Lögberg - 02.07.1936, Blaðsíða 2

Lögberg - 02.07.1936, Blaðsíða 2
I LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. JÚLl, 1936 Verzlunarmentun * Oumflýanleg nú á tímum! ✓ Vaknandi viðskiftalíf krefst váxandi vinnukrafts. Við- skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram óumflýjanleg. Bnda er nú svo komið, að verzlunar- skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu við skrifstofu- og verzlunarstörf. UNGIR I’ILTAR og UNGAR STÚLKUR, sem ætla sér að ganga á verzlunarskóla (Business Oollege) í Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til dr júgra hagsmuna. Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið The Columbia Press Limited • • TORONTO og SARGENT, WINNIPEG 30CZXKZ30C Rödd að heiman Börgarfirði 4. júní 1936. Kæru vinir í Vesturheimi! Nú eru flestir sveitabændur hlaðnir vorönnum, er það því nokk- uð fágætt aS þeir setjist við bréfa- skriftir, virkadaga um þennan tíma árs. Þó greip mig sú hugsun rétt í þessu, að senda ykkur fáeinar linur. Vildi eg þá, ef unt væri, bregða upp fyrir ykkur mynd af björtum og sólríkum vordegi heiman af íslandi. Náttúran er ennþá sjálfri sér lík, þótt flest sé nú á hverfanda hveli. Sömu fuglar heimsækja okkur og bregðast aldrei að koma á sama tima, þrösturinn fyrst, þá lóan og svo hver af öðrum, þangað til allir þessir góðu gestir eru búnir að láta sjá sig og heyra. Nú liggja þeir á eggjum sínum um hólma og heiðar og syngja sína gleðisöngva. Jörðin er nú að verða skrúðgræn og leggur sætan ilm og angan frá hverju blómi. Folöld, lömb og kálfar, alt dansar og leikur sér. Þá eru laxar og silungar að synda um ár og læki. Verður því ekki annað sagt að nú sé líf í landi. En þó að lífið sýnist nú hlæja við öllu, bæði á jörðu, lofti og legi, þá er þó enn sem fyr, “að alt er í heiminum hverfult.” Hér á Suðurlandi var síðastliðinn vetur svo bjartur og stiltur að aðra | eins verðáttu muna menn ekki. Him. ininn var heiður dag og nótt mánuð eftir mánuð og gat ekki talist að snjór sæist í lágsveitum. Eru víst fá dæmi til þess að þann sama vetur sem hér er svona um að litast, sé Norðurland hulið margfaldri fanna- breiðu, en svo var það þó í þetta sinn. Samt hefir það hvergi orðið að sök, því blítt og bjart vor hefir nú ljómað yfir öllu landi. Er því ekki undan neinu að kvarta í sam- bandi við tíðarfarið. Unadn þröngum fjárhag er meiri ástæða til þess að mögla, þótt lítið vinnist við slikt. Enda er sá gamli sveitasiður að leggjast niður, að bændur “berji lóminn.” Og mál- tækið forna, að sá sé ekki búmaður, sem ekki kunni að berja sér, á nú ekki lengur við hér um þessar bygð- ir. Bændur rækta af fremsta megni jarðir sínar, og keppast við að eiga sem mest af véltæku landi. breyta mýrum i tún, til þess að þurfa sem fæst fólk við heyjaöflun. En fyrir þessar framkvæmdir, að viðbættum stórkostlegum húsabótum, hafa skuldir hlaðist á bændur, sem ýmsir þeirra fá varla undir risið. En þeir starfa í glaðri von og fullu trausti um það, að jörðin endurgjaldi alt, sem fyrir hana er gjört og sveitir landsins eigi fagra framtíð, þótt eitt og annað skyggi á í bili. Á síðustir árum er það sjávarútvegurinn, sem flestir hafa litið upp til og afrakst- ur sveitabúanna þótt léttvægur móti þeirri gullkistu