Lögberg - 16.04.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.04.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGKBERG, FIMTÖDAGINN 16. APRIL. 1936 Mannorðsdómur Eftir Johanne Vogt. “Þá er það annaðhvort nærvera mín eða ungfrú Kirkner, sem orsakar það,” sagði Frich, “og þar eð eg er gamall jólagestur hér, sem enginn grunar þá hljótið þér að valda þessu ungfrú Kirkner. ” Ella opnaði varimar, en lokaði þeim aft- ur. “Ætli það,” sagði Viktor. “An þess að smjaðra fyrir þér, Frich, held eg að í þér búi talsvert af ilsku Loka, en saltið, sem hann kryddaði atliugasemdir sínar með, er þér ekki gefið. Að guðirnir þoldu Loka í nær- veru sinni átti hann því að þakka, að hanu kom aldrei með ásakanir eða birtyrði til þeirra. ” “Svei, hvað þú ert meinyrtur, Viktor, ” sagði Petra. “Frich er svo skemtilegur, að okkur ungu stúlkunum liggur við að springa að hlátri þegar hann er að tala.” “Þökk fyrir vörn yðar, ungfrú Petra. Þér eruð gyðja réttlætisins sem haldið meta- skálinni í jafnvægi.” “Matur er á borð borinn,” sagði Petra. “Veitist mér sá heiður, hr. kennari?” Þau gengu inn samhliða. Elín gekk á eftir þeim. Viktor stfjð vfið stólinn hennar, dró hann fram undan borðinu og settist svo við hlið hennar. Eftir dagverðinn fór Elín upp í herbergi sitt, opnaði bréfið, tók úr því umslagið merkt 0—O og lét það ofan í koffortið sitt. Svo settist hún og las bréfið, nokkur ástrík orð og síðast tilboð um að taka þátt í danssamkomu. Hvíti silkikjóllinn hennar var hjá saumakon- unni. Skóna yrði hún sjálf að sjá um. “E!g vona þú komir í næstu viku. Þú er hjarta- ræningi og mamma sérgóð.” “Kæra mamma,” tautaði Ella, “ef þú vissir hve svívirðilegri ásókn eg verð að mæta liér. En huglaus er eg ekki — það skal eg sýna.” Hana svfjaði. Útiveran og áreynslan höfðu þreytt taugar hennar. Loks blundaði hún. Ofurlítið skrjáf í pappír og niðurbældur hlátur vakti hana til fullrar meðvitundar Hún þau á fætur og sá í annað sinn bréfið sitt í höndum Frichs. Hún hopaði á hæl, en á sama augnabliki komu Petra og John þjótandi inn um opnar dyrnar. “Það var veðmál, Ella, og Frich hefir tapað kampavínsflösku. Við sátum öll á horn-legubekknum hálfsofandi, þá segir Frich: “Nú situr ungfrú Kirkner uppi og les handritin sín.” “Ó, hún er löngu sofnuð yfir þeim, hún gat naumast varist svefni við borðið,” sagði Viktor. “Bigum við að veðja,” sagði Frich.” Eigum við að veðja um það, að hún sefur eins rólega og barn?” segir Viktor. “Svo átti eg að útkljá málið, en Frich vildi ekki trúa mér fyrir því. Svo hlupum við öll upp, enda þótt Viktor bannaði Frich að fara inn í herbergi þitt. Viktor gat rétt til — þú svafst. ” Ella var sezt. Þetta var um of, að koma henni á óvart í hennar eigin herbergi. Og svo þessi Petra, sem ekkert skildi og áleit alt spaug levfilegt — ef það var spaug------” “Viljið þið nú ekki fara ofan á meðan eg laga hárið mitt,” sagði Elín róleg, “hér er ekki fleira að uppgötva.” Frich og John fóru strax. Petra stóð líka upp dálítið skömmustuleg. “Þú kemur svo líka Ella og verður ekki óánægjuleg. Kaff- ið var borið inn þegar við gengum upp.” Þegar þau voru farin, gætti Ella að því hvort mögulegt væri að læsa hurðinni, og þeg- ar hiin fann að það mátti, varð hún glöð. “ó, þessi