Lögberg - 07.11.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 07.11.1935, Blaðsíða 4
4 LÖGBBRG. FIMTUDAGINN 7. NÓVEMBER, 1935. Höffberg GefitS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRES8 EIMITED 6D5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: ED.'TOR LÖGBERG, 605 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO J3.00 urn drið—Borgist fyrirfram The “Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Röggsamlega farið af átað Þess hafði verið vænst, og það ekki að ófyrirsynju, að Mr. King myndi ganga djarf- lega til verks jafnskjótt og hann tæki við völd- um, enda varð slík raunin á. Margt af því, sem hann hefir gert, og það þegar á fyrstu vikunni, er þess eðlis, að ekki getur hjá því farið, að almenna ánægju vekji. Fyrst má telja það, að Mr. King fækkaði ráðgjöfum um sex, og veldur það eigi all-litlum sparnaði, því þó skipaðir verði þrír eða fjórir ráðgjafa- fulltrúar úr þingmannahóp (under-seere- taries), þá verður samt sem áður álitleg fúlga spöruð. Þá tók stjórnin sér það umsvifalaust fyrir liendur, að vinna að undirbúningi við- skiftasamninga við Bandaríkin og Japan. Ráðgjafanefnd var og jafnframt skipuð til þess að hafa á hendi yfirumsjón með starf- rækslu hinnar nýju hveitisölunefndar. Enn má nefna það, að stjórnin hefir ákveðið að láta hæstarétt gera út um það, hvort ýms fyr- irmæli hinnar svonefndu umbótalöggjafar frá síðasta þingi, ríði að nokkru leyti í bága við orð og anda stjómarskrárinnar eða eigi; en eins og kunnugt er, ollu ýms ákvæðin næsta bitram ágreiningi og þóttu mjög orka tví- mælis. Þá hefir og verið gerð róttæk breyt- ing á fyrirkomulagi hafnarmálanna, þannig, að hafnarnefndir í hinum ýmsu siglingaborg- um hafa verið lagðar niður, en í þess stað öll umsjón slíkra málefna fengin verið í hendur siglingaráðuneytinu; er hér um viturlega ráð- .stöfun að ræða, er sparar þjóðinni óhjákvæmi- lega stórfé. Hér hefir aðeins drepið verið á nokkur fyrstu afrek hinnar nýju stjórnar, og spá þau óneitanlega góðu úm athafnir hennar í fram- tíðinni. Aldarminning skáldsins Á mánudaginn kemur, þann 11. nóvem- ber, verða liðin hundrað ár frá fæðingu stór- skáldsins Matthíasar Jochumssonar, höfund- ar þjóðsöngs Islands, Ó, guð vor lands; mannsins og skáldsins, “er svo vel söng, að sólin skein í gegnum dauðans göng.” Snemma á líðandi ári var hafinn víðtækur undirbúningur heima á Fróni, til minningar um þenna andlega goðorðsmann íslenzkra bókmenta, og er það að verðugu. íslendingar vestan hafs, fyrir atbeina Þjóðræknisfélagsins, hafa ákveðið að minnast þjóðskáldsins með samkomu í Fyrstu lútersku kirkju á aldarafmælinu; hefir til þessarar minningarhátíðar verið vandað liið bezta, og má vafalaust búast við fjölmenni. Margt utanbæjarfólk, að minsta kosti úr þeim bygð- um, er næst liggja Winnipeg, sækir sennilega þessa minningarhátíð. Æskilegt væri að sem flestar nýbygðir vorar efndu til Matthíasar- hátíðar, því allir íslendingar jafnt, hvar sem þeir ala aldur sinn, standa í jafnri þakkar- skuld við skáldið. Yel sé Þjóðræknisfélaginu fyrir forgöngu þessa máls! Glatt á hjalla 'Sfðastliðið föstudagskveld var glatt á hjalla hjá S’elkirk-búum. Höfðu þeir efnt til veglegrar veizlu í einum stærsta borðsal bæj- arins og sátu hana um 150 manns. Aðallega voru þama Selkirkbúar