Lögberg - 16.04.1936, Side 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. APRIL- 1936
Frá Edmonton
(31. marz, 1036)
Herra ritstjóri Lögbergs!
TíSarfariÖ hér var gott og milt
fyrri partinn af marz, en seinni part-
urinn var kaldur, og helst það viö
enn.
Hér var á ferðinni nýlega Mr.
Sigurður Sigurðsson kaupmaður frá
Calgary. Kom hann í verzlunar-
erindum fyrir félag sitt “Alberta
Furniture Co.” í Calgary.
Miss Margrét Vopni, sem er að
læra hjúkrunarfræði við Royal
Alex. spítalann hér í borginni, veikt-
ist svo hún þurfti að ganga undir
uppskurð. Það var strax sent skeyti
til móður hennar, Mrs. Sveinn
Vopni i Tantallon, Sask. Kom hún
strax og hefir verið hér síðan. Nú
er dóttir hennar úr allri hættu og á
góðum batavegi. Mrs. Vopni býst
við að fara heim aftur bráðlega.
Mrs. S. Dúvis frá Last Lake,
Alberta, sem hefir verið hér um
tíma að leita lækninga fyrir ungan
dreng, sem hún kom með; er nú
farin til baka heim til sín, og hafði
drengurinn fengið nokkurn bata.
Mrs. Davis átti hér heima um eitt
skeið með foreldrum sínum, Mr. og
Mrs. Kristján Thordarson, áður en
þau fluttu sig búferlum til Last
Lake, í Peace River héraðinu.
Mr. Carl Johnson, sem hefir ver.
ið í Seattle, Wash. um tíma, býst
við að koma til baka aftur bráðlega.
Mrs. O. Björnson hefir verið
veik um tíma, en er nú á batavegi.
Fimtudaginn 10. þ. m. voru gefin
saman Margrét Moore, dóttir Mrs.
L. Jósafatsson hér i borginni og Joe
Mosley frá Red Deer, Alta. Heimili
ungu hjónanna verðum í Edmonton.
íslendingafélagið “Norðurljós”
hefir ákvarðað að hafa sumarmála-
samkomu á sumardaginn fyrsta, 23.
apríl, samkvæmt góðum og gömlum
íslenzkum sið. Eru allir íslending-
ar, sem geta sótt þessa samkomu vel-
komnir. Nefnd var kosin til að
standa fyrir samkomunni og sjá um
hana að öllu leyti.
Stjórnmál.
Ekki er um neitt málefni hér eins
mikið rætt og ritað nú á dögum eins
og misklíð þá, sem er komin á
milli Aberharts forsætisráðgjaía og
Major Douglas. Eins og kunnugt
er, þá skýrði Major Douglas frá á-
stæðum þeim, sem hann hafði fyrir
því, að segja að sér sem ráðanautur
stjórnarinnar. Fyrst, að stjórnin
hafi valið sér annan ráðanaut' í sir n
stað. Stjórnin hafi stungið öllurr.
sinum tillögum undir stól, en hlýtt
öllum tillögum auðfræðingsins frá
Montreal, Mr. R. J. Magor, jafnvel
þó þær tillögur væru í beinni rnót-
sögn við stefnuskrá þá, sem þdr
hefðu verið kosnir til að fylgja. Alt
það, sem stjórnin hafi gert, sé þvert
á móti þeim loforðum, sem þeir hafi
gefið kjósendum sínum. Hann hafi
á ölíum timum verið reiðubúinn til
að koma til Alberta, og hjálpa til að
koma þar á fyrirkomulagi, sem
stuðlaði til þess að bæta hag al-
mennings. Það sé nú öllum auðsætt
að stjórnina hafi hvorki vantað sig
eða neinar tillögur frá sér. Þvi hafi
hann sagt af sér. Major Douglas
krefst þess að stjórnin birti öll skjöl
og skeyti sem hafi farið á milli sín
og þeirra, frá þeim tíma sem þeir
tóku við völdum í Alberta. Al-
menningur í Alberta hafi fullan rétt
til að kref jast þess; þá geti kjósend-
ur þessarar Social Credit stjórnar í
Alberta glöggvað sig á því, hver það
er, sem er að svíkjast undan merkj.
um.
