Lögberg - 14.11.1935, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. NÓVEMBER, 1935.
7
Abyssinia á 17. öld
I'yrsta landafrœði, sem prentuð
var hér á landi, var þýzk bók, sem
sr. Gunnlaugur Snorrason þýddi:
Gottfried Schultzens Ný-Yfer.
skodud Heims-Kringla, Hvar inne
011 Keysaradæme, Koongsriike og
Stioornarvellde, um heila Heimenn,
aasamt Trwarbr0gdum, Sidferde og
Haattalage; Líka eirnenn Aller
Paavar, Keysarar, Kongar og Fiirst-
ar, eirn epter annann í stuttu mále,
uppteiknader finnast. Ur Þýdsku
Mále útlögd á Islendsku, af Sira
Gútinlavge Snorrasyne Preste ad
Híelgafelle. Hvorre og filger eirn
Vidbæter umm Bibliuverk og
Christnebod í Norduraalfunne, med
fleiru. Ur D0nsku útlagdur af þeim
sama. Selz óinnbundenn 84 Skild-
ínga. Þrikt í Hrappsey af Gud-
munde Olafssyne 1779.
Bók sú, sem sr. Gunnlaugur valdi
til þess að frœða tslenzka alþýðu um
öll ríki veraldar og þeirra dýrð, var
ekki alveg ný af nálinni, þegar hún
birtist hér, eins og sjá má af for-
mála þýðandans. Þar segir svo með-
al annars:
Vier h0fum í voru Lande og á
vora Túngu, margar S0gur og
Historíur hinna fyrre Manna, samt
yfirfljótanlegar frás0gur, um eitt og
annad, sem sked hefur í Heiminum,
enn um Landaskipun í h0num, Af-
st0du og Asigkomulag næstum so
líted, sem eckert í voru Módurmále,
Nú kemur þier fyrer Sióner Gód-
fúse Lesari, eitt skrif, sem h0ndlar
um Jardarhn0ttsins Skapnad, Sund-
urdeilingu og skipte, í ein og 0nnur
Kónksríke, L0nd og Eyar, med sín.
um N0fnum, Afst0du og Innbyggi-
endum, og fleiru þar ad lútande,
sem er: Gottfried Schultzens Geo-
graphia, útgeingenn í Þýsku Anno
1673. Hv0rre eg gef þad Nafn
H eims-Kringla. Og þótt 0nnur
Skrif, nýrre finnest, umm sama
Efne, er rnier fyrer Sióner komed
hafa, þá eru þaug ad s0nnu miklu
fi01ordare um sumt, enn í m0rgu,
ecke fródlegre fyrer Almenning,
helldur enn þetta, þó elldra sie.
Eg hafde fyrer fáum árum umm-
bedenn veriÖ, af einum Interessent
þess priviligerada Prentverks á
Hrappsey, að færa á íslendskt Mál,
þessa Schultzens Þýsku Geograph-
iam, og hennar Þricking var allar-
liðu, með nockrum 0rkum byriud,
enn med því sá eine Participant,
hefur sig frá verkinu separerad, og
med sier burt haft mitt Manu-
scriptum, og naudsynlegann Arclie-
typum, mátte uppbyriad Verk al-
deilis standsa, og ad ónýtu verda,
hvar fyrer eg hef orded ad nýu,
epter Begieringu enn nú verandi
Prentverksins Directeurs, í annad
sinn taka mier fyrer Hendur, Auth.
orsins Utleggingu, þar eckert ex-
script af Versioninne siálfur efter
hafde, og hlýt þar á ofann um mitt
fyrsta ómak ad segia: Oleum et
operam perdidi.
Sr. Gunnlaugur hefir þvt valið
til útleggingar bók, sem þá var meira
en 100 ára gömul, og engu við hana
bœtt úr þeim “fjölorðari” ritum,
sem hann hafði þó séð. Hverju
landi fylgir konungatal, og vantar
jafnan um konunga síðustu altjar-
innar. Skánn er talinn með Dan-
mörku, og höfðu Svíar þó tekið
hann af Dönurh áður en þýzka út-
gáfan var prentuð, sem þýtt er eftir.
Um Nórður-Ameríku er alls ekki
getið, og er þýðingin þó prentuð
meðart sem hœst stóð frelsisstríð
Bandaríkjanna, og alt er eftir þessu.
