Lögberg - 14.11.1935, Blaðsíða 5

Lögberg - 14.11.1935, Blaðsíða 5
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 14. NÓVEMBER, 1935. 5 Aldarmmning Matt- híasar Nokkur orð um andleg Ijóð hans og sálma. Eftir Dr. Björn B. Jónsson. “Því heilsa eg þér, snillingurinn snjall °g sný meÖ virðing hug til þinna ljó'Öa.” * Svo ávarpaÖi Hannes Hafstein Matthías Jochumsson fyrir rúmum 50 árum. Og enn kvað Hannes: “Því heilsa eg þér, heilsa einmitt þér, ,sem hæstum tónum nær af lands- ins sonum.” Eg nota þetta sem formálsorð að þeirri staðhæfing, sem nú skal gerð, að Matthías Jochumsson sé hæsti andi, sem sungið hefir fyrir islenzka * 1 þjóð. Eg sagði hœsti, ekki stærsti. “Örninn flýgur fugla hæst í forsjá vinda.” Fyrir því er ekki sagt, að ekki geti aðrir fuglar, svo sem svan- urinn, verið stœrri. Tvö eru að mínum dómi höfuð- einkenni kveðskapar Matthíasar: hœð og vídd—en meginkjarni kenn- ingar hans er gæska. Verður að þessu öllu vikið síðar. Drotningunum tveim, goðafræð- inni grísku og goðafræðinni nor- rænu, ber saman um það, að búa skáldskapar-andann í líkingu yfir- náttúrlegs reiðskjóta, er fer ham- förum milli heima og himna. Skáld- fákur Grikkja hét Pegasus. Keyrðu óðmæringar Grikkja hann sporum allar götur upp á Parnassus, háf jall listanna, og upp á Olympis-hæðir til guðanna sjálfra. Sleipnir hét flug- foli norrænna manna. Reið honum Óðinn sjálfur, er hann þurfti að flýta sér, og fór þá stundum svo geist yfir heimana, að er hann sveif yfir ísland, steig Sleipnir ekki fæti niður nema á einum stað, og mynd- aðist af því hófspori Ásbyrgið fagra í Kelduhverfi. Skáldfákur Matthíasar var fjör- tryltur foli; sem þaut um alla geima Og stökk í háaloft. En Matthías sat jafnan folann og undi sér bezt þá hann geistist mest og stökk sem hæst. Það er til í fornri þjóðtrú nokk- uð, sem nefnt var gandreið. Það var nokkurs konar fítons-tæki, sem fór i lofti um víða veröld. Andi Matthíasar var einskonar gandreið, —frjáls, stundum taumlaus, en ávalt yndisleg gandreið. Jafnframt því, sem hann var hinn næmasti tilfinn- ingamaður og hrópaði tíðum upp 'úr djúpi átakanlegasta sársauka, yar hann og hinn mestí æringi. Naum- ast er til kýmni (humor) í kvæðum Matthíasar, en aftur á móti er hann fullur af gáska. Gáskafullar gand- reiðir hans munu koma skýrt í ljós í því hinu mikla bréfasafni hans, sem nú er útgefið á íslandi í tilefni af aldarminningunni. Eftir er hann var hér vestra 1893, var hann svo elskulegur að skrifa mér nokkur bréf. Síðasta bréfið hans barst mér er eg lá veikur á sjúkrahúsi í Mil- waukee, og var bréfið, svo gáskafult sem það að pörtum var, ekki til minni hressingar en sjálf lyf lækn- anna. En bréfum hans kyntist eg mest hjá fornvini hans og skólabróð- ur, dr. Jóni Bjarnasyni. Hve ynd- islega þar fór saman stundum dýpsta speki og stjórnlaus gáski! Minnist eg þess bréfs eins sérstaklega, er dr. Jón sýndi mér, og endaði með þess- ari undirskrift: “Þinn gamli, gatslitni, gandreiðar Matti.” Mér er ætlað að víkja hér orðum aðalega að andlegum ljóðum og sálmum Matthíasar. Hér er ekki greitt um verk, þvi óll ljóð Matthí- asar eru andleg, þ. e. a. s., í þeim öllum er andi, einhversstaðar í þeim öllum er andi, enda þótt oft sé and- laus mælgi á milli. En með andleg- um ljóðum er hér átt við þau ljóð- in, sem túlka guðstrú og tilbeiðslu skáldsins. En líka