Lögberg - 12.09.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.09.1935, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. SEPTEMBER 1935. s; Týnda brúðurin Eftir MRS. E. D. E. N. SOUTHWORTH “Claudy, kæri vinur minn, við höfum verið eins og hræður alla okkar æfi, og sagt hvor öðrum alt sem hefir valdið okkur gleði eða sorgar; segðu mér nú hvað hefir komið fyrir þig. Hvað þjáir huga þinn svona mikið ? Kannske að eg geti hjálpað þér. Segðu mér hvað þjáir þig s\mna mikið. ” “Ilefir þú virkilega enga hugmvnd um lxvað það er? Veiztu ekki um giftinguna ?” “Giftinguna!” “Já, maður lifandi! Gifting! Þeir ætla að þvinga Jacqueline litlu til að giftast Grim- shaw gamla.” “Ójá, eg liefi heyrt það, en hvað kemur þér það við, vinur minn? Þú hefir aldrei verið ástfanginn af Jacko litlu?” “Aldrei elskað hana! ha! ha! Nei, ekki eins og þú skilur það að elska, sem heldur að ástin sé ekki annað en augnabliks tilfinning, sem blossar upp við að sjá frítt andlit snöggv- ast. Nei, eg gæti ekki elskað hana nema að eg gæti elskað sjálfan mig. Lína var mér helmingur minnar eigin tilveru. Hvernig getur þú talað .svona gáskalega um ástina; þú þekkir ekki mátt þeirra tilfinninga og þess sambands, sem samtengir tvö hjörtu, sem hafa vaxið saman frá bernsku.” “Það er eins og milli bróður og systur. ” “Nei, systkini geta ekki elskast þannig. Hefir nokkur bróðir nokkurn tíma elskað systur sína, eins og eg hefi elskað Linu frá því að við vorum ibörn ? Mundi nokkur bróð- ir nokkurn tíma hafa liðið og gert eins mikið fyrir systur sína, eins og eg hefi gert fyrir Línu.” “Þú! Hvað hefir þú gert og hvað liefir þú liðið fyrir Línu?” sagði Thurston og fór að hugsa að vinur sinn væri búinn að missa vitið. “ Já, þú veizt ekki, þegar eg var drengur, hversu mörg brek hennar eg tók á mig hennar vegna. Hversu margar hýðingar eg varð að þola. Hversu margar ávirðingar eg varð að bera hennar vegna, sem hún veit ekki neitt um. Ó, hvernig mig dreymdi um hana og hversu nálægt við vorum hvort öðru í anda, þegar eg stóð á verði á næturnar á herskip- inu úti á reginhafi, eða inni á höfn; liún var alt af aflgjafinn í huga mínum, og hennar vegna keptist eg við að ná hæsta marki sem sjóliðsforingi. Öll árin, sem eg hefi verið í sjóhernum, hefi eg sparað hvert cent af kaupi mínu, til þess að geta keypt laglegt heimili fyrir hana, og móður hennar, sem hún ann svo mikið. Eg ætlaði að byggja eða kaupa okkur hús á þessu ári. Og þegar húsið væri fengið ætlaði eg að bjóða henni það fyrir framtíðarheimili. Bg ásetti mér að reynast móður hennar eins og góður sonur! Eg var að gleðja mig við að hugsa um hversu ham- ingjusöm og ánægð að gamla konan mundi verða á okkar kyrláta og friðsama heimili, hjá mér og Línu dóttur sinni. Eg hefi sparað það mikið, að eg er efnaðri en nokkur hefir hugmynd um og eg ætlaði að koma öllum þess- um áformum mínum í framkvæmd einmitt núna þegar eg kom heim. Eg flýtti mér heim sem mest eg gat. Þegar að eg kom að húsinu hljóp eg umhugsunarlaust inn, eins og eg var vanur. Eg heyrði Línu nefna nafn mitt, og eg þaut upp á loft og inn í herber'gi hennar. Hún lá á rúminu náföl og hreyfingarlaus. Eg hélt að hún væri voik, en hún þaut á fætur og fleygði sér í fang mér, vafði handleggjunum um háls mér og grét með svo miklum ekka eins og litla hjartað hennar væri að springa; hún gat ekkert sagt, engu orði komið upp, og eg fyltist ótta og ujidrun yfir því hvað gengi að henni. En meðan þessar hugsánir flugu gegnum huga minn kom móðir hennar inn í herbergið og tók að ávíta hana, sem átti að fara að giftast, að vera að flangsa við mig. Eg misti alt vald yfir mér, og