Margt er skemtilegt og spaugilegt
í þessari bók. Um England segir
m. a. svo:
Þá Hlute sem Eingland liefur til
ad bera framm yfer 011 0nnur, settu
þeir g0mlu i þetta Vers: Mons, et
Fon|s, et Pons, Eulesia, Fæmina,
Lana.
Þad er þeirrar meiningar:
Eingland grær med gr0sug Fi011,
Gód Uppsprettu-Vatna F0ll,
Kostulega byggdar brúr,
Og blómlegastann Kyrkna Múr,
Þar má Stúlkur frídar fá,
og félag Reife Saudum á.
---------Þeir g0mlu Innbyggiar.
ar klæddu sig med Skinnf0tum,
máludu sitt Hold med bláum Farfa,
til að fæla adra í Orustum, og sama
gi0rde líka Kvennfólked. Hier um
10 edur 12 h0fdu Konurnar sam-
eiginlegar. 1 Strídum h0fdu þeir
ecki Kallmenn, helldur Konur fyrer
sína Hersh0fdingia.
Nú verandi Inbyggiarar eru skick.
anlegier og politisker, enn Almúg-
enn temmelega grófur og óblídur
vid Framande, hafa annars almenne.
lega mikenn Skarpleilc, og geta strax
griped eirn Hlut og skiled.
Þetta er i kaflanum um Frakk-
land:
Hiner Burgundisku eru góder
Selskapsbrædur, Kvennfolked helld-
ur sier veí til í Klædnade, er þó þar
hiá nockurnveginn skyrlíft.--------
Almennilega um alla Franska ad
segja, þá eru þeir skickanlegt Fólk,
þó nockud fliótgedja, hallda meir af
reidum Strídsk0ppum helldur enn
lærdum M0nnum, virda Kóng sinn
aí frómleiksgede og liúfum siálfs
vilja, framar enn nockur Þiód under
Sólunne, eru hugader, vasker,
pragtuger, gangast fyrer Hróse, og
eru fi0lorder í Rædu.----------Þeir
eru margorder, og brúka þad, sem
menn nú kalli Complement, med
diúpustu Reverentziu. Þeir studera
gjarnann almennelega, og kunna vel
ad stunda jómfrúr, hveri0 þeir i
Þýskalandi ecki helldur gleima
venja sig við Málsnille, sem Frún-
um er ecki ógedfelldt. Annars er
þeirra ydkun sierlegasta, ad rída
pragtuglega, hallda kostuleg Turne-
ment, dantza nett, vera sniduger i
Knattleik, koma upp med adhláturs-
verdar uppáfindíngar, Hríngbrot,
Skot, Figt, (Sverdaglímur) og
Dýraveidar.----------
Hcr á eftir kemur í heilu lagi
kaflinn um Abessiníu.
Þetta Kóngsríki nær at Nordan-
verdu til Nubiam, Avstann framm
ad Havenu Ravda, Sunnan til ad
Fi011unum, sem köllud eru Montes
Lunæ, (edur Maana Fi0ll). Vest-
annframm ad Fljótenu, sem kallast
Niger, (edur Svartaá) þad Kóng-
lega Asetur er Stadurenn Beima-
lech.
Landed er friófsamt og gródur
.gefed, ber Hirse, Ertur, Bavner, þó
lángtum 0druvíse og annarsslags,
heldur enn hia oss ; þar er ótrúanlega
miked af Eplum, Pomerantz, Citron.
um og Limonum, of yferfliótanlegt
af Hunánge.
Sinn klædnad tilbúa Morar (edur
Blálendsker) úr Bómull, af Dýrum
hafa þeir, Uxa, Savde, Hesta, Svín,
og 0nnur þvílík; þeirra Hestar eru
smáer, hvarfyrer þeir brúka Ara-
biska og Egyptska Hesta til reidar,
Gull, Silfur, og Járn hafa þeir nóg,
ef þeir einasta hefdu vit á ad afla
þess.
Þeirra Kóngur er hvergi ad Stad-
alldre, heldur reyser frá og til,
stundum híngad, stundum þang-
ad, 3. Þýskar Milur á dege,
hefur alltíd vid H0ndina, hiá
sier 600. sem h0num þióna, og uppá
hann passa, 011 Kier hefur hann af
Silfre og Gulle; Hann er ecke svart-
ur, eins og hiner adrer Mórar (edur
Blámenn) heldur med blendingslit,
hefur bláa Silkeslædu fyrer Andlit.
imi; þegar hann er einum nádugury
tekur liann Grimuna burtu, og
horfer so á hann.
