Lögberg - 02.07.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 02.07.1936, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. JÚLl, 1936 JÍV; OefiB (lt hvern ílmtudag af THE COLUMBIA PRESB LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR DÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO 53.00 um áriO—Borgist fyrirfram The ‘'Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Umíted, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Ný loforðasyrpa Fréttir Kjósendum þessa lands stendur vafa- laust enn í fersku minni loforðasyrpa Mr. Bennetts 1930; þeir bitu á agnið þá, þó þeir fljótt á eftir færi að naga sig í handarbökin, er sýnt varð um efndirnar. “Loforð öðru- megin en svik i hinumegin, ’ ’ eins og Bólu- Hjálmar komst að orði. 1 þeim kosningum klöngraðist hinn ný-uppdubbaði forustumað- ur afturhaldsflokksins í Manitoba á Sam- bandsþing, og sat þar sem hljóðpípa eða há- talari Mr. Bennetts fram að októberkosning- unum í fyrra. er svo mátti segja að allar björgunartilraunir yrði fyrir gíg og skipið sykki við lítinn orðstír með því nær allri á- höfn. Ilinn nvi leiðtogi, Mr. Willis, var einn hinna mörgu háseta, er í pólitískum skilningi sukku með loforðaskipi Mr. Bennetts; hann náði ekki endurkosningu í Souris. Islenzkar þjóðsagnir geta um uppvakn- inga. Ilver veit nema þau hin sömu fyrir- brigði gerist enn þann dag í dag? Sum af loforðum þeim, er Mr. Willis ber á borð fyrir kjósendur þessa fylkis' láta ó- neitanlega vel í eyra. Það er svo sem ekki margt að því, að heyra fagurlega talað um lækkun skatta, því skattar, hér sem annars- staðar, þykja ærið háir; hann segist vera staðráðinn í því að nema úr gildi launaskatt- inn, sem Bracken-stjórnin lagði á; þessi launaskattur, sem nemur tveimur af hundr- aði, hefir vitanlega aldrei átt neinum sérstök- um vinsældum að fagna, enda var til hans gripið sem örþrifaráðs til þess að mæta sí- hækkandi útgjöldum vegna atvinnuleysis; um undanþágur frá skatti þessum var rýmkvað nokkuð á seinasta þingi. Áætlaðar tekjur í fylkissjóð ur þessari átt nema $1,350.000. Með hverju ætlar Mr. Willis að fylla í eyð- una? Hann heitir því ennfremulr, kom'ist flokkur sinn til valda- að þá skuli bílaskattur ekki fara fram úr $5-00 á bíl. Áætlaðar tekjur af bílaskattinum í ár, hlaupa upp á $850,000. Af þessari upphæð nema tekjur fylkisins af 60,000 fólksflutningabílum, $600,000, sam- kvæmt núgildandi $10.00 skatti á bíl. Með því að lækka þenna skatt um helming, eins og Mr. Willis ráðgerir, þverra tekjurnar um $300,- 000. Með hverju ætlar Mr. Willis að fylla upp í það skarð? Hann heitir því einnig hátíðlega, að lækka fiskiveiðaleyfi og veita undanþágu, frá skatti á gasolíu til nota við dráttarvélap fiskiskip olg námuframleiðslu. Gert er ráð fyrir að tekjulækkun af þessum völdum nemi nálægt $50,000. Þá gerir og afturhaldsforinginn ráð fyrir því, að spara fylkinu $1,000,000 á ári með lækkun vaxta é. fylkisskuldinni, hvaða tryggingu sem hann annars kann að hafa fyrir