Lögberg - 14.11.1935, Blaðsíða 3
LÖGrBERGr, FIMTUDAGINN 14. NÓVEMBER, 1935.
Moskva
Eftir Finn Halvorsen.
Það er ekki margt að sjá þegar
maður fer með járnbrautarlest frá
Leningrad til Moskva. Nóttin er
skollin á og rigning hjálpar til að
gera náttmyrkrið sem svartast. Ein_
staka sinnum sér maður bregða fyr.
ir gulrauðum glampa af báli og sér
einhverja leppalúða, sem eru að
hreiðra um sig umhverfis það. Svo
gránar fyrir degi. Holdvotir og
syfjaðir bændur ösla eftir vegum,
sem ekki eru annað en brún forar-
rás í gegnum græn engi og regnvota
birkiskóga. 1 kálgarði nokkrum
stendur ung stúlka. Hún hefir stytt
sig svo hátt, að það skín i læri henn.
ar rauðblá af kulda. Hefir hún
gert það til þess að pilsið dragist
ekki ofan í rennvott kálið.
Sérkennileg rússnesk þorp, eins
og maður hefir kynst þeim af mynd-
um, fljúga fram hjá. Það eru
timburkofar, grágulir af elli og á-
hrifum veðurs og vinda. Það eru
samskonar hús og maður sér í
Tyrklandi, gluggar í þéttri röð á
framhlið og útskorinn dyraumbún-
aður, eins og á húsum í Litlu-Asíu.
Það eru líka þessi hús, sem setja
svip sinn á elztu borgarhlutana
Moskva. Þar eru þau þó reisulegri,
oftast tvær hæðir. En það, sem
vekur mesta eftirtekt í Moskva, er
miðborgin og gamla vígið Kreml,
hlaðið úr steini. Og maður finnur
þegar, að borgin er með alt öðrum
svip heldur en Leningrad. Moskva
er falleg og miklu sérkennilegri
heldur en borgin, sem Pétur mikli
byrjaði að reisa eftir evróþeiskri
fyrirmynd i mýraflóunum innan við
Kronstadt. Múrveggurinn með
skotraufunum umhverfis Kreml,
sem skýtur upp tveimur oddhvöss-
um turnum, minnir helzt á múrana
umhverfis gömiu Róm, eða máske
fremur á múrinn umhverfis Seralj í
Miklagarði. Og það borgar sig að
ferðast til Moskva bara til þess að
sjá hið mikla torg hjá Kreml. Við
annan enda þess er hvolfþak Basil-
iku-dómkirkjunnar. Ef maður lygn-
ir augunum, lítur hún út eins og
vöndur af rauðum blómum, sem
liallast hvert að öðru. Framan við
kirkjuna er .hinn gamli grafreitur,
stór, kringlóttur hóll, sem minnir
mann á hið eldgamla griska fórnar-
altari í Syrakusa.
Gegnt torginu er Kreml-múrvegg.
ur hvítkalkaður, til þess að hið kol-
svarta marmaraminnismerki Lenins
beri betur af við hann. Faðir komm-
únismans hefir fengið hér veglegan
hvíldarstað. Það er bara leiðinlegt,
að í sumar fá ferðamenn ekki að
fara nema inst í ganginn að gröfinni.
Þar er harðlokuð hurð með hinu
egypska merki, hamrinum og sigð-
inni innan í rósabaug. Vér fáum
ekki að sjá lík Lenins í glerkistunni.
árér fáum ekki heldur að koma inn
í Kreml, þar sem stjórnin hefir
skrifstofur sínar og Stalin heldur til.
Það er sagt að hinar margítrekuðu
morðtilraunir hafi kent hinum nýju
valdhöfum í Rússlandi að gæta jafn
mikillar varúðar og keisarinn, sem
svaf aldrei tvær nætur í sama her-
bergi.
En það er eigi aðeins Kreml að
þakka, að meira gaman er að fara
um Moskva heldur en Leningrad.
Það er bersýnilegt, að Sovjet kostar
kapps um það, að höfuðborg lands-
ins liti vel út. Götum og húsum er
yfirleitt vel við haldið. Hér eru
færri rúður brotnar og fólkið er bet.
ur til fara en í Leningrad.
En Moskva er líka miðstöð hins
kommúnistiska áróðurs. Hér er
fyrirmyndin, ef maður má svo að
orði kveða. Hér eiga menn að geta
séð hve hörmulegt var ástandið í
Rússlandi áður, og hve ágætt það er
nú.
