum á ýmsum aldri, því margir ungir menn hafa eflaust farið hingað einslyppir í fyrstu, en tekið fjölskyldur sínar til sín þegar efnahagur þeirra leyfÖi. Ungar stúlkur hafa flutt hingað margar á seinni árum, og mun þeim hafa orðið gott til með atvinnu og giftingu, því karlmenn hafa verið hér miklu fleiri. Þeir munu líka hafa fundið það hér ungu menn- irnir, að “það er ekki gött að mað- urinn sé einn.” Nárhan (Hudson Bay Mining and Smelting Co.) er hér lífæðin, sem öllu heldur við, eins og áður er sagt. Við hana hafa fasta atvinnu um 1500 manns. Laun óbreyttra verka- tnanna eru, frá 42 til 65 cent á tím- ann, með 8 tíma vinnu á sólarhring. Margir eru á hærri launum, þeir, sem hafa verkstjórn á hendi, eða eru > INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS • • • Amaranth, Man Akra, N. Dakota Árborg, Man Árnes, Man Baldur, Man I Bantry, N. Dakota. .. . Bellingham, Wash.... Belmont, Man Blaine, Wash ! . Bredenbury, Sask Brown, Man Cavalier, N. Dakota... Churchbridge, Sask.. . Cypress River, Man.. . Dafoe, Sask Edinburg, N. Dakota.. Elfros, Sask Foam Lake, Sask ... J. J. Sveinbjörnsson Garðar, N. Dakota.... ! Gerald, Sask...: Geysir, Man Gimli, Man Glenboro, Man tlallson, N. Dakota . .. Hayland, P.O., Man. . ! Hecla, Man Hensel, N. Dakota.... Hnausa, Man Ivanhoe, Minn Kandahar, Sask J. G. Stephanson Langruth, Man Leslie, Sask Lundar, Man Markerville, Alta Minneota, Minn Mountain, N. Dak. S. J. Hallgrimson < Mozart, Sask Oak Point, Man. . Oakview, Man.. . Otto, Man . . Pembina, N. Dak Point Roberts, Wash.. . Red Deer, Alta Revkjavík, Man Riverton, Man Seattle, Wash T. I. MÍddal Selkirk, Man Siglunes, P.O., Man. Silver Bay, Man Svold, N. Dakota Tantallon, Sask Upham, N. Dakota.... Einar f. Breiðfjörð Víðir, Man Vogar, Man Westbourne, Man Winnipegosis, Man.. .. . Finnbogi Hjálmarsson Wynyard, Sask þrjár konur. Bjó það fólk í örfá-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.