Lögberg - 14.11.1935, Blaðsíða 2

Lögberg - 14.11.1935, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. NÖVEMBER, 1935. Vígsluræða séra Matth- íasar Jochumssonar flutt 12. maí 1867. Himneski huggari, líknari og lausnari send þinn lifandi anda nið- ur í hjörtu vor á þessari heilögu stund. Vér velkjumst hér í syndum og sorgum þessarar veraldar, jafn óstöðugir, veikir og vantrúaðir í gleðinni sem í sorginni. Að sönnu kennir oss þitt blessaða Evangelium, að sönnu þykjumst vér einatt finna, að vér séum hér í útlegð og á hrakn- ingi, að vér séum hér ofurseldir i synd, sorgum og tárum, en annar dýrðlegri heimur sé yfir oss eða \ jafnvel í kringum oss og inst í anda vorum þar sem huggunin og sœlan j búa, og lífsins eiginlega fylling sé j það líf, sem þessi sýnilega veröld á ekki til, og gteur ekki gefið oss. En nú biðjum vér, að þú sannfcerir oss um þetta. Já, liimneski, almáttugur guð, taktu skýluna frá vorri trúar- sjón og sannfœrðu oss—ekki einasta um það, að sælunnar bústaður, frek_ ara vort blessaða ríki, sé yfir oss og í himnanna himnum hjá þér, heldur á meðal vor, i hjarta og hugskoti voru. Sannfœrðu oss um þetta, en einnig um það, að vér séum í sorglegu á- standi, og að vér sitjum hér í dauð- ans skugga, nema því aðeins að vér finnum með hjartanlegri iðrun og harmi, að vér séum fyrir þér volaðir, berir og naktir, og flýjum á vœngj- um lifandi trúar i faðm honum, sem þú sendir oss til endurlausnar, hon- um sem kom til vor sakfallinna og Utilmótlegra aumingja, kallaði til vor og sagði—Komið til min, allir þér, sem erviðið og þunga eruð þjáðir, ; eg vil endurncera yður. Bænheyr oss, lifandi guð, sannfær oss, svala | oss og blessa oss með anda þinnar j cilifu náðar í Jesú nafni. Amen. GuðspjalliS (Jóh. 16., 16-23) með því að gera þá vara við það sem óumflýjanlegt sé, heldur og með voninni um, að þeir muni sjá hann aftur lifandi, upprisinn með sigri og vegsemd, og að guðs heilagi andi muni koma yfir þá og fylla þá lifadi anda heilagrar djörfungar og gleði. Þó hættir hann enn ekki að boða þeim sorgina, því hann sér alt hið ókomna og hans kærleiki leynir því ekki: Hann boðar þeim enn vonda daga, þegar vantrúin og ilskan taki að ofsækja og hrella þessa saklausu menn, og vonskan og Djöfullinn fer að hlakka yfir benjum þeirra og blóÖi. En heyriÖ! Þá bætir hinn guðdómlegi kærleiki þessum orðum við: Fagnið þá og verið glaðir, því yðar verÖkaup er mikið á himni.— Ó! látum oss ekki efa, að þessi orð, sem eru fyrirheiti huggunarinnar, rætist eins fyllilega,' og sorgar spá- saga guðs sonar rættist, svo þar ekki vantaÖi upp á neinn hinn minsþi depil. Hér átti frelsarinn tal við sína nánustu ástvini, hetjurnar, sem hin guÖdómlega opinberun var nú að brynja út móti helvítis sterku hliÖum, sem með sinni einföldu pré- dikun um Krist og hann krossfestan átti hð sigra hinn volduga, kalda og eigingjarna Rómverja, sannfæra hinn stjórnlausa Grikkja, seín grobbaði af speki sinni, og menta, upplýsa og helga ótal aðrar heiðnar þjóðir. Fyrir þessum mönnum pré. dikaði Jesús sér í lagi þetta sinn, og þótt vér að mörgu leyti getum stílað til vor huggunarorð guðspjallsins, þá hefi eg á þessari hétíðlegu stund valið mér önnur orð Jesú, samkynja orð og þau, sem standa í guðspjalli þessa dags, en sem beinlínis eru stíl- uð til allra manna, og því einnig til allra vor, þessi orð Jesú: Komið til min, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð þjáðir; eg vil endurnæra yður. Guð minn ! láttu mín veiku orð gefa þér dýrÖina, og