Til byltingarsafnsins er stöðugur
straumur af rússneskum æskulýð.
Þar á hann að kynnast sannleikan-
um. Leiðsögumenn sýna þeim mynd.
ir af óðalseigendum, sem létu húð-
strýkja bændurna. En þeir segja
ekkert um sonarsyni þessara bænda,
sem nú fá margra ára fangelsisvist,
eða eru blátt áfram skotnir, fyrir
hinar sömu yfirsjónir, sem afar
þeirra og langafar voru hýddir fyrir.
Þegar bændur í aþján voru matar-
lausir, fóru þeir heim á herrasetrin
og fengu þar mat, ekki vegna mann-
kærleika húsbændanna, heldur vegna
þess, að húsbændurnir sáu, að það
voru lítil búhyggindi í þvi, að láta
verkafólkið drepast úr hungri. En
nú er það svo, að ef svokallaður
frjáls bóndi verður matarlaus og fer
til hins opinbera og biður um mat,
þá er honum aðeins svarað : Þú hef-
ir ekki um neitt að kvarta!
Maður heyrir margar sögur -um
þetta í Rússlandi. Allur þorri fólks.
ins hlustar á boðskap þann, sem þvi
er sagt að trúa, en hefir ekki hæfi-
leika til að hugsa sjálft. En vex
ekki óhugur þess jafnt og þétt eftir
því sem meira djúp verður á milli
hinna gullnu loforða, og þeirrar
reynslu, sem fram kemur við það
líkamlega?
í Baisilikus-dómkirkjunni, gim-
stein hinnar gömlu rússnesku kirkju,
blasa hin nýju sannindi við manni,
skráð á stór pappaspjöld, boðskapur
Lenins til huggunar fyrir þá, sem
kynnu að verða fyrir vonbrigðum:
“Trúarbrögð eru til einkis gagns
fyrir verkafólk.” — “Trúarbrögð
eru sem ópíum fyrir fólkið.”
Af hinum 8oo kirkjum, sem tald-
ar voru í Moskva fyrir byltinguna,
eru nú aðeins um 30 eftir, þar sem
prestum er leyft að prédika. Hinar
hafa verið gerðar að guðsníðslu-
söfnurn, klúbbum og geymsluhús-
um.
Þetta telur Sóvjet ágætan árang-
ur af starfi sínu að gera lýðveldið
með 160 miljónum íbúa að fyrir-
niyndarríki í heiminum.
En þó vilja kommúnistar heldur
sýna ferðamönnum þau fyrirtæki og
stofnanir, sem þeir hafa komið upp
og virðast sérstaklega eiga heima i
Moskva. Á þessu ári var neðan-
jarðar járnbrautin í Moskva opnuð.
t hinuirt rússnesku blöðum, sem út-
lendingar fá helzt ekki að sjá, stóð
þá að þetta væri hin fyrsta neðan-
jarðarjárnbraut í heimi. Þau blöð i
Moskva, sem gefin eru út á ensku
og frönsku, létu sér nægja að segja,
að þetta væri hin fallegasta neðan-
jarðarjárnbraut í heimi. Og það
er satt, hún er falleg, enda þótt neð-
anjarðar járnbrautirnar í hinum
höfuðborgum álfunnar hafi máske
verið eins fallegar á meðan þær voru
nýjar. En það er athyglisverðast
hvað þetta mikla fyrirtæki, sem hef.
ir kostað óhófleg ósköp, stingur
mjög hastarlega i stúf við fólkið,
sem á að nota það.
Með barnalegu stærilæti, sem
kemur manni til að vikna, sýna
kommúnistar nýju verksmiðjurnar
og íbúðarhúsin í úthverfum Moskva.
En menn fá ekki að skoða þetta ná-
kvæmlega. Þessar verksmiðjur eru
fáar og fátæklegar á móts við verk-
smiðjur þær, sem ítalir hafa reist á
miklu skemtri tíma. Og íbúðarhús.
in! Já, hvað mundi ekki Arbejder-
bladet í Ósló bölsótast út af ógeðs-
legum og þröngum verkamannahí-
býlum, sem undir eins yrði að rífa
niður og byggja önnur í staðinn, ef
bæjarstjórnin í Ósló byði verka-
mönnum upp á slíkt!
