Lögberg - 16.04.1936, Side 3

Lögberg - 16.04.1936, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. APRÍL- 1936 3 viðvíkjandi; hann er sjálfsagt lög- fræÖingur líka. Nú þegar stjórnin er að byrja á öllu upp á nýjan leik, þá er þaS auðsætt að þeir ætla að byrja rétt í þetta sinn, — byrja á þvi að sjá hvaða möguleikar eru til þess að koma þessu nýja fyrirkomu- lagi hér á laggirnar í Alberta. Nú virðist sem stjórnin sé að róa Social Credit skútunni aftur á bak en ekki áfram, þar sem þeir ætla nú að byrja aftur miklu lengra til baka en þar sem þeir byrjuðu síðastliðið sumar. Stjórnin hefir lagt fyrir þingið sína áætluðu f járhagsskýrslu fvrir þetta ár. Margir kalla þessa skýrslu '‘The Bondholders Budget” en aðrir nefna hana “The Magor Budget,” og er þetta siðara meira réttnefni, því allir vita að hann er höfundur þessarar merkilegu skýrslu. Aldrei hefir nokkur stjórn í Alberta fyr eða síðar hlaðið eins miklum sköttum og álögum á almenning eins og er á- kvarðað i þessari “Magor Budget.” Það er gert þar ráð fyrir hækkun á launum forsætisráðherrans og allra ráðgjafa hans, en lækkun á launum allra þeirra, sem vinna fyrir stjórn- ina. Skattar eru hækkaðir í flestum tilfellum og nýjum sköttum bætt við. í flestum tilfellum eru útgjöld fylk- isins til opinberra verka og stofnana lækkuð um helming og meir. Um mörg ár hefir stjórnin lagt nokkurt fé árlega fyrir “Travelling Clinic”. I þessari “Magor Budget” er tillag- ið frá stjórninni fært úr $25,000, sem það hefir verið ofan í $10,000 fyrir þetta ár. Þetta “Travelling 'Clinic hefir gert ómetanlegt gagn á meðal fátæks fólks, sérstaklega úti á landsbygðinni sem á langt til læknis og lyfjabúða. Flest af þessu.fólki á við mestu örbirgð að stríða; svo þegar veikindi ber þar að garði, þá er þetta fólk peningalaust og hefir mjög lítið tækifæri til þess að fá lækni og meðöl. Það er á meðal þessa fólks, sem “Travelling Clinics” eru að vinna líknarstarf. Mest eru það útlærðar hjúkrunarkonur, sem ferðast á meðal fólksins til að veita þeim læknishjálp og hjúkrun. Þetta er lofsvert fyrirtæki, og nærri því er það óskiljanlegt að allir Social Credit þingmennirnir greiddu at- kvæði sín með þessari tillögu. í þeim hóp var einn biskup og fjórir prestar, og tveir prédikarar, sem stíga í ræðustólinn á hverjum sunnu- degi. Eins og allir geta skilið, þá getur orðið aðeins lítið um þetta líknarstarf, því þessir $25,000, sem áður voru lagðir til þessa fyrirtækis reyndust alt of lítil upphæð eftir þörfinni. Eg hefði nú óskað þess, að pfestarnir, sem þarna áttu hlut að máli, hvað sem hinum líður, hefðu komið svoleiðis fram, að þeir hefðu ekki látið sér vera meira ant um hagnað miljóneranna í Toronto, Montreal og New York, en þetta líknarstarf á meðal fátæklinganna í Alberta. Eg tek bara þetta eina dæmi úr þessari ómyndar fjárhags- skýrslu Social Credit stjórnarinnar, læt það duga. Um kosningarnar þá gerðu $ocial Credit menn mikið meira úr því að þeir skyldu fá löggilt “Recall Act,” svo kjósendum gæfist tækifæri til að setja frá embætti þá menn, sem ekki stæðu i stöðu sinni eins og til væri ætlast. Nú er stjórnin búin að fá þessi lög samþykt í þinginu. En það er ekki eins og fólk alment von- aðist eftir. Þetta “Recall Act” er örugt vígi fyrir stjórnina til að halda sér í embætti. Undir þessum lögum er algerlega ómögulegt að setja þá frá embætti. Það lítur helzt svo út að stjórnin sé að storka kjósendum með þessum ólögum. Það er eins og þeir segi: “Now, you can recall us if you can.” Það eru mörg frumvörp, sem stjórnin hefir lagt fyrir þingið, sem ekki eru afgreidd ennþá. Eitt af þessum frumvörpum er “The Com. pulsory Refunding Act.” I þessu