Lögberg - 09.01.1936, Blaðsíða 2

Lögberg - 09.01.1936, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. JANtJAR, 1936 Hið fagra land vonanna í þriðja kafla Exodus er skýrt frá því, þegar Móse kom aS logandi þyrnirynninum og hann heyrSi raustina, sein hrópaSi: "Móse, Móse ! Drag skó þína af fótum þér, því að sá staður, er þú stendur á, er heilög jörð." Þetta vartS u])phafið að spámannsköllun hans og hinu mikla æfistarfi. I. Sá niaður, sem ekki getur fundið neitt til aíS dást að, getur heldur ekki fundið neitt til að láta sér þykja vænt um, til að starfa og lifa fyrir. Maður, sem orðinn er óhæfur til lotningar, á heldur ekki hvöt til neins. Maður, sem ekki getur séð neitt í veröldinni yfir sér eða um- hverfis sig til að undrast yfir, til að vcgsama eða tilbiðja, hann er snanð- ur maður. Hann er þá heldur ekki líklegur til að finna neitt hið innra með sjálfum sér tii að hughreysta sig við eða láta hvetja sig. Þegar þannig er komið, verður lífið einskis virði fyrir oss. Og þá leiðir það venjulegast hvaS af öðru, að vér verðum einskis virði fyrir lífið.— Allar framfarir mannkynsins hafa bygzt á því, að mönnum hefir smám saman opnast sýn fyrir dá- samlegum hlutum, og þeir hafa lært að virða þá og bera lotningu fyrir þeim. Og vér vitum, að hið sama gildir um einstaka menn. Enginn hefir orðið að mikilmenni fyrr en hann hefir fundið eitthvert það mál- efni eða einhverja þá hugsjón, sem hann hefir orðið svo hrifinn af, að hann hefir verið reiðubúinn að lifa og deyja fyrir hana. Þetta er það, sem gefur lífi einstaklinganna alt gildi, og ekki aðeins lífi einstakra manna, heldur og lífi þess hóps, sem þeir starfa í. Því að það eru ávalt slíkir menn, sem setja allan blæ á lífið umhverfis sig. Jafnvel miljón- um manna finst lífið einhvers virði vegna þess ljóma, sem ein mikil sál varpar frá sér. Mér dettur í hug Jón Sigurðsson og stjórnmálabar- átta Islendinga á síðari hluta 19. aldar. Hvílíkt dauðans myrkur, ef hans hefði ekki notið við. Hann lýsir upp alla öldina! En það eru aðeins þeir, sem sjálfir hafa séð mikið ljós, sem kveikt geta á kyndL um fyrir aðra og skapað einnig í þeim viljann til dáða. Það er lotn- ingin fyrir miklum hlutum, sem knýr menn áfram. Þegar hún þverr, seinkar ferðin, þegar hún deyr, fer mönnum að miða aftur á bak. — Það er lotningin fyrir guð- dómlegum hlutum, sem drýpur inn í sálirnar eins og himnesk dögg, sem endurnærir þær og hressir. II. Og svo halda sumir menn, að trú- arbrögðin séu einskisvirði! — Trú- artilfinningin byggist aðeins á skygni manna og næmleika fyrir því dásamlega. í réttu hlutfalli við hæfL leikann til lotningar stendur hæfi- leiki mannssálarinnar til að skilja það og meta, sem er fagurt og ynd- islegt. Nýlega las eg sögu af tveim mönn- um, listmálara og timburkaupmanni, sem báðir stóðu og horfðu á sólar- lagið, þar sem sólin hné í roða bak við marglitan haustskóginn. Eftir langa þögn mælti listmálarinn: "Dá- samleg sýn, þetta er alveg dýrlegt." Og timburkaupmaðurinn, sem einnig | var í þungum þönkum, svaraði og sagði: "Satt segir þú. Þetta er af- bragSs timbur. Mér reiknast til, þegar áætlað er fyrir skógarhöggi og flutningi, að maður gæti selt það fyrir 3 krónur fetið." Þessir menn lifðu sinn í hvorum heinii, þótt þeir horfðu báðir til sömu áttar. Annar átti fegurðartil. finning og djúpa lotningu til