Lögberg - 02.04.1936, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. APRIL, 1936
3
4000 ár, inn á skálmaldartíma hinn-
ar svörtustu fornaldar. Það er hans
gullöld. Hann heldur því eindregið
fram, að við komu kristnidómsins tii
vesturlanda hafa hin menningarlega
hnignun Evrópu byrjað. Hin lam-
andi og spillandi áhrif, sem sigur
Clavis hafði á hinn hetjulega ari-
anska gotneska kynstofn, ásamt
þrjátíu og þriggja ára uppihaldslaus.
um styrjöldum Karls mikla á hina
hraustu Saxa, þar til hin saxneska
hetja Widukind var ofurliði borinn
og sigraður, sem var eitt meðal
hinna stórkostlegustu slysa mann-
kynssögunnar; ekki aðeins íyrir
Germani, heldur og fyrir alt mann-
kynið.
Karl mikli (Karlamagnús) var
ekki hreinn Ariani; hann var, að oss
er sagt, kynblendingur með hnött-
óttan haus og digran og stuttan háls.
Síðastliðin 400 ár hefir verið hvað
mest áberandi stöðugur flótti frá
germönskum hugsunarhætti, ger.
mönskum dygðum og sannleika. Alt
sem vér hrósum oss af í sögu síðari
alda, öll svokölluð framför, svo sem
stofnun þingbundins stjórnarfyrir-
komulags, aukins lýðræðis og mann-
úðar, hinum banvænu áhrifum hinna
alþjóðlegu og heimsborgaralegu
jafnréttis og friðar kenninga, ásamt
hinu hneykslanlega kvenfrelsi. Þetta
eru alt svo mörg og hræðileg tákn
um alfturför og sundurmolun allrar
Evrópu, semir Rosenberg.
í fyrstu útgáfu bókarinnar Mytli,
sem kom út í árslok 1930, tveimur
árum áður en Hitler komst til valda,
neitar Rosenberg því að hann h ifi
í huga að setja á stofn ný trúar-
brögð, og segist ekki tala í nafri
Nazista-flokksins í bókinni, og tekur
það fram að flokkurinn sé alls ekki
ábyrgðarfullur fyrir skoðunum sin-
mu. En innan sex mánaða eftir að
Hitler var kominn til valda, voru
allar neitanir Rosenibergs um stefnu
og tilgang bókarinnar gleymdar og
það sem hann hafði látið í veðri
vaka að væri fjarst tilgangi
flokksins, varð nú alt í einu að veru-
leika. Nazi-kirkja var stofnuð und
ir vernd ríkisstjórnarinnar og sniðin
nákvæmlega eftir þeirri hugmynd, ei
Rosenberg hafði haldið fram, nm
slíka kirkju í bók sinni, The Myth
of the Twentieth Century.
Samkvæmt kenningu Nazistanna
verður kirkjan að vera, fyrst og
fremst þjóðernisleg. Hin “Al-
menna” kirkja er frá þeirra sjónar-
miði aðeins ótilveruleg grýla. Kenn-
ing þeirra er sú, að ekki geti verið
um neina lifandi trú að ræða, sem
ekki er innblásin af þjóðernislegri
meðvitund og sérstökum þjóðernis-
legum hugsunarhætti. "Þjóðirnar
eru hugsanir guðanna,” segja þeir.
IJm enga þjóð, segir Rosenberg, á
þessi sannleikur betur við en þýzku
þjóðina, umfram allar aðrar þjóðír
hefir hún verið útvalin til þess að
inna af hendi hið helga og háleita
hlutverk, sem er aðal hugsjón hinn-
ar þýzku þjóðerniskirkju, að sam-
eina og hagnýta ada þjóðina, í þjón-
ustu síns háleita ætlunarverks. Hin
gamla kaþólska aðgreining milli hins
andlega og veraldlega valds, er blátt
áfram villukenning og glæpur gagn-
vart hinni þýzku þjóð.
