Lögberg - 07.11.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 07.11.1935, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. NÓVEMBER, 1935. fí Týnda brúðurin Eftir MRS. E. D. E. N. SOUTHWORTH Jú, nú hefi eg það! E|g læt miðann detta eins og óvart, eða eins og eg hafi mist hann upp úr vasa mínum, þar sem hann hlýt- ur að finna hann. Jú, þetta er ráðið!” sa^ði hún við sjálfa sig og lét miðann ofan á klút, sem hún hafði í vasa sínum, og gekk inn í dag- stofuna, til þess að bíða tækifæris. Það kom líka bráðlega. Þegar hún kom inn í stofuna stóðu þeir sjóliðsforinginn og prófessorinn á miðju gólfinu í alvarlegri samræðu. Þeir virtust í þann veginn að hafa lokið máli sínu. því þegar hún kom inn og hafði sezt niður, sag'ði sjóliðsforinginn: Það er gott — eg skal líta eftir því, Nanoe,” Hann togaði hattinn niður á höfuð sér, og ætlaði út, en prófessorinn hlammaði sér niður í stól, tók bók og þóttist fara að lesa. ‘‘Viltu ekki stanza eitt augnablik, frændi, eg þarf að tala svolítið við þig,” sagði Jacqueline, stóð á fætur og gekk til hans, og á leiðinni tók hún klútinn upp úr vasa sínum og lét miðann detta á gólfið. Dr. Grimshaw hafði ekki haft augun af henni, og þegar hann sá miðann detta á gólfið hljóp hann til eins og hungrað ljón og steig ofari á miðann. ‘ ‘ Hvem d.....ertu að elta mig fyrir ? ’ ’ hreytti gamli maðurinn út úr sér, þegar hún náði í hann. ‘‘Ó, eg bara ætlaði að biðja þig um að segja vinnumanninum að þvo vel kerruhjólin; það hefir ekki verið gert, en við Marian ætlum að brúka kerruna í kvöld.” ‘‘Farðu til f......! Hvað varðar mig um það?” Jacqueline titraði af hlátri, og tilhlökkun yfir að geta komið hrekkjabragði sínu svona haganlega fyrir; hún sneri aftur inn í stof- una, til þess að sjá hvernig Dr. Grimshaw hefði orðið við. Jacqueline varð alveg hissa að finna mið- ann á gólfinu, þar sem hún lét hann detta. Dr. Grimshaw stóð við skrifborðið sitt, og horfði út um gluggann. Hún gat ekki séð framan í liann. Hún beygði sig til að taka upp miðann, en hafði naumast komið honum í vasa sinn, áður en Dr. Grimshaw snéri sér snögglega við og gekk til hennar og stað- næmdist fyrir framan hana og horfði í andlit hennar. Jacqueline næstum því rak upp hljóð, það var eins og hún sæi vofu eða draug standa fyrir framan sig, hann var nábleikur í andliti og útlitið var hræðilegt. Hann leit snöggvast í augu hennar, sagði ekki orð, fór út úr stofunni og upp á loft. Jacqueline horfði á eftir honum, hún vissi ekki hvað hún átti að hugsa eða gera. Þegar hún áttaði sig, dróg hún djúpt andann og sagði: ‘‘Nú sé eg hvað hann hefir gert; hann hefir tekið blaðið upp og lesið það, meðan eg var að tala við frænda, og látið það svo detta niður á sama stað; eg er alveg viss um a hann hefir gert það. Hvað skyldi hann nú taka til bragðs? Það verður eitthvað skrítið, það er eg viss um! Ó, hérna kemur Marian, skyldi hún hafa saknað blaðs- ins, og sé að leita að því. Látum mig sjá, eg skal fara að eins og Grim. Eg læt það á gólfið, þar sem eg tókk það upp, og minnist ekki á að eg hafi fundið það.” Þegar hún hafði tekið þessa ákvörðun, þaut hún inn í dagstofuna, lét miðann detta þar sem hús tók hann upp og var rétt í þann veginn veginn að fara út þegar Marian kom inn. Hún leit í kringum sig og kom auga á miðann á gólfinu og tók hann upp sem fljót- ast, eins og hún hefði fundið tapaðan fjár- sjóð. Jacqueline gekk til Marian og bað hana að koma upp á loftvmbð sér; hún sagðist ætla að sýna henni ýmsa fallega muni, sem hún hefði nýlega fengið úr kaupstaðnum. Meira bar ekki til tíðinda, þar til að sezt var að miðdagsverði, og öll fjölskyldan