Lögberg - 07.05.1936, Blaðsíða 1

Lögberg - 07.05.1936, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines Áafi W&efSf a útf* a '^* For •^?*** Service and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines ws tot «*£&* d v^0V>° ÍTlo*>* For Better Dry Cleaning and Laundry 49. ÁRG-ANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 7. MAÍ, 1936. NÚMER 19 Ethiópíumenn gefast upp—Haile Sel- assie keisari flýr úr landi og leitar landsvistar í Palestínu Þaii tíðhidi liat'a ger^t, að ítalir hafa unnið í'ullnaðar sigur á EJthiópíumönmim, og keisarinn hefir flúið land á.saml i'jölskyldu sinni. Er þess vænst að úr þessu komi Mussolini þar á fót bráðabirgðar stjórn nær sem véra vill. Samkvæmt vfirlýsingu í brezka þinginn frá Anlhony Eden utanríkisraÖgjafa, hefir stjórn Breta fallist á að veita liinum útlæga keisara Ethiópíumanna landvist í PaLostínu gegn því skilyrði, að hann lial'i engin afskii'li af opinberum málum. ('rslit þessi í Afríkustríðinu hafa af eðlilegum ástæð- um veikt til muna álit og afstöðu Þjóðbandalagsins út á við, þar sem allar tilraunir þess til samkomulags og sátta fóru gersamlega út um þúfur. Frá Islandi STÓRT HÆNSNABO BRENNUR í fyrrinótt brann til kaldra kola hænsnabú við Langholtsveg 12 og fórust þar 12—14 hundruð hænsn, bætSi ungar og fullorðið, og þrem kúm var með naumindum bjargaS. BUstjÓri, sem staddur var hjá Ár. bæ ásamt tveimur mönnum öðrum kl. tæpl. 3 um nóttina kom fyrstur manna auga á eldinn og ók þanga.S í skyndi. Var hænsnahúsiS mikiS fariS aS brenna og eldur mestur austur af miSju húsinu. Eigandi hússins og húsdýranna, ETögni Halldórsson verkstjóri hjá Mjólkurfél. Rvíkur,, sem býr rétt hiá hænsnabúinu, var þegar vakinn. MeS aSstoS aSkamumanna tókst með naumindum að bjarga þrem kúm, er hafSar' voru í f jósi áföstu viS hænsnahúsiS. Alt annað brann til kaldra kola, og slökkviliSi'S, sem kom aS um kl. 3, gat ekkert að gert. Þarna brunnu inni 5—6 hundruS hænsn fullorSin og 7—8 hundruS ungar. þeir elztu tveggja mánaða gamlir, en þeir yngstu skriðu úr egginu í fyrradag. Húsið, sem brann, var skúrbygging 33x5^ m. að stærS, bygt Úr timbri og járn- varið. Tvær útungunarvélar voru í húsinu og þrjár fósturmæSur, sem hitaSar voru með olíulömpum, en húsið var raflýst. Ekkert verSur vitaS um þaS, meS hverjum hætti eldurinn hefir komið upp. og varð einskis vart, er síSast var gengiS um húsiS, um miðnætti. Þótt húsiS og hænsnin væru vá- trygt mun eigandinn hafa beðið til- finnanlegt tjón. —N. dagbl. 8. apríl. KRISTLEIFUR A STÓRA-KROPPI 75 ARA í dag er hinn góðkunni fræSi- maður. bændaöldungurinn, Krist- leifur á Stóra-Kroppi 75 ára. Krist- leifur á yfir aS líta langa og' stari- sama æfi. Seni bóndi hefir hann alla tiS veriS sómi stéttar sinnar. ötull og framtakssamur, en þó gæt- inn og forsjáll. Eins og aS líkindum lætur liafa öldur erfiðleikanna oft risií hátt, ekki sízt á frumbýlings- ánmum, er börnin voru möfg í ó- megð — þá er mörg búmannsraun. En ávalt var þó sigur unninn. Samhliða búsáhyggjum hefir Kristleifi unnist tóm til að stimda ritstörf í stórum stíl og með ágæt- um árangri. Hver bóndi, sem rækt- ar og bætir jörS sína, heldur áfram landncámi forfeSranna. Kristleifur er einn margra slíkra á seinni árum. En færri eru þeir, sem hann, er varSveitt hafa gullkorn sögulegra minninga úr lífi íslenzkrar alþýSu. ÞaS starf mun halda nafni hans á lofti um langa framtíð ,og verða mcira metið eftir því, sem lengra líður. Á þessum tímamótum æfi sinnar munu öldungnum á Kroppi og hinni ágætu konu hans berast margar hlýjar óskir æftíngja og vina. Og sá hópur er stór, því aS engan veit eg hans öfundarmann né óvin. Einar Guðnason. —N. dagbl. 