Lögberg - 16.04.1936, Blaðsíða 7

Lögberg - 16.04.1936, Blaðsíða 7
LÖGKBERG, FIMTUDAGINN 16. APBIL’ 1936 Mr. og Mrs. Árni og Isfold Olafsson og fjölskylda Brown, Man., Nokkur minningarorð eftir séra Pál Sigurðsson. Nýlega flutti útvarpiÖ fregn um átakanlegt slys í Brown, Man. Og í dag, 28. febr., barst mér þaÖan bréf með ýtarlegri frásögn af slys- inu, eftir glöggan og merkan bónda þar í bygÖ, J. S. Gillis aÖ nafni. Segir hann svo frá: “6. jan. þ. á., kl. 8 aÖ morgni, stóð reisulegt hús Árna Ólafssonar bónda á svipstundu í björtu báli. Heima voru hjónin og börnin þeirra f jögur af sjö. Ókleift var aÖ komast til dyra. Hlaupa þá börnin þrjú upp á loft og kasta sér ofan af svölum hússins, en hjónin komast við illan leik út um glugga með eitt barnið. SkaÖskemd flýr nú fjölskyldan út í fjós, því frost er úti. Fer þá drengurinn einn í skyndi, þó skað- brendur sé, ekki lítinn spöl til föður- bróður síns að færa honum fréttirn- ar. Bregður hann þá fljótt við og flytur fjölskylduna heim til sín. Samstundis er símað til læknis, sem kemur svo fljótt, sem auðið er, hjiikrar fjölskylunni og lætur flytja hana á sjúkrahús í Morden, um 16 enskar mílur þaðan. En samdæg- urs að kvöldi deyja hjónin af sárum sínum og barnið, sem með þeim komst út um glugga. Tvisýiít er þá um þrjú börnin, sem eftir eru, og tvö þeirra orðin blind. En 25. jan., þá er bréfiÖ er skrifað, hafa þau fengið sjónina aftur og eru talin úr allri hættu. Slys þetta vildi til með þeim hætti, að benzínbrúsi, fullur af benzini, hafði í ógáti verið skilinn eftir í eld. húsinu. Brúsinn sprakk og á svip- stundu stóð alt i björtu báli. Engu varð bjargað úr brunanum,” Svo átakanlegt er það slys, sem J. S. Gillis skýrir frá, líkt og þrumu úr heiðskýru lofti hafi slegið niður yfir íslendingabygðina i Brown, nið- ur í hóp fjölmargra vandainanna. skyldmanna og vina og lostið einn hinn prýðilegasta stólpa býgðarinn- ar. Árni Ólafsson var norðlenzkur að ætt, sonur Ólafs Árnasonar og Ragnheiðar Sigurðardóttur, er áttu bú við Eyjafjörð. Hann var ná- skyldur séra Valdimar Briem í móð. urætt sína, og á einnig ætt sína að rekja til Magtnúsar Sigurðssonar, bankastjóra, og þeirra systkina. Hann er fæddur 20. sept. 1879 og flyzst með foreldrum sínum vestur um haf 1887. Setjast þau að í N. Dak., en flytja til Brown, Man. 1899. 1906 kvæntist hann Isfold Jóseps- dóttur, fósturdóttur Sigurjóns Berg. vinssonar, greindar- og gæðamanns, sem lengi bjó i Brown-bygðinni. Hún var myndarkona, fædd 9. des. 1885, flyzt vestur 1900. og er hjá fósturforeldrum sínum unz hún gift- ist Árna. Barnið þeirra, sem dó, Anna að nafni, var tæpra 15 ára. Heimili þessara hjóna var i fremstu röð þar í bygð. Gaf þar að líta prýðilegt bú, reisulegar bygg- ingar og hóp efnilegra barna. Is- lendingabygðin við Brown á mörg- um góðum og dugandi yiönnum á að skipa, og þar á meðal 6 bræðrun. Árna, ágætum drengjum. En Árna mun þó bygðin ávalt minnast sem eins sinna beztu sona. Hann var frábær að atorku og dugnaði, kjark. urinn óbilandi og vildi hag og sóma bygðar sinnar í hvívetna. Hann á mikið og örðugt dagsverk að baki. Hann ruddi, ræktaði og prýddi landið ; lrann lét opinber rnál öll mik- ið til sín taka og átti lengi sæti i sveitarstjórn; hann mátti ekkert aumt sjá og var ávalt boðinn og bú- inn til hjálpar. Hann var gleðimað. ur, hispurslaus, kom til dyra eins og hann var klæddur, úrræðagóður og skjótur til ráða. Hann var mikils metinn, ekki aðeins meðal landa sinna, heldur