sjálfir, en þó hafði verið boðið þangað allmörgum gestum bæði frá Winnipeg, Stonewall og víð - ar. Hátíðahald þetta var stofnað til þess að fagna yfir hinum mikla sigri J. T. Thorsons við nýafstaðnar kosningar, og voru þau hjón heiðursgestir. Dr. Gibbs stjómaði samsætinu, flutti hann stutta ræðu og fór mörgum lofsamlegum orðum um heiðursgestinn og spáði honum glæsilegri framtíð. Sjálfur flutti Thorson ræðu og var hún í tveimur köflum: fyrri hlutinn einkar fynd- inn og skemtilegur, þar sem hann lýsti hinni hlægilegu hlið kosninganna með ýmsu kátlegu sem fyrir hafði komið og var það hin bezta skemtun, sem f-ylti salinn heilbrigðum hlátri. Síðari hluti ræðunnar var um hina al- varlegri hlið stjórnmálanna. Þakkaði þing- maðurinn öllum hinum mörgu, nær og fjær, sem svo fúslega og drengilega hefðu veitt honum fylgi. Kvaðst hann gera sér glögga grein fyrir því, að hér væri ekki um heiðurinn einn að ræða, heldur ciiinig og öllu fremur þær skyldur, sem honum fylgdu. Kvaðst hann vona að tíminn leiddi það í ljós að ein- lægni stjórnaði orðum sínum þegar hann lýsti því yfir—eins og hann hefði gert og endur- tæki nú—að hann mundi reyna að hafa sam- vizku sína sem ráðanaut í öllum sínum at- höfnum á þingi og reyna að verða trúr og nýt- ur fulltrúi. Hann kvaðst hafa ferðast um alt kjör- dæmið og kynst öllum þjóðflokkum, sem þar ættu heima; hann kvaðst í þessu ferðalagi I liafa lært að þekkja hagi og kringumstæður fólksins í kjördæminu; hann kvaðst þekkja baráttu þess og basl, þrautir þess og þarfir; óskir þess og hugsjónir. Og alt þetta kvaðst hann mundi hafa í huga þegar hann væri að vinna sem fulltrúi þess í Ottawa. Hann kvaðst hafa kynst kjördæminu svo vel, að þar væri engin smábygð, sem hann ekki þekti og í hverri einustu þeirra kvað liann vera heimili þar sem hann gæti drepið á dyr, ef hann væri á ferð, og átt það víst að dvmar yrðu opnaðar á gátt og sér tekið eins og vini. Þetta kvað hann sér meira. virði en orð fengi lýst eða penni gæti dregið. Fleiri töluðu, þar á meðal ritstjóri Lög- bergs, og var góður rómur gerður að ræðu hans, enda var hún fjörug og fyndin. Allur blær og bragur samsætisins lýsti því að hér var um einlægan fögnuð að ræða —fögnuð yfir fengnum sigri, fögnuð yfir því að geta sent á þing mann, sem ekki einungis skarar fram úr flestum öðrum að gáfum og mentun, lieldur einnig hefir það álit að honum megi fyllilega treysta. Þegar veizlunni var lokið var öllum gest- um boðið inn í stærsta dansal bæjarins; var þar svo margt manna saman komið að salur- inn rúmaði ekki fleira. Voru þau Thorson og kona hans kynt persónulega hverju manns- barni, sem þar var inni. Að því búnu var dansað þangað til klukkan tvö um morguninn; en hér og þar sátu stærri og smærri hópar fólks, er ræddu um landsins gagn og nauð- synjar. Áður en dansinum lauk voru bornar fram rausnarlegar veitingar. Þetta er áreiðanlega eitt hátíðlegasta samkvæmið, sem fram hefir farið í Selkirk og mun lengi í minnum haft. Óskiftar heillaóskir fylgja Thorson á þing, ekki einungis frá kjördæmi hans heldur einnig frá Winnipeg og víða annarsstaðar að. Til hans er horft sem eins þeirra, er brautir ryðji sér og sinni þjóð, en feti ekki æfinlega í fótspor annara. Sig. Júl. Jóhannesson. Þökk fyrir komuna Erindi það, er hr. Ásgeir Ásgeirsson