Lögberg - 09.01.1936, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. JANÚAR, 1936
"Vandaroál" J. S. frá
Kaldbak
Það var með talsveðri undrun, að
eg las hina kynlegu athugasemd J. S.
frá Kaldbak, á fjórðu síðu í Hkr.,
frá i. jan. þ. á.
Athugasemd sína nefnir hann
"Vandamál." Er hún gerð til að
hnekkja einhverju í fréttagrein frá
Gimli snemma í des. s. 1., þar sem
skýrt er frá uppruna hinna merki-
legu hendinga:
"Römm er sú taug
er rekka dregur
föðurtúna til."
Skýringin tekin upp i fréttabréfið
sokum þess, að sumir, sem höfðu
venð að lcita at5 uppruna þessa ljóð-
brots voru farnir burtu frá Gimli,
en mundu hafa gaman af að sjá um
uppruna þess. Var og um ofurlítið
alþýðlegan fróðleik þarna að ræða,
er vel átti skilið að koma fyrir al-
menningssjónir.
Af tilviljun var það, að þar var
getið um að Ágústus keisari hefði
dáið árið 14. e. Krist. Var þess get-
iu í sambandi við dánardægur
skáldsins fræga, Ovidíusar, höfund.
ar hinna frægu hendinga, er keisar-
inn hafði dæmt i útlegð fyrir kvæði
nokkurt er þótti ganga allnærri
mannorði sumra ættmanna keisar-
ans.
Sízt af öllu hefði manni nú dott-
ið í hug, að deilt yrði um burtfarar-
ar annars eins stórmennis í verald-
arsögunni sem Ágústus keisari var.
Veit eg ekki betur en að allar heim.
ildir telji, að hann hafi dáið cárið
14. e. Kr., og að þá hafi Tiberíus
stjúpsonur hans tekið við völdum og
orðið keisari eftir hann.
En nú kemur J. S. frá Kaldbak
með þá makalausu röksemd að ann-
aðhvort sé hér farið með rangt mál,
eða þá, að það sé eitthvað til muna
bogið við Lúkasar Guðspjall. Telst
honum svo til, að þar komi fram
þrjátíu ára skekkja er sé óviðráð-
anleg.
Oi"ð J. S. f rá Kaldbak eru á þessa
leið:
"Mér kom það nokkuð einkenni-
lega fyrir sjónir að prestur gerir
skilagrein fyrir þessu rrtáli á þennan
hátt, því að í Lúkasar guðspjalli
stendur að Kristur hafi hafið kenn-
ingar sínar á 15. ríkisári Tíberíusar.
Það eru því hvorki meira né minna
en rúm 30 ár, sem fréttaritara Lög-
bergs og Lúkasar guðspjalli ber á
milli."
Raunar stendur það nú hvergi í
Lúkasar Guðspjalli, að Kristur hafi
byrjað að kenna á fimtánda ríkisári
Tiberíusar keisara. Sú skekkja hjá
J. S. frá Kaldbak gerir þó minst til.
Eitthvað svipað því, er hann nefnir,
er sagt um Jóhannes Sakaríasson,
sem byrjaði nokkuru fyr að kenna
en Kristur sjálfur. Þó ber þessi
skekkja vott um ónákvæmni og laus_
lega hugsun hjá höfundinum, sem
maður hefði tæplega búist við.
Hitt er talsvert lakara, að J. S. f rá
Kaldbak virðist ekki kunna að lesa
ártöl mannkynssögunnar. Orðatil-
tækin: f. Kr., og e. Kr., (nærri æf-
inlega þannig skammstöfuð) merkja,
sem kunnugt er, fyrir Krists burð og
eftir fæðingu Jesú Krists. Fylgdi
fréttaritarinn hinni gömlu og föstu
venju, er hann minnist á andlát
Agústusar keisara, að segja að hann
hefði dáið árið 14 e. Kr. Skilur J.
S. frá Kaldbak þetta þannig, að hér
sé átt við að keisarinn hafi dáið
fjórtán árum eftir dauða Krists,
sem vitanlega nær engri átt, og fær
með þessum öfuga lestri þessa þrjá-
tíu ára skekkju, sem hann svo ekkert
ræður við.
Þessi hroðvirknislestur á ártölum
veraldarsögunnar er naumst afsak-
anlegur, nema ef óupplýstur og
grunnhygginn unglingur ætti hlut
að máli. En að fullorðinn maður
skuli villast svo herfilega, er, að eg
hygg. um það bil dæmalaust.