Upp til þessa tima hefir stjórnin
neitað að leggja þessi skjöl fyrir
þingið. Nú er ekki líklegt að þeir
lengur neiti að leggja þessi skjöl
fram, því ef þeir gjöra það ekki þá
er mjög líklegt að Major Douglas
geri það.
Eins og við mátti búast, þá er
Aberhart-stjórnin hér mjög harð-
orð í garð Major Douglas út af
þessum samningsrofum, sem þeir
ekki sjá að hann hafi haft neina á-
stæðu til. Hann hafi aðeins verið
að svíkjast undan merkjum, þegar
þeim hafi mest legið á honum. Þeir
segja að þessi uppsögn hans aðeins
tefji fyrir Social Credit málefninu;
þeir haldi áfram eftir sem áður;
Fólk megi ekki vonast eftir þessum
$25—$75 mánaðarlegu inntektum
(Basic Dividend) nú í bráðina, því
Major Douglas hafi séð fyrir því
að það væri mögulegt. Nú ætla þeir
að spila upp á sínar eigin spýtur, og
segja að það sé strax bót í máli; nú
þyrfti þeir ekki að bíða eftir neinum
tillögum eða skeytum frá London,
eins og áður; nú hafi þeir öll ráðin
hjá sjálfum sér. Nú lofast þeir til
að láta fara að koma skrið á Social
Credit skútuna úr þessu.
Stjórnin lagði fyrir þingið frum-
varp til laga, sem þeir nefna “Social
Credit Measure Bill.” Þetta “Bill’
ákveður að þingið kjósi nefnd til
þess að athuga hvaða möguleikar
(feasibility) séu til þess að setja
hér upp Social Credit stjórn í Al-
berta, og alt þar að lútandi. Sjálf-
sagt hafa flestir haft þá skoðun, að
þessi hlið málsins hafi verið athuguð
til hlýtar fyrir löngu síðan. Allir
hljóta að muna það, að Mr. Aher-
hart sagði það upp aftur og aftur
um kosningaleytið í fyrra, að það
væri ekkert því til fyrirstöðu, að
setja upp Social Credit fyrirkomu-
lagið í Alberta; það kæmi ekki i
bága við nein lög eða reglugerðir
stjórnarinnar hér eða í Ottawa. Alt
sem vantaði væri að kjósa Social
Credit stjórn, þá skyldu þeir sjá um
alt hitt. Með því að kjósa þessa
nefnd, virðist sem Aberhart stjórn-
in hafi breytt skoðun sinni í seinni
tíð. Mr. Magor hefir máske gefið
þeim einhverjar upplýsingar þessu
Seytjánda ársþing þjóðrœknisfélagsins
• Var tillaga Gunnlaugs Jóhannssonar
tekin til umræðu. Var tillögumaður á þingi
og talaði fyrir málinu.
A. J. Skagfeld lagði til og Guðmann
Levy studdi, að 5 manna nefnd sé sett í
málið. Samþy.kt. Setti forseti í nefndina:
Fred. Swanson, Mrs. I. Goodmanson, Th.
Thorsteinsson, S. W. Melsted og A. J.
Skagfeld.
Alit sanwinnumálánefndar:
Nefndin, er skipuð var á þingi í gær til
að íhuga þetta mál, leyfir sér að leggja
fyrir þingið eftirfylgjandi tillögur:
1. Þingið felur stjórnarnefndinni að
taka þetta mál til sérstakrar íhuguitar og
meðferðar á komandi ári, og leggja alt
kapp á að greitt verði fyrir því að komist
geti á gagnkvæm viðskifti milli Islands og
Ameríku á komandi árum. Félagsstjórnin
leiti sér allra upplýsinga um þetta efni og
sé við því búin að veita réttum hlutaðeig-
endum alla þá aðstoð og leiðbeiningu, er
henni ter unt að láta í té.
