Lögberg - 17.10.1935, Síða 2

Lögberg - 17.10.1935, Síða 2
o LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 17. OKTÓIBER, 1935. Alfred Dreyfus Þýtt af Mrs. Jakobínu J. Stefánsson. (Framhald) Alt þetta varð til þess, að stjórn Frakklands sá aÖ lokum aÖ hún mátti ekki aðgerðarlaus hjá sitja lengur. Felix Faure, forseti, lét taka málið til umræðu meðal stjórn. arráðsins og krafðist harðlega að það væri frá upphafi tekið fyrir að nýju. Ráðuneytið tók lítt undir þá uppástungu, en forseti var ósveigj- anlegur, og sagði þá ráðuneytið af sér. Þá var nýtt ráðuneyti myndað. Síðan var málinu vísað til hæðsta- réttar landsins; þar voru fyrst allir málavextir athugaðir, svo var á- ákveðið að Dreyfus skyldi kallaður fyrir þennan rétt. Dreyfusi var nú boðið að koma heim til Frakklands aftur. Fyrsta júlí 1899 kom hann til borgarinnar Rennes á Frakklandi, því þar átti réttarhaldið fram að fara. Mjög hafði kröftum Dreyfusar og heilsu hnignað við fjögra ára kvalræðisvist á Devils Island. Hafðj hann tvisvar fengið þar hitasótt af j óhollu loftslagi og illri meðferð ; var hann orðinn sem næst grár fyrir hærum og var þó maður á bezta aldri. Eins og áður er sagt, vakti allur gangur þessa máls svo eftirtekt manna, að slíks munu fá eða engin dæmi. Uppistand og æsingar út af því voru orðnar dags daglegir við- burðir á Frakklandi. En einna mest gekk þó á, þegar það var tekið fvrir að nýju. Menn höfðu orðið þess vísari að herjöfrarnir mundu ófúsir undan að láta í þessari siðustu sennu. AllÍengi áður en Dreyfus kom heim aftur hafði ofurvald þeirra tæplega dugað til að þeir væru látnir óáreittir. Nafnlausum niðritum var fleygt til þeirra á göt- um úti, með brígslyrðum um hversu mannorð þjóðarinnar væri farið af þessu máli. Þeir, sem Dreyfus vildu lið veita, höfðu óskift skoð- anafylgi ýmsra stórmerkra manna útlendra, sem voru staddir á Frakk. landi um þessar mundir, ekki síður en umheimsins, sem fylgdust afar- fast með hverri hreyfingu málsins, og taldi þetta alt ofsóknir á hendur saklausum manni. Minkuðu nú ekki við það æsingarnar. \rar nú einn hinn ágætasti og mál. snjallasti lögmaður meðal Frakka fenginn til að verja Dreyfus, en það var Labauri. Síðan hófst réttar- haldið og stóð það yfir frá 7. ágúst til 7 september. Hér verður ekki farið út í ná- kvæma lýsingu á gangi málsins og meðhöndlun þess fyrir hæzta-rétti þessum, Það yrði of langt mál. Nægir að geta þess, að þar fór fram dag eftir dag, viku eftir viku, ein hin harðsnúnasta viðureign, sem dæmi eru til á sviði nokkurs réttar- fars, og varð Labauri heimsfrægur fyrir frammistöðu sina. Að það sem átti að vera sannanagögn gegn Dreyfusi var ekki annað en ógrund. vallaðar getskir og ágizkanir nokk- urra herforingja og hefðu ekki við neitt heiðarlegt réttarhald verið virtar viðlits; en hinsvegar benti margt er þar kom fram til þess, að Dreyfus mundi saklaus að‘ ákæru þeirri, er á hann var borin, eins og hann sjálfur hélt stöðugt fram. Meðferð málsins hin óvandaðasta. Ástæðum, er málstað hins ákærða voru hagstæðar ekki svarað, né teknar til greina hið minsta, því yfir. dómarinn sýndi málstað Dreyfusar stöðuga ósanngirni og rangsleitni og lauk réttarhaldinu ineð því, að Dreyfus var í annað sinn dæmdur sekur um ákæru þá sem á hani#var borin, en sem kringumstæður af- sökuðu að nokkru. En kringum- stæður geta ekki gert landráð af- sakanleg og vissi nú enginn né skildi hvernig á þessari fáránlegu aukasetningu við dómsorðið stóð. Þegar kveðinn hafði verið upp þessi dómur, þá lá við að Dreyfus og fjölskylda hans og þeir aðrir, er næstir þeim stóðu, yfirbuguðust með öllu. Labauri