í sál sinni og sá dýrð og ljóma himnanna. Hinn átti enga lotningu en aðeins ágirnd á peninga og þessvegna sá hann ekkert annað en það, hvernig hægast mundi vera að spilla þessari fegurð og græða fé á. Þannig er háttað um afstöðu svo margra manna gagnvart trúarbrögð- unum. Þeir staðnæmast ekki einu sinni til að rökræða um það.'hvort þau séu nokkurs virði. Það hefir aldrei runnið upp í huga þeirra . nokkur dagsbrún af hugmynd um það, hvað trúarbrögðin í rauninni j eru. Þeir hafa aldrei séð, ekki einu ' sinni í hillingum, fortjald þeirrar opinberunar, sem trúin sviftir frá sýn þeirra manna, sem lotninguna , hafa öðlast í sál sína. Og þess- vegna \i\* þeir, eins og timburkaup- , maðurinn, í öðrum heimi og sjá ! aldrei nema ömurlegustu úthverf u hlutanna. Þeir sjá aðeins veröld 1 dauðans og moldarinnar, en ekki ¦ veröld lífsins og draumanna. Þess- vegna gerast þeir lif inu f jandsamleg- I ir og setjast í sæti háðgjarnra, til þess að svala friðlausri sál sinni. —Vér þurfum ekki annað en að fletta upp i Nýja testamentinu til að sjá, hversu gersamlega þessi afstaða er frábrugðin afstöðu Jesú Krists til lifsins. Þó að hann væri stund- um hvassorður, þá fyrirleit hann þó aldrei mennina sjálfa. Hann trúði á þá, jafnvel hversu djúpt sem þeir voru fallnir. Honum hefði aldrei komið til hugar, að tala um það við lærisveina sísa, þegar hann var á ferðum sínum umhverfís Galíleu- vatnið, eða þegar hann ferðaðist suður til Jerúsalem og gisti í Betaníu, hversu nauða þýðingarlaust og ómerkilegt lífið væri á svona stað. Hann hafði vafalaust glögt auga fyrir öllu þvi, sem áfátt var í fari mannanna og honum virtust margir þeirra vera eins og týndir synir. En honum datt aldrei í hug að fyrirlíta þá fyrir það. Hann var sannfærður um það, að köllun sín lægi í því, að leiða þá til réttara veg- ar, sem vilst höfðu út á refilstigu óhamingjunnar, og hann trúði því, að það væri hægt og að það væri þess virði. En þvi aðeins trúði hann þessu, að hann var fullviss um það, að sami kærleikurinn, sem hann fann í brjósti sínn, logaði einnig í hjarta tilverunnar, þess alvalds, sem er skaþari alls og faðir, og þessvegna var hann viss um, að í mönnunum hlyti að lokum að verða sigursæll sá viljinn, sem verkaði til góðs. Jesús bar meiri lotningu fyrir líf- inu en samtímamenn hans, af því að hann trúði því, að Guð lífsins væri meiri en hann sjálfur. Hann sá sýnir, sem aðrir sáu ekki. Hann sá guðsríkið, sem var að koma. Innan skamms mundu allir sameinast i bróðurlegu samfélagi, eins og Guðs elskuð börn í einu ríki. Alt hið illa og ófullkomna mundi hverfa á braut. Gleði og fögnuður mundi ríkja. Líkar sýnir sá Móse. Hann öðl- aðist skyndilega þá hugmynd, að Guð sé góður og vilji leiða börn sín burt frá þræældómshúsinu og inn í fyrirheitið land fagnaðarins. Þessi sannfæring verður svo sterk, traust hans á Guði svo mikið, aS hann tekst fijálfur erindi Guðs á hendur. Hann sér handleiðslu GuSs í öllum hlutum. i fann sér allsstaSar ljómann af nær. veru hins lifanda GuSs. Eins og eldstólpi fylgdi hann ísraelslýS um nætur, en eins og skýstólpi um daga. Jafnvel í þyrnirunninum sér hann Drottinn hersveitanna lifa og hrær_ ast. Jörðin verður fyrir honum að heilagri jörð og hann finnur, að hann er ekki sjálfs sín þjónn ein- göngu heldur þjónn drottins. Þetta er afstaða lotningarinnar gagnvart lifinu: Tilfinningin fyrir því fyrst og fremst, aS Hfið er miklu meira og voldugra en vér er- um sjálf. Því næst tilfinningin fyr- ir því, að vér erum ekki aðeins vorir eigin þjónar; vor æðsta vegsemd er fólgin í því, að þjóna lífinu, þessari óendanlegu, dularfullu tilveru, sem vér vitum hvorki upphafið eða end- inn á, né til hvers er ákvörSuS—en vér trúum, aS sé ákvörSuS af guS- dómlegu ráði til meiri dýrðar en oss er enn þá auðið að skilja. Sumum finst þaS óviturlegt aS trúa þannig. En þaS er eftir aS vita, hvort sá er ekki einmitt óvitrastur, sem ekkert hefir ímyndunarafliS og þessvegna engan hæfileikann til trú. ar. Og ef vér dæmum af árangri trúarinnar, þá má minna á orð hins ágæta sálarfneðings William James, sem enginn trúmaður þóttist vera sjálfur, en kemst þannig að orði um þá trú mannkynsins á guðdómlega hluti, sem ekki er unt að gefa neina skynsamlega ástæðu f yrir : "Þessi trú er ef til vill eitt af því merkilegasta í fari mannsins. Hún hefir sýnt sig að bera einhverja þá göfugustu ávexti, sem mannkyns- sagan veit dæmi um. Hun hefir endurfætt mennina og innblásið þá hugrekki og styrk og siðferðilegum mætti til hvers konar menningar." Þar sem menn hætta alveg að trúa á guðdómlega hluti, líður ekki á löngu áður en menn hætta einnig aS trúa á mannlcga hluti. Því aS öll sú trú, sem vér getum haft á hinu mannlega, leiSir beinlinis af þeirri víStækari trú, sem vér höfum á líf- inu í heild sinni. ITinir vitrustu spekingar Grikkja, sem mist höfSu trúna á GuS þjóðar sinnar, mistu einnig bráSlega trúna á mennina og þýSingu síns eigin lífs, og voru þá hugsun sinni nógu samkvæmir til þess, að taka sig beinlínis af lífi, eftir aS HfiS var orSið einskis virSi. Þetta er leiS vantrúarinnar og hún er röksamleg og sjálfri sér sam- kvæm. Ef vér hættum aS trúa á guS- dómlega hluti, hlýtur gjörvöll til- veran að tapa við það öllu gildi sínu og ekkert er þess virði framar að sækjast eftir því eSa lifa fyrir þaS. AfleiSingin verSur ekki aSeins sú aS allar gleSilindir í sál vorri þorna upp, heldur þverra og smámsaman allir hæfileikar vorir til þess aS gera nokkurn hlut úr lifinu. ímyndunar- afliS þverr, vonirnar hverfa, traust ^¦miiiiiiiimiiiiiimm I THOSE WHOM WE SERVE I IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS BECA USE- OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER WE DELIVER. COLUMBIA PRESS LIMITED | 695 SARGENT AVENUE - WINNIPEG - PHONE 86 327 ,!MllllliliilM«ll«^ .....iiiiiauiiiBlllllllllUllffl hugans dvínar, og um leiS öll við- leitni vor til þess að gera lífiS glæsi- legt — því aS vor andlegi þróttur hverfur um leið og eldur trúarinnar, sem kyndir undir allar hvatir vorar, er sloknaSur. Vér skulum nú taka hiS sama dæmi, sem eg hóf mál mitt á: Ef Móse hefSi aldrei trúaS því, aS vitrunin hjá Hórebsfjalli væri frá GuSi, mundi hann aldrei hafa leitt ísraelslýS burt frá Egiptalandi. ÞjótSin mundi hafa veslast þar upp í þrældómi og hörmung. Móse hefSi aldrei orSiS heimsfrægur maSur fyrir hetjudáð og viturleik. Riki Gyðinga mundi aldrei hafa verið stofnaS. Sálmar DavíSs mundu aldrei hafa veriS ortir. Á svona miklu getur þaS oltið, hvort einn maður trúir eða ekki! Áhrifin af trú eins manns geta orð- ið svo víðtæk og óyfirsjáanleg, aS þau gerbreyta ekki aSeins lífi hans sjálfs, heldur einnig lífi óteljandi kynslóSa—lífi margra þjóða.