Lögberg - 07.11.1935, Blaðsíða 1

Lögberg - 07.11.1935, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Ltnes For Service and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines H^ \ov wsJP v CV*£*0* CO1- rfO S»* For Better Dry Cleaning and Laundry 48. ÁRGANGUB WTNNIPEG, MAN, FIMTUDAGINN 7. NÓVEMBFJR, 1935. XCMER 45 VITURLEG UPPASTUNGA í síðasta Lögbergi birtist eftir- tektavert samtal er fregnriti Morg- unblaðsins í Reykjavík átti við hr. Ásmund P. Jóhannsson, þar sem Ásmundur bendir löndum sínum þar heima á þann möguleika, að hægt muni vera að koma á verzlunarsam- bandi við Ameríku með íslenzkar vörur, og bendir jafnframt á í því sambandi, og það með réttu, að slíkt samband mundi tengja þjóðarbrotin •austan hafs og vestan enn nánari böndum. Þessi bending Ásmundar er sannarlega orð í tíma talað; og ætti alls ekki að verða eitt af því, sem þagað er í hel, sem svo oft vill til hjá okkur til skaða, bæði fyrir menn og málefni. Með þessu er eg þó ekki að örfa menn til mælgi og því síður til rifrildis, sem því miður, hefir komið svo mörgu góðu mál- efni á kné, heldur hitt, að menn ræði þetta og styðji á skynsamlegan hátt. En um leið og eg þakka Ásmundi fyrir sína tillögu, langar mig að hreyfa annari, er fer í sömu átt, og lu'in er sú, að Canada sendi verzlun. arerindreka til íslands, i nálægri framtíð. Á stefnuskrá Liberala er tekið fram, að þeir ætli að auka viðskifti innanlands og utan. Þeir fara nú með völdin, og efast eg ekki um að þeir efni loforð sín af fremsta m:egni; en engin stjórn er alvitur eða alsjáandi og þessvegna ber þegmlnum að hvísla óskum sínum og vonum í eyru hennar, og í því sambandi vildi eg benda á þetta og skora á íslendinga í Canada að beita sér fyrir þessu máli, enda ætti þetta að vera framkvæmanlegt, þar við eigum annan eins talsmann á þingi og hr. Joseph Thorson. Eg þarf ekki að orðlengja þetta með neinum upptalningum um við- skifta möguleika, því það er öllum vel kunnugt, að Canada framleiðir nálega alt, sem ísland þarf og kaup- ir. Hugmynd mín er aðeins sú, að vekja máls á þessu hérna megin, eins og Ásmundur gerði hinum meg. in hafsins. Síðan eg dró saman þessar línur hefir hr. Ásgeir Ásgeirsson komið hér og átt samtal við blaðamenn og stjórnendur fylkisins, ásamt því, að flytja hér fróðlegan fyrirlestur, er fyllilega studdi tillögur okkar Ás- mundar. — Ennfremur mætti geta þess, að í mánudagsblaði Free Press er borin fram ósk um aukin viðskifti Canada og íslands úr samtali blaðs- ins við Ásgeir. Styðja fleiri tillöguna? Sveinn Oddsson. ALÞINGI Fundur hófst i sameinuðu þingi kl. i e. h. í gær. Las forsætisráðherra fyrst upp konungsboðskap, þar sem Alþingi var kvatt saman til starfa að nýju. Forseti tilkynti þar næst fjarveru þeirra f jögurra þingmanna, sem get- ið var í blaðinu í gær. Ásgeir Ás- geirsson verður fjarverandi allan þingtímann, en Thor Thors kemur ekki heim, fyr en áliðið er þingsins. Þar sem þeir eru kjördæmakosnir, eru engir varamenn fyrir þá. Stefán Jóhann er væntanlegur innan skamms, en Eiríkur Einarsson mun mæta sem varamaður Gunnars Thoroddsen. Þá mintist forseti fjögurra þing- manna, sem látist höfðu frá því Al- þingi kom seinast saman, þeirra Hannesar Þorsteinssonar þjóð, skjalavarðar Jóhannesar Ólafssonar hreppstjóra á Þingeyri, Tryggva Þórhalíssonar fyrv. forsætisráð- herra og Jóns Sigurðssonar hrepp- stjóra á Haukagili. T11'EEDSMUIR LA VARÐUR Á laugardagskvöldið þann 2. þ. m., sór hinn nýi landstjóri í Canada em- bættiseið í hinni sögufrsegu Ouebec borg, að viðstöddu miklu stórmenni; gerðist