þar er ekki hægt um vik, því trú og tilbeiðsla nær inn i langflest ljóðin, hve veraldleg sem þau annars eru. Ókleift er það sömuleiðis að gjöra garð milli þess, sem nefna skal andleg ljóð og hins, sem nefna skal sálma, hjá séra Matt- híasi. í sálmabókum íslenzkrar kirkju eru ekki nefa fáir sálmar eft. ir Matthías og sumir þeirra þýddir. Til sálma teljast venjulega ekki önn- ur andleg ljóð en þau, er nothæf teljast við opinbera guðsdýrk- un í kirkju, eður sameiginlega til- beiðslu í heimahúsum. Eg ætla ekki að gera hér greinarmun á andlegum ljóðum og sálmum Matthiasar, en fara nokkrum orðum um höfuð- einkenni þeirra. Og í þeirri viðleitni held eg mér við orðin tvö, er eg ein- kendi anda skáldsins með, er eg nefndi hann hér fyrst á nafn i kvöld: Hœð og Vídd. Hœð— Til marks um háflug andans hjá Matthíasi, skal eg nefna Lofgjörð- ina miklu frá 1874. Fylgi maður þar skáldinu alla leið, fer varla hjá því, að mann svimi, þá hann lætur alla tíma frá upphafi til eilífðar safnast saman til þess að týna eins og blóm í túni öll sólkerfi himn- anna og knýta úr þeim krans til að sveipa með höfuð skaparans. Mér er ekki ljóst, hvort í annað sinn hafi dauðlegur maður fremur en í þetta sinn, stigið til himna, nema ef vera skyldi Þljálmar í Bólu, er hann hið sama sinn hótaði Guði almáttugum, að kljúfa himininn kringum hann, nema svo að Drottinn heyrði hæn sína og blessaði þjóðina. Enda er sagt, að þá Matthías heyrði það kvæði Hjálmars, hafi honum orðið að orði: “Nú ættum við Steingrim- ur báðir að þagna.” Þegar séra Matthías þýddi á ís- lenzku úr ensku alþjóða-sálminn 1 “Nerer, my God to Thee,” varð úr því “Hærra minn Guð til þín.” Sumum hefir þar fundist tapast innileikinn, sem frumorðið “nearer” geymir. En það er hvorttveggja, að ^ íslenzkan átti ekki að formi til sam- | stætt orð og hitt ekki síður, að er um nærveruna við Guð var að ræða hjá Matthíasi, þá hlaut samfundur- inn að vera hátt uppi. Þá til Guðs I lá leiðin var að fara “hátt yfir stund j og stað, stjörnur og sól.” Norður- ! landa tungurnar hinar náðu hugtak- inu “nær” í þýðingu sálmsins, svo sem á sænsku: Nármare, Gud till I Dig.” En Matthías sveif með oss j til hæða, svo vér þar yrðum Guði l nær; og nygg eg að vér megum vel við vort hlutskifti una. Nú þótt Matthías setji tign guð- I dómsins hærra allri hæð, er síður en svo að hann f jarlægi Guð svo, að ekki hafi Guð vakandi auga á oss. Hvergi veit eg, utan ritningarinnar, ástríkri umhyggju Guðs fagurlegar lýst, en í hinum dýrlega nýárssálmi ■ Matthíasar: “Hann heyrir stormsins hörpuslátt, hann heyrir barnsins andardrátt, hann heyrir sínum himni frá hvert hjartaslag þitt jörðu á. í hendi Guðs er hver ein tíð, í hendi Guðs er alt vort stríð, hið minsta happ, hið mesta fár, hið rnikla djúp, hið litla tár.” En hæðin, sem eg tala um hjá Matthíasi er og í því falin, hvernig hann má láta stundum hugsun sína, en þó öllu heldur tilfinningu hjarta síns, stíga sem á síhækkanda tón- stiga, eins og þegar fiðluleikari knýr svo boga, að strengurinn æpir sem i dauðateigju, hvort heldur sorgar eður gleði. Slíkur er t. a. m. sam- stiltur hvinur anda og fortns, er hljómar svo hátt á hörpu skáldsins, að eg held að englar á himnum hljóti að heyra, þá hann á jólanótt dregur bogann svo fast um strenginn, að hann ómar þetta: “Ljá mér, fá mér litlafingur þinn, ljúfa smábarn, hvar er frelsarinn? Fyrir hálmstrá herrans jötu frá hendi eg öllu, lofti, jörð og sjá.” Verða þessi fáu dæmi að nægja til vísbendingar um hæðina Víddin.