Til þess að hin nýja trú g°ti náð
sínum þjóðernislega tilgangi. krefst
Rosenberg að Gamla Testamentinu
sé með öllu kastað fyrir borð, og þar
með komið í veg fyrir þær árangurs.
lausu og móðgandi tilraunir, að nið.
urlægjahina þýzku þjóð með því að
þrengja upp á hana gyðinglegum
hugsunarhætti og gera hana gyðing.
'ega sinnaða. Burtnema allan trú-
Gæðilegan grundvöll hins sögulcga
kristindónis, hvert heldur er róm-
versk-kaþólskur, lúterskur eða kul-
v,nskur. Hann krefst og bunnáms
kess, sem hann kallar “óekta sið-
crðiskenningar” í fjallræðunni, svo
°K kenningunnar um erfðasyndina
og náðina. Allar þessar óheilbrigðu
enningar segir hann að verði að
afa , ^ann krefst þess að krossin-
um sé útrýmt úr kirkjunum, og í
stai inn fyrir þetta symbol taki hin
n\ ja j'tzka kirkja upp hið norræna
symbol (haka-krossins) Hann vill
að hin nýja þýzka kirkja tileinki sér
hina norrænu dultrú og sögur, sem
Hafa 'frá ómunatíð túlkað hinn ger-
manska þjóðernislega andardrátt og
siðferðishugsjónir. Hér eftir skal
ekki Mattheusar guðspjall og St.
Páls pistlar vera hin andlega nær-
ingarlind hinnar þýzku þjóðar, segir
Rosenberg. I þess stað skulu koma:
íslendingasögur, Eddurnar, Nifl.
unga sögur, Faust, Deutsche Schrift-
en, Schopenhauer, Nietzche og
Chamberlain, sem skulu vera hin
helgu rit hinna nýju trúarbragða.
sem koma í stað hinnar gyðinglegu
Biblíu. Óðinn, Sigfried, Widukind,
Theodoric, Wagner, Fredrik mikli,
Bismark og Hitler skulu vera þær
hetjur, sem hið nýja Þýzkaland
dýrkar.
Á meðan hin norrænu ofurmenni
varðveittu hreinkynjun, hetjuskap
og sjálfræðisþrá hins árásarsinnaða
germanska hetjuanda, hertir og
reyndir í styrjöldum og æfintýrum,
gátu þeir þröngvað öllum þjóðum til
að lúta vlja sínum. Það var sorg-
legur dómur forlaganna, að hið göf.
uga germanska iblóð skyldi verða
fyrir þeirri smán að litast og flekk-
ast af blóði ýmsra ógöfugra þjóða,
svo sem Alpine, Asíu og Miðjarðar.
hafs þjóðflokka, og þó sérstaklega
Gyðinga. Afleiðingin varð sú, að
hinar germönsku ættardygðir spdt-
ust og þjóðinni hnignaði. Ásamt
hinni óheillavænlegu kynblöndun
gróf og kristindómurinn grundvöll-
inn undan hinum þjóðlegu ger.
mönsku dygðum; þeirra háleitu til-
finningu fyrir heiðri og hetjudáðum
og boðun hinnar kristnu mannúðar
og meðaumkunar, veikluðu og spiltu
svo hinum germönsku fullhugum, að
| þeir urðu að lúta útlendum kyn-
j blendingum og vesalmennum. Nema
! að hinu nýja Hitlers Þýzkalandi
i hepnist að hreinsa út úr þjóðinni hið
drepandi asíatiska eitur, fvrst með
miskunnarlausri löggjöf gegn Gyð-
ingunum, þar næst með hlífðarlausri
ófrjóvgun karla og kvenna, sem
fundin eru óhæf til fjölgunar, og í
þriðja lagi með þjóðernislegum trú.
arbrögðum og andlegri byltingu: ef
það hepast ekki, er ekki um nokkra
frelsun að ræða fyrir föðurlandið,
sem annars hlýtur að verða að bráð
sínum mörgu óvinum, sem þó standa
hinni þýzku þjóð svo óendanlega
lægra að manndómi og siðferðilegu
þreki.”—
Það er þetta, sem Rosenberg segir
að sé i hættu í hinu yfirstandandi
trúarbragðastríði, spursmál um líf
eða dauða þjóðarinnar.
