Lögberg - 19.03.1936, Side 1

Lögberg - 19.03.1936, Side 1
49. ÁRGANGUR \ l' WINNIPEG, MAN., FIMTUUAGINN 19. MARZ 1936 NÚMER 12 Frá Manitoba þinginu Á miðvikudaginn þan n. þ. m. sló í brýnu milli framsögumanns í- haldsflokksins í fylkisþinginu og náttúrufríÖindaráÖgjafans, Hon. J. S. McDiarmids. Reis þetta út af því, að Mr. Evans og fylgifiskar hans hrugÖu stjórninni, og þá ekki hvað sízt ráÖgjafa náttúrufríðind- anna, um afskiftaleysi og vanrækslu viðvikjadi lagningu vera inn x hin vmsu og mismunandi námahéröð. Mr. McDiarmid tók slíkum aðfinsl. um ekki með þegjandi þögninni, og tók það hann heldur ekki ýkja lengi að færa þingheimi heim sanninn um það, að þær væri gersamlega út í hött; studdi hann meðal annars mál sitt með því, að námamenn fylkisins hefðu hvað ofan í annað látið í ljós ánægju sína yfir athöfnum stjórt.- arinnar í málinu; hefðu þeir meðal annars i allmörgum tilfellum orðið stjórninni sammála um það, að nýir vegir um ýms námahéröð svöruðu aldrei kostnaði. Mr. McDiarmid taldi fram eftirgreind sex atriði í satnbandi við námarekstur er stjórn- in beitti sér fyrir, öllum aðiljum í þessu sviði til tryggingar og hags- muna. 1. Strangt eftirlit með reglugerð- um öllum, er að því lúta að vernda líf og heilsu þeirra manna, er námu. gröft stunda. 2. Námsskeið fyrir unga menn, er leggja vilja stund á námuleitir og rannsóknir. 3. Föst nefnd til þess að rniðla málum, ef ágreiningsefni rísa upp milli þeirra, sem námur starfrækja og starfsmanna þeirra. 4. Ókeypis efnarannsókn skrá- settrar námaspildu. 5. Rannsókn fyrir skilyrðum til orkustöðva. 6. Skrásetning, sem tryggir jafnt hag námufinnanda og þess, er legg- ur fé sitt fram til starfrækslu náma. Að gefnum þessum upplýsingum rann berserksgangurinn af íhalds- mönnum; alt datt í dúnalogn. Tölu. verðar umræður spunnust út af því á föstudaginn, hvort það skyldi leyft, að búpeningur mætti eftir vild leika lausum hala um þjóðvegu fylkisins. Um þetta atriði flutti Mr. Foster, stjórnarflokks þingmaður frá Kil- larney, innblásna og ítarlega tölu; sagðist hann oft og einatt hafa átt í erjum út af því, að slompaðir legát- ar, sem ekið hefðu bilum sínum 70 milur á klukkustund, hefðu velt sér yfir hesta sína, sem verið höfðu á beit í vegarjöðrunum; taldi hann slíkt hina mestu óhæfu og tók ein- dregið málstað hrossanna og kúanna. Gert er ráð fyrir einhverri mála- miðlun þessu viðvíkjandi, þar sem tekið verði fult tillit til persónufrels- is kýrinnar og hestsins engu síður en bílstjórans. Mr. H. F. Lawrence, þingmaður hins óháða verkamannaflokks fyrir St. Boniface, vék að því á dögunum i þingræðu, að réttast myndi að leggja niður fylkisstjóraembættið i Manitoba og fela þær skyldur, er fylkisstjóri nú gegndi, á hendur há- yfirdómara fylkisins. Ekki fékk- uppástunga þessi nokkurn stuðn. ingsmann. Athuganir þær, er Mr Lawrence gerði, komu fram er til þess kom að afgreiða $7,551 fjár- veitingu til starfrækslu aðseturs fylkisstjóra. Laun fylkisstjóra greiðir sambandsstjórnin, en fylkið annast um kostnað við skrifstoíu hald, viðhald og risnufé. F. M. GEE Mr. F. M. Gee hefir manna mest auðgað hljómlistarlíf Winnipegbúa undanfarin ár; hefir stuðlað að því með hinum svonefndu Celebrity Conserts, að almenningi hefir veizt þess kostur að hlusta á