Lögberg - 02.07.1936, Blaðsíða 7

Lögberg - 02.07.1936, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. JCLl, 1936 7 Sjósókn frá Land- eyjasandi Framh. frá bls. 3 í illu í austurrúminu. ÞaÖ var kom- inn mikill sjór í skipiÖ, en aðgang- urinn ekki greiÖur að austurrúmi. Leizt mér ekki á blikuna og datt í hug, að skipið mundi sökkva. Þór- oddur beið lægra hlut fyrir Guð- mundi. Þótti sumum hrikalegar að- farir, er Guðmundur spenti sína tröllslegu hönd yfir andlit Þórodds —var hönd hans fult svo stór að flatarmáli sem andlit Þórodds — og keyrði hann niður í austurinn. Var nú gengið á milli, rutt austurrúmið og skipið þurausið. XJm leið og Guðmundur slepti Þóroddi, greip hann sjóvetling sinn, dýfði honum í sjó og skelti í andlit Þóroddi. Var útlit og ásigkomulag Þórodds hið aumkunnarlegasta eftir viðureignina við tröllið. Alt gekk slysalaust eft- ir þetta, og höfðum við góða land- töku. Þegar búið var að setja, fór Þóroddur að kasta fúkyrðum að Guðmundi, en honum var þá runnin reiðin og fór undan i flæmingi. En er Þóroddur ól á skætingnum, snýr Guðmundur sér að honum og öskr- ar fast við andlit hans: “Far burt frá mér, andskoti!” Hefir Þóroddi eflaust þótt köld þessi kveðja og vildi ekki eiga meira við Guðmund. Riðu menn nú heim. Daginn eftir var veður gott. Voru allir komnir snemma til skips. Há- setar Jóns Brandssonar komu allir, einnig Þóroddur, en daufur var hann í dálkinn og óvenju fámáll. Var nú róið, en fiskur var tregur um daginn. Þóroddur sat á bitanum undir færi sínu, eins og vant var, en talaði ekki orð allan daginn. Ólafur yngri i Hólminum sat á bita> gegnt Þóroddi. Alt í einu tökum við eftir því, að Þóroddur fer að hamast við færið, keipar ótt og títt, en þó eins og ósjálfrátt. Kallar þá Jón til Ól- afs og biður hann að gæta að Þór- oddi, það sé eitthvað að honum. Um leið og Ólafur snýr sér að Þóroddi, kastast hann í fang honum með froðufalli, blár sem hel og allur lik_ ami hans er eintrjáningur.' Hann hafði fengið ægilegan krampa. Þetta var i fyrsta sinn, er eg sá mann í slíku ástandi, og þótti mér meir en nóg um. Þarna fékk Þóroddur þrjú krampflog með stuttu millibili. Ekki þótti Jóni formanni hyggilegt að vera lengur á sjónum með Þórodd svona veikan. Var því haldið til lands hið skjótasta. Að líkindum hefir ölvun Þórodds og viðureignin við Guðmund daginn áður verið or- sök krampans. Druknun Jóns Brandssonar. Ekki man eg hvaða ár Jón í Hall- geirsey fórst með allri áhöfn rnilli lands og Eyja. Eg var þá farinn úr Landeyjunum. Maður af Suður- landi, sem var á sjó á öðru skipi þann dag er Jón fórst, sagði mér frá því. Skip úr Landeyjum réru þá frá Vestmannaeyjum og sóttu “und- ir sand.” Var þetta seinni hluta dags og vont í sjó, en fiskur nógur. Sáu þeir það til Jóns, að hann setti upp segl og sigldi “út.” Formað- urinn áskipi því, er sögumaður minn var á, mig minnir það væri Sigurð- ur Þorbjörnsson frá Kirkjulands- hjáleigu, hafði orð á þvi, að nú væri réttast að “hanka upp” og hraða sér áleiðis til Eyja, því að “hann væri farinn að koma illa að” hjá Jóni Brandssyni. Sáu þeir það til hans, að hann “lét nær” úti undir Eyjum og síðan sást ekkert til skipsins. Töldu menn víst, að þar hefði skip- ið sokkið, líklega fyrir ofhleðslu. Þannig lauk æfi Jóns og hinna hraustu háseta hans. Oft hafði Ægir sýnt þeim í tvo heimana. Nú tók hann þá alla í sinn víða faðm. Drangaför. Alllangt í vestur frá Vestmanna- eyjum rísa háir klettar úr