Að endurreisa hina norrænu
hetjudáð og enduryngja hina þýzku
þjóð, með aðstoð og valdi Nazism-
ans, frelsa þjóðina frá því, sem hann
kallar spillingar-áhrif frá Jerúsalem,
Róm og Wittenberg; en setja til
valda hina dulrænu trú, blóðs og
hreysti, trú á heiður og hetjudáðir,
það og ekkert minna á að vera hið
dýrðlega hlutverk hinnar nýju ger-
mönsku kirju. Slík er þessi nýja
kenning, sem kallar sig kristna. þó
hún hafni öllu því,' sem hin sögulega
kristni hefir talið grundvöll kenn-
ingar sinnar.
nú yfir mönnunum, því nú töldu an dag, sem hér er um að ræða, var
þeir björninn unninn, þar sem hann 1 Haraldur staddur fram i borg við
væri kominn í sjálfheldu á höfðan- gegningar. líjartviðrisglóra var úti
um og engin undankomu von, því og stinningskaldi af norðaustri.
engri skepnu væri lífsvon, sem færi Haraldur var að moka út skarni því,
Hvítbjarnaveiðar í
Þingeyjarsýslum
(Framh.)
Svo bar til einn dag að vetrarlagi
á Sandhólum á Tjörnesi, að sauða-
maður gekk snemma morguns til
beitarhúsa til að gefa sauðum. Var
það unglingspiltur, Jakob Guð-
mundsson að nafni. Þegar hann
kom í nánd við húsih, sér hann hvítt
dýr við húsið og þóttist vita, að það
mundi vera hvítabjörn. Snýr hann
þá þegar við og hvatar ferð sinni
heim til bæjar og segir húsbónda
sínum frá dýrinu. Lætur hann þeg-
ar senda til næsta bæjar, því þar
voru tveir bræður, sem áttu byssur
og voru góðar skyttur. Þegar þeir
fengu orðin, búast þeir til ferðar og
tveir menn aðrir og fara heim að
Sandhólum, og bættust þar fleiri
menn við í hópinn. Höfðu flestir
einhver vopn: stafi, hákarlaskálmar
eða lurka. Þegar þeir komu til f jár.
húsanna, var björninn þar kyr. Þeg-
ar björninn sér mannförina, snýr
hann frá húsunum og til sjávar.
Herða nú mennirnir eftirförina, en
koma ekki skotum á dýrið. Þar sem
björninn kom að sjónum var höfði,
sem skagaði fram í sjóinn og var
hengiflug niður að fara. Glaðnaði
þar fram af. Þegar björninn kom
fram á bjargbrúnina og mennirnir
nálguðust, settist hann á rassinn og
rendi sér fram af brúninni. Hlupu
nú mennirnir fram á brúnina og
töldu víst, að bangsi muni liggja
steindauður niðri í fjörunni og mol-
að í honum hvert bein. En þeir
urðu allforviða er þeir sáu, að björn.