Vilji nú J. S. frá Kaldbak enn
einu sinni lita í Lúkasar Guðspjall
(sem honum þykir svo vænt um, að
hann segir), þá mun hann finna, í
þriðja kapítulanum, að Jesús var
þrítugur að aldri þegar hann byrj-
aði að kenna. Agústus keisari deyr
árið 14 e. Kr. Þá er Jesús f jórtán
ára, eða á fjórtánda ári. Tíberíus
verður þá keisari. Hann er búinn
að ríkja í fjórtán ár og er á fimt-
ánda ríkisári sínu þegar Jóhannes
Sakaríasson byrjar að kenna. Ár-
talið þá, eftir nútíma reikningi,
verður sem næst 29 e. Kr.—Stendur
það þá heima, að kenzlustarf Jesú
sjálfs hefst þegar hann er rétt um
þrítugt, því að hans opinbera starf
byrjaði nokkuru eftir að Jóhannes
fór að kenna og skíra, eins og Nýja
testamentið skýrir frá.
"Vandamál" J. S. frá Kaldbak
verður því að engu. Lúkasar Guð-
spjalli og mannkynssögunni ber ná-
kvæmlega saman. Engin þrjátíu
ára skekkja þar, né nokkur önnur
skekkja. Eina skekkjan sem um er
að ræða er í höfði J. S. frá Kald-
bak. Þá skekkju getur hann sjálfur
bezt lagað með því að læra að lesa
úr ártölum sögunnar svona eitthvað
svipað og aðrir menn venjulega
gera.—
Gimli, Manitoba, þ. 3. jan. 1936.
Jóhann Bjarnason.
Nýtt íslenzkt ljóðskáld
SEM YRKIR A DÖNSKU
—¦» ¦* v ¦* ¦
" » » M
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man...................B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota................B. S. Thorvardson
Arborg, Man...................Tryggvi Ingjaldson
Arnes, Man.....................Sumarliði Kárdal
Baldur, Man............".............O. Anderson
Bantry, N. Dakota..............Einar J. Breiðf jört5
Bellingham, Wash.............Thorgeir Símonarson
Blaine, Wash.................Thorgeir Símonarson
Bredenbury, Sask.......................S. Loptson
Brown, Man...........................J. S. Gillis
Cavalier, N. Dak»ta..............B. S. Thorvardson
Churchbridge, Sask.....................S. Loptson
Cypress River, Man....................O. Anderson
Dafoe, Sask.........................J. G. Stephanson
Edinburg, N. Dakota............Jónas S. Bergmann
Elfros, Sask...............Goodmundson, Mrs. J. Hi
Foam Lake, Sask............ J. J. Sveinbjörnsson
Garöar, N. Dakota..............Jónas S. Bergmann
Gerald, Sask...........................C. Paulson
Geysir, Man...................Tryggvi Ingjaldsson
Gimlí, Man.........................F. O- Lyngdal
Glenhoro, Man........................O. Anderson
Hallson, N. Dakota..............S. J. Hallgrímsson
Hayland, P.O., Man...........Magnús Jóhannesson
Hecla, Man.....................Gunnar Tómasson
Hensel, N. Dakota....................John Norman
Hnausa, Man.......................B. Marteinsson
Ivanhoe, Minn...........................R. Jonea
Kandahar, Sask............... J. G. Stephanson
Langruth, Man..................John Valdimarson
Leshe, Sask...........................jón ólafson
Lundar, Man.....................Jón Halldórsson
Markerville, Alta.....................O. Sigurdson
Minneota, Minn...........................B. Jones
Mountain, N. Dak...........'.'.'.'. S. J. HaÍlgrimson
Mozart, Sask.................j j. Sveinbjörnsson
Oak Point, Man...................A. J. Skagfeld
Oakview, Man.....................Búi Thorlacius
^tto. Man.......................Jón Halldórsson
Pembina, N. Dak................GuíSjón Bjarnason
Point Roberts, Wash...................S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta.......................O. Sigurdson
Keykjavík, Man.....................Arni Paulson
Kiverton, Man.................Björn Hjörleifsson
beattle, Wash.........................J. J. Middal
^elkirk, Man......................... W. Nordal
^glunes, P.O., Man...........Magnús Jóhannesson
wí ?ay- Man...................Búi Thorlacius
riT' N- Dakota................B. S. Thorvardson
J antallon, Sask.................... J. Kr. Tohnson
vitoHl ^0'3..............S^ J-TBrd«f J°rÖ
Vogar M .....................TrygRvi Ingjaldsson
W , *»J ...................Magnús Tóhannesson
vvestbourne Man.................Jón Valdimarsson
W^T8S.kM'n...........Finnbogi HJálmarsson
' oasvc...................j. G. Stephanson
Kaupm.höfn i nóv.
