Lögberg - 07.11.1935, Blaðsíða 7

Lögberg - 07.11.1935, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. NÓVEMBER, 1935. 7 Þorlákur Guðnason Fæddur 13. júní 1935—Dáinn 5. október I934. Enda þótt ár hafi litSitS síSan Islendingur þessi kvaddi oss hérvistum, vildum vér minnast hans hér aS nokkru, vegna þess aS góðs manns er aldrei of seint aÖ minnast, þar sem hörð barátta var sigruÖ fyrir stælta eiginleika einstaklingsins, og einnig aÖ sú minning hans megi verÖa öörum hvöt til atorku og iÖju og forÖa þeim frá því að gefast upp þó gegnt blási. Þar sem noröurströnd Is- land lyftir sér allhátt upp úr köldum leginum og skapar þannig óveÖrasaman bakka við sjóinn, stendur bærinn Kakl- bak. Það er ekki langt sunnar en þorpið Húsavík við Skjálf- andaflóa stendur, þar sem GarÖar Svavarsson átti vetursetu, og Skjálfanda stendur, þar sem Garðar Svavarsson átti vetursetu, og vildi gefa eyjunni, sem hann fann og unni nafn sitt. Að Kaldbak horfa bæjarþil mót suðri en skjóta baki í norðurátt og næðing. Þarna er fæðingarstaður Þorláks. Foreldrar hans Guðni Þorsteinsson og Guðlaug Hallgrímsdóttir bjuggu þar. Þorsteinn afi Þorláks var Jakobsson er ættaður var úr Skaftafellssýslu, en kona Jakobs var Vigdís Jónsdóttir frá Ási í Kelduhverfi, systir Þorsteins í Reykjahlíð forföður Reykjahlíðarættarinnar. Kona Þorsteins föður Guðna var Gunnvör Sigmundardóttir frá Hring- veri á Tjörnesi í S.-Þingeyjarsýslu. Guðlaug móðir Þorláks var dóttir Hallgríms Hallgrímssonar og Guðrúnar Sigurðardóttir frá Sellöndum í Fnjóskadal. Foreldrar Flallgríms hétu Hallgrímur Björnson og Ingveldur er lengi bjuggu í Hléskógum i Höfðahverfi. Þorlákur rakti því kyn sitt til atkvæðamikilla ætta, og fann vel að ættararfinn átti hann að vernda. Að Kaldhak við sjóinn verða engum auðgripin lifsgæðin. Vegna þess að ef sjó skal sækja verður ishafskyljan röm og köld, og mörgum of jarl; en melóttar hæðirnar með sundum og mýrar- flóum á milli á hinn veginn, ögra lifi og lífslöngun, svo vart komast úr vöggunni væskilmenni. Þarna átti Þorlákur æsku sina; og má án efa finna að honum hefir runnið í blóð og merg sú tilfinning, að yrði okkurn tíma lát á karlmannlegri atorku, þá myndi lífinu hætta búin. Áður en fullorðins árum var náð fluttu foreldrar hans út í Húsavík og bjuggu að bæ þeim er Helgugerði heitir. Unnu þeir feðgar við ýmisleg störf í þorpinu en stunduðu sjó jafnframt. Tvítugur misti hánn föður sinn. Féttu þá á herðar hans áhyggjur og forsjá heimilisins ásamt móður sinni. Steingrímur bróðir hans, og eldri, var fóstraður fram í dölum, en Petrína þá enn ung. Næstu árin áttu þeir bát í félagi Haraldur Olson (dáinn fyrir nokkrum ár. um i Wpg.) og Þorlákur; en 1882 mun Haraldur hafa fluttst vest- ur, og voru þeir þá í félagi um bátinn Jóhann Sigtryggsson, sem nýdáinn er í Argyle. Sjósókn á smábát er enginn heigulsstarfi, en Þorlákur hafði yndi af baráttunni. Ef vinnúþurð varð í þorpinu eða aflafátt, réðist Þorlákur fram i sveitir í sumar eða vetrarvinnu. Eftir 12 ára forystu fyrir heimili móður sinnar, og