inn var kominn fram á sjó og virtist
vera alheill og ómeiddur. Skildi þar j ofan við borgina, og liggur það ó-
með þeim, og sneru mennirnir heim sl'tið heim að bænum. Hljóp Har-
, .~-r~ ■ • aldur í einum spretti ofan við hall-
og voru ekki hrifmr af veiðiformn., r ,
brunina, þvi sem nær mots við bæ-
Á seinustu tugum 19. aldar bjó á inn> 0g svo niður hallið og heim á
Blikalóni í Norður-Þingeyjarsýslu . hlag, Hefir hann víst ekki verið
maður að nafni Jón Pétursson, og ICngi þennan spotta, því hann var
voru hjá honum tveir synir hans, 1 orðlagður léttleikamaður og skarp-
Þorsteinn og Tómas. Sagan, sem ^ Vlr að því skapi. Magnús faðir hans
hér fer á eftir, gerðist á nýársdag. ^ Var þá búinn að koma auga á dýrið
Var þá mikill snjór og alt augalaust 0g var að leggja af stað með byssu
af ís. Um morguninn, þegar allir sína í veg fyrir það. Þá þektust ekki
voru komnir inn frá gegningum aftanhlaðnar byssur. Þessi byssa
nema Jón bóndi, sem var einn niðri j Magnúsar var framanhlaðin eða op-
i húsum á túninu, sáust þrjú bjarn- j hlæða, sem þær voru kallaðar jöfn-
dýr koma vestan að og stönzuðu . Um höndum. Byssan var hlaðin, og
uppi á túninu milli húsanna. Stór j skotið búið að liggja í henni svo
kvos var fram af bæjardyrunum, og dögum skifti. Hafði hann ætlað það
ætlaði vinnumaður að hella út skólpi j skot á tófu, en komst ekki í kast við
og var i kvosinni. Vissi hann þá neina í það skiftið, svo skotið geymdi
sem hann hafði skarað saman að
þeim stafni borgarinnar, er að sjór-
um vissi. Verður honum litið út og
niður að sjónum og sér þá á hol-
frerunum niður undan húsinu gul-
hvítt dýr á stærð við væna kind. Var
það komið á milli hans og bæjar.
Þóttist Haraldur strax vita, að þetta
mundi bjarndýr vera. Snaraðisr j
hann út og upp með ánni, svo dýrið ■'
sá hann ekki. Brekkuhall liggur rétt
ekki fyr til en dýrin stukku niður í
kvosina. Komst hann með naum-
indum inn og gat lokað bænum.
Urðu nú heimamenn hræddir um
Jón, enda sást að heiman frá bæn-
um, að Jón gamli var kominn út úr
fjárhúsunum og ætlaði að ganga
heim. Var hann 'aðvaraður, en hann
hann í byssunni. Haraldur fylgdist
með föður sínum í veg fyrir bjarn-
dýrið, sem var tæplega komið á móts
við bæinn. Það fór þéttingshart, en
leiðin milli bæjar og sjávar er ekki
öllu meir en 100 metrar. Þeim
feðgum varð því í lófa lagið að
komast í veg fyrir dýrið. Það virt-
lét sér fátt um finnast, og rölti heim I ist ekki sjá þá, hélt rakleitt áfram
túnið. Dýrin sáu til hans og ger.gu eftir holfreranum, þefandi með
í veg fyrir hann og voru svo r.ær- hauSinn niður við klakann. Magnús
göngul, að Jón gamli sló í hausinn á
þeim með frosnum vetlingunum, sem
beið með byssuna tilbúna þar til
honum þótti dýrið komið nógu
hann hélt á í hendinni. Fylgdu þau nærri, en þá vildi svo óheppilega til,
honum heim að bæjardyrunum, en 1 að skotið hljóp ekki úr byssunni.
gerðu honum ekkert mein. Þetta
var birna með tvo húna. Eftir að
al’lir voru komnir í bæinn, settust
dýrin að við smiðjudyr suður á
hlaðinu. Voru hrútar í smiðjunni
Leið svo á daginn, að ekki var skift
sér af dýrunum. Voru margir á
bænum því mótfallnir að ráðast að
þeim á hátíðisdaginn, en aðrir töldu
það óráð að sleppa þeim, því það
væri óvist, að þau yrðu alstaðar
svona meinlaus. Þorbjörg, tengda-
dóttir Jóns gamla, vildi láta slátra
kind og gefa þeim. Niðurstaðan
varð sú, að undir kvöld lögðu þeir á
stað út, feðgar, með byssu. Voru
dýrin þá enn kyr í kvosinni fram
af smiðjudyrunum. Skaut Þorsteinn
fyrst á birnuna og drap hana.
Stukku þá húnarnir upp á skrokkinn
og urruðu grimmilega. Voru þeir
siðan báðir skotnir. Kjötið af dýr-
unum var ekki hirt, en feldirnir voru
verkaðir og seldir.