sem sjórinn hefir reynst með þeim veiðarfærum, sem nú eru í höndum hinna íslenzku sægarpa. En þennan blíðviðrisvet- ur, þegar veðrin leyfðu að öll fiski- mið umhverfis landið, væru þaul- prófuð með öllum nýtísku veiðar- færum, var svo lítið um fisk að sliks eru engin dæmi síðan farið var að nota vélskip til fiskiveiða. Er því nú sem stendur, ekki glæsilegra út- lit með sjávarútveg heldur en land- búnaðinn. En þetta er aðeins i bili, og engin ástæða til þess að leggja árar í bát. Svona hefir það ætíð verið, að höpp og töp skiftast á. En svo lengi sem fólkið vinnur og hagar sér skynsamlega þarf það ekki að óttast bjargarskort, því nú er það séð að í íslenzkri mold má fram- leiða margbreytta fæðu, þótt lítið hafi verið unnið að því fram til þessa. Hafrar og bygg ná hér fullum þroska auk ótal matjurta, sem eru nú meir og meir að ryðja sér til rúms. Vita nú allir að slikt er holl og góð fæða. Þótt matur sé manns- ins megin, skal eg nú hverfa frá því efni sem snertir það mál, hvað fólkið eigi að éta. Eg lifi bara í þeirri trú, að sultur þurfi ekki að standa hér fyrir dyrum, meðan jörðin grær og fólkið vill erja og vinna. En mik- ill fjöldi verkalýðsins er nú orðinn eins og rótlausir kvistir sem fjúka úr einum jsitað í annan og festa hvergi rætur til frambúðar. Lika eru dæmi til þess að bændur missi nú móðinn og leiti til kaupstaðanna þrátt fyrir atvinnuleysi sem þar fer nú stöðugt í vöxt. En hinir eru miklu fleiri, sem knýja fram um- bætur á jörðurn sínum með ærnum tilkostnaði. Eru nú sumar smá- jarðir, sem taldar voru rýrðarkot fyrir nokkrum áratugúm, orðin að velhýstum jörðum, Þar sem hvert hús er steinsteypt og járnvarið, en túnin bæði stór og véltæk. Eitt meðal margra slikra býla eru Norð- urreykir í Hálsasveit, ennfremur Klettur í Reykholtsdal. Fyrir fá- um 'áratugum voru báðar þessar jarðir næstum túnlausar, en þar eru nú tún, sem gefa af sér 5-6 hundruð hesta af töðu. Eru það nú hinar hraðvirku dráttarvélar, sem gera það kleift að framkvæma jarðabætur á svo skömmum tíma. Eru þess nú dæmi hér í Borgarfirði, að\bændur hafa komið 50-60 dagsláttum í rækt á síðustu áratugum. Þarf engann að undra þó þeir kenni nokkurs þunga af skuldum eftir slik stórvirki, að viðbættum húsabótum í stórum stíl. f fremsta flokki þessara stórhuga um- bótamanna má telja Guðmund Jóns- son bónda á Hvítárbakka. Guð- mundur er sonur Jóns Guðmunds- sonar, sem um eitt skeið bjó á Reykjum í Lundareykjadal og konu hans Þórdísar Björnsdóttur frá Hóli í sömu sveit. Á nýafstöðnum sýslu- fundi, sá eg skýrslu yfir húsa- og jarðabætur Guðmundar. Var þá búið að mæla hjá honum jarðabæt- ur sem hann hafði gjört á tveim á- búðarjörðum sínum, Ytri-Skelja- brekku og Hvítárbakka. Auk stór- feldra húsabóta á báðum þessum jörðum, blóma og trjágarða til heim- ilisprýðis, hafði hann unnið 8,500 dagsverk í túnasléttum, skurðum og girðingum. Er hér aðeins eitt dæmi sem ber ljósan vott um stórhug og framtak. Mætti telja fleiri þessu lík. Þegar litið er á það hvað öll vinna borgast nú háu verði og þar við bætist stórfé til áburðarkaupa, en búsafurðir í lágu verði, þá er ekki kyn þótt umbótamennirnir kenni nokkurs þunga af skuldum. Meðan Borgarfjörðurinn á slíka umbóta- menn er engin ástæða til