með æfintýra- þrá ungs manns í sál sinni, fýsti hann að leita gæfunnar handan við höfln. Fluttist hann því ásanit móður og systkinum árið 1887,' til Ameríku og kom til Winnipeg 4. ágúst. Það haust vinnur hann í þreskingu suður á Mountain, hverfur svo aftur til Winni- peg og næsta ár, með heimili sitt í Winnipeg, vinnur hann að hverju sem gefst, stundum utanborgar er heimavinnu þraut. læið svo næsta ár frain að gamlársdag 1888, að Þorlákur giftist Ingu Guð- rúnu Hrólfsdóttur frá Draflastöðum í Fnjóskadal, S. Þing., og þau stofnuðu heimili sitt í Winnipeg. En er voraði, í apríl 1889, fluttu ungu hjónin og fjölskyldan til Argyle. Þar hafði Steingrím. ur bróðir Þorláks sest að og á landi hans bjuggu þau um f jögra ára bil. Lönd voru þá öll numin í bygðinni og því erfitt allslausum að fá verustað. En Þorlákur sótti sér vinnu jafnvel langt burtu; vann um tíma á járnbrautinni út frá Cypress River og svo við brautar- bvggingu mili Elm Creek og Carman. Mintist hann þess stundum hve Canada veturinn var óblíður á þeim sem slík úti'störf urðu að láta sér nægja. Tek eg þetta dæmi sem sýnishorú þess að heldur en að vera of mjög kominn upp á snapavinnu heima fyrir, og hana ef til vill litla, þá sótti hann mállau's langt í burtu, til þess að vinna sér og sínum lifibrauð. Líkt og hann myndi heima á Húsavík hafa róið yfir að Kinnarfjöllum, ef lítinn eða engan fisk var að hafa á heimamiðum, svo sækir hann nú langt burt ef þörf krefst. En þetta rænir hvern mann heimilishamingju, sem fæst aðein's í hópi ástvina og barna. Hann leigir því land af enskum manni og næstu 12 árin býr hann þar og farnast mæta vel, enda var kona hans honum sam- hent í einu og öllu er sanna búhyggni má kalla. Árið 1905 kaupir hann svo lönd sunnar í bygðinni og flytur á þau. Lélegar bygging- ar voru þar þá, en smátt og smátt breytist allur svipur búgarðsins, við starfshug Þörláks og 'sona hans. Hólarnir og skógarnir urðu að hlýða hönd yrkjandans, og áður en mörg ár liðu risu upp fyrir- myndar peningshús og síðar íbúðarhús, eitt þeirra allra stærstu í Argylebygð. Þarua var þá takmarkinu náð, æfintýraþrá hans sval- að, er sjálfstæður bóndi horfði yíir óðalseign sína með tignarsvip. En nú fóru líka hin dimmu örlög að ná tökum á drengnum frá Kaldbak. Vosbúð sjósóknar á uppvaxtarárunum hafði snemma of- þreytt sjón og taugar. Óblíð atlot canadiskrar náttúru á fyrstu ár- unum hér ásamt áhyggjum landnemans og kröfum þeirra, er hann fúslega fórnaði sér fyrir, þetta getur hverja eik beygt. Hann unni líka bókum og þráðj að meytast, las því meira en augun þoldu. Þetta hygg eg vera orsök þess að þegar skömrnu eftir aldamótir. fara augun að bila. Reyndi hann margt til lækningar en alt sýndist aðeins stundardvöl og síðustu árin var hann alblindur þennan ör- lagadóm bar hann með frábærri stillingu; möglaði aldrei, heldur leitaðist við að sjá þess betur með innri sálarsýn sem ytri sjón hans hrörnaði. Kjarkurinn íslenzki bar hann uppi. í félagsmálum tók hann ætíð drengilegan þátt; studdi kirkju og kristindómsmál öll