hrukku tár af aug- úm, og var það þó eigi vant. En það var sízt að furða, þvi nú var Dreyfus á ný dæmdur til 10 ára fangavistar á Devils Island, en það var sama og seigpínandi dauði. Fregnin um úrslit málsins fyrir hæztaréttinum flaug eins og eldur í sinu um land alt, og síðan til út- landa. Urðu nú blöð nágrannaþjóðanna, einkum Englendinga, enn orðhvass- ari i garð Frakka en nokkru sinni fyr. Úthúðuðu þau réttarfari þeirra og innbyrðis hervaldi. Töldu framferði her-hringsins franska ekki sæmandi siðuðum mönnum. Átöldu harðlega dugleysi stjórnar- innar er gæta skyldi borgaralegra réttinda landsmanna, að láta slíka óhæfu viðgangast, og spáðu hinu versta um framtíð Ftakklands undir þessu fyrirkomulagi. í sama streng tóku margir nafn- kendir menn, þar, í ræðu og riti; mun fátítt að nokkur maður hafi haft eins óblandúa samhygð og hluttekningu jafn margra—ekki sízt í útlöndum—eins og ’Dreyfus hafði Ekki gekk minna á innbyrðis á Frakklandi við þessi inálalök. Það duldist ekki fyrir miklum fjölda fólks, að þetta var í raun og veru herdómur. Rétturinn og dómar- arnir voru verkfæri í höndum Merciers hershöfðingja og hinna annara æðstu manna hersins. Hin undarlega aukasetning sem fylgdi dómnum þótti benda til þess, að dómarinn hefði vitað með sjálfum sér, að Dreyfus var ekki sekur. Æsingar gengu nú úr hófi fram. Sprengikúlum var kastað, einvígi háð, og illdeilur afskaplegar; lá nú við blóðsúthellingum. Þegar i þetta óefni var komið, skarst forseti Frakklands í leikinn,— eini maðurinn, sem vald hafði þar til,—og “fyrirgaf” Dreyfusi, eða náðaði hann. Var það álit margra, að forseta og ráðuneyti hans hefðu þótt gögn þau, er fyrir réttinn voru lögð í Rennes helzt til of lítil og léttvæg, til að dæma nokkurn mann eftir, þótt innbyrðis æsingar í- skyggilegar og staðið stuggur af þve málalok þessi mæltust illa fyrir meðal annara þjóða. Þegar Dreyfusi og fjölskyldu hans voru tilkyntar þessar úrslita aðgerðir forsetans í málinu, var gleði þeirra sem næst átakanleg. Umföðmuðu konan og börnin föður sinn og eiginmann eins ' hefðu þau heimt hann úr helju. hér væri að ræða um “náðun” en ekki sýknun hinum ákærða til handa, þá skygði það lítið á gleði konunnar og barnanna. Þeim var það fyrir öllu að fá að hafa hann hjá sér og vita hann lausan við allar frekari of- sóknir. Þau trúðu þvi að hann væri ekki sekur, hvað sem rétturinn dæmdi þar um, enda var það skoð- un fjölmargra, ekki sízt í útlönd- um, og sú varð niðurstaðan, á laga- legan hátt, síðar meir. Þegar fréttin um úrslita aðgerð forsetans í málinu barst til útlanda, þóttu það mikil tíðindi og góð. Töldu flestir þar honum vel hafa farist og drengilega, úr því sem ráða var. Minkuðu þar æsingar mjög, eftir að menn vissu að Dreyfus var úr allri hættu. En á Frakklandi var þvi ekki svo varið. Spurningin um það, hvort Dreyfus væri saklaus eða ekki, var nú búin að læsa sig inn i þjóðlífið, og áttu hin ákveðnu afskifti annara þjóða af málinu þátt þar í. 1 fleiri ár eftir að því var lokið, Iinti lítt óeirðum og æsingum. Handalögmál og illdeilur, ófriður í heimahúsum manna, svo venzlabönd slitnuðu, hólmgöngur og hólmgöngu áskor- anir, árekstrar og ilskubrögð voru stundum dagsdaglegir viðburðir. Skáldsögur voru samdar með sönn- um gangi Dreyfusar-málsins fyrir söguþráð, sem sýndu með svörtustu litum óknytti æðstu manna hersins, einkanlega þeirra Marciers hers. höfðingja og Esterhazy greifa, og nefndu þá sínum réttu nöfnum, til að gera þá að viðurstygð flestra manna, en lýstu um leið á átakan- legasta hátt hörmungum þeim, sem Dreyfus hefði orðið að þola af þeirra völdum, og útmáluðu