2. Þingið lýsir því yfir, að Þjóðrækn-
isfélagið telur það eitthvert helzta mark-
mið sitt, að vinna að því, að sem vinsam-
legust og varanlegust samvinna og við-
kynning geti tekist og haldist milli íslenzku
þjóðarinnar og íslendinga hér í álfu, og
sem spor til framkvæmda í þá átt bendir á,
heimsóknir á víxl, víðsýnna og góðviljaðra
gesta, nána samvinnu og mannaskifti úr
flokki fræðimanna og presta, háskólanem-
endur hér í álfu er leggi rækt við íslenzka
tungu og bókmentír og hagnýti sér þau
hlunnindi, sem nú standa til boða við há-
skóla Islands, til fullnaðarnáms í þeim
fræðum og reglubundin skifti rita og bóka.
Soffanias Thorkelsson Á. P. Jóhannsson
Rögnv. Pétursson.
Dr. Richard Beck lagði til og Mrs. M.
Byron studdi, að nefndarálitið sé viðtekið1
eins og lesið. Samþykt.
Álit fjármálanefndar:
Ályktanir viðvíkjandi 2. og 5. tillögu
fræðslumálanefndarinnar:
Fjármálanefndin aðhyllist þá tillögu
fræðslumálanefndarinnar “að þingið feli
stjórnarnefndinni að hvetja til þess, að
vestur-íslenzkum æskulýð sé veitt meiri
fræðsla um landafræði íslands og sögu í
aðaldráttum”; en þar sem nefndin álítur
að fullnægjandi upplýsingar viðvíkjandi
íslenzkum filmum og þar að lútandi kaup-
skilmálum séu ekki fyrirliggjandi nú sem
stendur, leyfir hún sér hér með að ráða
þinginu til þess, að vísa þessum tillögu-lið
fræðslumálanefndarinnar til framkvæmd-
arnefndar Þijóðræknisfélagsins til nánari
ihugunar og til þeirra framkvæmda, sem
nefndin kann að álíta hagkvæmlegar.
Fjármálanefndin er ekki mótfallin þeirri
tillögu fræðslumálanefndarinnar, sem fer
fram á verðlauna samkepni fyrir ungt fólk
af íslenzku bergi brotið í sambandi við
ritgjörðir á íslenzku og ensku um íslenzk
efni, svo framarlega sem slíkri samkepni
yrði svo haganlega komið fyrir, að hún
gæti náð tilætluðum tilgangi. En þar sem
nefndin álítur það varhugavert að gera
fullnaðarúrskurð þess efnis án frekari
undirbúnings, leyfir hún sér einnig hér
með að ráða þinginu ennfremur til þess,
að fela stjórnarnefndinni þetta mál til
rannsóknar og meðferðar í því horfi, sem
hún álítur happadrýgst.
Winnipeg, 26. febr. 1936.
Á. P. Jóhannsson S. W. Melsted.
Séra Jakob Jónsson lagði til og Dr.
Richard Beck studdi, að álitið sé tekið lið
fyrir lið. Samþykt.
Séra Jakob Jónsson lagði til og séra
Guðm. Árnason studdi, að fyrsta grein sé
viðtekin eins og lesin. Samþykt.
Dr. Rögnvaldur Pétursson lagði til og
S. Vilhjálmsson studdi, að þetta mál sé
borðlagt á þessu stigi. Samþykt.
bingmálanefnd.