var sezt að borðum, nema Dr. Grimshaw, sem ekki lét sjá sig; það var sent boð til hans að koma til máltíðarinnar, en hann kvaðst vera lasinn og ekki vilja hreyfa sig. Jacqueline nötraði milli vonar og ótta,— einhver svo ömurleg óttakend greip hana, sem hún gat ekki gert sér grein fyrir, og lagði.st, sem lamandi martröð á hana, og gerði hana þungbúna og kvíðandi fyrir einhverju, sem hún gat þó ekki látið sér til hugar koma hvað væri. Að máltíðinni afstaðinni bað Marian frú Waugh um kerruna, sem var óðar í té látin. Jacqueline bjó sig til að fylgja Marian heim, og að stundu liðinni voru þær tilbúnar og lögðu á stað. ‘ ‘ Þú getur sagt Grim. ef hann spyr eftir mér, að eg hafi farið með Marian til Old Field, og að eg sé ekki viss um að eg komi heim í kviild,” sagði Jacqueline er hún kvaddi frú Waugh. “Jacqueline mín, ef þér þykir nokkuð vænt um mig, þá komdu strax til baka; og komdu við á pósthúsinu í annari hvorri leið- inni og taktu póstinn okkar heim með þér,” sagði frú Waugh. ‘ ‘ Við skulum koma við á pósthúsinu núna þegar við förum, það getur verið að eg eigi þar bréf eða blöð, eg hefi ekki komið þar í tvo daga,” sagði Marian. “Hafðu það eins og þér sýnist, Marian mín góð,” sagði frú Waugh. Að svo mæltu skildu þær og Marian og Jacqu’eline óku á stað. Mundi þessar góðu manneskjur hafa dreymt nokkuð um það, hversu margar vikur, mánuðir og ár mundu koma og líða, þar til að þær sæust aftur? Þær keyrðu rakleitt aði póstafgreiðslu- stöðinni í þorpinu. Oliver gamli hljóp ofan úr vagninum og inn í pósthúsið til að spyrja eftir póstinum. Þær biðu óþolinmóðar eftir komu hans; það var enginn póstur þar til Luckenough, sagði hann, en bara eitt stórt bréf. Þetta stóra ‘bréf var til Marian. Hún tók við því, og þegar þau voru lögð á stáð aftur, fór hún að skoða það í króg og kring, bæði frímerkin og utanáskriftina. Það var frá útlöndum, sent frá London, og hún þekti á utanáskriftinni rithönd síns elzta lifandi vinar, prestsins, sem hafði veitt bróður henn- ar hina síðustu þjónustu í fangelsinu og fylgt honum til aftökustaðarins. Augu Marian fyltust tárum er hún braut upp innsiglið með skjálfandi héndi og fór að lesa bréfið. Jacqueline horfði stöðugt á hana í meir en hálfan klukkutíma, þar til að hún fór að verða óþolinmóð, og sagði alt í einu: ,“Hvað gengur að þér, Marian? Þú skiftir litum á hverri mínútu; ýmist verðurðu hvít eins og snjór eða rauð sem blóð í framan; það er eins og þú getir ekki dregið andann, og brjóstið gengur í bylgjum og augun full af tárum; þú þrýstir höndunum saman eins og þú sért á bæn, eða þú brosir og lítur til bim- ins með hugann fullan þakklætis! Hvað mein- ar öll þessi geðshræring?” “Þa meinar það, kæra Jacqueline, að eg ler áreiðanlega hin þakklátasta manneskja, sem lifir á jörðinni, og eg skal segja þér á morgun fyrir hvað eg er svona þakklát,” sagði Marian með blíðubros á andlitinu. Hún hafði líka yfir miklu að fagna og vera þakk- lát fyrir, því bréfið var tilkvnning um að henni hefði tilfallið stór auður, svo langt fram yfir það, sem hún hafði nokkurn tíma látið sig dreyma um að gæti komið fvrir. Þegar hún var búin að lesa bréfið, hvarflaði hugur hennar fyrst til Thurstons. Hjartað hoppaði Ebrjósti hennar af fögnuði; nú gat gamli maurapúkinn ekki staðið á móti gift- ingu þeirra, nú gátu þau gert giftingu sína öllum kunna undir eins; og Thurston væri með því frelsaður frá freistingum, sem ef til vildi gætu orðið á vegi hans, og áhyggjum og efa var létt af brjósti hennar. “Já, eg skal sannarlega mæta honum í kvöld; eg get ekki beðið til morguns, að segja honum þessi bless- uðu tíðindi, því þessi auður, sem