5. apríl. # * # /•'./. ÍRl 'EITINGATILLÖGUR A ALÞINGI Nefndarálit og tillögur fjárveit- inganefndar voru lagðar fram á Al_ þingi í gær. I lækkunartillögur nefndarinnar viS fjárlögin nema 247 þús. kr., en lækkunartillögur 54 þús. kr. Raun- veruleg hækkun samkvæmt tillögun. um er því 193 þús. kr: I fjárlagafrv. eru útgjóld ríkis- sjóSs áætluð 15.7 milj. kr. og tekj- urnar 15,5 milj. kr. Að viðbættum tillögum neindarinnar yrði um 4<x> þús. greiðsluhalli á frv. Nefndin' gerir ráð fyrir í áliti sínu, aS gera viS 3. umr. tillögur til hækkunar á tekjuliSunum þannig aS fjárlögin geti orSið tekjuhalla- laus. Hækkunartillögur nefndarinuar skiftast þannig: Til vega- og hafn- argerðar 84 þús. kr., til sjúkrahúsa rikisins 50 þús. kr., til skólabygg- inga 25 þús. kr., til embættiskostn- aðar presta 30 þús. kr. og afgangur er ýmsir smástyrkir til einstakra numna og félaga. Eru nokkrir þeirra taldir hér á eftir: Til Guð- mundar Thoroddsen próf. og Gísla F. Petersen til utanfara vegna rann- sóknar heilasjúkdóma 3,000 kr., til Guðmundar Matthíassonar til hljómiistarnáms 1200 kr., til dr. Þork. Jóhannessonar til ritstarfa 1,000 kr., til Tómasar GuSmunds- sonar skálds 1,000 kr., til SigurSar Skúlasonar til þess að fullkomna sig í frásagnarlist 1,000 kr., tH Péturs Jónssonar söngvara 1,000 kr., til Eggerts Stefánssonar söngvara 1.000 kr., til Bjarna Björnssonar gamanleikara 1,000 kr., til Þóru Borg til leiknáms erlendis 1,000 kr., til Jóhanns Sveinssonar til vísna- söfnunar 600 kr., hækkun styrks til Leikfélags Reykjavíkur 4,000 kr., til útgáfu fransk-islenzkrar orða- bókar 2,500 kr. og hækkun styrks til skóggræðslu 3,200 kr. —N. dagbl. 5. apríl. * # # FISKAFLINN UM MANHÐAMOTIN llinn 31. marz s. 1. var aflinn samtals á ollu landinu 7,640 smál., miðað viS fullverkaSan fisk. Á sama tíma í fyrra 16,252 smál., eSa nokkru meiri en helmingi meiri. Miðað við þennan dag hafði afl- inn minkaS um 4 þús. smál. á ári síðan 1933, en á þessu ári hefir afl- inn minkaS um fullar 8 þús. smál. frá því í fyrra. Þó hefir afli aukist á nokkrum stöðum á þessari vertíS, miSað viS fyrra .ár: Á Eyrarbakka úr 5 smál. í 68 smál. Stokkseyri úr 84 smál. í 170 smál.. i I'orlákshöfn og Sel- vogi úr 25 í 110 smál., í Grindavík úr 167 smál. í 370 smál. í (ierðum og Leiru er aflinn að kalla jafn nú og í fyrra 257 smál. En á öllum öðrum stöðum mikið lægri. Mestu munar á togaraaflanum. t Reykjavík höfSu togarar aflað 283 smál. á móti 2,806 smál. í fyrra eða 10. hluta af fyrra árs veiði. I HafnarfirSi er veiði togaranna i marzlok 57 smál. á móti 1573 smál. á sama tima í fyrra, eða tæplega 27. hluta fyrra árs veiðar. önnur skip í Reykjavík höfSu í marzlok veitt 352 smál. gegn 1143 smál. áriS áSur. en önnur skip en togarar í HafnarfirSi 155 smál. ;\ móti 481 smál. áriS áSur. Af heildaraflanum kemur á: Sunnlendingaf jórSung 6,734 smál. VestfirSingafjórSung 738 smál. AustfirSingafjórSung 167 smál. —Xýja Dagbl. 