— En afleiðingarnar af trúlcysi eins manns er auðveldara aS reika út: Maður, sem cngu trúir. mun á- reíSanlega ekki bjarga neinni þjóS. Hann bjargar ekki sjálfum sér„ I iann gerir sig aS bláþræSi i líf svef þeirrar kynslóSar, sem hann lifir meS og að brostnum hlekk, þar sem heill skyldi vera. AfstaSa lotningarinnar gagnvart lífinu er ein og hin sama og afstaSa trúarinnar. Sumir mundu segja, aS margur vísindamaSurinn trúi litlu um lífið, en hafi þó reynst lífinu og sínu samfélagi nýtur. Þetta er ekki rétt skoðun. Enginn hefir orðitS mikill vísindamaður, nema því að eins, að hann hafi borið djúpa lotn- ingu fyrir leyndardómtim tilverunn- ar og mikla trú á óendanlega dýrð lifsins og óendanlega möguleika þess. Og þó að menn geri sér það ef til vill ekki ljóst, þá hefir þessi trú öll einkenni sannrar Guðstrúar og er henni i raun og veru ekkert frábrugðin, þótt nöfnin sé önnur, sem menn nota yfir hugtökin. Og það skiftir minstu, þvi að árangur- inn er hinn sami: Óbugandi starf þeirra og löngun til að notjœra möguleika lífsius numnkyninu til góðs.— III. Svo er ennþá eitt viðhorf þessa máls, sem vér megum ekki ganga fram hjá. Auk þess, sem afstaða lotningar- innar gagnvart lífinu beinlínis skapar hvatirnar og möguleikana fyrir öllum framförum, er það held. ur enginn samanburður, hversu miklu hamingjusamlegra það hug- arfar er, sem þannig getur f undið til, en hitt, sem ekki á neitt ímyndunar- afl, eða gerir sér neitt heilagt. ÞaS er sagt, aS á síSustu tímum rómverska ríkisins, þegar allar trú- ar. og siSferSishugmyndir voru í upplausn, þá hafi sjálfsmorð farið ákaflega í vöxt, og sýnir það ekkert annað en örvænting þeirrar kynslóð. ar. Hin ískyggilega hækkandi tala sjálfsmorSa meðal hinna vestrænu þjóSa fær mann nú til að renna grun í, hvern enda sú hugarstefna fær vor á meðal — sem hættir að sjá vitranir GuSs mitt á meðal hversdagslegra hluta, sem hætt er að sjá dýrð hansloga jafnvel í þyrni- runnanum og hætt er að heyra rödd hans og trúa á skipanir hans. MaSurinh er fljótur aS komast til botns í sjálfum sér, ef hann trúir því ekki, að veikleiki sinn verði upp- svelgdur af styrkleika annars, sem honum er meiri. Og þegar þeim grundvelli er kipt burt undan hugs- analífi voru og lífsskoSun, þá er hætt viS, aS fari fyrir oss eins og sál skáldsins, sem sá ekkert á bak viS sig nema: Hyldjúpan næturhimin heltan fullan af myrkri—. I'á er hætt við, að vor andlegi mátt. ur veslist upp og vér fyllumst ör- væntingu og Iífið verði oss að kvöl. Meðal kaþólskra þjóða, sem yfir- leitt eru ekki enn þá farnar að efast um tilveru Guðs og dýrlingana, er tala sjálfsmorSanna miklu lægri. Og það sýnir, að þcssar þjóSir eru yfir- leitt hamingjusamari og áhyggju- minni. Ef vér komum inn í dóm- kirkjur sumira kaþólsku landanna og sjáum alt þaS skraut og þá dá- samlegu fegurS, sem þar mætir aug- unum — fegurS, sem iSulega er sköpuö af list svo mikilli, að ósjálf- rátt hrífur hún oss til aðdáunar og bænar — þá sjáum vér hverju fögn- uður trúarinnar fær áorkaS. Ýmsir mundu segja, aS í fegurð og óhóflegu skrauti kirknanna, birt- ist oss einmitt það einkenni kaþólsk- unnar, sem henni hefir oft verið fundið til foráttu, að vera yfirborSs. leg og finnast sem öllu réttlæti sé fullnægt aðe'ins með hinni ytri dýrð. Vera má, að svo hafi oft orðið fyr- ir kaþólskum trúarbrögðum. — En samt