því, að slíku verði hrundið í framkvæmd. Alís eiga sparnaðar- ráðstafanir hans að nema um $2,300,000 á ári. Yafalaust verður Mr. Willis spurðu oft að því fyrir þann 27. júlí næstkomandi, hvaða nýja tekjustofna hann ætli sér að innleiða, því víst er um það- að eins og nú hagar til eru litlar líkur á að starkrækslu þess opinbera verði viðunanlega haldið uppi sé úr minnu að spila en því, sem Brackenstjórnin hefir handa á milli. Gæti það hugsast að Mr. Willis vildi lækka ellistyrkinn, eða styrkinn til mæðra? Gæti hann hugsað sér að lækka tillög til skólanna, sjúkrahúsanna eða háskólans? Viðvíkjandi öllu þessu verður hann alveg vafalaust kraf- inn ákveðins svars, þar sem undandráttur kemst ekki að. Fólkið í Manitoba er gagnkunnugt sögu afturhaldsflokksins, og þó það hafi illu heilli látið ánetjast áður, eru litlar líkur á að það geri það í þetta sinn; það var ekki búið að gleyma loforðafargani Mr. Bennetts í fyrra haust, og það er heldur ekki búið að gleyma neinum þeim af hásetum hans, er þrátt fyrir vandræða og vanefnda kafjann frá 1930, veigruðu sér ekki við að koma fram fyrir almenning með nýja loforðaskjóðu í haust er leið. örlæti er ímörgum tilfellum dygð. En hóf er bezt að hafa í allan máta. Óhóf það í loforðum, sem fram kemur í stefnuskrá Mr. Willis, hlýtur óhjakvæmilega að koma honum sjálfum og fylkisfískum hans óþyrnlilega í koll á kosningadaginn. af alheimsþingi kvenna í Washington, D.C. 31. maí til 6. júní. Eftir frú Andreu Johnson. Herra ritstjóri:— Mér hefir dottið í hug að senda þér stutt ágrip af ferðasögu minni til Washington þar sem margur hefði ef til vill gaman af að lesa það. Ef til vill fyrsta spurningin, sem kemur upp í huga manns er: ‘“Hvaða gagn getur komið af öllum þessum heimsfundum?” Konur frá öllum heimi hafa farið á þennan samfund í Washington, og hafa margar mátt taka nærri sér til þess að geta gjört það, og um leið lagt þyngri byrðar á herðar þeirra, er heima sátu, til þess að líta eftir öllu, með- an þær voru í fjaríægð. Þær hafa óneitanlega búist við miklu góðu frá þessum samfundi. Er það líklegt að bóndakonan úr “thatch- ed village” frá Ceylon, skógunum í Latvíu, Ástralíu, Afríku, Noregi, Þýzkalandi og Eng- landi hafi tekið sér þessa ferð á hendur, nema að fylsta alvara fylgdi málum. Allur heim- urinn býst við miklu frá þessum samfundi. Margmennur fundur, með erindrekum úr svona mörgum áttum er mentandi. Það sem einu sinni var bara nafn í landafræðinni þeg- ar maður gekk í skóla hefir nú alt í einu orðið að plássi með lifandi fólki og meira að segja vinum. Hver ræða og hver fundur kennir manni eitthvað. 1 margra huga er ‘ ‘ The Associated Coun- try Woman of the World” aðeins nafnið eitt og er því tilhlýðilegt að útskýra það með nokkrum orðum. 