vitna um þína ríku náð og miskunn. Inngamgur MeÖan Drottinn vor gekk i kring og kendi, talaði hann gjarnan um sorg lifsis og harmkvæli, og sýnir með því jafnt speki sína og kærleika og sína líknarfullu hluttekningaf- semi við oss mennina. Allar tár- anna uppsprettur stóðu ávalt opnar fyrir hans himneska miskunnarauga, og þaðan lét hann sífelt streyma líknandi og huggandi geisla, til að sefa sorganna öldur og bera hörm- unganna höf. (í hinu upplesna guð- spjalli heyrðum vér kafla af hinni löngu, hjartnæmu huggunarræðu, sem drottinn að skilnaÖi hélt fyrir sínum nánustu vinum á jörðinni). Hann fann fyrir fram alla sorg læri. sveina sinna, í sínu kærleiksríka hjarta; hann fann sér sjálfum svíða þeirra beiska söknuð, sem þá mundi kvelja, þegar þeirra dýrðlegi lávarð- ur yrði frá þeim skilinn, og af guð- lausum mönnum dreginn til dóms sem illvirki, og kvalinn opinberlega með hinum smánarlegustu pynding- um, og í augsýn allrar Jerúsalems- borgar krossfestur úti á hinu hrylli. lega Golgata. Þetta voðalega sorg- arefni sér nú herrann fyrir höndum lærisveina sinna, og hann heldur því ekki leyndu fyrir þeim, heldur segir þeim alt hvað fyrir liggi. — En, sjá! hann huggar þá líka, ekki einasta Útleggingin. Eins og kuldinn skiftist á við hit- ann, eins og myrkrið eltir ljósið, eins skiftist sorgin á við gleðina, eins eltir mæða munað í mannlegu hjarta. Já, vér getum bætt við og sagt, að þótt gleðin og munaðurinn gleymi að gjöra til.muna vart við sig, þá bregst þó sorgin ekki, þessi þrautgóða og árvakra fylgikona mannkynsins, sem sjaldan að stað- aldrj fæst til að skilja við oss, þang- að til augu vor eru brostin. Jafn- snemma og lífsengillinn kveikir ljós þessa heims, kemur líka hinn dapri engill sorgarinnar, og helgar oss hrygðinni, og barnið í höndum ljós- móðurinnar grætur og veinar, eins og það taki við öllum harmkvælum móður sinnar, álíka og kvisturinn á þornandi grein tekur strax við sjúk. dómseðli viðarins. Síðan koma bernskuárin, sem menn kalla hinn fagra, glaða og léfta kafla af æfinni, og í sannleika hefir Drottins réttláta niðurröðun séð um, að sakleysis aldur mannsins skuli og vera sætasti aldur hans. Þó eru eigi hin fríÖustu blóm, og því ekki heldur æskunnar gleðirósir, ávalt án þyrna og aldrei var það ungmenni til, sem ekki grét, aldrei náði nokkurt mannsbarn þroska í veröldinni, nema hinar ungu kinnar þess yrðu jafnaðarlega vökv- aðar táranna dögg. Að eg ekki tali um alla þá smælingja, sem eymd og örbirgð, eður ónáttúra og varmenska hinna eldri hafa umsnúið bernsku árunum fyrir í sífelt volæði og grát, sem máske ekki hefir lint alla æfina. Guð gæfi að slíkt — að þvi leyti sem mönnum er sjálfrátt, hvergi þurfi að hrópa hefnd í himininn, því sannar. lega segi eg yður, þar mun hin eilífa réttlætishönd koma þungt niður.— Þegar nú æskan er liðin, þá koma hin eftirþreyðu fullorðinsár, og nú langar mann til að reyna, hvað lífið er, og hvað það hafi að geyma. Líf- ið er enn þá sem ókunnugt land! Æskumaðurinn er eins staddur á hafi úti, og sér álengdar hin sól- roðnu fjöll hins eftirþreyða lands- ins, og tekur nú skorpuna að sínu ímyndaða ljósi. En stiltu þig, ungi vin! Vittu, að ekki er alt gull, sem glóir, þvi töfrandi ímyndun gyllir þér alt of mikið þessi fjöll, auk þess, sem slíkir staðir eru fæst. um byggilegir. Ef þér hlotnast að ná landi þinu, mun útsýnið breytast; þá taka sólfjöll þínað lækka, og holt og hrjóstur að byrgja þér mesta út- sýnið. í sannleika skaltu vita að þetta land mun bera þér þyrna