Lögberg - 09.01.1936, Blaðsíða 1
PHONE 86 311
Seven Lines
For
Service
and Satisfaction
PHONE 86 311
Seven Lines
'.«8*
d
«.**
.**£«*
l °v
For
Better
Dry Cleaning
and Laundry
49. ARGANGUR
» WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 9. JANÚAR, 1936
NÚMER 2
Gardiner kosinn með miklu afli
atkvœða í Assiniboia kjördœmi
Ems og fyr var getið hér % blaðinu, var afráðið, að hinn
nýi landbúnaðarráðherra Sambandsstjórnarinnar, Hon.
James G. Gardiner, skyldi leita kosningar í Assisiboia
kjördœminu % Saskatchewan.
Þess hafði verið vænst og það
cnda talið sjálfsagt, að Mr. Gar-
diner yrði kjörinn gagnsóknarlaust.
Þetta fór þó á annan veg, því um
elleftu stund bauð sig fram Mr.
William Irvine, er að þessu sinni
tjáði sig utanflokka, en naut þó
fylgis C.C.F, postulanna, Social
Credit áhangenda, og hver má vita
hverra annara. Þó náði nú samt
sem áður fylgi hansekki lengra en
það, að nærri lét að hann tapaði
tryggingarfé sínu. Þyrlað var upp
allmiklu moldryki af Mr. Irvine og
fylgifiskum hans, út af skipun hinn.
ar nyju hveitisölunefndar undir for.
ustu James Murrays, og athöfnum
hennar viðvíkjandi hveitisölunni
yfirleitt; voru margar og lœvíslegar
tilraunir til þess gerðar aö' reyna ao'
gera nefndina tortryggilega í augum
kjosenda; þær mishepnuðust þó all-
ar saman hrapallega, eins og raun
bar vitni um í úrslitum þessarar
aukakosningar. Kjósendur aðhylt-
ust, góðu heilli, athafnir Mf. Mur-
rays, í stað þess ao' bíða og sjá hvað
setur, eins og verið höfðu, að því
HON. J. G. GARDIXKU,
er virtist, einkunnarorð hveitsölu-
nefndarinnar gömlu í tíð Mr. Mc-
Farlands og Mr. Bennetts.
Atkvæði féllu þannig, a'o' Mr.
(íardiner hlaut 7,268, en Mr. Irvine
3,684. Er því meirihluti ráðgjafans
3,584. Mr. Gardiner vann glæsi-
legan persónusigur í aukakosningu
þessari, og Kingstjó'fnin maklega
traustsyfirlýsingu.
BANDARÍKJAÞINGIÐ
SHTT
Á fimfudaginn þann 2. þ. m., var
þjóðþing Bandaríkjanna sett. Flutti
forsetinn. Mr. Roosevelt, við það
tækifæri ræðu, sem mjög hefir ver-
ið á orði höfð siðustu dagana, vítt
um heim. Var hann svo harðorður
í garð Italíu og Fascismans, að eigi
mun fyr hafa tekið verið jafn djúpt
í árinni. Krafðist forseti þess jafn-
framt. a<S þingið léti það vera sitt
fyrsta verk, að afgreiða nýtt frum-
varp um hlutleysi hinnar amerísku
þjóðar. I ræðu sinni gerði Mr.
Roosevelt rað fyrir biljón dala
tekjuhalla á fjárlögum hins nýbyrj-
a'ða árs.
ENGIN LATALÆTl
1 l;u» má undravert kallast hve
sjaldan nafn Hon. John Jíracken
sezt 1 blöiSum utan vébanda Mani-
tobatylkis; nafns hans er aldrei get-
iö 1 sambandi við samningsrof, fjár.
nialalega óskapnaði eða synjun á
greiðslu réttmætra skulda. Enda
minnist niaður ekki nokkurrar þeirr-
ar loggjafar frá fylkisþingi, er veikt
gæti að nokkru lánstraust Manitoba.
Þær einu fréttir, sem þaðan hafa
borist fjármálum fylkisins viðvíkj-
ancb, lúta annaðhvort að nýjum
sparnaðarráðstöfunum, eða þá inn-
leiðslu nýrra skatta, til þess að tekj-
ur og útgjöld standist á.
Mr. Jjracken hefir auðsjáanlega
látið ser hugarhaldnara um skyn-
samlega i"5ju> en látalæti eða orð-
mælg'- Hann hefir leyst af hendi
aBdáánlegt verk með því að stýra
stjórnarfleytu sinni heilli til nafnar
um bnm og boða kreppunnar. Og
þetta hefir hann gert öldungis há-
vaðalaust án nokkurs minsta auglýs-
ingaskrums." úr blaðinu Financial
Post, Toronto.
