Lögberg - 07.11.1935, Blaðsíða 2

Lögberg - 07.11.1935, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. NÓYEMBER, 1935. Monsieur Alfredo Eftir Axel Munthe. Eg hefi ekki minstu hugmynd um hvernig á því stó8, aS eg rakst á þetta litla og fátæklega veitingahús, og þaÖan af síður er mér ljóst, hvers vegna eg varÖ þar fastur gestur í halft ár. Eg er hreint ekki frá, að þaÖ hafi verið vegna þess að Mon- sieur Alfredo borðaði þar. ÞaÖ var bersýnilegt, að hann borð- aði morgunverð okkru seinna en eg, því að mér vanst alt af tími til að reykja tvær, þrjár sígarettur, áður en hann kom inn í Café de 1 Ivmpereur. Hann var hnakkakert- ur og fann til sín i þétthnepta diplo- matfrakkanum og með handritin sin í böggli undir hendinni. Um hrukk. ótta, barnslega ennið hans féllu hær. urnar í Iaglegum, snúnum Iokkum. Þjónninn færði honum kaffibolla, og setti skákborðið á milli okkar. Monsieur Alfredo spurði á sinn forna óg riddaralega hátt, hvernig mér liði, og eg fékk aftur á móti all- ar nauðsynlegar upplýsingar um heilsu hans. Svo fór eg að raða mönnunum upp, en meðan eg var að bograst undir borðinu og leita að peðum, sein alt af voru viss með að velta niður, flýtti hann sér að laum- ast niður í vasa sinn eftir sykurmola og láta hann í bollann. Við tefldum alt af tvær skákir. Eg er alveg frámunalegur klaufi að tefla, en gamli maðurinn elskaði skák af öllu hjarta og ljómaði að á- nægju í hvert skifti sem hann mát- aði mig. Hann var ósköp seinn að leika en furðulega áræðinn. Þegar eg var búinn að tefla við hann á hverjum degi í marga mánuði var mér ómögulegt að segja um hvor okkar væri lélegri skákmaður. ÞaÖ sem ruglaði mig mest, var að Mon- sieur Alfredo lék aldrei eða að minsta kosti afar sjaldan, öðru en kóngi og drotningu. Það rétt kom fyrir að hann hreyfði biskup, hrók eða riddara, en það var ekki nema út úr neyð og altaf var honum það þvert um geð. Peðin snerti hann ekki fremur en þau væru ekki til. Ef hafði aldrei séð nokkurn mann tefla svona og eg varð oft að gæta ýtrustu varkárni til þess að vinna hann ekki. Samtal okkar snérist um bók- mentir, einkum um leikrit. Mon- sieur Alfredo var mjög vandlátur um Ieiklist og mátti aþs ekki heyra nefnt annað en sorgarleiki. Hann var fjíirska ómildur í dómum sinum, þegar hann talaði um rithöfunda! I m þetta leyti var eg mjög hrifinn af \ ictor Hugo, en Monsieur Al- fredo fanst hann alt of viðkvæmur. Hann feldi sig betur við Racine og Corneille, en þó lét hann á sér skilja, að honum fyndist vanta að nokkru kraftmn í list þeirra. Gamanleiki fyrirleit hann og neitaði algerlega að viðurkenna Scribe, Augier, Lab- iche og Duma sem fræga höfunda. Venjulegast var Monsieur Alfredo hægur og rólegur, en ef Offenbach eða Lecocq voru nefndir á nafn, ætl- aði hann alveg að sleppa sér. Þá ruddi hann úr sér skömmum á ítölsku, en það mál notaði hann ekki nema þegar honum var sérstaklega mikið niðri fyrir. Hann kallaði þá öllum illum nöfnum — óþokka og eiturbruggara — með hinni svívirði- legu tónlist sinni hefðu þeir byrlað heilli kynslóð eitur og gereyðilagt listasmekk hennar og þeir ættu að mestu sök á því, hvað sorgarleikir væru nú á dögum í litlum metum hafðir. Monsieur Alfredo virtist vel kunnugur öllu, er snerti leikhúsin í Paris, og eflaust var