Lögberg - 14.11.1935, Blaðsíða 4
4
LÖGBBRG. FIMTUDAGINN 14. NÓVEMBER, 1935.
Högberg
Geflð út hvern firatudag af
THE COLUMBIA PRESS EIMITED
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba.
Utanáskrift ritstjórans:
ED'TOR LÖGBERG, 605 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Verd t3.00 urn drið—Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The Columbia
Press, Liraited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba.
PHONE 86 327
Skáldið af Guðs náð
Tölublat) Lögberg’s þessa viku, er í raun
ojí veru helgað aldarafmatli “skáldsins af
gmðs náð,” séra Matthíasar Jochumssonar,
æðsta prests íslenzku þjóðarinnar að fornu
og nvju. Ætlum vér að slíkt mælist -alment
vel fyrir, því svo djúp ítök á höfundurinn að
þjóðsöng vorum, Ó, guð vors lands, hvarvetna
í íslenzkum hjörtum og íslenzku vitundarlífi.
En þó þjóðsöngurinn minni oss að sjálfsögðu
tíðast á skáldjöfurinn, þá er þó vitanlega
sagan hvergi nærri með því öll sögð; f jöldinn
allur af ljóðum lians er stimplaður sömu
hrifningu og hinum sama hjartahita; um
mörg þeirra má með fullum rétti segja, að
þau séu “svo djúp, svo djúp, sem líf í heilli
þjóð.”
Sakir ferðalaga og margvíslegra anna
undanfarna daga, á ritstjóri þessa blaðs þess
engan kost, að minnast stórskáldsins í rit-
gerðarformi. Tillag hans í minningasjóðinn
verður því ekki annað en þau fáu erindi, sem
birt eru á öðrum stað liér í blaðinu. En úr
því er meira >en bætt með þeim bráðsnjöllu og
íturhugsuðu minningaskrifum, er fiutt voru
á minningarhátíðinni síðastliðið mánudags-
kvöld.
Þegar Matthíasar er minst, flýgur hugur
vor heim yfir hafið, með þá bæn hans undir
væng, að:
tslands þúsund ár
verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á guðsríkis braut.
Sérhvert Matthíasar minni, er jafnframt
Islandsminni, því að hann og þjóðin eru eitt
og hið sama.
Héðan og þaðan
i.
Allir kannast við skáldkonuna Nellie Mc-
Clung; eg man sérstaklega eftir henni þegar
hún var hér á ferð 1915; hún kom til þess að
leggja hönd á plóginn við það verk að koma
frá völdum Roblin-stjórninni. Hún hafði
samið stutt leikrit, þar sem þátttakendur voru
ráðherrar stjórnarinnar og sjálf lék hún for-
sætisráðherrann, Mr. Roblin.
Þessi kona var hér á ferð nýlega, flutti
ræður og las upp ljóð.
Hún talaði um yfirvofandi vandræði og
mintist á þá óhæfu að stjórnir Norðurálfunn-
ar verja auði þjóðanna í herflota þegar fólkið
sveltur. 1 þessu sambandi las hún eftirfar-
andi vísu, sem hún mun hafa ort sjálf:
“Frá himni Kristur liorfði klökkur niður
og herskip taldi Norðurálfu stjórna;
þar hungrað fólk um björg og miskunn biður:
“Hér birtast'’ sagði hann: “þakkir krossins
fórna. ’ ’
II.
Nýlega dó fullorðin íslenzk kona á St.
Boniface hospítalinu. Hún hét R. J. Davíðs-
son og munu flestir Islendingar kannast við
hana. Hún orti talsvert, og eru til eftir hana
ýmsar góðar vísur. Eg sá hana hér um bil
viku áður en lnin dó og var þá svo af benni
dregið að ekki heyrðist til hennar nema með
því að lúta alveg niður að henni: “ Viltu gera
svo vel að skrifa fyrir mig tvær stökur,”
sagði hún: “Eg gerði þær, þegar eg heyrði að
Matthías Jochumsson væri látinn. Eg gerði
þetta og vísurnar eru svona:
“Þó Matthías sá horfinn heim
og hætti því að ljóða,
við gleymum aldrei óði þeim,
sem orti skáldið góða.