marga af hinum frægustu heimsmeisturum á sviði hljómlistarinnar. Um þessar mundi eru rétt i þann veginn að vera liðin tuttugu og fimm ár frá því Mr. Gee tókst fyrst á hendur að hafa yfirumsjón með hljómleika- haldi hinna ýmsu snillinga, er til Winnipeg hafa komið og annast um þaraðlútandi undirbúning. ROOSEVELT VONGOÐUR UM FRAMKVÆMD ST. LAWRENCE SKIPA- SKURÐARINS Senator Key Pittman; Democrat frá Nevada, og formaður í utan- ríkismálanefnd öldungadeildar þjóð- þingsins í Wjashington, hefir lýst yfir því, að Roosevelt forseti geri sér góðar vonir um að á næsta þingi verði afgreiddir samningar um það að hef ja í samráði við Canada, verk á skipaskurðinum fyrirhugaða milli St. Lawrence fljótsins og vatnanna miklu. v PRÓFESSOR SÆMUNDUR R.IA RNHÉÐINSSON LATINN Þann 21. febrúar síðastliðinn, lézt í Kaupmannah. Sæmundur Bjarn- héðinsson prófessor, og um langt skeið yfirlæknir við holdsveikra spítalann í Lauganesi, einn af hinum ágætustu mönnum sinnar samtíðar með íslenzku þjóðinni. Sæmundur var fæddur þann 26. ágúst árið 1863 á Böðvarshólum i Húnavatnssýslu. IIORFURNAR 1 NORÐUR- ÁLFUNNI Slíka skæðadrífu af vafasömum fregnum af viðhorfinu i Norður- álfunni, flytja dagblöðin um þessar mundir, að næsta örðugt er að átta sig á því hvað þar sé í raun og veru að gerast; venjulegast bera kvöld- blöðin meginið af þvi til baka, er morgunblöðin tóku fyrir góða og gilda vöru. Þó er það nú víst, að Þjóðverjar bafi fallist á það, að scnda umboðsmenn til Lundúna á fundi í framkvæmdarnefnd Þjóða- bandalagsins, sem ákveðið hefir ver- ið að þar skuli haldinn; formaður hinnar þýzku sendinefndar verður Joaquin von Ribbentrop, einkaráðu. nautur Hitlers. Er líklegt talið. að Sir Eric Phipps, sendiherra Breta i Berlín, hafi átt i því drjúgan þátt, að Þjóðverjar létu tilleiðast að senda erindreka til Lundúna. Frakkar láta sér all óðslega og vilja helzt enga málamiðlun heyra nefnda á nafn, og hið sama er um Rússa að segja. En Bretar hafa á hendi forgöngu í því efni að koma á sáttum, og er svo að sjá, að smi stendur sé brezka þjóðin á einu máli um það að veita stjórninni einhuga fylgi í tilraunum hennar til sam- komulags. VATNAVEXTIR OG MANNTJÓN Vatnavextir hér og þar um Que- becfylki, hafa valdið manntjóni og eigna. Á föstudaginn hljóp vöxtur i St. Francis ána, er fellur í St. Lawrence fljótið um 50 mílur aust- ur af borginni Quebec, er sópaði burt með sér heimili, er á árbakk- anum stóð. Voru þar inni fimrn börn, er öll fórust. Talsvert tjón hefir og orðið af vatnavöxtum á ýmsum stöðum í Ontario. PRESTUM BÖNNUÐ AF- SKIFTI AF STJÓRN- MALUM Þeir Villeneuve kardínáli og erki- biskupinn i Quebec, hafa gefið út fyrirskijxan þess efnis, að prestum hinnar rómversk-kaþólsku kirkju skuli hér eftir óheimilt að hafa opin- ber afskifti af stjórnmálum; verði þeir sannir að sök um brot gegn þessum fyrirmælum, geti það leitt til embættismissis. VILL AFNEMA TOLL A GASOLÍU Mr. Ásmundur Loptson, liberal þingmaður fyrir Pheasant Hills kjördæmið í Saskatchewan, bar ný- verið fram tillögu til þingsályktunar í fylkisþinginu þess efnis, að af- numinn skyldi innflutningstollur á gasolíu; var tillagan samþykt í einu hljóði. Mr. Loptson lét þess getið, að árleg gasolíu notkun í Saskat- chewan sé um 70,000,000 gallóna, en skattur sá, er