Á sama tíma bjó á Læknisstöðum
á Langanesi bóndi að nafni Magnús
Jónsson. Nú býr á Læknisstöðum
Matthildur dóttir Magnúsar og Jón
Ólafsson maður hennar. Hafa þau
sagt eftirfarandi bjarndýrssögu, og
kemur hún hér að mestu orðrétt
eftir þeim hjónum.
Það var á áliðnum vetri, eftir því
sem okkur minnir, um 1883-84, að
íshröngl var hér á reki. Frost voru
mikil og norðan vonsku veður
nokkra undanfarna daga. Holfrerar
voru miklir meðfram sjónum, svo
langt sem augað eygði, mismunandi
háir, eftir því sem aðstaða sjávarins
var til að hlaða þeim upp. Þá var
öldin sú, að sauðir voru hér á hverj
um bæ, fleiri og færri, eftir getu
hvers og eins. Hér á Læknisstöð-
um voru þá nær hundrað sauða,
frískir og föngulegir, og voru þe’r
hafðir hér í húsi ofurlítinn spöl frá
bænum, um tíu mínútna gang. Þar
rennur lítil árspræna til sjávar, er
því hentugt um vatnsból við þessi
hús, og þar er bezta f jörubeitin fyr.
ir Læknisstaðalandi. Haraldur bróð-
ir minn (Matthildar) var þá rétt
fyrir innan fermingu og hafði þann j IOI (4rs nýlega
starfa á hendi meðal annars að I
ganga fram á borg til sauðanna og
hára þeim og moka húsið. Göt voi t
á báðum stöfnum borgarinnár. til
þess gerð að moka skítnum út um.
Borgin sneri stafni til sjávar Þenn. ' mynd.—Mbl.
Hvellhettan sprakk, en ekki meir.
Hvítabjörninn hélt rakleitt áfrarn,
virtist ekki sjá mennina eða hirða
neitt um gerðir þeirra. Magnús
reyndi eftir fremsta megni að hraða
sér að ná hinu ónýta skoti úr byss-
unni og koma öðru nýju í staðinn.
Þetta tók þó ofurlitinn tíma, sva
bangsi var kominn drjúgan spöl frá
þeim. Þeir feðgar tóku svo til fót-
anna á eftir dýrinu, en drógu lítt á
það. Ofurlítið lengra út með sjón-
um er lítið nes, sem Hraunnes heitir.
Bjarndýrið fór með sjónum kring-
um nesið, en veiðimennirnir þvert
yfir það. Komust þeir þar í veg
fyrir dýrið og biðu þess, að það
kæmi. Það leið ekki á löngu. Bangsi
kom og gætti ekki hættunnar. Veiði_
maðurinn beið með stillingu og að-
gætni, sem margra ára reynsla var
búin að þjálfa hann í. Því færri
munu það vera, sem komast til jafns
við hann við refaveiðar. Þegar dýr.
ið var komið mjög nærri Magnúsi,
skaut hann á það, og það datt stein.
dautt niður fram af holfreranum og
í sjóinn. Magnús náði því fljótlega,
með hjálp Haralds, og drógu þeir
það upp á klakann. Fóru þeir svo
heim, sóttu sleða og óku dýrinu
heim. Þegar þeir komu heim undir
bæinn, voru á túninu tveir eða þrír
hestar, sem hleypt var út til að viðra
sig. Þeir fengu eitthvert veður af
bjarndýrinu á sleðanum og tóku til
að sperra tögl og frýsa og hlaupa,
eins hart og þeir gátu, í stórum
hringjum kringum sleðann. Héldu
hestarnir lengi áfram að sperra sig
og frýsa og sparka, þar til þeir
hömdust i hús. Bjarndýr þetta var
ekki vigtað, en kjötið var étið að
mestu leyti og var vel þegið. Feld-
urinn var seldur fyrir lítið verð,
mest vegna þess, að hausinn var
skorinn af því, áður en skinnið var
tekið af.
(Framh.)