hann þar tíður gestur sjálfur. Einu sinni eða tvisvar hafði eg stungið upp á því við hann, að við færum saman í leikhúsið eitthvert kvöldið,1 en hann tók ekki glatt í það. Þegar við vor- um búnir mieð seinni skákina, fór hann ofan í vasa sinn og tók upp úr honum fjögur Sous, vandlega vafin innan í pappírsblað. Svo kallaði hann á þjóninn, spurði hvað hann skuldaði og lagði aurana á borðið. Eins og sjá má af þessu var heldur ódýrt að koma í Café de l’Empereur. Veitingahúsin á Boulevard St. Michael seldu kaffi bollana á átta scus, en hér var hægt að komast af með f jögur, með því að drekka kaff. ið svart og sykurlaust. — Monsieur Alfredo hafði fyrir löngu sagt mét að sín reynsla væri sú, að sykur eyðilegðj alveg ilminn af kaffinu. Eg var ekki eins vandlátur á kaffi- ilminn og lét því bæði sykur og mjólk út í. Þar að auki drakk eg koníak með, en aldrei fékk eg Mon- sieur Alfredo til að þiggja un petit verre, og bauð eg honum það þó oft. Eg var búinn að reyna að freista hans með öllu, sem hægt var að fá í Café de l’Empereur, en gamli mað- urinn neitaði alt af kurteislega en þó ákveðið. Eg vissi að Monsieur Alfredo var rithöfundur; það var handrit að sorgarleik í fimm þáttum, sem hann bar undir hendinni. Eg hefi alt af litið upp til rithöfunda og listamanna og eg gerði alt, sem í mínu valdi stóð til að koma honum í skilning um, hyað eg teldi mér rnikinn heiður að hafa kynst honum. Eg var búinn að segja honum alt um mig og mína hagi, en hann var mjög tregur til að segja mér nokkuð af sér. Stundum fórum við um sama leyti út úr veit- ingahúsinu, og þá ætlaði eg að verða honurn samferða nokkurn spöl; en þegar við komum út á götu, kvaddi hann mig í snatri og mér var fylli- I lega Ijóst, að hann kærði sig ekki 1 um. Einnig hafði eg látið í ljós, að mig langaði til að heimsækja hann | við tækifæri, en hann lét þá á sér skilja, að nú sem stæði væri hann i ; miklum önnum. Eg þóttist vita, að hann væri að semja sorgarleikinn og : gætti þess því vandlega að ónáða hann ekki. Á kvöldin kom hann aldrei í veit- ingahúsið, og eg sat þar því oftast nær einn og reykti. Stöku sinnum borðaði eg miðdegisverð með skóla- bræðrum minum úti í bæ, en af þvi I að við vorum sannir íbúar Quarter ! Latin, fórum við sjaldan yfir Signu. Kvöld nokurt stakk einhver upp á þvi, að við skyldum aka til “Varie- tés’’ og sjá “Ræningjana” eftir Offenbach, sem var þá búið að sýna lengi við mikla aðsókn. Hvort sem við ræddum þetta lengur eða skem- ur, varð það úr, að eg slóst í förina. Það var ósköpin öll af stúdentum í leikhúsinu. Við vorum í sjöunda himni og höfðum næstum eins hátt og klappararnir, sem sátu fyrir aft- atí okkur og unnu fyrir kaupi. Mér fanst eg hálfgert vera að svíkja hann garnla kunningja minn frá Café de l’Empereur og eg fann hvað hann mundi fyrirlíta mig, ef hann sæi mig á slíkum stað. Að síðustu ákvað eg að segja honum hreinskilnislega frá öllu saman. En eg gat ekki að því gert, að eg veltist um af hlátri allan tímann, meðan á sýningunni stóð. Þegar einu atriði Ieiksins var lokið, byrjuðu klapararnir með ógurlegum hávaða og leikhússgestirnir fylgdu hrifnir dæm;i þeirra. Að lokum urð- um við uppgefnir og gátum ekki hreyft handleggina lengur, en þá voru klappararnir búnir að safna kröftum á ný og