Lögberg - 16.04.1936, Side 4
4
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 16. APRIL- 1936
Hogterg
GeflS út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRES8 LIMITED
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba.
Utanúskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Verö $3.00 um driö—Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The Columbia
Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba.
PHONE 86 327
Fjaðrafok
i.
Hingað kom á skírdag Sigurður lögfræð-
ingur Jónasson- erindreki stjórnarinnar á ls-
landi; var hann að kvnna sér markaðsskilvrði
fyrir íslenzkar afurðir í Ameríku, og þá eink-
um og sérílagi fyrir blessaðan þorskinn, sem
er megin útflutningsvara íslenzku þjóðarinn-
ar; mun gild ástæða til að ætla, að för Sigurð-
ar leiði til giftuvænlegs árangurs; enda er
hann óvenju gerhugall maður og fylginn sér.
Sigurður Jónasson kom hingað snöggvast
árið 1933; átti faöir hans, Jónas Jónasson
mjólkursali, þá heima hér í borginni, sem og
föðursj’stir hans, frú Sigríður Jóhannsson,
sem nú er látin; var Sigurðar þá að nokkru
minst hér í blaðinu, svo hann er Islendingum
vestan hafs þegar að nokkru kunnur. Sig-
urður komst til menta svo að segja af eigin
ramleik; lauk hann stúdentsprófi sínu sem og
lagaprófi við háskólann, með hinum ágætasta
vitnisburði; stundaði hann málafærslu um
liríð í Reykjavík, en hvarf brátt frá því og
fór að gefa sig að stórfyrirtækjum viðskifta-
lífsins. Er hann um þessar mundir fram-
kvæmdarstjóri við tóbaks einkasölu hins ís-
lenzka ríkis, eigandi og framkvæmdarstjóri
raftækjaverzlunar Islands> auk þess sem hann
er við fjölda annara fyrirtækja riðinn; kom
hann meðal annars mjög við sögu undirbún-
ingsins að virkjun Sogsins; mun það nokkurn
veginn almælt að Sigurður sé einna mestur at-
hafnamaður, sem nú er uppi með íslenzku
þjóðinni.—
Á laugardaginn var Sigurði haldið sam-
sæti á Fort Garry hótelinu að tilhlutan Þjóð-
ræknisfélagsins; voru þar saman komnir því
sem næst fimm tugir manna. Forseti Þjóð-
ræknisfélagsins, Dr. Rognvaldur Pétursson,
skipaði forsæti og flutti allítarlega inngangs-
tölu. Auk hans tóku til máls séra Rúnólfur
Marteinsson, Dr. B. J. Brandson, Hjálmar A.
Bergman, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, J. T.
Thorson, þingmaður, H. M. Hannesson, fyrr-
um þingmaður, Ásmundur P. Jóhannsson>
Jón J. Bíldfell Stefán Einarsson ritstjóri og
Einar P. Jónsson, ritstjóri þessa blaðs. Heið-
ursgesturinn þakkaði góðvild þá hina miklu
í sinn garð, sem og jafnframt í garð hinnar
íslenzku þjóðar, er samsætið bæri svo augljóst
vitni um; flutti hann mál sitt einkar skipu-
lega; vék hann meÖal annars nokkrum orÖum
að ýmissum tilraunum þjóðarinnar til við-
náms kreppunni, vinslu byggingarefnis, svo
sem steinlíms og nauðsynlegs áburðar við
ræktun landsins. Það var hressandi að hlusta
á SigurÖ; það er ávalt hressandi að hlusta á
jafn bjartsýna tápmenn sem hann er; bjart-
sýna á lífið og framtíðina, þrátt fyrir hina
mannsköpuðu kreppu.
Sigurður Jónasson kom hingað loftleiðis
og lagði af stað fljúgandi aftur síðari hluta
páskadagsins.
Margir kunna vafalaust þessa undur-
fallegu vísu Þorsteins Erlingssonar, — og
góð vísa er sjaldan of oft kveÖin:
“Þegar flýgur fram á sjá
fagra vorið bráðum,
margar kveðjur ísland á
undir vængjum báðum.
Sigurður var beÖinn fyrir rnargar kveðj-
ur til Islands — undir vængjum báðum.