formælti þeim öllum og bað þeim allra óbæna. Eg veit ekki hvað eg á að segja. Þetta var verra en morð. Það vac hræðilegur glæpur, sem ekki er hægt að nefna, því það er ekkert nafn nógu ljótt fyrir jiað. Thurston, eg hagaði mér eins og versti ribbaldi! Guð hjálpi mér, eg varð svo æstur og reiður, eg sé það nú. Eg gat ekkert sagt, varð alveg orðlaus. Eg sleit mig úr faðmlögum hennar og ýtti henni frá mér; meira veit eg ekki. En nú er eg hér. Spurðu mig ekki hversu mikið að eg elskaði hana, eg á engin orð til að ]ýsa því. ” 15. Kapítuli. Síðan morguninn, sem hin óhamingju- sama gifting fór fram, hafði Jacqueline lmignað og gengið í sjálfa sig, eins og mink- andi máni, og brúðguminn horfði á hana vesl- ast þannig upp dag frá degi. Það var ekki sjáanlegur neinn sjúkdómur eða greinileg sjúkdómseinkenni, sem k‘knarnir sem komu á hverjum degi til hennar, gætu glöggvað sig á. Pað virðist æði erfitt og torskilið fyrir læknisfræðina að þekkja hin huldu mein hjartans, og.því meir, sem læknisfræðin leit- ast við að gera sér þeirra grein, því fjarlæg- ari verður oft skýringin á hinum heimulegu tilfinningum, er oft og einatt þjá hið mann- lega lijarta. Einn dag, er hún sat inni hjá föðurbróð- ur sínum og frænku sinni, hóf sjóliðsforing- inn sig upp úr eins manns hljóði og sagði eins og við sjálfan sig, að bölvaður asninn hann Cloudy væri að slæpast yfir á Dell Delight; hann hefði að líkindum tapað valdi á sjálfum sér, ef Thurston hefði ekki komið að í tíma; en fyrir sitt leyti hefði hann frem- ur óskað, að hann hefði fengið að gera það, því það væru aldrei nema bölvaðir asnar, hvort .sem væri, sem fremdi sjálfsmorð, og þeim mun færri sem slíkir asnar væri í heim- inum, þeim mun betra. Alt í einu þaut Hen- riétta á fætur og þangað sem Jacquline var; hún hafði hvítnað upp og var í þann veginn að fajla í yfirlið. Henrietta náði henni í fang sér í því að hún var að hníga niður á gólfið; hún hvíldi í örmum frænku sinnar um stund, titrandi og méð andköfum, eins og særður og deyjandi fugl. Gamla manninum brá talsvert við þetta atvik og hætti rausi sínu og að beiðni frú Waugh lofaðist hann til að minnast aldrei á Claudy svo Jacqueline lieyrði, eða nefna hann á nafn. Sjóliðsforinginn pjakkaði stafnum sín- um af alefli niður í gólfið og þakkaði Guði fyrir að Nance Grimshaw var ekki viðstadd- ur til þess að sjá liversu nærri sér a hún tók að heyra Claudy hallmælt. Jacqueline liélt áfrm að hnigna og eins og f jara út. Læknarnir voru alveg ráðalausir með hvað skvldi til bragðs taka, til að bjarga lífi hennar, sem nú orðið bara blakti á skari; loks ráðlögðu þeir að reynandi væri að fara með hana í annað loftslag, þar sem hún gæti notið meiri glaðværðar og væri lau.sari við geðshræringar en heima. Þeir ráðlögðu að hún skyldi fara til borgarinnar Wasliington og dvelja þar það sem eftir væri vetrarins. Sjúklingurinn var spurður um hvort hún vildi fara þangað. “Já,” sagði Jacqueline, “mér er sama livert eg fer, ef aðeins frænlca mín og Marian eru með mér. ” Frú Waugh lofaði strax að liún skvldi fara með henni og gera sitt ítrasta til að fá Marian til þess að fara með þeim. Undir eins og veður leyfði og færðin skánaði, lét frú Waugh söðla hest sinn og fór til Old-Field til að finna Marian og tala við hana um hina fyrirhuguðu ferð, og biðja hana að vera með í förinni. Þetta kom svcf óvænt og flatt upp á Marian, að hún gat ekki umhugsunarlaust lofast til að verða við þessari beiðni vinkonu sinnar; það var ýmislegt smávegis, sagði hún, sem hún þyrfti að hugsa um áður en hún gæti gefið henni fullkomið loforð; svo málin sömd- ust svo með þeim, að liún skyldi