Lögberg - 14.11.1935, Blaðsíða 8

Lögberg - 14.11.1935, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. NÓVEMBER, 1935. Úr borg og bygð Skuldar-fundur í kvöld (fimtu- dag) Dr. Richard Beck, prófessor viÖ rikisháskólann i North Dakota, kom til borgarinnar síÖastliÖið sunnu- dagskvöld, til þess að flytja hér hið gullfallega erindi sitt um Matthías Jochumsson, sem prentað er á öðr- um stað hér í blaðinu. Dr. Beck hélt heimleiðis á mánudagsmorgun. inn. Dr. Tweed verður staddur í Ár- borg á fimtudaginn þann 21. þ. m. Concert and Dance under the auspices of the Young People’s Club of the First Lutheran Church will be held on Tuesday, November iQth, at 8.15 p.m. in I.O.G.T. Hall. — Admission 25 cents. Ung stúlka, sem ætlar að ganga á verzlunarskóla í vetur (byrjar strax eftir jólin) óskar að fá dvöl á heim- ili þar sem hún getur unnið fyrir fæði. Upplýsingar fást hjá Colum- bia Press, Ltd.. sími 86 327. ALMENNINGJ til ÍHUGUNAR Heiðraði ritstjóri: Fyrir nokkrum vikum síðan þókn- aðist þér að birta skýrslu, sem var afleiðing rannsóknar fimtán manna nefndar, sem allir voru læknar, og voru útnefndir af einum ráðherra Englands, til að rannsaka hvaða á- hrif að víndrykkja hefði á bílstjóra landsins, og á þau slys, sem oft koma fyrir á alfaravegum. Mig langar til að minnast litið eitt á þessa skýrslu, því hún ætti ekki að gleyfnast. Þegar skýrslan kom fyrir þingið á Englandi 2. ágúst s.l. þá tók capt. Austin Hudson, skrifari ráðherrans, svo til orða, að bæði hann sjálfur og ráðherra opinberra ferðalaga og flutninga, sem hefði útvalið þessa 15 lækna í nefndina, myndu ekkert láta ógert til að framfylgja ráðleggj- ing nefndarálitsins, að reyna að gera alt, sem í þeirra valdi stæði, til að stoppa eða koma í veg fyrir þau 1 voðalegu slys, sem stöfuðu af á- | hrifuin vindrykkjunnar í sambandi við bílakeyrslu á þjóðvegum lands- ! ins. Síðustu orðin i skýrslunni sagði j hann að væru þess eðlis, að það yrði að gefa þeim eins mikla útbreiðslu og mögulegt væri, og hvert einasta dagblað í landinu ætti að gefa þeim rúm. Þar stendur: “Undir áhrifum víns trúir keyr- arinn því að hann geti keyrt betur; en sannleikurinn er sá, að dóm- greind og önnur líffæri eru snert af áhrifum vínsins og þessi áhrif koma oftast nær fram, ef vín er tekið nokkrum tíma áður en farið er að keyra, og sérstaklega ef tekið á fastandi maga (eða á undan fæðu). Capt. Hudson sagði líka að þessi staðhæfing væri mergurinn í allri skránni og vonaði að þjóðin tæki það með alvöru, sérstaklega þeir, sem keyrðu bíla. Nú er bróðir Oscar Olson há- templar kominn og farinn. Báðar stórstúkurnar og bindindisnefnd “Manitoba Temperance Aliance” héldu honum samsæti að kvöldi þ. 4. þ. m. og hér er óhætt að segja að íslendingar gæfu honum gullhring með mynd af Manitoba Buffalo, með stöfunum “I.O.G.T.” innan í honum. Við höfðum hátemplar að- eins einn og hálfan tíma, og hann notaði hann til að sameina stórstúk- urnar aftur og við vonum að það hafi áhrif á Svíana svo þeir komi til baka til okkar, ef það gæti styrkt bindindismálefnið. Við vorum öll mjög sár yfir því að mega ekki hafa bróður Olson lengur, en þeir réðu sem borguðu hans kostnað, svo við urðum að gera okkur ánægð með þann tíma, sem þeir gáfu okkur. Sjálfur var bróðir Olson mjög þreyttur, og mér þykir hann gera vel, ef honum tekst að komast heim aftur án þess að tapa heilsunni. Það tekur meira þrek heldur en nokkur meðalmaður á hans aldri hefir, að þola að ferðast