Lögberg - 02.07.1936, Blaðsíða 3

Lögberg - 02.07.1936, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. JÚLÍ, 1936 3 Athabasca, Alberta, þar sem þeir búast vitS að verða eftirleiðis. Mr. og Mrs. Oli Björnson, sem hafa átt hér heima um nokkra mán- uði, eru að flytja aftur til Marker- ville, þar sem þau áttu heima áður. Miss Olive Goodman lagði á stað síðastliðinn sunnudag vestur á Strönd, til að skemta sér í sumar- fríinu. Á sunnudaginn 21. júní hélt ís- lenzki klúbburinn “Norðurljós” skógargildi í Borden Park. Voru flestir Islendingar sem hér eiga heima þarna viðstaddir. Ákvarðað hefir verið að halda hér íslendingadag 2. ágúst, með líku fyrirkomulagi og áður hefir átt sér stað. Mun nefndin sem fyrir því stendur, vinna til að vanda sem bezt til þessarar samkomu. Líklegt er að nefndin velji hinn fagra lysti- garð, Victoria Park, til að koma saman í. Mr. Theodore Moore, sem hefir átt hér heima hjá móður sinni, lagði af stað nýlega til íslenzku bygðanna í Saskatchewan, þar sem hann býst við að verða til haustsins. Samkvæmt nýútkomnu “City Di- rectory” hefir fólki hér i boíginni fjölgað um 1600 síðastliðið ár. Er fólksfjöldi hér nú 81,612. Mr. og Mrs. G. Stephanson i Red Deer, Alberta, hafa gjört opinbera trúlofun þeirra Ethel dóttur sinnar og Dr. Ronald P. Rawlinson, B.Sc. i Emmett, Idaho. Er hann sonur Rev. og Mrs. F. C. Rawlinson í Eye- brow, Sask. Miss Ethel er sonardóttir Stefáns G. Stephanssonar skálds. Er Miss Stephanson útlærð hjúkrunarkona og hefir haft stöðu við Misericordia sjúkrahúsið hér í borginni siðan hún útskrifaðist þar. Giftingarathöfnin fer fram í Knox United kirkjunni 6. júlí. Aukakosningar fóru hér fram 22. þ. m., til að kjósa þingmann í stað W. R. Howson, sem sagði þeirri stöðu af sér síðastliðinn vetur, er hann var hafinn upp í dómarasæti, af sambandsstjórninni. Þrír sóttu um kosningu. Dr. W. Morrish fyrir hönd liber. ala, Miss Margaret Crang, lögfræð. ingur, sem hefir haft sæti sem öld- urmaður i 'borgarstjórninni siðast- liðin 3 ár, sem “Peoples’ Candidáte” og H. D. Ainlay, skólakennari, fyrir hönd C.CiF. Atkvæði voru greidd þannig: Dr. W. Morrish, 9,803; Miss Crang, 6,129; H. D. Ainlay, 2,056; svo liberalinn náði kosningu, og það stendur nú eins og áður var, því Mr. W. K. Howson var liberal. Ekkert markvert er ennþá að gjörast hér á stjórnmálasviðinu. Social Credit skútan bara rórillar í sama stað, fer hvorki aftur á bak né áfram. Þetta geysimikla atvinnu prógram sem fylkisstjórnin þóttist ætla að byrja á 1. júní, þar sem 10-20 þús. manns gæti fengið atvinnu og við- unanlegt kaup, sem yrði borgað með certificates sem stjórnin sjálf gæfi út, og mætti brúka sem löglegan gjaldmiðil. Ekkert af þessu hefir komist í framkvæmd, engin atvinna og engin certificates; samt hefir stjórnin gjört ráð fyrir að það fari á stað 1. júlí. Almenningur er mik. ið til hættur að taka nokkurt veru- legt mark á ráðagjörðum stjórnar- innar. Athafnamenn og bankar yfirleitt neita að brúka þessi certificates stjórnarinnar. Segjast verða að nota aðeins löglegan gjaldmiðil í sínum viðskiftum. Þeir benda stjórninni á það, að þessi certificates hafi æfin- lega reynst ónothæf áður, þar sem þetta fyrirkomulag hafi verið