Lögberg - 02.07.1936, Blaðsíða 1

Lögberg - 02.07.1936, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines &*!&* -1 ^p *,«»*** Fof ^/o^ Service and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines Iff ft*S te^ For Better Dry Cleaning and Laundry 49. ARGrANGUR WINNTPEG, MAN., FIMTUDAGINN 2. JÚLÍ, 1936 NtJMER 27 Ur borg og bygð Á mánudaginn komu hingað til borgarinnar sunnan frá Los Angeles í Californía, þær Mrs. Marguerite Gilbert og Mrs. Jean Gilbert. Hin síoarnefnda kom hingað í heimsókn til ömmu sinnar, Mrs. Guðrúnar Gilbert, sem heima á að 270 Good Street hér í borg. Mrs. Jean Gilbert var fædd í Winnipeg, en hefir verið fjarverandi síSastliðin 15 ár. Mrs. Marguerite Gilbert er amerísk og hefir aldrei áÖur til Canada komið. HéÖan fóru þær til Montreal til f undar vi'S Gordon Gilbert, er stund- ar nám- við McGill háskólann. Þær ferðast í bíl og nemur vegalengd sú er þær verða 'búnar að feröast, er heim kemur, um 9,000 mílum. Séra K. K. Ólafson flytur fyrir- lestur um "Nýstefnur og nauðsynja. mál" í lútersku kirkjunni á Gimli mánudaginn 6. júlí kl. 8:30 aÖ kvöldinu. Inngangur ókeypis. Frjáls samskot. Séra K. K. Ólafsson flytur fyr- irlestur í Argylebygo sem fylgir: 1 Glenboro (lútersku kirkjunni), þriðjudaginn 7. júlí I kirkjunni á Brú, miðvikudag- inn 8. júlí. I kirkjunni á Baldur, fimtudaginn 9. júlí. Á Öllum þessum stöðum byrja samkomurnar kl. 8.30 að kvöldinu. Umtalsef nið: "Nýstef nur og nauð- synjamál." Frjáls samskot verSa iekiij. VEITIÐ ATHYGLI! Islendingadagsnefndin hefir á- kveÖiS að halda áfram að safna nöfnum þess fólks, sem er af ís- lenzku hergi brotiS, og dvalið hefir 50 ár eða lengur hér í landi. Það eru þvi vinsamleg tilmæli nefndar- innar, að það fólk, sem dvalið hefir hér 50 ár eða lengur og hefir ekki gefið nöfn sín inn til nefndarinnar áður, gefi ritara nefndarinnar hr. G. P. Magnússon að 604 Sargent Ave., Winnipeg, eftirfylgjandi upp- lýsingar sem allra fyrst: Nafn, heimilisfang, aldur, hvaSa ár það kom til þessa lands, f rá hvaða plássi á Islandi það koftí, hvar það settist fyrst að hér vestra, atvinna, gift, ógift, ekkja eða ekkill, nafn konu eða eiginmanns, eftir því sem á stendur. Einnig er mælst til þess, að ef eitthvað af því fólki, sem gaf nöfn sín inn til nefndarinnar i fyrra- sumar, hefir ekki meðtekiS borða þann er því bar að fá, að tilkynna það ritara nefndarinnar og verður þá borSinn tafarlaust sendur þvi fólki. Mr. og Mrs. Hannes Björnsson f rá Mountain, N. D., óg Helgi sonur þeirra frá Edinburg, komu til borg- arinnar á föstudaginn var. í för meo þeim voru Mrs. Axelína Berg- man frá Hensel ásámt þrem dætr- um. Mr. Sveinn Magnússon frá Hnausa var staddur í borginni á föstudaginn í fyrri viku. Þeir Thorlákur Thorfinnsson, Gunnar Oddson, Kristján IndriSa- son og Kristján Guðmundsson frá Mountain, N. Dak., komu til borgar- innar í lok fyrri viku. Kirkjuþing Sambandsmanna var sett hér í borginni síðastliðinn f östu- dag. G. S. THORVALDSON, lögfrœðingur Mr. Thorvaldson er einn þeirra manna, er bjóSa sig fram til þings af hálfu íhaldsflokksins í Winnipeg, við kosningar þær til fylkisþings- ins í Manitoba, er fram fara þann 27. þ. m. Séra Egill H. Fáfnis frá Glen- boro kom til borgarinnar á föstu- daginn var, ásamt systur sinni. Mr. Th. Thorsteinsson, Simcoe Street, er nýkominn heim eftir mánaðardvöl norður í Nýja íslandi. Mr. Sveinn Thorvaldson kaup- maður i Riverton, dvaldi í borginni um síðustu helgi. Séra Jakob Jónsson frá Wyn- yard hefir dvalið í borginni nokkra undanfarna daga. Mrs. Adam Thorgrímsson frá Lundar, Man., dvelur í borginni þessa dagana