Lögberg - 07.11.1935, Blaðsíða 3

Lögberg - 07.11.1935, Blaðsíða 3
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 7. NÓVEMBER, 1935. O K0 Hverirnir í Ólfusi Það hefir vakið mikla eftirtekt, bæði hér á landi og annars staðar, að tekist hefir að endurlífga gamlan goshver undir Hamrinum, fyrir ofan Hveragerði í Ölfusi. Var því fyrst haldið fram, að þetta mundi vera hverinn stóri, Geysir, sem hætti að gjósa í jarðskjálftunum, sem fylgdu Heklugosinu 1597. Bn svo er eigi. Þrátt fyrir það- er hverinn merkilegur og gýs eflaust hœst allra hvera hér á landi nú sem stendur. Ýmsar frásagnir eru um hverina i Ölfusi. í Fitja-annál segir svo: Anno 7597. Þá varÖ og land- skjálfti um voriÖ og hrundu margir bæir í Ölfusi—gerÖu mikinn skaða. I þeini hrapaði í grunn staðurinn Hjalli í Ölfusi. Víðar féllu bæir og hús fyrir austan. í þeim jarðskjálft- um hvarf hverinn 'stóri, Geysir í Hveragerði, fyrir útsunnan Reyki í Ölfusi, og kom upp aftur annar hver fyrir ofan tún á Reykjum, sem hann er enn í dag og gýs mjög, þó ekki sem1 hinn sá stóri hafði áður gosið, því um veginn hafði ekki óhætt ver- ið að ferðast. Vegurinn liggur þar nærri, svo sem enn má sjá vöxt og merki til, þvi þar er enn hverstæðið eftir, vítt, með vellandi vatni, og er þar langur vegur á milli, sem sá Geysir er, er nú hefir verið siðan, og áin þar einnig á ihilli. J lýsingu Ölfuss eftir Halfdan Jónsson á Reykjum í Ölfusi, ritaðri 1703, segir svo: Ei er gleymandi að skrifa nokk- uð um það varma vatn og vellandi hveri, er nálægt Varmiá liggja. Fyrir vestan Reykjafoss kallast Hveragerði. í því plássi eru marg- ir hverir, sumir með miklu djúpi og þó vellandi. Einn þessara liggur hér um einn faðm frá almenningsveginum, er liggur vestur Hellisheiði og er með bergi að austanverðu, en sandmel annars staðar, hér við tveggja álna hátt að vatni, nær því kringlóttur og víður sem lítið hús. Hann er vell- andi með smásuðum, en ei stórkost. legri, mjög djúpur og dimmur að sjá. Á hér téðu hverkeri hafa skil- ríkir og sannorðir menn (hverjir enn nú eru á lífi og sumir sálaðir), séð, þá vegjinn hafa ferðast, tvo fugla synda, að vexti sem litlar andir, með fölsvörtum lit og hvitum baugum eður svo sem hringum; kring nm augun. Þá þessir fuglar hafa um lítinn tíma synt á hvernum, hafa þeir sér í vatnið stungið og ei úr vatninu upp aftur komið, þó menn hafi nokkra stund þar dvalið vænt- andi þeirra afturkomu. Hér um hafa allir, þetta séð hafa, sama sagt. Annar hver í útsuður frá þessum, lítill vexti, spýtir upp úr sér vatni með miklum reyk, þykkum og svælu hátt í loftið, þá veðrátta tekur til að ganga rosasöm, og það á öllum árs- ins tímum, en þegar þurrviðri, frost og úrkomulítið loft ér, gefur hann ei frá sér nema vanalegan reyk, hvar af marka má vaðráttufar, þeir eftir taka kunna. Örnefni þessi eru fyrir norðan Hveragerði og undir Kamba, minn. isstæðust: Sandskeiði, Hamarinn, Volgulækir, Völlurinn, Árhólmar, etc., etc. Sá þriðji heitir Baðstofuhver og liggur að austanverðu við Varmá, fyrfr norðan Reykjafoss, með mikl- um undirgangi upp úr holu eður gjá, hér um tveggja faðma niður. Hann gýs hátt upp í loftið um lítinn tíma, vellandi vatni með reyk og svælu stórkostlegri, svo furða er að líta, þegar hverinn er að spýta og frá sér gefa vatnið. Þá rennur læk- ur þaðan fram í ána. Þá svo þetta hefir litla stund varað, sýgur gjáin alt gjörvalt vatnið í sig aftur, svo illa nóg sézt til þess, þar