Lögberg - 26.12.1935, Síða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. DESEMBER, 1935.
Ur borg og bygð
Skuldar-fundur í kvöld (fimtu
dag)
St. Skuld, Nr. 34, heldur Whist
Drive og grímudans í Goodtempl-
arahúsinu á gamlárskvöld þriÖju-
daginn 31. des. 1935. VerÖlaun
verða gefin fyrir hæztu vinninga
fyrir Whist og einnig fyrir beztu
og skringilegustu búninga. Inn-
gangur 250; byrjar kl. 8.30.
The Young People’s Club of the
First Lutheran Church will meet on
Dec. 2Óth (instead of the 2761, as
previously announced), at the Mall
Plaza.
í æfiminning Sigurveigar Björns.
son er fæðingarár hennar talið um
1870, en á að vera 1880.
G. T. stúkurnar Hekla og Skuld
halda sina árlegu afmælishátíð
fimtudagskvöldið 2. jan. n.k. kl. 8.
Fólkinu skemta tveir ágætir ræðu-
menn séra Carl J. Olson og Dr. £ig.
Júl Jóhannesson. Miss Lóa David-
son syngur einsöng og fleira verður
til skemtunar og fróðleiks. Al'ir
goodtemplarar ámintir að sækja
þetta gleðimót.
Bjart og rúmgott herbergi, ásamt
ágætu fæði fæst nú þegar á ákjósan.
legum stað í vesturbænum. Upp'ýs
ingar á skrifstofu Lögbergs.
Miss Guðrún Jóhannsson hjúkr-
unarkona frá Saskatoon, er nýkom-
in til borgarinnar til þess að súja
jólin hjá föður sínum, Gunnlaugi
kaupmanni Jóhannssyni.
Messuboð
Hátíðahöld
í Fyrstu lútersku kirkju
Aðfangadagskvöld, 24. des. kl.
7.30 h. — barnaguðsþjón-
usta með jólatré.
Jóladag, 25. des. kl. 11 f. h. —
íslenzk jólamessa með hátíð-
arsöng eldra söngflokksins.
Sunnudag, 29. des. kl. 11 f. h.—
ensk áramóta-gáiðsþjónusta.
Kl. 7 e. h. ársloka samkoma
sunnudagsskólans.
Nýársdag, kl. 11 f. h.—íslenzk
áramóta-guðsþjónusta.-
Messur í Gimli prestakalli á jóla-
daginn eru áætlaðar þannig, að
morgunmessa verður í Betel á
venjulegum tíma, síðdegismessa kl.
3 í kirkju Gimlisafnaðar, og kvöld
messa kl. 8 í kirkju Víðinessafnað-
ar.
Aðfaranótt síðastliðins föstudags
lézt að heimili sínu við Riverton,
Halli Björnsson, bóndi og útgerðar-
maður, 58 ára að aldri. Halli heit-
inn var hinn mesti atorkumaður og
vel gefinn á margan hátt; hann var
fæddur í Ilróarstungu i Norður-
Múlasýslu. Lætur eftir sig ekkju
ásamt f jölmennum hópi uppkominna
barna.
Mrs. Jóhanna Elíasson frá Leslie,
Sask., komu til borgarinnar seinni
part vikimnar sem leið, og fór norð.
ur til Gimli í heimsókn til ættingja
og vina.
Hjónavígslur
Gefin voru saman i hjónaband þ.
19. des. s. 1. Þau Mr. Charles Wilson
Munro og Miss Guðrún Ása Jó-
hannesson, bæði til heimilis hér í
borg. Séra Jóhann Bjarnason gifti
og fór hjónavígslan fram að heimili
foreldra brúðarinnar, þeirra Mr. og
Mrs. G. Jóhannessonar, að 920
Sherburn St. Á eftir hjónavígsiunni
var mjög ánægjulegt samsæti þar á
beimilinu, þar sem viðstaddir voru
nánustu ættingjar brúðhjóna. Mrs.
H. F. Daníelson skemti með ágæt-
um söng. Heimili ungu hjónanna
verður hér í borginni, þar sem Mr.
Munro hefir góða stöðu, sem hann
hefir haft um nokkur undanfarin ár.