4. apríl. TEKST A HENDUR FORUSTU LANDBÚNAÐAR UÁÐUNEYTISINS Eins og kunnugt er sagSi Donald McKertzie af sér í haust er leiS, em- bætti landbúnaðarráðgjafa i Bracken stjórninni, þó hann fyrir þrábeiðm Mr. Brackens gengist undir að gegna því fram í lok síðasta þings. Xú hefir Mr. McKezie látið af em- bætti fyrir fult og alt, en Mr. Bracken tekið þaS að sér jafnframl stjórnarforustunni. Sparast við þetta full ráðgjafalaun. Mr. McKenzie gengur í þjónustu L nited Grain Growers félagsins og verður varaforseti þess. Er hann í hvívetna hinn liðtækasti maStn g eftirsjá aS brottför hans úr stjórn Manitobafylkis. SKARAR FRAM ÚR ÞJÓDKUNNUR BLADA- MADUR LATINN l'ann 30. apríl síSstliSinn lézt í Torontoborg, einn af hinum nafn- kendustu blaðamönnum canadisku þjóðarinnar, Harry W. Anderson, fyrrum ritstjóri Toronto Globe, sextugur aS aldri. Haf'ði hann fyr- ir skömmu veriS skipaSur í þá hina konunglegu rannsóknarnefnd, er það verkefni hefir meS höndum aS kynna sér starfrækslu hcgningar- húsa i landinu og bera fram tillögur viðvíkjandi umbótum á þvi sviSi. FRÁ FRÖNSKU KOSNINGUNUM Xánari fregnir af kosningum þeim til franska þingsins, er fram fóni síðastliðinn sunnudag, bera með sér, aS sigur hinna róttækari vinstri manna hefir orSiS stórfeld- ari en hugaS var í fyrstu. JafnaS- armannaflokkurinn, undir forustu Leon Blum, er langsterkastur, og myndar væntanlega ráSuneyti í fé- lagi við Kommúnista, er hlutu um 80 þingsæti. Þykir liklegt aS meS þessu hreyti Frakkar mjög til hin? betra uiti stefnu sina i utanríkismál- um, með því að núverandi meiri- hluta flokkar höfðu Xorðurálfu- friðinn efst á stefnuskrá sinni. SKIPADUR FYLKIS- STJÓRI Mr. Eric Wlerge Hamber hefir veri'S skipaSur fylkisstjóri í British Columbia. Er hann fæddur í Win- nipeg þann 21. apríl 1879, sonur Erics Hamber, er um langt skeiS gegndi skólastjórastöSu viS St. Johns College. Hinn nýi fylkis- stjóri stundaðá bankastörf lengi framan af æfinni, en tókst á hendur forstjórastöSu viS British Columbia Mills, Timber & Trading félagið 1912 og hefir haft þann starfa með höndum jafnan síðan. Árið eftir var hann kosinn í bankaráð Dominion bankans. Mr. Hamber hefir mjög gef iS sig við íþróttum, einkum kapp. róðri. Allan Halderson Þessi kornungi og efnilegi, ís- lenzki piltur, sem getið var um i síÖasta blaði að unnið hefði í hljóm- listarsamkepni Manitobafylkis, Manitoba Music Teachers Trophy, er sonur þeirra Mr. og Mrs. W. Halderson, 738 Banning Street. llann hefir frá byrjun veriS nem- andi Ragnars II. Ragnars i píanó- spili. TKKJUSKATTUR EYKST Við lok nýliSins fjárhagsárs nam tekjuskattur fylkisstjórnarinnar í Manitoba $130,000 umfram þaS, sem viSgekst áriS þar á undan. Persónu- legur tekjuskattur gaf af sér $821,- 081 en skattur verzlana og fram- ieiðslufyrirtækja hljóp upp á $371,- 751- - ÚTVARP - Almenningi í íslenzkitm bi/gdum er tilkynt, að íslenzkri giiðsþjónustu verður útvarpað tfrá Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg sunnudag- inn 17. maí, kl. 7 e. h. FIMTI 1 RÖÐINNl Samkvæmt