láta frú Waugh vita eftir einn eða tvo daga, hvað hún afréði að gera. Frú Waugh lét sér það vel líka, og að svo búnu kvaddi hún og sagði að skilnaði: “Eg ætla að biðja þig, kæra Marian, að hugsa út í það að nærvera þín og félagsskap- ur hefir meiri blessunarrík og heilsu.samleg áhrif á vesalings Jacqueline en nokkuð annað, sem við getum gert fyrir hana; þessvegna grátbæni eg þig um að koma með okkur, ef þér er það mögulegt.” Marian kvaðst ekki mundi geta orðið þeim að miklu liði, en lnín sagðist skyldi gera sitt bezta fyrir þær, og sagðist vonast til áð hún gæti komið svo högum sínum, að hún gæti slegist í förina með þeim, og í þéssari von kysti frú Waugh hana og hélt heimleiðis. Sannleikurins var sá að Marian vildi ekki gefa bindandi loforð um fefðina, fyr en hún hafði talað við TJiurston um það og leitað samþvkkis hans, áður en hún legði upp í slíka langferð, og svo langa burtveru. Majjan var nú ekki eins óháð og áður, nú var vilji hennar háður Thurston, og þessvegna var hans sam- þykki nauðsyniegt. Hún hafði ekki séð hann meðan harðinda- kastið stóð yfir, og hjarta hennar brann af þrá eftir nærveru hans. Þetta sama kvöld þurfti Jiún að fara yfir á CharJotte Hill, til matvörukaupa, því forði þeirra hoima var genginn til þurðar meðan á harðindakastinu stóð, og hvergi var hægt að fara til aðdrátta. Það var engin vissa fyrir því að hún mundi sjá Thurston, en hiin vonaði að hún mundi finna hann, annað hvort í kaupstaðn- um eða á Jeiðinni, og sú von rættist. Hún var rétt nýlögð á stað heimleiðis úr kaupstaðnum, þegar Thurston náði lienni. Þau fögnuðu hvort öðru af öilum mætti sálar sinnar, og hvorugt reyndi að dylja fögnuð sinn yfir sam- fundunum. Eftir að þau höfðu skifst á fagn- aðarkveðjum með mörgum og innilegum koss- um, og spurt Jivort um annars líðan og heilsu, urðu þau bæði hljóð og sem hugsi um stund. Marian var að hugsa um hvernig hún ætti að koma sér að, að bið ja um samþykki hans, til að vera þrjá mánuði í Washington með frú Waugli og Jaoqueline; henni datt ekki í hug að Tliurston væri í vandræðum með að koma sér að því að segja henni frá því að liann þyrfti að fara til Englands, og þyrfti að vera í hurtu í það minsta í sex mánuði. Marian rauf fyrst þögmina og sagði: ‘ ‘ Elsku Thurston, það er nokkuð, sem eg þarf að segja þér, sem eg er hrædd um að þér líki ekki vel; en ef þér líkar það ekki, þá segðu mér alveg eins og þú meinar, því eg hefi engu lofað.” ‘ ‘ Eg skil þig ekki, elskan mín; segðu mér sem fljótast hvað þér býr í huga,” sagði hann, og varð ofurlítið óstyrkur í málrómnum. “Þú veizt að vesalings Jacqueline hefir mist heilsuna, eg held bæði á sál og líkama. Læknarnir, sem stunda hana, ráða til þess að hún flytji eitthvað í burtu, helzt í annað lofts- lag, og vinir hennar hafa ákveðið að fara mgð hana til Washington, til þess að vera þar það sem eftir er vetrarins, en hún hefir beðið þess að eg fari með sér og verði hjá sér meðan hún dvelur þar. Mér finst þetta vera að einhverju leyti skylda mín að verða við þeirri bón lienn- ar, sem mér er óljúft að neita henni um; én þrátt fyrir það, elsku Thurston, kvíði eg svo mikið fyrir að vera svo lengi fjarri þér,— svo langt í burtu frá þér,—-og ef þú heldur að þér leiðist að vera hér í wetur án mín—-ef þú skyldir þrá nærveru mína, eins og eg hefi þráð þig, þessar síðus.tu þrjár vikur, sem við höfum ekki getftð fundist,—þá fer eg ekki fót- mál frá þér.” Hann tók í hendi hennar og bar hana að vörum sér og kysti liana. “Elsku Marian, eina ástin mín!” sagði hann. “Þú ert svo göfug og hreinskilin; en ef eg yrði hér í vetur, held eg að engin um- hyggja fvrir annara manna