Öðru vísi en aðrir menn
æfi sína bar hann:
bæði guð og barn í senn,
bróðir allra var hann.”
Mér þvkir þessar vísur svo fallegar, sér-
staklega sú síðari, að mér fanst þær eiga það
skilið að birtast á prenti.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Skáldið og maðurinn Matthías
Jochumson
(Ræða flutt á Matthíasar-hátíð Þjóðræknis-
félagsins í Winnipeg, 11. nóvember 1935).
Eftir prófessor dr. Richard Beck.
“Þökk fyrir handslagið hlýja!” Með
þeim orðum byrjar séra Matthías kvæði til
athafnamannsins og drengskaparmannsins
Ottó Wathne. Þau ummæli eiga framúrskar.
andi vel við sjálfan liann. Hverjum þeim,
sem kyntist honum persónulega, mun minnis-
’stætt óvenjulega fast og hlýtt handtak hans.
Og hlýleikinn, sem streymdi úr mjúkum
bjarnarhrammi lians, ]>egar hann lieilsaði eða
kvaddi, var sömu ættar og heitur undir-
stráumur vonhýrra og kærleiksríkra ljóða
lians, sprottinn upp af bjartsýni hans og
hjartahita. En kvæði hans eru löngum sem
framrétt bróðurhönd, boðberi samúðar og
sameiningar. Með þau og lífsstarf hans í
huga, getum vér því sagt hiklaust og einum
rómi: “Þökk fyrir handslagið hlýja!”
En. það var fleira en framúrskarandi hlý-
leikinn, sem gerði séra Matthías ógleyman-
legan, öðrum mönnum fremur, hverjum, sem
kyntist honum að nokkru ráði. Öll persóna
hans studdi að því. Ljóslifandi stendur hann
mér fyrir hugarsjónum: Mikilúðlegur og
garpslegur; “goðum líkur ... að svip og vexti
til að sjá,” eins og hann sagði um Snorra
Sturluson; leiftur-snör augun undir háu og
hvelfdu enni; yfirbragðið alt tigið og spak-
legt. Að ytri ásýndum var hann því sannur
sonur ættjarðar sinnar og vorrar, hins svip-
mikla lands andstæðnanna í ríki nátúrunnar.
1 tilbót hafði hann “gengið í skóla breið-
firskrar menningar á 19. öld, þar sem fult var
af stórskornu og einkennilegu fólki, sem var
eins og lifandi dæmi fomrar glæsimensku”
(S. Nordal). Hann bar því ósvikið mót heima-
lands síns og átthaga. Öllum, er sáu hann og
ekki voru því sjóndaprari andlega, var það
auðsætt, að hann var ekki neitt hversdagis-
menni. Hann var eigi aðeins andlega skyldur
íslenzkum fornskáldum og þjóðskörungum;
hann minti mann engu miður á þá að líkam-
legu atgjörvi.
Bókmentaleg afrek séra Matthíasar voru
einnig í fullu samræmi við stórbrotna persónu
hans. Verða þau stórvirki hans, sem vitan-
lega era misjöfn að gæðum og gildi, enn þá að-
dáunarverðari, þegar litið er á lífskjör hans.
Sigurbraut hans var alt í senn—hlykkjótt,
g'rýtt og brött; nærri lá, meira að segja, að
hann lenti á algerlega rangri hillu í lífinu.
Þrítug'ur lýkur hann námi; verður síðan að
hafa bókmentaiðju sína í hjáverkum frá tíma-
frekum störfum og margskonar veraldar-
vastri þangað til hann er hálfsjötugur. Fram-
an af árum skullu auk þess á honum hvað eft-
ir annað reiðarslög hinna þyngstu harma.