og þistla, og dagar þínir þar munu verða þér mæða og erfiði. Þvi gleymir þú að horfa til himinsins? Veiztu ekki, að lífið er alt af reginhaf, himin- ljósin þurfa ávalt að lýsa og rétta veg þinn, og leiÖarsteinninn að sýna þér stefnuna. Og himinljósin tákna guð og hans orð, og leiÖarsteinninn er sonur guðs, sem kom í heiminn til að leiða þig úr villumyrkrum til guðs. Já, öll æfi mannsins er marg- föld sorg, tár og erfiði. En máske þú, sem nú stendur í broddi lífsins, gefir lítiÖ fyrir slíka kenningu, af því að þú hefir ekki af sorgum að segja. Vel má svo vera, en þú skalt vita, að sorgin stendur ekki fjarri þér, og hún getur heimsótt þig enn þá í dag. Þá skaltu vifa, að þeir dagar biða þín, þegar þú munt fá orsök til að sýta og gráta. Engum er sorg og hrygð vísari en þeim, sem ungur sökkur sér niÖur í glaum og gjálífi, sem lán og munaður hefir leikið við, svo hann hvorki hefir haft vilja né tíma til, að venja sig við lífsins skuggahlið. Vei þeim manni, þegar hinir vondu dagar koma — þegar árin taka að fjölga, bakið að bogna, heilsa og þrek að þverra, þegar tímans sviplegu um- breytingar fara áð kenna honum fyrir alvöru, hvað þessa heims lif í raun og veru sé, þegar reynslan Ioksins er búin að kenna honum, hvernig gæði þessa heims eru frá honum tekin, ástvinirnir, heilsan, auðurinn, hrósið, ánægjan, lífsgleð- in. Og hvað hefir veröldin loksins fram að bjóða þeinLmanni, sem bú- inn er með lífsbikarinn? Hvað ann- að, en nokkur tár, þegar bezt lætur, og svo hjúpinn, náf jalirnar og gröf. ina? Þú, himinsins bjarta dagsljós, hversu margar tárperlur hefir þú ekki gegnum skinið, síðan þú fyrst sendir geisla þína niður á táruga hvarma mótlættra manna; og þú, dimma nótt! Hve margar þegjandi stunUr geymir þú ekki í þínu djúpa skauti. Hversu margt harmanna dauðastríð hefir eigi verið háð bak við þín svörtu skuggatjöld? Hver vill varðveita hjarta vort fyrir hrell- ing og sorg ? Hver vill heyra stunur vorar í glaumi dagsins, eða hlusta á andvörp vor í næturkyrðinni ? Hver vill staðnæmast hjá eymdabeð vor- um, þegar mennirnir ganga frá, og vér stynjum einir eftir á hinni vondu tið ? Það vitum vér, og eg skal vitna það; en fyr en vér svörum oss, skulum vér spyrja: Hvar er upp- spretta allrar sorgar, og hver er hún, og hvar er endi hennar, og hvar er huggunin og endurnæringin ? Guð gæfi, að oss aldrei gleymdist i sorg- inni, að spyrja fyrst þessarar spurn. ingar: Hvar og hver er uppspretta sorgarinnar ? Svo heyrið þá: upp- spretta sorgarinnar er í mannsins breyska hjarta, og uppsprettan sjálf er syndin. Og þótt aðrir svari þessu ef til vill öðruvísi, þótt heimskinginn komi og segi, að sorgin spretti af vitinu; og vitringprinn segi, að hún spretti af heimskunni, þá svörum vér óhræddir hinu sama, því vér trúum vitnisburði guðs orðs, vér trúum reynslunni og vér trúum sam. vizku vorri, og önnur vitni þurfum vér ekki—önnur vitni köllum vér falsvitni í þessu máli. Laun syndar- innar eru dauðinn, segir guðs orð, og dauðinn merkir í guðs orði hér og viÖar, alt sem af spillingu getur leitt þessa heims og annars. Er þá ekki auÖsætt, að alt böl, beinlínis eður óbeinlínis, er af þessari rót runnið? Er ekki sjálft hið náttúr- lega útvortis og ósjálfvalda böl upp- haflega sprottið þar af, að vér vegna syndarinnar erum háðir dauðleikans lögum og hlutskifti ? Eða játum vér ekki og finnum vér ekki, að vegna breyskleika vors og syndsamlegra girnda, sé mæðan og sorgin oss ann- að hvort nauðsynleg eða óumflýjan- leg. Nauðsynleg er sorgin