Tillaga frá Salome Backmán um bind-
indismál:
Þar sem að það er vitanlegt öllum
mönnum, að áfengisnautn á öllum stigum
er til hindrunar menningarlegri og félags-
legri þróun, leyfi eg mér að leggja til. að
•'Þjóðræknisfélagið mæli með við ritstjóra,
að bindindisfræðsla sé veitt börnum og
unglingum í dálkum barnablaðsins “Bald-
ursbrá,” eftir því sem rúm leyfir.
Salóme Backman.
Séra Guðm. Árnason lagði til og R.
Beck studdi, að tillagan sé viðtekin. Sam-
þykt.
Ný mál.
Dr. Rögnvaldur Pétursson gat þess, að
um nokkur ár hefði verið íslenzk bókadeild
við Carnegie safnið hér í borg og pen-
ingar lagðir til íslenzkra bókakaupa úr
Carnegie sjóðnum. Væru nú flestar þess-
ar bækur glataðar og eyðilagðar. Stæði
nú til að borgaranefnd yrði sett i sambandi
við Carnegie bókasafnið og kæmu þar til
greina útlendar bækur þar á meðal ís-
lenzkar. Hefðu 2 islenzkar konur gengist
fyrir þvi undanfarin 2 ár að ráðstafanir
væru gferðar með íslenzkar bækur við
safnið, þær.Mrs. Sigrún Líndal og Miss
Bonnie Sigurðsson. Hefðu þessar konur
gert fyrirspurn til sín hvort þingið vildi
gera eitthvað í þessu máli, og þessvegna
legði hann það fyrir þing.
Dr. Richard Beck lagði til og séra B.
Theodore Sigurðsson studdi, að þriggja
manna nefnd sé skipuð í málið. Samþykt.
Forseti skipaði í nefndina Dr. Röngvald
Pétursson, Mrs. P. S. Pálsson og séra
Jakob Jónsson.
Var nú liðið að hádegi og gerði Dr.
Richard Beck tillögu er séra B. Th. Sig-
urðsson studdi, að fundi sé frestað til kl.
2 e. h. Samþykt.
Forseti setti fund kl. 2 e. h. Síðasta
fundargjörð var lesi og samþykt með til-
lögu frá Mrs. I. Goodmanson, er A. J.
Skagfeld studdi.
Forseti skýrði þá frá að samkvæmt lög-
um félagsins færu nú fram embættismanna
kosningar og bað hann útnefningarnefnd
að ieggja fram sínar tillögur. Útnefning-
arnefndin lagði fram nöfn þessara manna
í embætti og voru þeir kosnir gagnsóknar-
laust:
Forseti: Dr. Röngv. Pétursson
Vara-forseti: Dr. Richard Beck
Skrifari: Gísli Johnson
Vara-skrif.: Sr. B. Theodore Sigurðsson
Féhirðir: Árni Eggertson
Vara-féhirðir: Walter Jóhannsson
Fjármálaritari: Guðmann Levy
Vara-fjármálarit.: S. W. Melsted
Skjalavörður: Séra Philip M. Pétursson.
A. J. Skagfeld gerði tillögu, að þing-
heimur risi úr sætum sem þakklætis viður-
kenningu við fráfarandi nefndarmenn fyr-
ir starf þeirra, og var það gert. Þakkaði
forseti fyrir sína hönd og B. E. Johnson
fyrir sína hönd og Dr. A. Blöndals, er var
fjarverandi.
Fyrir yfirskoðunarmann var kosinn í
einu hljóði Steindór Jakobsson.
í leikfimisnefnd voru kosnir Dr. A.
Blöndal og Th. Thorsteinsson.
Rithöfundasjóðsnefnd.
S. W. Melsted lagði til og Dr. Richard
Beck studdi, að rithöfundasjóðsnefndin sé
endurkosin. Samþykt. Eru það þeir séra
Guðmundur Árnason, Sveinn Thorvalds
son, Árni Eggertson, séra B. Theodore
Sigurðsson og J. K. Jónasson.
í útnefningarnefnd voru kosnir Á. P,
Jóhannsson, S. W. Melsted og B. E. John-
son.