GRÓÐABRALLSMAÐUR
Á friðartímum er sjaldan talað um
Sir Basil Zaharoff, en þegar fall-
byssurnar fara að drynja sinn
dauðasöng hljómar nafn hans aftur
á vörum manna, enda hefir það
stundum verið látið f júka, að styrj.
aldir nútímans ^æru raunverulega
ekki sprottnar af hagsmunabaráttu
þjóðanna, heldur af hagsmunabar-
áttu einkfyrirtækja þessa illræmda
manns. Englendingar heiðruðu
Zaharoff með Sir-nafnbót á stríðs-
árunum, enda var hann f orseti enska
vopnafirmans Vickers, og stærsti
bluthafi. Síðar eignaðist Zaharoff
meiri hluta vopnaf irmans Schneider-
Creuzot, og réð hann þannig á stríðs-
árunum yfir svo að segja allri
vopnaframíeiðslu bandaþjóðanna.
Þjóðverjar höfðu keypt drjúgum
vopn frá vfcrksmiðj'um Zaliaroffs
fyrir stríðið, og var þannig barist
með þeim á báðar hliðar.
I 'm uppruna og þjóðerni Basil
Zaharoff er litið kunnugt, hefir því
þó verið haldið fram að hann væri
af grlskum ættum, en ekki þykir
það fullvíst. Zaharoff er með allra
auðugustu niönnum veraldarinnar.
Auk vopnaverksmiðjanna á hann
dagblöð í Englandi og Frakklandi
og heil húsahverfi í París, og ekki
alls fyrir löngu keypti hann spila-
vítið í Monte Carlo.
I
—Og ennþá drynja fallbyssur Sir
Basil Zaharoff sinn dauðasöng. I
þetta skifti er það suður í frum-
skógum Afríku.
STAKA
Ekki sá eg átökin byrja.
Ýmsir hafa verið að spyrja:
hvort veröld, sem að átti ekki eyra
eignast mundí (h)Ijóð til að heyra.
H. G.
ÚRSKURÐUR
II.USTARÉTTAR
Þau tíðindi hafa gerst, að hæsti-
réttur Bandaríkjanna hefir kveðið
upp úrskurð, er.í sér felur ógilding
á meginþorra þeirrar umbótalög-
gjafar Roosevelt-stjórnarinnar, er
að landbúnaði lúta. Fullyrt er að
svipuð frumvörp verði samt sem
áður borin fram í þinginu einhvern
hinna næstu daga.
HJÓNAVIGSLUR
Árið sem leið var tala hjóna-
vígslna á öllu landinu 731. —
"Meðal-mannfjöldi ársins. sam-
kvæmt prestamanntölunum í byrj-
un og lok ársins, hefir verið 114,055
(sem reyndar ifrnn vera heldur lægra
en hinn raunverulegi mannfjöldi).
Uafa þá komið 6.4 hjónavígslur á
hvert þúsund landsmanna og
það hærra hlutfall heldur en næstu
uhdanfarin <ár svo sem sjá má á
eftirfarandi yfirliti.
Ar Hjónavigslur
K)i6—20 .......594 6.5 af þús.
1920—25 .......571 5.9 af þús.
1926—30 .......691 6.6 af þús.
[931............680 6.2 af þús.
1932 ...........678 6.1 af þús.
1933 ...........696 6.2 áf þús.
1034 .....*......731 6.4 af þús.
Af hjónavígslum 1934 voru 122
borgaralegar hjónavígslur eða 16.7%
af öllum hjónavígslunum. Fer borg-
aralegum hjónavígslum fjölgandi
svo sem ef tirf arandi yf irlit sýnir :
Ar
1916—20 (meðaltal)........4.1%
1921—25 .........7.7%
1926—30 ........7-9%
Kveðjur
Þig vér kveðjum gamli gestur,
gamla. ár, oss skilur hér;
fram á unnir eilífðanna
öldur tímans skola þér.
Fyrir gisting fáu galztu,
fálmaoir víða skilnings sljór;
enn að vorum kjúkum klemmir
kreppudauðans þröngi skór.
Heill þér gestur, árið unga,
ertu sá er hrjáðir þrá!
Munt þú inn að bita og borði
bjóða þeim er sitja hjá?
Kemur þú með frið í faðmi
fyrir þá er sótt er kl
Lyf í sár og ljós í myrkur
líkn til allra er meinin þjá?
Muntu verða seinna í sögu
sigurár í minnum geymt
fyrir alt, sem fortíðina
fagurlegast hefur dreyni) .'
Bða bregðast von og veita
víkingum og skálkum lið,
boða guðspjall bitvarganna
bræðralag og refagrið ?