Eigi létu þær raunir hann ósnortinn, jafn til-
■ finningaríkan mann, þó sorgin yfir ástvina-
missinum yrði honum að dýrum perlum skáld-
skapar líkt og Agli forðum. A séra Matt-
liíasi sönnuðust orð sjálfs lians:
“Guðs-manns líf er sjaldan happ né hrós,
heldur tár og blóðug þyrni-rós.”
Þrátt fyrir það, varð hann frjósamastur ís-
lenzkra skálda að frumsömdum verkum og
þýðingium. Ilefir hann því bersýnilega borið
í brjósti brennandi þrá til andlegrar starf-
semi.
Ilitt viðurkendi séra Matthías sjálfur, enda
má sjá þess merki í list hans og verkum, að
hinar andvígu aðstæður, sem hann átti svo
lengi við að stríða, drógu drjúgum úr þroska
hans: “Þess geldur hnekkis mitt gáfnaskar,
að gæfan ekki mér betri var.” I klökkum
ljóðlýium talar liann um “týndu bragarblóm-
in„” sem enginn bæti sér. Ekki er það þá
heldur auðmetið, hve mikils íslenzkar bók-
mentir fóru á mis við það, að þjóð vor hlynti
eigi sem skyldi að afburða ljóðgáfu séra
Matthíasar meðan hann var á bezta skeiði að
aldursárum.
Fjölhæfni hans í bókmentagerð var á borð
við frjósemi hans. Hann markaði spor í
menningarsögu þjóðar sinnar sem ritstjóri,
ritgerða-höfundur, leikrita- og ljóðskáld. Rit-
verk hans eru hvorutveggja í senn mikil að
vöxtum og fjölbreytt að efni.
Um sex ára skeið (1874-80) var hann rit-
stjóri “Þjóðólfs” helzta stjórnmálablhðs ís-
lands á þeirri tíð; síðar gaf hann út hálfs-
mánaðarblaðið “Lýð”; og fram á efstu ár
birtust stöðugt ritgehðir og styttri greinar
eftir hann í íslenzkum blöðum og tímaritum.
Yrðu slíkar ritsmíðar hans mikið safn og
fjölskrúðugt, væru þær gefnar út í einni heild.
Samtíðarmenn séra Matthíasar gerðu, marg-
ir hverjir, lítið úr blaðamensku hans og hlut-
deild hans í íslenzkum þjóðmálum; brugðu
honum ósjaldan um stefnuleysi í þeim efnum.
Eins og Þorsteinn ritstjóri Gísla-
son, sem ítarlegast hefir ritaÖ um
þessa hlið á starfi skáldsins, bendir
á, var sá dómur hvergi nærri með
öllu réttmætur eða á rökum bygður.
Að þeirri niðurstöðu hlýtur hver sá
að komast, er les blöð þau er séra
Matthías var ritstjóri að, sæmilega
gaumgætnega og hlutdrægnislaust.
Þar kernur ótvírætt í ljós, eins og
víðar í ritum hans, að hann var
miklu fastari í rásinni í stjórnmála-
skoðunum heldur en alment var lát_
ið í veðri vaka. Hitt er jafn-satt,
eins og ýmsir hafa réttilega lagt á-
herzlu á, að hann var lítill mála-
fylgjumaður í blaðamensku sinni og
þj óðmála-afskiftum, alt annað en
bardagamaður á þeitn sviðum, og
enginn flokksmaður. Hann var alt
of frjálslyndur og víðsýnrt til þess,
að láta f jötrast á flokksklafa, og líta
á málin gegnum lituð gleraugu ein-
hliða flokksfylgis. Sem blaðamað-
ur, eigi siður en skáld, var hann
“sættandi og samþýðandi,’’ þjóð-
fræðari, er vildi “glæða heilbrigt og
j hlutdrægnislaust almenningsálit, al-
menna framfarastefnu i landinu,
bygða á frjálslyndi, viti og réttvísi.”