þetta litlu eftir að land- stjórahjóniu stigu á land. Forsætis- ráðherrann. Rt. Hon. W'. L. Mac- kenzie King, bauð hina tignu gesti velkomna fyrir hönd hinnar cana- disku þjóðar. Tweedsmuir lávarður þakkafti viðtökurnar með stuttri, en fagurri ræðu. Er þessu var lokið, gaf forseti fundarhlé í 30 min., meðan kjör- bréfanefnd athugaði kjörbréf Eiríks Einarssonar. Ennfremur sagði for- seti, að kjörbréfanefnd myndi fá til athugunar "kæru út af kjörgengis- skilyrði" frá Bændaflokknum. Jafnskjótt og forseti skýrði frá kærunnj spratt Ólafur Thors á fæt- ur og sagðist kveðja "sjálfstæðis- þingmenn" á fund, áður en fundur væri haklinn í nefndinni. Þótti öll- um það fundarhald furðulegt." Þegar fundur hófst að nýju, hafði Pétur Magnússon orð fyrir nefnd- inni. Sagði hann, að nefndin hefði ekkert við kjörbréf Eiríks að athuga og var það samþykt með samhljóða atkv. Ekkert mintist Pétur á kæru " Bændaf lokksins." Er því var lokið, ætlaði forseti að slíta fundi. Kvaddi Gísli Sveinsson sér þá hljóðs og kvaðst hafa gert þá kröfu í nefndinni að "kæra" Bænda- flokksins yrði afgreidd strax, og sagðist endurtaka þá kröfu hér. Bergur Jónsson, formaður nefnd- arinnar, skýrði frá því, að meiri- hluti nefndarinnar hefði ekki talið sér fært, að taka endanlega afstöðu til kærunnar á jafnnaumum tíma, en sagðist vera fús til, að hakla fund í nefndinni í dag til þess að afgreiða hana. Magnús Torfason kvaðst hafa heyrt að þessi kæra væri á sig, og taldi ekki viðeigandi, að kæra yrði afgreidd svo, að sakborningur fengi ekki að sjá hana. Óskaði hann því eftir að sjá kæruna. Þegar hér var komið frestaði for- seti umræðum og sleit fundi. í kjörbréfanefnd eiga sæti: Bergur Jóhsson, Einar Árnason, Gísli Sveinsson, Pétur Magnúson, Jónas Guðmundsson (í stað Stefáns Jóhanns). Kærumál þetta verður væntan- lega tekið fyrir i dag. —N. dagbl. 11. okt. EETIRMAÐUR GARDINERS Eins og getið var um í siðasta blaðí, lét Mr. Gardiner af stjórnar- forustu í Saskatchewan, til þess að takast á hendur landbúnaðarráð- herra embætti í hinu nýja ráðuneyti Mackenzie King. Nú hefir Hon. W. J. Patterson, sá er áður gegndi embætti sem ráðgjafi náttúrufríð- inda deildarinnar, verið svarinn inn í forsætisráðherrastöðu. Hann er 49 ára að aldri, og vann að banka- störf um lengi vel; er hann talinn hinn mætasti maður og líklegur til góðs gengis. Við hinu fyrra em- bætti hans i ráðuneytinu, tekur W. F. Kerr, fylkisþingmaður fyrir Regina, og hefir aflagt embættiseið. Er hann blaðamaður, tæplega sex- tugur aÖ aldri; hann er viðurkend- ur stórhæfileika maður. HAFNAR SENDIHERRA EMRÆTTI Eins og þegar hefir verið getið um, fór King-stjórnin fram á það við Mr. John W. Dafoe, ritstjóra blaðsins Winnipeg Free Press, að hann tækist á hendur sendiherra- embætti í Washington, fyrir hönd hinnar canadisku þjóðar. Nú hefir Mr. Dafoe lýst yfir því, að hann sjái sér ekki fært að taka við slíku em- bætti. I birkihlíð Við árnið frá íslenzku gljúfri, meo íslcnzka klöpp fyrir boro, eg leik mér að bláberja lyngi, og læt sem eg sitji á þingi, en l),jarkirnar beri mér orð. Þær aegja mér ein eftir aðra um æskunnar hnekkjandi stríð;— hve bylurinn beygði og hristi, og braut af þeim greinar og kvisti, og varnao'i viogangs í hlíð. Þær segja eg sjái þess merki, hve .seint muni réttast það bak, sem ofreynt var þegar í æsku, og útnyrðing hrepti og giwsku, því fátt var sem bar af því blak. En draumurinn eigi gat dáið, • þó djarfur og fjarstæður sé,— í vonleysi vikurs og móa, að viðhalda trúnni á skóga, með gnœfandi tíguleg tré. Þær