og meðal innlendra. Og æfinlega mun eg minnast hans sem hins bjartsýna, hreinlynda og trygglynda manns. Brown-bygðin hefir orðið fátæk við hið sorglega fráfall þessara hjóna. Og er hugurinn staðnæmist í námunda við brunarústirnar fer um hann hrollur nístingssár. Eg get ekki minst þessara látnu. fyrverandi sóknarbarna minna svo, að eg ekki minnist þess um leið í hvilíkri þakkarskuld eg stend við fólkið í þessari bygð, eins og í öðr- um þeim bygðum, er eg þjónaði vestan hafs. Hvergi hefi eg mætt annari eins samúð og öðrum eins skilningi á öllu starfi okkar prest- anna eins og á meðal Vestur-íslend. inga. Og er þó ótalin öll sú góðvild, í orði og verki, sem eg átti æfinlega þar að mæta og ekki verður metin til verðs. Eg mun ávalt telja það mitt mesta happ og minn mesta gróða. að hafa lifað og starfað á meðal þessa fólks. Mér hefir ekki hlotnast önn. ur sæmd meiri. í slíkri þakkarskuld stend eg ekki sizt við Árna Ólafsson. Foreldrar hans, systkini hans, hann sjálfur og fjölskylda lians — alt þetta fc'ík hefir sýnt mér svo ómetanlega alúð og góðvild að seint mun yfir fyrn- ast. Er Vestur-íslendingar komu hingað heim 1930, voru jiau hjónin, Árni og ísfold, á meðal þeirra, sem tóku sér ferð á hendur til að heim- \ sækja mig. Og er eg fór vestur 1932, átti eg sömu vinsældunum að fagna á heimili þeirra. Eg á svo margar fagrar og hug- ljúfar minningar í sambandi við þessi látnu sóknarbörn mín og alt þeirra fólk, að eg harma sárt þann sorglega atburð> sem orðinn er. Hugheilar blessunaróskir mínar fylgja þeim út yfir gröf og dauða. Þrjú voru þau lögð í sömu gröf. Jarðarförin fór fram 14. jan. s.l. Mannfjöldi mikill var saman konv inn og fjöldi innlendra manna. Það voru alvöruþrungin augnablik. Átakanlegri jarðarför mun ekki bafa farið fram í íslendingabygð- inni við Brown. Ber margt til þess, en einkum þetta tvent: Hið átakan. lega slys og hinar miklu vinsældir þessara hjóna. Hinn sorglegi atburður mun seint úr minni líða ibúum bygðarinnar og minningin um þessi ágætu hjón lifa lengi eftir þeirra dag. En úr f jarlægð votta eg hjónum þessumí lífs og liðnum, aðdáun mína , virðingu og þakkir, og eftir- lifandi börnum þeirra, vandamönn- um og systkinum alúðarfylstu hlut- tekningu mína. Sjá, ljós er þar yfir. Bolungavík, 28. febr. 1936. Alþýðubl. 18. marz. Minning Verzlunarmentun Oumflýanleg nú á tímum! Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við- skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum sviðum. Þessvegna er verzlunanmentun blátt áfram óumflýjanleg. Bnda er nú svo komið, að verzlunar- skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu við skrifstofu- og verzlunarstörf. UNGIR I’ILTAR 0g UNGAR STÚLKUR, sem ætla sér að ganga á verz>lunarskóla (Business Oollege) í Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til dr júgra hagsmuna. Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið The Columbia Press Limited TORONTO og SARGENT, WINNIPEG >Q'---->OCr>Q<------->orrrr->o<--------------------------------vr><--->n<----------->r><---------->n< 1 >n<- Eins og getið var um í íslenzku blöðunum andaðist Mrs. Gróa Good- 1 man áð Lundar, Manitoba, mánu- ! . dagskveldið 23. f. m. Vinkona henn- 1 ar, sem hún hafði heimsótt það kveld fylgdi henni heim að húsdyr- um hennar; þar buðu þær hvor ann. j ari góða nótt, glaðar að vanda. Gróa sáluga gengur inn, en lokar ekki að vanda, gengur að borði, sem stóð við rúm hennar og ætlar að kveikja ljós, en það