Lögberg - 16.04.1936, Blaðsíða 1

Lögberg - 16.04.1936, Blaðsíða 1
49. ÁRG-ANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 16. APRIL- 1936 NÚMER 16 Frá Islandi DÝRALIF ISLANDS A8 því er dönsk blötS skýra frá, er í ráði aS gefa út mikiS verk um dýralíf íslands á ensku. í Extra- bíadet 27. febrúar er m. a. skýrt frá þessu, og segir þar, aS margir ís- lenzkir og danskir vísindamenii muni starfa aS útgáfunni, meS f jár. hagslegum stuSningi frá “Carlsberg Fondet” “Rask Örsted Fondet” og “Dansk-islandsk Forbunds Fond.” BlaSiS segir, aS þaS muni taka aS minsta kosti áratug aS semja og gefa út þetta mikla verk, sem nefnist “The Zoology of Iceland.” Ritstjóri verksins í Danmörku er S. L. Tuxen magister. í útgáfunefndinni eru Árni FriSriksson magister, Pálmi Hannesson, rektor, dr. Bjarni Sæ- mundsson, Adolf S. Jensen pró- fessor, dr. Spárck og dr. Vedel Tan- ing. VerkiS verSur í 4—5 stórum bindum og verSur sent út af Levin og Munksgaard.—Alþ.bl. 19. marz. # # # UM ISLENZKA GLlMU birtist 19. febrúar í New York Evening Telegram smágrein meS mynd, og segir þar m. a. aS ekki fyr en 1874 hafi þaS veriS leyft hér á landi, aS glímusýningar færi fram opinberlega, þegar útlendingar væri nærstaddir, og hafi bann þetta veriS í gildi frá því 1100 eSa nálægt því 8 aldir. Hafi íslendingar meS þessu viljaS koma í veg fyrir, aS útlend- ingar lærSi glímubrögSin, eins og Japanir hafi lengi bannaS útlending- um aS kynna sér reglur og brögS japönsku glímunnar. Loks er á þaS drepiS, aS nú sé fariS aS kvikmynda íslenzka glímumenn og þeir hafi far- iS til annara landa til þess aS sýna listir sínar.—AlþýSubl. 19. marz. # # * TVEIR MENN FARAST FRA ÓLAFSFIRÐI Tveir ungir menn og ókvæntir fórust i fyrradag fram undan Ólafs. firSi. Voru þeir á smábát. Ekkert hefir enn fundist, hvorki lík mann anna né báturinn. Á þriSjudag kl. 9 fóru tveir menu á árabát frá Ólafsf jarSarkauptúni aS vitja um hrognkelsisnætur, er lágu utarlega í firSinum vestanverS. um. VeSur var gott, suSvestan gola en allmikill norSvestan sjór. Fleiri bátar fóru á sömu slóSir og höfSu tal af fyrnefndum mörmum og sáu þá síSast sigla austur yfir f jörSinn á 12. timanum. Klukkan aS ganga 2 fóru menn aS undrast um þá, var þá fariS aS hvessa og syrta aS meS hríS. Var þá fariS á tveimur trillubátum aS leita um fjörSinn og útifyrir firS- inum, Var leitaS framundir mvrk- ur en árangurslaust. Telja menn nú fullvíst, aS menn. irnir hafi druknaS. Ókunnugt er meS öllu hvernig slysiS hefir atvik- ast. Mennirnir hétu Albert Þorvalds- son 25 ára, ókvæntur, einkasonur Þorvaldar FriSfinnssonar útgerSar- manns i ÓlafsfjarSarkauptúni og konu hans Elínar Þorsteinsdóttur, og Kristinn EyfjörS Antonsson 30 ára, ókvæntur, fóstursonur Stein- unnar Jónsdóttur ekkju í Ólafs- f jarSarkauptúni. — AlþýSubl. 19. marz. . # # # MAÐUR DRUKNAR Jóhann Eiríksson frá ÁlftafirSi datt út af vélskipinu “Gunnbirni” síSastliSinn mánudag og druknaSi. — Lík hans náSist ekki. SkipiS var á veiSum, er slysiS vildi til. Alþ.bl. 19. marz. # # # FORNLEIFAFUNDUR T Lapplandi hefir meS uppgrefti tekist aS finna 32 býli steinaldar- manna, sem fornfræSingar telja aS MRS. GEORGE M. PULLMAN-LOWDEN Þann 8. þ. m., voru gefin saman í hjónaband í Chicago, 111., þau Miss Sigrún Magnússon og George M. Pullman-Lowden. BrúSurin