og var glöggskygn á hvar vinarhönd þurfti með. Kona hans latti hann i engu, heldur var honum sannur föru- nautur og lífsstoð til enda. Þeim varð 10 barna auðið; dóu 3 í æsku en 7 lifa, öll uppkomin og mannvænleg. Eru þau þessi: Willim. giftur og býr heima; Jakob, giftur og býr í Argyle; Laufey Matthildur (Mrs. Gunnlaugson), búa í Argyle; Hólmgeir, giftur ogbýr við W*ynyard, Sask.; Steinlaug Sesselja (Mrs. ísfeld), búa i Winnipeg; Sigurður, hvelur heima; Sigurbjörg (Mrs. Bárðar- son), búa í Winnipeg.—Móðir Þorláks dó 19I6. Bróðir bans, Steingrímur, dó í Glenboro 1914, en Petrina systir hans (Mrs. Árni Gottskálksson) býr að Gimli, Man. Jarðarför Þorláks fór fram 8. okt. 1934 og var hann lagður til hvíldar í grafreit Frikirkju safn. Með Þorláki er fallinn enn einn af sönnum íslenzkum dreng. skaparmönnum, er heiman af ættjörðinni fluttu. Minning hans sómir sqr vel meðal þeirra mörgu sem gert hafa garðinn frægan. E. H. Fáfnis. Frá Edmonton 30. okt., 1935. Herra ritstjóri:— Tíðarfarið í haust hefir verið votviðrasamt, svo seint hefir gengið fyrir bændum1 að geta fengið þreskt, svo nokkuð víða er enn óþreskt, einkanlega í norðurhluta Alberta. Fyrsti snjór féll hér 21. október, en tók upp e?tir svo sem tvo daga, svo koin ágætt veður um tíma, sem er vanalega kallað Indíánasumar. Þess hefir verið getið í dagblöðunum hér, að fólk, sem hefir tekið sér bólfestu 350 mílur í norður frá Edmonton og stundað garðrækt, hafi þar ekki orð- ið vart við neitt frost, og allar garða afurðir þeirra hafi náð fullum þroska. En alstaðar hér í kring, hafa frost gert meiri og minni skaða. Mænuveikin gerði talsvert vart við sig hér í haust, og skaut mörgum skelk í bringu. Öllum skólum var lokað og ungmennum innan 18 ára bannað að sækja nokkrar samkomur eða fundi þar sem mannfjöldi kæmi samtin. Tókst læknum að stemma stigu veikinnar, en samt varð hún nokkrum börnum að bana. Ekki gerði þessi veiki vart við sig hjá íslendingum, sem betur fór. Nú eru allir skólar opnaðir og allar var- úðarreglur þessu viðvíkjandi af- numdar. Miss Norma Johnson er komin til baka frá Chicago, þar sem hún hefir verið síðastliðið sumar við æfingar á dansskóla þar i borginni; hún leggur mest fyrir sig “acrobatic” og adagio dancing.” Þessi unga stúlka hafði vakið mikla eftirtekt á sér, fyrir list sína, áður en hún fór til Chicago. Samít er það auðsætt, að hún hefir tekið miklum framförum í sumar. Allar hreyfingar hennar á leiksviðinu bera þess vott. Eins og i áður var, þá er mikið sótt eftir Normu, til að skemta á opinberum samkomum, irneð því að sýna list sína. Hún heldur stöðugt áfram æfingum í vetur, við “Davis Jordan School of Dancing.” Þá eru sambandsþingskosningarn- ar um garð gengnar og canadiska þjóðin yfirleitt ánægð með úrslit- in. Nú vonast alþýða eftir því, af hinn nýkjörnu stjórn, að hún upp- fylli loforð sín, og komi í fram- kvjæmdi ölhrni íþeim) “couragfious reforms” sem við heyrðum svo mik- ið talað um fyrir kosningamar. Ekkert annað gerir þjóðin sig á- nægða með. Ekki er eins almenn ánægja í