á næturnar og halda 3 til 4 ræður á hverjum degi, en til þess er ætlast af honum hér í Canada og fyrir sunnan lika. Við vonum og óskum að hann korrtist heim aftur heilbrigður. , A. S. Bardal. Messuboð FYRSTA LOTERSKA KIRKJA Guðsþjónustur í Fyrstu lútersku kirkju næsta sunnudag, 17. nóv., verða með venjulegum hætti: Ensk messa kl. 11 að morgni og íslenzk messa kl. 7 að kvöldi. Sunnudagsskóli kl. 12.15. Séra H. Sigmar messar í Vídalíns kirkju næsta sunnudag klukkan 11 fyrir hádegi, offur í trúboðs- sjóð. Ársfundur safnaðar á eftir. —Guðsþjónusta í Hallson kl. 3 e. h. Allir velkomnir. Sunnudaginn þann 25. ágúst s.l. voru þessi ungmenni fermd í Hall- grímssöfnuði í Hólarbygðinni í Saskatchewan, af séra Guðm. P. Johnson: Valdimar Paul Paulson Jóhannes Paulson Gladys Sigurlaug Gudmundson Fhzabet Kristín Paulson. Ársfundur Lundar-safnaðar var haldinn sunnudaginn þann 10. nóv., kl. 3 e. h. í safnáðarnefnd voru kosnir: Mr. D. J. Lindal, forseti Mr. G. Backman, skrifari ■ Mr. W. F. Breckman, féhirðir Mr. Jón Björnsson og Mr. Skúli Sigfússon. í djáknanefnd voru kosnir: Mrs. D. J. Lindal Mrs. J. Eyjólfsson Mrs. Maria Runólfsson Mrs. W. F. Breckman og Mrs. H. Sveinsson. Fundurinn ákvað að hafa messur fyrsta og þriðja sunnudag í hverj- um mánuði. Hjónavígslur Mánudaginn þann 14. október s.l. voru gefin saman í hjónaband af séra Guðm. P. Johnson á heimili hans i Foam Lake, Sask., Miss Lillian Rosella Hoberg og Mr. Ed- win Haglof, bæði af sænskum ætt- um. Framtíðarheimili ungu hjón- anna verður að Elfros, Sask. Gefin voru saman í hjónaband í Treherne, Man., þann 6. þ. m., þau Mr. Sigurður Hjalti Eggertson, son_ ur hr. Árna Eggertssonar fasteigna- sala hér í borginni og Miss Carrie Luella Corbett, dóttir Mr. og Mrs. J. S. Corbett í Treherne. Rev. W. T. Brady framkvæmdi hjónavigslu athöfnina. Að henni aflokinni fór fram vegleg veizla á heimili brúðar- innar. Heimili ungu hjónanna verð- ur að Ste. 7 Thelma Apartments hér i borginni. Lögberg flytur ungu hjónunum hér með innilegar árnað- aróskir. Þann 26. september síðastliðinn voru gefin saman í hjónaband að heimili foreldra brúðarinnar í Sas- katoon, þau Miss Helen Florence Rekken og Mr. Jónas Flermann Johnson, sonur þeirra Mr. og Mrs. P. N. Johnson í Elfros, Sask. Dr. Nýlátinn er að Brown, P.O., Man., Jónatan Lindal, 87 ára að aldri. Var hann bróðir Ásgeirs Lin_ dal, er lézt í Seattle fyrir nokkrum árum. Messað verður í Lundar söfnuði næsta sunnudag þ. 17. nóv. kl. 2.30 e. h.—Samkvæmt ákvörðun á sein- asta ársfundi verður messað (á is- lenzku) fyrsta og þriðja sunnudag í hverjum mánuði kl. 2.30 e. h. Jóhann Fredriksson. Kjósið til bœjarfulltrúa 1 2. KJÖRDEILD — til eins árs — Séra Jakob Jónson prédikar í Wynyard á sunnudaginn kemur. Verður þessi prédikun helguð ald- arafmæli séra Mattríasar Jochums- sonar. Concert & Dance under the auspices of the Young Peoples Club, of the First Lutheran Church, on TUESDAY EVE., NOVEMBER I9th, tyZS' >n the I.O.G.T. HALL Commencing at 8.15 p.m. Admission 25C $24?s 'COMMODORE MISS AMERICA $2975 Li.DY MAXIM $2475 SENATOR For style, depend- ability and VALUE — a Bulova watch is beyond compare* Mánaðarlegar afborganir ef óskað—án vaxta. Thorlakson & Baldwin 699 SARGENT AVENUE WINNIPEG Messur fyrirhugaðar i Gimli prestakalli næstkomandi sunnudag, þ. 17. nóv., eru með þeim hætti, að morgunmessa verður í Betel á venjulegum tima, síðdegismessa kl. 2 í kirkju Víðinessafnaðar og kvöld- messa kl. 7 í kirkju Gimlisafnaðar. Mælst er til að fólk f jölmenni.