Þetta er ekki sagt til þess að hæð-
ast að hinum rússnesku kommúnist-
um fyrir það, að þeir reyna að bæta
kjör sín og sinna. En maður á að
líta á hinn geisilega misnlun, sem er
á Rússlandi og Noregi, mismuninn á
því, þar sem ekkert er einu sinni
hálfgert og ástandið hlýtur að vekja
meðaumkun allra, og á ríki, seni er
komið svo langt, að þjóðinni líður
þar eins og þeim þjóðum, sem líður
allra bezt.
Er það þá vegna fáfræði eða
hræsni, að angurgapar Stalins út-
básúnera það fyrir gapandi lýðnum,
að verkamannabústaðir og önnur
svipuð fyrirtæki sé rússnesk upp-
fynding?
í Moskva og ýmsum öðrum borg-
utn hafa kommúnistar komið upp
sérstökum vinnustofnunum fyrir
lauslætiskonur. Ferðamennirnir
fengu að koma inn í eina slíka stofn.
un. Meðal norsku ferðamannanna
var læknir og hann gat ekki á sér
setið að tala með skelfingu um það
hirðuleysi, sem þar ætti sér stað í
meðferð lækna stofnunarinnar á
þeim stúlkum, sem voru með kyn-
ferðissjúkdóma. Flestar stúlknrnar
unnu í spunastofu, sem var áföst
hælinu. Ein þeirra sat í herbergi út
af fyrir sig og var að lesa í nokkurs
konar stafrófskveri, með myndum
af flugvélum og stuttum leiðbein-
ingum til þess að komast inn í
leyndardóma fluglistarinnar. Stúlk-
una átti að taka í flugliðið, og hún
hafði þegar fengið titilinn “stúdent.”
Eftir að vér höfðum fengið að vita
þetta, skildum vér hvernig á því
stóð, að það var verið að fræða oss
um það hvað eftir annað, að fjórði
hluti íbúanna í Moskva væri stú-
dentar.
Hinar fyrverandi létúðardrósir
virtust yfirleitt í bezta skapi. Sér-
staklega þrjár eða fjórar, sem sátu
saman og voru að læra að blása
horn. Þegar kvenfólkið, sem var í
ferðamannahópnum, var gengið út
úr þessum stað, og ekki voru aðrir
eftir en karlmenn, byrjuðu þessar
hornablástursgyðjur æsandi “kon-
sert,” sem var alls óskyldur þeirra
kommúnistiska afturhvarfi.
Hefir kommúnismanum orðið það
ágengt að gera Rússa að nýjum
mönnum? Getur það verið, að ný
hugsjónastefna hafi farið eldi um
sálir f jöldans og gert alla að sann-
trúuðum, sjálfsafneitandi forvígis-
mönnum nýrrar lífsskoðunar og
skoðunar um þjóðskipulag? Fram-
andi manni er erfitt að svara þeirri
spurningu.
í svip Moskva eru margvíslegir
drættir, sem minna á það, hvaða ör-
lög liafa yfir borgina dunið, en eng.
inn einasti. dráttur ber þess merki,
hver er hugsunarháttur borgarbúa
nú, né hvernig þeim er innanbrjósts
í dag. 1 sólskini um miðjan dag
ber borgin aðeins svip hinnar kyn-
blöndnu fegurðar frá Asíu, sem er
alvarleg og ógnandi.
En hver verður svipur borgarinn-
ar, þegar hún afklæðist öllú skart-
inu og hverfur inn i dimma nóttina
—þegar hún, eins og allar aðrar
stórborgir, liggur andvaka og hvíslar
öllum leyndarmálum sínum að hinu
miskunnsama og skilningsgóða
myrkri ?
Ferðist maður um nótt í Moskva,
þá opnast manni máske önnur og
merkilegri útsýn yfir borgina og
Rússland, eins og það er nú, heldur
en hinir kommúnistisku leiðsögu-
menn hafa leyfi til að lýsa.
—Lesb. Mbl.
Fréttabréf
frá Vogar 2. nóv. 1935.
Þá er nú sumarið liðið, og vetur-
inn genginn í garð. Þess varð vart
fyrir þrem dögum, þvi þá hlóð niður
ísingu nær allan daginn, sem er fá-
títt hér i landi. Má því kalla að
hér sé nú haglaust fyrir gripi. Frost
hefir verið mikið þessa daga, svo
manheldan ís hefir lagt á vatnið á
sundum og milli eyja, sem er óvana.
legt um þetta leyti.