oss, þeg- ar gleðin ætlar að villa oss og tæla, frá uppsprettu hinnar sönnu gleði, vorum góða guði og föður. Já, sorgin er einmitt náðargjöf guðs og typtunarmeistari til að vekja hinn andvaralausa, stilla hinn gjálífa, styrkja og sannfæra hinn hverflynda og ístöðulausa. Og þannig snýr dá. semd Drottins bölvun í blessun, og breytir eiturdreggjum syndarinnar í heilnæman lyfjadrykk. En alt fyrir það----syndin er allra eymda upp- spretta, og hefir sína hegningu í sér sjálf. Eða hvað er bersýnilegra af daglegri reynslu? Verða ekki glæp- irnir glæpamönnunum til bölvunar, ef ekki meÖ þessu, þá með hinu mót. inu? Verða ekki svikin og lýgin á einhvern hátt að snöru þeim, sem bruggaði þau? Verður ekki hinn á- gjarni að lokum aumari og auðvirði- legri en nokkur þræll, af því að hann er auðsins þræll og sjálfs síns níð- ingur? Snýst ekki sællífi og mun- aður upp í þau lífsleiðindi, sem eru verri en hungur og þrosti ? Eða þá ofdrykkjan! Hversu margar sorgir hafa eigi hlotist af ofdrykkju ? Hver getur, hver þolir að telja slíkt og reikna? Ofdrykkjusyndin má öllum vera bersýnilegt dæmi upp á synd- arinnar ótæmandi eymda-uppsprettu. Já — syndin er uppspretta sorgar- innar, — syndin hefir sín sorglegu laun með sér,—syndin er lands og lýða töpun. Hjún hertekur guðs- myndina í manninum, skynsemina og frjálsræðið, því hver sem synd- ina drýgir, hann er þræll syndarinn- ar, og hún íeiðir oss frá guði út á lastanna veg. Hún veldur oss þús- undfaldri sorg í lífi og dauða. ^iiniiu]iiniinnni!inniiiniit!ii!i!iiiiiiTi!nininiiniiiiiiiiii!ii[!ii[:iiiiiii!ii!!iniiiiii:!!!!iiiiiiiiiii[i!i!iiinii!ii!imt!n[iini!n!!iii!i!iiii!iii!i!iiii[ii!!i!niiii.iiniininmiiiRiin]innmnniimniinmmiiniinniniin)iniminHiniiimmnimnnnniiimmi![!niin!imi!miiinnnMnmimi!i!minn![iii[!n!i!i!im=_ I THOSE WHOM WE SERVE | IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING S AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS = BECA USE— | OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- || ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF = THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER §j| WE DELIVER. = | COLUMBIA PRESS LIMITED | 695 SARGENT AVENUE - WINNIPEG - PHONE 86 327 ^Iiuiiimiiiii[iiiiiiiiiii|ij;«n;»[iii[iiii iiniiii iiiiii 1—II! Hver er nú hin þyngsta sorg mannsins og hin óbærilegasta i líf- inu? Það er, að bera uppsprettu allrar sorgar í hjartanu og vita það ekki eða skeyta því ekki, að vera þræll syndarinnar og þó blindaður á báðum augum, að vera ber og nak- inn, lemstraður og yfirgefinn, en þykjast þó heill og hraustur, að standa sem bersyndugur tollheimtu- maður frammi fyrir hinum altsjá- anda dómara, með faríseans dramb, og geta ekki upplyft augunum til uppsprettu allrar liknar, náðar og miskunnar og sagt: Guð, vertu mér syndugum líknsamur! Hin grátleg- asta sorg er það, að vera kominn langt frá föðurhúsunum með hinurn fortapaða syni, lifa þar á dreggjum lífsins eður drafi svínanna, og geta þó ekki gengið í sig og sagt: Faðir, eg hefi syndgað i himininn og fyrir þér. Þetta ástand mannsins er miklu þyngra, en það taki tárum. Alt annað böl er létt, heilsusamlegt og bærilegt—þetta er óbærileg, djöf- ulleg eymd. — Ó, þú góði, líknsami faðir himins og jarÖar! yfirgef eng. ann, þvi oss er það alveg óbærilegt. Send þú oss heldur eitt mótlætið þyngra en annað, sem vér þá meg- um vakna og sjá og gráta vora þyngstu eymd, vort óbærilega sorg- arefni — syndina, er slítur oss eilíf_ lega frá allri von, allri hugsvölun, allri