Þann 20. þ. m., voru gefin saman
í hjónaband þau John Harald
Palmason og Jean Ann Murdock.
Dr. Björn B. Jónsson framkvæmdi
hjónavígsluna, og fór hún fram að
heimili hans 774 Victor Street.
Islenzkur tilbúinn á-
burður
Stórvægilegt Framtíðarmál Fyrir
tslenzkan Landbúnað
Nákvæm áætiun um ísl. áburð-
arverksmiðju sýnir, að hægt er að
framleiða hér á landi köfnunar-
efnisáburð úr íslenzkum hráefn-
um fyrir mun ádýrara verð, en
við getum nú keypt hann fyrir
frá útlöndum.
Eins og skýrt var frá hér i
blaðinu í sumar, hefir landbún-
aðarráðherra látið framkvæma
ýmsar rannsóknir um möguleika
á framleiðslu á tilbúnum áburði
hér á landi. Var þegar í byrjun
hugsað að nota afgangs raforku
vir Sogsstöðinni og íslenzkan
kalksand, sem bindiefni.
Erlendur verkfræðingur var
fenginn tii þess að fuligera áætl-
unina og dvaldi hann hér í sept-
embermánuði síðastl. og hefir
þessari áætlun nú verið lokið.
Nýja Dagblaðið hefir snúið sér
til Sigurðar Jónassonar forstjóra,
sem hefir haft undirbúning þessa
máls með höndum og skýrir hann
svo frá:
Áætlun hefir nú verið gerð um
byggingu verksmiðju til þess að
framleiða það magn af köfnun-
arefnisáburði, er vér notum nú í
dag og væntanlega notum á næstu
árum, þó nokkur aukning verði.
Verksmiðju þessari er ætlað að
stáhda í Reykjavik og hefir ver-
ið hugsað sér að reisa hana á Ið-
unnarlóðinni og nota að nokkru
leyti gamla verksmiðjuhúsið.
Vmsir aðrir staðir í Reykjavík
og grend hafa einnig verið at-
hugaðir og virðist þessi heppileg-
astur, enda þótt um fleiri staði
sé að velja hér, sem vel mætti
reisa slíka verksmiðju á.
Meðan Westad verkfræðingur,
sá er áætlunina gerði, dvaldi hér
í sumar, aflaði hann sér ná-
kvæmra upplýsinga um notkun
tilbúins áburðar hér á iandi og
ýmsa möguleika um notkun hans
í framtiðinni. Byggir hann aðal-
lega á upplýsingum hr. Árna G.
Eylands ráðunauts, og ennfrem-
ur Bjarna Ásgeirssonar alþm. og
Steingríms Steinþórssonar bún-
aðarmálastjóra og segir í áætlun-
inni um notkun íslands á tilbvin-
um áburði;
Notkun íslands á tilbúnum á-
burði má í stórum dráttum telja
16,000 poka af saltpétri, aðallega
kalksaltpétri ineð 15.5% köfn-
unarefni og kalk-ammonsaltpétri
með 20.5% köfnunarefni. Enn-
fremur 7—8,000 pokar nitro-
phoska, aðallega nitrophoska sem
inniheldur 16x/2% köfnunarefni,
16%% fosforsýru og 21%% kali.
Af superfosfati og kalki er mjög
lítið flutt inn og varla neitt af
brennisteinssúru amoniaki.
Verð á kalksaltpétri með 15.5%
köfnunarefnisinnihaldi er nii ca.
kr. 18.00 pokinn, frítt á íslenzkri
höfn, en ríkisstyrkurinn til á-
burðarkaupa nemur kr. 2.00 á
poka og er það raunverulega verð
því nú kr. 20.00 pokinn, sem
svarar þvi, að 1 kg. af köfnunar-
efni kosti kr. 1.29.
Kalkammonsaltpétur myndi á
sama hátt kosta kr. 22.70 pokinn
og myndi köfnunarefnið þannig
með 20.5% innihaldi, eiga að
kosta kr. 1.10 pr. kg.
Rannsóknir hafa leitt í ljós, að
kalkammonsaltpétur er jaf n
heppilegur til grasræktar og kalk-
saltpétur og virðist því margt
benda til þess, einkum vegna þess
hve miklu munar á flutnings-
kostnaði, að kalkammonsaltpét-
ur, sem er “konsentreraðri” á-
burður, verði valinn.