brúk. að, og hafi alstaðar verið lagt niður, þar sem það hafi verið brúkað um tíma. Þeir hafa skírteini úr ýmsum áttum, þar sem hefir verið gjörð til- raun að brúka þessi certificates; það hafi reynst ónothæft og því verið lagt niður aftur. Þakklætisvert er það, að stjórnin leitast við að koma á einhverjum umbótum, en það verður að vera gjört á skynsamlegan hátt. Það er tilgangslaust, að byrja á umbóta- tilraunum, sem hægt er að sjá í byrjun, að komi í bága við núgild- andi lög. Það verður að fá lögun- um breytt fyrst, til þess að nokkrum róttækum umbótum verði komið i framkvæmd. S. Guðmundsson. Sjósókn frá Land- eyjasandi Hálfrar aldar minning. Eftir Pétur Sigurðsson, Vestdalseyri. (Eftirfarandi frásögn um sjó- sóknir frá Landeyjasandi er fróð- leg og lifandi lýsing- á sjómensku, sem mjög var stunduð til skamms tíma í' Rangárvallasýsíu, en er nú að líða undir lok. Hafa menn sagnir af því, að 300 skip voru gerð út frá sýslunni, og var það áhættusamur atvinnuvegur og með fádæmum mannskæður. Nú eru þar í hæsta lagi 10-12 skip fyrir landi. Höf- undur frásögunnar, Pétur Sigurðs- son, skósmiður á Vestdalseyri i Seyðisfirði er fæddur í Landeyjum og uppalinn þar fram á unglingsár.) Bændur í Hallgeirsey fyrir 50 árum. Fyrir og eftir 1885 bjó í Hall- geirsey í Austurlandeyjum Jón Brandsson. Jón var búhöldur góður og allvel f jáður. Á þeim tíma voru 3 búendur á Hallgeirsey: Jón bjó i austurbænum, Einar í miðbænum og Guðlaugur í vesturbænum. Var samlyndi hið bezta milli búenda. Þeir Jón og Guðlaugur voru for- menn og áttu sinn áttæringinn hvor, er þeir gerðu út, ýmist frá Vest- mannaeyjum á vetrarvertíð eða frá Landeyjasandi, þá er vertið lauk í Vestmannaeyjum. Jón Brandsson var hinn mesti fullhugi oð djarfur til sjósóknar. Varð honum vel til árum saman sömu ávalt var aflavon á að lálítill halli var upp á “kambinn.” | “hliðið,” því að beðið var lags ör- Þegar sett var fram, var byrjað á skarnt utan við. Þegar við erum því að snúa skipinu við, snúa fram. j komnir þar, kemur ólag, og er strax ' stefni til sjávar, var það kallað að augljóst, að skipið mundi lenda í háseta; hafði menn, því að hans útveg. Við Landeyjasand. Vanalega var vertíð lokið í Eyjum laust fyrir páska. Komu “landmenn” þá “upp” sem kallað var, og réru frá Söndunum. Það brást tæplega á þeim árum, að fiskur gengí grunt upp að Söndum, en hins vegar mikl. um erfiðleikum bundið að komast út vegna brims. Var oft teflt á tvær hættur, er rtienn vissu af nógum fiski rétt utan við boðana. Þannig er háttað meðfram Sönd- unum, að tvö sandrif eða grynning- ar myndast skamt undan landi. Ýtri grynningarnar nefnast “útrif,” en þær sem nær eru nefnast “eyrar.” Hér og þar á grynningum þessum myndast alldjúpir álar, er nefnast “hlið.” Þegar brim var eða “vond- ur sjór,” braut á þessum sandrif jum, og náðu brotin oft saman yfir “hlið- ið” og þá ekki hægt að komast í gegnum það nema með því hð “sæta lagi.” Þegar braut á “útrifi,” var sjór með öllu ófær. Auk þessa tví- setta brimgarðs var brotið við land- ið eða “landsjórinn” sem kallaður var. Milli landbrotsins og eyrar- brotsins var djúpt lón, nefnt “lega.” Á “legunni” var oft seilaður fisk- urinn úr skipinu og því lent tómu upp i