frumvarpi heimtar stjórnin að allir sem hafa skuldabréf (Bonds) fylk- isins, komi með þau og skifti þeim fyrir ný skuldabréf með miklu lægri rentum. Annað frumvarþ liggur fyrir þinginu sem þeir kalla “Master Code,” reglulegur “brain storm.” Það ákveður lágmarksverð á öllum vörum, sem keyptar eru og seldar mnan fylkisins. Allir verzlunar- menn eru skrásettir, eða þeir verða að hætta verzlun í fylkinu. AHir verzlunarmenn í fylkinu verða að kaupa leyfisbréf af stjórninm, áður en þeir mega byrja verzlun. Ef nokkur verzlunarmaður er fundinn sekur um að hafa selt nokkurn hlut fyrir minna verð en það lögákveðna verð, þá varðar það sekt. Ef hann brýtur í annað sinn, þá er tekið af honum leyfisbréfið og honum fyrir- boðið að verzla í fylkinu. Ef þetta “Bill” nær að öðlast gildi, þá er engin frí og frjáls verzlun í fylkinu lengur, aðeins argasta einokun. Þessi “Master Code” átti að koma í gildi 1. apríl, en einhverra ástæða vegna hefir því verið frestað þar til um miðjan maímánuð, N. Guðmundsson. Minningarorð Nýlega lézt að heimili sínu í Foam Lake bygð, Sask., hinn vinsæli hóndi Torfi Jónsson. Hann var fæddur 28. júní árið 1866, að Ásgrímsstöð- um í Hjaltastaðarþinghá í Norður- Múlasýslu. Foreldrar hans voru þau velvirtu hjón Jón Torfason og Guð- rún Skúladóttir, búandi á Ásgríms- stöðum. Torfi ólst upp hjá foreldrum sín- um þar til hann var 13 ára, en þá misti hann móður sína; hann var elztur af þremur alsystkinum, og eru þau sem lifa, Anna, gift Þorsteini Þorsteinssyni, Leslie, Sask. og Skúli giftur og búandi að Point Roberts, Wash., einnig er ein hálfsystir Torfa á lífi, Ágústa, gift Friðrik Olson í Grunnavatnsbygðinni í Manitoba. Eftir að Torfi misti móður sína, tók við bústjórn á Ásgrímsstöðum uppeldissystir Guðrúnar sál. Skúla- dóttur, ungfrú Stefanía Sigfúsdótt- ir, ári síðar giftist hún Jóni Torfa- syni, og reyndist honum ástrík eigin. kona, og börnum hans sem elskuleg móðir, enda unnu börnin stjúpu sinni, elskuðu hana og virtu alla æfi. Torfi var í föðurhúsum þar til hann varð 18 ára að aldri, en þá réðist hann í vist; þótti hann dug- legur, góður og ráðvandur, enda að upplagi prúðmenni hið mesta, vann hann sér hylli og miklar vinsældir sem ungur maður, og var álitinn hið mesta mannsefni. Árið 1891 gekk hann að eiga ung- frú Jórunni Jónsdóttur Þórarinsson. ar og konu hans Kristínar Björns- dóttur, búandi hjóna á Víðastöðum í Hjaltastaðaþinghá, og höfðu þau Torfi og Jórunn þekst frá barn- æsku. — Árið 1894 fluttist Torfi til Canada ásamt konu sinni og tveim- ur börnum þeirra; þau settust að í Grunnavatnsbygðinni í Manitoba og bjuggu þar í 14 ár. Þau fluttu vest- ur til Foam Lake bygðar í Saskat- chewan árið 1908, keyptu sér land og hafa búið þar síðan. Þeim hjónum varð 8 barna auðið, sem öll lifa föður sinn, og eru þau: Guðrún, gift Jóni Bíldfell, bónda í Foam Lake bygð ; Kristín, nú ekkja. var gift Sigurgeir Ólafsson, hann dó úr spönsku veikinni árið 19^6, frú Kristín býr i F oam Lake bæ: Stefanía Ingibjörg, gift Þorbergi Jónssyni bónda í Foam Lake bygð; Jónína Björg, gift Edward Jónsson prentara í Foam Lake bæ; Anna Ágústa, gift Jóhanni Pálsson í Ed- field skólahéraði í Sask.; Jón, gift- ur Pálínu Pálsdóttur, búa að Carrot River, Sask.; Skúli Björn og Stefán Guðmundur, báðir ógiftir, eru heima hjá móður sinni. Öll eru börn þessi hin mannvænlegustu og myndarleg í alla staði, eins og þau líka eiga kyn til, enda vel látin og virt af sínum samborgurum. Torfi Jónsson lifði það einnig að sjá 22 barnabörn sín, bráðmyndarleg og vel af Guði gefin, sem hann og elskaði eins og sín eigin börn, enda er því viðbrugðið af kynnugum hvað þeim þótti vænt um afa sinn. Heimili Torfa