Hvað sem ilt og gott þú gerir,
gestur vor þú skalt um stund
veðráttunnar veldissprota
veifa í þinni styrku mund.
Býta áttu skini og skuggum,
skifta niður sæld og kvöl;
deila jörðu, degi og nóttu
dauða og lífi tímaspöl.
Páll Guðmwndsson.
Hörmulegur atburður
Islenzk hjón farast í eldsvoða í
Brown bygðinni í Manitoba,
ásamt 15 ára stúlku
BeiÖarslag hinna dýpstú
sorga, hefir skollið yt'ir hiÖ fá-
menna, íslenzka mannfélag í
Bi'own pósthéraðinu. Vavð
þetta mcð þeim hætti, ao eldur
kom upp á hinu veglega heimili
þeirra Áma bónda ólafssonar,
þar í bygð og frú tsfoldar konu
hans, á mánudaginn 6. janúar,
er kostaði þau bœði lífið.
í bálinu fórst einnig Anna dótt-
ir þeirra, 15 ára að aldri. Þrjú
ftörn hinha látnu ágætishjóna,
Margrél 10 ára, Árni 12 ára,
og Sigurjón 1(i ára, liggja á
sjúkrahúsi í Morden, all hart
leiHn og eigi enn vitað hvernig
þeim miini reiða al'. þó líkur
s('u á sem stendur, um aftur-
bata tveggja þeirra að minsta
kosti. Kviknað hafði út frá
gaskönnu, er borin hafði verið
inn í eldhúsið og skilin eftir í
námunda við eldavélina. Af-
takaveður var þenna morgun
og Iiáðu eldar og ísar stranga
baráttu um líf ]>essarar prúðu
og vinsælu, íslenzku fjölskyldu.
Sigurjón, sonur þeirra Arna
og tsfoldar, hljóp í ofboði
nokkuð á aðra mílu, til býlis
Gísla föðurbróður síns, til þeas
að segja tíðindin, og verður
það lil þrekvirkja talið eins og
til hagaði um veður og eins og
hann var á sig korninn.
Árni heitinn. Ólafsson var
frekra 56 ára að aldri, en tsfold
kona hans rétt um fimtugt.
Voru, þau svo ástsæl í héraði,
að með fágætum verður talið,
enda samhent í öllu, er til um-
bóta og mannfélagsheilla mið-
aði. Tvær fullorðnar dætur
þeirra hjóna, Eagnheiður og
Florence, áttu heima hér í borg-
inni. Elzti sonurinn, ólafur, er
kvæntur og búsettur í grend við
Brown.
Uögberg vottar eftirlifandi
meðlimum fjölskyldunnar, vin-
um hennar öllum og samsveit-
ungum, dýpri samúð, en orð fá
túlkað eða lýst.
Ur borg og bygð
Mr. Oddur H. Oddsson frá
Chicago, 111., kom til borgarinnar
síðastliðinn laugardag á leið til
Lundar, Man., þar sem fjölskylda
hans býr. Mr. Oddsson lét hið bezta
af ástandi manna á meö'al syöra.
Mr. Skúli Sigfússon, þingmaour
St. Georg* kjördæmis, var.staddur
í borginni síÖastliðinn laugardag.
[931 ......................8.7%
[932 ....................I !¦')'.
1933 ¦-...................x3-6%
M)34.....................16.7%
( Hagtí o'indi).
Vísir, 13. des.
STÓR FLYÐRA
Eftir því sem Fishing Xews herm
ir kom enskur togari nýlega með
mjög stóra flyðru til Hull. Hún
hafði veiðst við norðurströnd ís-
lands. Lengdin var 365 cm., en
þyktin ca. 40 cm. og þunginn 266
kg. Hún var talin 25 sterlingspunda
virði, eða sem' svarar rúmlega 550
kr. Til samanburðar má geta þess,
að árið 1912 kom á markaíSinn í Hull
fly'ÍSra, sem var 272 kg. að þyngd,
en stærsta flyðra, sem sögur fara af
hefir veiðst við Noreg. Hún var
470 cm.. en þó ekki nema 240 kg.
Stærsta flyðra, sem menn vita til að
veiðst hafí hér áður, vóg eitthvað
um 250 kg. (Hvalbak, 1905). Það
væri fróðlegt að vita eitthvað um
aldurinn á svona stórum flyðrum.
Aldur flyðrunnar er ákvarðaður
eftir kvörnunum, og er mjög erfitt
að lesa hann rétt þegar um mörg ár
er að ræða. Flyðrur, sem eru þetta
120—135 cm. á lengd, eru 13—14
vetra gamlar, en af því mætti giska
á, að aldur stóru flyðrunnar, sem
að framan er nefnd, hafi verið ef til
vill nokkrir tugir ára, en um það
verður ekkert vitað með vissu.