1927 í Geneva gerði “The International Council of Women” tillögu þess efnis að hrinda í framkvæmd stofnun nefndar, sem gæti vitað með hvaða hætti sveitakonur ynnu í sínum félagsskap, og ef hægt væri að tengja þær svo saman að þær gætu vitað hver um hagi hinna, líkt og gert væri í International Council of Women. Voru því konur frá bændafélögum boðnar til fund- ar í London 1929. Á þessum fundi sátu erindrekar frá 21 þjóð og voru þessar konur settar í nefnd: Lady Aberdeen frá Englandi, Comtess Keys- erlingk frá Þýzkalandi, og Miss Alfred Watt frá Englandi. Miss .Zimmern frá Englandi kjörin skrifari. Var þessari nefnd falið á hendur að starfa að þessu máli og mætti hún í London 1930 og var þar ákveðið að kalla saman alheimsfund í Stokkhólmi 1933. Voru þar 2,000 konur samankomnar og erindrekar frá 27 þjóðum; var þá “The Associated Country Woman of the World stofnað og ráð- stafað að hafa samfundi (conferences) þriðja hvert ár og skyldi það næsta haldast í Wash- ington, D.C. 1936. Sunnudaginn 31. maí kl. 5 e. h. mættu erindrekar frá öllum heimi í Washington Cathedral, til þess að byrja samfund sinn með Guðsþjónustu. Rev. Canon Stokes, fyrr- um registrar við Yale háskólann flutti bæn og hélt stutta guðsþjónustu; voru tveir sálm- ar sungnir og blessun lýst af biskupi Fri- mar. Kirkjan er ein af indælustu kirkjum Ameríku og hefir verið í smíðum í 18 ár og er búist við að það muni taka 10 ár enn áður en hún er fullgerð. Konur í Washington höfðu hrundið þessu mikla starfi á stað með því að kaupa spildu af landi og gefa hana til þess að kirkjan væri reist þar. Er á þessum stað líka mikill og góður kvennaskóli. Hafa bænda- konur frá byrjun heimssögunnar verið aðstoð og styrkur kirknanna. Wilson forseti hefir verið lagður til hvflu í kjallara kirkjunnar. Fyrsti starfsfundur A.S.W.W. var haldinn í U. S. Government Auditorium mánudaginn 1. janúar kl. 12, og höfðu þá 6.700 erindrekar verið skrásettir, frá 23 þjóðum. Yfir sjötíu voru frá Canada og Evrópu, sex af þeim frá Manitoba. Fimm sem erindrekar frá The Wo- men’s Institute og eg fyrir hönd The United Farm Women of Manitoba. Avarpaði forseti AjS.W.W., Mrs. Watt, okkur með nokkrum vel völdum orðum. Bauð svo Mrs. Franklin Delano Roosevelt okkur velkomnar til Washington, og sagði að kring- umstæður höguðu því svoleiðis að konur yrðu að læra að laga sig eftir þeim og þyrftu þar af leiðandi að hafa meiri samtök og sam- vinnu, þær gætu ekki lifað út af fyrir sig eins og gjört hefði verið í gamla daga, og þar sem þær ynnu að “the basic industry of life,” þá hlyti þær að sigra í því starfi, sem þær ynnu að' og hún vonaði að í gegnum störf sveita- kvennanna yrði vinahendur tengdar um allan heim. næstu tveimur mannsöldrum, að ráða eða skapa kringumstæður heimsins, Þessum' fundum var hagað með öðru móti en vanalega gerist; það voru aðeins þessar tvær ræður, og svo ræða forsetans, Mrs. Watt, á þriðjudagsmorguninn, og á mikla samsætinu í Williard Hotel fimtu- dagskvöldið, þar sem 15,000 konur sátu til borðs í einu, sú stærsta veizla, sem nokkurn tíma hefir hald. in verið í Washington. Tvær ræð- ur fluttar af Secretary Wallace og Mrs. Carrie Chapman Catt. Engar tillöjgur voru fram'bornar heldiur; en konur mættu í sérstökum