Lögberg - 07.11.1935, Blaðsíða 8

Lögberg - 07.11.1935, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. NÓVEMBER, 1935. Ur borg og bygð —— Heklufundur í kvöld (fimtudag).( Mr. Páll Magnússon frá Leslie, ------- ' Sask., kom til borgarinnar á föstu- Mr. Magnús Hinriksson frá i dagin og dvaldi hér fram á mánu- Churchbridge, Sask., kom til borg- J dag. arinnar á fostudaginn var, í heim- j _______ sókn til dóttur sinnar og tengdason- \ „ , . , n/r wt t t* 1 tt Sera Lyjolfur J. Melan fra River- ar, Mr. og Mrs. W. J. Lmdal. Hann I ... . , r, . • r. . , , ton, var stadur í borginm a manu- for heim aftur a manudagskvoldið. dagmn. Frá íslandi kom á þrifijudags- morguninn frú Þóra Einarsdóttir, kona séra Jakobs Jónssonar, ásamt þremur börnum þeirra hjóna. Hafði séra Jakob farið til Quebec til móts við f jölskyldu sína. Mr. Thordur Thordarson kaup- maður á Gimli, var staddur i borg- inni á mánudaginn. * Mr. Sveinn Thorvaldsson kaup- maður í Riverton kom til borgarinn- ar síðastliðinn mánudag. Mr. Einar Thompson frá West- bourne, var staddur í borginni á mánudaginn, ásamt Thomasi syni sínum. Messuboð VI' FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Guðsþjónustur í Fyrstu lútersku kirkju næsta sunnudag io. nóv., verða með venjulegum hætti: Ensk messa kl. n að morgni og íslenzk messa kl. 7 að kvöldi. Sunnudagsskóli kl. 12.15. Mr. J. B. Johnson frá Gimli, kom til borgarinnar á mánudagsmorgun- inn. Mr. Björn B. Johnson frá Gimli, var staddur í borginni siðastliðinn mánudag. Mr. Vilhjálmur Árnason frá Gimli, kom til borgarinnar í byrjun vikunnar. Mr. Steinþór Hallgrímsson frá Glenboro kom til borgarinnar um síðustu helgi. Mr. John Thorsteinson hótelstjóri á Gimli, var staddur í borginni á mánudaginn. Mr. S. V. Sigurðsson útgerðar- maður frá Riverton, var staddur í borginnj á mánudaginn. Þær systurnar Solveig og Þóra Sveinsson frá Saskatoon, komu til borgarinnar á föstudaginn var í heimsókn til ættingja og vina. Mr. Páll Guðmundson frá Leslie, Sask.; kom til borgarinnar á föstu- daginn var og dvaldi hér fram á mánudag. Mr. ■ Jóhannes Sæmundsson frá Hensel, North Dakota, kom til borg- arinnar á þriðjudaginn ásamt tveim sonum sínum. Heimlisiðnaðarfélagið heldur næsta fund sinn á miðvikudags- kvöldið 13. nóvember, að heimili Mrs. C. S. Johnston, 985 Warsaw Ave. Áætlaðar messur í Gimli presta- kalli næstkomandi sunnudag, þ. Io. nóv., eru þannig, að morgunmessa verður í Betel á venjulegum tíma, siðdegismessa á ensku kl. 2 í kirkju Árnessafnaðar. Séra Bjarni A. Bjarnason væntanlega prédikar. ís- lenzk messa í kirkju Gimlisafnaðar kl. 7 að kvöldi. Til þess er mælst, að fólk fjölmenni. Guðsþjónusta er ákvörðuð í kirkju Konkordia safnaðar næsta sunnudag, þ. 10. þ. m.—S. S. C. Messur áætlaðar um næstu sunnu- daga :—17. nóv., Árborg, kl. 2 síðd. (Heimatrúboðsoffur). Samtal við fermingar ungmenni eftir messu. 