líkn, allri sælu. Ó, kenn oss að varðveita sífeldlega lifandi þá sann- færingu í vorum hjörtum, að vér séum sekir fyrir þér, villuráfandi, berir og naktir, en að syndajátningin og iðrunin sé hið eina lífsmeðal í vorri dauÖans sorg, hið eina meðal til að fá raunaléttir, huggun og sælu. Nú höfum vér þá nokkuð athug- að, í hvaða ástandi vér eigum að vera, þegar vér komum saman til að hlýða á fagnaÖarerindi guðs sonar. Erum vér þá þegar meðtækilegir ? erum vér andlega volaðir? Erum vér þjáðir af syndinni ? Getum vér ekki lengur sjálfir borið byrðina? Ó, kom þú, minn Jesú, kom til mín, kom þú með ásján hýrri, því aðeins kann eg að koma til þín, að komir þú til min fyrri. Kom þú, og svala mæddurn mér, margskyns synda eg okið ber, endurnær mig náð nýrri! Ó, ætlið ekki, kristnir menn, að prédikun um afturhvarfið sé oss ekki öllum jafn viðkomandi. Sann- arlega er hún oss öllum jafnt við- komandi, og hún hlýtur að bergmála í hjartarótum hverrar lifandi sálar. “Guð gjörir ekki að gamni sér glæpamönnum að hóta, kalsmælgi honum og engin er, að þú megir miskunn hljóta.’’ Guðs reiði yfir syndinni, segir ritningin, brennur alt til neðsta helvítis. Syndin leiðir nagandi Arm inn í hjartað, sem að eilífu mun æ saman skriða aftur til að pína oss, nema guðs sonar kraft- ur komi til að sundurmola hans höf- uð. Þessi ormur er syndarinnar fóstur; hið guðdómlega réttlæti dregur sig þá ekki lengur í hlé, held- ur oþinberar samvizku mannsins, gegnum hið skelfilega tákn, sem guðs orð kallar eld, sem eigi verði slöktur. (Ó, skyldi oss nú enn eigi skiljast hver að sé uppspretta vorrar þyngstu sorgar ? Skyldi eigi sálir vorar þeg- ar vera farið að þyrsta eftir svölun. arlindinni, skyldi oss nú eigi finnast dýrmætt að mega koma til Jesú og heyra þessi hans lífsælu orð : Komið hingað allir, sem erfiðið og þunga eruð þjáðir, eg vil endurnæra yð- ur ?). Oss mönnunum þykir það starf, að ei^fa að hugga sorgbitna bræður, næsta erfitt, og oft óþægilegt, og ýmsir viðhafa ýmsar aðferðir. Tvær eru helztar: annað hvort að taka sjálft sorgarefnið fyrir, útlista hið sameiginlega og óumflýjanlega í slílcum atburðum og kjörum, ef ske mætti, að hinn syrgjandi sansaðist, við sameiginlegt böl; eða þá menn fara sem lengst frá sorgarefninu og tala um. alt annað, ef ske mætti, að sorgin þar með dreifðist og, ef ekki gleymdist, þá samt truflaðist við þetta eða hitt, sem sá er huggar finn. ur hinum til raunaléttis. Báðar þessar huggunaraðferðir geta að vísu verið góðar, ef tilgangurinn er góður, og hjartað fult af hluttekn- ingu; en slík huggun er þó jafnan veik og ónóg. Því það er auðvitað, að þar sem djúpir harmar eru fyrir, þar geta mennirnir lítið að gjört, úr því flest veraldarinnar yndi verður þá svo sem einskis virði, eða er það ekk; oftast svo í mannlegu lífi, að þegar sorgin kemur, þá vilja and- vörpin komast upp og tárin fá sinn frjálsa gang. Og þegar drottinn vor talar um eymd og sorg vor mannanna til þess hann geti huggað oss, þá víkur hann ekki langt frá efninu, talar og ekki um óviðkom- andi hluti, svo sem til þess að láta oss gleyma sjálfum oss. Nei, hann hittir strax hjartað, sýnir oss strax uppsprettuna, svo að vér þar í get- um séð vora réttu mynd, hann af- færir oss öllum dularbúningi, og sýnir oss og segir oss, að guð hvorki þekki oss né taki móti oss, nema vér NUGA-TONE ENDURNÝJAR HEILSUNA NUGA-TONE styrkir hin einstöku ltffæri, eykur matarlyst, skerpir melt- inguna og annað þar að lútandi. Veitir vöðvunum nýtt starfsþrek og stuðlar að almennri velltðan. Hefir oft hjálpað. er annað brást. Nokkurra daga notkun veitir bata. NUGA-TONE fæst hjá lyf- sölum. Gætið þess að kaupa aðeins ekta NUGA-TONE. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. sjálfir höfum séð vort eigið eðli, vora grátlegu nekt; hann sýnir oss sorgina beinlínis. Gjörið iðrun og yfirbót, segir hann; öxin er þegar reidd að rótum trésins, og hvert það tré, sem ekki ber góðan ávöxt, etc. Heyr þú, kristinn maður, hér skipar guð sjálfur þér að hryggjast, heyrirðu orð hans? skilurðu þau? Ó, litutn í kringum oss, sjáum oss til skelfingar, hvað manneskjurnar lieyra illa og skilja illa. Skygnumst inn í vort eigiÖ hjarta, og hlustum þar vel eftir, svo vér með ugg og ótta heyrum og skiljum þessa hróp- andans þrumurödd, hvar hún ómar með dauðans þunga í sálum vorum. Þegar skruggan dunar, verða menn felmtraðir, og flúa í felur, ef þess er kostur; en þegar réttlæti drott- ins allsherjar dunar af himni, þá daufheyrast margir. Af hverju kemur sú fyrirmunun inn í hjörtun? af því djöfullinn blindar þá svo þeir ímynda sér, að annaðhvort sé hér ekkert að óttast, ellegar að náðin sé þeim svo nærri, að alt af sé manni innan handar að ná í hana. En þá væri réttlæti ekki réttlæti, synd ekki synd, og sorgin ekki sorg. Ó, hversu oftlega erum vér ekki langt frá þvi að þekkja sjálfa oss, hversu langt erum vér ekki oft frá því, að þekkja hin svörtu undirdjúp syndarinnar og dauðans. Hversu oft erum vér langt frá því að geta skilið og með- tekið þetta Jesú evangelíum: Komið hingað þér, sem erfiðið og þunga eru þjáðir, eg skal endurnæra yður. —Æ, það er svo oft, að vér annað hvort ekki skiljum eða misskiljum þessi orð, er Kristur kallar erfiði og þunga. Vér heimfærum þessi orð svo oft upp á annað böl, en það eina rétta; en í sannleika er ekki annað böl til en syndin; því ef þessu böli er af oss létt, og vér fáum guðs náð og kærleika, hvað getur oss þá brostið, ef guð er með oss, segir postulinn, hver getur þá verið á móti oss, hver mun skiíja oss við kærleika Krists, þjáning eða þreng- ing, eða ofsókn eða hungur eða nekt eða háski eða sverð? Fyrst að eg er fullviss um, að hvorki dauði né líf, hvorki englar né höfðingjadæmi, hvorki hið nærverandi né hið ó- komna, hvorki hæð né dýpt, né nokkur önnur skepna mun geta skilið oss við guðs kærleika, sem er í Kristi Jesú, drotni vorum, Komið því allir, sem erfiðið og þunga eru þjáðir, og látiÖ endurnæra yður; þorsta yÖar og þrá eftir friði við guð getur enginn bætt nema hin ei- lífa svölunarlind sjálf. Komið, meðan frelsarinn kallar, komið fyr en sorganna straumar vaxa yður yfir höfuð og skola yður burtu. Ó, þeir eru fljótir að vaxa, áður en yður'varir hafið þér ekkert viðnám. Komið með öll yÖar tár, söknuð og sorg og breiskleika, og biðjið guðs góða son um endurnæring og hvíld. Hann vill meðtaka yður alla, því að fyrrabragði korn hann og bauð oss endurnæringuna; hjá honum er huggunin, hjá honurn endar öll sorg, því hjá honum er uppspretta lífsins. Æ, komum, og tökum gefins lífsins vatn. Ó, minn guð, sýndu oss vora sönnu sorg, syndina, svo að öll önn. ur sorg hverfi, en þessi eina sorg þrýsti oss til að flýja meðan tími er til í þinn blessaða föðurfaðm. Kom lífgun lýða lífs þá endar mál, vitnisburð blíðan ber í vorri sál, æðsta gleði að eiga erfa sá hér grét, það á dauða degi deyfir sorgarhret. ' Hjálparbrunnur helgasti, heyr því munninnn biðjandi; arfleiðslunnar innsigli á mitt hjarta set. — Amen.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.