spyrja mig ein eftir aðra bvort ofdirfska myndi það stærst, að þœr sendu vina-ljóð vestur, —fyrst væri eg langförull gestur— til skóga, sem skipa sér hæst. Mér kært er að flytja þær kveðjur, þú kjai-kmikla dvergbjörk í hlíð! —þitt hugrekki var það í verki, sem varðveitti skóganna merki, og þessvegna finst mér þú fríð! Jakobína Johnson. FRA AFRLKUSTRÍÐINU ítalir halda áfram sýknt og heilagt orrahríð sinni í Ethiópíu; hafa þar ýmsar snarpar orustur háðr veriíS undanfarna viku, og mjög hallast á l'.thiópíumenn; er mælt að í einum slíkum bardaga hafi þeir mist hátt á þriðja þúsund manna. I "m þessar mundir hafa ftalir um húndrað tuttugu og fimm þúsundir vígra manna í grend við borgina Makale ; haf a þeir einnig til þess gert snarpa atlögu, að ná Magalo borg á vald sitt; liggur sú borg hér um bil miðsvegar milli Addis Ababa og landamæra ítala í Somaliland. ÚRSLIT 1 SOURIS Síðastliðinn laugardag var lokið endurtalningu atkvæða i Souris kjördæminu i Manitoba. Urðu fullnaSarúrslit þau, að George W. McDonald, frambjóðandi frjáls- lynda flokksins, var lýstur rétt kjör- inn sambandsþingmaður, með þriggja atkvæða meirihluta umfram Errick F. WiIIis, er í kjöri var af hálfu afturhaldsmanna og sæti átti á síðasta þingi. BMILE WALTERS LISTMALARI Mr. Walters mun væntanlegur hingað til borgar í vikulokin, í sam_ bandi við þá sýningu málverka sinna, sem getið hefir verið um áður hér í blaðinu að opnuð yrði í T. Eaton Art Gallery, á mánudaginn þann 11. þ. m. Sýning þessara málverka hef- ir þegar farið fram í hinum helztu borgum í Austur-Canada, og ljúka blöðin miklu lofsorði á málverkin. Blaðið Toronto Star kemst meðal annars þannig að orði: Myndir þessar, sem eru af þrem- ur stærðum aðeins, og í hvitri um- gerð, lýsa hinu fræga landi eldsum- brota og forns lýðræðis, eins glögt og myndir þær, sem þeir Rockwell Kent og A. N. Jackson hafa málað af norðursvæðum Canada. Litir Mr. Walters eru hrífandi og dirfskuleg- ir.. Svo má segja að margar lands. lagsmyndir hans sendi frá sér hljóma; ofar blómgrundum og vötn- um gnæfa fjöllin eins og tígulegir pýramídar. Svipir íslands, með öll- um hinum margvíslegu litbrigðum, veita má|verkvinum ómótstæcSlegit seiðmagn og hreinleik." HON. MITCHELL F. HEPBURN LÆTUR SENN AF EMBÆTTI Símað er frá Toronto þann 6. þ. m., að hinn harðsnúni forsætisráð- gjafi Ontario-fylkis, Hon. Mitchell F. Hepburn, verði knúður til þess að láta af embætti í lok næsta þings, sakir heilsubrests. Þykja mörgum þetta mikil tíðindi og ill, með þvi að Mr. Hepburn er alment talinn sjald- gæfur atgervismaður. Hann er enn maður á ungum aldri, fæddur þann 12. dag ágústmánaðar árið 1896. L^ Kirkjuvígsla ^O Þess hefir verið getið áður að söfnuður Kirkjuférags vors í Elfros í Saskatchewan hef ir á þessu síðasta ári verið að koma sér upp kirkju í samlögum við söfnuð tilheyrandi United Church of Canada á sama stað. Söfnuðirnir halda sér alveg sem sérstakar heildir og er kirkjan sameiginleg eign þeirra beggja. Var steyptur kjallari undir kirkjuna fyr- ir ári síðan, en kirkjan sjálf bygð á liðnu sumri. Er hún hið vandaðasta hús og rúmar í bekkjum um I50 manns. Er hún bygð með turni og forkirkju og einnig útúrbygðum kór fyrir söngflokk. Kirkjan er nú að mestu fullgerð, þó enn sá kjall- arasalurinn óuppgerCur, hitunarmið- stöð ekki fengin eða ljósahjálmar, og önnur áhöld ekki keypt ný en vönduðustu bekkir í aðal kirkjusal- inn. Enda hefir verið varist að fara i skuldir. Er það þrekvirki eigi lít- ifi að koma þessu fyrirtæki áleiðis með svo góðum árangri, einmitt á