neyðar. kjör konu hans og barna. Sögurnar náðu mikilli útbreiðslu. Þegar Dreyfus var aftur orðinn ■frjáls maður, eftif þau málalok, sem þegar hefir verið frá skýrt, gat hann lifað undir þeim lífsskily^ðum, sem við þurfti til viðreisnar heilsunni, sem var orðin lítil eftir hinar lang- vinnu andlegu og líkamlegu þreng- ingar, sem hann hafði orðið að þola. Hann vildi draga sig út úr skarkala veraldarinnar og var þvi lítið meðal fólks, en kona hans og börn hans— sonur að nafni Pierre og dóttir hans, Jeanne — voru hjá honum. Hann náði, áður mjög langt leið, heilsu aftur, en hugarfarslega var hann ekki algerlega samur, þótt honum væri velvild sýnd af ’flestum er til hans náðti. Þegar átta ár voru frá liðin dóms- áfellingunni í Rennes, var hin franska þjóð, sem heild, orðin svo fullviss um að Dreyfus væri sýkn saka, að hæztiréttur landsins dæmdi hann opinberlega sýknan af ákæru þeirri, er á hann hafði verið borin, einnig veitti þjóðþingið honum aftur stöðu sína í hernum. Óðar en hann var búinn að fá stöðuna aftur, var hann gerður að “major” og þar á ofan sæmdur heiðursmerki,—gefinn hinn svonefndi “Cross of the Legion of Honor.” En alt þetta reyndist samt ónóg til að burtnema endurminningarnar um sakaráburðinn með öllu. Drey- fus lifði eftir sem áður hinu sama einangrunarlífi með f jölskyldu sinni. Þegar heimsstyrjöldin braust út 1914, bauð hann fram þjónustu sína. Var hann foringi einnar af herdeildum þeim, sem vörðu París, meðan striðið stóð yfir. Þó blöð striðstímanna hefðu jafn. an lítið rúm aflögu fyrir stríðsfrétt- um, þá var Dreyfusar-málið enn ekki með öllu gléymt, eins og sýndi sig á því, að þau gáfu sér svigrúm til að minnast á komu Dreyfusar á vígvöllinn. Fóru blöð beggja meg- in hafsins Iofsorðum um hann, og kváðu hann sýna að hann væri ekk- ert smámenni, að hann skyldi ekki, fyrir þá hroða meðferð, sem hann varð að sæta, hafa fyrir löngu yfir- gefið Frakkland, heldur hætta nú lífi sínu fyrir föðurlandið, ekkert síður en þeir, sem þar hefðu engum rangindum mætt. En þó styrjöld þessi væri ægileg þá reyndist nú sem forðum að- Dreyfus var ekki feigur. Hann hafði lifað af fjögra ára fangavist á DeviFs Island, og hann kom heill á húfi úr þessari miklu styrjöld, sem miljónir manna mistu lífið í. Að stríðinu loknu var honum veitt hærri staða í hernum en sú var er hann áður hafði. Eftir að friður komst á, og her- menn allir lögðu niður vopn sín, var Dreyfus jafn lítið meðal fólks og áður, en bjó út af fyn’r sig, með fjölskyldu sinni. Hann kom aðeins einu sinni aft- ur fram á sjónarsviðið í flokki nokkurra franskra ágætismanna, er tekið höfðu sig saman um að biðja miskunnar þeim Sacco og Vanzetti í Bandaríkjunum. 1 öll hin mörgu ár, sem Dreyfus lifði, eftir að hann varð frjáls mað- ur og þrátt fyrir alla stórviðburði þeirra tíma, gleymdust honum aldrei mannraunir þær, er hann hafði mætt framan af æfinni. Undir það síð- asta, eftir að elliárin voru komin, þá reyndist einna mest þörfin á að ekkert það kæmi fyrir, er slíkt mætti rifjast upp við, og voru þó þá ekki minna en 35 ár fráliðin. Varaðist því kona hans og börn að minnast hið minsta á þá bitru reynslu, eða nokkuð í sambandi þar við. Eftir því sem kunnugt fólk sagði frá, þá var það þó ekki fyr en síðasta árið sem hann iifði, að hann hrökk stundum upp úr svefúi með felmtri við drauma um fanga- vist sína á Devil’s Island,—en aldrei við drauma um hætturnar í stríðinu mikla. Hin síðustu ár var sjón hans nokkuð tekið að förla: Einu ári áður en hann dó, fékk hann fyrst aðkenningu af sjúkdóm þeim, sem dró hann til dauða. Tóku veikind- in sig upp árið eftir; lágu