"Tag mig i Haanden" heitir ný-
útkomin ljóðabók eftir ungan stú-
dent, Finn Erlendsson. Nyt Nordisk
Forlag hefir séð um útgáfu bókar-
innar. Ljóðasafn þetta hefir hlotið
lofsamlega dóma í blöðunum og er
m. a. sagt í Berlingske Tidende, að
bókin beri vott um fullkomna lista-
gáfu og að "menn vænti sér mikils
af stúdentinum með hið eikennilega
nafn."
Eg hefi heimsótt stúdentinn með
"einkennilega nafnið" og beðið hann
að skýra blaðinu nokkuð frá æfi-
ferli sínum. Herbergið hans ber
vott um það, að hann er bókhneigtS-
ur og námfús. Margar bókahyllur
eru troðfullar af bókum, og á skrif-
borðinu liggur hauskúpa og önjiur
bein úr mannsbeinagrind, innan um
danskar og íslenzkar ljóðabækur.
—Já, eg hefi verið við læknis-
fræðinám í þrjú ár, segir Finnur
Erlendsson, og býst við að ljúka
námi eftir þrjú og hálft ár. En sam.
tímis þessu skrifa eg. í fyrra gaf eg
út ljóðabók, sem heitir "God Morg-
en" og nú er önnur komin á mark-
aðinn. Eg ætla mér að halda áfram
að yrkja, þótt eg verði læknir og
annist sjúka — mér er ómögulegt að
standast freistinguna þegar þörfin
til að skrifa kemur yfir mig. Og
ekki skal læknisstarfið hafa skaðleg
áhrif á rithöfundarstarf mitt. Þvert
á móti álít eg nauðsynlegt, að rit-
höfundurinn kynni sér sem bezt
staðreyndir líf sins. Og slík þekking
skapast bezt við störf, sem ekkert
eiga skylt við bókmentirnar.
Næsta ár gef eg út sögubók og
því næst mun eg skrifa bók sem
gerist á íslandi.
—Þér eruð íslendingur?
—Að hálfu leyti. Faðir minn er
íslenzkur en móðir mín dönsk og eg
er fæddur í Danmörku fyrir 22 ár-
um. Faðir minn, Yaldimar, sonur
Erlendar heitins alþingismanns Gott.
skálkssonar, fæddist í Kelduhverfi
og var á Islandi þar til hann, 22 ára
að aldri, fór til læknisfræðisnáms til
Kaupmannahafnar. Hann er nú
læknir í Frederikshavn.
—Þér munuð hafa erft skáld-
gáfu yðar af afa yðar, Erlendi Gott-
skálkssyni ?
—Vera má það, en margir aðrir
Iistheigðir menn eru í ætt minni. Og
hve margir íslendingar geta ekki
sagt hið sama? — í sambandi við
þetta vil eg geta þess, að mér þykir
leiðinlegt að eg skuli ekki kunna ís-
lenzku svo vel að eg geti, án mikillar
fyrirhafnar, lesið "Vísur og kveðl-
ingar" eftir afa minn, og öll Önnur
ljóð á islezkri tungu. Vitanlega
kann eg dálitið í íslenzku, en ekki
nægilega mikið til þess, að eg hafi
fulla ánægju af að lesa islenzka
ljóðagerð. En eg vil hafa þá ánægju
og þess vegna ætla eg að læra ís-
lenzku til fullnustu. Og maður get.
ur alt sem maður vill!
—Hafið þér komið til íslands?
—Já, eg ferðaðist þvert yfir land-
ið í fyrra. Mér líkaði bezt við
bændurna á Islandi e. t. v. vegna
þess að eg er sjálfur bændaættar.
íslenzku bændurnir eru heilbrigðir,
þróttmiklir og standa hátt í menn-
ingu. En eg kunni líka vel við fólk.
ið í bæjunum.
