Lögberg - 09.01.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.01.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGliERG, FIMTUDAGINN 9. JANUAR, 1936 Týnda brúðurin Eftir MRS. E. D. E. N. SOUTHWORTH “Það er eins laglegt af þér að vilja hlusta á það; en eg hefi nú ekki hálfa spönn til að hætta við að segja þér hvað það er, bara til þe.ss að kvelja þig af forvitni, en eg ætla nú samt ekki að gera það; en áður en eg segi þér það, verður þú að lofa mér því, að minn- ast aldrei nokkurn tíma á það við nokkurn mann, meðan'þú lifir—viltu lofa því? “ Já.” “Jæja þá, komdu þér vel fyrir-og láttu fara vel um þig, ef ske kynni að það liði vfir þig. Ertu nú viðbúinn? Nú ríður skotið af: Séra Thurston AVilcoxen er giftur!” “Hvað segirðu ?” “ Já, hr. Thurston Wilcoxen giftist fyrir átta árum síðan. ” “Fjarstæða!” “Það eru átta ár í vor síðan hr. Wil- coxen var giftur í litlu meþódista kapellunni, sem er niður við herskipastöðina hérna í borg- inni. Presturinn sem gifti hann var gamall meþódistaprestur og hét John Berry.” “Þú ert áreiðanlega ekki með öllum mjalla.” “Það er engin vitleysa, sem eg er að fara með; eg er bara að segja þér bláberan sann- leika. Hr. Wilcoxen var giftur leynilega, forkunnar fallegri, ljósha>rðri stiilku, sem hét Marian, á þeim stað og tíma, sem eg hefi sagt þér. Og maðurinn minn, Olly Murray, var leynilegur vottur að þessari giftingu.” Miriam rak upp skerandi angistarkvein, svo sárt og átakanlegt eins og hníf hefði verið stungið í hjarta hennar; hún greip í ofboði um úlfliðina á Alice og horfði með æðislegu augnaráði í andlit henni og hrópaði: “Segðu, segðu að þú hafir sagt þetta að gamni þínu, segðu að þú hafir logið því; segðu að það sé engin tilhæfa í því; segðu það strax! Eg þoli enga bið!” “Það er heilagur sannleiki, sem eg sagði þér, Olly veit það, hann sá þegar þau voru gift. En góða Miriam, hvað er að þér, þú gerir mig dauðhrædda. Hn mundu það, hvað svo sem þú gerir, að segja engum frá því að eg hafi sagt þér frá þessu, því ef Olly kemst að því að eg hafi sagt frá því, þá verður liann afarreiður við mig, því hann trúði mér fyrir þessu, sem leyndarmáli og lét mig lofa því að segja engum frá því; en eg hélt, af því að þetta mál kemur þér svo mikið við, að það gæti ekki valdið neinum óþægindum að segja þér frá því, ef þú segðir engum frá því aftur, og með það í huga lofaði eg Olly að segja engum frá því. Og nú hefi eg sagt þér það: og nú máttu ekki svíkja mig, Miriam, með því að segja nokkrum frá því. “Þetta eru helber ósannindi! Það er alt rakalaus lýgi sem þú hefir sagt mér; segðu str^x að það sé tilhæfulaus lýgi! Undir eins! Talaðu; geturðu ekki talað ? ” hrópaði Miriam í ofsa geðshræringu. “Það er alt satt, sem eg hefi sagt þér— hvert einasta orð sem eg hefi sagt er guðdóm- legur sannleikur, og J)að er engum vafa bund- ið, því Olly sá athöfnina og sagði mér alt um giftinguna. Það vildi þannig til, að Olly heyrði á samtal þeirra í lestrarsal þinghúss- ins, en þau voru að tala um hina fyrirhuguðu giftingu sína; maðurinn var á förum til Evrópu, en vildi umfram alt giftast stúlkunni áður en hann færi, og hann vildi að gifting- unni yrði haldið leyndri, fyrir einhverja á- stæðu, sem Olly gat ekki komist að, og heyrði þau ekki minnast á; en samtal þeirra vakti forvitni hans til þess að vita meira um þau, og livernig þessu æfintýri lyki, svo hann hlustaði á samtal þeirra og heyrði }>au kalla hvort ann- að Thurston og Marian; og þegar þau fóru út úr lestrarsalnum fylgdi liann þeim eftir, og gat óséður, séð hina leynilegu giftingarat- höfn; hann heyrði þau bæði nefnd Thurston og