Það magn af köfnunarefni, sem
er flutt inn í nitrophoska sam-
svarar nokkurnveginn s ö m u
pokatölu af kalksaltpétri eða
kalkammonsaltpétri, þannig, að
það má ganga út frá því að nú-
verandi notkun íslands af köfn-
unarefnisáburði sé ca. 25,000
pokar á ári. Þessi notkun hefir
áður verið alt að 50% meiri og
það virðist vera ástæða til að
ætla, að notkunin geti smámsam-
an vaxið um ca. 50% eða upp í 35
—40,000 poka á ári, ef hægt verð-
ur að framleiða köfnunaráburð-
inn á fslandi fyrir nokkru lægra
verð en nú er hægt að flytja
hann inn fyrir.
Ræktað land á íslandi er rúm-
lega 28,000 hektarar og er hey-
fengur af því ca. 100,000 tonn og
er það að meðaltali 3.8 tonn af
hektara. Rannsóknir hafa sýnt
að hægt er að tvöfalda töðufallið
með þvi að bera meira á af köfn-
unarefnisáburði og i öllu tilfelli
er hægt að auka það um 50% án
verulegrar fyrirhafnar.
útheyskapurinn nemur ca. 80,-
000 tonnum á ári, sem að gæðum
mun mega jafna við 40—50,000
tonn af heyi af ræktuðu landi.
Það myndi því hafa mjög mikla
fjárhagslega þýðingu fyrir is-
lenzkan landbiinað, ef aukinn
heyfengur af því landi, sem nú
þegar hefir verið ræktað, gæti
komið í stað hins dýra og erfiða
útheyskapar. ,
Nú er notað til jafnaðar einn
poki af kalksaltpétri á hektara
af landi og sýna tilraunir að það
er of Htil áburðarnotkun. Það er
lítill vafi á því að tvöföld notkun
myndi vera miklu nær réttu lagi
til þess að fá sem bezta fjárhags-
lega útkomu af ræktuninni, þótt
það verði að sjálfsögðu erfitt fyr-
ir islenzkan landbúnað að kaupa
svo mikið á allra næstu árum.
Auk þess, sem a framan hefir
verið sagt um grasrækt, má geta
þess, að vel er mögulegt að rækta
hér á landi alt sem ísland þarf
af kartöflum, en það hefir vita-
skuld i för með sér aukna notkun
á köfnunarefnisáburði.
Danir flytja inn köfnunarefnis-
áburð sem svarar til 10 kg. á í-
búa, em fslendingar flytja inn
4—500 tonn af köfnunarefni, sem
svarar ca. 4 kg. á íbúa. Virðist
einnig frá því sjónarmiði mega
álíta að notkun fslendinga á
köfnunarefnisáburði geti tvöfald-
ast.
Áætlunin bm hina fyrirhug-
uðu verksmiðju gerir hinsvegar
aðeins ráð fvrir því, að framleiða
í byrjun 25 þúsund poka af kalk-
ammonsaltpétri, sem svarar til
notkunar á 500 tonnum af köfn-
unarefni á ári. Verksmiðjan er
áætluð þannig, að hún geti fram-
leitt þetta magn 8—9 mánuði af
árinu með þriskiftum vinnu-
tíma á sólarhring. Ef verksmiðj-
an er rekin alt árið yrði auðveld-
lega hægt að auka framleiðsluna
á kalkainmonsaltpétri um 50%
eða framleiða ca. 37—38 þúsund
poka af honum. Ef verksmiðjan
væri notuð til framleiðslu kalk-
ammonsaltpéturs og nitrophoska,
inyndi með mesta álagi vera hægt
að framleiða ca. 35 þúsund poka
af kalkammonsaltpétri og 15 þús-
und poka af nitrophoska eða með
öðrum orðum tvisvar sinnum
meira en notað er a fslandi nu
af tilbúnum áburði.