24. nóv., Riverton, kl. 2 síðd. (Heimairúboðsoffur). K'.v f.itoia. i.1 JON BJ'ARNASON ACADBMY Gjafir: Dr. B. T. H. Marteinsson, The Pas, Man.............$10.00 í minningu um látinn vin og félaga, W. H. Paulson, frá þjóðræknisdeildinni Iðunn í Leslie, Sask........... 10.00 Mr. G. Gilbertson, Wpg. .. 1.00 Mrs. Soffia Johnson, Wynyard, Sask.......*.... 2.00 Vinsamlegt þakklæ.ti vottast hér- með fyrir þessar góðu gjafir, S. W, Melsted, gjaldkeri skólans. Concert and Dance under the auspices of the Young People’s Club of the First Lutheran Church will be held on Tuesday, NoVember I9th, at 8.15 p.m.—Admission 25 cents. The Young Peoples Club of the First Lutheran Church will hold its nert meeting on Friday, Nov. l5th, at 8.15 p.m. Mr. G. J. Oleson, lögregludómari frá Glenboro, kom til borgarinnar á laugardaginn og dvaldi hér fram á mánudag. Séra E. H. Fáfnis frá Glenboro og Mr. Jónas Helgason frá Baldur og Sigurður Helgason frá Glenboro, komu til borgarinnar á mánudaginn. Mr. Eldjárn Johnson, lögreglu- þjónn í Glenboro, kom til borgar- innar á laugardaginn var ásamt tveim dætrum sínum. Dvöldu þau hér fram á mánudag. Mr. B. J. Lifman, sveitaroddviti í Bifröst, var staddur i borginni á laugardaginn var. GJAFIR TIL BETEL Ónefndur, Gimli, 50C; Vinkona Betels, Gimli, $2.00; Mr. Guðni Brynjólfsson, Churchbridge, Sask., $25.00; Vinkona Betels, Winnipeg, $5.00; Mrs. C. O. L. Chiswell, Gimli, 8 pund tomatoes; Dr. B. J. Brandson, Wpg., eplakassi Innilega þakkað fyrir hönd stjórn. arnefndarinnar, J. J. Swanson féhirðir. 601 Paris Bldg. Winnipeg. ANNOUNCING THE OPENING OF THE REGAL VALET SERVICE Cleaning - Pressing - Tailoring Dyeing - Furriers Proprietors: JAS. HEMENWAY ROY SHEFLEY 627 SARGENT AVE., WINNIPEG PHONE 22 166 íslenzkri guðsþjónustu verður út. varpað frá Fyrstu lútersku kirkju á sunnudagíkvöldið þann 24. þ. m. Hjónavígslur Gefin saman í hjónaband af séra Jóh. Fredriksson að Lundar, Man., Miss Sveinbjörg Kristjánsson og Haraldur Benediktsson, þ. 25. okt. Framtíðarheimili ungu hjónanna verður að Lundar. Undirbúningur er hafinn í þá átt, að stofna til samtaka meðal þeirra manna i Winnipeg, er töldust til 32. herdeildarinnar, C.E.F. Upplýsing- ar þessu viðvíkjandi fást hjá J. Easton, 906 Hoskin Ave., Morse Place, Man. Mannalát Guðmundur Kjartansson lézt að heimili sínu, Reykjavík, Man., þ. 28. okt., 72 ára gamall. Hann var jarðsunginn að Reykjavík þann 1. nóv. — Hans mun getið í blöðun- um nánar síðar. $2 475 ’COMMODORE MISS AMERICA $2S)75 tADY MAXIM $2475 SENATOR For style, depend- ability and VALUE — a Bulova watch is beyond compare* Mánaðarlegar afborganir ef óskað—án vaxta. Thorlakson & Baldwin 699 SARGENT AVENUE WINNIPEG Guðmundur Guðmundsson, 71 árs gamall, andaðist að Reynistað í Mikley, heimili þeirra hjóna, Mr. og Mrs. Chris Tómasson, þ. 25. okt. s.l. Var ættaður af Suðurlandi. For- eldrar hans, Guðmundur Snjólfs- son og Sigríður Guðmundsdóttir, bjuggu um eitt skeið að Skógtjörn á Álftanesi. Var Guðmundur þar hjá foreldrum síntíhi þegar