sandinn, en seilarnar dregnar upp á eftir. Ýtti þá sjórinn vel á eftir, er brotið reið að, en fast varð að halda,, er út sogaði. Þegar lent var, létu menn skipinu slá flötu; ef það mistókst, gekk sjórinn yfir það að aftan og fylti. Var það kallað að fá “kæfu.” Um leið og skipinu sló flötu, stukku vanalega 3 menn út úr skipinu undir síðuna, er að sjó vissi. Var það nefnt að “fara utan undir,” en hlutverk þeirra, er það gerðu, var að varna því, að skipið “dytti á sjó,” sem kallað var, en ekki mátti standa of fast undir skipinu, er út sogaði, því að þá fór sjór inn í það landmegin. Ekki var það fyr- ir löðurmenni að standa utan undir, enda til þess valdir beztu mennirnir. Fengu þeir oft að “súpa sjó.” Það var ekki eingöngu brotsjórinn, er á land gekk, sem yfir þá skolaði, held- ur og frákastið undan skipssiðunni. Mjög var erfitt fyrir þá, er stóðu utan undir, að halda fótfestu, því að sjórinn gróf sandinn undan fót- um þeirra. Þótt einatt gengi erfiðlega að lenda, var engu betra að komast út, ef sjór var vondur. Það var þung- ur setningur á áttæringunum í sand- inum, þyngri þó upp en ofan, því "bera við.” Skipið var sett á eikar- hlunnum, voru krakkar og ungling- ar látnir hlaupa með þá fram fyrir jafnóðum og þeir losnuðu undan skipinu að aftan. Var þetta erfitt Verk fyrir þróttlitla unglinga, og oft varð að hlaupa, ef vel gekk að setja. Skipið var nú sett að flæðarmáli, og var hver maður við sinn keip. Fjórir beztu mennirnir voru fremst- ir, tveir hvorum megin við stefnið, áttu þeir að gæta þess, að skipinu slægi ekki flötu, var það kallað “að styðja framundir.”- Óðu þeir svo langt út sem stætt var. Kom það oft fyrir, að þeir gátu ekki komist upp í skipið hjálparlaust, en héngu á kinnungunum, þar til komið var á flot, en voru þá innbyrtir. Oft bar það við, að skipinu sló flötu upp í sandinn, ef vont ólag kom, er ýta skyldi á flot, vat1 það kallað “upp- sláttur.” Sjóferð. Eg hefi hér að framan verið að rifja upp ýmsar athafnir og hálf- gleyimdar málvenjur samfara sjó- ferðum á þessum tíma við Landeyja- sand. Þó verður margt óskráð, sem vert væri að bjarga frá gleymsku. Nú vil eg segja frá einni sjóferð, er eg tók þátt i, þá 15 ára, með áðurnefndum Jóni Brandssyni. Það mun hafa verið laust fyrir páska, vermenn voru nýkomnir “upp” og var þá strax farið að róa frá Sönd- um. Snemma morguns var riðið til sjávar, það mun vera tæp einnar stundar reið frá Hallgeirsey. Veður var gott, en brimhljóð 'heyrðist heim, svo að auðsýnt var að sjór var ekki “dauður.” Liklega hafa það verið 4 eða 5 skip, sem öll notuðu “hliðið,” sem þarna hafði myndast. Á hverju skipi voru milli 10 og 20 manns, svo að þarna var all mann- margt. Sást það brátt, er í sandinn kom, að illfært var að komast út. Stóðu menn í hópum niður við flæð- arrnál, með handfærin á öxlunum og nudduðu öngla sína úr sandi, er þeir tóku í vinstri lófa, með sjóvetlingn- um á hendinni. Urðu önglarnir gló- fagrir og því freistandi fyrir þann gula. Þetta nefndu menn “að bræða ’ann,” milda britnvaldinn. Engum þótti viðlit að hreyfa skip sín í þetta sinn, nema Jóni Brands- syni. Kallar hann menn sína saman og setur skipið að flæðarmáli. Á hverju skipi voru svonefndir “bita- menn,” vanalega