flutti í Fyrstu lútersku kirkju um menningu og menningarsögu hinnar íslenzku þjóðar, síð- astliðið mánudagskvöld, var næsta fróðlegt og skipulega flutt; frá því andaði þeirri hreinskilni og þeim hlýleik, er einkennir manninn sjálfan. íslendingum vestan hafs verður heimsókn Ásgeirs eftirminnileg; þeir þakka honum komuna og biðja allir að heilsa. Allfjölment og skemtilegt samsæti var Asgeiri haldið á Fort Garry hótelinu á mánu- daginn; stýrði því forseti Þjóðræknisfélags- ins, J. J. Bíldfell. Auk hans tóku til máls Hon. W. J. Major, dómsmálaráðgjafi Mani- tobafylkis, Dr. B. J. Brandson, er.í raun og veru hélt aðalrasðuna fyrir minni heiðurs- gestsins, Paul Bardal bæjarfulltrúi og Dr. Rögnvaldur Pétursson. Heiðursgesturinn þakkaði með hlýjum orðum þá virðingu, er sér væri auðsýnd með samsætinu, og kvaðst hverfa til ættjarðarinnar með ógleymanlegar endurminningar um heimsóknina, þó stutt væri, til landa sinna vestan hafs. Bannið gegn Italíu I1ulltrúar hinnar canadisku stjórnar á þingi þjóðabandalagsins í Geneva, hafa lagt til að bannaður verði möð öllu innflutningur til ítalíu á kolum, járni og steinolíu. Bretar og Frakkar eru sagðir að vera þessu hlyntir, þó hinar og aðrar smærri þjóðir, er játast liafa undir að refsingu verði að beita, séu þessu mótfallnar, að minsta kosti sumar hverjar. ítalía verður að flytja inn þessar þr jár vörutegundir, er nú hafa nefndar verið, en með því að útiloka innflutning á þeim, gæti þjóðin vitanlega ekki lengi haldið uppi ófriði. Sérstök nefnd þjóðabanda- lagsins, hefir til íhugunar uppástungur um- boðsmanna hinnar canadisku þjóðar í þessa átt. _ _ ■'■ !r í! Landsmót skáta 1935 Eftir Jóhann Hallgrímsson, Akranesi. Við Laxá lágu saman leiSir okk- ar hinna sunnlenzku skáta, er sækja ætluSu Landsmót skáta aS Akur- eyri 1935. Akurnesingar höfSu slegiS upp tjaldi, meSan þeir biSu komu hinna þráSu skátabræSra frá Reykjavík. Er bílar þeirra komu í augsýn, var tjaldiS felt í skyndi. ÞaS stóSst á endum, aS er viS höfSum hnýtt fýrir tjaldpokann okkar, þá voru bílarnir komnir meS 35 syngjandi skáta- bræSur innan borSs, og eftir augna- blik hafSi öllu okkar veriS pakkaS í bílana og okkur líka. Nú hófst hinn samstilti andi skátans á vegum léttra æskusöngva, laus viS fjötra, þó bendandi og boSandi aS vorum vinnandi markmiSum. LeiSin lá upp Borgarf jörSinn vestan SkarSsheiSar, fjörSurinn var dimmblár, en f jöllin aS nokkru vaf. ýn úSa, skógarilmur barst aS vituin okkar og augu vor litu heillandi runna skógarins, þeir buSu okkur velkomna í yndisleik sínum, en viS vorum á langferS um landiS meS tímans takmörk. AS Fornahvammi var staSar num- iS i einn fjórSung stundar, þá var klukkan ellefu aS kvöldi, og sú spurning lögS fyrir hópinn hvort heldur skátarnir vildu tjalda hér til næturinnar eSa halda norSur yfir aS Grænumýrartungu. Allir vild- um viS halda yfir heiSina, þvi hrá- slagalegt fanst okkur í hvamminum og væntum ekki verra handan viS heiSina. AS Grænumýrartungu náSum viS um klukkan hálf eitt. Var nú feng. iS leyfi fyrir tjaldstaS. SíSan reist tjaldhverfi og hitaS míl og snæddi hver úr sínum polca. AS því loknu gengu allir til hvílu, og buSu góSa nótt. Klukkan um átta aS morgni laug- ardagsins risum viS úr rekkju, nér- um augun og klæddum okkur í flýti. Brátt tók aS suSa i