sem áður snertir þetta ekki kjarna málsins. Dýpsti sannleikurinn í þessu öllu er sá, aS þessar kirkjur eru bygSar af fegurSarhugsjón, guSstrú og fórnfýsi, sem löngum hefir veriS þeim mun meiri meSal hinna ka- þólsku þjóSa, sem kirkjur þeirra eru fegurri en vorar. Hin dýrlegustu listaverk eru aS- eins sknggi ennþá dýrlegri trúar. Snild listagáfunnar getur ekki þró- ast, nema fyrir lothing þeirrar sálar, sem ann öllu því, sem er fagurt og fullkomiS, svo heitt, að hún getur ekki án þess verið og reynir þess vegna að endurskapa það í kring um sig. Hvcrgi aimarsstaðar cn þar, scm fögnuður cr i lifinn, cr sú lotn- ing til staðar. Hvcrgi annarsstaðar cn þar, sciu trít cr, þckkist sá fögn- uður. Og af þessu sjáum vér.þá, hvers- vegna oss cr það nauSsynlegt aS læra aS draga skó af fótum og finna til þess, að þaS er heilög jörð, sem vér göngum á. Öll dagleg hamingja vor og öll framtíð mannkynsins er í veSi. Trú á það, sem er voldugt og dásamlegt, er oss nauSsynleg. ef vér viljum lifa, en ekki deyja.— Hver sem á mig trúir, hann mun lifa, þótt hann deyi, segja trúarrit- in, og þessi orS hafa reynst aS vera sönn i lífssögu þjóðanna. Það eru trúarhetjurnar í ein- hverjum skilningi, sem bera höfuðin hæst í minningum fortíðarinnar. Það eru trúarhetjurnar, sem rutt hafa brautina yfir nútíð og framtíð. ÞaS eru trúarhetjurnar, sem alt af sjá möguleikana, þar sem aSrir sjá ekki neitt, nema hylyjúpan nætur- himin heltan fullan af myrkri. Oss skortir f,yrst og fremst ímyndunarafl trúarinnar. Oss skort- ir sárlega fcgurð trúarbragSanna inn í sálir vorar. Til er enskur söngur sem oft er sunginn og mjög hefir orðið hjartfólginn engilsax- neskum þjóðum. Söngurinn heitir: The bcautiful isle of somnvhcrc, sem þýSir hiS fagra eyland vonanna, og þetta er efni ljóSsins: Einhversstaðar er sóIskiniS bjart- ara, dagarnir lengri og hlýrri og skuggarnir færri — einhversstaSar á fagralandi vonanna.— EinhversstaSar er baráttunni lok. iS, vináttan orðin heilli og einlægari, ástúðin sannari og meiri — lífið sælla. Einhversstaðar blasa við oss þessi fögru hlið andans, þar sem englarnir, klæddir dýrindis skrúða, taka við oss og leiða oss á fund vorra yndis- legustu drauma — einhversstaðar í f agralandi vonanna á bak við sól og mána. Mættum vér ávalt eiga inst í sál vorri, í blikandi draumaskýi, ósnort- ið af vanhygð vorri og stundargirnd- um—þetta fagra land vonanna og trúarinnar.— Mættum vér ávalt hlúa að þeim hugsjónum, sem eru fagrar og dýr- legar og geta þessvegna orðið vor andlegi jólaeldur og skjól, þegar burt er sólin. Þann rétt getur hver maður áskilið sér í ríki Guðs.— Benjannín Kristjánsson. —Kirkjuritið. EF ÞÉR KENNIÐ MAGNLEYSIS NOTIÐ NUGA-TONE pau hin ýmsu eiturefni, er setjast að í líkamanum og frá meltingarleysi stafa, verða að rýma sæti, er NUGA-TONE kemur til sögunnar; gildir þetta einnig um höfuðverk, o. s. frv. NUGA-TONE vísar óhollum efnum á dyr, enda eiga miljónir manna og kvenna pví heilsu stna að þakka. Kaupið aðeins ekta NUGA-TONE I ábyggilegum lyfjabúðum. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. Fyrsta landnámstilraun Breta í Norður-Ameríku Eftir S. K. STEINDÓRS (Framh.) Amidas s])tirði þá, hvað landið héti, og rauðskinnarnir, sem höfSu ekki minstu hugmynd um, hvers hann spurði, svöruðu út í hött: "Win-gan-da-coa," sem þýðir: "En hvað fötin þín eru falleg." Amidas hélt þvi næst aftur heim til Eng- lands og sagði, að þetta land héti "Vingandacoa." En Elísabet, sem var meykóngur, eins og kunnugt er, mæltist til þess að landið yrði látiS heita Virginia, í heiðursskyni við sig, og var auðvitað farið að hennar vilja, og heitir landið það siðan. Raleigh hafði mikinn hug á að Virginia yrSi ensk nýlenda, og þrátt fyrir margskonar mótmæli í því sambandi, misti hann samt ekki kjarkinn eSa sigurvonina. Undir forystu John White sendi Raleigh svo 150 Iandnema, 133 karl. menn og 17 konur, til Ameríku. I>eir tóku land við litla eyju, er heit- ir Roanoko Island. (Eyja þessi er skamt frá meginlandinu, hún er 19 rastir á lengd, en 14 á breidd.). Þar bygðu þeir sér vígi. Indíánarnir voru óvinveittir í garð nýbyggjanna og gerðu þeim marga skráveifuna. Elenora, dóttir White landstjóra, giftist einum landnemanna, Ananias Dare aS nafni, 18. dag ágústmán- aSar áriS 1587 ól hún meybarn, er var vatni ausiS, og var stúlkan heit- in Virginia. Er hún talin vera hiS fyrsta afkvæmi hvítra foreldra, sem fæSist á þessum slóSum, því líklegt má telja, að Þorfinnur karlsefni og menn hans hafi verið á New Found- landi, og þar mun Snorri, sonur Guðríðar og Þorfinns karlsefnis vera fæddur. En er Virginia litla var hálfsmánaðar gömul, seri White landstjóri, afi hennar, aftur heim til Englands, til þess að fá meiri liðs- styrk þaðan, svo aS landnemarnir gætu varist ásælni og fjandskap Indiánanna. Er White kom til Englands, var þar alt á tjá og tundri. ÓfriSurinn viS Spánverja var í uppsiglingu og ráðandi menn þar í landi þóttust hafa öSrum hnöppum að hneppa en að veita fáeinum landnemum í fjar. lægri heimsálfu liSveisIu. Og fyrst fjórum árum síSar, árið 1591, gat White lagt af stað að nýju til hjálp- ar vinum sínum og vandamönnum. Og er hann kom til Roanoko-eyj- unnar, voru liðin nákvæmlega f jög- ur ár frá því að Virginia dótturdótt. ir hans fæddist. Svo hafSi veriS um talaS, að ef landnemarnir þyrftu að flýja eyjuna, skyldu þeir rista á trjástofnana, hvert þeir hefðu flust búferlum, og ef krossmark væri rist þar unrlir, átti það aS vera merki þess, aS þeir væru í nauSum stadd- ir. Þegar White steig á land á Roan. oko-eyjunni, sá hann skjótlega hvers kyns var. VígiS var falliS, og gras- iS óx óáreitt, þar sem bjálkakofar landnemanna höfðu veriS. Undir einu Cedrus-trénu fann hann fimm likkistur, sem höfSu veriS grafnar upp, og var búiS aS ræna líkunum. Ennf remur f ann hann tætlur af þók. um sínum og myndum á víð og dreif. Á eitt trjánna sá hann aS var rist meS stóru letri orSiS "Kroa. ton," sem er nafn á nærliggjandi eyju. ÞangaS ætluS.u þeir sér aS fara, en fárviðri hið mesta hrakti þá á haf út, og þrátt fyrir fortölur og grátbænir White var skipstjórinn ó- fáanlegur að leita strandar Ame- ríku aS nýju, og sneri aftur heim til Englands, svo aS White auSnaSist ekki aS sjá framar dóttur sína og vini. Fyrst nokkrum árum síSar, í maí- mánuSi áriS 1607, náSu Englending- ar varanlegri fótfestu i Ameriku og stofnuðu þann nýlendu-vísi, er siðar urSu hin víSlendu og fólksmörgu enskumælandi lönd í Ameríku. < )g þá fyrst fregnaSist um afdrif land- nemanna frá Roanoko-eyjunni. Indiánarnir greindu frá afdrifum þeirra og sögSu, aS þeir hefSu um nokkurra ára skeiS veriS í góSri

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.