— Á fimtudaginn í vikunni sem leið, varð bráðkvaddur í Hensel, N. Dak., bóndinn Jóhannes Sæmundsson, rúmlega sjötugur að aldri, vinsæll maður og vel metinn. Hann lætur eftir ekkju og uppkomin börn. Jarð- arför hans fór fram á þriðjudaginn. Þessa mæta manns verður nánar minst hér í blaðinu. 0. RHODES SMITH Fæddur í Manitoba; hefir átt heima í Winnipeg; 37 ár, og í 2. kjördeild sðastliðin 13 ár. Vann Rhodes náms- styrk, var þrjú ár í stríðnu, hefir átt sæti í háskólaráði, og er nú fyrirlesi við lagaskólann. Áður for- seti Blackstone klúbbsins. Er lög- fræðingur að lærdómi með ágætis vitnisburð. Merkið seðlinn Smith, C. Rhodes 1 Býðar sig fram til bœjarstjórnar í 2 kjördeild Hann er þeirrar skoðunar, að tillag til atvinnulausra kosti bæinn minna, se það greitt í peningum, og komi að betri notum. Hann fylgir því fram, að nauðsyn sé á sambandsláni til þess að endurnýja fjölda nú- verandi heimila og skapa með því atvinnu. Hann vill ekki láta borgarana greiða þvingun. ar-aukaskatt af á f ö 11 n u m sköttum. Hann vill láta koma upp Union Bus Station nú þegar. Hann krefst meiri athafna— minna skrafs. Merkið seðil yðar þannig: H. B. SCOTT Málverkum Mr. EMILE WALTERS af Islancli nú til sýnis i THE SIXTII FLOOR PICTURE GALLERIES hefir verið jafnað við sög-u hins norðlæga lands að mikilleik og1 göfgi. Myndin “Glacier Blink,” Jökulblik, þykir einkum stórkostleg í látleysi sínu. Þessi sýning, sem vakið hefir feikna athygli í New York og Pitts- burg fyrir skemstu, heldur áfram í ]>essum Picture Galleries til 23. nóvember. Yður er lijartanlega boðið að koma og sjá Málverkin. —Art Gallery, Sixth Floor, Donahl. AT. EATON CZ-n. WINNIPEG CANADA KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 Merkle framkvæmdi hjónavígsluna. Framtiðarheimili ungu hjónanna verður í Saskatoon. Lögberg árnar ungu hjónunum allrar blessunar. J. Walter Johannson Umboðsmaður NEW YORK LIFE INSURANCE COMPANY 219 Curry Bldg. Winnipeg íEmsltíD JEWELLERS Úr, klukkur, gimsteinar og aðrir skrautmunir. Giftingaleyfis bréf 447 PORTAGE AVE. Slmi 26 224 HAROLD EGGERTSON Insurance Counselor NEW YORK LIFE INSURANCF. COMPANY Room 218 Curry Bldg. 233 Portage Ave., Winnipeg Office Phone 93 101 Res. Phone 86 828 Sendið áskriftargjald yðar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar stefnu Co-operative Commonwealth Federation í Canada. Aðeins EINN dollar á ári sent póstfrítt Útgefendur The New World 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitob* Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast yreiðlega um alt. aem flutnlngum iytur, imlum *Si um. Hvergi sannffjaxnarm Tar* Heimili: 591 SHERBURN ST. Slml: 35 909 The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Fulova Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SARGENT AVE., WPG. Minniát BETEL 1 erfðaskrám yðar! STUDY BUSINESS At Western Canada’s Largest and Most Modern Commercial School For a thorough training, enroll DAY SCHOOL For added business qualifications, enroll NIGHT SCHOOL The Dominion Business College offers individual instruction in— SECRETARYSHIP STENOGRAPHY CLERICAL EFFICIENCY MERCHANDISING ACCOUNTAN CY BOOKKEEPING COMPTOMETRY —and many other profitable lines of work. EMPLOYMENT DEPARTMENT places graduates regularly. D0MINI0N BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, and St. John’s

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.