þeir, sem álitið var að bezt vit hefðu á öllu; voru þeir eins konar ráðunautar formanns. I 1 þetta sinn voru bitamenn hjá Jóni: Þóroddur í Úlfsstaðahjáleigu og Jón i Káragerði. Spyr nú Jón þá, hvern- ig þeim litist á hann. Segir þá Jón í Káragerði: “Eg sé að komast má út, hvernig sem gengur að lenda.” Kallar Jón nú lagið og er skipinu ýtt knálega út; tókst það vel. Er nú róið út fyrir brimgarðinn svo sem 15 mínútna róður og þar rent fær- um. Er ekki að því að spyrja, að fiskur var á hverju járni. Dýpi var þarna 10-15 faðmar. Var þorskur- inn sprettharður og kipti fast i. Eg var hálfdrættingur og sat í miðskut, milli formanns og bitamanna. Brátt fór eg að fá sjósótt og kastaði upp ofan á hendur mér, er eg var að draga. Einhver hásetanna sagði þá við mig, að eg skyldi dýfa sjóvetl- ingnum í sjóinn, sjúga úr totunni og kyngja á móti uppsölunni. “Með illu skal ilt út drífa,” hugsaði eg, og reyndist mér ráðið allvel. Það mun hafa tekið 3-4 tíma að hlaða skipið, því að ekki var annað gert en renna og draga, en fiskur- inn afarvænn. Allar hinar skips- hafnirnar stóðu í sandinum, og má nærri geta, hvort menn hefðu ekki reynt að komast út, ef fært hefði þótt. Þegar Jóni formanni þótti nóg komið í skipið, sagði hann, að nú skyldu allir “hanka upp.” Var því hlýtt tafarlaust. Síðan var róið inn að brimboðunum og lagst þar til að bíða eftir lagi gegnum “hlið- ið.” Svo var brimið mikið, að braut yfir milli “eyranna” í ólög- unum. Eftir afstaðið eitt ólagið kallar Jón, að nú skuli taka land- róður. Óðar er skipið komið í brotinu, enda varð sú raunin á. Þegar eggþunnur öldufaldurinn gein aftan við skutinn, kallar Þór- oddur bitamaður til Jóns: ‘Það er of seint að snúa við nú, bara halda áfram í drottins nafni, heilla maður.” Jón stóð við stýrið, þungur á brún en athugull, og kallar til háseta sinna, að hver skuli gæta sinnar ár- ar, halda þeim hátt upp úr sjó, sVo þær “ristu ekki í,” því að slíkt gat snúið skipinu, er brotsjórinn flu^ti skipið áfram með geysihraða. Ann- að gat einnig orðið þess valdandi að skipinu snéri, það var, ef stýrið misti sjó, eða “skæri undan” eins og kallað var. Hvorugt af þessu várð þó í þetta sinn. Það braut rétt und- ir miðju skipinu, og sjórinn fossaði inn af hástokkum á bæði borð. Á eftir þessu broti kom annar sjór, en hann braut aðeins báðum megin við skipið, en ekki undir því. Hefir það eflaust orðið okkur til lífs í þetta sinn. Sjálfsag4 hefir legið mjög nærri, að skipið sykki þarna, því að mikið var í því af fiski. Ausið var með tveimur stórum trogum, og þokaðist skipið hægt inn á “leguna,” meira i sjó en á. Var nú þrifið til seilanna og allur fiskurinn seilað- ur. Var það fljótgert, enda engin handaskol. Skipinu var nú lent tómu, og gekk það vel, því að marg- ar voru hjálparhendurnar í landi. Voru nú seilar dregnar á land og bjargað undan sjó. Meðan á þessu stóð hafði slegið á brimið. Réru nú öll skipin og Jón Brandsson í annað sinn þenna dag. Ekki leizt mér á að fara út aftur. Var eg eftir í landi til að hjálpa manni þeim, er átti að færa fiskinn frá sjó, hærra upp. Atburðir dags- ins voru likastir draumi, er eg var að vakna frá. Seint var komið heim þetta kvöld. Man eg vel, hve þreytt- ur