hin bráðsmellna fyndni leiksins var hylt einu sinni "enn með hrópum og dynjandi lófa- taki af áhorfendunum, sem sátu fyrir aftan okkur og ekki fundu til minstu hrifningar. Stóreflis kór af þessum) aumingjum grenjaði: “Bravó! Bravó!” til þess að vinna fyrir mat sínum. Alt í einu heyrði eg einhvern hrópa: “Bravó! Bravó!” dálítið seinna en hina. Eg snéri mér snögglega við, rendi augunum eftir klappararöðinni og þreif svo — fé- lögum mínum til mikillar undrunar — hattinn minn og læddist út úr leikhúsinu. Gleðihljómarnir úr leiknum kváðu við í eyrum mánum á heimleiðinni, en eg fann þetta kvöld, að augu mín ætluðu hvað eftir annað að fyllast af tárum. Nei, eg sagði Monsieur Alfredo aldrei, að eg hefði farið í leikhúsið og séð “Ræningjana.” Eftir þetta forðaðist eg eins og heitan eldinn að minnast nokkuð á Offenbach eða Lecorcq og eg reyndi aldrei framar að fá gamla manninn til að koma með mér í leikhús. Þegar við hættum að tefla daginn eftir, veitti eg honum eftirför dálít- inn spotta. Sama kvöldið fór eg í húsið, sem hann bjó í. Eg var að athuga nafnspjaldið á hurðinni hans Monsieur Alfredo, þegar konan, sem sá um húsið, kom til mín og sagði að hann væri aldrei að hitta heima á kvöldin. “Ætluðuð þér kennske að fá tíma hjá honum?” Eg játaði því og spurði, hvað marga nemendur hann hefði núna. Eg var sá fyrsti, sem hún hafði séð. Seint um haustið trúði eg Mon- sieur Alfredo fyrir því, að eg hefði íastákveðið að leggja læknisfræðina á hylluna fyrir fult og alt, en búa mig hinsvegar undir að verða leik- ari. Mér til mikillar gleði bauðst hann til að leiðbeina mér í upplestri og látbragðalist. Kenslan átti að fara fram i herbergi mínu í fíotel de l’Avenir. Kensluaðferðir gamla mannsins voru afar einkennilegar og kenningar hans um leiklist voru hreint ekki síður óvenjulegar heldur en kenningar hans um skák. Eg hlustaði með mestu athygli á alt, sem hann sagði, og reyndi af fremsta megni að læra þær grundvallarregl- ur, sem hann kendi, fyrir látbragða- list og framkomu á leiksviði. Eftir nokkurn tíma lét hann undan kvabb- iu úr mér um að fá að reyna við eitthvert hlutverk, og þar sem hann þegar var alveg sannfærður um, að sorgarleikirnir væru sú tegund leik- listar, sem eg væri bezt fallinn til að iðka ákváðum við, að eg skyldi leika undir handleiðslu höfundarina sjálfs eitt hlutverk-ið í síðasta leikritinu eftir Monsieur Alfredo, sem hét “Rýtingurinn” og var sorgarleikur í fimml þáttum. Monsieur Alfredo var sjálfur konungurinn og eg var sjálfur markgreifinn. Eg skal gjarn. an játa, að byrjunin tókst alls ekki vel. Mér var ljóst, að höfundurinn var hvergi nærri ánægður með mig og eg viðurkendi fúslega. að það væri hreinasta skömm að, hvernig markgreifinn var hjá mér. Næsta tilraun min varð með enska lávarð- inn í “Hefndinni,” sorgarleik í fimm þáttunt, en ekki vakti eg heldur í þetta skifti hina minstu von um við- unandi frammistöðu. Þvi næst gerði eg tilraun sem greifi í “Leyndar dómar grafarinnar,” en árangurinn var mjög vafasamur. Eftir þetta lét eg mér nægja að leika undirgreifa og reyndi af öllum lífs og sálar kröftum að gera það sómasamiega, en þrátt fyrir það, hvað Monsieur Alfredo var þolinmóður og elsku- legur, þegar hann benti mér á gall- ana, hlaut eg með sjálfum mér að