Tíma þann, er Sigurður dvaldi hér í borg>
var hann gestur Ásmundar P. Jóhannssonar.
n.
Guðsþjónustugerðin í Fyrstu lútersku
kirkju á föstudagskvöldið langa, var tilkomu-
mikil og áhrifarík. Söngflokkur safnaðarins
söng þar hina undurfögru helgi-kantötu
Stainers undir leiðsögn Mr. Paul Bardal
Það er ekki síður íhyglisvert á sviði sönglist-
arinnar en á öðrum sviðum, hve miklu má til
vegar koma, þar sem samvinna er góð og allir
leggjast á eitt. Þarna söng stór flokkur
manna og kvenna, er leggja varð á sig í hjá-
verkum við daglega önn, umsvifamiklar æf-
ingar; er slíkt sjaklan þakkaÖ að makleikum-
En mestu máli skiftir þó að sjálfsögðu það,
hve vel tókst yfirleitt til um sönginn; sum-
staðar beinlínis ágætlega; þó einkum í sam-
hljóman hinna veikari tóna. Einsöngvarnir,
sem og tvísöngvar þeirra frú Sigríðar og
Bardals, létu vel í eyra; einkum var tótimagn
frýarinnar þó venju fremur sérkennilegt. Yel
sé þessu söngfólki öllu fyrir það, hvað það
hefir á sig lagt í þágu söngmenningarinnar
meðal fólks vors hér í borginni!
III.
Síðastliðið föstudagskvöld var haldið á
Royal Alexandra hótelinu hér í borginni,
virðulegt samsæti í tilefni af sjötugsafmæli
Johns W. Dáfqie- aðalritstjóra dagblaðsins
Winnipeg Free Press; var þar saman komið
um þrjú hundruð manns. Mr. Dafoe er alment
talinn einn hinn snjallasti og áhrifamesti
blaðamaður canadisku þjóöarinnar, og jafn-
vel þó víðar væri leitað; er hann djúphyggju-
maður mikill, rökvís, gagnorÖur og flestum
mönnum -fremri að stílþrótti. 1 símskeyti
sem heiðursgestinum barst í samsætinu frá
landsstjóranum í Canada, er þannig komist
að orði, að Mr. Dafoe sé alveg vafalaust glæsi-
legasti blaðamaður, sem nú sé uppi á megin-
landi Norður-Ameríku. — Mr. Dafoe ber ald-
urinn vel; er hann hetjulegur ásýndum, og
gunnreifur sem ungur skilmingamaður. Hef-
ir hánn, eins og þar stendur> “marga hildi
háð” og hirt lítt um skeinur. Um hann hefir
lengi staðið styr mikill svo sem venja er til
um þá menn, sem eitthvað verulegt er spunniÖ
í og ganga djarft til víga.
MacKenzie King
MAÐURINN OG AFREKSVERK HANS.
Eftir John Lewis.
aði það bágstöddu fólki á Frakk-
landi, Póllandi, Serbíu og Armeníu.
Það lagði fram miljónir dala handa
Rauðakrossinum og Kristilegu fé-
lagi ungra manna — og leit eftir
heilsu og lækningu særðra og
sjúkra. — (Framh.)
Ingólfs minni
(Sextugsessa)
Blánar fyrir f jöllum,
Fyrir heiða-dal.
För í “Fnjóskadal”
Fýsir — minna-val —
Dreng á Víðivöllum
Vann í skapaþátt
Heiði vitt og hátt
Hörpuslátt.
Bygð af “Fríðubungu”
Brosir sjónum við.
Yrnur óðmál við
Eyra, — vorboðið.
Orlof er í Tungu
Eril-muna stytt.
Hugalt fyrir hitt
Heima, — sitt.
Ungir dáðu ungan
Ingólf Bjarnarson.
—Gróðri vaxtarvos
(Sig. Júl. Jóhannesson þýddi)
Verkfallið á Grand Trunk járnbrautinni
leiddi ]>að í ljós betur en flest annað, hversu
sanngjarn King var í garð verkalýÖsins.
Alls konar misfellur voru á járnbrauta-
málunum í Canada sérstaklega að því er kjör
verkamanna snerti. Árið 1910 var reynt að
sníða þetta meira en verið hafði eftir því sem
átti sér stað í Bandaríkjunum. Tókst það
nokkurn veginn með C.P.R. félagið> en miður
þegar farið var að semja við Grand Trunk.