er dóttir þeirra Mr og Mrs. Ólafur Magnússon aS Silver Bay hér í fylkinu, ættuS úr JökulsárhliS í NorSur-Múlasýslu, en brúSguminn sonur Mr. Frank O. Lowden, fyrrum ríkisstjóra í Illinois, og Mrs. Lowden. Afi hans var miljónamæringurinn Pullman, sem Pullman vagnarnir frægu eru kendir viS. BrúS- gumin er víSmentur maSur og auSugur aS fé. BrúSurina aSstoSaSi viS hjónavígsluathöfnina, Mrs. Jerome Pick, áSur Norma Burton frá Winnipeg, íslenzk kona í móSurætt; en hjá henni var Sigrún til heimilis fram aS giftingu sinni. Þau Mr. og Mrs. Lowden fóru brúSkaupsför sína til Bermuda. lifaS hafi um 3,000 árum f. K. Á sama staS hafa fundist um 50 munir úr tinnu, sem þykja gefa merkilegar upplýsingar um lifnaSar. háttu þessara fornbyggja NorSur- landanna. — AlþýSubl. ELSA SIGFÖSS íslenzku söngkonunni, Elsu Sig- fúss, var forkunnarvel tekiS í Er- langen í Þýzkalandi, þar sem hún söng alt-solo í Messias Hándels í háskólakirkjunni. Stærsta blaS borgarinnar ritar t. d. á þessa leiS um söng hennar: “Ungfrú Elsa Sigfúss hafSi veriS fengin hingaS til Erlangen til þess aS syngja þetta alt-solo hlutverk. Hún hefir mjög fagra og þróttmikla rödd, og ræSur yfir svo þroskuSum stíl í söng sínum, aS hin mikla tón- fegurS i þessu verki Hándels naut sín framúrskarandi, í meSferS henn- ar.”—Morgi^nbl. * # * NORÐMENN TAKA LAN FjármálaráSuneytiS hefir fallist á tilboS um lántöku aS upphæS 17 milj. dollara, til þess aS greiSa upp 6% ríkislániS frá 1922. LániS er FRÚ KIRSTEN FLAGSTAD Ein hin frægasta dramatisk sópranó, sem nú er uppi. tekiS í New York. Vextir 4*4%. Afborgunarlaust í 5 ár. Því næst endurgreiSist þaS á 15 árum. ÓEIRÐIR t TUNIS ÓeirSir brutust út fyrir nokkru í borginni Tunis á norSurströnd Afríku í frönsku nýlendunni Tun- isia. Stúdentar stóSu fyrir óeirS- unum, sem áttu rót sína aS rekja til þess, aS franska stjórnin hefir birt nýjar reglugerSir um herþjón- ustu og störf í þágu þess opinbera, og er í henni kfafist þess, aS þeir sem herþjónustu gegna eSa eru í opinberri þjónustu hafi nokkura þekkingu á franskri tungu. Telja stúdentar þetta gert í óvirSingar- skyni viS tungumál innfæddra, og aS þaS eigi aS neySa þá til aS læra frönsku, eSa aS öðrum kosti bægja þeim frá ábyrgSarstöSum í nýlend- unni. HNEYKSLISMAL eitt af mqygum, er nýlega komiS upp í París. — Prins Stanislaus Bielska, sem þykist rétt borinn til konung- dóms í Póllandi, var tekinn fastur í einu af hótelum borgarinnar og á- kærSur fyrir þaS aS vera kokain- smyglari. Þetta> hefir vakiS mikiS umtal, eigi aSeins vegna ættgöfgi hans, heldur og vegna þess aS sein- ustu árin hefir hann veriS einhver helzti maSurinn í samkvæmislífi Parísarborgar.. BJARTSÝNN A FRAMTIÐINA Hon. J. G. Taggart, búnaSarráS- gjafi fylkisstjórnarinnar í Saskat- chewan, flutti ræSu i félagi verk- smiSjueigenda hér í borginni siSast- liSiS þriSjudagskvöld, um horfurnar á sviSi landbúnaSarins. Leit hann á máliS næsta björtum augum og tjáS. ist sannfærSur um, aS hagur bænda færi batnandi meS ári hverju jafnt 0g þétt. FYLGI ROOSEVELTS ViS prófkosningar, sem nýlega fóru fram í Wisconsin ríki, hlaut Roosevelt forseti og Demokrata- flokkurinn meira atkvæSamagn, en dæmi eru áSur til. Nokkur vafi þótti leika á því, hvaSa afstöSu framsóknarflokkurinn, undir for- ustu Laíolette, myndi taka í þessum