viðurkenna, að eg væri sjálfsagt ekki heldur á minni réttu hyllu í undir- grei f a-hlutverkinu. Eg fór nú í fullri alvöru að efast um, að eg væri fæddur leikari, en Monsieur Alfredo bjóst helzt við, að ástæðan fyrir því að svona illa tókst með þessi hlutverk, væri sú, að eg væri ekki nógu kunnugur hærri stéttunum og þess vegna ætti eg svo erfitt með að setja mig inn í þær hugsanir og tilfinningar, sem væru einkennandi fyrir þess konar fólk. Og þetta var hárrétt hjá honum — ?að var svei mér enginn hægðar- Ieikur. Allar söguhetjur hans — hvort heldur það voru karlar eða konur — kendu áakflega í brjósti um sjálfar sig, að eg ekki segi, að ?ær hafi verið viti sínu fjær af ör- væntingu, en samt var mér oftast nær ómögulegt að sjá, hver ástæðan var fyrir hugaræsingu þeirra. Allra augu loguðu af ást og hatri. Venju- legast áttu elskendurnir að sjálf- sögðu við erfiðleika að stríða, en jafnvel þó að þau fengju að njótast, batrfhði skapið auðsjáanlega ekki minstu vitund. Eg man til dæmis eftir þriðja þætti “Rýtingsins,” þar sem eg (markgreifinn) er búinn að ösla yfir blóðlækina og er svo hepp. inn að eignast konuna, sem hjarta mitt þráir og einnig hún hefir brot- ist gegnum vötn og elda til þess að verða min. Erkibiskupinn gefur okkur saman í tunglsljósi, og við, sem ekki höfum hitzt í tíu ár, fáum að vera ein góða stund í yndslegum laufskála. Við höfðum enga minstu ástæðu til að óttast; það var mjög ósennilegt að við yrðum ónáðuð og eg hefði hiklaust rekið sverðið gegn um hvern þann, sem birst hefði á leiksviðinu; mér fanst satt að segja full ástæða til að láta svolítið vel að kvenmanninum. En Monsieur Al- fredo þótti eg aldrei nógu raunaleg- ur í röddinni þessi fáu augnablik, sem hann lét okkur njóta hamingj- unnar i næði (Skömmu seinna týnd- um við lífinu í jarðskjálfta). Nú, og þeir, sem ekki fórust af slysurn, voru svo sem ekki öllu bet- ur komnir. Þeir fóru allir í gröfina —í fegursta æskublómanum — af hinum óskiljanlegustu sjúkdómum, sem jafnvel hin fullkomnasta hjúkr. un gat ekki rönd við reist. í fyrstu reyndi eg að bjarga nokkrum af þessum fórnarlömbum, en Monsieur Alfredo leit alt af steinhissa á mig, þegar eg stakk upp á að einn einasti þeirra fengi að komast til heilsu aftur. Þar sem eg auk þess vissi, að hann áleit, að viðkvæmnin hefði eyðilagt Hugo, sem leikritaskáld, hætti eg von bráðar að blanda mér í þessi mál. Þegar eg var enn búinn að reyna nokkrum sinnum að leika aðalsmann og alt af mistekist, fór eg auðmjúk- legast fram á við Monsieur Alfredo, að hann léti mig reyna, hvort ekki gengi betur með einhvern borgara- legri mann. En þar var þrándur í götu, sem eg hafði ekki tekið með i reikninginn. — Monsieur Alfredo fékst ekki við persónur af lægri stigutn en undirgreifa. Ef gangur leiksins krafðist þess beinlinis, að einhver einn fulltrúi hinna lægri stétta sýndi sig á leiksviðinu, fékk hattn naumast tima til að láta í sér heyra áður en höfundurinn kastaði fullri pyngju í höfuð honum og sveiflaði svo handleggnum í snjáðu erminni eins og riddari og þeytti manngarminum út að leiktjöldunum. Ágætt, burt með allan ástæðulausan hroka! Það var í þessum hlutverk- um, sent eg að lokum komst í essið mitt, í þeim vann eg mína fáu sigra. Án þess að gamli maðurinn tæki eftir