C.P R. borgaði mönnunum ákveðiÖ kaup fyr-
ir míluna, en á Grand Trunk brautinni var
þeim borgað ákveðið kaup fyrir daginn, og
var kaup þeirra lægra en hinna.
í sambandi við þetta gerðu mennirnir verk-
fall sem stóð yfir í fjórtán daga og olli alls
konar óþægindum> eins og nærri má geta-
King gerði sitt ítrasta til þess að koma á
sanngjörnum sáttum og tókst það að lokum.
Eitt af^skilyrðum sættanna var það að allir
verkfallsmennirnir, sem ekki hefðu orðið sek-
ir um nein ofbeldisverk fengju aftur sömu
stöðu sem þeir höfðu haft áður. Var það
miklum erfiðleikum bundið síÖar að fá þessu
atriði framgengt. Grand Trunk félagið stóð
að vísu við það að veita mönnunum aftur
sömu stöðu, en neitaði með öllu að láta nokk-
urn verkfallsmann njóta eftirlaunahlunn-
inda.
Crothers, sem var verkamálaráðherra í
Borden-stjórninni, reyndi að leiÖrétta þetta,
en tókst það ekki. Þegar Mr. King komst aft-
ur á þing sem leiðtogi andstæÖinga stjómar-
innar var það eitt af hans fyrstu verkum að
bera fram tillögu um að neyða Grand Trunk
félagið til þess að viðurkenna eftirlaunarétt
þessara manna; en þá var stjómin að kaupa
Grand Trunk félagiÖ. Þessi tillaga var þó
feld.
En þegar King varð forsætisráðherra í
Canada valdi hann James Murdock, fyrir
verkamálaráðherra; en hann var varafor-
maður jámbrautarþjónafélagsins og hafði
verið talsmaður þeirra þegar verkfallið stóð
yfir. Réði nú King þessu máli þannig til lykta
eftir tólf ára deilu að hvér einasti járnbraut-
arþjónn sem í verkfallinu tók þátt fékk eftir-
laun frá þeim tíma sem hann hafði átt að fá
þau, hefði ekert verkfall átt sér stað. Þar sem
mennirnir voru dánir fengu ekkjur þeirra eða
erfingjar eftirlaunin.
Árið 1911 fóru fram sambandskosning-
ar, og voru þær einungis háðar um gagn-
skiftasamningana við Bandaríkin. Laurier-
stjórnin féll og beið sérstaklega mikinn ósig-
ur í Ontario. Mr. King féll í North Waterloo
við þessar kosningar.
FIMTI KAFLI
lðnaður og mannúð.
Þótt King ætti nú ekki lengur sæti á
þingi- tók hann öflugan þátt í canadiskum
stjómmálum og ekki sízt í verkamannamál-
um; þar hélt hann áfram að vera nýtur liðs-
maður.
Frá 1911 til 1914 var hann aðalmaðurinn
i upplýsingarstofu frjálslyndra manna í Ot-
tawa; ritstjóri tímaritsins “Liberal Month
ly” og formaður umbótafélagsins í Ontario.
Snemma á árinu 1914 gerðist hann starfs-
maður rannsóknardeildarinnar við Rockefel-
ler stofnunina. Eru þær rannsóknir aðallega
í því fólgnar að kynna sér mannfélagsmál og
bæta þau þar sem óbótavant finst. Á stríðs-
tímunum var það fyrsta félagið í Bandaríkj-
unum til þess að hjálpa Belgíufólkinu í nauð-
um þess, bæði með því að senda því föt og
fæði og ýmsa aðra aðstoÖ. Sömuleiðis hjálp-
Veitir móðir son.
Festi Fjósatungan
Fang á ráði hans
Sem og hagur hans
Heima-lands.
íturvaxinn var hann,
Vel um annað flest.
Fyrir granna, gest
Greiddi manna bezt.
Anda og efni bar hann
Óljúgvætt í senn
Höfði ofar en
Aðrir menn.
Iþrótt bezta búning
Bar á valinn hann.
Nærtæk náttúran
Nægtir spann í hann.
Sstóð’ ’onum fáir snúning.