var ávalt opið öllum er bar að garði, enda var kona hans. frú Jórunn, manni sínum samtaka í öllu og veitti hún heimili þeirra for- stöðu með miklum myndar- og skör- ungsskap. Hún er vel metin og ein af beztu konum bygðarinnar; hún hefir hlotið aðdáun fyrir það lofs- verða uppeldi, er hún veitti börnum þeirra hjóna, hvað siðgæði og góða hegðun snerti, og segja þeir er til þess þekkja, að tæplega muni völ á | betri móður, enda bera börnin það j með sér. — Torfi var með afbrigð- um stiltur maður, líka hógvær og ljúfmenni hið mesta, gestrisinn og skemtilegur heim að sækja, hann var hagsýnn bóndi og duglegur starfs- maður, og sá vel fyrir sér og sínum, hartn var þó aldrei álitinn efna- maður, hvað tímanlegan auð snertir, en þó oftast meira veitandi en þurf. andi, og mörgum mun hann hafa hjálpað er til hans leituðu, og aldrei synjaði hann um liðveislu, að svo miklu leyti sem í hans valdi stóð, með að greiða fyrir öðrum; hann var fáskiftinn og lét sem minst á sér ! bera, en tók þó ávalt drjúgan þátt í öllu íslenzku félagslífi. Torfi var j maður virtur af öllum bygðarbúum, ! því alt af kom hann fram til góðs, þar sem hann átti einhvern hlut að málum; hann styrkti líka íslenzkt félagslíf af fremsta megni, en þó sérstaklega hið kirkjulega, enda var i hann þar sem í fleiru, heilhjartaður 1 og sannur lúterskur maður til æfi- loka. Enginn mun þvi sá vera, er einhver kynni hafði af Torfa sál. að ekki ljúki upp sama munni með það að hann hafi verið hið mesta val- menni; hafa því landar vorir í Foam Lake bygðinni mist góðan dreng og nýtan starfsmann. Síðustu ár æfinnar var Torfi nokkuð bilaður á heilsu, en þó að mestu leyti vinnufær þar til nokkr- um dögum fyrir andlátið, að greip hann brjósthimnubólgu, er leiddi I hann til dauða þann 27. desember ! Í935.' Hann var jarðsunginn frá ] heimili dóttur og tengdasonar sins, ' Mr. og Mrs. Þorb. Johnson, 2. . janúar s.l., af séra Guðm. P. John- son, og var lagður til hinstu hvíldar í grafreit Islendinga, þar í bygðinni. . Fjöldi fólks fylgdi honum til graf- ar. Aðstandendur votta innilegustu þakkir öllum þeim, er auðsýndu sam- ' úð og hluttekningu við andlát og jarðarför Torfa sál. Blessuð veri minning hans. G. P. 7. Skröksaga frá Shasta- fjallinu Eftir George L. Smith Berkley, Californía. Eg hefi meðtekið úrklippu úr riti ýðar, áhrærandi fyrverandi próf. Edgar Lucien Lerkin, er eg, vegna efnisins, verð að svara með fáeinum orðum. Úrklippan er tekin úr “Light” 18. júlí 1935, og undir henni stendur einhver W. G. Hoop. er, Ph.D. Bak við skrif þetta um fjallið “Shasta“ virðist liggja vandlega í- 1 huguð tilraun til þess að breiða út ' lævís ósannindi meðal þeirra, sem unna dulspeki og spíritisma, og nöfn merkra manna notuð sem sönnun- | argögn fyrir þvi sem ekki á sér stað. j I skrifinu segir að próf. Lucien I Lerkin fyrverandi stjörnufræðingur við stjörnuturninn á Wilson fjall- inu i Californíu hafi verið unnandi spiritisma. Mér er það lítt kunn- ugt hvað langt hann fór í þeim efn_ um, en hitt betur, að í “Ether and the Living Universe” eftir W. G. Hooper Ph.D., segir svo: Hann skýrði mér frá, að það bæri oft við, er hann (Lerkin) færi til stjörnu- turnsins, og tæki sér hvíld í legu- bekk, að sálin flytti sig úr líkam- anum og sækti reglufundi Melkí- sedekar flokks á Shastafjalli. Fyrsta ranghermið í umræddu skrifi er það, að stjörnuturn próf. Lerkins er ekki á Wilsons fjalli, heldur á fjallinu Lowe. Fyrir nokkrum árum (mig minnir 1925) gaf Rosecrucian flokkurinn út grein í blaði sínu, þár sem staðhæft var að hún væri bygð á sögu er próf. Lerkin hafði gefið út, þar sem hann ber það fram, að þá hann stóð við stjörnukíkinn á Lowe-fjallinu, hafi