prófkosningum; en sýnt þykir, aS hann hafi mjög hallast á sveif Roosevelts. SAMBANDSÞINGIÐ Á miSvikudaginn þann 8. þ. m., fór fram þingfrestun vegna pásk- anna. Rétt fyrir hléiS gerSist þaS sögulegast, aS efri málstofan af- greiddi stjórnarfrumvörpin um upp. bótargreiSslu til bænda fyrir upp- skeru þeirra 1930, og stofnun alls- herjar nefndar stjórninni til aSstoS- ar viSvíkjandi úrlausn atvinnulevs- isins. Þing kemur aftur saman á ínánudaginn þann 20. þ. m. VATNAVEXTIR 1 BRANDON SímaS er frá Brandon hinn 15. þ. m., aS sem stendur séu um sextiu fjölskyldur þar í borginni húsnæS- islausar sakir flóSgangs og hlaups í Assiniboine ánni, er á ýmsum stöSum hefir fariS alllangt upp á land. Sagt er aS ferjuskortur hafi mjög tafiS fyrir flutningi fólks til öruggra staSa. NORÐURALFUMALIN Svo má segja, aS þar standi alt viS hiS sama. Á föstudaginn kem- ur verSur fundur haldinn í Geneva, til þess aS ræSa um horfurnar og reyna aS miSla málum viSvikjandi RínarhéruSunum. En svo virSist sem Frakkar vilji helzt enga mála- miSlun heyra nefnda á nafn, og hyggi aSeins á hefndir. Utanríkis- ráSgjafi Breta hefir samt sem áSur krafist þess á ný, aS þeir beygi sig undir vilja ÞjóSbandalagsins, aS því er sáttatilraunir áhrærir. KLUKKUSTUND I IIJÓN ABANDI 1 bænum Greensboro i Maryland ríkinu, gerSist sá atburSur, er hér greinir frá. MaSur aS nafni Leo Hartnett og ekkjufrú Jennie Moore, hétu hvort öSru trygSum og höfSu ráSiS af af ganga á tilteknum tíma i heilagt hjónaband. Svo bar þá til aS Hartnett veiktist og er hann hafSi legiS ú sjúkrahúsinu í sex vikur. gerS: hann snögglega boS eftir unn- ustu sinni og lét gefa sig saman í hjónaband viS hana, Klukkustund siSar gaf brúSguminn upp andann meS bros á vör. Þetta skeSi á miS- vikudaginn þann 8. yfirstandandi mánaSar. JOHN W. DAFOE ASalritstjóri dagblaSsirts Winnipeg Free Press, sjötugur. AFRÍKUSTRÍÐIÐ Fregnir af þeirri heljarslóS bera þaS meS sér, aS jafnt og þétt halli mjög á Ethiópíumenn; hafa ítalir aS sögn, strádrepiS fólk meS alls- kyns sprengjum og eiturgasi, þrátt fyrir öflug mótmæli af hálfu Brcta, er telja slíka bardagaaSferS skýlaust brot á alþjóSalögum. Alt slikt læt. ur Mussolini eins og vind um evru þjóta, og kveSst eigi fyr viS mál þessi skiljast, en ^Ethiópía hafi aS fullu veriS innlimuS í hiS ítalska veldi. Fréttir berast frá Róm þessa dagana, er aS því lúta, aS fylgi Mussolinis fari dagþverrandi heimá fyrir, hvaS sem hæft kann í því aS vera eSur eigi. SAMEINUÐ ARABÍA SímaS er frá París þann 14. þ. m., aS Bretar séu aS vinna aS því, aS sameina Arabíu. Hefir þaS oft kom- iS til mála áSur, aS stofna “Banda- ríki Arabíu,” þótt eigi hafi orSiS af framkvæmdum. Úr borg og bygð Miss Beatrice Gislason kenslu- kona frá Vancouver, sem dvaliS !:ef. ir héy í borg því nær þriggja vikna tíma, lagSi af staS heimleiSis í dag. AlþingishátíSar-kantata Jóns tón. skálds FriSfinnssonar, verSur sung- in í Fyrstu lútersku kirkju þann 6. maí næstkomandi. Hafa æfingar aS sögn gengiS hiS bezta. Frá til- högun allri verSur nánar skýrt síS- ar. Mr. Jón Pálmason frá Keewatin, Ont., sem dvaliS hefir hér í borg- inni síSan fyrir jól hjá syni sínum og tengdadóttur, Mr. og Mrs. H. J. Pálmason, leggur af staS heimleiSis næstkomandi sunnudag. SS Á bak við tjöldin 3K Hve margt er það som