— Viðfeðmi andans hjá Matthíasi má marka af því, hversu hann inni- lykur alt í senn, bæði andstæðustu j skoðanir og ólíkustu menn. Hann getur hvatt til víga og stilt til frið- ar í sömu andránni. Hann gjörir hvorttveggja í senn: dáir Lúther og elskar Channing. , í andlegum ljóðum Matthiasar birtist víðátta andans í tvennskonar mynd : guðdóms-vitundinni og með- bræðra samúðinni. “Mitt kærleiksdjúp á himins víðar hallir, í húsi mínu rúmast allir — allir” segir Matthías i Guðs stað í sálmin. um óviðjafnanlega út af dæmisög- unni um hina miklu kvöldmáltíð. Alvidd Guðs miskunnar og dýrðar tel eg dásamlegast túlkaða í sálmi þeim, er á síðari árum hefir oftar verið sunginn en aðrir sálmar í þess- ari kirkju, sálmi, sem eg gjarnan vil að þér syngið þegar þér berið mig dauðan út úr þessu húsi. Það er nr. 35 í vorri sálmabók: “í gegnum lífsins æðar allar fer ástargeisli, Drottinn, þinn. í myrkrin út þín elska ka’.lar og allur leiptrar geimurinn, og máttug breytast myrkraból í morgunstjörnur, tungl og sól.” Getur vitundin um Guð og gæzku hans orðið víðtækari en það, að mað- ur finnur að ástargeisli Drottins fer um hverja lífsins æð? Faðmvídd Matthíasar er eigi síð. ur undursamleg þá hann túlkar til- finningar annara. Eg tala hér ekki um erfiljóðin. Tökum kvæðið um Jón Arason á höggstokknum. Matt- hías, lúterskur prestur, stendur í anda hjá kaþólska biskupjnum og túlkar hjarta hans á dauðastundinni. Um leið og biskup beygir sig að höggstokknum, lætur Matthiás hann segja: “Sankte Tómas sælan sé eg hjá mér standa.” Hefði ekki Matt- hías sagt þetta, er óvíst að nokkur hefði saknað þess. En nú þegar maður hefir heyrt það, finnur mað- ur hve ómissandi orðin eru. Hve kvæðið hefði verið miklu rninna, hefði þessi kaþólska hugsun ekki kornið fram! Svo trúlega fylgdi hinn víðfeðmi andi hins lúterska manns kaþólskum bróður sínum út í dauðann. Sennilega er ekkert ljóð Matthí- asar stórkostlegra, en minningarljóð. ið um Hallgrím Pétursson, og þá lika faðmvídd hans hvergi meiri. Áreiðanlega voru trúfræðilegar skoðanir Hallgríms og Matthiasar ólíkar, enda tvær aldir á milli. En aldrei hefir andi lifandi manns heit- ar faðmað að sér anda löngu dáins bróður, en Matthías faðmar þar Hallgrím að sér. Aldrei hefir, að eg hygg jafn-fagur bautasteinn verið reistur nokkurum íslenzkum manni eins og sá, er höfundur “Ó, Guð vors lands” reisti höfundi “Son Guðs ertu með sanni.” Einkenni er það faðmvíddar and- ans hjá Matthíasi, að svo er honum einatt umhugað um að ekki þrengi sér um andardrátt, að hann hikar sér ekki við að fremja formleg af- glöp til að forða því. Allir vita, hver formsnillingur Matthías oftast er; en þó fer stundum formlegt vel- sæmi út um þúfur hjá honum. Grikkir sögðu um sitt höfuðskáld: “Kemur það fyrir að Hómer dott- ar.” Matthías dottar ekki. Heldur gjörir hann afglöp, en að hann dragi ýsur. Eitt dæmi skal nefnt. Voldugra kvæði er naumast til, né alls yfir drýgra að speki og hjart- næmum tilþrifum en kvæðið, sem hann segir að sé “Bæn eftir lestur.” Það byrjar með þessari átakan- legu upphrópun: “Guð minn, Goð, eg hrópa gegnum myrkrið svarta!” En svo til þess að geta haldið strykið, skellir hann þarna inn í