Al- berta yíir úrslitum kosninganna hér, þó kjósendur hér sýndu það, að þeir kunna að halda hópinn, þó benda úrslit kosninganna til þess að þeir hafi látið stjórnast af eins konar “mass hysteria,” fremur en af skyn- samlegri yfirvegun á mönnum og málefnum. Það er óhætt að kalla það pólitísk afglöp, þar sem marg- reyndum og alþektum umbótamönn- um eins og Gardner, Garland og Irwin var hafnað, en alveg óþektir og óreyndir menn kosnir í þeirra stað. Þessir menn og fleiri af sam. verkamönnum þeirra, sem ekki náðu kosningu, eru viðurkendir að vera með atkvæðamestu stjórnmálamönn- um i Ottawa-þinginu í síðastliðin 14 ár. Allir þessir menn hafa barist fyrir þvi, að fá bættan hag bænda og verkalýðs, sem er meirin hlutinn 'af canadisku þjóðinni. Ekki aðeins hafa þessir menn barist fyrir þess- um málefnum á þingi, heldur líka utan þings. Þeir hafa allir ferðast uitl alt Canada, upp á sinn eiginn kostnað, til að fræða fólk um þessi málefni og stefnuskrá þess stjórn- málaflokks, sem þeir fylgja. Þetta hefir ekki verið árangurslaust starf ; jafnvel ekki í Alberta, því sambands- flokkurinn, C. C. F., sem þeir fylgja, fékk 40,000 atkvæði í þessum sein- ustu kosningum i Alberta. Enginn efi er á því, að ef þessir menn hefðu verið endurkosnir, þá hefðu þeir og hinir nýkjörnu Social Credit þing- menn getað unnið saman um mörg málefni, og þeim þannig orðið miklu meira ágengt með að koma skoðun- um sínum á framfæri, fyrir þeirra liðveizlu og 14 ára reynslu á stjórn- míálasviðinu. Báðir þessir flokkar vilja -ná sama takmarki, en þeim 0 greinir á um bezta og greiðasta veg. inn, til að geta náð þessu takmarki. Nú er eftir að sjá hvernig Social Credit stjórninni í Alberta gengur að uppfylla loforð sín, sem þeir gáfu öllum fyrir kosningarnar, og hvað þeim verður ágengt með að koma á þeim mörgu umbótum, sem eru á stefnuskrá þeirra. Það er lít- ill efi á þvi, að flestir óski þeim til lukku og að þeim auðnist að koma á því fyrirkomulagi, sem þeir segja að muni útiloka alla örbirgð, og komi því við að meiri jöfnuður og réttlæti verði í viðskiftalífinu en áð- ur hefir átt sér stað, svo öllum geti liðið vel. Ef þeiim tekst það, þá verður aðeins einn stjórnmálaflokk- ur í Canada—Social Credit. Hugsandi menn og konur geta sarnt ekki gleymt því, að stefnuskrá Socinl Credit manna er alveg ný. Hún hefir hvergi áður verið reynd til hlýtar og verður því aðeins “ex- periment” sem máske reynist ó- mögulegt. Svo allir þeir loftkast- alar, sem margur hefir bygt sér íyrir þessi loforð, sem bafa verið borin á borð fyrir almenning, geta hrunið eins og spilaborg Timinn leiðir það í ljós. S. Guðmundson. LANDNEMA MINNISVARDINN Björn Stefánson, Wpeg, $5.00; Lakeside Trading Co., Gimli, $10.00; Ólafur Jónasson, Árnes, $1.00; Mrs. G. H., Winnipeg, $2.00. Frá Leslie, Sask.