eg var þegar eg lagðist til svefns. Brimhljóðið suðaði fyrir eyrunum, en inn í þjð blandaðist köll og ýms háreysti frá deginum. Og þótt eg lokaði augunum, sá eg jafnskýrt alla viðburði dagsins. Þegar eg dottaði hrökk eg upp við að þorskurinn var að kippa í færið mitt. Ef til vill hefir skipsfélögum minum ekki fundist mjög til um skakkaföll lið- ins dags, en mér þótti sem eg hefði komist í lífsháska. Og mér fanst eg vera töluvert eldri og reyndari og meiri maður en eg var um morgun- inn þegar eg reið til skips. Vestmannaeyjaför Þegar menn réru frá Landeyja- sandi og tvísýnt þótti um landtoku þar aftur, bjuggust þeir eins við að fara til Eyja, ef sjór versnaði. Var það kallað “að leggja frá.” Það var eitt sinn sem oftar, að Jón Brandsson braust einn út. Út- synningur var á og töluvert. brim, sem jókst, er á daginn leið, svo að ólendandi varð við sandinn. Fisk- ur var tregur þenna dag, svo að Jón vildi ekki “sitja” lengur, en segir við menn sína, að þeir skuli “hanka upp,” “og skulum við nú nota leiðið og sigla til Eyja.” Eg held að öllum hafi þótt þessi ráðstöfun góð; alt af var gaman að koma til Eyja. Jón átti sjóbúð þar, sem París hét. Mörg hús í Vestmannaeyjum höfðu valin nöfn i þá daga, svo sem London, Batavía, Godthaab, Frydendal, Nöj- somhed, Vananger. Nú var siglt góðan byr og skreið vel. Var sung- ið og spjallað, því að menn voru glaðir, þó að Bakkus væri ekki með i þessari för. Þegar við nálguð- umst Eyjar, kom upp stórhveli fyrir stafni. Þótti mér nóg um, enda bætti það ekki úr, að einn hásetinn segir: “Við hljótum að lenda beint i gin. inu á þessutn.” Að likindum hefir hvalurinn ver- ið ennþá hræddari við okkur en eg við hann, því að hann stakk sér og kom ekki upp aftur í nánd við skip- ið. Var nú siglt beint gegnum Faxasund, beygt við fyrir Yztaklett, feld segl eða “slétt látið nær” eins og það var nefnt, róið inn “leiðina” og lent innan við Nausthamar, sett upp skip og skorðað, síðan gengið heim í Paris, kveiktur eldur á arni. PHYSICIANS cund SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bidg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone 21 834—Office tlnmr 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone 21 834-Offlce timar 4.10-6 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsimi 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdðma.—Er a8 hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsimi 42 691 Dr. P. H. T. Thorlakton 205 Medlcal Arta Bldg. Cor Graham og Kennedy Bta. Phoneo 21 212—21 144 Res. 114 QRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson Vlötalstíml 3—5 e. h. 218 Sherburn St.—Sími 30 877 G. W. MAGNUSSON Nuddlœtcnlr 41 FURBT 8TREET Phone 36 127 SlmlS og semji8 um aamtalatlma BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. Itlenxkur lögfrœOingur Skrlfstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 29 042 J. T. THORSON, K.C. lslenxkur lögfmtOingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 BUSINESS CARDS DR. A. V. JOHNSON Islenzkur Tannlæknir 212 CURRY BLDG., WINNIPBXl Gegnt pösthúsinu Slmi 96 210 HeimiUa 32 322 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG CorntoaU ^otel Sérstakt ver8 6. viku fyrlr námu- og