þessari óskaplegu smekkleysu: “Líkt sem út úr ofni æpi stiknað hjarta.” Svona afglöp koma aftur og aftur fyrir hjá Matthíasi. En mér finst hann stikla á þeim með góðri samvizku, af því hann bjargar með því meginmáli og vill heldur fá á sig leirslettur, heldur en úr dragi arnarsúgi anda síns. Eins er stundum með málrósir Matthíasar. Það kemur fyrir að hann verður sekur um þá goðgá, sem málsnildarfræðin nefnir mál- rósa-flækju (mixed metaphors). We’re All Nutty Here and There Er til dæmis þess ljóðlínan i angur- blíða sálminum hans, “Ó, dvel þegar hallar degi”: “Og blunda sem Guðs son brosti, þá báran huldi fley.” Þó nú hafi verið vikið að forrn- legum afglöpum, sem koma fyrir hjá Matthíasi, þá getur maður ekki aðeins fyrirgefið það, heldur jafn- vel þakkað fyrir, að hann heldur vildi eiga á hættu for'rnleg glappa- skot, en að úr drægi mætti síns víð- fleyga anda. Fljótt hefi eg orðið yfir sögu að fara við þá viðleitni, að vekja at- hygli á tveim megin-einkennum and. legra ljóða Matthíasar: hæðinni og víddinni. Nú verð eg að fara fám orðum um það, er eg nefndi megin- kjarna kenningar hans: gæzkuna. Matthías er manna mestur trúboði algæzkunnar. Má hann þar um seg.ja, svo sem postulinn um boð- skap sinn: “Eg trúði, þess vegna talaði eg,” Matthías var trúmaður á alt hið góða. Guð er góður, menn- irnir góðir, lífið gott. Það er trúar. játning Matthíasar. “Þó ógni stríðin og tvisýn tíðin, min trú er hraust á sök hins góða og sigur þjóða, þótt sýnist haust. í lífsins óði býr endalaust vor æskumóður og sigurtraust.” Svo kvað Matthías á gamlársdag. Og hina miklu nýárskveðju blaðs sins til þjóðarinnar lét hann enda með þessum orðum: “Skrifaðu’ á himin, lög og láð: lífið er sigur og guðleg náð.” Til marks um hjartagæzku Matt. híasar er það, að svo er samhygð hans mikil með syrgjendum og túlk- un hins himneska huggunarmáls við- kvæm, að næst á eftir Hallgrími er til hans leitað þá Islands börn eiga bágt. Þá sorgin er þung, er gott að geta sagt með Matthíasi: “Til þín hljóður, Guð minn góður, græt eg eins og barn til móður.” Nú verður síðasta myndin mín af Matthíasi, og til staðfestingar því, er eg sagt hefi, um hæð, vídd og gæzku anda hans, frásögn af litlu atviki, er gerðist þá er hann var hér vestra 1893. Matthías var dagstund eina gestur í húsi Friðjóns kaupmanns Friðriks- sonar í Glenboro. Nokkurir aðrir gestir voru þar í stofunni. Matthías lék á alsoddi. Hann varaldrei kyr. Það var eins og hann stæði, sæti og gengi um gólf alt í einu lagi. Hugur hans og tal flaug úr einu í annað og öll orð hans voru eins og logandi neistar. í því kemur ung stúlka inn í stofuna; einkadóttir kaupmannsins, Auróra, síðar eiginkona Tómasar ráðherra. I þann tíð var mjög til siðs með ungum meygjum að safna í “Album” orðum og eiginhandar- skrift vina og vænna manna. Meyj- an unga gekk feimin fyrir gestinn tigna, lagði á borð bók sína, penna og blek og mæltist til að Matthías ritaði í albúmið. Matthías settist við borðið, hélt áfram að tala, sveiflaði pennanum aftur og aftur, stundum i háaloft, unz hann tók sér málhvíld og ritaði með hraða, og eins og hann ekkert þyrfti að hugsa sig um, vísu í bókina, sem eg er ekki viss um að nokkur kunni hér nema eg: “Signi þig Drottins svása ljós, seytján ára prairiu-rós! Heilsa bað þér Fróni frá fífill hver og baldursbrá.” Hér koma í ljós þrjú