þess að óttast hrun landbúnaðarins, þrátt fyrir það þótt nokkuð skyggi á í bili. Svo er og um aðrar sveitir og sýsl- "ur hér á landi, að alstaðar blasa við umbætur sem talandi vottur um bændamenningu. Halldór Vilhjálmsson skólastjóri á Hvanneyri er nú nýlátinn. Hann var einn af glæsilegustu mönnum og sannur héraðshöfðingi, enda af þróttmiklum og stórmerkum ættum, sonarsonur séra Björns Halldórs- sonar í Laufási, sem var þjóðkunnur höfðingi og skáld gott, en i móður- ætt af Reykjahlíðarfólki, sem orð- lagt hefir verið fyrir manndóm og atgjörvi. Halldór tók við skóla- stjórn á Hvanneyri 1907 og gegndi því starfi í 29 ár með fágætum dugnaði og skörungsskap. Eiga nú allar sýslur landsins nemendur frá Hvanneyri, sem hafa sótt þangað margháttaða þekkingu, samfara trú á íslenzkan landbúnað, sem þeir hafa svo sýnt í verki eftir þvi sem aðstaða hvers um sig hefir verið megnug til slikra hluta. Hvanneyri hefir nú orðið undir stjórn Halldórs, glæsilegasta býli þessa lands. Halldór kendi lasleika í vetur, sem ágerðist því meir er á leið. Kendi þó við skólann þar til honum var slitið og bar sig eins og hetja þrátt fyrir sárar þrautir af innvortis krabbameini. Hugði hann að fara til Noregs og leita þar á náðir beztu lækna. En þegar til Reykjavikur kom reyndist hann ekki ferðafær og andaðist þar eftir hálfsmánaðar legu. Eg, sem þessar línur rita, haf'ði náin kynni af Halldóri um 29 ára skeið, heimili hans og heimilisbrag. Arar þar samfara röggsamlegri stjórn, drenglyndi, skemtun og höfð- ingleg framkoma. Hann var 61 árs að aldri og að ytra útliti sem hann stæði enn í blóma lifsins. Hann var sýslunefndarmaður fyrir Andakíls- hrepp. í fyrravor var sýslufundur haldinn á Hvanneyri. Meðan á fundinum stóð fór fram í Norð- j tungu jarðarför Runólfs bónda þar, j merkismanns og sveitarhöfðingja. Fylgdumst við þá allir sýslunefnd- armenn með Halldóri að þeirri jarð- arför. Fórum þá í boði Halldórs og á bifreið hans. Nú bar svo við réttu ári síðar, að við sátum sýslufund á Akranesi, fór þá jarðarför Halldórs . fram í Reykjavík og þar fylgdum við honum til grafar allir þeir sömu, sem höfðum ári áður verið gestir á heimili hans og notið þar hinnar miklu glaðværðar og risnu sem ekki er unt að gleyma. Mikill fjöldi Borgfirðinga og Reykvíkinga fylgdi Halldóri til grafar og var athöfnínni varpað út. Mátti segja að þá væri einn af mikilmennum þjóðarinnar borinn til grafar. Séra Eiríkur Al- bertsson á Hesti. vinur Halldórs og sóknarprestur flutti snjalla ræðu í dómkirkjunni við þetta tækifæri, en Magnús Ágústsson héraðslæknir á Kleppjárnsreykjum söng þar ein- söng, sem vakti mikla aðdáun, enda er hann orðlagður fyrir þróttmikla og fagra rödd. Kona Halldórs var Svafa Þór- hallsdóttir biskups. Voru þau hjón bræðrabörn. Mátti þar ekki milli sjá um glæsimensku þeirra hjóna. Börn þeirra eru fimm, þrjár dætur og tveir drengir. Þá er nýlátinn Jónas Jónsson fyrrum stórbóndi í Sólheimatungu 84 ára að aldri. —Jónas var um langan aldur einn af f jáðustu bænd- um í Borgarfirði, glaður og reifur skrafhreifinn og skemtinn. Hann hélt hreysti sinni til æfiloka og var ungur í anda. Jónas í Sólheimatungu var svo kunnur undir því nafni, að eg þarf ekki að gjöra nánari grein fyrir ættum hans og