deildum til þess að ræða áhugamál sín. Var heilum degi varið til þess og gátu konur því valið um hvaða mál þær ræddu, en aðeins tekið þátt í tveim deildum. Voru þessi mál rædd: Drama, Education for Country Life, Folk Dancing and Folk Sing ing, Handicrafts, Health Services in Rural Areas, Library Services in Rural Areas, Motion Pictures, Music, Organization for Rural Young People, Radio og Study of Local History, The Country Wo- man and the Economic Problems The Country Womafi’s Use of Rural Resources, Electricity in Rural Life, Marketing of Home Products, Town People in the Country (a) As Wlorkers (b) As Residents (c) As Holiday Makers, Rural Unemploy; ment and Readjustment. Var eg með í Library Services in Rural Areas og Rural Unemployment and Readjustment, og voru bæði mál- efnin rædd rækilega. Hafði eg sér staklega ánægju af bókhlöðu um- ræðunum og virtust konurnar hissa á að frétta um okkar góða íslenzka bókasafn í Árborg “Trúboðshvöt. Eru bókhlöður í Bandaríkjunum studdar af sveitar- og almenr.ings- fé. Sérstaklega var eg spent fyrir umferðarbókhlöðunum þeirra syðra. Er bíll bygður með kerru, sem hefir gler á þrem hliðum, svo fólkið geti fljótlega valið um bækur, þegar bíln- um er ekið í hlað ; Kemur hann einu sinni í viku og fer til skólanna líka. Þetta er alt ókeypis og er ef til vill bezti vegur til þess að menta full- orðna fólkið, “Adult Training.” Þetta fyrirkomulag er þvi miður aðeins í sumum' fylkjum Bandaríkj. anna, suður og austur parturinn sýnast hafa komist lengra á veg í öllu þessháttar framkvæmdum. (Framh.) Umræður hófust um almenning heill börnin_1 nefndinni eru Gísli .Ólafs. Hon. Henry A. Wallare, Secretary of Agriculture ávarpaði okkur næst. Lagði hann mikla áherzlu á að þar sem konur legðu meira til lándframleiðslu en nokkú^s annars einstaks iðnaðar í heimínum, hlytu þær á Þingvísur Hér lyftir hún turnum vor lýð- stjórnar höll, af ljósum í kveldhúmi skreytt, á voldugum súlum er tímanna tönn fær ei tuggið í sundur né eytt. Úr vönduðum efnum svo vegleg og traust af verksnild og list er hún gjörð. Með stálturna’ er horfa’ upp i stjörnuhvel blátt en steinfætur djúpt niðri í jörð. Já, ekkert fær sakað þá öflugu smíð gegn óhappi hverju er hún trygð, sem ógoldin f járkrafa í okrara hönd á arfgengum lögstöfum bygð. Sá fegursti vottur um framsýnan dug, • samt flaug gegnum hugann á mér: hvort trygt mundi líf uppi í loft- sölum þeim, ef landskjálfti kæmi nú hér ? Um landskjálfta það er í frásögur fært, að fjöllum þeir velti á hlið. í lögstafa krosstrjánum lítið er hald ef lífsþörfin byltir sér við. II. Við gengum í salinn hvar þjóðkjörið þing af þjóðfrægum görpúm var háð. Frá starfi þess áþjáðum öreigalýð var uppreisn og mannfrelsi spáð. og umskiftin voru ekki smá. Röksemdir flugu sem höfuðlaus hænsn og hver aðra ráku sig á. Til rjáfurs í salnum frá róstunum þeim steig rykið, svo loftið varð þykt. Mér þungt varð um andann af ó- lcendum þef, sem að eflaust var þingræðis lykt. Af öxi og höggstokki