oss boðskap ber um birtuna og máttarvöldin 0g þrumar í eyra þér og mér úr þögninni — á bak við tjöldin. En þeim er blindni og blekking vís, sem brestur þor til að fljúga,— sem frosnir liggja við efans ís og yfirborðinu trúa. Og lífið verður svo tómlegt tál og tilverumyndafjöldinn í augum þeirra er einfalt mál 0g ekkert — á bak við tjöldin! En alt af minkar sá heimski her, sem hræddur er við að fljúga og við þá skynvillu skemtir sér á skilningarvitin að trúa. Hve oft vor þekking sinn þröskuld fann ? Það eru syndagjöldin. * En ekki grunar neinn menskan mann, hve margt er — á bak við tjöldin! Grétar Fells. Nýja Dagblaðið í Reykjavík flyt- ur þann 14. marz siðastliðinn mynd og hlýleg ummæli um séra Stefán Björnsson prófast á Hólmum í Reyðarfirði, og fyrrum ritstjóra Lögbergs, í tilefni af sextugsafmæli hans. Mr. Carl Thorkelsson skólastjóri frá Morden, hefir dvalið í borginni um páskaleytið. Mr. Guðjón H. Hjaltalín, skó- smíðameistari frá Vancouver, kom til borgarinnar á skírdag og dvelur hér um þriggja vikna tima. Dvelur hann á sínu gamla heimili hér, að 636 Toronto Street. Mr. Hjaltalín á hér fjölda vina, sem gleðjast yfir því að hitta hann á ný. Þær Mrs. Dorothy Anderson og Maria Bjarnason frá Árborg, sem dvalið hafa í borginni siðan á föstu- dag, héldu heimleiðis á þriðjudags- kvöldið. Mr. Wilhelm Kristjánsson skóla. stjóri frá Manitou, Man., var stadd- ur í borginni á þriðjudaginn. Mrs. Carl Kernested frá Oak View, Man., hefir dvalið i borginni um hríð ásamt Leonard syni sinum. Mr. Chris. Jónasson frá Dafoe, Sask., sem dvalið hefir i borginni siðastliðinn hálfan mánuð, hélt heimleiðis i byrjun yfirstandandi viku. Mr. Pétur Anderson, kornkaup- maður, kom sunnan frá Florida á laugardagskvöldið, ásamt Helen dóttur sinni og Miss Magnússon frá Selkirk. Fólk þetta hefir dvalið syðra nokkuð á þriðja mánuð. Úr íslandsför kom síðastliðið laugardagskvöld, Dr. Jóhannes P. Pálsson, rithöfundur, ásamt frú sinni og tengdasystur, Miss Dóru Peterson, hjúkrunarkonu. í för með þeim hingað var Miss Sigriður Guðmundsdóttir, systir Mrs. Guð- rúnar Magnússon í Víðir. Dr. Páls- son fór norður til Riverton á mánu. daginn í heimsókn til ættingja og vina. ISLENDINGASAMKOMA 1 GRAND FORKS Islendingar í Grand Forks, N.D., halda árlega skemtisamkomu sína laugardagskvöldið 25. apríl í kenslu- sal sunnudagsskóla United Lutheran Church ; hefst hún kl. 8. Til skemtunar verður erindi um ísland með myndasýningu; söngur, hljóðfærasláttur og upplestur. Að lokinni skemtiskrá verða veitingar framreiddar, meðal annars góðmetis ýmsir uppáhaldsréttir íslenzkir. Utanbæjar fslendingar sem stadd- ir kunna að vera í Grand Forks þann dag, eru velkomnir; eins væri Grand Forks íslendingum kærkom- ið, að sjá þar einhverja af löndum þeirra úr Dakota-bygðunum ís- lenzku. .Richard Beck, form. undirbúningsnefndar. Mrs. J. K. Jónasson frá Vogar, Man.. hefir dvalið í borginni undan. farandi i gistívináttu sonar síns og tengdadóttur, Mr. og Mrs. G. F. Jónasson. Mr. J. J. Thorvarðson, fyrrum kaupmaður fór norður til Gimli á skírdag og dvaldi þar fram á þriðju- dagsmorgun. Mr. J. T. Thorson, K.C., þing maður Selkirk kjördæmis, dvelur hér í borginni yfir þinghléið. Fer- hann austur til Ottawa i vikulokin.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.