Þeir hafa á áre hv0riu 2. Vetur og
2. Sumur; Þeirra Hús eru lágrar
Byggingar, Dyrnar hiá þeim standa
alltid opnar, þeir fá sier Mat á J0rd-
unne, því þar finst eckert Bord í
Húsunum, þeir eta hrátt Ki0t, Sallt
og Pipar er þeirra Kridderi, þad
Evropæiska Folk kalla þeir Francka,
Sallt láta þeir vera Gullvægt og vega
þad. Þeirra Ríkidómur bestendur i
Gulle, Silfre, Kopar og Járne, eirn-
enn nægd af Silke og Bómull.
Þegar Kóngurenn hleipte af Anne
Níl, (hvad í hanns Vallde stendur,
enn hann tekur í þess stad árlega
Skatt), þá máttu Egyptsker deya af
Húngre.
Flester Innbyggiarar þessa Lands
játa sig under Christelega Trú, hin.
er adrer eru Mahometistar, þeir
hallda enn nú við Ummskurnina, so
þeir líka eirenn ummskiera Stúlku-
bprnenn, (eg veit ecke hvar) ; Nær
þeir gánga í Kyrkin, taka þeir ádur
af sier Skóna, og ecke hrækia þeir
frá sier edur spýta í Kirkiunne;
Ríde eirn framm hiá Kyrkiu, stígur
hann af Hestbake so leinge, þar til
hann er framm hiá komenn, þeir
hafa Kluckur af Steine og Járne;
Nær þeirra Prestar giftast aftur í
annad sinn, þá meiga þeir ei leingur
Geistleger vera, eins og hiá Mosko-
vítum. P. Y,
—Lesb. Mbl.
Vestur-íslendingar
(Ræða eftir séra Matthías Joch-
umsson, er birtist í Lögbergi 5. ágúst
i393-).
Elskulegu vinir og landar, Vestur-
íslendingar! Með hjartað fult en
höfuðuð tómt—eg læri aldrei ræðu.
gjörðir— hef eg það fagnaðarefni
að sjá í einu þennan fagra fjölda
yðar samankominn þennan árlega
minningardag íslands á glaðri og
góðri stund i höfuðborg þessa mikla
fylkis. Því miður eruð þér þó ékki
nema brot af þeim mikla fjölda
vorra landsmanna, sem síðastliðin
20 ár hafa flutzt frá ættjörðu vorri
til Vesturheims, en þess óska eg, að
mín blessunarkveðja til yðar í dag,
eða hlýindi hennar, mætti eins og á-
hrínsmál óma í sérhverju íslenzku
eyra hér vestan hafs!
Tilefni komu minnar er yður
kunnugt. Fyrst og fremst er eg
hingað kominn fyrir merkilega
framkvæmd míns gamla skáldvinar
og kunningja, skörungsins herra
Jóns Ólafssonar, sem eg sérstaklega
leyfi mér að nefna í viðurkenning-
arskyni, og jafnframt fyrir fáheyrð.
ar undirtektir og sköruleg samskot
fullra 1500 landa minna í þessu
landi. Þegar eg því alls að óvæntu
meðtók fyrir rúmum 2 mánuðum
tilboð yðar og samskotafé, kæru
landar og vinir, var það bæði að hjá
mér vaknaði mikil gleði og mikill
vandi. En skuldbinding sú, er þér
lögðuð mér á herðar, gjörði mér
nauðugum — viljugum einsætt að
fara. En hafi nokkur lagt áð heim-
an milli vonar og ótta, þá gjörði eg
það, og nær hafði eg snúið aftur til
hliðarinnar (eins og Gunnar) —
nei, suður í “Fjöruna” á Akureyri
til konu minnar og mörgu ungu
barna og farið hvergi. En nú er eg
hér, heill að mestu og þó ekki sem
bezt fallinn eða fyrirkallaður til
ræðuhalda, nú er eg hér kominn fyr.
ir guðlega handleiðslu, kominn til að
heilsa yður öllum, eldri og yngri,
frá liinu elskaða garnla fósturlandi.