Marian. Hann gat ekki heyrt ættarnöfn þeirra. Hann hefir aldrei séð brúðina síðan, og hann hafði aldrei séð brúðgumann aftur, fyr en hann sá hr. Wilcoxen, þegar hann gifti okkur. Undir eins og Olly sá hann, var hann viss um að hann hefði einhverntíma séð hann áður, en gat ekki komið fyrir sig hvar eða hvenær það hefði verið; en þeim mun meir sem hann virti hann fyrir sér varð hann sann- færðari um að hann hefði fyrst séð hann und- ir einhverjum sérstökum kringumstæðum; og Jiegar loksins að hann beyrði hann kallaðan Thurston, rif jaði.st upp í huga hans alt í einu, hinn lengi glevmdi athurður um giftingarat- höfnina. Hann mundi þá svo glögt alt sem hann sá og heyrði í sambandi við þessa dular- . fullu giftingu. Eg veit ekki hvað hr. Wil- coxen hefir gert við Marian sína, eða hvort hún er dauð eða lifandi, eða hvar hann geym- ir hana? Sumir menn eru skrítilega dular- fullir^-finst þér }>að ekki líka, Miriam?” Miriam svaraði engu, en aðeins djúpt titrandi andvarp heyrðist líða af vörum henn- ar. “Miriam, ó, láttu ekki svona, hvað er að þér? Þú gerir mig lirædda! Taktu þetta ekki .svona nærri þér! Mér kæmi það ekki- til hug- ar, ef eg væri sem þú. Eg bara liti á það eins og hvert annað skrítilegt æfintýri. Miriam, hvað segirðu um J)að ?” Hún ansaði henni ekki einu orði, en hné aflvana ofan á gólfið, algjörlega yfirkomin af lamandi J>unga þeirrar óhamingju, sem alt í einu hafði fallið yfir hana. “Miriam, því í ósköpunum læturðu þér verða svona mikið um }>etta? Því tekurðu þetta svmna nærri þér? Það mundi eg ekki gera. Hg veit að það er sárt að verða fyrir þeim vonbrigðum, að sjá eftirvænta arfsvon ganga svona úr höndum sér, með því að kom- ast að því, að það er einhver annar, sem nær stendur érfðunum, en })að er það sama, eg mundi ekki taka það svo nærri mér, ef eg væri sem þú. Það er ekki víst að hann eigi börn, þó hann sé giftur, og J>ó svo væri, þá er ekki víst nema hann ánafnaði þér eitthvað af eign- um sínum, og þó hann svo gerði það ekki, þá mundi eg, ef eg væri sem þú, ekki láta það hryggja mig til dauða. Miriam, reyndu að hressa þig upp.” Miriam lá eins og hiin væri dauð á gólf- inu, og ansaði ehgu orði frekar en hún væri heymarlaus og mállaus; hún var alls óafvit- andi, nema hinna sáru sálarkvala, sem nístu hjarta hennar, eins og það væri klipið og kramið milli járngreipa hinnar skerandi ang- istar, sem heltók sál hennar og þrengdi svo að brjósti hennar að hjartað hætti að slá og hún misti meðvitundina. Alice reyndi að reisa hana á fætur, en gat l>að ekki, hún hljóp því ofan, til þess að fá hjálp og ná í einhver hressandi lyf. Þegar hún kom ofan í forstofuna mætti liún Dr. Douglas, sem var rétt í Jæssum svifum að koma inn í húsið. Ilann heilsaði henni mjög alúðlega, en hún svaraði með öndina í háls- inum: “Ó, Paul, komdu — komdu undir eins upp á loft! Það hefir liðið yfir Miriam, og eg er svo hrædd! ’ ’ “Hvað hefir komið fyrir hana?” spurði Paul óttasleginn, og þaut sem elding upp stigann á undan Alice. “Eg veit það ekki!” sagði liún, en hugs- aði með sjálfri sér: “Það getur varla verið af því, sem eg sagði henni, en ef svo er, þá verð eg að halda }>ví leyndu.” Það er ekki nauðsvnlegt að lýsa sjúkdóm Miriam, sem varaði í nokkrar vikur. Lækn- arnir sögðu að það væri angina pectoris — hræðilegur og oft mjög hættulegur sjúkdóm- ur, sem hefir lengi búið um sig, og sem kemur í ljós við snögg áhrif á sál eða líkama. En hvað valdið hafi þessu óvænta tilfelli með Mirjam, gátu þeir ekki gert sér nokkra grein fyrir. Alice Murray passaði sig, bæði af hræðslu og efa, að láta ekkert uppi um það, sem hún vissi