Lögberg - 12.09.1935, Blaðsíða 7

Lögberg - 12.09.1935, Blaðsíða 7
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 12. SEPTEMBER 1935. 7 Fimtugaáta og fyrsta ársþing HINS EVANGELISKA LÚTERSKA KIRKJUFÉL. ISLENDINGA I VESTURHEIMI. Ilaldið að Mountain, N D., og í Winnipeg, Manitoba 19. til 25. júní 1935. Skýrsla nefndarinnár í ungmennafélagsmálum. Ilr. forseti:— Nefndin í ungmennafélagsmálinu leggur til: 1. AÖ þingið þakki milliþinganefnd sinni í ungmennamálum fyrir ávaxtaríkt starf á árinu. 2. A8 þingiÖ þakki ungmennafélagi Fyrsta lút. safnaÖar i Winnipeg, sóknarnefnd og presti þess saínaðar, sem gerÖu þaÖ mögulegt að þetta þing var haldið, og veitti gestum hlýjar mót- tökur. 3. Að þingið þakki þeim séra Jakob Jónssyni frá NorÖfirÖi og Rev. Pilkey presti St. Paul kirkjunnar í U. C. of Canada, fyrir góð erindi, er þeir fluttu á ungmennaþinginu 24.—26. maí síÖast- liðið. 4. Að þingið lýsi fögnuði sínum út af hinu ágæta móti unga fólksins að Mountain 20. júní síðastl., og þakki þeim, er tóku þátt í skemtiskránni og einnig ungmennafélögunum á Mountain og Akra, sem veittu svo góða aðstoð. 5. Að þingið ákveði að ætla ungmennasambandinu eitt kvöld i sambandi við næsta kirkjuþing til að hafa svipaða samkomu og þá, sem haldin var á Mountain 20. júní síðastl., þar sem ungt fólk flytji erindi og skemti á annan hátt. 6. AÖþingið kjósi þriggja manna nefnd til að fara'með ung. mennamálin milli þinga. Skal hún vera ungmennasambandinu til aðstoðar þegar þess gerist þörf, og leggja fram skýrslu næsta ár um störf þess og horfur. Skal forseti ungmennasambandsins eiga sæti í þeirri nefnd. » Þó að nefndin hafi ekki fleiri tillögur fram að bera vill hún lýsa ánægju sinni út af þeirri viðurkenning, sem Y. P. S. of the Icel. Ev. Luth. Synod of America hefir þegar verið veitt af þessu þingi, og geta þess um leið að hún hefir nú lesið vandlega grund- vallarlög ungmenna sambandsins, og fundið þau í fullu samræmi við stefnu og anda Kirkjufélagsins. Á kirkjuþingi í Winnipeg, 24. júní 1935. E. H. h'áfnis Jón Pálsson ~ B. Bjarnason Oli Stefánsson H. Sigmar. Skýrslín var tekin fyrir, lið fyrir lið. 1. liður var -samþyktur. 2. liður, 3. 4. 5. og 6. liÖur sömuleiðis. Dr.'B. B. Jónsson gerði þá tillögu, að 2. liður sé tekinn fyrir af nýju. \ ar tillagan studd af mörgum og samþykt. Urðu nú miklarmiklar umræður um þennan lið, en var loks samþyktur. Skýrslan var því næst i heild sinni samþykt.— Þá er hér var komið voru margar konur úr “Bandalagi lút- erskra kvenna, staddar á fundi. Tilkynti þá forseti þeim, að kirkjuþingið hefði samþykt þakklætis-yfirlýsing til félags þeirra. hefði viðurkent starf þeirra sem sérstaka deild í starfi Kirkjufé- lagsins, og árnaðí hann þeim um leið hamingju og heilla í hinu merilega starfi þeirra.— Næst var tekinn fyrir síðarihluti, liður B. í 7. máli á dagsskrá: Kristileg frœðsla œskulýðsins. Fyrir hönd þingnefndar lagði séra E. II. Fáfnis fram þessa skýrslu: Nefndarálit viðvíkjandi kristilegri uppfrœðslu œskulýðsins. ■ 1. Nefndinni er áhugamál að allir kirkjustarfsmenn geri sér ljóst hve afar áriðandi mál kristindómsuppfræðsla æskulýðs vors er, og hve nauðsynlegt er að við þetta starf komist á samvinna með prestum, sunnudagaskólakennurum og foreldrum. 