Slyngt um fótatak
Ýta undir rak
Aftur-á-bak.
Fýstur fyrri daga
Frelsi, saga hljóð
Benti. Braga-ljóð
Brýndu raga þjóð
Undan dönskum aga.—
Illa dönum brá
Við uppvakning þá,
Valda-þrá.
Þá á þjóðarmála
Þusti valið lið.
Eins var ákosið,
Ingólfs nyti við.
Færi flatt um mála —
Flutning rétt og sann.
Brögðum bæri hann
Baunverjann!
“Framsókn” fúsum mætti
Fylgdi. Stjórn og þing
Sæmdi sjóðveiting,
Suður-Þingeying.
Stærðist — höfðingshætti —
Hlutur kjósandans
Fyrir forsvar “mans”
Fulltrúans.
Honum bræðra blæddi
Biðlund tekjurýr;—
Bygði — skilningsskýr—
Skóla, vegu, brýr.
Sömu góðvild græddi
Grýtu og hugarfar,
Manndóms merkið bar
Menningar.
Þjóð mín, þú sem nýtur
Þessa, — fordæmið
Tengdu trygðir við.
Taki niðjar við
Þar sem áa þrýtur;
Þá mun ára vel,
Baldurs heimt frá Hel
Heiðahvel.
Heilu aki eyki
Aldurs langt um skeið,
—Eins og Ásareið
Ökuleið sé greið.
Elli loftmjöðm leiki
Likur jarðarbur —
Efldur, ágætur,
Ingólfur!
18.-2.-1935.
Armann Björnsson,
(frá Víðivöllum).
*)Ingólfur Bjarnarson bóndi að
þ'jjósatungu í Fnjóskadal, þingm.
Suður-Þingeyinga 1822-32?, gagn- '
í stórsjó og lognsævi
Öryggi gegn misvindi breyting-
anna, er að finna í sparisjóðs-
deild Royal bankans. Þar býðst
yður örugg höfn þangað til
veðrinu slotar.
ROYAL BANK
O F C A N A D A
sóknarlaust hin síðari árin, að því er
fréttir herma mér að heiman. Fleiri
trúnaðarstöður hefir hann með
höndum haft. Var barnakennari,
sýsluskrifari, kaupfélagsstjóri o. fl.
og í hvatvetna reynst hinn, ágætasti
drengur.—A. B.
Alþýðublaðið í Reykjavík er beð-
ið að endurprenta þetta kvæði.
Ritstj.
Utan úr sveit
Það er ekki margt á spjöldum við.
burðanna, sem allir segja eitt og
sama um, en nú kemur þó öllum
saman um það, að veturinn sé orð-
inn langur og strangur, siðan fyrir
veturnætur í haust að snjór féll hér
á jörð. Lengi var þó veturinn meira
ónærgætinn, spar á sólskinið, þrút-
inn og kólgaður, heldur en hvað
hann var harður i horn að taka. Það
‘var ekki fyr en á tímabilinu frá 20.
jan. til 20. febr., að hann fór að hóta
öllu illu. Þvílíkur gauragangur.
Allan þennan tíma hafði eg aldrei
frétt af minna frosti en 30 gr. neðan
við zero, fyrst á morgnana mjög oft
um og yfir 40 gr. og nokkrum sinn-
um fast að og fullar 50 gráður, til
að byrja daginn með. Þessu við-
móti höfum við nú vanist hér áður,
3 og 4 daga í senn, en slíkt úthald í
heilan mánuð, er dæmalaust, og var
það ekki sanngjarnt, að eg hélt að
veturinn væri að ljúka sér af, og
sumarið kæmi með marzmánuði. En
þá fór nú öðruvísi. Hann hafði í
bræði sinni gleymt að snjóa nógu
mikið, og þurfti því að eyða marz
í það að dusta af sér snjóinn. Og
svo er þá kominn apríl, og enginn
Islendingur óskar þess, að það batni
tíðin um pálmasunnudags helgina
og taki svo aftur til á páskunum;
samanber gamla máltækið : “Sjaldan
er sama veÖur á pálma og páskum.”