um í sambandi við sjúkdóm Miriam. Allan tímann, sem Miriam lá veik, bar aldrei á því að hún hefði elíki fulla dóm- greind og rænu,—heldur }>að gagnstæða; en hún fékst ekki til að tala, en það var eftir- tektarvert, að ef hr. Wilcoxen, sem tók sér afar nærri þetta óvænta sjúkdómstilfelli, kom nála'gt rúminu hennar eða snerti hana, fékk hún óðara krampa-flog. Thurston rendi aug- unum hryggur og óttasleginn til allra, er við- staddir voru, eins og hann vildi spyrja, hvort nokkur vissi til þess hvernig stæði á þessu einkennilega fvrirbrigði; en enginn gat skilið í því eða sagt honum nokkuð um það, nema læknirínn, sem sagði að það stafaði af ofmik- illi áreynslu á taugakerfið, og beiddi hann því hr. Wilcoxen að koma ekki inn til hennar fyr en hún færi að hressast; Thurston lofaði því, l»ó hann tæki sér það mjög nærri. Æskan og hin eðlilega hrausta líkams- bygging Miriam sigraði að lokum í þessu hættulega sjúkdómstilfelli, en er hún komst á fætur, var hún svo breytt í útliti og háttum, að hún var næstum óþekkjanleg. Hún var mögur, en ekki fölari í andliti; það var eins og eyðandi eldur brynni á kinnum hennar og blossaði úr augum hennar. Það var eins og öll hugarorka hennar beindist að einhverjum einum punkti; }>egar talað var til hennar, þá annaðhvort svaraði hún engu, eða þá með einsatkvæðis orði. Henni var sjáanlega öm- un í því að nokkur talað til sín. Dr. Paul Douglas afréð loksins að hezt mundi að taka sig upp og leggja á stað heim. Hr. Wilcoxen sýndist það sama, og lagði á stað með föruneyti sínu og kom til Dell De- light að kvöldi síðasta marz. Það var ónotalega kalt í veðrinu fyrir þennan tíma árs; himininn var hulinn gráu t \ þykkni, og leit út fyrir slyddu-byl, og snjór lá yfir alla. jörð. Þegar kvölda tók kólnaði meir í veðrinu og kuldinn varð gegnum- smjúgandi napur, og }>að inni í hinum þægi- lega vagni, sem Jmu óku í. Hr. Wilcoxen gerði alt, sem hægt var til J)ess að hlúa sem bezt að Miriam; liann vafði sjölum og loð- feldum utan um hana, dró niður leðurblæj- urnar fyrir gluggunum, til þess að lialda kuldanum sem bezt líti, en .ef hann snerti eða kom við hana, var ein^ og liún væri stungin í hjartað; hún kiptist hastarlgea við, skalf og nötraði og hnipraði sig út að vagnhliðinni, til þess að vera sem fjærst honum. “Vesa- lings barnið, hún þolir ekki þennan kulda; hún er eins viðkvæm og hitabeltisblóm, sem ekki J>olir þennan norðlæga næðing,” sagði Thurston er hann vafði mjúkum ullardúk um fætur hennar. “Þetta er óeðlilega kalt veður um })enn- an tíma árs—J>að er sjálfsagt snjór í loftinu —það er engin furða þó að það setji hroll að henni,” sagði Paul. Hvorugur J>eirra vissi hvað að henni gekk. Þeir héldu að það væri t kuldinn í veðrinu, sem gengi sVona nærri hennar veiklaða líkama, en þeir vissu ekki að þetta stafaði af ofureflis hugarstríði, sem hún háði við sjálfa sig, sem ýmist brendi eða kól hinar viðkvæmutu hjartataugar hennar; }>að var von og ótti, ást og viðbjóður, með- aumkun og skelfing, sem háðu dauðlegt stríð í brjósti hennar. Eins og örskot kom upp í huga hennar }>að sem Alice Murray hafði sagt henni, og það sem hún vissi, í sambandi við }>að. Hr. Murray segist hafa verið sjónar og hpyrnarvottur að giftingu Thurstons og Marian, fyrir réttum átta árum. Hún mundi vel eftir }>ví að þau Thurston og Marian höfðu orðið samferða til höfuðborgarinnar, og hún taldi árin og fann út að það voru liðin átta ár síðan, og }>að einmitt um þetta leyti ársins. Thi>rston hafði farið til Evrópu, en Marian hafði komið heim, og hún mundi vel eftir J)ví, að hún hafði aldrei verið söm og áður, eftir að