viðbjóðslegi maður, eg skal ljósta npp um hann áður en eg fer. ” Svo lagaði hún hárið sitt, leit í spegilinn og sá rauða bletti á kinnunum, sem báru vott um gremju hennar. Þegar hún kom ofan, sá hún Frich og kennarann við spilaborðið, en Viktor og Petru við kaffiborðið og hjá þeim settist, hún. Viktor helti fáeinum dropum í kaffibolla og bauð henni. “Þökk fvrir. Mér þvkir kaffi gott, má eg biðja um ögn meira — ef þér unnið mér þess?” “Eg hélt að þessir fáu dropar væri nóg fyrir unga prinsessu,” sagði Viktor spaug- andi. “En nú skuluð þér fá eins mikið og hver annar dauðlegur, ungfrú Kirkner—” “Nú?” “Mér þykir leitt að veðjað var um yður, og það var mér að kenna—” “Finst yður spaugið skemtilegt?” “Þvert ámóti. Heimskulegt og nær- göngult. Eg skil ekki að þessi piltur — hann Frich — skildi þora að leyfa sér slíkt spaug.” “Eg skil það heldur ekki. ” “En þú liefir líklega fundið upp á þessu, Petra,” sagði Viktor. “Úff! Alt værður liér svo leiðinlegt og misskilið,” sagði Petra. “Eg veit ekki hvort það var eg eða Fricli; en þú ættir heldur að ráðast á Frich en mig. ” “Ó, góða Petra, látum nú þetta vera gleymt,” sagði Ella. “Við skulum telja það með jólagamni. ” “En leitt var það,” sagði læknirinn. “ Viljið þið nú báðar koma með mér til Aaby? Eg hefi fengið hest og sleða frá jámbrautar- stöðinni, sem kemur eftir fimtán mínútur að húsi Bergs, en látið þið engan vita það.” “Ó, þú ert aðdáanlegur, Viktor,” sagði Petra. “Við skulum fara út um eldhúss- dyrnar, Ella.” “Hvað eruð þið að hvísla um?” spuiði Frich við spilaborðið. “Þegar þið talið hátt, hlustar enginn, en þegar þið hvíslið verður manni ósjálfrátt að gera það.” “Hlusta þú,” sagði Viktor. “Það bann- ar þér enginn að brúka asnaeyrun.” Hann stóð upp,.gekk til kennarans, sem spurði hann ráða og vann fáein spil. “Líttu á spilin mín, Viktor,” sagði John. Læknirinn gekk til hans, leit um leið á horn- legubekkinn; hann var tómur. “Þau em skrítin spilin þín, John, en spil- aðu út samt.” Jolin tapaði og þeir hlóu dátt að honum. Meðan þeir hlóu og spjölluðu hvarf Viktor, litlu síðar náði hann ungu stúlkunum í trjáganginum úti. Petra hló og spaugaði þangað til þau komu þangað sem sleðinn var. Þau settust í sleðann og óku þangað sem gamli maðurinn barðist við dauðann. Unga konan tók á móti þeim og fylgdi þeim inn í sömu stofuna og kvöldið áður. Nú kom líka maður hennar inn, þögull og fálátur —- óðalsbóndinn — sem átti að taka við jörðinni, borga öllum systkinum sfnum þeirra erfðahluta og móður sinni matþáguna. Petra fór að spjalla við hann og gat kom- ið honum til að tala dálítið. Svo komu Vik- tor og Gunnhildur inn. Þau tóku sér stöðu bak við ofninn á meðan Viktor sagði henni að Gunnar ætti skamt eftir ólifað. ‘ ‘ Petra, ’ ’ sagði hann, ‘ ‘ eg verð hér í nótt, Lovum hefir ferðast burt og kemur ekki fyr en í fyrramálið og þá er alt um garð gengið. “Ó, eg verð að sjá Gunnar í síðasta sinn,” sagði Petra. “Alls ekki, ” svaraði Viktor, “honurn má ekkert ónæði gera. Komið þið og látið mig hjálpa ykkur upp í sleðann.” Ungu hjónin voru farin inn og Petra stóð grátandi. “Fáið þér Petru með yður út, ung- frú Kirkner, hún er of hávaðasöm en hér á að vera kyrð,” sagði Viktor. “Komdu Petra,” sagði Ella. “ Við skul- um ekki