Kona í Höbjerg í Norður-Sjá-
landi, Ane Nielsen að nafni, varð
Hún vinnur enn
eldhússtörfin á heimilinu. Á af-
mælisdaginn var hún kvikmynduð
meðan hún var að þvo upp Ieirtauið.
Myndin er sýnd i almennri frétta-
Business and Professional Cards
PHYSICIANS cund SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office Umar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 4.30-6 Heimili: 6 ST. JAMES PL.ACE Winnipeg, Manitoba
DR. J. STEFANSSON 216-22 0 Medical Arts Bldg. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdöma.—Er aC hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimlli: 638 McMILLAN AVE. Talslmi 42 691 J Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arta Bldg Cor. Graham og Kennedy 8ta. Phonea 21 21S—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200
Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON
Nuddlœknir
ViCtalstlmi 3—5 e. h. 218 Sherburn St.--Sími 30877 41 FURBY STREET Phone 36 137 SlmiC og semJiC um samtalatfma
DR. E. JOHNSON
116 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St.
Talslmi 23 739 Viðtalsttmar 2-4
Heimili: 776 VICTOR ST. Winnipeg Slml 22 168
BARRISTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Bulldlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 96 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. fslenzkur lögfrxxOingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668
DRUGGISTS DENTISTS
DR. A. V. JOHNSON Drs. H. R. & H. W.
tsienzkur Tannlœknir TWEED
Tannlœknar
212 CURRY BLDO, WINNIPEO 406 TORONTO GENERAL
Gegnt pðsthúslnu TRUSTS BUILDINQ
Cor. Portage Ave. og Smith St.
Simi 96 210 HeimiUs 33 323
PHONE 2 6 545 WINNIPEO
DR. T. GREENBERG Dentist
Hours 10 ». n. to 9 p.m.
PHONES: Office 36 196 Res. 61 456
Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnlpeg
BUSINESS CARDS
A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaOur sá bertl. Ennfremur selur hann ailskonar minnisvarCa og legsteina. Skrifstofu talslml: 86 607 Heimilis talslmi: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEO Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af ÖIlu tægl. Phone 94 221
A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDINQ, WINNIPEO Annast um fasteignir manna Tekur aC sér aC Avaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif. reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Real Estate — Rentals Phone Office 95 411 806 McArthur Bldg.
HANK’S BARBER AND REV. CARL J. OLSON
BEAUTY SHOP Umbaðsmaður fyrir
251 NOTRE DAME AVE. NORTH AMERICAN LIFE
3 inngöngum vestan við ASSURANCE FÉLAGIÐ
St. Charles ábyrgist íslendingum greið og
Vér erum sérfræðingar í öllum hagkvæm viðskifti.
greinum hárs- qg andlitsfegrunar. Office: 7th Floor, Toronto General
Allir starfsmenn sérfræðingar. . Trust Building
SÍMI 25 070 ■ i Phqne 21 841—Res..Phone 37 769
HÓTEL 1 WINNIPEG
ST. REGIS HOTEL
285 SMITH ST„ WINNIPEO
pœcrilecrur og rólegur bústaOur i
miðhiki borgarinnar.
Herbergl $.2.00 og þar yflr; meS
baðklefa $3.00 og þar yflr.
Ágætar máltíClr 40c—60c
Free Parking for Guests
THE MARLBOROUGH
SMITH STREET, WINNIPEO
"Winnipeg’s Doum Tovm Botet"
220 Rooms wlth Bath
Banquets, Dances, Conventlona,
linners and Functions of all klnds
Coffee Shoppe
F. J. FALL, Manager
Corntoall ^otel
Sérstakt verB á. viku fyrir námu-
og fiskimenn.
KomiC eins og þér eruC klæddlr.
J. F. MAHONEY,
f ramkvæmdarstj.
MAIN & RUPERT WINNIPEO
SEYMOUR HOTEL
100 Rooms with and without
bath
RATES REASONABLE
Phone 28 411 277 Market 8t.
C. G. Hutchison, Prop.
PHONE 28 411