fylkisbúar gpæiddu af þessari vöru, hlypi upp á $1,800,000 um árið. IIRAÐFRYSTUR FISKUR úr ritgerð eftir Sigurð Kristjánsson alþm. Sala á hraðfrystum fiski á sér ekki langa sögu i Bandaríkjunum, en hins vegar mjög merkilega. Hefir sala á þessum fiski farið svo hrað- vaxandi, að hún er nú talin nál. 70 þúsund smálestir á ári, og virðist fara dagvaxandi. Kristján Einars- son þóttist nú strax sjá, að þarna væri til mikils að vinna. Lagði hann því hina mestu áherzlu á að kynna sér mál þetta: verkun og útbúnað vörunnar, söluaðferðir, kröfur neyt- enda o. s. frv. Eftir það að hafa valið umboðsmenn í New York fyr. ir S. 1. F. fór Kristján svo til Can- ada. Er áhugi Islendinga þar afar mikill og almennur fyrir því að sytðja landa sina hér heima í því að vmna markaði þar vestra. Er á- hugi þessi svo mikill, að einn íslend. ingur vestra, rikur maður og hinn mesti Islandsvinur, bauð að leggja fram 100 þús. kr. til tryggingar við- skiftum íslendinga á fiskisölu, gegn um þá umboðsmenn, er Kristján fengi i Canada. Hefir þessi maður, sem engra hagsmuna á von af þess- um viðskiftum, nú sett þessa trygg. ingu, og hækkað hana í 150 þús. krónur. —Mbl. 15. febr. STAUNING KEMUR TIL ISLANDS Fréttaritari útvarpsins í Kaup- mannahöfn hefir fengið vitneskju um, að Stauning forsætisráðherra Dana hefir í hyggju að koma við á íslandi, í för sinni til Ameríku, sem ráðgert er að hann fari í sumar. í Kaupmannahöfn gengur það einnig staflaust, að Kristján kon- ungur 10. og Alexandrine drotning muni koma til Islands í júní næst- komandi, ásamt Ingrid krónprins- essu.—Mbl. 23. febr. Frá Islandi Búfé Norðfirðinga í hœttu sökum bjargarskorts. Norðfirði. Almennur bjargarskortur fyrir búfé er nú fyrirsjáanlegur hér eystra, ef ekki kemur neitt sérstakt fyrir til að bæta úr þessu hörmung. ar ástandi. Mikil ótíð og jarðbönn hafa nú gengið um langan tíma. Bjargarskortur stafar aðallega af því, að stór hluti heyskapar manna náðist ekki í hús á síðasta hausti, sökum stöðugra rigninga. Norðfirðingar hafa alt af keypt hey úr Norðfjarðarhreppi undan- tarin ár og einnig á Norðurlaudi. Þegar nú þetta bregst, er ekki út- lit fyrir annað en lóga þurfi um belming nautpenings í bænum, ef ekki fæst hey antiars staðar frá af landinu, eða frá Noregi, með “Nova” í marzmánuði. . Þorrnar. Mbl. 25. febr. Þingeyingar leita til Bjarg- ráðasjóðs vegna harðinda. Vegna harðinda og ótta við fóð- urskort i Þingeyjarsýslum hefir sýslumaður Þingeyinga sótt um 30 þúsund króna lán úr Bjargráðasjóði til fóðurbætiskaupa, ef nauðsyn krefur. Skiftist lánið þannig: að Suður- sýslan fær 20 þúsund og Norður- sýslan 10. Stjórn sjóðsins gaf sýslu. manni í gær fyrirheit um lánið. —Mbl. 25. febr. TIL K.N. Ung eg dirfðist engum tjá, Insta leyndist þráin: ó, að eg mætti aðeins sjá yngispiltinn Káin. í kofanum eg hírðist hljóð, horfði út um skjáinn; aldrei var svo gæfan góð hún gæti sýnt mér Káinn. Á mig hlóðust árin há; er nú vonin dáin, að mér hlotnist enn að sjá óðsnillinginn Káin. Skemtun munu Ijóð hans ljá, þó líði hann út í bláinn; þvílíkum skal þakkir tjá, þjóðin hyllir Káinn. Kapphlaup hafa konur háð; kinn varð sveitt og bráin, þó hefir engin enn þá náð okkar gamla Káin. Sambandsþiogið í vikunni sem leið hafði sam- bandsþingið til meðferðar málið um