Afleiðingarnar af þessari þrákelkni
tíðarfarsins eru öllum skiljanlegar,
nokkurn veginn alment fóðurleysi,
nema hvað aumingja skepnurnar, er
draga fram lífið á ryðguðu hveiti-
strái, en þá þarf vorblíðan að taka
mjúkum höndum á þeim, ef vel á að
fara. Á þessu ástandi grundvallast
þá framtiðardraumar bændaflokks-
ins þetta vorið. Hinsvegar ganga
þeir þó ekki líkamlega ólúnir til
hvílu á kvöldin en eg hefi ekkert
heyrt um það, hvenær fríið þeirra
byrjar.
En svo er það annað og lítið þægi-
Iegra hugdirfðarefni bændanna, að
svo dó uppskeruvonin ung og
þroskalaus næstliðið sumar, að ekki
nema einstöku maður hefir útsæði
til að byrja með þetta komandi sum-
ar. Að vísu nóg hveitirusl til í korn.
hlöður bæjanna, en ekkert til að
kaupa það með, fyrir þá, sem lítils
nutu næstliðið haust. En svo vitum
við nú alt um það af blöðunum, þeg-
ar snjórinn er farinn og þjónar auð-
valdsins eru búnir að renna þvert og
endilangt yfir landið, og skýra frá
hvað margar miljónir mæla að upp-
skeran verður næsta haust. Eg veit
ekki hvert rétt er að kalla þetta
hörmungasögu, það er aðeins árlegt
viðfangsefni bændanna í dálítið ann-
ari mynd, en algengast er, og þó öllu
hinu bærilegra, af því við vitum, að
náttúran með sín ísköldu él kemur
seinna með blíðuna og meinar alt
vel, eins og skáldið sagði, en enda-
lausar hugraunir af manna og
stjórnar völdum koma líka við hjá
bændunum.
Einu sinni var alþýða manna svo
mentunarlaus, að hún bölvaði
flokkadrættinum, en stjórnaðist af
skilningi, hélt upp á hæfileikamenn
og fylgdi þeim að málum. Nú er
öldin önnur, mentunin orðin svo
tnikil, að allir ættu að réttu lagi að
hafa laun fyrir þekkingu sína úr
opinberum sjóði og fullorðnir synir
neita foreldrum sínum að gera fjós.
verk. Þá væri sinu nær og sóman-
um samkvæmara, að fara á gustuka-
stofnanirnar í stórbæjunum, og lifa
þar við stöðugt veizluhald, með dýra
músík og dansleiki á nóttum. I harð.
indunum komast bændur ekki yfir
heimilisverk sín, nema að fá bjálp.
Þá verður þeim ósjálfrátt fyrst fyr-
ir að spyrja eftir verkamönnum á
gustukahælunum, en það er eins :>g
piltana þar langi ekkert út í snjó’nn
og kuldann. Þeir vilja helzt ekki
vinna nema 6 tíma á dag. Bóndinn
klórar sér á bak við eyrað, segir það
líði 12 tímar á milli mjalta, og allan
þann tima sé verið að þjóna skepn-
unum, að frádregnum miðdagstíma.
Ef þessir verkamenn lenda út i
sveit, eins og til reynslu, þá eru
margir þeirra hortugir, hafa út á alt
að setja; þeir eru sumir hverjir út-
skrifaðir úr ellefta bekk, og sjá
strax að heimilinu er skakkt stjórn-
að, utan húss og innan, og vilja hafa
alt eftir sínu höfði. Bændurnir
neyðast til að láta slíka menn frá
sqr fara. Þeir kasta ekki skuldinni
á þessa ráðviltu aumingja, en segja
við sjálfa sig: “Grísir gjalda, en
gömul svin valda.” Öllum kom sam-
an um það, að menta þyrfti alþýð-
una, en svo var það drifið úr hófi,
börnin höfð inni í skólum 10 mánuði
af ári hverju, og þar með vanrækt
að kenna þeim verklega eftirlöngun
og þekkingu til nauðsynlegs sjálf-
stæðis í lífinu. Og þar fyrir utan
eru þau tekin úr nærgætnum faðmi
kærleiksríkra foreldra, og afhent
skólunum til uppeldis, þó kennarinn
sé viðahvar lífsreynslulaus ungling-
ur, þó hann hafi náð tilætluðu
mentastigi. Bændurnir spyrja sjálfa
sig: Hver framleiðir í launasjóð