hvarf eg oftar og oftar burt frá leiknum; við og við gekk eg yfir leiksviðið og afhenti með mikilli Iotningu eitthvert skjal frá einhverj. um þjóðhöfðingja; sömuleiðis varð eg endrum og eins að bera í burtu lík—það var alt og sumt. Þannig leið haustið. Við vorum búnir að þrælast gegnum hvern sorg- arleikinn eftir annan, en samt hélt Monsieur Alfredo áfram að koma með ný hatidrit upp á vasann. Eg fór að bera kvíðboga fyrir, að þessi feikna skriffinska myndi að lokum gera út af við gamla manninn og þess vegna reyndi eg á allan hugsan- legan hátt að fá hann til að taka sér hvíld. En það var gersamlega á- rangurslaust. Hann' kom nú á hverjum degi á Hotel de l’Avenir til eina nemandans og þess eina manns, sein hann hafði sýnt rit sín. Ein- feldnislega barnsandlitið hans varð blíðara og elskulegra, eftir því sem fram liðu stundir, og eg hændist að æssum gamla, áhugarika manni, af einhvers konar meðaumkun og löng- um til að vernda hann. Blóðþorstinn í ritum hans varð alt af ákáfari og óseðjanlegri. Þegar komið var fram að jólum, var nýr sorgarleikur fullgerður hjá honum, og hann áleit hann sjálfur það bezta, sem hann hefði skrifað. Leikurinn gerðist á Sikiley við rætur Etnu, mitt í glóandi hraunstraumi. Engin sála lifði fimta þátt af. Eg sárbað hann um að gefa líf hundi af Ný- fundnalandskyni, sem var búinn að synda frá meginlandinu til eyjarinn. ar með lík hvolpsis síns í munninum, en Monsieur Alfredo var ósveigjan- legur. í síðasta atriði framdi hund- trinn sjálfsmorð með því að stökkva niður í gíginn á Etnu. En—á meðan glóandi hraunið úr Etnu hitaði upp draumaheimana hans Monsieur Alfredo, lagðist vetr. arsnjórinn yfir París. Við vorum allir fyrir löngu komnir í þykku vetrarfrakkana okkar, en aumingja kennarinn minn ráfaði ennþá um i gamla Diplomatfrakkanum sínum, sem gljáði allur vegna þess, hve oft var búið að bursta hann og var orð- inn æðilasburða eftir margra ára þjónustu. Næturnar urðu nístandi kaldar og hugur minn fylgdi á- hyggjufullur gamla manninum á hinni ömurlegu göngu hans heim á kvöldin frá “Varietés.” Eg var oft korninn á fremsta hlunn með að tala um þetta við hann, en hætti alt af við það; áform mitt strandaði á því furðulega stórlæti, sem hann reyndi að hylja örbyrgð sína með. Þrátt fyrir alt hafði eg aldrei séð hann eins kátan og einmitt þá; hann bygði meiri vonir á siðasta sorgarleiknum sínum en nokkrum hinna fyrri. Hann var, eins og öll hans leikrit, skrifaður handa Théatre Rranqais. Reyndar hafði hann eitthvað hugs- að um “Odéon,” en það var vegna þess, hvað Monsieur Perrin, sem þá var forsfjóri fyrir l'héatre Franqais, neitaði honum með fyrirfram á- kveðnu skilningsleysi um að líta við nokkru af ritum hans. En með til- liti til þess, hve síðasti sorgarleikur hans var óvenjulega stórkostlegur, fanst honum i rauninni ekki sæma að senda hann annað en til fullkomn- asta leikhússins í París. Lesandanum finst ef til vill, að eg hefði átt að vara Monsieur Alfredo við að láta þessar tálvonir fara of langt með sig, að eg hefði átt að gera honum skiljanlegt, að leikhúsið hans væri á alt annari stjörnu en þeirri jörð, sem við búum á. Mér kom það ekki til hugar og þér mynd- uð ekki hafa gert það heldur, ef þér hefðuð þekt hann eins vel og eg, ef þér hefðuð séð með