til í nefndri gjá vatnið aftur vex og gýs svo með sama hætti og hér er áður um talað. Ei imún þessi hver minna gjósa með stórstraum við sjóinn, heldur meira. Fjórði hver er upp undir fjallinu, fyrir ofan Reykjatún, nefndur Geysir, hvers ógnarlega hljóð nú fyrir nokkrum árum skriða úr fjall. inu með sínu hlaupi hefir stilt. Hjá þessum hver og líka annars staðar er að finna álún og marglitaðan, feitan deiglumó. Fimti er fyrir ofan Reykjatún, hér um þriggja álna víður i kring, vellandi með hreinu vatni, hver i sig sýgur tuttugu álna langt vaðmál, rétt til enda og sendir það svo aftur upp í einum bögli, þá hann gýs. Ei má þvi sleppa, því þá er óvíst, hvort aftur næst. Margir aðrir hverir eru og nálægt Reykjum og Reykjaseli (og víða um þeirrar jarðar land) hvar mat má kokka, einninn lita vaðmál, eður hvað annað þess konar til þarfinda og brúka þörf gjörist. Járnpottar eru hentugastir hér til, en eirkatlar foreyðast fljótara en yfir eldi. Allur sá þeirra partur, er upp úr stendur hverunum gatbrennur, en botninn bilar trauðlega. Sé lagt í þessa hveralæki eður þeirra úrrensli ógylt silfur, þá kemur á það roði, sem strax afstrýkst. Sé ull eður önnur þesskonar linmateria lögð í þessa hveralæki, verður hún með langsemi að steini, eður hörðum anó, þó með sama formi og hluturinn þangað lagður í fyrstu. Sumir smáhverir eru og þar, sem spýta deiglumó svo þykkum sem graut. Hveravatn þrálega drukkið meina menn sé þeim imönnum gott, er brjóstveikir eru.--------- í lýsingu íslands segir Þorvaldur Thoroddsen frá hverunum í Ölfusi og er þar meðal annars þetta: —Rétt fyrir ofan túnið á Reykj- um norðanvert er Litli-Geysir, hann hefir á seinni tímum haft lítið afl við það sem áður var. Um 1700 teptist hver þessi af skriðu, er yfir hann féll, og hafði hann áður orgað ógurlega. Nálægt 1869 gaus hann 20 fet í loft upp og við landskjálft- ann 1829 er sagt að hann hafi gosið engu minna en Geysir hjá Hauka- dal. Sagt er að Litli-Geysir hafi fyr verið í Hveragerði, en flutt sig við Heklugosið 1597 þaðan á þann stað, sem hann er nú. (Annálar Björns á Skarðsá). 18I5 segir E. Henderson að hverinn hafi gosið 15 sinnum á sólarhring með miklum hávaða og gufumekki, 30 fet og stundum hærra. (Hér má geta þess til samanburðar, að danskur herfor,. ingi Ohlsen að nafni, mældi gos Geysis í Haukadal 16. ágúst 1804 og reyndist það 212 fer á hæð.). Hinum megin við Varmá er Hveragerði, það er stórt hverstæði og hverahrúðursbreiða með fjölda mörgum hverum!, laugum og smáum leirpyttum, hitinn í þessum hverum er ýmislegur, frá 60—90 st. C. Hér er alt miklu stórkostlegra en fyrir ofan ána, þó hverirnir gjósi ekki lengur, er auðséð er að jarðhitinn hefir átt hér útrás um langan tima; merkastir eru þar Árnahverir (sem Eggert Ólafsson kallar Akrahveri) ; það er tvær stórar skálar úr mjalla- hvítu hverahrúðri im!eð blágrænu vatni í, mjög svipaðir Blesa við Geysi. Sagt er að vatnið standi lágt í annari skálinni, þegar það er hátt í hinni, alt af á víxl. Hvort skálar þessar eru leifar hins forna Litla- Geysis í Hveragerði er nú ekki hægt að segja með vissu. Fyrir norðan og vestan Hveragerði, ofar i daln- um er gjósandi hver, sem heitir Grýta. Við jarðskjálftan 1789 breyttust hverirnir mjög við Reyki, og margir nýir komu upp, en flestir þeirra hurfu þó fljótt aftur. Upp af Hveragerði myndaðist líka stór hver við jarðskjálftana, nóttina milli 5. og 6. september 1896, m!eð miklu