verzlun og verð landbúnaðaráhalda. Eins og kunnugt er, höfðu þau kaupsýslufélög, er með slíkar vörur verzla lýst yfir all mikilli verðhækk. un. Þingnefnd landbúnaðarmálanna skiftist í flokka. Fulltrúar frjáls- lynda flokksins í nefndinni kröfðust þess að félögin frestuðu framkvæmd verðhækkunarinnar þar til að nefnd- inni hefði veizt kostur á að rann- saka aðstæður frá öllum hliðum. Þessu mótmæltu afturhaldsmenn og tjáðust enga gilda ástæðu sjá fyrir slikum drætti. Þó fóru leikar svo að tillaga stjórnarinnar um frestun- ina var samþykt í nefndinni með miklu afli atkvæða; fylgdu henni og að málum þingmenn e.C.F. og Social Credit flokkanna. Gert er ráð fyrir að rannsókn þessi verði lxin ítarlegasta; fær nefndin sér til aðstoðar sérfræðinga í öllum þeiin greinum, er að rannsókninni lúta. Formaður nefndarinnar er Mr. W. G. Weir, liberal þingmaður fyrir MacDonald Kjördæmið í Manitoba. Dr. Thomas Donnellv (Wood- Mountain), gerði tillögu um það, að nefndinni yrði fenginn hæfur lög- fræðingur til aðstoðar, en J. T. Thorson (Selkirk) bar fram uppá- stungu um skipun endurskoðenda. Malcolm McLean (Melfort), krafð- ist þess að nefndinni yrði heimilað að taka þá sérfræðinga í þjónustu sína, er hún teldi nauðsynlegt mál- inu til úrlausnar; voru allar þessar tillögur samþyktar, þrátt fyrir ströng mótmæli frá D. W. Beaubien (Brandon), er taldi rannsóknina ó- þarfa og óframkvæmanlega. Fred Johnston (Lake Centre), krafðist þess að verkfæraframleiðendur og umboðsmenn þeirra frestuðu að minsta kosti verðhækkuninni meðan á rannsókninni stæði; í sama streng tók Hon. W. R. Motherwell, fyrr- um landbúnaðarráðgjafi, nema að þvi leyti sem hann tók dýpra í árinni og talcþ umrædda verðhækkun bún- aðaráhalda öldungis óverjandi á þessu stigi málsins; kvað þessa ó- væntu verðhækkun komið hafa eins og skúr úr heiðkiru lofti; þingmenn yrði að láta sér skiljast að hér væri ekki um að ræða fund í félagi verk- smiðjuéigenda; það væri landbún- aðarnefnd sambandsþingsins, er á rökstólum sæti til þess að gæta hags- muna bænda að því er hann vissi bezt. Mr. J. Coldwell, C.C.F. (Rosetown-Biggar) lýsti yfir fylgi sínu við afstöðu stjórnarinnar í mál- inu. Harry Leader, liberal (Portage la Prairie), hafði síðasta orðið og kvaðst telja það hreina og beina sið ferðisskyldu, að ekki yrði við mál þetta skilist fyr en öll gögn væri dregin fram í dagsljósið. Töluverðar umræður spunnust út af þvi á fimtudaginn var, hve langt stjórnin hefði gengið í því, sam- kvæmt fyrirmælutn gagnskiftasamn- inganna við Bandaríkin, að lækka innflutningstoll á ýmsum tcgundum ávaxta. í sumum tilfelum nenmr slík lækkun helmingi frá því sem viðgekst á dögum Bennett-stjórnar- innar. Framsögumenn afturhalds- liðsins léttu sér allsóðslega og töldu það hvorki meira né minna en sýnt, að með þessu væri stofnað til efna- haglegra f jörráða við þá stétt manna í þessu landi, er ávaxtarækt stund- aði; kæmi þetta einkum hart niður á Ontario og British Columbia fylkj- um. Þeir fjármálaráðgjafinn, Mr. Dunning og þjóðteknaráðgjafinn, Ilsley, héldu uppi svörum fyrir stjórnina; töldu þeir ótta afturhalds- manna með öllu ástæðulausan; reynslan hefði sannað það alveg af- dráttarlaust, að sérhver tolllækkun á ávöxtum hefði orðið neytendum þessarar þjóðar til ómetanlegra