hjá dóttur sinni og tengdasyni, Mr. og Mrs. Ásgeir Gudjohnsen. Mrs. Einar ísfeld frá Langruth, dvaldi í borginni seinni part vikunn- ar sem1 leið; kom hún hingað ásamt Aðalsteini syni sínum í heimsókn til tveggja dætra sinna. íslendingadagur verður haldinn á Iðavelli við Hnausa á laugardaginn þann 1. ágúst næstkomandi. Hefir mjög verið til alls undirbúnings vandað. Mrs. Oscar Eiríksson frá Árnes, Man., kom til borgarinnar á laug- ardaginn. Miss Gerða Christopherson frá Bredenbury, Sask., var stödd í borg- inni í fyrri viku. Frú Valgerður SigurSsson frá Riverton kom til borgarinnar á föstudaginn ásamt tveimur sonar- dætrum sínum' þeim Grace og Jór- unni. Mr. Lárus Gíslason frá Chicago, 111., kom til borgarinnar seinni part vikunni setn leiS, og fór norður til Hayland í heimsókn til móður sinn- ar, Mrs. Davíð Gíslason og systkina. Gerði hann ráð fyrir að dvelja þar í hálfsmánðar tíma. Þeir Mr. J. S. Gillis og Th. J. Gíslason frá Brown P.O., komu til borgarinnar snöggva ferð á föstu- daginn var. Þau Mr. og Mrs. Ketill Valgarðs- son frá Gimli, komu til borgarinn- ar áþriðjudaginn á leið til Moose Jaw, Sask, þar sem framtíðarheim- ili þeirra verður. Hafa þau hjón átt heima í Manitoba síðastliðin 58 ár. Með þeim fór vestur í skemti- fer'S, dóttir þeirra, Mrs. G. J. John- son, 109 Garfield Street. G. T. PICNIC Hið árlega skógargildi (picnic) stúknanna Helku og Skuldar, verð- ur haldið í Kildonan Park, sunnu- daginn 12. júli. Allir velkomnir. Nánar auglýst í næstu blöðum. Mr. og Mrs. G. J. Oleson frá Glenboro, voru stödd í borginni í fyrri viku ásamt Thomasi syni sín- um. Jón Bjarnason Academy Gjafir í Styrktarsjóð, er notaður skal, samkvæmt því sem áður hefir verið auglýst, til þess að greiða skattskuldina og með því losa skól- aeignina vi'ð öll veðbönd. Áður auglýst ..........$227.05 Guðrún Johnson, Arnes, Man., $2.00; Vinur skólans í Selkirk, Man. $5.00; Mr. og Mrs. S. Solvason, Westbourne, Man., $2.00; Árni Bjarnason, Reykjavík, Man., $2.00; Árni Paulson, Reykjavík, Man., $5.00; Safnað við Gimli (Sigurður Sigurðsson) : Sigurjón Jóhannsson, $1.00; Sigmundur Narfason, $1.00; Erlendur Narfason, $1.00; GuS- mundur Fjeldsted, $1.00; Sigurður Sigurðsson, $1.00. Samtals ............$248.05 í umboði forstöðunefndar skólans vottar undirritaður hér með vin- samlegt þakklæti fyrir þessar gjafir. Winnipeg 30. júní 1936. S. W. Melsted, gjaldkeri skólans. 673 Bannatyne Ave., Wpeg. Miss Elína Thorsteinson, kenslu- kona frá Tacoma, Wash., dvelur í borginni um þessar mundir hjá bræðrum sínum Kristjáni Thor- steinssyni, 417 Simcoe Street, og Aðalsteini Thorsteinssyni, 621 Mary land Street. UÖRMULEGT SLYS Síðástliðinn sunnudag ger'ðist sá hörmulegi atburður, að ungur maður, Guðjón Thordarson, sonur þeirra merkishjónanna, Mr. og Mrs. Jón Thördarson, er búa um tíu míl- ur suðaustur af þorpinu Langruth hér í fylkinu, lézt með þeim hætti, að er hann var að koma fyrir byssu sinni i veiðibát niður við vatnið, þá hljóp úr henni skot, er varð honum að bráðum bana. Með Guðjóni heitnum var f jögra ára barn, er eitt kunni frá tíðindum að segja. Guð- jón var kvæntur fyrir f jórum dög- um, er dauða hans bar að. Auk ekkju sinnar og foreldra, lætur hann eftir sig eftirgreind systkini: Free- man og Albert, búendur við Lang- ruth ; Bjarna skólastjóra í Carberry; Gordon kennara í Reykjavík póst- héraði og Mrs. A. Mclnnes frá Idaho. Jarðarförin fór fram á þriðjudaginn og fór jarðsetning fram í islenzka grafreitnum við Big Point. Lögberg vottar ekkju, foreldrum systkinum og öðrum vinum hins látna, innilega samúð í hinni djúpu sorg. HORFT FRAM