orgi og óhljóðum ; gaus hver þessi fyrst mest gufu, móbergs og hverahrúðursmolum og var gosið að sögn jafnhátt Reykjafjalli (6—700 fet). Fljótt dró þó úr gosum þessa hvers, og fyrstu dagana gaus hann aðeins 10—12 álnir og um miðjan mánuðinn hætti hann öllum gosum ; 1897 var hverinn orðinn kyrlátur og barmafullur af vatni með 720 hita; hverskálin var 50 fet á lengd og 25 fet á breidd og sporöskjulöguð. Eins og sjá má á framanskráðum lýsingum, ber þeim öllum saman um það, að Geysir hafi verið í Hvera- gerði. En þar hafa orðið svo mikl- ar breytingar, að nú verður ekki með vissu sagt hvar hann heíir ver- ið. Ingvar Þóroddsson fyrrum bóndi á Reykjum segist hafa heyrt vest- asta hverinn í Hveragerði nefndan Geysi, og getur lýsing Halfdans Jónssonár átt við hann. Og í vall- lendisbarði rétt við þenna hver sér enn móta fyrir gömlum götum, og gæti það líka stutt það, að þarna hafi Geysir verið. Aftur á móti segja aðrir, að Geysir sé horfinn með öllu og hafi verið norðar og austar, og þar hafi reiðgöturnar ver- ið. • En hvað sem um það er, þá er víst, að Geysir hefir ekki verið undir Ilamrinum og er því ekki sá hver, sem nú er farinn að gjósa. Þessi hver hefir ekki átt neitt nafn svo að inenn viti, enda mun afar langt síð- an að hann hefir gosið. í minni þeirra manna, sem enn eru á bezta skeiði, hafa orðið geisi- miklar breytingar í Hveragerði. Ýmsir hverir hafa horfið með öllu, en aðrir stækkað, eða myndast að nýju, svo sem víður hver og hyl- djúpur rétt á lækjarbakkanum. Þar var sléttur melur, en i jarðskjálfta hrundi þar niður stykki og opnaðist þessi líka litli hver, Annar hver sjóðheitur kom þá upp í sjálfum lækjarfarveginum og gaus fram úr bakkanum. Þessi hver hefir verið virkjaður fyrir mjólkurbúið, en hann getur vel horfið einhvern góð- an veðurdag jafn skjótlega og hann birtist. Þannig er alt Hveragerði sundur. soðið og geta opnast hverir þegar minst varir, jafnvel þar sem húsin standa. Þess eru dæmi að jörðin hefir brostið undir fótum manna og þeir hafa lent niður í vellanda vatn og skaðbrenst. Annars eru mikil þægindi að jarð_ hitanum þarna fyrir bygðina, sem nú er óðum að rísa þar upp. Jarðhit- inn er notaður til að hita húsin og heitt vatn er alt af við hendina. Og á mel milli tveggja hvera er “bakarí” alls þorpsins og jafnvel sveitarinnar. Það er þannig, að grafnar eru holur niður í melinn, rúmlega álnar djúpar. Niður í þær eru settir kassar með deigi í og svo mokað yfir. Og þarna soðna brauð- in og verða rauðseidd á nokkrum klukkustundum. Það eru kölluð “hverabrauð” og þykja mjög lost- æt. Hinum megin við ána hefir Litli- Geysir verið virkjaður fyrir Reykja- hælið. Gýs hann nú ekki lengur. En hver veit upp á hverju hann kann að finna ef snarpur jarðskjálfti kemur ? 'Þorkell Þorkelsson veðurstofu. stjóri segist hafa mælt stóran ný- myndaðan hver í Hveragerði fyrir nokkrum árum. En er hann kom þangað tveimur árum seinna, var hver þessi horfinn með öllu. í vetur myndaðist nýr gufuhver í gili suður og upp af Reykjakoti. Var þar áður örlítil velgja, en nú streym- ir mikil gufa þar upp úr tveimur holum og blasir gufumökkurinn við frá veginum. Þannig er alt á hverf- anda hveli og breytilegt á þessum slóðum.