eftirtektar- verð atriði: hagmælskan, er hann, að þvi er virðist, fyrirhafnarlaust og annars hugar hristir út úr erminni vísu alfullkominni að formi til og listreglum; andagiftin (hæð og vídd), þvi þetta er skáldskapur, að hugsa sér stúlkuna ungu og fríðu, sem yndislega rós þar út á sléttlendi Vesturheims og f jalla- og dalablóm- in á íslandi koma og heilsa henni og gæzkan, hjartagæzkan, sem er insta eðli skáldsins, svo orð hans verða blessunarorð: “signi þig Drottins svása Ijós.” | “Það mundi vera Matthías.” Svo skil eg hér við hann, hundrað By P. N. BRITT. W? HEN he dropped in the other ™ morning, I saw at once that he had something depressing on his mind. Old Charley always has something on his mind. He is a good scout, but strange sort of fellow. I often think if he had a chronic lapse of memory, he would forgét about a lot of thirigs that don’t get him any- where. Calculating that I might get Char- ley off his guard, and away from whatever gloom he was wrestling with, I mentioned that it was a de- lightful, cheery kind of day. It went away over his head. Did it ever occur to you, he asked me, that riiost of the annoyances and troubles which have been be- devilling us, date back to the time when we started to use coppers in making change? I said I had never thought of that, and wasn’t going to start thinking about it, or looking it up. I felt like telling Charley he was nutty, but I would not offend him or hurt his feelings under any circumstances. At any rate he didn’t give me a chance to say anything, but went right on telling me how he got the notion about coppers starting all the trouble, making us a population of penny-pinchers, bargain-hunters and “competitive” chiselers. He was so keen about it, and so het up, that I was glad I hadn’t said anything. While he looked sort of cock-eyed to me and he may have been okey at that. * * • p ERSONALLY, I have often looked back with deep regret to the day when coppers were allowed to come out west. Those careless times whep, if the total was 17 cents, we made it fifteen, and if it was 18 cents, we made it twenty (no cop- pers) were the days of real sport, when we went about unconcerned— and full of an abiding faith that if the worst came, God would provide. Say, boy, those were the days. Folks weren’t going around then vvith a hang-dog expression, wonder- ing if they would land in the poor- house, or figuring how they could get an old-age pension, or on one or another kind of “relief”-—briefly, a meal ticket without working—or, that other now famous, but dishon- orable, .dream, that “the country owes every man a living.” But what put old Charley “up in the air” was the day before, a cus- ára æðstaprest vorra andlegu ljóða, i kennimanns-skrúða þeim, er eg hefi leitast við að færa hann i: prestshempu háfleygisins, rikkilíni víðfeðmisins og hökkli hjartagæzk- unnar. Eg sé nú að hann lyftir höndum við altarið og blessar, blessar alla íslenzka þjóð þessum orðum: “Signi þig Drottins svása ljós.” Landnema Minnisvarðinn. Mr. og Mrs. Árni Jóhannsson, Hallson, N. D., $2.00; Mrs. B. S. Thorvaldson, Cavalier, N.D., 500; Thorbergur og Margrét Thorvald- son, Saskatoon, $5.ck>; Albina Joel, Arras, B.C., $1.00. Kærar þakkir, Dr. A. Blöndal, J. J. Bíldfell, B. E. Johnson, Kennarar og nemendur Jóns tomer came in