Séra Guðm. Árnason lagði til og Fred.
Swanson studdi, að fjármálaritara sé
greidd 10 prócent af því fé, sem hann inn-
heimtir á næsta ári. Samþykt.
Minnisvarðamál:
Nefnd sú, er sett var í þetta mál, leggur
fram svofelda tillögu. Þingið felur stjórn-
arnefnd félagsis framhaldandi fram-
kvæmdir í þessu máli unz ver.kinu er lokið.
* Richard Beck J. ajnusson
B. Theo. Sigurðsson.
B. E. Johnson lagði til og Dr. Richard
Beck studdi, að álitið sé viðtekið eins og
lesið. Samþykt.
Minjasafnsmál:
(1) Þingið þakkar þeim, sem hingað til
hafa unnið að myndun Minjasafnsins, svo
og þeim, sem hafa sent gjafir til safnsins
á síðastliðnu ári, og eru þeir þessir:
Frá W. J. Osborne, Winnipeg—Kvarnar-
steinar.
Frá Ingu Soffíu Goldsmith, Crystal, North
Dakota—Lóðavigt.
Frá Arnfríði Jónsdóttur og Baldvin Jóns-
syni á Kirkjubæ, Hnausa—Reisla, Tína,
Silfurskeið, Rennibor, Lóðavigt, (pund-
ari).
Frá Guðlaugu og Jóhannesi Freeman, til
minningar um Island:
1. Prjónastokkur — Á hann er letrað:
“Sigríður Jónsdóttir á stokkinn með
réttu. Átján hundruð.”—Kor.a þessi
lifði fyrir og eftir 1800, sem eignaðist
stokk þenna.
2. Prjónastokkur — Á hann er letrað:
“Vertu velkomin að þessum stokk,
mín góða Guðlög Finnsdóttir. Árið
1876.”
3. Sméröskjur — Eru frá fyrri hluta
19. aldar.
4. Tígulstokkur — Er frá fyrri hluta
19. aldar.
5. Rokkur — Frá 7. tug 19. aldar.
6. Nálhús með skónálum — smíðað ná-
lægt 1860.
7. Nálhús með stagnálum. — Frá þvi
um 1855.
8. Ullarkambar (tvennii*) — álíka gaml-
ir og rokkurinn.
9. Þráðarsnælda — Frá því um 1860.
10. Ullarlár, er ullarlopar voru hafðir í
sem spunnið var úr á þróðarsnældu,—
gerður af blindum manni um 1855.
* Frá Svövu Lindal, Winnipeg — Dúk-
svunta frá 1876, Millur, Skotthúfa.
(2) Þingið felur stjórninni að halda á-
fram að safna munum til safnsins frá góð-
fúsum gefendum og til þess að glæða á-
huga almAmings. fyrir málinu; vill það
benda á, að heppilegt sé að fá sérstaka
söfnunarmenn úti um bygðir og að hafa
þá muni, sem þegar hafa gefist, til sýnis á
ákveðnum stað í Winnipeg.
Jakob Jónsson Guðbjörg Sigurdson
Guðm. Árnason.
Fred. Swanson lagði til og séra B. Theo.
Sigurðsson studdi, að álitið sé viðtekið
eins og lesið. Samþykt.
Skýrsla rithöfundasjóðsnefndar:
Milliþinganefnd sú, er haft hefir með
höndum fjársöfnun fyrir rithöfundasjóð-
inn leyfir sér að leggja fram eftirfylgj-
andi skýrslu:
Samkvæmt skýrslu féhirðis voru í sjóði
15. febr. 1935 $221.63.
Safnað í sjóðinn frá 15. febr. 1935 til
15. febr. 1936, $20.50. Vextir á árinu $4.00.
Samtals $246.13.
Útborganir á árinu til skáldsins Jóhanns
Magnúsar Bjarnasonar $50.00. I sjóði 15.
febr. 1936, $34.50.