Brosir vor — ogj björtum glömpum bylgja lífs er risín enn. kynslóð ný — hve fram hún flæðir, freyjur prúðar. vaskir menn. Söm er æskan eins og fyrrum, augun tindra skær og snör, hvötin djörf. — Eta hvert er markið, hvert er heitið yðar för? Það er sem úr ýmsra augum óviss logi blysin tvenn, —annað boði dýrar dáðir, drenglund heila og trausta menn; hitt ber keim af græðgi gammsins, —gleypt það draf' er fyrst sé völ, fárátt glott að fornum véum, — Fróni hugað meginböl. Hugðum snýr að háu miði heilbrigð æska í glöðum móð, vill að gull og grænir skógar gefast megi allri þjóð. Til er þá að sýnin sanna svífi skýr um hugans tún. henni þarf að horfa í augu heitri þrá, svo rætist hún. Djásna til, er framtíð felur f ör má hef ja um leiðir tvær, aðra beina, en hin í hlykkjum, hennar f ólk því litlu nær. Önnur krefur afls og vilja, andróðrana er fái þreytt. Hinnar mið er hark og skvaldur, liávært þvarg um ekki neitt.— Ungu menn, þér erfið ríkið, en ef fylgja veðbönd leið- afsakið þá okkur hina, er átum vel um nokkurt skeið; snúið, drengir, fálmi í frelsi, fyilið margan tóman sjóð, stýrið snjalt, svo voði og viðjar vindist ekki að landi og þjóð. Farið vel! — 1 festu kjalar laið grjót úr horfnri tíð, bæði pundin böls og heilla, —blóðtöp vor og unnin stríð. Þrent er víst: að gras mun gróa, glóey skína og endast sær. tsland kallar — ár skal rísa, afli gnógur f jær og nær. Jakob Thorarensen. —Lesbók Mbl. FRANKLIN D. ROOSEVELT ENDURÚTNEFNDUR TIL FORSETA Á útnefningarþingi Demokrata- flokksins í Bandaríkjunum, sem haldi'S var í borginni Philadelphia, var Franklin D. Roosevelt endurút- nefndur sem forsetaefni í einu hljóði. John N. Garner hlaut og út- nefningu á ný til varaforseta. Eini maðurinn, sem mótmælti opinberlega endurútnefningu Roose. velts, fyrverandi rikisstjóri í New York, Alfred E. Smith, fékk ekki áheyrn. Yfirleitt rikti í hvívetna ákveðinn einingarandi á þessu mikla útnefningarþingi. ÞINGMENSKU FRAMROÐ Dr. D. Baldwin í Benito býður sig af hálfu Liberal-Progressive flokks- ins í Swan River kjördæminu. Mr. J. L. Christie, sá, er sæti hefir átt á fylkisþingi fyrir Cypress River kjördæmið síðasta kjörtímabil, sem Liberal-Progressive, hefir verið út- nefndur þar á ný. í Winnipeg hefir C.C.F. flokkur- inn útnef nt þá John Queen, William Ivens, S. J. Farmer, Marcus Hy- man og Miss Beatrice Brigden. Afturhaldsflokkurinn hefir útnefnt Ralph H. Webb, D. B. Ketchen, G. S. Thorvaldson, J. A. Barry og R. W. B. Swail. Útnefning af hálfu Liveral-Progressive hér i borginni fer fram á föstudaginn. NA ÚTNEFNINGU VIÐ PRÓFKOSNINGAR Ef tirgreindir íslendingar náðu út- nefningu viS prófkosningarnar, sem fram fóru í North Dakota þann 24. júní síðastliðinn: Til dómara í 2. dómþinghá: Guð- mundur Grímson, Rugby. Fyrir ríkislögmenn: J. M. Snowfield, Cavalier County, gagnsóknarlaust. O. B. Benson, Bottineau County; G. V. Davidson, Renville County; Helgi Jóhannesson, Pembina Coun- ty; Stone Hillmann, Sheriff í Pem- bina County; Eggert Erlendson f yr- ir friðdómara í Walsh County; F. H. Hall, County Commissioner, Pembina County. Frá Islandi Frctfabréf frá Norðfirði NorSfirði í maí. Nýlega er hlaupinn af stokkunum hér nýr vélbátur, smíðaður í vetur. Báturinn er eign Guðjóns Símonar- sonar útgerðarmanns og sona hans, þeirra sömu sem mistu mótorbátinn "'Vonin" í ofsarokinu 26. okt. síð- astliðinn. llinn nýi bátur, sem hefir feng- ið nafnið "Islendingur" er 24 til 25 tonn að stærð, bygður úr eik og hefir kostað um 16 þúsund krónur án vélar. en auk þess mun hafa ver_ ið notað ýmislegt úr "'Voninni" svo telja ané að báturinn hafi kostað nokkuð meira. Vélin sem var í "Yoninni" 75 hestafla Juni-Munktel, er notuð í hinn nýja bát. P.