to pay a bill, 46 cents. Putting down a quarter, two dimes and a nickel. Charley shoved back the nickel. But I owe you a cent, the customer said. Forget it, said Charley, recollecting the good old days, when one gave a boy a quarter to go across the street and buy a morning paper, telling the lad to “keep the change.” • * • MAYBE Charley was okey on his notion of the copper scourge. It may have been a leprous touch given to the fresh air and free life, and “keep the change” way of living, out of which we got so much comfort and joy that we felt we had the world by the tail, with a down-hill pull. But the west is a lot of quarter- sections, or vegetable gardens, or unoccupied blocks and houses now— so things are not just the same. Most of us are full of fear, and un- certainty, and think we have “high blood-pressure,” or are sub-normal, or above normal, or something. But, what got Charley so het up was that the fellow to whom he had shoved back the nickel, taking only 45 cents instead of 46 cenfs came back the next day with a cop- per for him to square it away and “balance the budget.” Charley shouldn’t have got het up over it. I know this customer of Charley’s better than he knows him. He’s a character, and a comedian, always sticking around, on edge to “get a rise” out of anybody. He’s a prince of good fellows, but an aggravating rascal. I know a couple of him, and if they keep on at it, some week I’ll mention their names. * • * rPWO of the reasons why I left On- •*■ tario, nearly fifty years ago, is because it was. well known down East that coppers “didn’t go” out here and that there were no rats west of Rat Portage. Since then the coppers and the rats have made the grade, cleared the hurdles and barricades. Maybe Charley is right. Per- haps our undoing was the cop- pers—and the rats. Pardon me for insisting on adding the rats, but I have undying hatred of rats—labor, commercial, social, religious, fratern- al, bridge-club. A rat’s always a rat, and whatever a rat gets into is ratty. I guess cop- pers are just what Charley thinks— ratty. Bjarnasonar skóla efna til samkomu í fundarsal Fyrstu lút. kirkju á Victor St., á föstudaginn í þessari viku (15. nóv.). Samkoman hefst kl. 8 að kvöldinu. Hún er haldin til minningar um afmæli séra Jóns heitins Bjarnasonar. Þá eru liðin 90 ár frá fæðing hans. Söngur og fleira verður til skemtunar, en sam. komunnj er hagað eins og “Silver Tea.” íslendingar gerðu vel í þvi að fjölmenna á þessa samkomu. Mr. Skúli Skálason frá Geysir, Man., dvelur í borginni um þessar mundir. Men’s Club of the First Lutheran Church will meet on Friday evening, November 22ind, at 8.15 ö’clock. The speaker is Mr. Johann G. Jo- hannsson; topic: “Social Credit.”— Refreshments. Styðjið MR. PAUL BARDAL allir sem einn! I M r. Paul Bardal, bæjarfulltrúi, leitar endur- kosningar til bæjarstjórnar í 2. kjördeild á föstudaginn þann 22. nóvember, 1935. fslendingar þurfa að eigu áhrifamenn í sem allra fle.stum embættum og sýslunum. Mr. Bardal hefir orðið þeim til sæmdar í bæjar- stjórninni, og hann verðskuldar það fyllilega að þeir veiti honum óskiftan stuðning með því að greiða honum forgangsatkvæði, og merkja töluna (1) við nafn hans á kjörlistanum. Styðjið MR. PAUL BARDAL allir sem einn!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.