þesBum erfiðu kreppuárum. Sýnir það frábæran áhuga, samvinnu og dugnað þeirra safnaða er að þessu haða staðið. En ekki sízt sögulegt í sambandi við þessa kirkjubyggingu er það, að tveir söfnuðir sinh úr hverri kirkju. deild hafa tekið saman höndum um að eignast þannig sameiginlegt kirkjuheimili. Hefir það vakið at- hygli mikla, sem mjög einstakt fyrir. brigði í Vestur-Canada, víðast til lofs, en þó einnig til ámælis hjá þeim, sem ekki hafa trú á slíkri sam- vinnu. Það lofar mestu um varan- lega blessun í sambandi við þessa samvinnu, að forðast hefir verið alt reiptog frá hálfu málsaðilanna beggja í þá átt að önnur heildin gleypti hina eða komi sér þannig fyrir að hún geti beitt yfirráðum. Samvinnan hefir því verið frjáls og óþvinguð. Til fleiri ára hafa söfn- uðirnir haft sameiginlegar guðsþjón. ustur, að undanteknum íslenzkum guðsþjónustum, er fluttar hafa ver- ið. Það hefir verið látið sitja fyrir atS skapa heilbrigðan anda fremur en að skipuleggja framtíðar fast- bundna samvinnu. Jafnvel þó svo færi að söfnuðirnir kysu að halda guðsþjónustum sínum aðskildum, sem eg tel næsta ólíklegt, mundi sama kirkjan með tilhliðrunarsemi, nægja fyrir báða. Svo víða fer þannig í smábæjum að margar kirkj- ur eru bygðar og svo eru margar þeirra prestsþjónustulausar mest af. í Elfros er haldið uppi guðsþjón- ustu samkomum annan hvern sunnu- dag, að vetrinum, þó ekki sé prest- ur; en siðustu þrjú sumrin hefir s.á er þetta ritar þjónað báðum söfn. uðunum og notið óskif trar samvinnu beggja. Þann 6. október fór kirkjuvígsl- an fram undir umsjón kirkjufélag- anna beggja, sem hlut eiga að máli. Forseti United Chnrch í Saskatche- wan, Dr. R. Dorey, og séra K. K. Ólafson, forseti kirkjufélagsins ís- lenzka framkvæmdu athöfnina sam- eiginlega. Fjölmenni mikið var við- statt, og var þetta mikill gleðidagur fyrir alla. Hinn ágætasti söngflokk- ur tók mikilsverðan þátt í guðsþjón- ustunni. Prestum úr nágrenninu var boðið að vera við og flytja á- vörp og kveðjur, og þáði séra Jakob Jónsson boðið í eigih persónu, en hinir sendu kveðjur. Er dagurinn ógleymanlegur merkisdagur. K. K. Ó. TIL JAKOBINU JOHNSON 17. ágúst 1935. Þú hefir komið, þú hefir séð það, sem vildir finna. Litið eigin augum með óðul feðra þinna. Eg get skilið þína þrá, þina von og drauma um átthagann, sem yztur lá austan blárra strauma. Eg get samglaðst sálum þeim, sem er veitt að líta þennan dala og heiða heim og hájöklana hvíta. Þó að stundum hregg og hríð hnjúkum hvítu faldi, svipul reynist sumar tíð, Sól á undanhaldi. Koma ávalt indæl kvöld inn á milli hríða.— Gulli merluð geislatjöld glitra í brekkum hliða. Þá er gott við f jall og f jörð fylsta nautn að lifa, meðan lofgjörð lífs á jörð ljósar nætur skrifa. Þetta hefir hlotnast þér, heim með þér þú tekur fegurð þá, sem íslenzk er og æðstu gleði vekur: Unga vornótt, iðgræn f jöll, árnar, heiðar, firði. Huldur, álfa, hamratröll. —Hvað er meira virði? Þegar komin þú ert heim þúsund rasta veginn, verður hugur þinn að þeim þúsund sinnum dreginn. Snjalla fljóð, um borg og bæ berst þín Ijóða-snilli. Ber þú hróður íslands æ annara þjóða á milli. Verði þér að sögu og söng sögulandsins kynnig. íslenzk vorkvöld. ljós og löng lifi í endurminning. B. H. Berg.—Dagur. TEKUR VIÐ EMBÆTTI 1LONDON Hon. Vincent Marssey, fyrrum sendiherra hinnar canadisku stjórn- ar í Washington, hef ir verið skipað- ur yfirumboðsmaður Canada á Bretlandi. Er hann þegar lagður af stað til þess að taka við hinu virðu- lega embætti sínu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.