—Hafið þér ekkert fleira að segja
um yður sjálfan?
—Það er ekki frá miklu að segja.
Eg hefi ekki náð þeim aldri, að eg
geti litið til baka og minst margra
glæsilegra verka. En til þess að
svala forvitni yðar má geta þess, að
eg hefi verið formaður fimleikafé-
lags Fredrikshafnar og ritstjóri leik-
fimiblaðs bæjarins.
()g hið 'unga skáld sýnir mér
nokkra árganga af leikfimisblaðinu.
ÞaÖ hefir miklu meira bókmenta-
gildi en venja er um slík blöð. Og
það er enn athyglisverðara að þar
er f jöldi greia úm ísland, m. a. eftir
Finn Jónsson prófessor, og einnig
föður hins unga ritstjóra.
—Finriur Jónsson prófessor var
skírnarvottur minn og eg var nefnd-
ur eftir honum, segir Finnur Er-
lendsson. En það var þó ekki þess
vegna að greinar eftir hann birtust
í leikfimisblaðinu. Nei, mér fanst
það vera forsmán hve lítið var talað
um ísland í dönskum skólabókum
Og blöðum. Þess vegna greip eg
tækifæriÖ til að birta sem flestar og
beztar greinar um ísland. Og eg
trúi ekki öðru en að eg fái í fram-
tíðinni tækifæri til að vinna íslandi
gagn!
Þetta unga skáld er aðeins íslend-
ingur að hálfu leyti, en alt virðist
þó benda til þess að hann muni ekki
slaka á taumunum þegar tækifæri
gefst til að auka áhróður þess lands,
sem ól föður hans.—B. S.
N. Dagbl. 8. des.
Fréttabréf
Tnnisfail, Alta.,
30. des., 1935.
Herra ritstjóri Lögbergs:
Ekki dettur mér í hug að senda
þér áramóta skýrslu um veðráttufar
héðan, því hún yrði hin sama og frá
Edmonton fréttaritara blaðsins til
byrjun desember. Á jólaföstu var
stilt v^trarveður og tiltölulega milt;
dimmviðri þrjá daga um jólin og
hrímföl úr þokunni.
Jóla hátíðabragur á öllum skól-
um og jóla-dans í Markerville þann
27. des., en engin messa, Alstaðar
á öllum samkomum troðfull hús og
jólatrén hlaðin verðmætum gjöfum.
Agúst-frostin eyðilögðu verðmæti
uppskerunnar; flokkun sú lægsta á
kornhlöðum um mörg ár, og prísar
eftir því. Aðrar tegudir landbun-
aðarins með bezta móti hvað verð-
lag snertir, svo sem svín, alifuglar,
nautgripir, egg og smjörfita. Fóður-
birgðir miklar, þar sem einn þriðji
af byggi og höfrum var ekki þreskj.
andi, og því notað til fóðurs.
Um stjórnmcálin höfum við bænd-
ur og alþýðumenn ekkert að segja;
þar hafa ritstjórar flokksblaðanna
tögl og hagldir—reglulegt einvcldi.
—enda Htið hægt að fullyrða um
efndir kosningaloforða fyr en eftir
næsta þing. "Social Credit" flokk-
urinn hér í Alberta hefir ekkert gcrt
ennþá, scgir Edmonton fréttaritar-
inn, en þess hefði hann mátt minn-
ast, að kolanámu verkalýður fær nú
kaup sitt fyrir kolamylsnu þá, scm
fcr i gegnum sigtin og scld er frá
2 upp í 4 dollara tonnið. Áður fengu
]ieir ekki neitt.
Ilcr eru nöfn þeirra, er gengið
hafa úr lestaferð lífsins á árunum
1934 og 1935, sem eg hcfi ekki séð
minst í Lögbergi eða Heimskringlu.
1 Iúsfrú Guðbjörg Sveinbjörnsson,
um miðjan september 1934; útlærð
ljósmóðir að heiman, mjög vel látin
af öllum, er kyntust henni; háöldr-
uð ; ættuð úr Þingvallasveit.
24. sept. 1934, lézt Stefán Eiður
Christjánsson, fæddur 26. febrúar
1871, að Röðvarsnesi i Fnjóskadal í
Mrs. Margrét Sigurðardóttir Guðmundsson
á Einarsstöðum i Amesbygð.