mest i ölium taugum og kyrtlum líkamans, en virtust hægfarí. Hann hafði ráð og rænu til þess síðasta og andaðist í friði og ró, í viðurvist konu sinn- ar og barna 12. júlí þ. á. (1935). Dreyfus var, eins og áður er sagt, af Gyðinga-ættum. Hann var mað. ur allásjálegur í sjón og góðmann- legur á svip, Allvel gefinn að nátt. úrufari. Má vera að þar í hafi að nokkru legið orsök til hins mikla fylgis er hann naut, þegar honum lá mest á. Hann var maður gamall, hálf- áttræður að aldri, er hann lézt. Síð- ari helmingur æfinnar var svo frið- samur, að mjög stakk í stúf við fyrri hlutann. Þá varð hann fyrir þeim ofsóknuin, lifshættu, hrakn- ingum og aðsúg, að slíks munu fá dæmi um ósekan mann.. Heilar þjóðir hnakkrifust út af honum; innbyrðis lá við blóðsúthellingum. Versti áburður, sem á nokkurn mann er hægt að bera, var á hann borinn og gekk á aðra hönd, fjöll- unum hærra. Seinni hluta æfinnar lifði hann í friði og ró við góð atlot allra, er til hans náðu.. Lýstur saklaus, lofaður leynt og ljóst, sæmdur heiðurs- merkjum og allháum stöðum í mannfélaginu. Hann hefir því haft meira af að segja en flestir aðrir, breytileik lífsins og mislyndi örlag- anna. Ávarp til Frelsissafnaðar í Argyle- bygð á 50 ára afmœli hans 28. júlí 1935. Eftir séra H. Sigmar. Það er mér hin þekkasta gleði, að vera hér viðstaddur og eiga þess kost að taka þátt í þessari ljúfu minningar-samkomu. Kann eg full- trúum og presti safnaðarins og söfn- uðinum í heild beztu þakkir fyrir mikla velvild í minn garð, sem eg veit að er einlæg, sem eg hefi oft áður reynt; og sem að þessu sinni kemur fram í því að heiðra mig, og veita mér það ljúfa starf að flytja minningarorð á þessari hátíðisstund. Söfnuðurinn hefir vitað það full- vel að mér væri kært að koma hér í sambandi við þetta 50 ára afmæli. “Þar sem að fyrst stóð vagga vor,” segir eitit skáldið. Og um leið og við heyrum þau orð finnum við að það er eitthvað viðkvæmt á ferðinni. Og á sama hátt má segja að þar sem maður á sín fyrstu spor fram eftir æskuárunum, þar hlýtur manni að vera alt kært; og í sam- bandi við þann stað, hljóta margar viðkvæmar minningar að vera tengdar. Þar sem maður hefir verið skírður, uppfræddur, vaninn á þátt- töku í tilbeiðslu og guðsdýrkun, þar er um helgar minningar að ræða. Og þar sem maður hefir tekið þátt í ýmsum helgum athöfnum í lífi sinna nánustu, lifað áhyggjulausu æskulífi í skjóli sinna foreldra, og svo loks hvatt þau, er þau gengu til hinnar hinstu hvíldar,—þar stendur maður á hverri hátíðisstund og við sérhver eyktamörk á veginum, bæði brosandi og klökkur, bæði glaður og saknandi. Og minningarnar helgu og ljúfu þrýsta sér fast inn i hug- ann og hjartað. Þið skiljið það þessvegna, kærir tilheyrendur minir, að eg er þá ekki sízt einn í tölu þeirra, sem á við þessi eyktamörk, eina hina helgustu, ljúfustu og við- kvæmustu stund; þegar verið er að minnast 50 ára afmælis Frelsissafn- aðar í Argyle-bygð. Frelsissöfnuður í Argyle-bygð var stofnaður 26. júlí 1885, en i október sania haust fæddist eg inn í söfnuðinn! Stóð eg svo óslitið í söfnuðinum um 25 ára skeið og vel það. Þá skeði það, að 18. júní 1911 var eg vígður í kirkju safnaðarins ti! hins helga prestsembættis. Var eg vígður til safnaða í Vatnabygð- inni í Saskatchewan, og tók þegar eftir vígsluna við því starfi, sem eg var vígður til. Eg hefi því líklega ekki verið talinn meðlimur i söfnuði inum síðan, þó að aldrei hafi eg sagt mig úr söfnuði! (Að sönnu skrifuðu foreldrar mínir sig ekki í söfnuðinn fyr en árið 1887. En voru í bygðinni er hann var stofnaður og sjálfsagt starfandi með honum frá