hann vár á unglingsaldri, en flutti síðan að Bessastöðum til Gríms Thomsen, og var þar í nokkur ár. Mun hafa flutt vestur um haf laust fyrir síðastliðin aldamót og hefir síðan átt heima hér í fylki, og síðastliðin ellefu ár að Reynistað í Mikley. Guðmundur var stiltur maður og hægur í fasi. Hinn prúðasti maður í umgengni og kom sér vel. Trúleiksmaður í störfum; hinn áreiðanlegasti í viðskiftum. Varð veikur af innvortis meinsemd i marz síðastliðnum og lá þá nokkr- ar vikur á spítala. Fékk þar lítinn ^ða engan bata og var fluttur til Mikleyjar aftur í vor er leið. La hann að mestu rúmfastur upp fra því. Naut hann hinnar ágætustu að- hjúkrunar hjá þeim Reynistaðar biónum. Reyndust þau honum frá bærlega vel. Hafði hann og jafnan kynt sig hið bezta á heimilinu, var eins og einn ifjölskyldunni og lét sér ant um hag heimilisins í öllu.— larðarför Guðmundar fór fram þ. 30. okt., fyrst með húskveðju að Reynistað, en síðan með útfararat- höfn i kirkju Mikleyjarsáfnaðar. Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng. Mrs. Jakobína Stefánsson las upp kvæði eftir mann sinn, Jónas skáld Stefánsson frá Kaldbak. Býsna margt fólk viðstatt, þrátt fyrir fremur óhagstætt veður þann dag. Ákveðið hefir verið að stofna til skemttsamkomu í Satnbandskirkj- unni hér í borg á þriðjudagskvöldið þann 19. þ. m., til arðs fyrir sumar. heimili það á Gimli, er minst var á hér í blaðinu í ritgerð eftir frú Marju Björnsson. Skemtiskrá verð- ur f jölbreytt. Meðal annars skemt- ir þar með söng frú Sigríður Olson, Pálmi Pálmason leikur á fiðlu, Pét_ ur Magnús syngur einsöng, Dr. Rögnvaldur Pétursson flytur ræðu og Snjólaug Sigurðsson leikur á pianó. Er hér um gott málefni að ræða, er verðskuldar fullan stuðn- ing. Mrs. Guðbjörg Benediktsson frá Mozart, Sask., kom til borgarinnar síðastliðinn sunnudag, til vikudvalar. Frú Jakobína Johnson, skáldkona, lagði af stað áleiðis til heimilis síns í Seattle á þriðjudagsmorguninn var. Fylgja henni héðan blessunaróskir fjölmenns vinahóps. Mr. Thorlákur Björnson, Mr. og Mrs. Sigurður Björnsson og Mr. Björn Björnsson, öll frá Hensel, N. Dakota, komu til borgarinnar á þriðjudaginn. I för með þeim var Mr. J. J. Thorvarðsson frá Akra. Skemtifundur stúkunnar Heklu í kvöld. í æfiminningu um Þorlák Guðna- son, sem prentuð er á öðrum stað hér í blaðinu, hefir misprentast fæð. ingarár hans. Þorlákur var fæddur 13. júní 1855. Mr. Heimir Thorgrímsson frá Baldur, kom til borgarinnar í lok fyrri viku. Séra K. K. Ólafsson, forseti Kirkjufélagsins, lagði af stað áleið- is til heimilis síns í Seattle, Wash., á þriðjudaginn. Mr. og Mrs. Thorlákur Nelson frá Clarkleigh, Man., komu til borg- arinar í byrjun yfirstandandi viku. Mr. Vilhjálmur Pétursson kaup- rriaður frá Baldur, Man., var stadd. ur í borginni á mánudaginn. AUGNASKOÐUN og gleraugu löguð við hæfi J. F. HISCOX Optometrist Formerly of Hudson’s Bay Co. Successor to Maitland Tinlin 209 Curry Bldg. Ph. 93960 Opposite Post Office HAROLD EGGERTSQN Insurance Counsclor NEW YORK LIFE INSURANCE COMPANY Room 218 Curry Bldg. 233 Portage Ave., Winnipeg OffiCe Phone 9 3 101 Res. Phone 86 828 ; V r "‘Oþ .