velferð gæti haft þau áhrif á mig að eg mundi samþykkja að þú fyrir frá mér; eg gæti ekki lifað hér án þín. ” Marian fölnaði upp og röddin titraði, er hún spurði: “Þú, ætlar þú að fara í burtu?” “ El-slcu bezta Marian, já; Skylda—knýj- andi nauðsyn, sem eg verð að gegna—kallar mig.” Hún horfði óttaslegin í andlit hans og nötraði af geðshræringu. “Eg skal segja þér hvernig á því stend- ur. Þú hefir kanske lieyrt, elsku Marian, að eftir að faðir minn dó, giftast móðir mín aftur ?” “Nei, eg hefi aldrei heyrt neitt um það.” “Jú, hún giftist, og seinni maðurinn hennar var skozkur. Hún lifði með honum í hjónabandi í sjö ár, og þegar hún dó, átti hún sex ára gamlan dreng af seinna hjónabandi. Þegar móðir mín var dáin, hvarf maðurinn hennar til heimkynna sinna á Skotlandi og tók hálfbróður minn með sér, en eg var áfram hjá afa mínum. Hann hætti bráðlega að skrifa mér og alt samband á milli okkar dó út. Núna í vikunni fékk eg bréf frá Edinborg, þar sem mér er tilkynt lát stjúpa míns og þar með að hálfbróðir minn standi þar uppi munaðarlaus og allslaus. Hann er tólf ára gamall og því of ungur til þess að geta unnið fyrir sér. Nú sem stendur er hann hjá prestinum, sem jarð- aði föður hans og sem hefir skrifað mér og tjáð mér þessi tíðindi, sem eg er að segja þér. Þú sérð, elskan mín, hversu knýjandi skylda það er, sem nú um stund verður að slíta mig frá þér. En — hvað — Tár ? Ó, bezta Marian, nei, það þoli eg ekki; eg fer hvergi, fer ekkert frá þér; eg sendi drengnum peninga og ráð- stafa því svo að hann geti komið hingað í sumar. ” “Nei, nei! Það dugarækki. Trúðu ekki ókunnugum fyrir munaðarlausa drengnum hennar móður þinnar. Láttu hann ekki að- stoðar- og eftirlitslausan í framandi landi. Farðu og sæktu hann og sjáðu vel um hann; yfirgefðu hann ekki og láttu hann ekki yfir- gefa þig. Eg veit hvað munaðarlaus æska er, elsku Tliurston, og þú veist það líka. Komdu heim með drenginn. Og ef liann verður með þér, skal eg gera alt sem eg get til þess að ganga honum í móður stað.” “Elsku Marian! Þú ert engill; hjarta mitt þráir að þrýsta þínu göfuga lijarta að sér. Þú gerir mig sterkari og öruggari—” “Hvenær ætlarðu að leggja á stað í þessa langferð, elsku Thurston?” #“Eg hefi ekki ákveðið það ennþá, kæra Maria'n. Mig brestur hug til þess að tilnefna þann dag, sem markar aðskilnað okkar um svo langt skeið.” Hann stundi við og hélt svo áfram og sagði: “Eg veigra mér við að tiltaka livern dag- inn að eg fer, eins og glæpamaður mundi veigra sér við að gefa merki um livenær öxin ætti að falla á hálsinn á sér.” “Láttu þá einhvern gera það fyrir þig,” sagði Marian og brosti svo góðlátlega að liinn barnslegu einlægni hans. Hún sagði því næst: “Eg skal fara til Washington með Jacque- line. Hún og hennar föruneyti fer á stað á miðvikudaginn kemur. Kæri Thurston, eg vil ekki leg’gja á stað héðan á undan þér. Eg fer miklu ánægðari, ef eg veit að þú leggur á stað á sama tíma í þitt ferðalag.” “En yndislega Marian, þú mátt vera viss um það, að ef þú ferð til Washington, þá skal eg haga svo ferð minni að koma þangað. Skip- ið, sem og ætla með, siglir 1. febrúar frá Balti- more.