(Árni Friðriksson, í Ægi).
—Visir 8. des.
SORGIR
Símað er frá Reykjavik á laugar-
daginn þann 28. desember siðastlið,
inn, að kviknaö' hafi út trá jólatré í
húsi einu í Keflavík, þar sem haldin
var jólatréssamkoma fyrir börn, og
að fjögur börn og tvær fullorðnar
stúlkur hafi brunnið til dauðs.
Mr. Jakob Helgason írá. Dafoe,
Sask., sem dvalið hefir hér í borg-
inni síi\in í haust, er nýlagður af
stað heim.
SIMFREGX
frá Alexandríu þann 8. þ. m., lætur
þess getið, að ítalir séu að senda
óvígan her til Benghazi, sem er að-
alhafnarbærinn í Libyu, sem ligg-
ur um 300 milur vestur af landa-
mærum Egyptalands.
ÞESS BER AÐ GETA SEM
GERT ER
Mínar alúðar þakkir eiga línur
]>essar aíS færa öllum þeim, er á einn
eða annan veg stuðluðu að þvi að eg
;;;eti leitað mér bótar yið sjónleysi,
sem var að ágerast svo, að eg var
ekki fær til vinnu. Tóku sig þá íram
nokkrir nágrannar mínir, og mun
hvatamaður l'ess hafa verið vinur
minn og nágranni B. Th. Hördal,
sem bar þann .ávöxt að safnað var
$50 og mér þeir afhentir. Fór eg
svo á spítala og var skorinn upp á
auga af hinum velþekta landa vorum
Dr. Tóni Stefánssyni, sem nú cr bú-
inn að hafa mig undir hendi í 2
mánuði, og hefir sýnt mér í öllu
hina mestu ljúfmensku og ná-
ni. öllu þessu fólki við Otto
P.O. og Lundar, ásamt Dr. J. Stef-
ánssyni, þakka eg af hrærðu hjarta
alt sem það hefir fyrir mig gert, og
megi blessun Guðs fylgja verkum
þessa fólks í nútíð og framtíð.
T'á má ekki gleyma mínum góða
bróður, C. Anderson, sem vitjaði
min á hverjum degi á spítalanum,
og tók mig heim til sín og hjúkraði
í tvær vikur af allri alúð. Blessi þig
drottinn, bróðir minn, og bæti hagi
þína og þinna, þvi hann einn er
máttugur og veit bezt hvað hentar.
Guð gefi öllum farsælt ár.
Stefán Arnason og fjölskylda.
Nýárskveðja
Tileinkað Mr. og Mrs. S. Loptson,
Brcdcnbnry, Sask.
Skemstu daga skuggar lækka,
skýrist sjón við heimskautsbaug.
Glaðir sólargeislar hækka,
Grípa afli hverja taug.
Nýársóður hjörtun hitar,
Heill er árnað hverri s.ál.
Fögrum Ijósum vona-vitar
Varpa yfir húm og tál.
Heill sé ykkur, hjónin snjöllu,
himinn styðji rausnarbú.
Drottins náð er alt í öllu,—
engan kól í þeirri trú.
Kristian Johnson.
Fimtán cent í vasanum
Eftir Stein Victor GoenrcH.
Fimtán cent eg fel í vasa.
Fi-ost er biturt, ókunn lönd.
Ölkrús tóm er ein á borði.
örlðg mín eg ber í hönd.
Líkt og fuglinn frjáls á vængjum
framtíð mót þó glaður svíf.
ósén lönd við hulinn himin
hilling birtir. Þetta er líf!
Kofi úti á eyðisléttu
innan frosinn, mitt er skjól.
Þar í votrarkyrð og kulda
kvíðalaus eg held mín jól.
Binn í sorgum, einn í vonum
innra heyri oí>- sieði-óm;
ilminn bera að mæddum muna
minninganna fög'ur blóm.
Morgundagur margar raunir
muni færa, það eg skil.
]»á er líminn ]n'im að sinna;
þeirra í dag ei minnast vil.
Palli í hlut þinn heppni dagsins
hennar njót, með gleðibrag.
Morgundags ei skýin skulu
skyggja fyrir sól í dag.
Fimtán cenl eg fel í vasa.
í^ult er hjartað gleði og yl.
Astmey brosir yfir hafið.
Ekki sorg í heimi til.
Bráðum jólabjöllur senda
bergmáJ ,2,'leði vítt um lönd.
Senn mun jóla sæla og friður
sæti taka mér við hönd.
(Cr "Canadian Overtones")
Þýtt af Hjálmari Gíslasyni,