2. Nefndin leggur til að kirkjuþingið þakki Bandalagi lút- erskra kvenna og kennara sem starfað hafa í umboði þeirra fyrir þeirra ágæta starf viðvíkjandi þessu málefni, og þökkurn skýrslu þeirra, er þinginu hefir borist. 3- Xefndin leggur til að Kirkjufélagið undirbúi til prentunar og kosti útgáfu á, eins fljótt og unt er, sunnudagaskólabók á enskri tungu, sem hafi hið sama innihald (að viðauknum nokkrum léttum, gleðiríkum barnasálmum) og hin íslenzka sunndagsskólabók, sem Kirkjufýlagið gaf út árið 1923. Yæri svo bókaverði Kirkjufélags, ins falið að hafa bók þessa til útsölu og gætu þá sunnudagsskólar i hinum ýmsu söfnuðum keypt bókina eftir þörfum. 4. Xefndin leggur til að Kirkjufélagið leggi til fé og feli bókaverði sínum að kaupa og hafa til útsölu nokkurt upplag af eftirfylgjandi íslenzkum sunnudagsskóla bókum: Barnalærdóms- kver (Klaveness) ; Biblíusögur, (fermingarbörn) (Klaveness). Bókavörður auglýsi bækurnar í Sameiningunni. 5. Nefndin bendir á að fyrir yngstu börnin sé heppilegt að nota “The Christian Eife Course Pamphlets,” sem fást hjá United Eutheran Publishing House, Philadelphia, Penn. E. H. Fáfnis G. P. Johnson Mrs. E. J. Hcnrikson S. S. Laxdal Mrs. S. S. Einarsson. Skýrslan var tekin fyrir lið fyrir lið. 1. og 2. liður voru báðir samþyktir. Um 3. lið urðu allmiklar umræður. Stóðu þær yfir þegar þingmönnum bar boðið til kaffidrykkju í fundarsal kirkj- unnar kl. um 4 e. h. Sunginn var sálmurinn No. 38 og þvi næst lýst fundarhlé í hálfa klukkustund.— Þegar fundur mætti á ný, héldu umræður um 3. lið uefndar- álits áfram. Loks gerði S. O. Bjerring þá tillögu, er séra B. A. Bjarnason studdi, að þessum lið sé vísað til komandi framkvæmd- arnefndar, og var það samþykt. 4. liður ræddur um hríð, en síðan samþyktur. 5. liður var ræddur allmikið. I-oks gerði dr. B. B. Jónsson þá breytingartillögu, er séra R. Marteinsson studdi, og hljóðar á þessa leið: “Þingið æskir þess, að sunnudagsskólar Kirkjufélagsins noti hin lútersku hjálparrit, eftir því sem sunnudagsskólarnir finna bezt viÖ sitt hæfi.” Var þetta samþykt. Liðurinn þvi næst með á- orðinni breytingu samþyktur. Nefndarálitið því næst í heild sinni samþykt.—Mál þetta þannig afgreitt af þinginu. - Dr. B. B. Jónsson bað um leyfi að mega tala um kristilega fræðslu fyrir fullorðið fólk. Kvað mikla þörf á að fólk vort hér vestra noti sér það sem nú er bezt gefið út af kristilegum bókum og ritum á íslandi. Mintist hann i því sambandi á bók séra Friðriks Hallgrímssonar: “Kristur og mennirnir,” kvöldlestrabók séra Magnúsar Helgasonar, kirkjuritið, m. íl.—Gerði hann síðan þá tillögu, er séra Sigurður Ólafsson studdi, að væntanlegjim bóka- verði sé faliÖ að útvega og hafa til sölu kristilegar bækur og úrvals rit íslenzk. Var það samþykt. Séra G. Guttormsson mintist á, að fólk þyrfti að fara varlega i svokölluðum kristilegum bókakaupum enskum. Svo mikið væri nú að því gert, að lokka fólk til að kaupa villutrúarbækur af ýmsu tægi, er virtust vera kristilegar, en væru í því efni litils virði. Forseti mintist á bók dr. Richard Beck um kirkjufélagið. Kvað hann það skyldu vora, aÖ sjá um að sú bók fengi sem mesta útbreiðslu á íslandi. Gerði þá séra H. Sigmar þá tillögu, er studd var af mörgum, aÖ féhirðir, bókavörður, eða einhver annar sér- stakur maður, sé fenginn til að selja og útbreiða bók dr. Becks og önnur rit vor á íslandi. Var það samþykt. Þá var tekið fyrir á ný 8. mál á dagsskrá: Kristindómur og mannfélagsmál. Fyrir hönd þingnefndar i því máli lagði séra G. Guttorms- son fram þessa- skýrslu : Kristindómur og mannfélagsmál Nefndin, sem skipuð var til að íhuga þennan lið í dag- skrá kirkjuþings, ieyt'ir sér að leggja fram tillögur þessar til þingsamþyktar: 1. Aðalstarf kirkjunnar er og verður ávalt hið sama: að boða syndugum mönnum frelsun í Jesú Kristi, og um leið að efla helgun sálna og félagslíf innan vébanda sinna. 