sjó, einu nafni nefndir Drangar. Þó er einn af dröngum þessum nefndur Ein- arsdrangur. Hann er einn sér suður af hinum dröngunum. í. ungdæmi mínu var oft róið þangað frá Land- eyjasandi, Var það kallað “að fara til Dranga.” Þetta er löng sjóleið, líklega 14-16 sjómilur. Við Dranga voru i þá daga ágæt lúðu- og löngu. mið. Þá var siður í Landeyjum, að formenn gerðu hásetum aðvart með því að “veifa.” Uppi á þvi bæjarhúsinu, er hæst var, var sett há stöng, löng ár eða mastur og á hana fest einhver dökk flík, t. d. skinnstakkur eða annað, sem mikið fór fyrir. Ekki var þó veifað alt af á sama bæjarhúsinu. “Drangaveifa” var sett á öðrum stað en “Eyjaveifa.” Þetta vissu allir menn í sveitinni. Og af þvi hvar veifan stóð, gátu þeir ráðið fyrir- ætlanir formannsins. Ekki var far_ ið til Dranga nema veður og útlit væri gott. Vanalega var farið seint í maí eða snemma í júní. Það var ekki venja i Landeyjum að hafa með sér mat á sjó. í Drangaferð- um var þó gerð undantekning. Þá höfðu menn “Dranganesti,” bezta matinn, sem til var á bænum. Marg- ir hlökkuðu til þess að “fara til Dranga.” í tilefni at einni slíkri för orti Einar á Krossi þessa vísu: Hvenær sem kallið kemur kátur eg gegni því; ekkert mig fjörgar fremur . en fara skinnbrók i og róa út á sjó, lúðu og löngu draga —lesin er þessi baga, eg hana einn til bjó. Einu sinni fór eg til Dranga með Guðlaugi í Hallgeirsey. Það var yndislegt vorveður, logn og blíða. Komið var að Dröngunum snemma morguns. Þar var líflegt um að lit- ast, alt iðandi af hvítfugli, súlu og tnáf, sem gerði sér gott af síldinni, er óð ofansjávar. Ekkert blöskraði mér eins og hvalavöðurnar. Það var blástur við blástur, buslugangur og sporðaköst. Var eg smeykur við stórhvelin, er oft kornu svo nálægt skipinu, að vel hefði mátt ná til þeirra með ár. Veiði var sæmileg. Mörg falleg lúðan var dregin. Það var ekki vandalaust að draga stóra lúðu. Þótt sæmilega gengi að draga lúðuna upp að borði, mátti maður eiga það víst, að þurfa að “gefa henni” aftur til botns. Annars átti maður það á hættu, að hún rifi sig af, ef illa kynni að standa i henni. Það væri synd að segja, að vel væri tekið á móti blessaðri lúðunni, er hún kom að borði. Fyrst var borið í hana með ífærunni, síðan var hún rotuð með hnallinum. Ifæran var geysistór krókur agnhaldsins, en hnalíurinn stór tréhamar. Vanalega voru tveir um að innbyrða stóra lúðu. Oft heyrði eg hermt eftir karli einum, er dró stóra lúðu, en var mjög óðamála: “Æ,, æ, ó, ó, piltar, piltar! Komið þið nú með öngulinn, ífæruna, hníf- inn og hnallinn.” Við “sátum” allan daginn og fram á nótt. Þegar skyggja tók, gerði austan brælu og þokusúld, en eftir því sem dimdi, var sem hvalagangan yrði meiri. Voru menn farnir að tala um það sín í milli, að óvistlegt væri nú við Dranga. í bitahúsinu var hamar. Guðlaugur tók hann í hönd og sat með hann lengi nætur og lamdi á stóran naglahaus í há- stokknum, til þess að fæla hvalina. Svo fór að lokum, að hann skipaði mönnunum' að “hanka upp ” “Það er kominn góður austan- kaldi, við skulum “setja upp” og sigla heim, mér er ekki um að vera hér lengur.” Margir urðu þessu fegnir, eg þó sjálfsagt mest. Sigldum við góðan hliðvind upp undir sand. Með okk- ur var á skipi ÍÓlafur í Ossabæ (Vorsabæ). Ólafur var talinn rnjög sjóhræddur. Menn voru stundum að ympra á því við Ólaf, til að stríða honum, því að hann þótti einfaldur, að nú væri hætta á ferðum. Þá sagði Ólafur: “Eg er