I sjóði nú, $230.43.
Skýrsla yf ir gefendur:
Safnað af Jónasi K. Jónassyni:—
Björn Eggertsson, Vogar .......$ 3.00
Ásmundur Freeman, Siglunes .... 3.00
Jón Hávarðsson, Hayland ........ 1.00
Sigurður Sigfússon, Oakview .. 2.00
Jónas K. Jónasson, Vogar....... 1.00
Ragnar Johnson, Wapah........... 1.00
Samtals ....................$11.00
Safnað af Guðm. Árnasyni:—
Mrs. Kristín Snædal, Lundar.... $ 1.00
Daníel Lindal, Lundar............ 1.00
Magnús Kristjánsson, Lundar .. 1.00
A. V. Olson ..................... 0.50
Sofanías Thorkelsson, Wpg....... 5.00
Páll S. Pálsson, Winnipeg....... 2.00
Ásm. P. Jóhannsson, Winnipeg .. 10.00
Mr. og Mrs. E. Johnson, Wpg... 1.00
Guðm. Árnason, Lundar............ 2.00
Samtals ....................$23.50
Safnað af Árna Eggertson 18. febr. 1936:
Björn Eggertson, Vogar..........$ 3.00
J. K. Jónasson, Vogar............ 1.00
Ásm. P. Freeman, Siglunes....... 3.00
Sigurður Sigurðsson, Oakview. . 2.00
Jón Hávardson, Hayland............ 1.00
Soffanías Thorkelsson, Winnipeg 5.00
Páll S. Pálsson, Winnipeg........ 2.00
Mrs. Kristín Snædal, Lundar .... 1.00
Á, P. Jóhannsson, Winnipeg .... 10.00
Dr. Rögnv. Pétursson, Winnipeg 10.00
Dr. Jón Stefánsson, Winnipeg .. 5.00
Deildin Iðunn, Leslie ............ 5.00
Árni Eggertsson, Winnipeg .... 2.00
Samtals ...................$50.00
Dr. Richard Beck lagði til og B. E.
Johnson studdi, að skýrslan sé viðtekin og
bókfærð og nefndinni þakkað fyrir vel-
unnið starf. Samþykt.
Ný mál.
Islenzkir fidltrúar í innkaupancfnd
bœjarbókasafnsins.
Nefnd sú, er skipuð var til að íhuga
þetta mál hefir haft nauman tima til að
starfa og leita sér nauðsynlegra upplýs-
inga. En að því sem virðist er máli þessu
háttað á þessa leið :
Gjört er ráð fyrir að skipuð*verði borg-
aranefnd hér í bæ, er starfi ásamt bóka
verði og bókasafnsnefnd bæjarráðsins, að
því að efla bókhlöðuna að bókum og hand-
ritum og öðru er slíkum stofnunum heyrir
til. Nefnd þessi starfar kauplaust. I
verkahring hennar er að velja, í samráði
við hina' opinberu umsjónarmenn, bækur,
blöð og tímarit er keypt skuli til safnsins.
Nú með því að verk þetta hefir í sér
fólgið ákveðna þjóðræknislega þýðingu og
íslendingar hafa þar til réttar að kalla, er
til þess kemur að velja um bækur fyrir
lestrarsöfn, þá leyfir nefndin sér að leggja
til:
(1) Að þingið feli stjórnarnefnd Þjóð-
ræknisfélagsins þetta mál, með þeim fyrir-
mælum að nefndin hlutist til um að íslend-
ingum tveimur eða fleirum sé veitt staða
í þessari nefnd.
(2) Að þingið skori hér með á hlut-
aðeigandi bókhlöðunefnd að hún leggi fé
til íslenzkra bóka og blaðakaupa að rétt-
um hlutföllum við önnur bókakaup til
safnsins, og feli væntanlegri stjórnarnefnd
félagsins að framvísa þessari áskorun og
fylgi henni eftir.