suSuvélunum hér og þar^ riú var alt í fullum gangi, nokkrir sáu um matreiSsluna, aSrir tóku saman farangurinn og þeir er síSastir voru til lífsins eru bara aS þvo andlit sín og hendur. SíSan snæSumi viS allir hátíSarmatinn, vínarpylsur, jarSepli og mjólk. AS öllu þessu loknu er haldiS af staS, þá er klukkan hálf tíu. LeiSin liggur út meS HrútafirSi, yfir HrútafjarSarháls. Er í Vatns. dalinn kemur, verSur okkur star- sýnt á hinn óteljandi hóp af hólum, þeir eru hver öSrum líkir, en þó virSist hver þeirra vilja segja veg- farendunum sína sögu. Áfram renna bílarnir og Vatnsdalshólarnir eru aS baki okkar, en framundan er alt af eitthvaS nýtt fyrir þann, er ferSast leiSina í fyrsta sinn, og nú höfum viS náS aS Blönduósi. Þar dvöldum viS í eina stund og gengum um þorpiS og virtum fyrir okkur ná- grenni þess. SíSan var haldiS áfram ferSinni, án dvalar, aS VíSimýri. Þar skoSuSum viS hina öldruSu kirkju. ÞaS kostaSi tíu aura á mann. Um vonbrigSi sumra okkar, viSvíkjandi ræktarsemi til þessa aldraSa musteris aS VíSimýri verS- ur ekki rætt hér, en vissulega væri þar verkefni fyrir hiS unga fólk bygSarlagsins, aS hlúa aS fornum minjum. Frá VíSimýri höldum viS, virS andi fyrir okkur umhverfiS, sem er ein af hinum fögru sveitum lands vors, SkagafjarSarláglendiS, meS sínum rennisléttu grundum, er hafa þau áhrif á vegfarandann, aS hann vill helzt mega þeysa frí og frjáls um vellina mieSfram lygnri ánni. Og áfram rennur bíllinn og viS okkar blasa nýjar grundir, hæSir og fjöll. Söngur skátanna hljómar og ger_ ir veginn greiSfæran þótt grýttur sé. Nú erum viS komnir aS Bakkaseli. Þar er áS í eina stund og síSan hald. iS áfram ferSinni og þá er klukkan átta. Eftir 2. stunda ferS frá Bakkaseli ljómar fyrir okkur EyjafjörSur, prúSur og fagur, og nú erum viS komnir aS Glerárþrúnni, en handan NÝ — þægileg bók í vasa SJÁLFVIRK — EITT BLAÐ í EINU — Pægilegri og betri bók I vasann. Hundrað blöS fyrir fimm cent. Zig-Zag cigarettu-blöð eru búin tíl úr bezta efni. Neitið öllum eftirlikingum. ZIGZAG viS hana liggur Akureyrar kaup- staSur. Akureyrarmegin árinnar stendur einn skáti vörS, hann gefur bílnum stöSvunarmerki og heilsar hæversk- lega aS skátasiS, gefur okkur nokkr- ar upplýsingar. SíSan höldum1 viS litiS eitt lengra inn í bæinn, þar för. um viS úr bílunum, fylkjum liSi og göngum inn á RáShústorg, undir merki fósturjarSarinnar. Er viS göngum inn á RáShústorg- iS, koma til móts viS okkur, fylktu liSi, skátabræSur vorir á Akureyri, og buSu okkur velkomna á þessa leiS: “VeriS þiS velkomnir sunnlenzku skátar.” SíSan var haldiS út á íþróttasvæSi bæjarins og þar bygSum viS tjald- borg okkar. AS morgni sunudagsins hófum. viS matreiSsluna kl. 8. Margir fóru til laugar. Klukkan ellefu var lagt upp á bílum yfir VaSlaheiSi aS Fnjóskárbrú. Þar er fagurt, ilmur skógarins, niSur árinnar heillar okk. ur, tign birkitrjánna móta í hug vorn einlæga hrifning af íslenzkum vorgróSri, og blessuS sólin lætur sitt ekki eftir liggja aS verma okkur og landiS alt. Eftir stutta dvöl er ferSinni hald- iS áfram og ei staSar numiS fyrir en viS Skjálfandafljót. Þar er stigiS af bilunum, gengiS upp aS GoSa- fossi,"þar er hann steypist fram af bergstöllum sínumi, meS afar sterk- um þungum gný, þeytandi úSa sín- um án afláts, en i úSanum gaf aS líta