byrjun). Frelsissöfnuður í Argyle-bygð er þá búinn að lifa og starfa í 50 ár! ‘Hvað hefir verið vort starf í sex hundruð sumur.” segir skáldið. ‘Hvað hefir verið þitt starf í 50 ár, Frelsissöfnuður,” vil eg spyrja. Eg fyrir mitt leyti fyrirverð mig ekki fyrir 50 ára sögu þessa safnaðar. Eg kann'ast við það í auðmýkt að það hefði oft mátt betur gera, og meiru góðu til vegar koma til bless- unar bygðarfólki. En saga safn- aðarins er að minni hyggju mjög heiðarleg saga, um störf, sem stöð- ugt hafa bent og léitt í áttina til Föðursins og Frelsarans. Söfnuð- urinn þessi hefir áreiðanlega átt sinn góða þátt í því að leiða kyn- slóðir þessarar farsælu búsældar- bygðar frá mammons-dýrkun að guðsdýrkun og inn á leiðir kær- leiksþjónustu og fórnfýsi. Eg hugsa oft um það hvað marga merkis menn og konur þessi söfnuð- Ur hefir á ýmsum tímutn talið í tölu meðlima sinna. Væri það frá vissu sjónarmiði bæði ánægjulegt og við- eigandi að nefna þau nöfn, sem reyndar eru ógleymanleg og ódauð- leg i annálum þessa safnaðar og þessarar bygðar. Þó ætla eg ekki að nefna nöfnin. Ekki svo að eg muni engin nöfn, ekki heldur af þvi að þau nöfn séu mér ekki innilega kær, og þeir allir, er nöfnin eiga; heldur af hinu, að eg stend að vissu leyti í svo nánu sambandi við sögu þessa safnaðar, að það mætti einna sízt henda mig að gleyma einhverj- um þeim nöfnum, sem eins vel ætti að nefna, eins og þau, er kæmu fram. Hins má aðeins minnast að stofnfundur safnaðarins var haldinn í Hekla-skólahúsi og annar fundur safnaðarins á heimili Árna og Guð. rúnar Sveinsson, og að fyrsti for- seti safnaðarins var Kristján sál. Jónsson og fyrsti skrifari F'riðrik sál. Jónsson. Og að fyrstu fulltrú- ar safnaðarins voru Árni Sveinsson, Thorsteinn Antóníusson og Sigurð- ur Kristófersson og fyr-stu djákn- arnir Friðrik Jónsson, Kristján Jónsson og Þóra Jónsdóttir. — En við gamlir og nýir meðlimir safnað- arins eigum í hugskoti okkar ein- hverja sérstaka nafnaskrá úr þess- um söfnuði, sem okkur er kær og sem ekki glatast auðveldlega. Sú nafnaskrá minnir á 11. kapítulann í Hebreabréfinu, þar sem fram eru talin nöfn hinna glæsilegu og ódauð- legu trúarhetja í sögu Gyðinganna NUGA-TONE STYRKIR LÍFFÆRIN Séu llffæri yðar 'ömuð, eða þér kenn- ið til elli, ættuð þér að fá yður NUGA- TONE. pað hefir hjálpað mljðnum manna og kvenna i siðastliðin 45 ár. NUGA-TONE er verulegur heilsu- gjafi, er styrkir öll líffærin. Alt lasburða fólk ætti að nota NUGA- TONE. Fæst í lyfjabúðum; varist stæl- ingar. Kaupið ekta NUGA-TONE. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. frá vissum tíma. Á ensku hefir þessi kafli verið nefndur: “The Rollcall of the of Faith.” Við eig- uni líka hér í þessum söfnuði ein- hverja nokkuð áþekka nafnaskrá. En um leið og eg dvel með þakk- látum huga við endurminningar um þetta fólk, sem var svo dygðaríkt, duglegt, trúfast og trúrækið, vil eg og minnast þess að það er enn á- gætt mannval (hvort sem talað er um konur eða menn) í þessum söfnuði, og það jafnvel þó nú sé hann fyrir óviðráðanlegar ástæður miklu fámennari en áður var. En þar sem eg nú hefi um stund verið að hugsa um leikmennina, sem starfað hafa í söfnuði þessum og veitt forustu í málum hans, vil eg líka víkja hugsun minni til þeirra, sem hafa verið þar “hirðar og biskupar” á þessu 50 ára tímabili Þar er líka um mannval að ræða: Séra Jón Bjarnason, séra Hafsteinn Pétursson, séra Jón J. Clemens, séra Friðrik Hallgrimsson, séra Kristinn K. Ólafsson og séra Egill H. Fáfnis. öll eru þessi nöfn mér kær og þeir er þau bera. En einkum eru það þó tvö nöfnin, sem í sambandi við sögu Frelsissafnaðar