rólegur meðan Guðlaugur er rólegur.” Um Ólaf var þessi vísa ort: Ólafur i Ossarann ei veit þrjá í tölu, kappar ættu að kjósa hann kaftein fyrir Svölu. Skip Guðlaugs í Ilallgeirsey hét Trú, oftast kölluð Gamla trú. Framan á bitanum á öllum skipun- um' i Landeyjum var fjöl, nefnd “bitafjöl.” Á fjöl þessa var skorin visa, og nafn skipsins þá æfinlega haft í vísunni. Á bitafjölinni á Gömlu trú var þessi visa, ort og skorin af Einari á Bryggjum: Hlunnadýrið heitir Trú hafs er treður móa; NUGA-TONE STYRKIR LIFFÆRIN Séu líffæri yðar lömutS, eCa þér kenn- ið til elli, ættuð þér að fá yður NUGA- TONE. pað hefir hjálpað mljðnum manna og kvenna I síðastliðin 45 ár. NUGA-TONE er verulegur heilsu- gjafi, er styrkir öll líffærin. Alt lasburða fólk ætti að nota NUGA- TONE. Pæst f lyfjabúðum; varist stæl- ingar. Kaupið ekta NUGA-TONE. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. veri hún i vernd Jesú og virðar á sem róa. Einar á Bryggjum var mesti greindarmaður, söngmaður góður og listaskrifari. Bræður hans voru Símon í Miðey, Sigurður á Fagur- hól og Einar í Vörurn í Garði, nafn- kendur maður á sinni tið. Helztu formenn í Landeyjum fyrir fimtíu árum. Að endingu vil eg geta stuttlega helztu formanna í Landeyjum á þessum tima. Auk bændanna í Hall- kol, eða til þess að taka fisk. En seglskipin eru horfin. Jóni var það þegar ljóst að margt mætti gera að hafnarbótum á Stokkseyri, og var fyrsti maður að stuðla að því að ráðist var í þær. Fyrir hans tilliti voru bygðar þrjár vörður, innsiglismerki, úti i skerja- klasanum. 1905 voru útlendingar fengnir til að dýpka höfnina og vann Jón með þeim. Síðan 1923 hefir ver- ið unnið endrum og eins í Stokks- eyrarsundi að því að sprengja sker, og hefir Jón líka unnið við það. Hafa verið gerðar miklar umbætur í sundinu, svo að innsigling er nú hættuminni en áður, en þó má mikið gera þar enn til bóta. Þá var og Jón frumkvöðull að því að hafist var handa um að gera gömlu bryggjuna á Stokkseyri. Síð. an hefir verið steypt stærri bryggja utan um hana og ofan á hana og er mikið mannvirki. Frægastur verður Jón þó fyrir geirsey, sem áður er getið, voru j þessir helztir : Sigurður Þorþjörns- ' það hve mörgum mönnum hann hef- son í Kirkjulandshjáleigu, mikill >r bjargað i sjávarháska. Ef þú hittir Jón og ferð að tala við hann um þessi björgunarafrek dugnaðar- og áhugamaður. Mig minnir að hann færist með hásetum sínum við Landeyjasand. Þá má hans, er hann sagnafár og vill sem nefna bændurna í Krosshjáleigu, ! minst gera úr þeim og framgöngu Pétur og Jóhann. Pétur var mesti sinni. greindarmaður, átti töluvert bóka- I Þó skal nú sagt hér frá tveimur safn, en slíkt var ekki alment þá. i björgunum. Ekki hafði hann kvongast, en bjó Það var 15. april 1898, snemma ineð móður sinni og systrum. Móðir morguns að seglskip sást koma af hans var Guðrún dóttir Páls skálda. hafi og hafði það uppi neyðarflagg. Var hún talin góð ljósmóðir og Vindur var vestlægur og allhvass og mörgum tók hún blóð, en slíkt var braut mikið á skerjunum. algeng lækningatilraun í þá daga. Jón mannaði þá þegar bát og fór Það kom oft fyrir, að torf var flutt út að skipinu. Það var franskt og til Vestmannaeyja, því að engin hafði ætlað til Reykjavikur, en svo torfrista var þar. Skip Péturs hét mikill leki hafði komið að þvi, að María. Þótti- það fremur lélegt, það var nú komið að því að sökkva. einkum að því leyti, að það lak mik- Vildu skipverjar ólmir sigla því