Lögberg - 14.11.1935, Blaðsíða 1
48. ÁRGrANGUB
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 14. NÓVEMBER, 1935.
NÚMER 46
DO(
Matthías Jochumsson
*«=>«
Lofsöngur
Ó, Guð vors lands! ó, Imds vors Guð,
vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn!
Úr sóllcerfum himnanna hnýta þér krans
þínir herskarar, timanna safn!
Fyrir þér er einn dagur sem þúsmid ár,
og þúsu/nd ár dagur, ei meir,
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður Guð sinn og deyr.
|: íslands þúsund ár :|
eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár,
sem tilbiður Guð sinn og deyr. i
Ó, Guð! ó, Guð, vér föllum fram
og fórnum þér brennandi, brennandi sál,
Guð faðir, vor Drottinn frá kyni til kyns,
og vér kvökum vort helgasta mál;
vér kvökum og þökkum í þúsund ár,
því þú ert vort ei/nasta skjól;
vér kvökum og þökkum með titrandi tár,
því þú tilbjóst vort forlaga-hjól.
|: íslands þúsund ár :|
voru morgu/nsins húmköldu, hrynjandi tár,
sem hitna við skínandi sól.
Ó, Guð vors lands! ó, lands virs Guð,
vér lifum sem bláktandi, blaktandi strá;
vér deyjum, ef þú ert ei Ijós það og líf,
sem að lyftir oss duftinu frá;
ó, vert þú hvern morgun vort Ijúfasta líf,
vor leiðtogi’ í daganna þraut,
og á kvöldin vor himneska hvild og vor hlíf,
og vor hertogi’ á þjóðlífsins braut;
|: Islands þúsund ár :|
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á Guðs-ríkis braut.
Úr borg og bygð
Mr. Magnús Magnússon frá
Roseau, Minn., kom til borgarinnar
á mánudaginn var, í heimsókn til
ættingja og vina.
Mrs. Anna Árnason frá Lang-
ruth, er nýkomin til borgarinnar og
hygst aÖ dvelja í vetur hjá systur
sinni, Mrs. Simpson, sem heima á í
Fort Garry.
Veitið athygli! Kvenfélag Fyrsta
lúterska safnaÖar heldur sinn árlega
Bazaar á miÖvikudaginn þann 20.
þ. m. í samkomusal kirkjunnar frá
kl. 3 til 10.30 aÖ kveldi. Framreidd-
ur verður kveldverður frá kl. 6 til
8, er kostar 25 cents fyrir manninn.
Skemtiskrá fer fram frá kl. 9 til 10
um kvöldið. Kaffi og ýmislegt
annað til hressingar verður á boð-
stólum allan þann tíma, er Bazaar
þessi stendur yfir. Vænta má að
fólk f jölmenni á þenna Bazaar kven-
félagsins og styðji með því gott
málefni. Mrs. Ó. Stephensen skip-
ar forsæti í nefnd þeirri, er undir-
búning þessarar Bazaar-samkomu
hefir með höndum.
Suður til Mountain, N. Dak., fóru
í þremur bílum á laugardaginn, til
þess að hlusta á erindi, er hr. Ásgeir
Ásgeirsson, fyrrum forsætisráðgjafi
íslands, flutti þar um kvöldið: Ás-
mundur P. Jóhannsson, J. Walter
Jóhannsson, J. J. Bíldfell, Árni
Eggertson, J. J. Samson, Einar P.
Jónsson, Lúðvík Kristjánsson og
frú, Hijálmar Gíslason, Rögnvaldur
Pétursson, Þorvaldur Pétursson,
Stefán Johnson og Bergthor Emil
Johnson. Ferðafólk þetta kom heim
aftur seinnipart sunnudags.
Miss Elín Sigurðsson, kenslu-
kona frá Lundar, Man., var stödd i
borginni síðastliðinn mánudag.
Mr. Grímur Heiðmann frá Glen_
boro, kom til borgarinnar á fimtu-
daginn var með unga dóttur sína til
lækninga. í för með honum var
tengdasystir hans, Mrs. Benedikt
Heiðmánn.
John J. Arklie, gleraugnafræðing-
ur, verður staddur á Hótel Lundar
á föstudaginn þann 22. þ. m.
Útvarpsræða um Matthías
Jochumsson.
Næstkomandi mánudag, 18. þ. m.,
flytur Dr. Richard Beck erindi á
ensku um séra Matthías Jochums-
son frá útvarpsstöðinni KFJM í
Grand Forks. Erindið verður flutt
kl. 5.15 síðdegis, og á þeim tíma á
mánudögum flytur Dr. Beck fram-
vegis erindi um bókmentir Norður-
landa. Þetta eru íslendingar í N.
Dakota og annarsstaðar beðnir að
athuga.