26. febrúar 1936.
Rögnv. Pétursson Jakob Jónsson
Ólína Pálsson.
Ari Magnússon lagði til og Fred Swan-
son studdi, að álitið sé tekið lið fyrir lið.
Á. P. Jóhannsson lagði til og Fred.
Swanson studi, að fyrsta grein sé viðtekin
eins og lesin. Samþykt.
Á. P. Jóhannsson lagði til og S. W.
Melsted, að önnur grein sé viðtekin eins
og lesin. Samþykt.
Á. P. Jóhannsson lagði til og Fred.
Swanson studdi, að álitið í heild sé við-
tekið. Samþykt.
Tillaga til þings frá séra Jakob Jónsson:
Þingið þakkar Ásmundi P. Jóhannssyni
fyrir þá rausn og velvild í garð vestur-
íslenzkra námsmanna, er hann sýndi með
íþvi að gefa herbergi í Stúdentagarði ís-
lands þeim til afnota. Jafnframt vill það
hvetja þá, sem rétt hafa til þess, að nota
sér þessi ágætu hlunnindi.
Jakob Jónsson.
Var tillagan studd af Dr. R. Beck og
samþykt af þingheimi með því að fólk
reis úr sætum. Þakkaði Á. P. Jóhannsson
þessa viðurkenningu þings með velvöldum
orðum og skýrði jafnframt frá skipulags-
skrá í sambandi við veitinguna. Ennfrem-
ur flutti hann þinginu kveðju frá þeim Dr.
og Mrs. Ófeigi Ófeigsson.
Ný mál.
Dr. Rögnvaldur Pétursson mintist á
starf Ófeigs Sigurðssonar í Red Deer í
sambandi við minnisvarða St. G. Stephans-
sonar. Skýrði hann frá þátttöku Þjóð-
ræknisfélagsins í þessu máli og gat þess að
á næsta vori mundi fara fram afhjúpunar-
athöfn, og væri það ósk þeirra er sáu um
verkið að Islendingar hér eystra og Þjóð-
ræknisfélagið tæki þátt í þeirri athöfn.
Mæltist Dr. Pétursson til að forseti biðji
þingið að votta Ófeigi Sigurðssyni þökk
fyrir sitt mikla starf í þessu máli og sé
skrifara falið að tilkynna honum það. Bar
forseti mélið upp og var það samþykt, með
því að fólk reis úr sætum. Einnig var
samþykt að viðurkenna kveðju Dr. og Mrs.
Ófeigsson með bréfi frá skrifara.
Séra Guðmundur Árnason lagði til og
séra B. Th. Sigurðsson studdi, að stjórn-
arnefndinni sé falið að senda fulltrúa að
vera við afhjúpunarathöfn minnisvarða
St. G. Stephanssonar. Samþykt.
Ályktan þingnefndar viðvíkjandi tillögu
Gunnlaugs Jóhannssonar.
Þingnefndin, sem skipuð var til þess að
íhuga tillögu hr. Gunnlaugs Jóhannssonar
um það, að Þjóðræknisfélaginu sé falið á
hendur að kaupa og starfrækja nægilega
stóran skógarlund i nánd við Winnipegj,
nothæfan til íslendingadags hátíðahalda
og annara þjóðlegra samfunda, sér sér ekkí
fært að ráðleggja þinginu að gera nokk-
ur ákvæði þar að lútandi, að svo stöddu,
En nefndin leggur til:
1. Að þingið lýsi því yfir, að Þjóð-
ræknisfélagið er hlynt öllum þeim hugsjón-
um, sem leita til samvinnu og eflingar vel-
ferðarmálum íslendinga i Vesturheimi.