standa mér næst: Séra Jón J. Clemens og séra Friðrik Hallgrímsson. Séra J. J. Clemens fermdi mig. í bibliudeild séra F. H. var eg talsverðan tíma. Með hon- um starfaði eg þó nokkuð. Og oft hlustaði eg á hann flytja boðskap kristindómsins í þessari hjartkæru kirkju. Þeir voru báðir ljúflyndir, og áhrifin holl og góð, sem frá þeim bárust til yngri og eldri. Og má svo INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS V Amaranth, Man......................B. G. Kjartanson 1 Akra, N. Dakota..................B. S. Thorvardson ; Árborg, Man.....................Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man...........................F. Finnbogason ; Baldur, Man...................... .O. Anderson Bantry, N. Dakota...............Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash...............Thorgeir Símonarson ! Belmont, Man.............................O. Anderson ; Blaine, Wash...................Thorgeir Símonarson Bredenbury, Sask........................S. Loptson 1 Brown, Man..............................J. S. Gillis ; Cavalier, N. Dakata..............B. S. Thorvardson ; Churchbridge, Sask.......................S. Loptson Cypress River, Man...............................O. Anderson Dafoe, Sask........................J. G. Stephanson Edinburg, N. Dakota.............Jónas S- Bergmann Elfros, Sask..............Goodmundson, Mrs. J. Hi ! Foam Lake, Sask ..............J. J. Sveinbjörnsson Garðar, N. Dakota...............Jónas S. Bergmann Gerald, Sask............................C. Paulson Geysir, Man.....................Tryggvi Ingjaldsson ’ Gimli, Man............................F. O. Lyngdal ; Glenboro, Man.........................O. Anderson ; Hallson, N. Dakota...............S. J. Hallgrímsson ; Hayland, P.O., Man...................J. K. Jonasson Hecla, Man.......................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota.................. .John Norman • Hnausa, Man..........................B. Marteinsson Ivanhoe, Minn.............................B. Jones Kandahar, Sask.................. J. G. Stephanson Langruth, Man.....................John Valdimarson ! Leslie, Sask...........................Jón ólafson ; Lundar, Man.........................Jón Halldórsson Markerville, Alta.....................O. Sigurdson Minneota, Minn.............................B. Jones» Mountain, N. Dak............... S. J. Hallgrimson ; Mozart, Sask...................J. J. Sveinbjörnsson Oak Point, Man.......................A. J. Skagfeld Oakview, Man.........................Búi Thorlacius Otto, Man...........................Jón Halldórsson Pembina, N. Dak...................Guðjón Bjarnason ! Point Roberts, Wash....................S. J. Mýrdal ! Red Deer, Alta........................O. Sigurdson Reykjavík, Man........................Árni Paulson Riverton, Man.....................Björn Hjörleifsson ! Seattle, Wash..........................J. J. Middal ! Selkirk, Man........................... W. Nordal ; Siglunes, P.O., Man..................J. K. Jonasson ; Silver Bay, Man.....................Búi Thorlacius ; Svold, N. Dakota.................B. S. Thorvardson Tantallon, Sask..................... J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota................Einar J. Breiðfjörð Víðir, Man......................Tryggvi Tngjaldsson jj Vogar, Man...........................J. K. Jonasson ;i Westbourne, Man.....................Jón Valdimarsson Winnipegosis, Man.............Fínnbogi Hjálmarsson Wynyard, Sask......................J. G. Stephanson þá.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.