Tíðin hefir verið nokkuð mis-
lynd síðastl. sumar. Vorið var þurt
og lcalt framan af, en með júni tók
að rigna og hlýna. Tóku menn því
með fögnuði, því undanfarin þrjú
sumur hafa verið meinlega þur. Um
miðjan júní leit vel út með grasvöxt,
og annað, sem úr jörðu sprettur, en
síðast í júní fór að rigna helzftil
mikið. í júlí rigndi fram úr hófi
Vegir urðu ófærir, svo samgöngur
hindruðust að mestu. Enda járn-
brautin þvoðist burt á kafla. Öll úti-
vinna stöðvaðist og heyskapur varð
ekki byrjaður fyr en talsvert seinna
en menn höfðu búist við, því gras-
vöxtur var ágætur. Ágúst var
skárri, en þó rigndi þá oft til skaða,
en allgóðir kaflar komu á milli. 1
september var óstilt tíð, svo sjaldan
var sama veður degi lengur. Þó
rigndi þá aldrei mikið í einu, en svo
oft að hey hirtist illa. Heyskapur
gekk því seinlega og var ekki lokið
hjá allmörgum fyr en í október.
Engjalönd fóru víða undir vatn og
urðu ekki notuð, en hálendi alt var
vel sprottið, sem graslaust hefir ver.
ið undanfarin ár. Munu því flestir
bændur hafa aflað nægilegra heyja,
en búast má við að þau verði ódrjúg
fyrir illa hirðingu.
Manitobavatn flæddi víða á engja- j
lönd til stórskaða, þótt minna tjón
yrði að því í þetta sinni, en við
mátti búast, þvi í sumar mátti kalla
að alt graslendi væri engi. Hún
reyndist okkur óþörf stíflan, sem
sett var í afrensli Manitobavatns í
fyrra. Það hefir reynst svo áður,
að meiri þörf hefði verið á að rýmka
framrensli úr vatninu en að hindra
það, að undanteknum þrem síðastl.
þurkaárum, er kalla má einsdæmi.
Húsbruni varð hér snemma i
október; brann þá hús Guðrúnar
Gíslason, ekkju Davíðs Gíslasonar,
sem var með beztu bænduna hér i
sveit, en lézt fyrir fáum árum. Eld.
urinn kviknaði af óþektum ástæðum,
að kvöldi dags, meðan fólkið var í
fjósum við mjaltir. Vindur var
hvass, svo húsið var'alelda þegar að
var gáð; varð því engu bjargað.
Húsið var sama sem nýtt, því það
var nýlega endurbætt með ærnum
kostnaði. Fórst þar mikið af dýr-
mætum munum og fatnaður allur,
nema það, sem fólkið var í. Elds-
ábyrgð var á húsinu, en langt of
lág. Auk þess fórst þar margt fé-
nfætt, sem ekk!i verður metið til
verðs. Þetta var eitt af beztu heim-
ilum bygðarinnar og réttir því von-
andi við aftur, en tæplega að fullu.
Um framfarir eða framkvæmdir
hér í bygðinni er fátt að segja. Þeir
gera vel, sem geta haldið búum sín-
um í horfinu, en hinir munu fleiri,
sem verða að láta seglin síga.
Litið hefir verið um skemtanir
hér í sumar. Enda “Base Ball’ æf-
ingarnar fóru út um þúfur vegna
ótiðar. Þó héldu unglingarnir héð-
an vel sínum hlut eins og fyr, í þeim
krappleikjum, sem við varð komið
vegna ótíðar.
Fátt var um gestakomu hingað í
sumar. Þó heimsóttu þeir okkur
tvisvar forsetar kirkjufélaganna og
fluttu hér messur. Séra Kristinn
Ölafsson var hér um tíma í júní og
flutti messur á ýmsum stöðum, og
fermdi nokkur ungmenni. Svo kom
hann aftur í október og flutti mess_
ur og fyrirlestrá, en aðsókn varð
ekki eins góð og vænta mátti vegna
ótíðar.