óljósri mynd fyrir augu mér samtimis brá og einhverjum herra sem afsíðis stóð og i eggina glottandi sá. En mikil var andakt og aðdáun Jóns á engelsku ruddi’ hún sér veg: “They sure know their business these brilliant men.” “You bet! They can talk,” sagði eg. Rykið og fjaðrirnar féllu o’ná gólf, það varð flekkótt með blettum og rautt. Svo færðist á umhverfið friður og spekt, því fallið var liðið og dautt. Á skuggann af herranum höggstokk. inn við eg horfði, en þá sagði Jón: “Yes, great are the pillars of pros- perous state and the power behind the throne.” Af þinginu hljóður eg heimleiðis gekk, ( en hrifinn og mælskur var Jón. Hans aðdáun fossaði um eyrun á mér í ákveðnum þingræðis tón. son, J. M. Gíslason, Th. J. Gíslasón og J. S. Gillis. Síðan hafa komið inn gjafir til nefndarinnar frá öllum hinum bygð- unum í N. Dak., sem nafnalistinn sýnir. Næstum strax eftir brunann hafði kvenfélagið hér “Fjólan” gefið tuttugu dollara og Mr. og Mrs. F. Stephenson, Winnipeg tíu dollara. Ennfremur hefir T. Eaton Co. og fleiri gefið mikið af fötum og fata- efni. Þar að auk hefir nú komið inn hér $105.50 i samskotum. Gjafa- listinn fylgir hér með. Það er ætíð vert að geta þess, sem vel er gjört, og sprottið er af sönn- um kærleika og löngun til að létta undir og mýkja böl þeirra, er bágt eiga, og orðið hafa fyrir slysum og óhappi á lífsleiðinni. Það er eitt hið fegursta er vér mennirnir getum gjört, og ekki þá hvað sízt, þegar blessuð saklaus börn eiga hlut að máli sem hér er. Guð blessi og launi öllu þessu góða fólki fyrir framtakssemi þeirra og þessar miklu og góðu gjafir. Vinsamlegast, Nefndin. III. Að hug mínum flyktust þeir frjáls- lyndu menn, sem fyr höfðu takmarkið sett, er líf sitt og starf höfðu lagt fram til þess að lögtryggja frelsi og rétt. Þá dreymt hafði um framtíð með fegurra lif þar friður og eining ei brást. En sannleikans leituðu sannfrjálsir menn í samvinnu, bróðerni og ást. En mættu þeir líta’ yfir löndin og sjá okkar lýðstjórnar farganið alt, vora nútíðar menning með forðahúr full, en fólkið sitt hungrað og kalt. Mættu þeir líta yfir löndin og sjá okkar löghelgað stóriðju rán, sem verðlaunar klæki með veldi og tign, en vinnu með skorti og smán. Já, mættu„þeir líta yfir löndin og sjá okkar lögfrjálsu iðnaðarstétt; hún situr að drafinu, er svín áttu að fá, en seldi sinn frumburðar rétt. Og bóndann, sem lendir á bullandi kaf í botnlausum veðskulda hyl. En bankinn fær veðrétt í börnunum hans, því bújörðin hrökk ekki til. IV. Til framtíðar lít eg með fálmandi hug, úr flækjunni sé eg ei út. Hvort hungrið það verði’ eða hug- vitið næst, er heggur á Gordions knút? Hjálmar Gíslason. Hér sátu nú fulltrúar fólksins í hring, það var fögur og hrífandi sjón; alt ^iðhorfíð andáðí'valdi og tign, 11 jíi ,.v. . . sem vafðist um mig og hann Jon Þakkarávarp Síðast í apríl s.l. kom hingað til Brown, Man. sendinefnd frá Akra, Hensel og Cavalier, N. Dak., með eitt hundrað tuttugu og einn dollar og tuttugu og fimm cent ($121.25), til