2. En þetta starf getur hún aldrei unnið svo vel sem skyldi, og sízt á vorri tið, neina hún samtímis vinni að því, að kristnar siðferðishugsjónir ryðji sér til rúms í lög- gjöf, stjórnarskipun og gjörvöllu lífi þjóðfélagsins. 3. Það er því nauðsynlegt fyrir kirkjuna að taka beinan og ákveðinn þátt í baráttunni fyrir þeim umbótum sem mestu varða í samtíð vorri, og beita sér fyrir farsælum úrslitum þeirra mála. 4. I friðarmálinu þarf kirkjan að vera einbeitt og sí- vinnandi, og ekki aðeins halda þeirri kenningu á lofti, að allur vopnaburður sé illur og ókristilegur,—nema ef vera mætti í nauðungar-vörn—heldur á hún sýknt og heilagt að vinna á móti öllu því, sem horfir til ófriðar á einhvern hátt, svo sem vígbúnaðar-samkepni Iþjóðanna, verzlunar- ágangi og þjóðernisdrambi; og ekki sízt á móti þeim ó- sóma, að ágjarnir gróðamenn geti rakað saman stórfé á styrjöldum og vopnasmiði. 5. Sömu árvekni þarf kirkjan að gæta í bindindis- málinu, og jafnframt því sem hún sífelt varar fólk sitt við drykkjuskap, þarf hún að hafa stöðugar gætur á allri vín- sölulöggjöf og beitingu þeirra laga í því augnamiði, að vínnautn verði takmörkuð sem allra mest. 6. í sambandi við stjórnmál og atvinnumál er það skoðun vor, að kirkjan eigi að hafa vakandi auga á hinni siðferðislegu hlið þeirra mála og beita áhrifum sínum í þá átt er horfir til eflingar á högum og rétti alþýðunnar, svo að iðjumaðurinn njóti góðs ávaxtar af erfiði sínu, geti mentað börn sín eftir hæfileikum þeirra, fái bjargast vel af i óhöppum og heilsuleysi og þurfi ekki að kvíða ör- hirgð í ellinni. 7. Þessar sérstöku hættur álitum vér að kirkjan þurfi að varast í afskiftum sínum áf veraldlegum málum:— a. Kirkjan má ekki verða háð neinum þjóðmála- flokki, heldur þarf hún að beita sér á því sviði sem sjálf- stætt .andans ríki, og lúta þar engum nema höfundi kristn- innar einum. 1). Hún má ekki fara svo með þessi viðfangsefni, að þau spilli samstarfi eða samlífi kristinna nianna; má ekki spilla málstað sínum með dómhörku og innbyrðis-deilum, þó skoðanir skTftist um aðferðir eða stefnuatriði, heldur iniðla málum svo, að kristnir menn geti orðið sem allra bezt samtaka á þessu sviði. c. Ekki má hún heldur verða svo önnum kafin við slík mál, að hún gleymi köllun sinni og “yfirgefi guðs orð til að þjóna fyrir borðum.” (Post. 6, 2). 8. Vér mælum með því að bæði lciðtogar og alþýða í félagi voru gjöri sér far um að starfa í þessa átt á kom- andi ári, hvar og hvenær sem tækifæri gefst. Og sérstak- lega viljum vér benda á hérlend kirkjusamtök er hafa sama augnamið, svo sem Federal Council of tlie Churches i Bandaríkjunum og samskonar félagsskap norðan linunnar; í þeirri von, að starfsemi þeirra megi verða oss til hvatningar og lærdóms, og að vér fáum á sínum tíma í samvinnu með öðru kristnu fólki, lagt eitthvað gott og nytsamt til þessara mála. Á kirkjuþingi í Winnipeg, 24. júní, 1935. —G. Guttormsson, B. Marteinsson, B. S. John- son, J. H. Hannesson, B. Theo. Sigurðsson. Skýrslan var tekin fyrir, liÖ fyrir lið. 1. liður var samþyktur. 