virðist sem j dauðinn hafi beðið hennar þar og sagt: Kveik þú ekki á þessu tímans I ljósi, því innan skamms mun þér skína bjartara ljós, sem aldrei mun dvína. Þá hefir hún hnigið niður \ örend. Næsta morgun fanst hún liðið lík við rúm sitt. Gróa sálunga var gædd mörgum góðum mannkostum; hún hélt sinni óbreyttu barnatrú, sem henni var innrætt við brjóst sinnar góðu móð- ur og hún hafði löngun til að hlúa að þeim andans frækornum eftir mætti,*enda báru þau frækorn ríku- legan ávöxt i mörgum greinum; hún var glaðlynd að eðlisfari og gerði tilraun til að kveikja ljós gleðinnar þar sern hún sá að sól gleðinnar var hulin skýjum sorgarinnar. Sjálf hafði hún lifað marga sólmyrkva gleðinnar í mismunandi myndum, en hún hafði oft og tíðum orðið fyr. ir þeirri hrifningu að með því að fela sig og sín lífskjör Guði á hend. ur þá breyttist sá sólmyrkvi í fagurt sólskin og það var hennar lífslöng- un, að vera þess megnug, að eftir- láta öðrum þá hugsjón. Gróa sáluga var sérlega barngóð; fyrir mörgum árum síðan tók hún til fósturs móð. urlaust barn af þeim, sem þessar lín- ur skrifar, og ól það upp fram undir fermingaraklur; hún auðsýndi þvi allan þann móðurkærleika og um- önnun sem það væri hennar eigið afkvæmi. Hún var gædd þeim eig- inlegleikum, að hún gat ekkert aurnt séð, hvort heldur það voru menn eða málleysingjar, án þess að rétta þeim kærleiksríka hönd sína; hún gat tekið bita frá munni sér og rétt þeim svanga; hún gat tekið flík af sjálfri sér og breitt yfir hinn klæð- litla. Hún lifði margar gleðistundir lífsins, því hún átti marga góða vini, en lífsleið hennar var þyrnum stráð en hún vissi á hvern hún trúði og fól sig Guði á hendur með hugsjón skáldsins: Ó, Drottinn Guð eg legg mitt líf í líknarhendur þínar, og treysti þinni hjálp og hlíf, þótt harðni raunir minar. Ó, faðir minn, í faðminn þinn eg flý, mér skjóls að leita; Þá hrygðin sker ó herra mér um hæli þar ei neita. Guð geymi mína kæru velgerða- konu. Ivar Jónasson. Blöðin úr bók lífsins Eftir Alexandru Vlahutsa ASGRIMUR JÓNSSON málctri er sextugur í dag. Hann er elztur allra núlifandi listmálara íslenzkra og einn liinn mesti snillingur. — Hann ann list sinni og sinnir lítt glaumi veraldar og öðrum hégóma. Hann er kröfuharður við sjálfan sig og hverjum manni vandvirkari. Hann hefir unnið mikið um dagana i þágu listarinnar og er alt af á vaxt_ arskeiði. Eru öll hin beztu málverk hans með ósviknu tignarmerki hárr. ar listar.—Vísir 4. niarz 1936. —“Herra eilífðarinnar! lát þú hjól tímans snúast með meiri hraða. —Gjör árin að dögum, og dagana að augnablikum.” . . . —“Herra eilífðarinnar! drag úr hraða tímans og hæg flótta hans. — Gjör augnablikin að dögum og dag- ana að árum.” . . . Þá reyndi herra tímans að þókn- ast mönnunum. Hann mælti við heilagan Pétur. (Dyravörðinn að forgörðum hinnar eilífu sæluý: “Þú veist, að jarðar- búar eru ætíð óánægðir með lífskjör sín. Þeir senda angurþrungin bæna- andvörp til mín, og bænir þeirra koma mér einatt í hinn mesta vanda. Rétt í þessu voru sumir að biðja um að eg hraðaði rás timans sem mest. En samtímis voru aðrir, sem báðu mig um að timinn yrði lengur að líða. Og til að þóknast mönnunum, hefi eg tekið þá ákvörðun að draga úr hraða tímans. En til að veita öll. um mönnum úrlausn nokkra, úthluta eg hverjum fyrir sig jafn-mörgum æfi-árum. Sém eftir tímatali mann. anna eru þúsund ár ; hlutað niður i mánuði, vikur, daga og stundir. Hverjum manni er í sjálfsvald sett, að ráðstafa þessum