fiskimenn. KomiS eins og þér eru8 klæddlr. J. F. MAHONEY, framkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEG DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnlpeg A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um ttt- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarSa og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talslmi: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja htts. tJt- vega peningal&n og eldsábyrgð af öilu tœgi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignír manna. Tekur a8 sér a8 ávaxta sparlfé fólks. Selur eldsáhyrgð og bif- reiSa ábyrgBlr. Skriflegum fyrir- spurnum svara8 samstundls. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 23 822 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaOur i miObiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yflr; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltlðir 40c—60c Free Parking for Quests hitað á katlinum og búist um eftir föngum. Fór vel um okkur, mátti hver lifa og láta sem vildi. Ekki man eg, hve lengi við vorum teptir “úti”, en vel man eg heim- ferðina. Strax og leiði bauðst og brim lægði var búist til heimferðar. Oft er erfitt um það að segja í Vest- mannaeyjum, hvort lendandi sé við sandinn. Þó hafa menn allgott merki um, hvort svo muni vera. Skamt fyrir vestan Heimsey rís hár klettur úr sjó, er Grasleysa heitir. Á kletti þessum að vestan er sneiðing nokk- uð hátt yfir sjávarmál. Ef brimið gengur upp í sneiðingu þessa, er sjór talinn ófær við Landeyjasand. Dag- inn, sem við lögðum af stað, var kominn austan strekkingur og leiði því gott. Nokkuð af vörum var tek- ið í skipið, og sumir hásetarnir fengu sér á flöskuna. Mótvindur var út Víkina og mikil kvika undir Yztakletti, sem vandi er í austan- átt. Róið var norður fyrir Faxa- sker og þar sett upp segl. Fór vind- ur vaxandi og risti skipið lengjur á öldunum. Með okkur var á skipi Guðmund- ur Halldórsson frá Skíðabakkahjá- leigu í Austur-Landeyjum. Guð- mundur var einhver sá allra stærsti maður, er eg hefi séð, og gildur að sama skapi. Var hann töluvert kendur og lét mikið yfir sér. Var hann í austurrúmi. Þóroddur var bitamaður, sem áður. Var hann nokkuð drukkinn, því að góður þótti honum sopinn sem fleirum. Þór- oddur var á efra aldri og farinn að láta sig. Á unga aldri hafði hann verið snarmenni og þá ráðið niður- lögum sér stærri manna. Um snar- ræði hans á yngri árum heyrði eg þessa sögu: Fyrir Brydesverzlun í Vestmanna- eyjum var faktor, er Sörensen hét. Fóru margar sögur af fólsku hans og niðingshætti við fátæka og um- komulitla menn. Var sagt, að hann hefði oft slegið menn og þá haft búðarlykilinn í hnefanum. Eitt sinn hafði Sörensen ætlað að slá Þórodd, og seildist til hans yfir búðarborð- ið, en Þóroddur snaraðist undir höggið, inn yfir búðarborðið, tók Sörensen glímutökum, keyrði niður fall mikið og lét kné fylgja kviði. Mun Þóroddur hafa gengið ræki- lega frá honum, því að ekki hafði hann lagt i Þórodd eftir þetta. Þegar komið var miðja vega milli lands og Eyja, lenti þeim saman í orðasennu Guðmundi og Þóroddi, urðu báðir brátt reiðir og flugust á Framh. á bls. j

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.