styrktar yngstu Ólafssons börn- unum, er mest sköðuðust af brun- anum síðastl. janúar, þá hús þeirra brann, og sem ekki er útséð um enn hvort nokkurn tíma ná sér að fullu, sérstaklega hið yngsta. Hér var strax sett nefnd, til að annast og sjá um, að þessu fé og öðru, er inn kynni að koma, væri varið sem bezt og gagnlegast fyrir Mr. J. H. Norman, Hensel, $2.00; Mr. Skúli Stefánson, Hensel, $1.00; Mr. Elías Stefánson, Hensel, $1.00; Mr. J. B. Sigurdson, Hensel 50C; Mr. John Bergman, Hensel, 50C; Mrs. Fred Johnson, Hensel $1.00; Mr. Thos. Jordin, Hensel, $1.00; Mr. O. M. Ólafsson, Hensel, $1.00; Mr. Steve Scheving, Hensel, $1.00; Mr. J. M. Thorsteinson, 50C; Mr. Mat. Olason, Hensel, 50C. Safnað af J. H. Norrnan: Mrs. Guðrún Sigurðsson, Hensel, $1.00; Mr. William Sigurðson, Hen- sel, $1.00; Mr. Helgi Thorlakson, Hensel, 50C; Mr. og Mrs. Leo Sam- son, Akra, $1.00; Mr. og Mrs. Jónas Jónasson, Akra, 50C; Mrs. Sigurlaug Anderson, Akra, 50C. Mr. Th. Thorvardson, Akra, $1.00; Mr. Eggert Sigurðson, Akra, $1.00; Miss Margaret Gíslason. Akra, 25C; Miss Guðrún Gíslason, Akra, $1.00; Mr. og Mrs. Guðm. Austfjörð, Akra, $1.00; Mr. og Mrs. Paul Nelson, Akra, 50C; Mr. og Mrs. Helgi Johnson, Hensel, $2.00; Mr. og Mrs. Robt. Dickey, Cavalier, $1.00; Mr. og Mrs. John Andrews, Cavalier, $1.00; Mr. Louis Byron, Mountain, $1.00; Mr. og Mrs. John Einarsson, Cavalier, $1.00; Mr. Hal Simundson, Cava- lier, $1.00; Mrs. Emma Soards, Hensel, 50C; Mr. og Mrs. Harry Johnson, Cavalier, $1.00; Mr. og Mrs. Oli K. Thorwaldson, Akra, $1.00; Miss Loa Gunnlaugsson, Akra, $1.00; Mr. Helgi Reykdal, Akra, $1.00; Miss Solveig Guð- mundson, Akra, $1.00; Mr. og Mrs. Einar G. Thorlakson, Akra, $1.00; Mr. og Mrs. John Johnson, Akra, $1.00; Mr. og Mrs. Guðm. Thor- lakson, Akra, $1.00; Mr. og Mrs. Jonathan Arnason, Akra, 75C; Mr. og Mrs. H. V. Arnason, Akra, $1.00; Mr. og Mrs. John Magnús- son, Hensel, $1.50; Mr. Earl Pálma- son, Hensel, 50C; Mrs. Kristín John- son, Hensel, $1.00; Mrs. S. T. Ólaf- son, Akra, 25C; Mrs. Ragnar Hann. esson, Akra, 25C; Mr. og Mrs. B. H. Hjálmarson, Akra, $1.00; Mr. og Mrs. B. S. Stefánsson, Hensel, $1.00; Mr. og Mrs. Grimsi H. Thor- lákson, Hensel, $1.00; Mr. og Mrs. Skúli Stefánsson, Hensel, $1.00; Mr. og Mrs. Sigurgeir Stefánsson, Hensel, $1.00; Mr. og Mrs. Sigurð- ur Stefánsson, Cavalier, 50C; Mr. og Mrs. Dewey Claughton, Hensel, 50C; Mrs. Jenny Claughton, Hensel, 50C; Mr. og Mrs. E. O. Abraharm son, Akra, $1.00; Mr. og Mrs. Dag- bjartur Guðbjartson, Akra, $1.00; Mr. og Mrs. Joe E. Peterson, Cava. lier, $1.00; Mr. Franklin Sott, Hensel, 50C; Mr. og Mrs. Clifford Eiríkson, Cavalier, $1.00; Mr. og Mrs. S'. B. Einarson, Cavalier, $1.00; Christie Thorvardson, Akra, $2.00; Mr. og Mrs. E. G. Eirikson, Cavalier, 70C; Mr. og Mrs. Óli Andrews, Cavalier, $1.00; Mrs. Henry Schafer, Cavalier, 50C; Helgi Johannesson, Cavalier, $1.00; J. H." Ilannesson, Cavalier, $1.00; Pauline

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.