—Iæsb. Morgbl. Er nokkuð að marka drauma? Þess er getið bæði í Sturlungasögu I og sögu Gizzurar Þorvaldssonar að j nóttina næstu fyrir Örlygsstaðabar. I daga, þá hafi Sturla Sighvatsson, um dagrenning, sofnað í gerðinu á Ör- j lygsstöðum og að því er sýndist haft j harðar draumfarir. Hann rís upp sveitugur um enni og mælti fram þessi orð: “Ekki er mark að draurn- um.” Enginn veit hvað hann dreymdi, en um daginn var hann líf- látinn af mönnum Gizurar. hinn duglega og vitra stjórnarfor- mann, Bennett, hvað vel sem goð- mögnin voru treyst, til þess hann héldi velli, þá bilaði það alt, og nú er Stevens og fleiri sakaðir um hvernig þeir unnu að því að stjórnin tapaði. (Þetta er að fara út frá efninu). Sjálfsagt er óhætt að nefna merk. isdrauminn, sem konunginn Faraó dreymdi, um feitu og mögru kýrnar og kornöxin, sem sögðu fyrir ár og óáran, þó Jósep með vizku sinni, hyggindum og manndáð réði fram úr þeim vandamálum. Á líkan hátt dreymdi Gorm (gamla) Danakonung kýr, sem Þyri drotning hans réði svo að boða mundi góðæri og hallæri. Fyrir vizku hennar og hyggindi urðu bæt- ur á ráðnar; fyrir það hlaut hún nafnbótina og heitir enn Þyri Dan- markarbót. Þessir og fleiri fornaldardraumar sýna þegar stórtíðindi og breyting- ar eru í aðsigi, þá hafa ýipsir menn haft draumfarir miklar og rnerki- legar, sem virðast segja fyrir það, sem ókomið er, en verður þó að hafa framgang hvað fast sem í móti er staðið. Það getur verið og er engu síður merkilegt það# sem menn dreymir nú á tímum, heldur en það var fyrir þúsundum og hundruðum ára síðan, og vil eg áður en þessu máli er lokið segja einn slíkan draum. Nýafstaðnar kosningar verða að líkindum taldar með hinum stærri og merkari breytirtgum þessa lands, vegna þess að úrslitin fóru mjög á annan veg, heldur en gert var ráð fyrir af þeim, sem fóru með völdin. Hitt sýnir tíð og tími hverjum tekst bezt að laga misfellur og ráða fram úr vandamálum, sem nú kreppa að á ýmsar hliðar; og' þó* Bennett sé vit- ur, sem enginn fer að neita, þá er óvit að halda því fram að enginn komist til jafns við hann að vits- munum og mannkostum. Djarflega var barist á báðar hliðar, sem sýnir kjark og dugnað sem örfast þar sem heiptin rekur á eftir. Högg fyrir högg, segir endurgjaldslögmálið gamla. Er enn nokkurn bilbug að finna þar á ? Ekki skal eg teygja þennan leið- indalopa lengur, en víkja nú orðum að og færa i letur drauminn, sem að framan er minst. Það var nokkru fyrir kosningar, að mann einn (nafni hans haldið leyndu) dreymdi draum, og segist honum frá á þessa leið: “Eg var úti staddur og sá yfir vítt umhverfi; þar var að líta skóga og graslendi fagurt. Eg litaðist um og sá hvar kýr ein var að rölta í haganum; hún var svo stórvaxin, að enga hafði eg séð þvílíka, svo þótti mér sem hún mundi feit vera í svona frjóu og góðu haglendi, en við nánari athugun sázt að beinin skröltu og hringluðu innan í húð- inni svo heyrðist langar leiðir; haus. inn og augun voru ákaflega stór, hornin voru hníflar einir lítið vaxnir úr hausi, en hvassir og sterklegir, þegar hún sta’ngaði þeim út í loftið, var sem eldur brynni úr augunum; látbragðið benti á þrek og viljafestu, sem ekki Iætur undan síga fyr en í síðustu lög. Að stundu liðinni kom hestur fram á haglendið ljósjarpur að lit, vel vaxinn og þriflegur með siðu tagli og mikið fax, bar hann hátt höfuðið og rann fram með hægð. Kýrin mikla leit við hestinum og sá ekki til hans vinaraugumi. Þarna háðu þau eins konar hólmgöngu, og segir ekki frá hvaða brögðum þau beittu hvort annað, en úrslitin urðu þau að kýrin lá lömuð þar eftir og geispaði langan og seinan, eins og það lægi ekki rétt vel á