áturinn er mjög fallegur og vandao'ur. Yfirsmiður var Sigurð- ur Þorleifsson bátasmiður. Mótobátar héðan fundu nýlega bjarghring og bauju af vélbátnum "Kára," sem fórst frá Fáskrúðs- firði. Þetta fanst 36 mílur út af Reyðarfirði. TíÖarfar er afar hagstætt til gras- sprettu og átlit fyrir ágæta sprettu. Flestir búnir að setja niður jarð- epli og það með mesta móti sem ver. ið hefir síðan á striðsárunum. Síld hefir sést vaða útifyrir Norð- firði og lítilsháttar orðið vart við hana í reknet, en ekkert veiðst inni í firðinum. Mbl. 3. júní. Mesta snjókoma % heimi er á VatnajöMi Jóhannes Áskelsson sem var í Yatnajökulsleiðangri dr. Niels Niel- sen, kom hingað til bæjarins í fyrra- kvöld, og er þar með hættur þátt- töku í leiðangrinum. Hann skildi við þá félaga sína á mánudaginn var i tjaldstað þeirra á vesturbrún \*atnajökuls. Morgunblaðið hefir áður skýrt frá ferð leiðangursins austur að Kálfafelli í Fljótshverfi, og hvað hún gekk örðuglega. Frá Kálfafelli lögðu þeir á stað upp á jökul á sumardaginn fyrsta, og kamust þann dag upp á jökulbrún hjá Há- göngum og tjölduðu þar. Komust þeir með allan farangur sinn með sér þangað. Síðan var haldið í ýms. um krókum upp eftir jöklinum, milli ýmissa tinda. — (Núnataks), sem skaga upp úr honum, og haldið til Grímsvatna. Þar var ' slegið aðal- tjaldbúðunum á gígbrúninni og haf- ist við um hríð í 1600—1700 metra hæS. Veður fengu þeir vond fyrstu dagana, og segir Jóhannes aS hann hafi ekki vitað fyr, hvað stórhríðar eru og snjókoma, og er hann þó ýtnsu vanur. En á Vatnajökli mun vera einhver hin mesta fannkoma, sem til er í veröldinni. Veldur þar mestu um, að heitt loft upp af Golf- straumnum í Atlantshafi berst upp flóann á Skeiðarárjökli og upp á Vatnajökul, þéttist smám saman og kólnar og steypist svo niður fyrst sem ofsarigning á Skeiðarárjökli, en síðan sem öskukóf á Vatnajökli. Var snjókoman svo mikil stundum fyrstu sólarhringana, að svefntjald leiðang- ursmanna var komið í kaf að morgni, og urðu þeir að moka sér leið út. Þá var ekki um annað að gera en bíða þess að upp birti. Eftir miðjan maímánuð breyttist tíðarfar til hins besta og var hver dagurinn öðrum hetri upp frá því, svo að leiðangursmönnum gafst á- gætt tækifæri til rannsókna. Á sunnudaginn var tókvi þeir upp tjaldstað sinn hjá Grímsvötnum. Skildu þeir þar eftir matvælabirgð- ir og fleira í stórum kassa handa leiðangri Ahlmanns (sænsk-íslenzka leiðangrinum), sem væntanlegur er þangað bráðum. Hlóðu þeir þar vörðu og reistu upp flagg svo að birgðastaðurinn væri auðfundinn. Á sunnudaginn var f arið vestur á rönd Vatnajökuls og tjaldbúðir sett. ar þar. Á imánudagsmorgun skildi Jóhannes svo við félaga sína, eins og áður er sagt, en þeir verða þar að rannsóknum um nokkurn tíma enn- þá.—Mbl. 29. maí. Bílslys % ölvesi Gamall maður varð fyrir bil i Ölvesinu í gærdag og fótbrotnaði illa á öðrum f æti. Maðurinn heitir Ingvar Þórodds- son, fyrrum bóndi á Reykjum í Öl- vesi, en nú búsettur í Hveragerði. Ingvar var að fara út' úr bíl á Ölvesveginum og ætlaði heim að Þórustöðum. Hann stóð aftan við bíl þann, 'sem hann var að stíga af er annan bíl bar að og varð gamli niaðurinn fyrir honum. LúSvík Nordal, læknir á Eyrar- bakka var sóttur til þess að gera við meio'sli Ingvars. Reyndist fótur hans illa hrotinn, önnur pipan alveg í sundur við ökl- ann, en hin fór úr öklalið. Sjúkrabíll Rauðakrossins sótti Ingvar austur og var hann fluttur á Landsspítalann. a Mbl. 4. júní.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.