hagsmuna; þess bæri og að gæta, að stjórnin gæti í samráði við tollmála. nefdina, hagað hækkun og lækkun innflutningstolla eftir þeim aðstæð- um, sem fyrir hendi væru í þann og þann svipinn ; færi stjórnin að sjálf- ögðu eftir því, sem hún réttlátast teldi í garð allra aðilja. Mr. Woodsworth gerði Norður- álfumálin, eða réttara sagt ófriðar- horfurnar þar. að umtalsefni einn daginn. Svaraði forsætisráðgjafi því til, að núverandi stjórn undir- gengist engar skuldbindingar við- víkjandi þátttöku í utanlandsófriði fyr en þing og þjóð hefði átt þess kost að láta í ljós álit sitt um málið. Þó enn sé vitanlega ekki langt á þingtímann liðið, þá hafa samt sem áður störf þingsins gengið það greiðlega, að gera mun mega ráð fyrir þingslitum nokkru fyr en á- ætlað var í fyrstu. Sambandsstjórnin hefir skipað 23. rnanna þingnefnd til þess að rann- saka starfsemi heitisöluráðsins nýja áamt markaðsskilyrðum fyrir hveiti. Liklegt þykir að Hon. T. A. Crerar verði formaður nefndarinnar. Mælt er að nefnd þessi verði þannig mönnuð; Hon. T. A. Crerar (ChurchiM), R. J. Deachman (North Huron). T. J. Connelly (Wood Mountain), Hon. W. D. Euler (North Water- loo), W. Garlepy (Three Rivers), II. S. Hamilton (West Algoma), S. W. Jacobs (Cartier), Harry Leader (Portage la Prairie), J. A. Mac- Kinnon (West Edmonton), J. A. McMillan (Mackenzie), Mr. Mc- Lean (Melfort), D. A. McNNiven (Regina), V. T- Potter (Shelburne), J. G. Ross (Moose Jaw), A. Syl- vestre (Lake St. John), H. W. Winkler (Lisgar), J. P. Barry (Northumberland). Þessir seytján þingmenn eru allir liberal. Úr íhaldsflokknum eiga þessir menn sæti í nefndinni: Rt. Hon. R. R. Bennett (West Calgary), E. E. Perley (Qu’Appelle), D. W. Beau- bier (Brandon), M. C. Senn (Hal- dimand). Af hálfu Social Credit þingflokks- ins er R. Fair (Battle River), en fyrir hönd C.C.F., M. J. Coldwell (Rosetown-Biggar). TEKJUAFGANGUR f BRITISII COLUMBIA Hon. John Hart, f jármálaráðgjafi fylkisstjórnarinnar í British Colum_ bia, lagði fram fjárlagafrumvarp sitt í þinginu þann 11. þ. m. Gerir frumvarpið ráð fyrir $119,927 tekjuafgangi. Tekjur nema $24,312,- 54T. en útgjöld $24,192,594. Gilitrutt. The Cabinet of Curios By Helen Swinburne Arrayed 011 shelves of polished tvood, tliey stand Inside glass doors, each quaint and curious tliing \\ r-ought by the artifice of liuman liand, And to the mind some far-off memory bring, Or thought of olden times long passed away. . Witliin this little world apart, I see A Maltese Cross of silver filigree— An inlaid box — a gaily-painted tray. Two little Chelsea cats with friendly faces Beside a fragment of handwoven shawl, A pair of Spanish castanets, with laces Of gold, tliat liang above the mirrored wall, A panel sewn in silk by patient fingers, Mellowed with age, a faded Valentine— And many a treasure formed in strange design— Whilst over all an air of mvstery lingers. We yet may dream of some gay fantasy From a carved fan with roses painted red, Or hear a merry lilting melody The click of castanets, and overhead See the lights gleaming with a warm glow. We yet may drift witli fancy in her flight And through the rolling mists of time alight Into the wondrous world of long ago.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.