henni. Hest- urinn rann með hægð burtu og hélt í vesturátt. Frá því er sagt í Snorra Eddu, að Baldur hinn góða dreymdi drauma stóra og hættulega um líf sitt, og þó seytt væri til með goð- mögnurn að allir hlutir skyldu eira Baldri, þá fann Loki ráð til þess að hann var af dögum ráðinn, og það gerði blindur maður. Þessu líkt fór hér í haust með 1 fjarlægð var að sjá fjöll og græna skóga, sem sýndust líða með hægð upp í himinblámann og ljóm- I uðu þar í geisladýrð sólarinnar.” Hér er draumur sagður og getur hver sem vill lagt i hann þá þýðingu sem honum gott þykir. 24.-10 1935. Sveinn gamli. Business and Professional Cards PHYSICIANS cmd SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medieal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 2-3 Heímili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 4.30-6 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsimi 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er aS hitta kl. 2.30 tll 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsimi 42 691 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy 8ta. Phonea 21 211—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON ViÖtalstíml 3—5 e. h. 218 Sherburn St.—Sími 30877 Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36 127 SlmiS og semjiS um samt&lstlma - DR. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St. Talslmi 23 739 ViCtalstlmar 2-4 Heimili: 776 VICTOR ST. Winnipeg Sími 22 168 BA RRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. lslenikur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur - Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. tslenzkur lögfrœOlngur Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 J. T. THORSON, K.C. Islenzkur löfffraeSingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœOingar 325 MAIN ST. (6 ÖOru gölfi) PHONE 97 621 Er aö hitta aö Gimli fyrsta miðvikud. I hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag DRUGGISTS DENTISTS DR. A. V. JOHNSON tslenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Slmi 96 210 Heimllis 33 323 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlaeknar 4 06 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkklstur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnlsvarða og legsteina. Skrifstofu talslml: 86 607 Helmilis talsimi: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og elds&byrgð af öllu tœgi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sp&rifé fólks. Selur elds&byrgð og bif. reiða ábyrgðir Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 767—Heimas. 33 328 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Roal Estate — Rentals Phone Office 96 411 806 McArthur Bldg. HOTEL 1 WINNIPEG ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaOur i mlOblki borgarinnor. Herbergi $.2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltfðlr 40c—60c Free Parking for Quests THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Doum Toum Hotef' 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventlona, Jinners and Functlons of all kinda Ooffee Bhoppe F. J. FALL,, Manager CorntoaQ ^otel SEYMOUR HOTEL Sérstakt verð á viku fyrir námu- 100 Rooms with and without og fisklmenn. bath Komið elns og þér eruð klæddlr. J. F. MAHONEY, RATES REASONABLE framkvæmdarstj. Phone 28 411 277 Market St. MAIN & RUPERT WINNIPEO C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.