Þá segir í áætluninni, að verk-
smiðja sú, sem gert er ráð fyrir
að reisa og sem á að nota allra
nýjustu aðferðir (Electrolyse)
um tilbúning á áburði, myndi
kosta ca. 1% miljon krona full-
gerð. Gert er ráð fyrir að tak-
ast megi að byggja slíka verk-
smiðju á 14—16 mánuðum og
ætti því að vera unt að hafa lok-
ið byggingu hennar á sumrinu
1937, ef nú þegar er hafist handa
með að koma málinu í fram-
kvæmd. Gert er ráð fyrir að
Sogsstöðin verði tilbúin í ágúst
1937 og ætti því að vera hægt aö
framleiða í tæka tíð allan jiann
köfnunarefnisáburð er vér þurf-
um á árinu 1938, ef áburðarverk-
smiðjan verður tilbúin nægilega
snemma á árinu 1937. Eg tel því
mjög æskilegt að nú þegar verði
samþykt lög, er heimili ríkis-
stjórninni að láta reisa' slíka
verksmiðju.
Ilm framleiðsluna og fram-
leiðslukostnaðinn segir i áætlun-
inni: Eins og áður er sagt, kostar
kalkammonsaltpétur með 20.5%
köfnunarefni nú ca. kr. 20.70
pokinn, sem svarar til kr. 1.10
pr. kg. af köfnunarefni. Ef fram-
leiddir eru 25,000 pokar af þess-,
um kalkammonsaltpétri á ári,
sýnir rekstraráætlun verksmiðj-
unnar, að hægt er að framleiða
pokan fyrir kr. 19.70 og verður
verðið af köfnunarefni þannig 96
aurar..
Það sem með þessu móti spar-
ast kr. 3.00 á poka, miðað
við núverandi innflutningsverð,
græðist á verksmiðjunni umfram
fyrningu o. s. frv. ca. kr. 75,000.00
á ári.
Séu í þessari verksmiðju fram-
leiddir 35,000 pokar af sama
kalkammonsaltpétri, fellur verð-
ið fyrir pokann niður í kr. 15.30
og verð pr. kg. af köfnunarefni
niður i 75 aura. Miðað við þá
framleiðslu græðist á rekstrinum
umfram fyrningu o. s. frv. kr.
259,000.00 á ári. Ef maður hugs-
ar sér, í stað einhliða framleiðslu
á kalkammonsaltpétri, að verk-
smiðjan verði látin framleiða t.
d. 25,000 poka af kalkammon-
saltpétri og 10,000 poka af nitro-
phoska, en þetta magn er auðvelt
að framleiða í hinni áætluðu
verksmiðju, sést af rekstraryfir-
litinu, að hægt er að búa til nitro-
phoska fyrir kr. 25.24 pokann,
en niiverandi kostnaðarverð þess
er kr. 34.00 pokinn.
Af áætlunum þeim um reksts-
urskostnað, sem að framan getur,
sézt að það er framúrskarandi
heilbrigður og fjárhagslega trygg-
ur grundvöllur fyrir byggingu
köfnunarefnisverksmiðju á ís-
landi.
Framleiðsluaðferð sú, er á að
nota, er margreynd og notuð í
fjölda verksmiðja. Áætlunin er
bygð á nákvæmum tilboðum frá
verksmiðjum, er framleiða vélar
og efni til þessháttar verksmiðja.
Yfirleitt er áætlunin gerð varlega
og er nokkur ástæða til að ætla
að kostnaður við byggingu verk-
smiðjunnar geti orðið eitthvað ó-
WILDFIRE COAL
(Drumheller)
“Trade Marked”
LOOK FOR THE RED DOTS AND DISPEL YOUR DOURTS
I.UMP ................................................$11.35 per ton
EGG .................................................. 10-25 ” ”
SEMET-SOLVAY COKE...................$14.50 per ton
MICIIEL COKE ....................... 13.50 ” ”
DOMINION COAL
(Sask. Lignite)
COBBLE ...................... $6.65 per ton
STOVE ....................... 6.25 ” ”
BIGHORN COAL
(Saunder’s Creek)
LUMP............................$13.25 per ton
FOOTHILLS COAL
(Coal Spur)
LUMP ..................$12.75 per ton
STOVE ..................................... 12.25 ” ”
Fuel License No. 62
PHONE 94 309
McCurdy Supply Co. Ltd.
49 NOTRE DAME AVE. E.
dýrari en áætlað er.