tíma eftir eigin geðþótta.” . . . Það var auðséð á Pétri, að hann skildi eigi gjörla hvað drottinn átti við, og hann brann í skinninu af forvitni. “Eg sé að þú skilur mig ekki!” Þá rétti drottinn honum bók eina mikla og mælti: “í bók þessari eru eins mörg blöð og dagar eru í þús- und árum. Á hverju blaði eru tutt. ugu og fjórar línur. — Það eru stundir sólarhringsins. Þær mást út og hverfa, likt og blöð trjánna, sem falla að haustinu, — klukkustund eftir klukkustund. Ekkert vald megnar að aftra því, eða getur breytt þessu lögmáli. Sérhverjum manni er í sjálfsvald sett að rífa burtu úr bókinni svo margar stundir, daga eða ár sem hann lystir. En til þess að af nokkru sé að taka, hefi eg gef- ið mönnunum þúsund ára æfi.” . . . “En kæri drottinn! Þá er æskan ekki lengur til, og barnið getur orðið öldungur um ár fram.” “Nei, Pétur- Eg hefi séð fyrir því á þann hátt að enginn, sem er yngri en átján ára, getur rifið blöðin iir lífsins bók.” Og meðan drottinn enn var að tala þetta, byrjuðu mennirnir að rífa blöðin úr bókinni; hratt og óaflátan- lega. Þau þyrluðust brott sem fyr- ir ofurmagni storm-viðris. Heil öld, eftir voru tímatali, er sem ódeilisögn úr eilífðinni. “Eg veit að þér muni detta í hug, að mennirnir verði ófarsælir þegar fer að þrengjast um þá á jörðinni. Hirt þú ekki um það, til er staður sem mun rúma þá. — Far þú að sinna störfum þínum! — Og Pétur gerði sem drottinn bauð honum. * # # Fangelsin, hermannaskálarnir, sjúkrahúsin, götur og íbúðarhús,— alt var þakið blöðum. sem rifin höfðu verið úr bók lífsins. Æðis- gengi kend hafði gripið mennina, til að hraða rás tímans sem mest. . . . Þorstinn og þráin eftir þvi ó- kunna; hin eirðarlausa leit manns- andans eftir fullkomnri hamingju, var hinn töfrandi draumur, sem: gagntók hugann. — Vissan um þús- und ára æfi knúði æ með sterkara afli. — “Hraðar, hraðar!” sögðu allar tungur. # # # Laðandi seið-vera brosti og lokk- aði mennin; þeir þustu allir á eftir henni, tevgðu út hendurnar, og bjuggust til að höndla hana. “Haf dvöl hjá oss aðdáunarverða vættur! Lit í miskunn þinni til vor og lina þjáningar vorar.” Þannig andvörpuðu mennirnir hver í kapp við annan. En þegar hann staldraði við, fer óviðfeldinn hrollur um mennina. Hann kyssir þá með köldum vörun. um á ennið, og sefar þjáningar þeirra. — Því þessi lokkandi seið- vera, sem mennirnir dásama svo mjög — er dauðinn. -Það er knúið á hlið Paradísar. “Eg er orðin þreytt á þvi, að rífa blöðin úr bók lifsins; vindurinn hef- ir feykt þeim í ýmsar áttir.” “Eg er eilíf og óþrjótandi.” —“Ljúk þú hliðum Paradísar upp fyrir mér, heilagi Pétur-” —“Hver ert þú?” —“Eg er óþolinmæðin.” Steinn K. Steindórsson þýddi. ♦ Borgið LÖGBEFG! GEFINS Blóma og matjurta frœ ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ- INU, EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ASKRIFTAR- GJALD FYRIRFRAM. Fræið er nákvœmlega rannsakað og áhyrgst að öllu leyti TAKIÐ ÞESSU KOSTABOÐI! Hver gamall kaupandi, sem borgar blaöið fyrirfram, ?3.00 áskrift- argjald til 1. janúar 1937, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum, 1., 2. og 3 (I hverju safni eru ótal tegundir af fræi eins og auglýsingin ber með sér). Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4 þar að auki. , Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auki. Allir pakkar sendir móttakanda að kostnaðarlausu. No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets BEETS, Detroit Dark Red. The best all rou.id Beet. Sufficient seed for 20 feet öf row. CABBAGE, Enkhuizen. Good all round variety. Packet will grow 1,000 lbs. of cabbage. CAJFtROTS, Half Ixmg Chantenay. The best all round Carrot. Enough seed for 40 to 50 feet of row. CCCCMBER, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to any meal. This packet will sow 10 to 12 hills. LETTCCE, Grand Rapids. Loose Leaf variety. Cool, crisp, green lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row. LETTCCE, Hanson, Head. Ready after the Leaf Lettuce. ONIOX, Yellow Giobe Danvers. A splendid winter keeper. ONION, White Portugal. A popular white onion for cooking or pickles. Packet will sow 15 to 20 feet of drill. PARSNIP, Iíalf Txmg Guernsey. Sufficient to sow 40 to 50 feet of drill. PCMPKIN, Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills. RADISH, French Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety. This packet will sow 25 to 30 feet of drill. TOMATO, Earliana. The standard early variety. This packet will produce 75 to 100 plants. TCRNIP, White Summer Table. Early, quick-growing. Packet will sow 25 to 30 feet of drill. FLOWER GARDEN, Surprise Flower Mixture. Easily grown annual flowers blended for a succession of bloom. SPAGHETTI, Malahar Melon or Angel’s Halr. Boil and cut off the top and the edible contents resemble spaghetti. No. 2 COLLECTION SPENCER SWEET PEA COLLECTION 8—NEW BEACTIFCL SHADES—8 Regular full size packets. Best and newest shades in respective color class.' A worth-while saving buying two. See regular Sweet Pea List also. SEXTI7T QCEEN. Pure White. GEO. SHAWYKR. Orange Pink. Five and six blooms on a stem. WELCOME. DazDzling Scarlet. WHAT JOY. A Delightful Cream. MRS. A. SEARLES. Rich Pink BEACTY. Blush Pink. shading Orient Red. SMILES. Salmon Shrimp Pink. RED BOY. Rich Crimson. No. 3 COLLECTION—Flowers, 15 Packets EDGING BORDER MIXTCKE. MATHIOIA. Evening scented ASTERS, Queen of the Market, stocks. the earliest MIGNONETTE. Well balanced BACHETíOR S BCTTON. Many mixtured of the ola favorlte. CALENDCLa: New Art Shades. NASTCRTICM. Dwarf Tom CALIFORNIA POPPY. New Thumb. You can never have Prize Hybrids. to° many Nasturtiums. CLARKIA. Novelty Mixture. PETCNIA. Choice Mixed Hy- CLIMBERS. Flowering climb- brids. ing vines mixed. POPPY. Shlrley. Delicate New COSMOS. New ‘Early Crowned Art Shades. and Crested. EVERLASTINGS. Newest shades ZINNIA. Giant Dahlia Flowered. mixea Newest Shades. No. 4—ROOT CROP COLLECTION Note The Ten Big Oversize Packets BEETS. Half Txmg Blood (Large PARSNIPS. Early Short Round Packet) (Large Packet) CABBAGE, Enkhnizen (Large RADISII. .. .Fronch ... Breakfast Packetl (Large Packet) ™ TCRNIP, Purple Top Strap CARROT, Chantenay Half Long Tj0nf. (LarR6 Packet). The (Large Packet) early white summer table ONION, Yellow Globe Danvers, turnip. (Large Packet) TCRNlP, Swede Canadian Gem LETTCCE, Grand Raplds. This (Large Packet) j packet will sow 20 to 25 feet ONION, White Piekling (Large of row. Packet) Sendið áskriftargjald yðar í dag (Notið þennan seðil) To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man. Sendi hér með $........sem ( ) ára áskriftar- gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst frítt söfnin Nos.: Nafn ................................................ Heimilisfang ........................................ Fylki ................................................ \

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.