Samkoma var haldin fyrir fyrir
lestrarfélagið 17. okt. Mættu þeir
þar báðir prestarnir, og fluttu kapp-
ræður. Umtalsefnið var Social
Credit stefnan. Séra Kristinn var
meðmælandi en séra Guðm. andmæl-
andi. Ekki treysti eg mér til að
gera upp á milli þeirra, en báðum
mæltist vel og fluttu erindin með
f jöri og kýmni, og var það hin bezta
skemtun. Slíkar heimsóknir þyrft-
um við að hafa oft, til að lífga sveit-
arlífið.
Guðm. Jónsson frá Húsey.
DRATTARBRAUTIN 1 INNRI
NJARÐVIK
Fyrsti báturinn var í dag dreg-
inn á land á nýrri dráttarbraut, sem
hefir verið gerð í sumar í Innri
Njarðvík í Gullbringusýslu. Braut.
in er 200 metrar að lengd á stein-
steyptum, járnbentum undirstöðum,
sem liggja niður í fjöruna út í 3
metra dýpi um smástraumsflóð. Á
undirstöðum þessum eru 4 brautir,
tvær undir kili og sín til hvorrar
hliðar. Á brautunum rennur vagn,
20 m. langur og 4.5 m. á breidd.
Tekur hann alt að 50 smálesta skip.
—Síðar á að koma i viðbót við hann
10 m. langur vagn og taka þá vagn-
arnir saman alt að 150 smálesta skip.
June Munktel-vél dregur bátana í
land, en gamalli togaravindu hefir
verið breytt í vindu, sem notuð er
við landsetningu skipanna.
Vagninn smíðaði Stálsmiðjan og
Hamar í Reykjavík, en vindunni
breytti Vélsmiðja Hafnarfjarðar.—
Erlendur Steinar Ólafsson úr
Reykjavik stóð fyrir lagningu braut.
arinnar. — Tuttugu menn unnu við
brautina í 4 mán.
Nú er hægt að draga á land 15
skip—síðar á að bæta við uppsátri
íyrir önnur 15. Þá er og í ráði að
koma á fót bæði trésmíðaverkstæði
og vélaverkstæði, er annast alt, er
lýtur að bátaviðgerð.
Vísir 25. október.
Business and Professional Cards
PHYSICIANS amd SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Ofíice tlmar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834--Office tlmar 4.30-6 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsími 2 6 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 2.30 til 6.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talslmi 42 691 J Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Gratiam og Kennedy Sta. Phonea 21 21*—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200
Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON
Nuddlœknir
ViBtalstlmi 3—5 e. h. 218 Sherburn St,—Sími 30877 41 FURBY STREET Phone 36 137 Slmið og semjið um samtalstlma
- DR. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St. Talsími 23 739 Viðtalstlmar 2-4 Heimili: 776 VICTOR ST. Winnipeg Slmi 22 168
BA RRISTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. tslenzkur lögfrœOingur Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024
J. T. THORSON, K.C. lslenzkur lögfrœðlngur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON lslenzkir lögfrœOingar 325 MAIN ST. (4 öðru gólíi) , PHONE 97 621 Er að hitta að Glmli fyrsta miðvikud. I hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag
DRUG0IST8 DENTISTS
DR. A. V. JOHNSON fsienzkur Tannlœknir Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar
212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Slml 96 210 Heimilis 33 32* -* 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 546 WINNIPEG
DR. T. GREENBERG Dentist
Hours 10 a. m. to 9 p.m.
í PHONES: Office 36 196 Res. 51 455
Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Wlnnipeg
BUSINESS CARDS
A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar mínnisvarCa og legsteina. Skrif8tofu talslml: 86 607 Helmilis talsiml: 501 662 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS RLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Lelgja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægl. Phone 94221
A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNXPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif. reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Roal Estate — Rentals Phone Office 9 5 411 806 McArthur Bldg.
HOTEL I WINNIPEG
ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG Pœgilegur og rólegur bústaður i miObiki borgarinnar. Herbergi 3.2.00 og þar yfir; meB baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltlðlr 40c—60c Free Parking for Ouests 1 THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Down Toxon HoteV' 220 Rooms wlth Bath Banquets, Dances, Conventions, Jinners and Functions of all kinds Coffee Shoppe F. J. FA.LL, Manager
CorntoaH 5)otel SEYMOUR HOTEL
Sérstakt verð á viku fyrir námu- og flskimenn. Komið eins og þér eruð klæddlr. J. F. MAHONEY, framkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEG 100 Rooms wlth and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchlson, Prop. PHONE 28 411