hann séð eirihverjar undarlegar ver- ur í mannsmynd (í fjallinu Shasta) og frömdu þær einhvers konar helgisiða athöfn, en alt var jafn- framt uppljómað af kynja-birtu, meðan þessu fór fram; en hvarf síðan. Tilgangur greinar þessarar var sá, að búa menn undir að taka LÁTIÐ EKKI HUGFALLAST F>6 hellsan sé ekkl I sem beztu lagi, og ekki elns g6ð og hún var áður en áhyggjur og önnur öfl veiktu þrótt yðar. Við þessu er til meðal, sem lækna sérfræðingur fann upp, og veitt hefir þúsundum heilsu. Meðalið heitir Nuga-Tone, og fæst í öllum nýtizku lyfjabúðum. Mánaðar skerfur fyrir $1.00, með fylstu tryggingu. Kaupið flösku 1 dag og þér munið finna mlsmuninn á morgun. Munið nafnið Nuga-Tone. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. á móti bók, er átti að lýsa undra- fólki, er bygði Shasta-fjallið, og sem vafalaust kæmi frá Lemoría.” Svo kom bókin út. í auglýsingu fyrir bókinni var þess getið, að kynja ljósagangurinn og byrjunar kenklan eða helgisiðirnir væru flutt- ir og hefði nú aðsetur sitt í fjalls- hlíð, ekki langt frá Mission San Jose. Sannleikurinn er sá, að engin kynjaljós eru í fjallshlíð eður ná- grenni .við Mission San Jose, og því helber samsetningur, sprottinn upp í eigingjörnum tilgangi, til að auðga sig á auðtrúa fólki undir grímu dul- vísinda, spíritisma eða einhverjum öðrum myndum. Það er enginn undra mannflokkur í Shasta-fjalli, og þvi síður regla Melkízedekar flokksins. Það var einu sinni félag — og er kannske enn — með þessu nafni í Applegate í Californíu, en eðli þess er mér ókunnugt. Skógarverðir stjórnarinnar .hafa sagt mér að þeir þekki engan ljósa- gang eða mannflokk í Shasta-fjall- inu eða þar um kring, sama segja og fregnritarar blaðanna, sem bú- settir eru í sveitunum kringum fjall- ið, og höf. greinar þessarar, sem er þaulkunnugur um þessar slóðir, hef- ir ekki getað spurt uppi nokkurn mann, er gat gefið honum upplýs- ingar eður vísað honum leið til þessa mannflokks. 1 Nú skal vikið máli að próf. Ler- kin og sögunni af stjörnukíkinum. Lerkin prófessor er sagður að hafa beint kíkinum á Shasta-fjallið, og séð það skírt er fyr getur, en hver sá maður, sem er kunnugur lands- lagi í Californíu veit að slíkt getur ekki skeð, því fjallið Lowe er í Suður-Californíu, en Shasta-fjallið í Norður- Californíu, og á milii þeirra eru fullar 400 mílur e'ða meira, og auk þess er í milli hár fjallgarður; ofan á þetta bætist svo mikið mistur eða móði í loftinu vfir hinum mikla dal í Mið-Californíu, að allir kikirar eru gagnslausir. Lerkin prófessor var um skeið nafnkendur vísindamaður. Hann var og einnig mikill rithöfundur, voru rit hans jafnóðum gefin út af Hearst útgáfufélaginu. Höfundur greinar þessarar hefir með ánægjn lesið öll rit hans, er hann reit á yngri árum sínum. Síðar á árum veiktist hann af tauga-sjúkdóm, samkvæmt skýrslu bróður hans, sem einnig er vísindamaður og hefir stöðugt um- gengist bróður sinn. Eftir bað að próf. Lerkin veiktist, tapaði hann rithöfundagáfunni og hvarf með pví úr rithöfunda hópnum. Eftir vitn- isburði vinar Lucien próf. hafði hann í hugarstríði sínu eyðilagt handrit, er laut að landinu Pan, en svo nefndi hann Lemúriu, hafði hann varið í ritið miklum rannsókn. um og tíma. Hverjum augum próf. Lerkin leit á spiritismann veit eg ekki, eður hve róttæk þekking hans var á til- verunni og leyndardómum hennar; en það veit eg, að hann gat ekki séð frá Lowe fjallinu þá atburði sem fullyrt er að hann hafi séð þaðan. Eg er einnig andstæður þeirri skoðun, að nokkur tegund af félagi eigi sér stað á Shesta-fjalli eður kringum það. I f jallinu eru heldur engir hellar, er varðveiti hulda fjársjóðu Lem- úriu, og ekki eru þar