£ Matthíasar-hátíð þjóðrœknisfélagsins Eins og getið var um í síðasta blaði, efnir Þjóðræknisfé- lagið til fjölbreyttrar minningarhátíðar í tilefni af aldarafmæli séra Matthíasar Jochumssonar. Verður hún haldin í Fyrstu lútersku kirkju á sjálfan afmælisdaginn, þ. n. nóvember, næst- komandi mánudag, og hefst kl. 8 að kveldi. Þarf vart að taka það frarn, að skemtiskráin verður öll á íslenzku. Ræðumenn verða Dr. Björn B. Jónsson, Dr. Rögnvaldur Pétursson og Dr. Richard Beck. Hafa þeir skift þannig verk- um með sér, að séra Björrt talar um sálma skáldsins og andleg ljóð, séra Rögnvaldur um söguleg kvæði hans, og Prófessor Beck um skáldið alment og persónu hans. Karlakór íslendinga, undir stjórn hr. Páls Bardals, skemtir með söngvum milli ræðanna, sem allar verða í styttra lagi; eins og bezt hæfir á þessum minningardegi, verða sungin valin kvæði .eftir sjálft þjóðskáldið. Frú Sigríður Hall syngur einsöng og hr. Einar P. Jónsson, skáld, flytur frumort minningarkvæði um séra Matthías. Hr. Jón J. Bildfell, forseti Þjóðræknisfélagsins, stýrir samkomunni. Allir Islendingar eru boðnir og velkomnir á hátíðina. Að- gangur er ókeypis og engin samskot verða tekin. Væntir Þjóð- ræknisfélagið þess, að almenningur fjölmenni á hátíð þessa og heiðri þannig minningu hins ástsæla þjóðskálds. Hátíðarnefndin: Richard Beck S. W. Melsted Guðmann Levy KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 J. Walter Johannson UmboðsmaCur NEW YORK LIFE INSURANCE COMPANY 219 Curry Bldg. Winnipeg Úr, klukkur, gimsteinar og aðrir skrautmunir. Giftingaleyfisbréf 447 PORTAGE AVE. Sími 26 224 Minniát BETEL * i erfðaskrám yðar ! Sendið áskriftargjald yðar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar stefnu Co-operative Commonwealth Federation í Canada. Aðeins EINN dollar á ári sent póstfrltt Útgefendur The New World 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitoba Jakob F. Bjarnason TRANSFBR Anna/vt grreiðlega um alt, MKH a* flutnlnffum lýtur, imium eSa wt6r- um. Hvergi sanngjaj-nara verl) Heimili: 591 SHERBURN ST. Sími: 35 909 The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued TIIORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SAROENT AVE., WPQ. STUDY BUSINESS At Western Canada’s Largest and Most Modern Commercial School For a thorough training, enroll DAY SCHOOL For added business qualifications, enroll NIGHT SCHOOL The Dominion Business College offers individual instruction in— SECRETARYSHIP STENOGRAPHY CLERICAL EFFICIENCY MERCHANDISING ACCOUNTANCY • BOOKKEEPING COMPTOMETRY —and many other profitable lines of work. EMPLOYMENT DEPARTMENT places graduates regularly. DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, and St. John’s

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.