regnbogansliti, svo undurfagra. Er viS höfSum skoSaS fossinn, snæddum viS nesti okkar, því næst skoSuSum viS gljúfra-hellana, þar voru nökur einkennileg göt og skút. ar er áin hefir í vexti sínum gert á liSnum öldum. Frá GoSafossi héldum viS aftur til baka til Vaglaskógar, og dvöldum þar nokkra stund í skugga trjánna er nú nutu geisla sólarinnar í ríkum mæli. Þrösturinn söng okkur ljóS- in sín um þetta sitt heimaland en viS hlýddum á, okkur langaSi aS fylgj- ast meS honum um skóginn. Trén voru svo há og fögur, þau teygSu laufgaSar krónur sínar hátt upp í heiSan himininn, bjartan og bláan. ViS urSum aS yfirgefa skóginn og halda ferSinni áfram, og var nú ei staSar numiS fyr en komiS var til Akureyrar og vorum viS allir söngvahug og meS sólarbros á vör- urri. SíSar um kvöldiS héldu skátarnir skemtun í einu samkomuhúsi bæj- arins. AS morgni mánudagsins var tjöldum og farangri komið fyrir á bílum þeim, er flytja áttu okkur og farangurinn út í SvarfaSardal. FerS- in þangaS hófst klukkan 10 meS glepihrópum og söngvum skátanna. Á leiSinni út i SvarfaSardal, lá leiS vor fram hjá MöSruvöllum, hinum fornhelga stað munka og menta fyrri alda. Eftir tveggja stunda ferS komum viS aS sundskála Svarfdæla, þar fengum viS aS tjalda, og þar léku skátarnir sund-listir sínar í lauginni. SíSari hluta dagsins voru regn- skúrir og stormur, en þaS hafSi eng- in lamandi áhrif á gleSi skátanna, enda var laugin þeirra yndi. Um kvöldiS söfnuSust allir skát- arnir saman í einu stóru tjaldi, er venjulega var kallaS forSabúriS. TjaldiS er taliS vera fimtán manna tjald, en aS þessu sinni vorum viS víst um sextíu, er þar létum okkur líSa vel, meSan skátafnir sungu söngva sína og gloríur, og meSan sögurnar voru sagSar kringum varS- eld skátahugsjónar og bræSralags. Klukkan ellefu fylktum viS kring. um fánann, síSan var gengiS til hvílu. Morgunsól þriSjudagsins vakti okkur meS skini sínu, ásamt tima- merki fararstjórans, klukkan hálf átta. Var nú klæSst i skyndi og mat- ast, en síSan haldiS áleiSis til Dal- víkur fylktu liSi. Eftir rösklega einnar stundar göngu vorum viS í Dalvík. Þar dvöldum viS nokkra stund, gengum um bæinn og virtum fyrir okkur umhverfi hans frá ýms- um sjónarhólum. Einn lítill Dal- víkurbúi er lá rúmfastur vegna meiSsla í fæti, heyrSi sagt frá, aS stór hópur skáta væri kominn til þorpsins, hann sárbaS mömmu sína aS fá boriS rúmiS sitt út, svo hann fengi séS skátadrengina, er þegar hópuSust til Tómlasar litla og töluSu viS hann, þar sem hann lá í rúminu sínu sunnan undir bæjargaflinum, vermdur af skini sólarinnar og barnslegri gleSi yfir aS fá séS svo marga framandi æskumenn, er allir voru vinir hans. Þegar Tómasi batn_ ar og hann vex upp, þá verSur hann vorgróSri skátahreyfingarinnar lyftistöng, og aS næsta sinni aS Dal- Sleppið ekki þessu TO l3 1000000 1 1 1 r~f City Hydro býSur nú Winni- pegbúum þessi sérstöku kjör- kaup á raf-eldavölum, meS hægum skilmálum. frá $2.50 niðurborgun! og mánaSarlegum afborgunum $2.05, er lagt verSur viS ljósa_ reikninginn. Þér getiS valiS um Hotpoint, Westinghouse eSa Northern Electric ELDAVÉLAR ........þrjár viSurkendustu tegundirnar. Öll typpi og- öll gerð þessara elda- véla ábyrgst í fimm ár. Símið 848 134 Gtt|Hi|ctru BOYD BUILDING

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.