í Prestsembætti í Gimli presta-
kalli setti forseti Kirkjufélagsins,
séra Kristinn K. Ólafsson, séra
Bjarna A. Bjarnason, kosinn prest
þar, þ. 3. nóv. s.l. Fór innsetningin
fram við síðdegismessu í kirkju
Gimlisafnaðar og var fjöldi fólks
viðstatt, þar á meðal talsvert af fólki
úr Árnessöfnuði og Víðinessöfnuði
og úr þeim bygðum. Prédikaði for-
seti sjálfur við það tækifæri. Var
guðsþjónustan öll með hátíðarblæ og
fór fram hið bezta.—Á eftir fóru
fram rausnarlegar veitingar undir
umsjón kvenfélags Gimlisafnaðar.
—Almennur áhugi og góð samvinna
virðist nú yfirleitt ríkja þar í presta-
kallinu.
Þjóðræknisdeildin “Frón” heldur
fund i Goodtemplarahúsinu á mánu.
dagskvöldið kemur, kl. 8. Verður
þar margt til skemtunar og fróð-
leiks. Meðal annars flytur Dr. Ó-
feigur Ófeigsson þar ræðu, en hr.
Ragnar H. Ragnar leikur á pianó.
og Lúðvik Kristjánsson kemur fólki
til að hlæja. Þess er að vænta að
fjölment verði, því allir eru boðnir
og velkomnir.
The Young People’s Club of the
First Lutheran Chureh, will hold
their next meeting on Friday, Nov.
15th, in the Jon Bjarnason Academy
owing to the Silver Tea to be held
in the Church Parlors in aid of the
Jón Bjarnason Academy on that
evening.
íslenzku-skólinn á laugardögum
hefir á ný hafið starf. Hann er eins
og áður, undir stjórn Þjóðræknis-
félagsins íslenzka. í fyrstu var
kennaraskortur, en nú er bætt úr
því. Skólann sóttu síðastliðinn laug-
ardag um 60 börn og unglingar.
Kennararnir voru fjórir, en fleiri
fást ef þörf gerist. Eg vil leiða at-
hygli almennings að þessu tækifæri
til að nema íslenzku. Það eru enn
til unglingar í Wlinnipeg, sem kunna
nærri ótrúlega mikið í íslenzku.
Gefið þið unglingunum kost á því
að kynnast dálítið meir móðurmáli
ykkar og feðra ykkar. Þetta er tal-
að sérstaklega til þeirra, sem eiga
að ráða börnum og unglingum.
Skólinn hefst 9.30 á hverjum
laugardagsmorgni. Fjölmennið næsta
laugardag. Rúnólfur Marteinsson.
MRS. ANDREA JOHNSON
Á nýafstöðnu ársþingi samtaka
hinna sameinuðu bændakvenna í
Manitoba, höldnu í bænum Portage
la Prairie, var Mrs. Andrea John-
son í Árborg, kosin forseti þess fé-
lagsskapar. Mrs. Johnson hefir all-
mörg undanfarin ár látið mál þess-
ara samtaka mikið til sín taka og
haft forgöngu þeirra á hendi; var
meðal annars vara-forseti þeirra í
fimm ár auk þess sem hún hefir
verið ritari Árborgar-deildarinnar í
síðastliðin 14 ár; hefir hún mjög
gefið sig við samvinnumálum á ýms_
um sviðum og getið sér í hvívetna
hinn bezta orðstír,
MR. PAUL BARDAL
Mr. Bardal hefir átt sæti í bæjar.
stjórn síðastliðin f jögur ár, og getið
sér hinn bezta orðstir. Hann hefir
átt sæti/og skipað forsæti í mörgum
mikilvægum nefndum, er varða heill
borgarbúa; hann hefir verið forseti
Social Welfare nefndarinnar, vara-
formaður Unemployment Relief
nefndarinnar, meðlimur heilbrigðis,
sjúkrahúss og f jármálanefndar.
Hefir hann á öllum sviðum reynst
hagsýnn og samvizkusamur starfs-
maður, er með vaxandi æfingu má
vafalaust meira vænta af. Mr.
Bardal er fæddur innan vébanda 2.
kjördeildar og hefir alið þar allan
sinn aldur; honum er því af skiljan.
legum ástæðum flestum betur um
það kunnugt hvar skórinn kreppir.
Það er Islendingum vegsauki að
eiga í bæjarstjórn slíkan mann sem
Mr. Bardal er, og þeir láta vafa-
laust heldur ekki sitt eftir liggja
hieð því að tryggja honum kosningu
á föstudaginn þann 22. þessa mán-
þðar.
JUNIOR LADIES’ AID ELECT
OEFICERS AT FIRST
LUTHERAN
Tuesday the Junior Ladies’ Aid of
the First Lutheran Church, Victor
St., held their annual meeting. Fol-
lowing the reading of the annual re-
ports, the election of officers took
place, and the following were
elected:—
Hon. Pres.—Mrs. B. B. Jónsson
President—Mrs. E. S. Feldsted
Vice-Pres.—Mrs. G. F. Jónasson
Sec.—Mrs. Oliver G. Bjornson
Ass. Sec.—Mrs. F. Wienecke
Treas.—Mrs. T. E. Thorsteinson
: Ass. Treas.—Mrs. Ben Baldwin
Attendance—Mrs. S. Sigmar and
Mrs. J. Snydal.