vera af því tagi sem aðeins er til ama. ” Hún dró Petru með sér út og að sleðan- um; Viktor fylgdi þeim. Hann bað drenginn að aka þeim með varkárni. ‘ ‘ Nær kemur þú ? ” spurði Petra grátandi. “Þegar líf Gunnars er slokknað; í fyrra- málið, býst eg við. Verið þið sælar. ” Það var farið að fenna og hvass norðan- vindur og dimt. Þau óku með hraða heim og alt gekk vel. Tár Petru þornuðu eins fljótt og þau komu. Þegar heim kom, sáu þær ferðafarangur, sem gaf til kynna að gestir væru komnir, og er þær komu inn sáu þær unga stúlku standa fvrir framan spegilinn, sem var að festa þrjá rauða smákransa í hárið og á brjóstið. Þetta var Karen Iíolm, dóttir fógetans. Petra sagði henni strax frá veikindunum í Aabv, og þegar unga stúlkan heyrði að Viktor kæmi ekki, hætti hún við að skreyta sig og sagði: “Fyrst Viktor er ekki heima, hefi eg engan að skreyta mig fyrir.” Petra hló. “Þú ert ágæt, Karen. Þetta skal eg segja Viktor á morgun. En það eru margir aðrir myndarlegir menn hérna núna. ” “Já, eg læt brjósnálina og keðjuna með verðlaunapeningnum duga í kvöld. ” Þær gengu svo inn í stofuna þar sem margir gestir voru. Gömlu mennirnir sátu við spilaborðið, en ungu mennirnir voru að tala við stúlkurnar. Það var alstaðar fjör- ugt samtal þegar Elín var kynt gestunum. Hún dró stól að borðnu í því skyni að taka þátt í samræðunum og skemta öðrum eftir beztu getu. En á sömu stundu var gleðin horfin. Hún tók ekki eftir því í fyrstunni, en þegar hún varð þess vör, hugsaði hún: “Bnnþá einu sinni hann Frich.” Hún leit til hans og í nöðruaugunum hans sá hún hina vondu samvizku. “Hvað ætli hann hafi sagt um mig, sem kemur því til leiðar að allir hafa óbeit á mér,” hugsaði hún. Ilún laut að John og hvíslaði: “Hafið þið talað um Kristjaníu-stúlkurnar áður en eg kom inn?” ‘ ‘ Hvemig vitið þér það ?-” “ Ó, eg er galdranorn, sem les á svip ann- ara” sagði hún hlæjandi. Hún gekk að píanóinu. “Spilað get eg — og eg skal spila mig inn í hjörtun þeirra.” An þess að nokkur hefði mælst til þess, spilaði hún lag Griegs “Brúðkaupsfólkið framhjá fer.” Hún spilaði snildarlega vel — hestamir valhoppuðu, fiðlurnar örguðu, skotin dundu, og maður heyrði fótatak boðsgestanna koma og hverfa, þangað til síðasti tónn fiðlunnar dó út smátt og smátt. “Þetta er aðdáanlega fagurt,” heyrði hún unga kvenmannsrödd segja. “Illustið þið nú. Egskal spila Jölstring- inn, svo að þig gleymið honum ekki strax.” “Þúsund þakkir; þetta er indælt. Við heyrum svo sjaldan góðan hljóðfæraslátt hérna í sveitinni. ’ ’ “Já, óg slíkail hljóðfæraslátt,” sagði annar. “Spilið þér eitthvað okkur til ánægju.” “Hafið þið heyrt lagið hans Neupert við kvæðið hans Björnsons “Syng mig heim?” “Nei, en við höfum lesið um það.” “Á eg að syngja það?” “Syngið þér líka?” “Já, syngið þér.” Hennar eigin heimþrá fólst í orðunum og söngnum. Hún söng verulega vel, þó röddin væri ekki há var hún mjúk og liðug, og hún varð að syngja lagið tvisvar. Þegar hún var búin opnaði Ödegaard dyrnar að borðstofunni og sagði: “Gerið þið svo vel, smurt brauð, ef yður þóknast.” Tveir ungir menn buðu Ellu fylgd sína að borðinu, hún tók sinn undir hvorn hand- legg og gekk inn. “Nei, sko telpuna mína,” sagði kennar- inn. “Þú ert eins rauðs og rós í ágúst. E!g