“Þið þekkið fold með blíðri brá,”
o. s. frv.
Vestur-íslendingar, eg heilsa yð-
ur sem beztu Islendingum! Ekki fer
eg í mannjöfnuð né gjöri yður meiri
eða betri mörgum heima, en hitt veit
eg, að við f jarlægðina og missi ná-
vistarinnar verða vinirnir kærastir.
Þeir eru beztir fslendingar, sem
elska landið mest. Eg veit að í ótal
brjóstum hér brennur óslökkvandi
þrá og elska til ættlandsins, og þessi
helga og djúpa hjartans sára ástar-
þrá gjörir yður æ sannari og betri
íslandsvini.
,s
.“Enginn skilur unað þann sem alla
dregur,
heim til blíðra bernskuhaga,
og brjóstið fyllir alla daga.”
Þér elslcið ekki einungis sól og
sumarblíðu hins forna Fróns, fífil-
brekku þess og grónu grundir, held-
ur þess brúnir f jalla og björtu jökul.
skalla. Eg tek dæmi af sjálfum mér :
heimfýsi og óyndi hefir líka gripið
mig mitt-á ferð minni og flugi yfir
aldingarða þessa lands. Um daginn
var eg á ferð suður á “prairium”
Bandaríkjanna; eg sá engan íslend.
ing,, ekkert, sem minti á átthagann,
en einn rakka sá eg af hendingu,
sem mér sýndist sem kynborinn gæti
verið á íslandi. Mér varð að gripa
í vasann, og finna gjöf til að gleðja
með hundinn, en i því hvarf hug-
sjónin: Þetta var þá “prairiu”-
hundur en enginn rakki, því síðui
íslendingur.
Kæru landar! Merkileg er elsk-
an, hún er sterkari en eigingirnin,
hún er sterkari en dauðinn, hún
gjörir vetur að sumri, hrjóstur að
haglendi, hún gjörir hafísinn heit-
ann. Eg sem hefi enga forstokkaða
trú á ýmsar erfðakenningar, eg hefi
þá hugmynd, að renndi kærleikans
faðir einu sinni á 100 árum sinu
náðaraugliti til hinna neðstu byggða,
mundi helvíti óðar verða himnaríki,
og sá gamli breytast aftur og fyrir
fult og alt í ljóssins engil.
Enga gjöf hefi eg að færa yður,
nema eina: Kveðju elsku og friðar!
meðtakið hana. Mér er sagt að deil-
ur séu meðal yðar, því er miður að
svo er, enda eru þeir til sem óskuðu
að eg notaði minn litla viðstöðutima
hér til að ganga í flokk með öðrum
h’vorum. En eg vil heldur bera á-
mæli fyrir litilmensku og óvild ein-
stakra, ef svo verður að vera, heldur
en gjöra nokkrum vini mínum hér
hjartasorg. Eg set mig fýrir utan
alla flokka, eg áskil mér rétt til þess
sem gestur yðar—eg segi ekki lieið-
ursgestur, því mér finnst þér sýnið
mér allt of mikinn heiður og sóma,
sem eg þó bið guð að launa yður.
Aftur segi eg því frjálslega og í
kærleika: Ástarkveðju að heiman!
; Það hefi eg séð fegurst af samlífi
; yðar, að þér sem þjóðflokkur hald-
ið uppi metorðum, frægð og tign
vors gamla lands, þess auður er
vizkan og sómi. Þér eruð hér allir
' eitt þegar verja skal gagn og sóma
yðar allra sameiginlega. Jafnvel
| suður í Chicago sögðu innbornir
menn mér, að þjóðflokkur vor í
þessu landi væri alkunnur orðinn
fyrir borgaralega yfirburði. Þessa
frétt ber eg heim, og við hana mun
liitna hjarta hins kalda fósturlands.
. Kæru landar! Álit yðar heima var
i fyrstunni litið og miklu minna haf-
j ið þér að heiman fengið af elskunn.
ar, viðurkenningarinnar og uppörf-
unarirtnar orðum en þér áttuð skilið.