mér hefir hlotnast skal verða hans eign! Ó, hversu fagnandi er ekki hjarta mitt yfir því að geta fært honum þennan auð. Hversu mikið gott getum við ekki bæði gert. Hversu marga bág- stadda getum við ekki huggað ? ’ ’ Þessar hugsanir voru það, sem settu yndisblæ á hinar fríðu kinnar hennar og milt bros á varir hennar, og fyltu hin blíðu augu hennar tárum og lyftu þeim til himins í þakk- lætisfullri hrifningu. Hún braut þetta kær- komna bréf vandlega saman og stakk því inn á brjóst sér. Að klukkutíma liðnum voru þær komnar að Old Field. Það var komið undir sólarlag og loftið var skýjað og leit út fyrir illviðri, regn eða snjó, og þessvegna vildi Jacqueline ekki standa við; hún skrapp bara ofan úr vagninum til að tala fáein orð við Edith og kyssa Miriam, og svo að kveðja þær allar samstundis og halda á stað heimleiðis. Marian fór inn til að hvíla sig ofurlítið og búa sig undir að mæta Thurston á þeim tíma, sem hann hafði tiltekið. Á meðan þessu fór fram hafði Dr. Grim- shaw legið í rúmi sínu í Luckenough, þar til dimt var orðið; þá fór hann á fætur og ofan í stofun, en mætti Maríu vinnukonunni í stig- anum, sem brá svo við er hún sá hið æðislega og ægilega útlit prófessorsins, að hún rak upp hljóð, og ætlaði að hlaupa fram hjá honum, en hann gekk í veg fyrir hana og spurði hana í liöstum rómi: “Hvar er frú Grimshaw?” “Ó, herra minn!” hljóðaði hún upp hálf stirðnuð af ótta við að heyra rödd hans, “hiín er farin að heiman fyrir löngu síðan, með úngfrú Marian.” “Hvenær kemur hún heim; veiztu það?” “ó, herra!” stamaði María út úr sér skjálfandi af hræðslu; “eg heyrði hana segja frú Waugh að liún mundi ekki koma fyr en á morgun. ’ ’ “Svo,” sa^ði hann í dimmum og drunga- legum róm, sem eins og kom neðan úr undir- djúpunum. Maria slapp frá honum og hljóp í einum spretti upp á loft til frú L’Oiseau, til að leita sér liughreystingar pg verndar hjá henni. Klukkutíma síðar var Dr. Grimshaw ferðbúinn, klæddur í þykka kápu, með stóra ^stormhettu á höfði sér, sem liuldi alt höfuð- ið og andlitið, svo ekki sázt nema fyrir augum og munni. Hann lét söðla hest sinn í skyndi og steig á bak og reið áleiðis eftir veginum, sem lá niður að víkinni. 24. Kapítuli. Illviðrið var að færast nær; svartir ský- flókar þyrluðust um loftið með feikna hraða og breyttu lögun og mynduðu stundum sem há fjöll, borgir eða aegilegir risar, sem seildust með gráðugum krumlum eftir öllu, er fvrir varð. Veðrið var að verða nýstingskalt og krapið, sem var á jörðinni eftir sólhráð dags- ins var að frjósa. Marian hljóp himinlifandi af kæti og tilhlökkun yfir frosinn og klökugan akurinn, sem lá niður að víkinni. Það var ekki meira en svo sem fimtán mínútna greið- ur gangur, en þegar hún kom niður að sjón- um var orðið dimt. Þar var eyðilegt og öm- urlega einmanalegt; hún gat naumast að- greint láð og lög, þó sýndist henni eins og hún sæi skip úti á víkinni skamt undan landi, þeg- ar rofaði fyrir tunglinu á milli skýjabólstr- anna. Til lands að sjá rann alt í eina óað- greinanlega bendu: akrar og skógar, hæðir og dalir, svo ekkert varð greint livað frá öðru í svörtu næturmyrkrinu. Óveðursskýin færðust stöðugt nær, og veðrið tók að hvessa; stöku sinnum sást til tunglsins, þegar því brá fyrir milli skýja en faldi sig óðar bak við svartan flókann, eins og það væri á nálum af ótta, og þyrði ekki að láta sjá sig. Ekkert heyrðist nema öldugnauðið við ströndina og vindhvinur í fjarska, sem þó var alt af að færast nær. Þar var alt annað en skemtilegt fyrir Marian einsamla að ráfa um þetta ömur- lega eyðisvæði. En Marian var svo hug- fangin af tilhlökkuninni um að geta sagt