— Þjóðræknisdeildin Iðunn, $2.00; Th. Thorsteinson, $2.00; Bjarni Davíðsson, $1.00; Stefán Anderson, $1.00; Sigvaldi Johnson, $1.00; S. G. Ólafsson, $1.00; Ellent Ólafsson, $1.00; Árni Johnson, $l.oo; Mr. og Mrs. Jón Johanson, $1.00; Emil Sigurðsson, 50C; Rósmundur Árna- son, 50C; Páll Guðmundsson, 50C Gabríel Gabrielsson, 50C; séra G. P. Johnson 50C; Helgi Steinberg, 25C; L. B. Nordal, 25C; Jóhann Sigbjörn- son, 250; Jón Ólafsson, 25C; Sigbj. Sigbjörnson, 25C; Páll Magnússon, 25C; Halldór Gíslason, 250; O. M. Johnson, 250; Sveinn Árnason, 25C; Th. Guðmundson, 25C. Kærar þakkir, Dr. A. Blöndal, J. J. B íldfell, B. E. Johnson. Ef Ef að væri alt af morgun, Aldrei framar kvöld, Ef að væri alt af sólskin, Engin myrkravöld, Ef við lyftumi huga heilum Ilærra Guð til þín, Myndi enginn maður fóstra Mæðukjörin sín. Ef við geymdum sól og sumar Sálar fylgsnum i, Yrði margt á aðra vísu Allan heims um bý, Leitt við getum ljós í bæinn, Lífið brosir þá, Ef að fögur friðarhugsjón Fegrar hverja brá. Ef að brynni kærleikskveikur Hvert við sjónarmið, Yrðu fleiri lífsins leiðir Laugaðar sálarfrið, Gætu aldrei bvlköst brotið Bliða hugarró, Ef lýstu sannar andans öldur Yfir timans sjó. Aldrei framar gróða grillur Græðgi yrðu að bráð, Heldur bara brýnum þörfum Breytnin myndi háð; Yrðu færri tár og tötrar, Tímans breyttist hjal, Yrðu færri auðvalds hreður Út af krónu og dal. Yndo, + Borgið LÖGBERG! Under “The Municipal Ac^t” Rural Municipality of Bifrost, Sale of Lands for Arrears of Taxes By virtue of a warrant issued by the Reeve of the Rural Municipality of Bifrost, in Manitoba, under his hand and the corporate seal of the said Municipality, to me directed and bearing date the lst day of November, A.D., 1935, command ing me to levy on the several parcels of land hereinafter men tioned and described for arrears of taxes due thereon with costs. I do hereby give notice that unless the said arrears of taxes and costs are sooner paid, that I will on the 14th day of December, A.D., 1935, at the Council Chamber in the Village og Arborg, in the said Municipality, at the hour of two o’clock in the afternoon, proceed to sell by public auction the said lands for arrears of taxes and costs. Description Arrears Costs Total N.E.U 30-21-3E $153.26 .50 $153.76 E‘/2N.W. '/4 6-22-4E 57.49 .50 57.99 S.E.14 8-22-4E ... 74.04 .50 74.54 N.E.14 18-22-4E 87.27 .50 87.77 NA/2 L.S.D. 2 & 8-Sec. 20-22-4E and N.y2 L.S.l). 5 & 6 in Sec. 21-22-4E 94.04 .50 94.54 S.W.V4 33-21-3E 104.99 .50 105.49 SAVÁ4 25-21-3E ... 83.80 .50 84.30 WA/2 N.EA/4 26-21-3E 46.05 .50 46.55 SA/2 26-21-3E 149.84 .50 150.34 N.WA/4 3-22-3E 101.87 .50 102.37 N.E.y4 8-22-3E 112.33 .50 112.83 L.S.D. 13 in Sec. 9-22-3E 37.47 .50 37.97 S.E.V4 10-22-3E 209.34 .50 209.84 S.W.V4 12-22-3E 86.85 .50 87.35 N.E.y4 13-22-3E 165.89 .50 166.39 N.E.1/4 16-22-3E 180.52 .50 181.02 E.y2W.y2 21-22-3E 126.31 .50 126.81 W.y2W.y2 22-22-3E .... 105.68 .50 106.18 N.EA/4 23-22-3E .... 