tapaði einu spili við að hlusta á sönginn þinn síðasta. Hvað var það?” “Ó, það var gaman, guðfaðir. Eg skal syngja hann aftur á morgun fyrir þig ein- göngu.” “Já, þú ert töfrasöngmær. Komdu nú að borða.” Litlu seinna sat Elín í ungmennahópnum þar sem spaug og hlátur skiftust á. “En hvað þér eruð einkennilega skemti- legar,” sagði ein af úngfrúnum frá prests- setrinu. “Hélduð þér að Kristjaníu-stúlkurnar væru ekki eins kátar og þið hérna í sveit- innif ” “Bg veit ekki. Eg hefi litla reynslu í þeim efnum, en Frich gaf okkur lýsingu af borgarstúlkunum í kvöld — já, í raun réttri af yður — rétt áður en þér komuð inn. Hann er vondur. Að Petra skuli vera ástfangin af honum?” “Er hún það?” “Vitið þér það ekki? Við höldum að það verði eitthvað úr því.” “Verði henni að góðu, ” sagi Ella óvilj- andi. “Eg vildi ekki trúa honum fyrir nögl- inni á litlafingrinum mínum. En eg verð að borða ofurlítið. Komið þér.” , Borðið var þakið af alls konar mat, nautakjöti, svínakjöti, fuglakjöti, grænmeti og fleiru. “Er þetta það sem Ödegaard kallar smurt brauð?” sagði Ella. “ Já, það er vanalega nafnið á jólamatn- um hérna,” svaraði ungfrúin. “Hér í sveit- inni er slík matareyðsla að enginn hefir liug- mynd um það — einkum þar sem gamlar ung- frúr eins og Ödegaard stjórna heimilinu. ” “En að Petra skuli ekki takmarka þetta?” “Hún er ekki hneigð fyrir það. Hún hugsar mest um hestana og kýrnar, og svo er hún snillingur við matjurtarækt, en nú skulum við líta á eftirmatinn, ef held það séu átján tegundir af kökum. ” “Allar úr sama deiginu?” spurði Ella brosandi. 1 næsta herbergi var púnsdrykkjan byrj- uð, sýslumaðurinn og kennarinn voru þar, en æskulýðurinn fór inn í bókaherbergið með ilöskurnar og glösin. Þegar búið var að borða fóru gömlu kon- urnar heim. Það var framorðið og vegurinn langur. Klukkan var eitt þegar Ella læsti dyr- unum sínum og háttaði. Hún rifjaði upp fyrir sér alla viðburði dagsins, 'rógburð Frichs og að nú gat hún sigrað hann. Síð- ast hvarflaði hugur hennar til Aagaards, þar sem Gunnar lá fyrir dauðanum. Hún lá lengi vakandi, en loks sofnaði hún ofurlaust. Alt í einu vaknaði hún við bjölluhljóm hún kveikti á eldspýtu og leit á klukkuna, hún var sex. Klukkan var tíu morguninn eftir, þegar Petra snoppungaði hana með hennar eigin fléttu sem lá á koddanum. “Ætlarðu að sofa í allan dag, Ella? Pabbi er farinn á þing og Frich og kennarinn fylgdu honum á leið. Nú getum við tvær borðað dag- verð með Viktor.” Það lá vel á Petru, hún sagði Ellu frá kappræðu, sem átt hefði sér stað milli Frich og kennarans, og að Frich hefði sigrað. “Þú hefir auðvitað haldið með Frich,” sagði Ella. “Auðvitað, vina mín.” “Að þú skulir geta þolað hegðan Frichs eins vansæmandi og hún er, skil eg ekki.” Petra svaraði ekki strax. “Ó, eg er sjálf ekki betri. Eg kann vel við frjálslyndi hans. Já, mér geðjast að hon- um og honum að mér, eins og eg veit þú hefir séð.” “Nei,” svaraði Ella róleg. “Nei,” endurtók Petra og roðnaði. “Nú, jæja, okkur Frich er sama hvað þú hugsar í þessu efni.” “Hefir hann beðið þín?” spurði Ella, “og nær?” “Beðið mín? Ó, þú ert gamaldags. Við skiljum hvort annað; tíminn líður og svo gift- um við okkur einhvern góðviðrisdag. ” “Einmitt það; þá er eg á eftir