, Með sóma hafið þér starfað hér og
j strítt 4 hið bezta, þegar á alt er litið,
lízt mér á hag yðar og háttsemi,
framtakssemi og félagsskap — að
j ágreiningnum undanteknum. Mikil
,er sú framtíð, sem sá vísir spáir, sem
! sprottinn er á svo stuttum og tor-
. veldum tíma. Hvað er ekki mögu-
l legt í þvilíku landi? Þér spyrjið
t liversu mér lítist landið. Svar hins
! nýkomna hefir litla þýðingu, en eg
I segi: vel, já i þvi mikla og stóra:
ágætlega vel! Þér spyrjið um álit
mitt á vesturflutningum frá íslandi.
j Eg svara: eg vil framhald þeirra, en
1 með meiri stilling, ráðspeki og hófi
1 en hingað til. Báðar þjóðdeildir
j hafa meiri skaða en hagnað af hóf-
litlum hingað flutningum; svo vil eg
og að meiri verði milliflutningar, að
ýmsir flytji aftur eða ferðist heim,
í stað hinna, sem vestur fara—líkt
og á sér stað hjá öðrum Skandinöf-
um. Þegar sumarsiglingin hefst frá
Hudsonsflóanum, munu þær sam-
ferðir byrja. Flestir erfiðleikar láta
undan mannsins kappsemi á vorum
dögum, en erfiðleika má til að hafa,
því að þeir gera mestu mennina.
Hvað skal segja um íslenzkt þjóð-
erni hér vestra? Það vil eg að varð-
veitist sem helgidómur meðan ís-
land byggist af Islendingum, varð-
veitist fyrir vort dýra mál, bók-
menntir, samferðir og sérstaklega
fyrir yl og trygðir sjálfs þjóðernis-
ins. Auðvitað er borgari þessa lands,
einkum hinn innborni, fyrst og síð-
ast, Amerikumaður.
Og nú aftur og að endingu, vil eg
láta yður, kæru landar í ljósi undrun
mínaog gleði yfir yðar jafna menn-!
ingarlega útliti. Hvernig er þvi var-!
ið, að þér sem flestir fluttust hing-!
að fyrir fáum árum, félitlir eða fé- j
lausir, sýnist allir að vera sjálf- j
bjarga og sjálfstæðir menn? Hefir j
“kóngurinn” dubbað ykkur upp ? 1
hefir “drottningin” sent ykkur þessa
liatta? hefir “Rentukammerið” rót-I
að í ykkur peningum? eg liorfi áj
forseta ykkar og sé hvergi á honum
kross eða band og hvergi medalíu á j
ykkar* skáldum og skörungum. I
Hvaðan kémur þessi endursköpun ? .
Hún kemur frá sjálfskrafti manns- \
ins í frjálsu og feitu landi, Og þessi j
sjálfskraftur er meiri og dýrðlegri
sjón í mínum augum en sjálf Chi-
cago-sýningin. Og nú ber mér að
þagna. Elskuðu landar og vinir!
Guð gefi yður mikla framtíð í hinu
mikla landi—yður og börnum yðar
um.aldur og ævi.
Og að endingu eitt gamalt guði
vígt orð : Börn, elskið hver annan!
Kafli úr predikun
eftir séra Matthías Jochumsson.
(prentaður upp úr september-hefti
Sameiningarinnar 1893, með for-
málsorðum ritstjórans, Dr. Jóns
Bjarnasonar).
í ræðu, sem séra Matthías Jooh-
umsson flutti i kirkju Argyle-safn-
aða við opinbera guðsþjónustu með-
an hann dvaldi þar í bygðinni, talaði
hann um samband hinna útfluttu
landa sinna við föðurlandið tsland
og visdómsfulla forsjón guðs, sem
stýrt hefði för burtflyténdanna til
þessa mikla lands, og sagði meðal
annars þetta: “Þú, ungi maðr, eg
segi þér: rís þú upp!” sagði Jesús.