2. og 3. liður sömuleiðis. 4. liður var ræddur um hríð, en síðan samþyktur. 5. og 6. liður báðir samþyktir. 7. liður, a, b, og c, sömuleiðis samþyktur. 8. liður einnig samþyktur. Nefndarálitið síðan í heild sinni samþykt. Mál þetta þannig afgreitt á þessu þingi.— Sunginn var sálmurinn No. 248 og fundi síðan slitið um kl. 6 e. h. Næsti fundur ákveðinn kl. 9 f. h. næsta dag.— A8 kvöldi 24. júní var þingheimi og gestum boðiÖ til hátiða- söngmóts í Fyrstu lútersku kirkju. Fyrir því stóð söngflokkur safnaðarins og hafði hann, undir stjórn Hr. Páls Bardal og með aðstoð hr. Steingríms Hall organista safnaðarins auðsæilega lagt sig fram um að þessi þáttur júbílþingsins mætti minnisstæður verða hverju mannsbarni er á hlýddi Mótið byrjaði kl. 8.15 e. h. með því að allir risu úr sætum sínum og sungu “O Canada!” Hófst síðan skemtiskráin er var bæði fjölbreytt og ágæt. Var áheyrendunum þar lyft til hæða á lofgjörðarfullum hljómum er vel túlkuðu tilbeiðsluþrá sálarinnar; en öðru hverju líka sýndar myndir hversdagslífsins i f jörugum og gamanhreifum islenzkum þjóðsöngvum. Kórið v^r og aðstoðað af okkar besta íslenzku hljómlistarfólki, svo sem hr. Frank Thorólf- son með pianoleik, frú B. Olson með einsöng aðstoðuð af ungfrú Snjólaugu Sigurdson; Frú B. Olson og hr. Páll Bardal er sungu tvísöng með aðstoð ungfrú Sigurdson og þrileikur, á píanó, fiðlu og clarinet, er ungfrú Snólaug Sigurdson, hr. Pálmi Pálmason og hr. Walter Dalman spiluðu. Alt bar þetta merki sannarlegrar listar. Sýndu áheyrendurnir hrifning sína er þeir aftur og aftui tóku undir með dynjandi lófataki. Ljúft var og tilfinningarikt að finna hér hve framarlega Islendingar standa í sönglist allri hér í álfu, og þó dýrmætast hve túlkun tilbeiðslunnar var djúp. Erurn við öll söngflokk og listamönnum þakklát fyrir þennan fagra þátt júbílþingsifis. TÍUNDI FUNDUR. Þ. 25. júní, kl. 9 f. h. B.yrjað var með bænargjörð er séra S. S. Christopherson stýrði.— Gjörðabók 8. og 9. fundar var lesin og staðfest. Formaður kjörbréfanefndar tilkynti, að Harald Jóhannson, einn af kirkjuþingsmönnum Fyrsta lút. safnaðar, hefði orðið að fara af þingi, og væri þess óskað, að Árni Eggertson kæmi í hans stað. Var það samþykt í e. hlj. SkrifaÖi Árni Eggertson þá undir hina venjulegu játningu og tók sæti sitt í þinginu. Séra R. Marteinsson lagði til og margir studdu, að þingið þakki hr. Paul Bardal, söngstjóra Fyrsta lút. safnaðar, og söng- flokki- safnaðarins fyrir hina frábærlega merkilegu söngsamkomu í kirkjunni síðatliðið kyöld. Samþykt í e. hlj. Skrifara falið að flytja þessar þakkir. Forseti gat um, að símskeyti með alúðarkveðju, frá “kirkju- fundi i Reykjavík,” hefði borist sér í hendur. Þá lágu fyrir, samkvæmt lögum, kosning embættismanna. Gæzlumenn kosninga voru skipaðir þeir J. H. Hannesson, Óli Stefánsson, R. Benson og Ásgeir Bardal. Þeim til aðstoðar var og séra E. H. Fáfnis vara-skrifari kirkjufélagsins.