nýprentaðri skýrslu frá veðurstofunni í Ottawa, var síS- astliSinn aprílmánuSur hinn fimti kaldasti í röSinni síðan árið 1880. SAMBANDSÞINGMAÐUR LATINN SíðastliSinn sunnudag lézt í Ot- tawa, Mr. D'Arcy Britton Plunkett, íhaldsflokks ])ingmaður fyrir Vic- toria, B.C., 64 ára að aldri. Er liann fyrsti neðrimálstofu þingmað- urinn, sem látist hefir frá því um síSustu sambandskösningar. ÞINGKOSNINGAR .1 EGYPTALANDI Almennar þingkosningar fóru fram á Egyptalandi síðastliðinn föstudag, og lauk þeim meS allglæsi. legum sigri fyrir þjó'Sernissinna. Alls eiga sæti i neSri málstofunni 232 þingmenn. Egyptaland fékk þingræðisstjórn 1923, og voru þetta fimtu kosningarnar frá þeim tíma. Sambandsþingið J'ann 1. þ. m., lagSi Mr. Dunning fram fjárlagafrumvarp sitt í Sam- bandsþinginu og fylgdi því úr hlaSi með langri og ítarlegri ræSu. Ýms- ar allverulegar breytingar tollög- gjöfinni viSvíkjandi, hefir frum- varpið til brunns aS bera og ganga þær langflestar í þá átt að lækka verndartolla. Alls eru tolllækk- anirnar 104, en hækkanir í 12 til- Eellum. Söluskattur hækkar um 2%, verður nú 8%. Tekjuskattur stórfyrirtækja hækkar um ^/2% en einstaklingstekjuskattur helst ó- breyttur. Innflutningstoltur af búnaSará- höldtftn lækkar úr 25% ofan í 7^/2%. Tollur á gasolíu lækkar ofan i ic á gallónuna. Samkvæmt ákvæðum hins nýja gagnskiftasamnings Við Bandaríkin, mega canadiskir ferða. menn kaupa og flytja inn $100 virSi af Bandaríkjavörum án þess aS borga af þeim toll, og ná hliSstæS ákvæSi til amerískra ferðamanna, er hingað koma. Alls gerir f járhagsáætlunin 1936- 37, ráð fyrir $100,000,000 tekju- halla. Mr. Dunning var alt annað en myrkur i máli viðvíkjandi efna- hag þjóðarinnar og hvatti mjög til s])arnaðar. Þó kvað hann ekki verða um það deilt, að horfurnar Eæri batnandi jafnt og þétt. Þingnefnd sú, undir forustu Mr. Euler, verzlunarráðgjafa, sem haft hefir meS höndum rannsókn hveiti- verzlunarinnar, hefir nú lokiS störfum, og er þess vænst að hún lcggi fram álit sitt á næstunni. For- stjóri hveitisöluráSsins, Mr. Mur- ray, telur æskilegt að skipuð verði konungleg rannsóknarnefnd viÖ- víkjandi hveitiverzluninni í heild. Enn er órcáðið hvern byr slík uppá- stunga kann aS fá. Til J. P. P. 2. maí, 1936. Eg sá þaS í Lögbergi i gær aS þú hafir haldiS ræSu um Island, fyrir fullu húsi í Winnipeg, og hef ir þetta skapaS þá forvitni hjá mér og öSr- A sumardaginn fyrál a Það vaknar alt af svefni á sumardaginn fyrsta og signir sig mót austri og þyrstu brjósti teygar úr loftsins djúpu skálum þær lífs og kraftaveigar, aem ljóssins andi veitir á sumardaginn fyrsta. Og ljóssins andi svífur á sumardaginn fyrsta á sólskinsmjúkum fjöÖrum tilsmæstu og stærstu heima, með vængjafylli af lífi í gegnum loftsins geima og gleSur alt, sem bærist, á sumardaginn fyrsta. Hann snertir kaldan svörðinn á sumardaginn fyrsta og sæng hins minsta frækorns hann endurvermast lætur; liann skapar því í moldinni þroskaráð og rætur og reisir það frá dauðum á sumardaginn fyrsta. Hver lífræn tunga syngur á sumardaginn fyrsta í samfagnandi tónum, er viðkvæm hugsun blandar; og söngnum fylgir kraftur sem berst frá strönd til slrandar og stígur upp til himins á sumardaginn fyrsta. Og það