í ið-. Einu sinni er Pétur var búinn Hnd. En það var lífsháski að sigla að hlaða Maríu með torfi, er fara skipinu svona á sig komnu inn um átti til Eeyja, hafði einhver orð á Stokkseyrarsund, síðan milli skerj- því, að þetta væri hættulegur farmur nnna þar og upp í sand. Jóni þótti á svona leku skipi. Þá sagði Pétur: þetta viðurlitanúkið, svo að hann “O, sei, sei, nei, torfið heldur að reri í land aftur til að ráðgast við að innan, en sjórinn að utan, svo er nienn um hvað gera skyldi, og varð það eins og járnskip.” I það úr að hann tók þetta að sér, Oddur Pétursson á-Krossi þótti enda óvíst hvort mönnum yrði góður formaður. Eg var með hon- þjargað á annan hátt. Og þetta um eina vetrarvertíð í Vestmanna- tókst ágætlega. Hann sigldi skip- eyjum. Margs mætti minnast frá inu gegnum boðana og kom því upp þeim' tíma. Þá má nefna Jón yngri í fjöru með öllum mönnum heilum frá Bakka. Um hann var þessi for- á húfi. mannsvisa ort: Með hlaupagóðan mastra hund mætir engum skakka, ötull vel um ufsa grund yngri Jón á Bakka. Fleiri menn en hér er getið feng- ust við formensku, þó að þeirra sé ekki minst, og verður hér að láta staðar numið að sinni. Pétur Sigurðsson. -----Sunnudagsbl. Alþ.bl. Hin sagan er um björgun skip- verja af enska togaranum “Desde- mona” frá Hull. Þeir mundu allir hafa farist ef ekki hefði notið snar. ræðis og áræðis Jóns. Það var 14. marz 1906. Jón vaknaði snemma morguns og ætlaði að róa. Fór hann í sjóklæði og skip- verjar hans og er þeir gengu niður að sjónum heyrðu þeir skip blása í sífellu e”.hversstaðar fvrir austan c.g v?.. : eðbeyrt að það var í nauð- um statt. Stökk Jón þá upp á sjó- garðinn og sá ljós í brimgarðinum austan við Stokkseyri. Skipaði hann þá mönnum sínum að bera heim lóðalaupana og vera fljótir, llann heitir Jón Sturlaugsson og á |en sjálfur rauk hann niður í fjöru, heima á Stokkseyri. Þar er hann j rak negluna í bátinn og hagræddi fæddur og þar hefir hann alið allan öllu í honum. aldur sinn. Hann er nú hartnær 68 j í sama bili kemur þar að maður ára að aldri. I 45 ár hefir hann austan frá íragerði og segir að stundað sjómensku óslitið og jafnan gufuskip sé strandað þar fyrir verið formaður, fyrst á róðrarbát- framan. Biður hann Jón að koma um, en síðan á vélbátum og varð orðum til formanns á vélbáti sem hann fyrsti maðurinn á Stokkseyri lá við bryggjuna og biðja hann að til þess að eignast vélbát. Þrjár koma austur. Gamall hafnsögumaður sem bjargað hefir 73 mönnum í sjávarháska. seinustu vertíðirnar hefir hann þó verið formaður á róðrarbát, og haft með sér 60—80 ára gamla háseta. Jón eignaðist 10 börn og þar sem svo stór barnahópur er á heimili, er alt af líf og fjör. En nú eru öll börnin flogin að heiman, og kyrt og hljótt er í stóra húsinu hans Jóns Sturlaugssonar, því að þar eru nú aðeins þau hjónin og tvö gamal - menni. Jón hefir gégnt hafnsögumanns- störfum á Stokkseyri um 44 ára Jón svaraði stutt: Úr því að þú ert sendur, þá farðu til hans og segðu honum það sjálfur. Voru nú hásetar hans komnir og hrundu þeir skipinu fram. Settist Jón við stýri, en þeir undir árar og var róinn lífróður austur úr brim- garðinum um Músarsund og alla leið þangað sem togarinn var. Sjór var vondur, austanskakki, en ekki mjög mikið britn. Var þó ilt að leggja að togaranum og vegna þess að Jón hafði þá óvana sveitar- skeið og farist það framúrskarandi menn fyrir háseta, þorði hann ekki vel. Þeir, sem kunnugir eru á að eiga undir