— Eins og reglur mæla fyrir voru forseti, skrifari og féhirðir, kosnir með óbundnum kosningum, þ. e. án nokkurra tilnefninga. Fyrst lá fyrir kosning forseta. Við fyrstu atkvæðagreiðslu hlaut séra Kristinn K. Ólafson 40 atkvæði. Séra H. Sigmar hlaut 11, en séra Sigurður Ólafsson 5. Tveir eða þrír aðrir fengu eitt eða tvö atkvæði hver. Var séra Kristinn lýstur réttilega endurkos- inn forseti fyrir komandi ár. Þá lá fyrir kosning skrifara. Við fyrstu atkvæðagreiðslu hlaut séra Jóhann Bjarnason 50 atkvæði, séra E. H. Fáfnis 4; aðrir færri, eitt eða tvö hver. Var skrifari þá lýstur réttilega endur- kosinn skrifari Kirkjufélagsins fyrir næsta ár. Þá lá fyrir kosning féhirðis. Við fyrstu atkvæðagreiðslu hlaut S. O. Bjerring 62 atkvæði. Tveir aðrir fengu sitt atkvæðið hvor. Var S. O. Bjerring þá lýstur réttilega endurkosinn féhirðir Kirkjufélagsins fyrir næsta ár. Varaforseti var kosinn séra H. Sigmar, vara-skrifari séra E. II. Fáfnis, vara-féhirðir A. C. Johnson—allir endurkosnir i e. hlj. I framkvæmdarnefnd voru kosnir þeir J. J. Myres, séra Sigurður Ólafsson, séra H. Sigmar, séra B. Theödore Sigurðsson, Árni Eggertson og séra Jóhann Bjarnason. í stjórnarnefnd Betel voru endurkosnir, til þriggja ára, þeir Th. Thórdarson og J. J. Swanson. Til eins árs var kosinn dr. B. H. Olson, í stað Jónasar Jóhannessonar, er sökum alvarlegrar heilsu bilunar, varð að segja sig úr nefndinni. Dr. B. B. Jónsson lagði til og var stutt af mörgum, að þingið sendi Jónasi Jóhannessyni þakklæti og blessunaróskir fyrir langa og dygga þjónustu í stjórnarnefnd Betel og sem féhirðir þeirrar stofnunar. \ ar það samþykt i e. hlj. með því að allir risu úr sætum. Samþykt var að fresta að kjósa í skólaráÖ Jóns Bjarnasoiiar skóla, þar til skólamálið kemur aftur fyrir og verður útkljáð á þessu þingi.— RáðsmÖur kirkjubyggingarsjóðs Var endurkosinn, í e. hlj., S. O. Bjerring. Yfirskoðunarmenn voru kosnir þeir T. E. Thorsteinsson og F. Thórdarson báðir endurkosnir í e.. hlj.— í því sambandi minti forseti á hi?ágæta starf er þessir bræður lmfa unnið fvrir Kirkjufélagið i mörg ár, endurgjaldslaust. í milliþinganefnd ungmennafélaga starfs voru kosnir þcir séra E. H. Fáfnis, llarald Jóhannson og Ásgeir Bardal. Þegar þessum kosningum var lokið, var tekið fyrir 2. mál á kjörskrá: Kristniboð í útlöndum. Séra N. S. Thorláksson las upp og lagði fram þessa skýrslu frá kristniboða kirkjufélagsins í Japan: 1934—1935 REPORT. Kobe, June 1, 1935. To Our Jubilee Synod,— Heartiest greetings laden with prayer for a “double portion” of the Holy Spirit to guide you in all your plans and undertakings for the future. Grant that our Synod may be as a city set on a hill whose Light may so shine forth unto generations to come that they may see our good works and glorify our Father who is in heaven. May we continue our labors in and for His Kingdom so tlmt we and those coming after us need not be ashamed. Amen. We have entered u]x>n the year of “The Crisis” in Japan. for thus the Japanese have designated 1935 for some time back. What the Crisis is,—what of calamities or of fortune the vear has in store, nobody seems to know. Of course, an air of mystery (feigned or otherwise) seems to permeate all about us. But “something awful,” according to prevailing hushed indications is to happen in .1935. Should IT be delayed, then 1936 will surely by the year of the Crisis! No, the Japanese are not millennialists.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.