er eins og sál vor á sumardaginn fyrsta með sigurvaldi rísi, til æðra skilnings vakni; som andi vor aé floygur som höft og hnútar rakni oi>- himininn sé opinn á sumardaginn fyrsta. Sig. Júl. Jóhannesson. um hér, aS eg treysti því að þú segir okkur írá ferðalagi þínu í Lögbergi, ekki sízt þar sem má lesa þaS á milli línanna í þessum fréttastúf blaSsins, aS þú munir ekki hafa gengiS um landíS bhndandi. ÞaS sem þú segir vita allir, sem þiS þekkja, að er rétt og satt. Við vitum vel hvaS góSur Islendingur þú hefir alt af veriS, og þaS er kom. inn tími til þess aS fólk hér sjái gamla landið eins og þaS í rauninni er, en ekki i gegnum einhverja blá- móSu fávizkunnar, sem flestir þeir lifa í, sem hafa ekki séð Island í mörg ár, og sem margir á íslandi lifa í. Bobby Burns sagði eitthvaS á þá leiS aS þaS sé gott að sjá okkur sjálfa eins og aSrir sjá okkur, og engum er betur treystandi til þess að segja rétt og skýrt og satt frá öllu en þér. Eg veit að þú hefir vit á því að halda í þér andanum í hvert skifti sem þú finnur aS þú ert kominn út á hálan ís, sérstaklega hvaS menn- ingu þjóSarinnar snertir, og aS þú berir hana ekki saman viS þaS sem hcr er aS finna í því efni, eSa gerir annan samanburS, sem varS séra Albert aS fótakefli. Hann hafSi ekki vit á því aS halda í sér and- anum þegar aS þvi kom aS gera samanburð, og hafa þó víst en,;ir bríxlað séra Albert um heimsku' Auðvitað þykist eg vita dálítið um landifc", því þar var eg nýlega. En eg mundi koma of klumbslega orðum um þá kurteysi, alúS og vinsemd, sem eg mætti hjá fólki mínu, frænd- um og vinum, og hjá mörgum ó- kunnugum, ,og um þá ókurteysi andúS og fyrirlitningu, sem eg mætti hjá mörgum öðrum, að það yrði misskilið af þeim, sem ekkert vita um Island, en þykjast þó vita alt, og færi kanske fyrir mér eins og í einu húsi, þar sem eg á aS hafa talaS svo illa um landiS að þaS leiS yfir konuna, maSurinn ældi 1 "sínkið" og blessuS börnin gufuSu upp á loft meS tárin í augunum. Og samt sagði eg mikið meira gott en ilt um alt "heima" þó aS eg sé ekki eins góður íslcndingur nú og eg var áður en eg fór "heim." Segðti okkur álit ]iitt um ísland —en haltu í þér andanum jiegar það á viM Þú fyrirgefur ráSlegging- una. G. T. Athclstan. List of Contributors towards purchasing "The Glacial Blink" a painting by EMILE WALTERS, to be presented to the Winnipeg Art Gallery and placed in the Winnipeg Auditorium. Pur- chase price $700.00. Mr. H. Halldorsson ....................$50.00 Dr. B. J. Brandson.................... 25.00 Dr. Jon Stefansson ...................... 10.00 Dr. P. H. Thorlaksson .............. 20.00 Mr. Hannes Lindal ...................... 25.00 Anonymous ................................. 1.00 Hon. W. J. Major ....................... 5.00 Ald. Victor B. Anderson ............ 5.00 Prof. Richard Beck .................... 5.00 Total.....................................$146.00 Kærar þakkir, THE COLUMBIA PRESS, LTD. Mr. B. Bjarnason kaupmaSur frá Langruth, var staddur í borginni í bvrjun vikunnar. Hinn árlegi vor-bazaar Kvenfé- lags Fyrsta lúterska safnaSar, verð. ur haldinn í fundarsal kirkjunnar á þriðjudaginn þann 19. þ. m.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.