Auk aragrúa ritgerða og greina í
: blöðum og timaritum, skrifaði séra
I Matthias þrjár ferðasögur (Chi-
cago-för mín, Frá Danmörku og
j Ferð um fornar stöðvar) og æfisögu
sína (Sögukaflar af sjálfum mér).
Eru þær alfar einkar skemtilegar;
stíllinn skáldlegur, með miklum f jör.
sprettum, leiftrandi tilþrifum í máli
og hugsun. Bréf hans — og gott er
til þess að vita, að úrval þeirra er
nú á uppsiglingu — eru með sama
aðalsmarki ritsnildar hans og anda-
giftar.
Að bókmentagildi standa leikrit
séra Matthíasar langt að baki beztu
kvæðum hans; þó eru þau hvergi
nærri ómerkileg i sögu íslenzkra
sjónleikja; enda var hann einn af
brautryðjendum þeirrar bókmenta-
greinar með þjóð vorri. Fyrsta
leikrit hans,* Skugga-Sveinn (Úti-
legumennirnir), samið þegar hann
var hálfþritugur, er að vonum
hvergi nærri laust við smíðalýti, en
ber jafnframt órækan vott um ríka
dramatíska gáfu höfundarins. Þjóð-
legur blær leiks þessa og söngvarnir
prýðilegu, sem fléttað er inn í frá-
sögnina, munu þó mest hafa stutt að
því, að gera hann jafn framúrskar-
andi vinsælan og raun er á orðin.
En Skugga-Sveinn hefir leikinn ver-
ið oftar en ioo sinnum austan hafs
og vestan. Frá dramatísku sjónar-
miði kveður þó óneitanlega meir að
hinu sögulega leikriti séra Matthías_
ar, ”Jón Arason,” þó það sé engan
veginn gallalaust. Hinn aldni bisk-
up, einn af uppáhaldsmönnum
skáldsins, er aðsópsmikill á leiksvið-
inu eins og hann var í lifanda lífi; og
fleiri persónur leiksins eru með ó-
menguðum veruleikablæ. Margar at_
burðalýsingarnar eru einnig sannar
og áhrifamiklar. Réttilega komst
danskur bókmentafræðingur svo að
orði um leikrit þetta: “Hvað sem
öðru líður, þá má sjá, að hér hefir
skáldeyra heyrt mannshjörtu slá”
(Olaf Hansen).
Ekki er heldur neinum blöðum um
það að fletta, að ljóð séra Matthías-
ar munu lengst halda minningu hans
á lofti í huga þjóðar vorrar og bók-
mentasögu hennar. Þau sýna oss
glegst auðuga og fjölþætta skáld-
gáfu hans, og manninn sjálfan. Ó-
litil fjölbreytni er þar í efnisvali,
meiri andstæður en maður á að
venjast í ljóðum islenzkra skálda;
hvað mest ber þó á tækifæriskvæð-
unum. Hann hefir orkt sæg ættjarð-
arljóða, hátíðakvæða og erfiljóða.
Þau eru hvergi nærri öll, né heldur
einstök þeirra, með sama snildar-
bragði. Skáldfákur hans er stund-
um brokkgengur, eða fælist með
hann. Annars er það hreint ekkert
undrunarefni, svo að eg breyti til
um samlíkinguna, þó víðfeðm land-
areign séra Matthíasar í ríki ljóð-
listarinnar sé misjöfn að gróðri og
fegurð, urðir og flög blasi við sjón.
um milli fagurprúðra gróðurblett-
anna.
Hitt er þó miklu tíðar, og stórum
ljúfara að minnast, að kvæði hans
eru máttug, fögur og sérkennileg.