eigin augum, hve ákaft hann mændi á mig í von um, að eg kinkaði ofurlítið kolli í viðurkenningarskyni, ef þér hefðuð séð, hvað gamla, raunalega barns- andlitið hans ljómaði, þegar hann hafði yfir einhverja klausu, sem hann bjóst við, að eg yrði alveg undrandj yfir—sem eg líka satt að segja, oftast nær varð. Það var komið þannig fyrir mér, að eg hafði ekki brjóst í mér til að spilla neinu fyrir honum með því að gagnrýna það. Eg hlustaði þögull á hvern sorgarleikinn eftir annan, og alvöru- gefni mín var langt frá því að vera uppgerð, ])ví að enda þótt eg gæti stundum hlegið að því, hvað honum datt margt kjánalegt í hug, leið það óðara frá, þar sem eg var áhorfandi að þessum raunverulega sorgarleik; hið fullkomna varnarleysi hans af- vopnaði gagnrýni mína — hann átti ekki einu sinni vetrarfrakka. Eg var eini áheyrandinn, sem vesalings gamli maðurinn hafði átt á æfi sinni, þvi skyldi eg þá ekki hæla honum örlítið, honum, sem enginn maður annar í veröldinni vildi hlusta á? Eitt kvöld beið eg árangurslaust eftir honum í Café de l’Empereur og daginn eftir kom hann ekki held. ur til að tefla. Eg beið enn einn dag, en þá fór mig að gruna margt og eg gekk út og heim til hans, þegar fór að kvölda. Konan, er sá um húsið, sem hann bjó í, hafði ekki séð hann fara út og þegar eg barði á dyr hjá honum, fékk eg ekkert svar. Eg stóð kyr nokkur augna- blik og skoðaði gamla, upplitaða nafnspjaldið, sem hann hafði neglt á hurðina: “M. Alfredo, leikritahöfundur. Kennir upplestur, látbragðalist og tilhögun leiksviðs.” Svo opnaði eg hurðina hljóðlega og gekk inn. Gamli maðurinn lá í rúminu með hitasótt og talaði óráð. Hann bar ekki kensl á þenna óboðna gest, sem stóð á gólfinu og horfði dapur i hragði í kringum sig í fátæklega þakherberginu. Það var kalt, eins og á götunni fyrir utan; það var enginn ofn kominn í herbergið. Daginn eftir var bjart veður, og sólskin. Það var engum erfiðleik- um bundið að koma honum fyrir á spítalanum þarna rétt hjá—eg vann þar annars sjálfur sem læknir. Hann hafði lungnabólgu. Þa# voru öll góð við gamla manninn, læknarnir, stú- dentarnir og systir Philoméne, sem var svo elskuleg og hafði meira að segja komið þvi í kring, að hann fengi eins manns stofu. Þenna dag allan og nóttina eftir var hann með- vitudarlaus, en undir morgun fékk hann rænu og kannaðist þá við mig. Hann heimtaði strax að vera fluttur heim í sitt eigið herbergi, en varð brátt rólegur, þegar við sögðum hon. um að hann hefði fengið eins manns stofu og ætti ekkert 'saman við aðra sjúklinga að sælda. Eftir nokkra þögn spurði hann, hvað hann myndi ENDURVEKIÐ ÆSKUFJÖRIÐ NUGA-TONB er dásamlegt meí5al fyrir sjúkt og lasburða fólk. Eftir vikutima, eða svo, verður batans vart, og við stöðuga notkun fæst góð heilsa. Saga NUGA-TONE er einstæð I sinni röð. Miljðnir manna og kvenna hafa fengið af þvi heilsu þessi 45 ár. sem það hefir verið I notkun. NUGA- TONE fæst í lyfjabúðum. Kaupið að- eins ekta NUGA-TONE, því eftirlíking- ar eru árangurslausar. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. þurfa að borga fyrir þetta. Eg svar. aði, að eg vissi ekki til, að spítalinn gæti krafist neins. Svo væri mál með vexti, að “Félag leikritahöf- unda” hefði ufnráð yfir einni stofu og mér fyndist, að hann ætti ekki að hika við að nota slík einkarétt- indi, þar sem öllum á spítalanumi væri auðvitað kunnugt um, hver hann var. Systir Philoméne, sem stóð við höfðagaflinn hans, lyfti fingrinum í áttina til mín ógnandi og ásakandi, þegar eg skrökvaði þessu að honum, en eg sá mæta vel á svip hennar, að hún fyrirgaf mér. Eg hafði snert viðkvæma strenginn í sál vesalings gamla rithöfundar- ins; hann varð ákaflega glaður og bað mig aftur að endurtaka það, sem eg hefði sagt um “Félag leik- ritahöfunda,” og þegar mér að síð- ustu tókst að sannfæra hann um, að eg hefði sagt honum satt, færðist dauft og rólegt ánægjubros yfir gamla, föla andlitið. Upp frá þeirri stundu virtist hann vera glaður og gera sig ánægðan með alt; hann hafði’ auðsjáanlega enga mugmynd um, að mátturinn var óðum að f jara út. Eftir ósk hans var látið borð með pappír og ritföngum við rúmið ; hann varð þó aldrei fær um að nota þau. Honum hafði liðið venju fremur illa um nóttina og þegar leið að morgunvitjun tók eg eftir, að systir Philoméne hafði hengt litinn kross við höfðagaflinn hans. Hann lá ró- legur allan daginn, en þegar honum var fært hafraseyðið, spurði hann, hvað héti mesta eitrið, sem menn þektu. Systir Philoméne hélt, að það hlyti að vera blásýra. Þegar leið að kvöldi, hækkaði hit. inn og augun urðu ókyrrari. Hann sárbað mig um að setjast við rúmið hjá sér og lét mig sverja, að eg skyldi þegja yfir því, sem hann ætl- aði að segja mér. Svo fór hann að lýsa þræðinum í nýjasta sorgarleikn. um, þar sem meðbiðillinn átti að gefa brúði og brúðguma skamt af blásýru meðan á 'sjálfri giftingarat- höfninni stæði. Hann talaði ótt og fjörlega og að 'síðustu leit hann á mig sigri hrósandi og spurði, hvort eg héldi í raun og veru, að Théatre Francais myndi einnig í þetta skifti dirfast að hafna leikriti hans. Eg svaraði, að það áliti eg alveg óhugs- andi. Verkinu átti að vera lokið á mjög skömmum tíma, fyrsta þátt ætlaði hann að hafa tilbúinn daginn eftir, og hann bjóst við að geta sent handritið fullgert til yfir lesturs, þegar vikan væri liðin. Hann talaði alt af meira og meira óráð, og tók ekki minstu vitund eftir því, sem eg sagði. Að vísu horfði hann ennþá á mig, en sjóndeildar- hringur hans stækkaði og stækkaði, því að takmörkin, sem þessi heimur setur, fóru smátt og smátt að hverfa. Samhengið var æ slitróttara í orð- um hans, og mér var orðið ómögu- legt að fylgjast með hugarfluginu, sem lá á bak við það. En af svip hans mátti alt af lesa það, sem hin slokknandi skynsemi hans var nú ekki lengur fær um að lýsa í orðum, og í þögulli aðdáun sá eg dauðan veita honum allan þann fögnuð, sem lífið hafði synjað honum um. Hann virtist hlusta. Dýrðlegur bjarmi færðist yfir andlit hans, aug- un ljómuðu, og gamli maðurinn sett. ist upp í rúminu og bar höfuðið hátt. Hann hristi gráa lokkana til hliðar og sigurfögnuðurinn lýsti sér i svip hans. Með höndina á hjartastað hneigði hinn deyjandi rithöfundur sig djúpt; því að þegar nóttin var að skella á, myrk og þögul, heyrði hann bergmálið af glæsilegasta draumi æfi sinnar; hann heyrði fagnaðarlætin dynja í Théatre Francais. Og tjaldið seig niður, hægt og hægt. Síðasti sorgarleikur gamla rithöfundarins var á enda. Þ. G. þýddi.—Dvöl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.