hún kom úr }>eirri ferð. Hún hugsaði um þetta af hinum mesta ákafa og leitaði í huga sér eftir hverju smáatviki, er gæti orðið þessu máli til skýringar. En í öll þessi ár, hafði hún aldrei séð }>au Thurston og Marian saman. Hún hafði séð að Thurston voitti ungfrú LeRoy stöðuga athygli og virt- ist vera ástfanginn af henni; en Marian bar sáran harm í hjarta, sem hún sagði engum frá, og ekki einu sinni Edith. Hin skerandi endurminning braust nú fram í huga hennar, }>egar hún sem barn svaf hjá Marian, og hún strauk með hendinni um kinnar hennar og fann að þær voru votar af tárum. Þessi tár! Endurminningin um þau, nú í þessu sambandi fylti lijarta hennar ólýsanlegum sársauka og geðshræringu. Hún mintist þess, að móðir hennar hafði dáið með þá sannfæringu í huga sínum, að það hafi verið annað hvort elsk- hugi eða eiginmaður Marian, sem hefði valdið dauða hennar. Það var og mjög einkennilegt að Thurston Wilcoxen hafði verið burtu alla riÓttina frá dánarbeði afa síns, og enginn vissi hvar hann var. Svo var og einkennilegt þetta ólæknandi J)unglyndi, sem alt af sótti á hann, alt frá því Marian hvarf og til þessa dags, og með hverri vorkomu gekk J>að svo nærri honum, að hann varð lítt mönnum sinnandi. En svo risu upp mótmæli í huga hennar, á móti öllum þessum sönnunum, sem voru hans strangheiðvirða líferni og göfuga fram- koma' og breytni. Hn ekki eldri en hún var, var hún bæði búin að heyra og lesa um hvernig í augna- bliks brjálæði ofsasterkrar ástríðu, að menn hefðu framið líka glæpi gagnvart þeim er þeir elskuðu út af lífinu, bæði fyrir og eftir, og sem svo brynni í meðvitund þeirra til dauðadags eins og logandi eldur. 1 huga ungrar og óþroskaðrar stúlku, aðeins seytján ára, með heitar tilfinningar, er erfitt að standa á móti áhrifum ímyndunar- aflsins óg þannig hætt við að bera skynsam- leg rök fyrir borð og láta leiðast af ótömd- um ofsa tilfinninganna. Þegar kvölda tók og Jmu voru komin ná- la*gt Dell Delight, skall á J>au hríðarbylur með ofviðri, svo varla var hægt að halda vagninu á veginum. Vegurinn, sem bæði var mjór og vondur varð nú næstum }>ví alveg ófær vegna djúpra snjóskafla, sem lagði vfir hann; þó brutust þau áfram, þar til að Jmu áttu ekki nema sem svaraði áttunda parti úr mílu heim að húsinu, að hestarnir lentu út af veginum ofan í skurð, en vagninn valt um og brotnaði. “Miriam, elskií Miriam, hefirðu meitt þig?” sögðu þeir báðir, mjög óttaslegnir. Nei, til allrar hamingju lmfði enginn meiðst. Vagninn lá á hliðinni, svo hurðin var rétt yfir höfðum þeirra. Paul gat opnað hurðina og klifrast út úr vagninum, og gat svo hjálp- að Miriam og hr. Wilcoxen til að komast út. Hestamir höfðu orðið afar hræddir þegar vagninn fór um, og höfðu slitið af sér aktýin, en stöðvast þegar þeir fundu að þeir voru lausir við vagninn. “Það eru tvö hjólin og stöngin brotin, svo það er ekki hægt að eiga neitt meira við hann í kvöld. Við skulum skilja hestana eftir hérna, þar sem þeir eru, en flýta okkur að koma Miriam heim, svo ekki setji að henni. Við getum svo sent einhverja af piltunum eftir hestunum og vagninum,” sagði hr. Wil- coxen. Þeir voru rétt fyrir utan girðingarldiðið þegar þetta vildi til, en }>aðan og heirn að hús- inu var góð braut. Paul var í óða önn að dúða Miriam í sjölum og hlúa sem bezt að henni, en þegar hr. Wilcoxen ætlaði að taka hana í fang sér og bera hana heim, lirökk liún óttaslegin frá lionum. — “Nei! nei!” sagði hún skjálfandi f hræðslu, og hélt sér dauða- lialdi í Paul. Hr. Wilcoxen gat með engu móti skilið í |>essu háttalagi hennar; liann bara brosti góð- látlega óg þrýsti hattinum