Verður það einkum með sanni sagt
um stórfeld söguljóð has, erfiljóð,
minningarkvæði og ódauðlega sálma
hans. Andagift hans, ímyndunar-
auðlegð hans og fágæt orðsnild,
njóta sín þar ágætlega. Sama máli
gegnir um svipmikil náttúruljóð
hans, eins og kvæðið “Skagafjörð-
ur,” sem raunar er sögulegt að öðr-
um þræði, eða hið regineflda kvæði
“Hafísinn.” Arnsúgur er í flugnum
og myndagnótt með afbrigðum í
ljóðlínum sem þessum:
“Hvaj er haf ið ? Alt er ísköld breiða,
eins og draugar milli leiða
standa gráir strókar hér og hvar.
Eða hvað? er þar ei komin kirkja?
Kynjamyndir! hér er létt að yrkja:
hér eru leiði heillar veraldar.
Hundrað þúsund kumbla kirkju-
garður,
kuldalegt er voðaríki þitt,
hræðilegi heljararður!
hrolli slær um brjóstið mitt.”
, Hér sem annarsstaðar, sézt það
ljóslega, að skáldinu lætur sérstak-
lega vel, að mála myndir sinar í stór.
um dráttum. Söm er andagiftin í
kvæðum eins og “Leiðsla,” en þar,
eigi síður en í mörgum sálmum
hans, er það fegurðin og innileikinn,
sem heilla hugann, fremur en kyngi-
krafturinn. Dýrleg útsýn hlær við
augum skáldsins, ef'horfir “sem örn
yfir fold” af hátindum andans:
“Eins og heilög guðs ritning lá
hauður og sær,
alt var himnesku gull-letri skráð,
meðan dagstjarnan kvaddi svo dá-
semdarskær
eins og deyjandi guðs-sonar náð.”
Mælska séra Matthiasar, hið fá-
gæta vald hans á móðurtungu sinni,
lýsir sér einnig kröftuglega í þessum
og öðrum afbragðskvæðum hans,
sem eru “hrynhendur listar og lífs.
í höndum hans var íslenzkan
“hundrað strengja harpa.” Og brag-
list hans var engu- minni en orðsnild
hans; hann er jafnvígur á gamla og
nýja bragarháttu. Haftn hefir drukk_
ið svo djúpt af lindum íslenzkra
fornkvæða og sagna, að málblær
þeirra er runninn honum í merg og
bein; engu skálda vorra hefir orð-
gnótt þeirra legið léttara á tungu.
Meistaralega og sérkennilega fellir
hann saman nýtt og gamalt í orða-
lagi og samlíkingum. Eigi er það þá
nein tilviljun, að hann hefir sungið
íslenzkri tungu hinn dýrasta lof-
söng, sem henni hefir enn kveðinn
verið, í kvæðinu alkunna til íslend-
inga hérna megin hafsins.
“Hvað er tungan?—Ætli enginn
orðin tóm séu lífsins forði,—
hún er list, sem logar af hreysti
lifandi sál í greyptu stáli,
andans form i mjúkum myndum,
minnissaga farinna daga,
flaumar lífs, i farveg komnir
fleygrar aldar, er striki halda.
Tungan geymir i tímans straumi
trú og vonir landsins sona,
dauðastunur og dýpstu raunir,
darraðar-ljóð frá elztu þjóðum;
heiftar-eim og ástar-bríma,
örlaga-hljóm og refsidóma,
land og stund í lifandi myndum
ljóði vígðum — geymir í sjóði.”
Og það var einmitt hin einstæða
orðsnild og bragsnild skáldsins, sam.
fara knýjandi þörf hans á, að veita
öðrum hlutdeild í andlegum verð-
mætum, sem gerðu hann að afburða
þýðara. Flestum, ef eigi öllum
fremur, hefir hann auðgað íslenzkar
bókmentir að þýðingum á snildar-
verkum heimsbókmentanna. Hann
gekk á hólm við Shakespeare,
Byron, Ibsen og Tegnér; og óx
drjúgum af þeim fangbrögðum.