uppruna. Eru nú margir frændur hans vestan hafs, sem hafa heyrt hann og séð. Verður hann flestum eftirminnilegur, sem honum kyntust, því frá honum staf- aði jafnan svo hressandi blær og glaður andi. Jónas var tvígiftur, fyrri kona hans var Guðríður Tómasdóttir frá Skarði i Lunda- reykjadal. Börn þeirra eru Tómás bóndi í Sólheimatungu, Ragnhildur kona Jóns Björnssonar kaupmanns í Borgarnesi pg Guðriður ógift í Reykjavík. Síðari kona Jónasar var Kristin Ólafþdóttir frá Sumarliðabæ í Holtum. Synir þeirra eru Gústaf lögreglustjóri í Reykjavík og Karl læknir. Eg bið ykkur að virða mér til vorkunnar þó eg skrifi ykkur ekki lengra bréf að þessu sinni. Eg þyk- ist afsaka mig með önnur vorsins, en þar sem eg er nú orðinn 75 ára að aldri, má ætla að það skifti litlu úr þessu hvort eg er úti eða inni. Svo er ekki meira um það. Lýk eg þessu bréfi, með beztu þökkum til ykkar allra. sem hafið sýnt mér mikla vinsemd bæði í orð- um og verkum. Lifið svo heilir og í guðsfriði, kæru vinir, ykkar, Kr. Þ. Frá Edmonton 24. júni 1936. Herra ritstjóri Lögbergs :— Síðan eg skrifaði seinast hefir stöðugt verið hin hagstæðasta tíð sem hægt væri að óska sér fyrir allán jarðargróður, nógv otviðri og svo sólskin og hiti á milli. Ef þessi hag- stæða tíð heldur áfram, þá er útlit fyrir mikla uppskeru hér í haust. Fréttir, sem koma frá öllum pört- um-fylkisins, segja að aídrei hafi akrar bænda yfirleitt litið betur út á þessum tíma árs en nú. Sömu frétt- ir koma frá Peace River héraðinu. f byrjun júní varð vart við frost eina nóttina, en ekki nóg til að valda neinum skemdum. Mrs. C. Jónasson kom heim aftur um mánaðamótin, frá Minneapolis, eftir að hafa dvalið þar síðan sið- astliðið haust hjá tengdasyni sinum og dóttur, Mr. og Mrs. Hjálmar Björnson. Mr. og Mrs. J. Hillman, Mrs. K. Jóhannson, Mr. Albert Jóhannson og Miss Jóhannsson, Mr. og Mrs. Guð- mundur Björnsson og Miss Francis Key, komu hingað frá Markerville, Alberta, til að vera við jarðarför Indriða heitins Johnson, $em fór hér fram 27. maí. Mr. Guðmundur Björnsson hélt áfram ferð sinni til Fawcett, Alta, þar sem hann hefir nýlega tekið sér land. Miss Key fór einnig þangað til að heimsækja foreldra sína sem þar búa. Líka voru á ferðinni hér fyrir nokkru Mr. Brynjólfur Jónsson og sonur hans Kristinn frá Sardis, B.C. þar sem þeir hafa verið búsettir um nokkurn tíma, en eru að flytja sig til baka á fornar stöðvar í íslenzku bygðinni íkríngum Wynyard, þar sem þeir áttu heima um langt skeið, áður en þeir fluttu sig til Sardis. Þeir stóðu hér við í tvo daga, til að heimsækja gamla kunningja sína hér, Mr. og Mrs. A. V. N. Baldwin. Um þessi mánaðamót fluttu þeir J. S. Eyford og synir hans tveir, Ásvaldur og Jónas, með fjölskyld- ur sínar norður á lönd sín skamt frá TÍU MILJONIR DALA "V framleiddar í Manitoba ÚR MÁLMNÁMUM árið 1935 1 Nýir peningar - Ný vinnulaun Nýtt viðhorf Vefzlunin eykál að sama skapi og hin átyður námaiðnaðinn Beitið— FJÁRMAGNI YÐAR VIÐSKIFTA. ÞEKKINGU OG ÁHRIFUM til f>ess hrinda inn í viðskiftaveltu fylkisins hinum miklu auðæfum norðurlandsins DEPARTMENT OF MINES and NATURAL RESOURCES Hon. J. S. McDIARMID, tðlíCinister C. H. ATTWOOD, ‘Deputy JKCinister

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.