Arrangements are being made for
a “St. Nicholas Tea” to be held Dec.
3rd.
Matthíasar-hátíð
Dýrðlegustu hátiðirnar eru ekki
fólgnar í dönsum og átveizlum.
Allir íslendingar í víðri veröld |
söfnuðust saman í anda 11. nóvem-
ber til þess að minnast Matthíasar
Jochumssonar og biðja “guð vors
lands” að blessa oss þann mikla auð,
sem hann arfleiddi oss að.
Winnipeg íslendingar söfnuðust
saman í Fyrstu lútersku kirkjunni
við þetta tækifæri og tóku þar allir
höndum saman án tillits til þeirra
skiftu skoðana, sem enn greinir þá
í andstæðar fylkingar á öðrum svið-
um.
Þetta átti einkar vel við því Matt-
hías var engra flokka maður, andi
hans öllum skyldur og öllum kær.
Skemtiskrá þessarar samkomu var
bæði f jölbreytt og vel valin.
Jón Bíldfell, forseti Þjóðræknis-
félagsins,stjórnaði henni og flutti
nokkur byrjunarorð. Að því loknu
söng söngflokkur “Ó, guð vors
<K=«« Matthías Jochumsson
(Aldarminniiig)
0, guð vors lands, hve heitt skal þakka þér
hvern þroskadraum, er andi skáldsins sér
og birtist oss í litum ljóðs og hljóms,
sem líf í auga nvútsprungins blóms;
hvert vamgjað orð, er lvfti mold í mann
og morgun inn í kvöldvökuna spann.
Drag skó af fótum, hér er lieilög jörð!
Nú hlustar ísland sjálft á messugjörð
síns æðsta prests, sem orti ljóðsins ljóð,
er lýsir fram í aldir heilli þjóð;
þess skálds, er gegnum málsins tröllatök
fékk túlkað lífsins þungskildustu rök.
Af himinfjöllum daggir drjúpa enn;
til dáða fæðast röskir vökumenn,
er klífa bergsins bratta eins og fyr
oprbraglist vorri helga nýjar dyr.
En Matthías er mestur enn af þeim,
sem munda spjót í andans regingeim.
Sjá-dagur rennur, — liimins opnast hlið!
Þó hverfi öld, er bjart um skáldsins svið :
þess sigurglæsta morg'unhetju mynd,
er meitluð inn í sérhvern fjallatind.
A enni barns sem aldurlinigins brá
má ímynd stærsta kraftaskáldsins sjá.
Komst nokkur hærra í helgri andagift
og hafði þjmgri Grettistökum lvft
en hann, sem geymdi Island alt í sál,
'þess ást og fögnuð, sorg og Hávamál?
Hans breiða anda yngir sérhver öld>
þó aðra feli gleymskuslæða köld.
Einar P. Jónsson.
lands” undir forustu Páls Bardals,
bæjarráðsmanns.
Ræður fluttu þeir: Dr. B. B.
Jónson, Dr. R. Pétursson og pró-
fessor Richard Beck. Séra Björn
talaði um sálma og andleg kvæði
skáldsins, séra Rögnvaldur um sögu-
fróðleik Matthíasar en prófessor
Beck um manninn og skáldið. Allar
voru ræðurnar snjallar og víða stór.
kostleg tilþrif. Skal því ekki lýst
hér, því þær verða óefað birtar í
heild sinni.
E. P. Jónsson, ritstjóri Lögbergs,
flutti frumort kvæði gullfallegt,
enda yrkir hann nú hvert kvæðið
öðru betra.
Að síðustu flutti séra Jakob Jóns-
son nokkur orð einkar fögur og las
upp tvö úrvals kvæði eftir Matt-
hías.
Milli ræðanna voru sungin íslenzk
kvæði; hafði Mr. Bardal valið þau
flest eftir Matthías og fór vel á því.
Það var ánægjulegt að sjá and-
stæðu öflin i íslenzku þjóðlífi sam-
einast í fullri einlægni við þetta tæki-
færi og datt mér í hug þessa visa
meðan samkoman fór fram:
Vort innra lif er orpið snjó,
sem andans blindar vegi;
en yzta lagið þiðnar þó
á þessum helga degi.
Sig. Júl. Jóhannesson.
MR. EMILE IVALTERS, listmálari
Mr. Walters er staddur i borginni um þessar mundir, í sam-
bandi við sýningu þá á málverkum hans af íslandi, sem stendur
yfir i T. Eaton Art Galleries á 6. lofti búðarinnar fram á þann 23.
nóvember. Þarna er um að ræða málverk af mörgum frægustu
sögustöðum á íslandi, er mörgum mun leika hugur á að sjá.
íslendingar fjölmenna vafalaust á þessa sjaldgæfu sýningu.