Þessi orð eru eins og til þín töluð,
þú, ungi íslendingr, sem deyr ætt-
jörðinni heima til þess að rísa upp
og lifa i þessu landi. Þú varst sem
dauðr út borinn; þú sást landið, sem
ól þig, hverfa og hið kalda haf skola
þér f jær og f jær öllu, sem þú elsk-
aðir og þekktir. Og þú kallaðir
grátandi og örvinglaðr: “Hvað er
langt iieim?” Þú ákallaðir guð í
neyðinni. Og Jesús Kristr gekk
nær þínum líkbörum—sorg þinni og
örvinglan, nær þér, þar sem allir
töldu þig af og sumir grétu þig með
móður þinni, sem var ekkja, og aðrir
gjörðu hávaða og göbbuðp þitt flas
og hlógu að þínum óförum. Jesús
kom nær, hóf upp sina guðdómlegu
raust og sagði: “Þú, ungi maðr, eg
segi þér: rís þú upp.” Og þú reist
upp, og hann gaf þig aftr móður-
inni. Þér skiljið allir þessa samþk-
ing, að þér hafið allir verið likir
syni ekkjunnar í Naín, og nema
rödd Jesú tali uprisunnar alfrelsis-
orð yfir hverju ungtnenni, og tali
það aftr og aftr, leggst hann í sína
gröf og deyr sem aumingi. — Þú,
ungi íslendingr í þessu landi, heyr
þú, heyr óaflátanlega rödd drottins,
rödd lífgjafans, rödd frelsarans,
rödd hins góða hirðisins: “Rís þú
upp!” — Líf þitt og framtið hlýtr,
ef vel á að fara, að vera sífelld upp-
risa frá dauðum. Fáðu, Vestr-ls-
lendingr, fyrir kraft guðs því fegri
framtíð sem stríð þitt hér var meira
í byrjaninni, og því meiri frægð og
vegsemd sem hluttekning sú og virð.
ing var minni, er þér í fyrstu var
sýnd af þínum nánustu. — “Hvað
er langt heim?” — Haf það fyrir
heróp um leið og þú stöðugt keppir
heim til hins himneska föðurlands-
ins. Þá verðr framtíð þín mikil. Og
ísland, hin forna ættjörðin, mun
upp risa með þér—með fram fyrir
þinn kraft, sem er guðs. Því að allr
uprisukraftr kristinna manna kemr
frá guði fyrir drottin vorn Jesúm
Krist.
HEYBRUNI A SÍÐU I VWIDAL
Hvammstanga, 24. okt.
1 dag brunnu nær 400 hestar af
heyi á Síðu í Víðidal í Húnavatns-
sýslu. — í morgun þegar fólk kom
á fætur var reykur mikill við hlöð-
una og kom í ljós að eldur var í
heyinu. — Heyið var að brenna í
allan dag og var eldurinn enn óslökt-
ur kl. 18 í kvöld. Var þá slökkvi-
tilraunum hætt, vegna þess að von-
laust var að heyinu yrði bjargað. —
Heyið var í nýlegri steinhlöðu á-
fastri fjárhúsi, en fjárhúsið er í
engri eldhættu vegna þess að það er
alt úr járni.
Heyið var mestmegnis taða eða
töðugæft hey.
Vísir 25. okt.
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man. B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota
; Árborg, Man
Árnes, Man
! Baldur, Man
! Bantry, N. Dakota....
! Bellingham, Wash....
Blaine, Wash
Bredenbury, Sask
Brown, Man J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakata...
Churchbridge, Sask.. .
Cjrpress River. Man.. .
Dafoe, Sask
Edinburg, N. Dakota.
Elfros, Sask
Foam Lake, Sask ... J. J. Sveinbjörnsson
Garðar, N. Dakota...
Gerald, Sask
Geysir, Man
Gimli, Man
Glenboro, Man
Hallson, N. Dakota . .
Hayland, P.O., Man. .
Hecla, Man
Hensel, N. Dakota. . ..
Hnausa, Man
Ivanhoe, Minn.......
Kandahar, Sask. . .. J. G. Stephanson
! Langruth, Man
Leslie, Sask
Lundar, Man
Markerville, Alta
Minneota, Minn
! Mountain, N. Dak. .. S. J. Hallgrimson
Mozart, Sask
Oak Point, Man. ...
• Oakview, Man
Otto, Man
Pembina, N. Dak ....
Point Roberts, Wash..
Red Deer, Alta
Revkjavík, Man
Riverton, Man
Seattle. Wash 1. 1. Middal
Selkirk, Man W. Nordal
Siglunes, P.O., Man.
Silver Bay, Man
Svold, N. Dakota
! Tantallon, Sask
Upham, N. Dakota...
Víðir, Man
Vogar, Man
Westbourne, Man
Winnipegosis, Man.. .
Wynyard, Sask