tímanum. Eg vil hafa norska trúlofun þar sem maður skiftir hringum og svo framvegis. Eg gæti læknað þig af þessari lausu skoðun, held eg.” “Það efast eg um. Eg er viss í minni sök,” sagði Petra sigri hrósandi. Nú var Ella klædd og þær urðu samferða ofan. En ])egar þær komu ofan í borðstofuna sáu þær John á hnjánum fyrir framan Öde- gaard. “ Já, John, það var leitt að eg fór inn til ráðsmannsins áður en eg bjó til kaffið yðar.” “Gerið þér það aldrei oftar meðan eg er heima elskulega Ödegaard,” sagði John. “Kaffið var ódrekkandi og söknuðurinn eft- ir yður óþolandi.” “Nei, standið þér nú upp, John. Sjáið þér ekki að ungfrú Kirkner og Petra ætla að springa af hlátri. “Gerið þér svo vel, Vik- tor,” sagði hún og sneri sér að honum. “Ger- ið þér svo vel, ungfrú,á það ekki að vera ný- orpið egg?” “Jú, bæði það og annað,” og brátt sátu þær við dagverðarborðið ungu persónurnar. “Anna Sletten er frammi með bólginn fingur, sem hún vill að ungfrúin skoði — máske slátra honum — sagði vinnukonan í eldhúsdyrunum. Viktor fór að hlæja. “Nei, Petra, eg kæri þig fyrir skotttí- lækningar. ” “Rugl — eg sker fingurinn eins og þú kendir mér. Við það spara þessir fátækling- ar krónu,” og Petra fór fram. Viktor var efandi. “A eg að fara á eftir henni?” sagði hann við Ellu. “Nei, látið þér Petru slátra. Eg er farin að skilja starf hennar hér, hún er ekki óþörf.” “Nei, það er önnur, sem er óþröf og of dýr fyrir pabba. Petra ætti að vera ráðskona og fá duglega matreiðslukonu, sem ekki not- aði þessg gömlu aðferð við matreiðsluna. ” “Meinarðu að mín elskaða Ödegaard ætti að fara?” sagði John. “ Já, þegar eg sá þessi ósköp af mat á borðinu í gær, sem naumast var snertur, ofbauð mér.” “Þú talar skynsamlega, John, jafn ung- ur; en hvað Petru snertir, þá kann hún naum- ast að búa til brúklegt kaffi.” “Það eru undarlegar skoðanir hjá al- menningi, ” sag'ði E(lla 'glaðlega. “Flestir hakla að það séu sveitastúlkumar sem eru skynsamlega uppaldar, en eg held að borgar- stúlkurnar taki þeim fram. 1 bæjunum er vinnan svo dýr að maður verður sjálfur að vinna.” “Þetta ætti Frich að heyra, ungfrú,” sagði John hlæjandi. “Hann prédikaði þvert á móti þessu í gær. En hvernig fóruð þér að vita að hann hafði niðurlægt borgarstúlkurn- ar, þegar þér komuð inn?” Viktor leit upp. “Af ískalda viðmótinu, sem mætti mér,” sagði Ella. “Eu svo afréði eg að bræða ísinn, og maður getur það sem maður vill.” “Já, eins og þér spiluðuð og sunguð í gærkvöldi. Eg vissi ekki að þér gátuð sungið. Vissir þú það, Viktor?” “Enginn hefir beðið mig að syngja,” sagði Ella og hló. “Eg hefi lága rödd, en maður getur ávalt sungið nýtt lag fyrir vel- viljuð eyru.” Svo Frich var í því horninu í gær?” sagði Viktor. “Hvað horni?” “Því ilskufulla. Það er tegund af lund- arfari hans, sem eg hefi ekki kynst fyr en þe^si jól.” “ Ó, góði,” sagði Ella. “Árásir á borgar- stúlkur er venja sem er arfgeng. Það var að- eins tíminn og staðurinn, sem er illa valinn— fvrir mig isérstaklaga — sem er ókunnug hér—” “ Já, því ver,” sagði Viktor og roðnaði. Nú kom Petra inn. “Þið eruð enn ekki búin. Eg hefi stung- ið á kýlinu og bundið um hendina, og þið sitjið og ruglið. Komið þið nú,” sagði hún.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.