2. Að þingið lýsi þvi yfir í sambandi
við tillögu hr. Gunnlaugs Jóhanssonar, að
Þjóðræknisfélagið er fúst til samvinnu við
Islendingadagsnefnd Winnipegbúa, og að
þingið felur því hér með framkvæmdar-
nefndinni málið til meðferðar og samtals,
milli þinga, við þær félagsheildir, sem sýna
áhuga og miögulegleika til framkvæmda.
Winnipeg 26. febrúar 1936.
S. W. Melsted Friðrik Sveinsson
A. J. Skagfeld Th. S. Thorsteinson
Ingibjörg Goodmundson.
Séra Guðm. Árnason lagði til og Th.
Thorsteinsson studdi, að álitið sé viðtekjð
eins og lesið. Samþykt.
Friðrik Sveinsson gat þess að væntan-
legur væri hingað í sumar, Jón Sveinsson,
bróðir sinn, í fyrirlestrarferð. Óskaði
hann eftir að Þjóðræknisfélagið muhdi
greiða götu hans á einhvern hátt.
Skýrði Dr. Beck frá hinu mikla ritstarfi
Jóns Sveinssonar og mælti með að alt væri
gert fyrir hann er hægt væri.
Tillögu gerði séra Jakob Jónsson að
þingið feli stjórnarnefndinni að greiða
götu Jóns Sveinssonar eftir mætti, er hann
kemur á komandi sumri. A. J. Skagfeld
studdi tillöguna og var hún samþykt í einu
hljóði.
Bað ritari um leyfi að mega lesa fund-
argjörð eins langt og hún væri komin, því
hann yrði fjarverandi um kvöldið. Var
það leyft og fundargjörðin lesin og sam-
þykt með tillögu frá séra Jakob Jónssyni,
er var studd af Dr. R. Beck. Var fundi
því næst frestað til kl. 8 að kveldi.
Klukkan 8 var fundur settur af fráfar-
andi forseta, J. J. Bildfell. Gat hann þess
að fyrst yrði skemtiskrá, og svo lokið við
fundarstörf á eftir. Bað hann hinn ný-
Ikjörna forseta, Dr. Rögnvald Pétursson,
séra B. Theodore Sigurðsson, Dr. R. Beck
og Lúðvík Kristjánsson að taka sæti á
palli.
Var þá sungið “Hvað er svo glatt,” af
öllum. Þ á söng flokkur Jóns Bjarnasonar
skóla undir stjórn Salóme Halldórson, sex
íslenzk lög.
Framsögn — íslenzkt Ijóð — John
Butler. Upplestur —■ kafli úr sögunni
“Sjálfstætt fólk” — G Árnason. Richard
Beck flutti kveðjur frá háskóla Norður-
Dakota og flutti einnig frumort kvæði —
Vetur.
Söngur — Fósturlandsins Freyja—allir.
Séra B. Theodore Sigurðsson flutti þá
ágætt erindi — Þjóðernisvernd.
Söngur — Vorið er komið — allir.
Lúðvík Kristjánsson flutti tvö frumort
kvæði.
Walter Jóhannsson talaði nokkur orð um
Karlakór íslendinga í Winnipeg, og það að
kórinn hefir ráðist í að syngja kantötu
Jóns Friðfinnssonar.
Var nú tekið til ólokinna fundarstarfa.
Dr. Richard Beck lagði til, fyrir hönd
stjórnarnefndar, að skáldið K. N. Július,
sé gerður heiðursfélagi. B. E. Johnson
studdi, og var hún samþykt í einu hljóði af
þingheimi.
Þakkaði forseti þá fulltrúum, meðlimum
og gestum fyrir starfið á þinginu, og öllum
er höfðu fjölment á fundi og samkomur
þingsins. Var þá fundarbók lesin og sam-
þy.kt með tillögu frá E)r. Rögnvaldi Pét-
urssyni og Dr. Richard Beck. Sagði for-
seti þá slitið hinu seytjánda ársþingi Þjóð-
ræknisfélags Islendinga í Vesturheimi.