137.98 .50 138.48 N.W. y4 24-22-3E 142.46 .50 142.96 E.V-jS.E.14 26-22-3E 85.23 .50 85.73 N.E.W 27-22-3E 175.91 .50 176.41 N.y2 NAV. 29-22-3E 79.30 .50 79.80 N.W. !4 34-22-3E 125.23 .50 125.73 S.y2SAV.y4 36-22-3E 64.16 .50 64.66 S.y2S.y2 10-23-3 E 151.85 .50 152.35 N.y2N.E.y4 25-23-3E 101.62 .50 102.12 R.L. 10 & 11 in Sec. 7 & 8-23-4E and R.L. 12 & 13 in Sec. 17 & 18-23-4E .: 252.56 .50 253.06 SAV.y4 10-23-4E 102.24 .50 102.74 N.y2S.E.'4 16-23-4E 71.70 .50 72.20 R.L. 8E in Sec. 16 & 17-23-4E 189.80 .50 190.30 SAV.y4 18-23-4E 152.21 .50 152.71 N.W.14 22-23-4E * 125.45 .50 125.95 S.W.y4 22-23-4E 136.93 .50 137.43 Parcel land commencing at the N.E. corner of sec. 29-23-4E, thence wester- ly along the northern limit of fhe said quarter 40 and 1-100 chains, thence southerly at right angles to the last described course a distance of 231 feet, thence easterly and parallel to the northern limit of the said J4 section to the eastern limit of the same thence to the point of commencement 178.57 .50 179.07 N.W.'i 33-23-4E 90.36 .50 90.86 Lots 2 & 3, Blk. 1, Plan 13740, Riverton 165.62 .50 166.12 Lots 19 & 50, Blk. 1, Pl. 13740, Riverton 109.20 .50 109.70 Lot 24, Blk. 1, Plan 13740, Riverton 84.84 .50 85.34 Lots 50 & 51, Blk. 2, Pl. 13740, Riverton 39.50 .50 40.00 Lot 49, Blk. 2, Plan 13740, Riverton 25.37 .50 25.87 Lot 17, Blk. 2, Plan 2212, Riverton 22.32 .50 22.82 Lots 14, 15, 16, Bk. 2, Pl. 2212, Riverton 98.91 .50 99.41 Lots 1 & 2, Blk. 4, Plan 2212, Riverton 142.25 .50 142.75 Lot 10, Blk. 1, Plan 2406, Riverton 17.40 .50 17.90 Lot 2, Blk. 3, Plan 2406, Riverton 15.47 .50 15.97 Lots 3 & 4, Blk. 3, Plan 2406, Riverton 31.02 .50 31.52 Lots 20, 21, 22, Bk. 1, Pl. 2799, Riverton 85.33 .50 85.83 S.V2 N.E.y4 4-23-3E 73.85 .50 74.35 X.W.'/i 7-23-31-: 123.17 .50 123.67 N.E.y, 18-23-3E 129.16 .50 129.66 N.W.14 31-23-3E 153.61 .50 154.11 S.W.I4 1-23-2E 197.45 .50 197.95 WA/2 N.W.',4 2-23-2E 77.04\ .50 77.54 N.E.14 15-23-2E 121.76 .50 122.26 N.E.% 27-23-2E 71.15 .50 71.65 S.i/2 NAV. 27-23-2E 87.09 .50 87.59 N.W. !4 19-22-2E 164.59 .50 165.09 S.i/2 N.E.1/4 19-22-2E 86.84 .50 87.34 S.E.i/4 28-22-2E 96.36 .50 96.86 N.W.i/4 35-22-1E 177.49 .50 177.99 S.E.‘/i 33-22-2E 182.35 .50 182.85 N.E.'i 12-22-2E 900.05 .50 900.55 N.E.14 10-22-2E 75.52 .50 76.02 R. L. 42 in Sec. 15-22-2E 295.41 .50 295.91 R.L. 15 in Sec. 22-22-2E 244.02 .50 244.52 N.W.14 25-22-2E 252.92 .50 253.42 S.E.1/4 26-22-2E 305.63 .50 305.13 Most Easterly 100 feet of Blk. F. Plan 2077, Arborg 123.49 .50 123.99 Lot 8, Blk. 5, Plan 2077, Arborg 42.20 .50 42.70 Lot 1. Blk. 3, Plan 1542, Arborg 26.44 .50 26.94 Lot 2 & 3, Blk. 4, Plan 2201, Arborg 66.88 .50 67.38 Lots 33 & 36, Blk. 5, Plan 2201, Arborg 43.01 .50 43.51 S.E.'/t 16-23-2E 98.24 .50 98.74 N.W.i/i 20-23-2E 104.40 .50 104.90 N.W.14 21-23-2E 102.54 .50 103.04 N.E.14 21-23-2E 117.39 .50 117.89 S.E.1/1 28-23-2E 146.82 .50 147.32 N.E.'Á 32-23-2E 94.83 .50 95.33 N.W. 1/1 24-23-1E 47.66 .50 48.16 N.E.14 24-23-1E 109.40 .50 109.90 Most northerly 1-3, Lot 9, Sec. 22-24-6E 44.57 .50 45.07 S.i/2, Lot 8, Sec. 27-24-6E 53.83 .50 54.33 N.i/2, Lot 8. Sec. 27-24-6E 55.48 .50 55.98 N.y2, Lot 5, Sec. 27-24-6E 70.52 .50 71.02 Dated at Arborg, in Manitoba this lst day of November, A.D., 1935. G. D. CARSCADDEN, Secretary-Treasurer.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.