niður að augum og bretti upp stormkraganum á yfirhöfn sinni, um leið og hann sveipaði henni sem bezt að sér. i Þegar þau komu að girðingarhliðinu, sópaði hr. Wilcoxen snjónum frá hurðinni með höndum og fótum til J)ess að geta opnað hliðið, og stóð.svo við hurðina. og hélt lienni opinni meðan þau fóru í gegnum hliðið, en í því leit Miriam upp og sá hr. Wilcoxen þar sem liann stóð, og henni flaug óðar í hug mað- urinn sem hún sá, er hún um nóttina í illviðr- inu fór upp úr rúminu sínu til þess að leita að Marian. Já, búningurinn minti hana svo átakanlega á hann. Þessi svarta, stóra kápa, sem huldi hann allan, hatturinn niður að aug-- um, vaxtarlag og stærð samsvaraði, en um fram alt mundi hún eftir vangasvipnum, er ' hann sneri flötu liöfði að henni, }>essum þrótt- mikla og göfuga vangasvip. Miriam þekti nú alt í einu, sér til óumræðilegrar skelfingar, manninn, sem hún hafði tvisvar séð með Marian, og henni varð svo bvlt við að hún var rétt dottin. “Hvað kom fyrir, elsku barnið mitt? Þú varst nærri dottin. Réttu mér hendina þína, Miriam—það er betra að við leiðum þig báðir í þessu illviðri,” sagði hr. Wil- coxen og' færði sig nær henni. En hún hrökk frá honum og hjúfraði sig eins og hún gat að Paul, sem sagðist skyldi styðja hana og hjálpa henni heim, og gæta þess að hún hras- aði ekki í snjónum. Þanriig vöfðust hinar hræðilegu. sann- anir hver utan um aðra í meðvitund hennar, þó hún stríddi á móti þeim af öllum mætti og reyndi að losa sig úr fjötrum þeirra. Það var eins og blóðið frysi í æðum hennar aðra stundina, en liina stundina var eins og eldur brendi hverja taug í líkama hennar; í þannig löguðu ástandi var hún er þau loksins komust heim. Það var búist við þeim lieim, og Jenny gamla hafði vel heitt og notalegt alstaðar í liúsinu og góðan kvöldverð til reiðu fyrir ferðafólkið, sem hún hafði J>egar borið á borð í setustofunni. Miriam vildi ekkert þiggja og á engu nærast, en fór undir eins upp í svefnherbergi sitt. Jenny gamla hafði séð um að það var bæði hlýtt og bjart í herberginu, og hún fylgdi hinni ungu húsmóður sinni upp, til þess að hjálpa henni eða veita henni þjónustu sína, ef hún skyldi J)urfa einhvers með, og Jenny bauð henni alt sem henni kom til hugar að gæti hrest liana og fjörgað. Jenny var alveg hissa á því að hún vildi ekkert þiggja, en henni fanst auðvitað talsverð ástæða til þess að liún væri eftir sig og hrædd, að hafa lent í }>essu slysi; hún hélt að hún mundi liafa orðið býsna hrædd að lenda í slíku, og væri liún þó el(^ri og margt búin að sjá um dagana, og sumt ekki sem fallegast, svo það voru eng- in undur þó Miriam væri J>reytt og vildi kom- ast til næðis, eftir að hafa lent í þessu. Miriam svaraði engu öðru til alls, sem Jenny bauð henni en “nei, nei, nei!” Miriam vildi ekkert þiggja, svo Jenny gamla sá sér bezt að fara og gefa henni tæki- færi til að hvíla sig? En Miriam fór ekki að hátta og sofa. Hún átti í því sálarstríði, sem verkaði eins og brennandi liitasótt í öllum æð- um líkama hennar; hún gat ekki notið hvíldar, eins örmagna og hún þó var, hún hafði enga ró, hún gekk um gólf alla nóttina, til þess að reyna að sefa sinar æstu tilfinningar, er háðu stríð um vfirráð hjarta hennar. Loksins er morgunsólin sendi fyrstu geislana inn um gluggann í herbergi hennar, féll hún úrvinda og yfirkomin upp í rúmið í fastan svefn. En hún svaf ekki lengi _; hún vaknaði aftur óend- urnærð, }>voði andlit sitt og greiddi hárið og hraðaði sér ofan í borðstofuna, }>ar sem hún vissi að J>eir bræðurnir biðu eftir sér til morg- unverðar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.