heldur skip með glerbotnum', er sigli út á Kyrra- haf, og flytji fólk til að ganga í skóla eða hlýða kynja guðsdýrkun á Shasta-fjalli, svo sem haldið hefir verið fram af prettvísum mönnum, er byggja félög sín á lygasögum og Shasta-f jalli. (Fljótleg þýðing fyrir kvöldvöku. félagið “Nemo” á Gimli.). Erlendur Guðmundsson. I Business and Professional Cards PHYSICIANS ond SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Grahaxn og Kennedy Sts. Phone 21 834—Oífice tlmar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Offlce ttmar 4.10-6 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er aB hitta kl. 2.30 til 6.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsími 42 691 1 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Bta. Phonee 21 21$—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON Nuddlcctcnlr VlBtalstími 3—6 e. h. 218 Sherburn St.--Sími 30877 41 FURBY STREET Phone 36 137 StmiS og semjiS um samtalstima - DR. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St. Talslmi 23 739 ViBtalstlmar 2-4 Heimili: 776 VICTOR ST. Winnipeg Sfmi 22 168 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. lslenxtcur lögfrœtHngur Skrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 96 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. lslenztcur lögfrotOingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 DRU00I3TS DENTISTS DR. A. V. JOHNSON — tslenzkur Tonnlœtcnir Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœtcnar 212 CURRY BLDO, WINNIPEG Gegnt pðsthðslnu Sfml 96 210 Helmllis 33 321 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDXNG Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. . PHONES: Office 36 196 Res. 51 456 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave, Winnipeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um tlt- farir. Allur útbúnaSur sð. beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarBa og legsteina. Skrlfstofu taislmi: 86 607 Heimilis talslmi: 501 662 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG, WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgB af öllu tægi. Phone 94221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFH BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna, Tekur aB sér aB ávaxta sparifí fólks. Selur eldsábyrgB og bif- reiBa ábyrgBir. Skriflegum fyrir- spurnum svaraS samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Real F.state — Rentals Phone Office 96 411 806 McArthur Bldg. HANK’S BARBER AND BEAUTY SHOP 251 NOTRE DAME AVE. 3 inngöngum vestan viO St. Charles Vér erum sérfræBingar I öllum greinum hárs- og andlitsfegrunar. Allir starfsmenn sérfræBingar. SÍMI 25 070 • REV. CARL J. OLSON UmboBsmaður fyrir NORTH AMERICAN LIFE ASSURANCE FÉLAGIÐ ábyrgist Islendingum greiB og hagkvæm viBskifti. Office: 7th Floor, Toronto General Trust Building Phqne 21 841—Res. Phone 37 769 HÖTEL 1 WINNIPEG ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG Pœgilegur og rólegur bistatur i mittbitci borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yflr: meB baBklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltlBir 40c—60c Free Parlcing for Ouests THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Douyn Tottm Hotel** 220 Rooms wlth Bath Banquets, Dances, Conventlona, linners and Functlons of ail kinds Coffee Shoppe F. J. FA.LD, Mcmager CorntoaU JMel SEYMOUR HOTEL Sérstakt verB á viku íyrir námu- og fiskimenn. KomiB eins og þér eruB klæddlr. J. F. MAHONEY, framkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIFEO 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market «t. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.