Til viðbótar við það, sem tekið
er upp úr áætluninni hér að fram-
an, ber sérstaklega að leggja á-
herzlu á eftirfarandi atriði:
1. Að áburðurinn er unninn
eingöngu úr íslenzkum hráefn-
um, sem sé vatni, lofti og kalk-
sandi og að rafmagnsorka úr
Sogsstöðinni verður notuð í stað
orku úr erlendum hráefnum. Á-
ætlunin byggir á raforkuverði úr
Sogsstöð, sem Rafmagnsveita
Reykjavíkur telur sig geta selt
fyrir til þessa fyrirtækis.
2. Áætlun yfir reksturskostnað
verksmiðjunnar sýnir, að ca.
heliningur af reksturskostnaðin-
um verður eftir í landinu. Af
þeirri upphæð er kr. 130—140,-
000.00 árlega, sem fara í vinnu-
laun og verður það föst atvinna
fyrir ca. 30 manns.
3. Þess ber vel að gæta, að
köfnunarefni hefir oft áður verið
mikið dýrara, t. d. sýna verzlun-
arskýrslurnar, að innkaupsverðið
1930 hefir verið rúmlega 20%
dýrara en það var árið 1933.
M e ð innlendri áburðarverk-
smiðju höfum við tryggingu fyrir
því, að köfnunarefnisáburður sá,
sem vér framleiðum, þarf ekki
að hækka í verði, enda þótt hann
hækki í verði á heimsmarkaðin-
m.
Eg tel sjálfsagt að ríkið, sem
ú þegar hefir með höndum alla
erzlun með tilbúinn áburð,,
eisi sjálft verksmiðu til þess að
ramleiða tilbúinn áburð. Þar
em nú virðist vera fundinn fiár-
agslega ti-yggur grundvöllur fyr-
• rekstri slíkrar verksmiðju, sýn-
st heldur ekki vera eftir neinu
ð bíða með að hefja fram-
væmdirnar uin byggingu henn-
r. Það virðist eigi vera hægt að
aæla á móti því með rökum, að
ekið verði lán erlendis til bygg-
ngar slíkri verksmiðju, þar sem
Ilverulegur hluti af þeim gjald-
yri, sem vér árlega greiðum út
ir landinu fyrir tilbúinn áburð,
parast við byggingu hennar.
Það er stórkostlegt velferðar-
iál fyrir íslenzkan landbúnað, að
iú þegar verði hafist handa um
ð ríkið byggi verksmiðju til
rainleiðslu tilbúins áburðar.
—N. Dagbl. 27. nóv.
Jakob F. Bjarnason
TRÁNSFF.R
AnnaM gxelClega um ftlt,
flutningum lýtur, rnniua eSa. atðr-
um. Hvergi ea.nngjamftra. vert>
Heimili: 591 SHBRBURN ST.
Slmi: 35 909
Sendið áskriftargjald yðar
fyrir “The New World,” mán-
aðarrit til eflingar stefnu
Co-operative Commonwealth
Federation í Canada.
Aðcins EINN dollar á ári
sent póstfrítt
Útgefendur
The New World
1452 ROSS AVE.
Winipeg, Manitoba
Minniát BETEL
*
1
erfðaskrám yðar !
Élðs™
jeWellers
Úr, Tclukkur, gimsteinar og aðrir
skrau tmunir.
Giftingaleyfisbréf
447 PORTAGE AVE.
Slmi 26 224
The Watch Shop
Diamonds - Watches - Jewelry
Agents for Fulova Watches
Marriage Licenses Issued
THORLAKSON & BALDWIN
Watchmakers & Jewellers
699 SARGENT AVE., WPG.
J. Walter Johannson
UmboCsmaður
NEW YORK LIFE INSURANCE
COMPANY
219 Currji Bldg.
Winnipeg
HAROLD EGGERTSON
Insurance Counselor
NEW YORK LIFE INSURANCE
COMPANY
Room 218 Curry Bldg.
233 Portage Ave., Winnipeg
Office Phone 93 101
Res. Phone 86 82 8
V *
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
THE EMPIRE SASH
HENRY AVENUE AND A1
WINNIP^i, MANáv R
OR CCT.Í
STREE*'
4