Aðfaranótt þcss 20. des., andaðist að heimili sínu, Einars-
stööum í Árnesbygð, Margrét Sigurðardóttir, eiginkona Einars
Guðmundssonar bónda þar. Um 11 daga bil hafði hún legið
rúmföst áður en dauða hennar bar að.
Margrét var fædd 7. júní 1866, að Leiðarhöfn í Hofssókn
í \'opnafirði. Foreldrar hennar voru Sigurour Sigurðsson og
Gu8rít5ur Benediktsdóttir. Hún ólst upp á æskustöðvuni sínum
unz hún fór til Ameríku árið 1893. Arið 1896 giftist hún
Eínari bónda Guðmundssyni á Einarsstöðum í Árnesbygð. Er
Einar fæddur á Kelduholti í Mýrum í Hornafirði i Austur-
Skaftafellssýslu 1. sept. 1843; voru foreldrar hans Guðmund-
ur Pálsson og Ciuðrún Magnúsdóttir. Einar flutti frá
Hvammsgerði i VopnafirtSi, til Ameriku árið 1887. Fyrri kcna
hans var Guöríður Uenediktsdóttir, ættuð úr Vopnafirði. Misti
Einar hana eftir 12 ára sambúð, var hjónaband þeirra barn-
laust. Nýkominn fra íslandi, svo að segja, reisti Einar bú á
landnámi sínu Einarsstöðum, og hefir nú búið þar í full 49 ár.
Þeim Margréti og Einari farnaðist vel, og blómgaðist bú
þeirra. Studdi Margrét mann sinn af ráði og dáð. Voru þau
framsækin og samhent í lífsbaráttunni og unnu sameiginlcgan
sigur og hann ekki lítinn. Nutu þau og ágætrar aðstoðar barna
sinna, sem eins fljótt og þeim var auðið studdu foreldra sína og
voru þeim hjálpleg, eftir því sem í valdi þeirra stóð.
Börnin eru:
Einar bóndi á Flugustöðum, kvæntur Soffíu Jónsdóttur
Snæfeld.
Magnús, bóndi í Árnesbvgo, kvæntur Jónínu Jónsdóttur
Kárdal.
Guðriður, gift Eiríki Sigfússyni Einarssonar, búsett í
Hnausabygð.
Guðrún, gift Stefáni útvegsmanni Sigurðssyni í Riverton,
Man.
Guðmundur, dó árs gamall.
Friðrik, heima, ógiftur.
Þórunn Elísabet, gift fsleili islcifssyni Jlelgasonar, búsett
í Lrautarholti í Árnesbygð.
Guðný Ingibjörg, kona Jóhanns Þorfinnssonar Helgason-
ar, búandi í Árnesbygð.
Margrét heitin misti heilsu um hrið, fyrir 11 árum síðan,
og gat ekki unnið framar, en heilsa hennar fór smám saman
batnandi. Margrét var kona dul að skapgerð, er lét lítið á sér
bera, efi vann verk sitt í kyrþey og yfirlætisleysi, varð hún kær
þeim, er lærðu að þekkja hana, og ógleymanlega góð móðir.
Ctfor hennar fór fram frá heimilinu á Einarsstöðum, að við-
stöddum bornum hennar og tengdabörnum, vinum og nágröhn-
um, er söfnuðust saman á heimilinu, og'þótt kveðjustundin færi
fram á aðfangaclag jóla, var bjart yfir henni. þrátt fyrir sökn-
uðinn, því jólaljósið nær einnig til syrgjandi hjartna,—og ljúf
er Iausnin þeim er sjúkleiki og þreyta þjáir—og sælt að ganga
inn í eilífa jólagleði.—
Auk aldraðs eiginmanns og sex sona og (kctra og tcngda-
fólks, syrgja hina látnu konu 9 barnahörn og hópur nágranna
og vina.
l'.Icssuð sé minning látinnar móður og eiginkonu, er vann
verk sitt, erfitt starf landnemakonu, með trú og dvgð, og hefir
nú öðlast verðlaun trúrra þjóna.
Siffurður ólafsson.
Suður-Þingeyjarsýslu fluttist með
foreldrum sinum til Garðar, N. Dak.
1883. Þar var hann bóndi um tíma,
einnig að Wynyard, Sask., ágætur
karl og mesti geðprýðismaður.