Hreinasta snild er t. d. yfirleitt á
þýðingu hans af Manfred. Hann
lætur sér annast um, að reynast trúr
hugsun og anda frumritsins, en er
enginn bókstafsþræll; enda verður
honum það stundum að fótakefli, að
hann heggur ekki nógu nærri hinu
upprunalega orðalagi.
Á þá við, nær málslokum, að fara
nokkrum orðum um hiná merkilegu
persónu skáldsins og lífshorf hans.
Björnstjerne Björnson komst eitt
sinn svo að orði, að skáldin ættu
að standa í samskonar sambandi við
rit sín eins og bankarnir við seðla
þá, sem þeir gefa út; nægur gull-
forði yrði jafnan að vera til trygg-
ingar i kjallaranum. Það var hverju
orði sannara um séra Matthías.
Heitt og mannúðarríkt hjarta slær
jafnan að baki ljóða hans; þau eru
þrungin lífsgleði og bjartsýni, óbif-
anlegri trú á sigur hins sanna og
góða, á tign og mátt mannsandans,
mannást og bjargfastri guðstrú.
Hann yrkir um “Dettifoss”:
“Þó af þínum skalla
þessi dynji sjár,
finst mér meir, ef falla
fáein ungbarns tár.”
“Skáldið af náð! með fangið
varma og víða,” kvað íslenzkur
skáldbróðir séra Matthíasar um
hann látinn. Ekki var það mælt út
í bláinn; samúðarfaðmur hans náði
langt út fyrir landsteina Islands.
Hann var að vísu ramíslenzkur, en
engu að síður sannur heimsborgari,
sem vel hefði getað sagt með forn-
skáldinu rómverska: “Ekkert mann.
legt tel eg mér óviðkomandi.” Vel-
ferð mannkynsins alls lá honum
þungt á hjarta ; hamfarir heimsstyrj-
aldarinnar skáru hann inn í hjarta-
rætur, eins og fram kemur eftir-
minnilega í minningarkvæði hans
um Shakespeare (1916) :
“Heyri Albion,
heyri allir lýðir
orð áttræðs manns
frá Ultima Thúle—
heyr þau Urðarorð
að með ofríki
aldregi vinnast
hin æðstu gæði.
Sú ein þjóð
mun sigri hrósa,
er bezt skilur
sína beztu menn;
allur ofstopi
er auðnuleysi,
því að rétt og satt
skal ráða heimi.
Heyr þú, heyr
höfuðengill skálda:
Sér þú eigi hið vitstola
veraldarstríð ?
Tak lúður þinn
og lát hann gjalla
ógnar-orði
yfir æði þjóða!
Blás hinar bölvuðu
banavélar
niður fyrir Niflheim
og Nástrandir.
Blás í brottu
blóðs og tára
syndaflóð
fyr en sekkur fold.
Blástu, blástu
bruna heiftir
blindra lýða
brott af jörðu!
Blástu, blástu
bræðra sættir,
vek úr álögum
vitstola þjóðir!”
Séra Matthías var frjálslyndið
sjálft i trúmálum, en jafnframt eld-
heitur trúmaður. Hnn sá morgun-
roða eilífs dags á harma- og heljar-
skýjurn jarðneskrar tilveru:
“Það dagar, það dagar
við dularhafsbrá
og ómarnir berast mér
æðri ströndum frá.”
Og sú eilifðarvissa er einhver
allra sterkasti strengurinn í lífsskoð-
un hans og ljóðum, grunntónn f jöl_
margra þeirra.
Eg átti því mikla láni að fagna að
kynnast séra Matthíasi persónulega
veturinn áður en hann dó; hann var
þá nær hálf-níræður og bar að von-
um nokkur ellimörk. En ógleyman-
legt er mér það, hversu ungur hann
var í anda og bjartsýnn; lífsfjörið
geislaði af honum. Með lofsöng
vorsins á vörum heilsaði hann sólar-
laginu, því að hann var þess fullviss,
að morgunsins væri eigi langt að
bíða.
+ Borgið LÖGBERG!