—Eti livað ætti að geta verið því til fyr- irstoðu að eg slæist í förina með ykkur, og yrði ykkur samferða, þar sem við erum öll vinir og nágrannar, ættum við að leggja á stað á sama tíma, úr sama nágrenni, eftir sama vegi og ætlum til sama staðar,” sagði hann með mestu ákefð. Við að heyra þetta, brá hýru gleðibrosi yfir hið fríða andlit Marian. “ Auðvitað,” sagði hún eftir litla þögn, “eg sé ekki því það væri okki alveg tilvalinn útreikningur. “Ó, Thurston,” sagði hún og rétti hon- um hendina og horfði á hann augum ástar og aðdáunar, “geturðu ímyndað þér þá fyllingu lífs og unaðar—þann sætleika hvíldar og á- nægju—sem eg být þegar eg á þeirri ham- ingju að fag’na að njóta návistar þinnar?” “Göfuga, ástkæra Marian! Guð flýti þeim degi, sem sameinar okkur um alla ei- lífð.” Hann hljóp af baki,- tók hana í fang sér úr söðlinum, hélt henni í faðmi sér og kysti hana marga kossa, og lyfti henni svo í söðul- inn aftur og sagði: “Elsku Marian, fyrirgefðu mér! Hjarta mitt var að springa af þrá eftir að faðma þig að sér. Eg skal gera alt, sem eg get til að verða þér samferða til Washington. Eg skal fara til Locust Hill og finna frú Waugh og seg'ja henni hvert eg ætli að ferðast og biðja liana um að lofa mér að vera með ykkur til Washington. En hvenær ætlarðu að láta hana vita hvort þií ferð með þeim?” ‘ ‘ Eg ríð yfir að Locust Hill í fyrramálið til að láta hana vita.” “Það er ágætt, góða mín. Eg ætla þá að koma þangað í fyrramálið, til þess að tala um ferðalagið við frú Waugh,, svo eg geti notið þeirrar ánægju að mæta þér þar.” Þau voru komin út að skógarjaðrinum, þar sem vegirnir skiftust, og þau kvöddust af mikilli ást og innilegleika. Um kvöldið, þegar Marian kom heim, sagði hún Edith að hún hefði afráðið að verða við beiðni frú Waugh um að fara með henni og Jacqueline til Wasliington. Edith tók vel undir það, og samþykti þá fyrirætlun. Næsta morgun tók Marian liest sinn og reið til Locust Hill, þar sem auk fjölskyldunnar að Thurston beið hennar með eftirvæntingu. Thurston sat hjá Jacqueline og var að reyna að lífga hana svolítið upp með f jörugri samræðu og fyndni. Dr. Grimshaw, sem sat eins og hundur í jötu, horfði með starandi augnaráði á þau; en er Jacqueline sá hversu hann kvaldist af afbrýði, brá yfir andlit hennar þessu glaða og milda fjörbrosi, sem alt af hafði einkent hana og gert hana svo elskulega og aðlaðandi,—þessu indæla brosi, sem Grimshaw þráði að hún lieiðraði hann með, en sem hann aldrei þurfti að vænta sér.- Nei, aldrei! því því þó Jacqueline væri nú orðin lítið annað en bein og skinn, eða réttara sagt sem fölur og þverrandi máni, var vilji hennar óbeygður og ákveðinn, og hún hélt vel og ófrávíkjanlega Iiinn liræðilega eið sinn, um að hatn og fyrirlíta Dr. Grimshaw meðan hún lifði. Öllum brögðum hafði verið beitt við hana til þess að fá hana til að láta af því sem fólkið kallaði—þessari fyrirtekt. Hún var beðin, ávítuð, hótað hörðu, en það var alt árangurslaust, og hún sýndi ekki hinn minsta vott fyrirgefningar, svo Dr. Grimshaw var farinn að efast um að hann gæti unnið liana til hlýðni og undirgefni við sig. Og nú, þar sem afbrýðissemin bættist ofan á alt annað; því þessi maður, Thurston, sem sat við hlið hans, varð þeirrar sælu aðnjótandi að baða sig í hinu milda brosi hennar, en hún leit ekki á Dl'. Grimshaw frekar en hann væri ekki til. Thurston stóð upp og sleit samræðunni við Jacqueline; ekki af því að hann kendi svo í brjósti um Dr. Grimshaw, þó sjáanlegt væri að honum var meir en nóg boðið. Hann færði sig yfir til frú Waugh og byrjaði glaðværa samræðu við hana; talið barst að ferðalagi og hversu mikil tilbreyting að það væri að lyfta sér dálítið upp, af og'til. Frú Waugh sagði honum áform þeirra að fara til Wash- ington og dvelja þar svo sem einn eða tvo mánuði. Tliurston sagði henni, svona án athugun- ar, að hann mundi bráðum leggja upp í lang- ferð, og gat þess hvert ferðinni væri heitið, og þar með að á leið sinni til Baltimote mundi hann koma við í Washington. “Iívenær býstu við að leggja á stað?” spurði fi ú Waugh.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.