í desember 1934 lézt Kristin
Magnúsdóttir ()lson. ættuð frá
Efrahrepp í Skorradal í Borgar-
fjarðarsýslu, 74 ára.
\ nýliðnu ári hafa látist tveir
bændaöldungar af elztu landnáms-
mönnum hygðarinnar, þeir Siggeir
Jóhansson, fæddur i fcbrúar 1850,
dáinn 23. júlí 1935; hann fluttist í
bygðina 1889; mætur maður og vel
látinn, ættaður úr Reykjadal í S.-
Þingeyjarsýslu; og Guðmundur
Þorláksson kom með fyrsta hóp
landnámsmanna árið 1888, og bjó
i ástsæld og virðing bygðarmanna til
hinstu stundar. ITann andaðist 1.
nóvember á afmælisdag sinn 76 ára,
ættaður frá Steingrímsfirði við
Húnaflóa.
/. Björnsson.
GJAVIR TIL BETEL
Mrs. SigritSur Johnson. Winnipeg.
í minningu um systur hennar, Mrs.
Guðrúnu Jóhannsson, $5.00; Mrs.
J. Stefánsson, Elfros, Sask., $1.00;
Th. Björnson, Hensel, N. D., $5.00;
St. I'aul's Ladies' Aid, Minneota.
Minn., $35.00; Kvefélag Frelsis-
safnaðar, Baldur, Man., i minningu
um Guðbjorgu Goodmth, $10,00;
Thor Gudmundson, Elfros, Sask.,
interest frorh Svein Maxson's
Estate, to be divided equally amongSt
all tlic inmatcs, $50.00; Mrs. G.uðný
Josephson, Melfort, Sask., í minn-
ingu um drengina hennar, 1 felga og
Vilhjálm, $10.00; Mrs. Helga Aust-
man, Silvcr Bay, Man., Rcadspread ;
tsafold Ladies' Aid, Minneota,
Minn., $10.00; Kristján Kjernested,
Gimli, Man. "Hlín" (1 copy) ; Miss
Jennie Johnson, Winnipeg, Novelty
Lamp; Dr. B. J. Brandson, Winni-
peg, 100 lbs. Turkeys 1 box Apples ;
Anderson's Meat Market, Gimli, 50
lbs. Hangikjöt, H. P. Tergesen,
Gimli, 1 box Apples; Lakeside
Trading Co., Gimli, 1 box Apples,
2 boxes Jap. Oranges; Lyngdal and
Bjarnason, Gimli, 200 lbs. Flour;
Kristinn Lárusson, Gimli, Christmas
Tree; H. Robert Tergesen, Gimli,
3 gal. Ice Cream; Mrs. C. O. L.
Chiswell, Gimli, 1 case Oranges;
Mr. og Mrs. J. G. Johnson. Winni-
peg, Y^ doz. Flannelette Níght
Gowns, Bbx Candies, Box Cigars;
The Jón Sigurðsson Chapter, T.O.
D.E., Wlnnipeg, Calendar; Vinur,
Gimli, $20.00; \Tinur, Gimli $5.00;
Mrs. Ingibjörg Walter, Gardar,
N. D., í minningu um mann sinn,
Joseph Walter, $15.00; L. II. J.
Laxdal, Milwaukee, Oregon, 6
religious books; H. L. KacKinnon
Co., Winnipeg, 25 lbs. peanuts.
Xcfndin þakkar innilega fyrir all.
ar þessar gjafir og óskar gefendun-
•1111 og öllum vinum Betels gleðilegs
og farsæls nýjárs.
/. /. Sivanson.
féhirðií,
601 Paris Bldg., \V])^.
RÓSABRÚÐUR
Til skamms tíma hefir æfagamall
siður vcrið tiðkaður í sumum bvgð.
arlögum Frakklands. T'að er hin
svonefnda "rósahátíð."
Hátíð þcssi er nefnd í ritum frá
17. öld og er sagt að Medardus helgi
hafi vcrið upphafsmatSur hennar,
cnda er hún haldin 8 júni, cn sá
dagur er honum hclgaður. Aðal-
þáttur hátíðarinnr var fólginn i því
a8 siðprúðasta og hciðvirðasta
stúlka héraðsins var krýnd rösasveig
Og hlaut nafnið "rósabrúður." NÚ
mun þessi siður vítSast dottinn úr
sögunni. Líklega hefir stúlkunum
þótt heiðurinn dýrkcvptur.