því. En ef hann hefði J Stokkseyri vita þó, að það er eigi haft sína göntlu háseta (lóðsmenn) lítið vandaverk. Og fyrstu árin var | kvaðst hann mundu hiklaust hafa þangað mikil sigling, milli 10 og 20 lagt að skipinu. seglskip á ári. Þá voru þar tvær verzlanir, Ólafur Arason og Edin- Englendingar höfðu sett út bát og voru tveir menn komnir í hann. | borg. Fengu þær sitt kolaskipið, ( Gaf Jón nú hinum bendnigu um að sitt saltskipið og sitt tnnburskipið þeir skyldi hlaupa á bátinn, en sin- hvor á ári, fyrir utan skip, sem fluttu J um bát lét hann róa aftur á bak að 1 matvæli og aðrar vörur, eða tókujbátnum. Voru þá í honum 12 ' íslenzkar vörur. Nú koma þó gufu- , menn — öll skipshöfnin — og var skip þangað við og við með salt og báturinn kominn að þvi að sökkva, því að það rann inn i hann og út úr honum, enda hafði báturinn brotn- að mikið er honum var skotið fyrir borð. Hlupu nú allir Englending- arnir upp i bát Jóns og var þá ár- um slegið í sjó og róið knálega frá. En um leið kom ógurlegt ólag og rann þá skipið út af skerinu, sem það hafði hangið á, og sökk, svo að ekki sá einu sinni á siglurnar. Skifti þetta engum togum, og urðu Eng- lendingar svo naumt fyrir að þeir gátu ekki bjargað neinu, skipstjór- inn hvorki skipsskjölum né neinu verðmætu. Nú bar vélbátinn þarna að. Hafði hann orðið að krækja vestur úr, út um Stokkseyrarsund og varð því þetta seinni. Mundi hann hafa konúð of seint til að bjarga mönn- unum. Fóru nú nokkrir Englend- ingar yfir á vélbátinn og var svo haldið til lands. En hálfri stundu síðar var allur sjór ófær og hauga- brim komið. Fyrir þetta afrek sendi breska stjórnin Jóni heiðursgjöf, forkunn- ar góðan sjónauka. Jón hefir einnig verið sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar fyrir afrek sín. Vilji maður fá Jón til þess að segja eitthvað frá sjóferðum sin- um, þá svarar hann: —Það er ekkert af þeim að segja. Eg hefi alt af fengið gott sjóveður. En svo er eins og eitthvert ský dragi yfir svipinn og hann segir: —Jú, einu sinni misti eg út mann. Það var hérna í Stokkseyrarsundi. Við vorum rétt komnir í sundið og þá reið undir okkur holskefla og lá við sjálft að báturinn stafnstingist og við færumst allir. En þegar bátinn rétti við og við gátum áttað okkur, var eins mannsins saknað. Honum hafði skolað útbyrðis. Annað slys befir ekki hent mig á sjóferðum minum, nema einu sinni misti eg vélbát undan mér á Stokks- eyrarsundi, en það var ekkert, þvi að við komumst allir af. —Lesb. Morgunbl. TIL HALLDÖRS OG RAGNHEIÐAR HALLDÓRSSON í Selkirk í silfurbrúðka/itpi þeirra 4. april, 1936 Eg gat ei komið, góða vina mín, á geislafögrum heiðursdegi þínum; bólið mig geymdi sárri sveipuð pín, og svanna fáa bar að garði mínum. Eg man þær stundir, minnisstætt það er og margar geymdar liðnum tímans bárum. Þó gull ei fyndum, Guði treystum vér á gleði snauðum frumbyggjanna árum. Við saman vorum, sorgar raufstu ský, og samúð glæddir, auma náðir hressa; svo heitan kærleik hjarta berðu i sem himna drottinn nær að styrkja og blessa. Þið standið trygg og stórsjó berjist í, þó stormar hvíni aldrei reikað hafið; sóma hlotið, sæmd og virðing því, sigurmerki á lifsskjöld ykkar grafið. Bróðurhönd þið blíða hafið rétt þeim bágstöddu og máttarvana stoðað. Byrði þunga bezt svo mörgum létt, á bjarma fögrum dagsins skýin roðað. Lifið svo í lukku, gengi og frið, lánið stýrir mörgum tímans gæðum. Manndómsperlum merkt er ykkar svið, sem myndar sjóð á fögrum dýrðar- hæðum. Yykkur drottinn annist lífs um stig, eg óska þess og bið af klökku hjarta. Kæra vina komdu og sjáðu mig með kærum Dóra og sólskininu bjarta. Margrét J. Sigurðson. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man......................E. G. Kjartanson Akra, N. Dakota..................R S. Thorvardson Árborg, Man.....................Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man................*.......Snmarliði Kárdal Baldur, Man...........................O. Anderson Bantry, N. Dakota...............Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash................Thorgeir Símonarson Blaine, Wash.....................Thorgeir Símonarson Bredenbury, Sask.........................S. Loptson Brown, Man............................. J. S. Gillis Cavalier, N. Dak«ta..............B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask.................... S. Loptson Cypress River . Man...................O. Anderson ] Dafoe, Sask........................J. G. Stephanson ; Edinburg, N. Dakota.............Jónas S- Bergmann ; Elfros, Sask.................Goodmundson, Mrs. J. H. Foam Lake, Sask ...............J. J. Sveinbjörnsson Garðar, N. Dakota................Jónas S. Bergmann Gerald, Sask.............................C. Paulson Geysir, Man.....................Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man............................F. O- Lyngdal Glenboro, Man.....................................O. Anderson Hallson, N. Dakota...............S. J. Hallgrímsson Hayland, P.O., Man............................Magnús Jóhannesson Hecla, Man...................................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota.....................John Norman Hnausa, Man. ........................B. Marteinsson Ivanhoe, Minn.............................B. Jones Kandahar, Sask.................. J. G. Stephanson Langruth, Man.....................John Valdimarson Leslie, Sask..............■:............Jón Ólafson Lundar, Man..........................Jón Halldórsson Markerville, Alta................................O. Sigurdson Minneota, Minn.............................B. Jones Mountain, N. Dak...................S. J. Hallgrimson Mozart, Sask...................J. J. Sveinbjömsson Oak Point, Man........................A. J. Skagfeld Oakview, Man....................................Búi Thorlacitts Otto, Man.......................... Jón Halldórsson Pembina, N. Dak..............................Guðjón Bjarnason Point Roberts, Wash....................S. T. Mýrdal Red Deer, Alta........................C). Sigurdson Revkjavik, Man........................Arni Patilson Riverton, Man.....................Björn Hjörleifsson ; Seattle. Wash..........................J. J. Middal Siglunes, P.O., Man...........................Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man............................... Búi Thorlacius Svold. N. Dakota.................B. S. Thorvardson Tantallon, Sask...................... J. Kr. Jobnson ; Upham. N. Dakota................Einap J. Breiðfiörð Víðir, Man.. . ..................Tryggvi Tngjaldsson 4; Vogar, Man.......'..............Magnús Jóhannesson 1j \Arestbourne, Man.............................. Jón Valdimarsson Winnipegosis. Man..........................Finnhogi Hiálmarsson Wvnvard, Sask......................J. G. Stephanson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.