Thurston hin miklu gleðitíðindi sem bréfið færði henni og geta sem fyrst rofið þessa þvingandi dul er þau urðu að lifa undir; að hún fann ekki til hræðslu, þar sem lnin gekk í myrkrinu, fram og aftur með fram strönd- inni og beið eftir Tliurston. Þó flaug henni í hug að eitthvað mundi hafa komið fyrir Thurston, úr því að hann var þar ekki á þeim tíma, sem hann hafði tiltekið, til að mæta henni, en það var ekkert rúm í hennar göfugu sál fyrir efa eða óþægilegar hugsanir, vonin fögnuðurinn og ástarþráin bar alt slíkt ofur- liði. Ef hugur hennar hvarflaði ’að samtali þeirra um morguninn, og henni datt Angelica sem snöggvast í hug, hvarf slík umliugsun óðar fyrir liennar sterku von og einlægu ást. Hún var að gera sér í hugarlund hversu undr- andi og fagnandi að Thurston yrði, þegar hún segði honum frá þessum auðæfum, sem henni hefði á svo óvæntan hátt hlotnast, og sem gerði þeim frjálst að lifa saman sem hjón, og sem þau gætu varið sér til ánægju og öðr- um til hjálpar; og hún stakk hendinni í barm sér til þess að gæta að hvort bréfið væri þar. Jú, bréfið var þar; hún fann það, hún þurfti að vera viss um það, til þess að sanna honum sögu sína og innsigla hamingju þeirra. Hún var svo sæl í þessum hugardraumum sínum, að hún gaf ímyndunaraflinu lausari taum en hún var vön. Hún fór að byggja sér glæsi- legar skýjaborgir um framtíðina, sem henni fanst að hlyti að verða eins og líðandi lind í sólríkum dal, ]>ar sem ekkert skygði á ham- ingju hennar. Hún hugsaði sér að fara strax rneð Tliurston til Englands, til að taka á móti arfinum. Svo þegar þau kæmu heim, vonaði liún að geta gert gleði þeirra og hamingju ennþá fullkomnari með því, að gefa honum það, sem hún vissi að þau þráðu svo innilega, en sem kringumstæðurnar höfðu staðið í vegi fyrir. Hana hafði oft dreymt um að sú fagn- aðarvori hennar mundi rætast; en nú hoppaði hjarta hennar af fögnuði vfif vissunni um uppfylling þessarar indælu vona. Þá var það Edith. Jú, hún skyldi sannarlega sjá um, að lienni liði vel! Edith átti að njóta allra lífs- gæða með lienni og þær ætluðu alt af að vera saman eins og elskandi systur. Og Miriam; já, henni skyldi verða veitt hið bezta uppeldi og öll sú mentun og menning, sem mögulegt væri, heima eða í Evrópu. Bara að Edith vildi lofa Miriam litlu að fara með okkur til Englands. En það var Thurston; já, umfram alt Thurston, sem átti allan hug hennar á þessari stundu. Alt í einu var hún vakin upp af þessum hugljúfu vonardraumum sínum, af stórum og ísköldum regndropum, sem vinaurinn þeytti mjög óþyrmilega í andlit henni. Honni brá við og hún leit upp og hugsaði: hvað er það, sem tefur Thurston, því kemur hann ekki? Illviðrið er nærri því skollið yfir; hvar skyldi Tliui-ston vera? Ef hann væri hjá henni, mundi hún ekki hræðast illviðrið; hann mundi skýla henni með kápunni sinni og regnlilíf- inni og styðja hana með sínum sterka hand- legg, á leiðinni heim að Old Field og þau mundu komast í húsaskjól áður en illviðrið skylli yfir. En hvar er hann? Hvað getur '])að verið sem tefur hann? Hún horfði út í dimmuna alt í kringum sig; en ekkert var að sjá nema stöku grenitré, sem bar við hafið, eins og ægilegar risavofur, sem mændu út í myrkrið, eftir því að hremma eitthvað. Hún hlustaði og hlustaði, en ekkert var að heyra nema öldugnauðið við ströndina og vælið í vindinum, sem rann saman í ömurlega sorg- [blaiuþiin samhljóím, sem vakti hraslðslu og kvíða í brjósti hennar. Hvað heyrðist? Það var eitthvert ann- arlegt hljóð; það var ekki ölduskvampið við ströndina eða stormþyturinn í trjánum; hún hlustaði og hún heyrði hljóðið nálægt; jú, hún þekti ]>að, hún hafði svo oft heyrt líkt hljóð; það var stöðugt og reglubundið áraglamur. Hún heyrði að bát var rent upp í mölina og því næst dreginn upp á frosið fjörugrjótið. Marian horfði í áttina þangað sem hún heyrði hljóðið, en gat ekkert séð. Hún dróg sig til baka frá ströndinni hið fljótasta, í skjól við stórt furutré. Illviðrið var skollið á og stormurinn þeytti ísköldum vatnsgusunum í andlit henni, svo henni lá við andköfum. Hún togaði kápuhöttinn yfir höfuð sér og vafði sjalinu fast að sér, til þess að skýla sér fyrir illviðrinu. Ó, hvar er Thurston; hvernig stendur á því að hann kemur ekki? Hún ásakaði sig fyrir að hafa farið að heiman. En gat hún búist við þessu? Nei; því hún reiddi sig ó- hikað á, að hann mundi standa við loforð sitt. Það hafði aldrei komið fyrir áður að hann hefði brugðist því, sem hann hafði lofað henni. Hvað gat það verið, sem var því vald- andi nú ? Ef hann hefði komið á þeim tíma, sem hann lofaði, þá væru þau nú komin heim að Old Field, og sætu sæl og ánægð við hlýjan arineldinn. Kanske að hann hafi, þegar fór að líta út fyrir vont veður, liugsað að eg mundi ekki koma, og þess vegna liætt við að i'ara. Nei, nei; það var óhugsandi, það var svo ólíkt honum; nei, það gat ekki með nokkru móti verið; og hún hratt þeirri hugsun undir eins úr liuga sínum. Ilún vissi svo vel, að ])ó hann hefði ekki haft nema óljósa ímyndun um að hún væri þar og biði hans, hefði ekkert illviðri komið í veg fyrir það, að hann héldi orð sín, eins og hann hafði alt af gert. Nei; það er áreiðanlega eitthvað, sem hann getur ekki ráðið við, sem veldur því að hann er ekki kominn. Og ef hann kemur ekki mjög 'bráð- lega, þá hefir eitthvað mjög alvarlegt komið fyrir hann. Veðrið hélt áfram að versna; sjalið hennar var orðið gegnvott og liún af- réð að fara heim. Hún var rétt lögð á stað í áttina heim til sín, þegar að hún heyrði þunglamalegt fóta- tak rétt fyrir framan hig. Hún varð hrædd, stáðnæmdist og liorfði út í náttmyrkrið. Það var svo dimt að hún gat ekkert greint nema mann í stórri kápu, sem kom á móti henni. Hún þóttist viss um að það væri Thurston, og flýtti sér til hans og sagði með ákefð: “Tliurston, elsku Thurston!” Maðurimi stanzaði augnablið, vafði fast- ara að sér kápunni og starði á hana og stóð lireyfingarlaus. Því anzar hann henni ekki? Því talar hann ekkert til liennar? Því stendur hann svona lireyfigarlaus? Hvað er honum í hug? Húii gat ekki séð í andlit honum, jafnvel þó liann hefði ekki haft kápukragann fyrir and- litinu; en liún sá að hann titraði allur, eins og hann liefði fengið krampa. Thurston, góði Thurston!” sagði hún aftur,” og- færði sig nær honum. Hann rétti alt í einu út hendina, til að hrinda henni frá sér og hvæsti út úr sér eins og hann stæði á öndinni: “Ekki ennþá—ekki ennþá!” og hann titraði allur eins og strá, að óviðráðanlegri æsing-u og hugarstríði. Hvernig stendur á því að hann hagar sér svona? Það hefir einhver óhamingja komið fyrir hann'—það getur ekki annað verið! Bara það væri þess eðlis að bæta mætti úr því með þeim góðu fréttum, sem hún ætlaði að segja honum. Með þessar hugsanir í huga bjóst hún að fáðma hann að sér, en í því skall á ofsa vindbylur með fossandi regni, sem fylti augu hennar svo að hún gat ekki séð í andlit honum. Hún gat með engu móti áttað sig á þessu einkennilega háttarlagi hans, svo hún færði sig nær honum, lagði hendurnar um háls honum og hallaði höfðinu að brjósti hans og hvíslaði með skjálfandi röddu: “Ejlskulegasti Thurston, hvað gengur að þér ? segðu mér það, því eg elska þig meir en lífið í brjósti mér!”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.