Lögberg - 02.07.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.07.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. JtTLf, 1936 Sir Gordon og Laurie Stewart “Hvar er maðurinn minn?” spurði fallega, gæfuríka konan; við hlóum öll að spumingu hennar. Við vorum orðin svo kunnug að við spauguðum saman af og lil, og stríddum hvort öðru ofurlítið aðra stundina. “Þér verðið að reyna alvarlega til að lifa án hans í fimm mínútur. Hann gekk ásamt fyrsta vélameistaranum inn í káetu skipstjór- ans—eg sá þá fara þangað,” sagði frú Chap- lin. Nú bættist frú Hardross við. Hún ’var verulega fögur í rúmgóða, hvíta morgunkjóln- um sínum með bláu böndunum. Hún virtist glöð yfir því að finna okkur, og brosti yndis- lega j>egar eg rétti henni stól. Smátt og smátt jókst vindurinn, svo loftið varð mikið ]>ægi- legra. “Enn sá dagur,” sagði frú Hardross, “ætli við koinurn svo nálægt nokkurri ey, að við getum fundið ilminn af blómunum?” “Nei,” sagði frú Chaplin, “fvrstu blóm- in sem þér getið glaðst yfir, finnið þér á Ind- landi, há og skrautleg með fögrum litum og ilmrík, alveg ólík blómunum á ættlandi okk- ar.” “Ó, sá sem gæti verið á landi, þó ekki væri nema klukkutíma,” sagði Laurie liugs- andi. Augu hennar voru rök og varir hennar skulfu eins og á barni, sem verst gráti. Frú Chaplin leit til hennar ástúðlega. “Segið þér okkur hvernig bletturinn, sem j)ér hugsið um, lítur út,” sagði hún. Augu Laurie geisluðu af ánægju. “Hvernig get eg gert það?” sagði hún. “Aldrei hefir neitt skáld getað lýst fyrir mér til fullnustu björtum og blíðum sumar- degi úti á landi. Eg veit hvernig héraðið lítur út, hvernig sólin leggur geisla sína svo undur blíðlega á grashæðirnar, hvernig viltu blómin gægjast út á milli hveitistönglanna, hvernig viltu rósirnar vefja sig upp að girð- ingunum og annarsstaðar, þar sem þær finna stuðning og hvernig smárinn dreifir ilm sín- um út , loftið og geri það svo viðfeldið. Inni í græiyi skógunum eru rjóður, þar sem menn geta hvílt sig, að hálfu leyti í skugga, og þar getur maður í friði og ró hugsað um skemt- anir og alvöru lífsins. Á slíkum stöðum fær skáldgáfan rúmgott leiksvið og hjartað slær sín eðlilegu slög. ” “ ó, þér fáið mig til að þrá aftur að koma til Englands,” sagði ifrií Ohaplinj Heflen Leslie horfði á Laurie, eins og hún hefði tek- ið lýsinguna úr hennar eigin huga. “En,” sagði hún, “mér finst eg gæti aldrei fundið neinn stað, þar sem eg vildi heldur vera en hjá manni mínum.’ ’ “Eg þekki einn blett,” sagði Laurie, sem bundið hefir sig fastan í huga mínum, og orsakar }>að, að eg þrái alt af að koma þang- að aftur, einkum, þegar við ferðumst í þess- um steikjandi sólarhita. ” “Lýstu honum fyrir okkur, góða, ” sagði frú Cliaplin. “Það er heimili föður míns—lítið hús, inni í gamaldags garði/ 1 einu horninu er stórt kastaníutré, hringinn í kringum það er slétt, grasrvazin flöt. Skamt frá er brunnur, gamaldags brunnur; kringum hann er neglt saman ferkantað byrgi af borðum, og upp úr hverju horni rís stólpi, en ofan á þessum fjór- um stólpum hvílir þak, til skýlis fyrir regni og snjókomu. 1 kringum þessa girðingu er möl, og af því þar er ávalt rakt, vex þar sá fegursti flauelsmosi sem til er. Vatnið, sem maður nær með eins konar vatnsfötu, er kalt sem ís og tært sem krystall. Þar er óvandað- ur bekkur, búinn til úr greinum trjánna, undir stóra trénu og rétt hjá rennur lítill lækur. Þegar eg renni huganum til gamla brunnsins og bekkjarins undir kastaníutrénu, gleymi eg því alveg að eg er langt úti á hinu stóra hafi í brennandi sólarhita ” Frú Chaplin þagði, en frú Stanton sagði svo vingjarnlega: “En hvað þér hljótið að elska það, sem þér lýsið svo eðlilega og fagurt,” en Helen Leslie leit ánægðu augunum sínum upp og sagði: ‘“Það er alstaðar yndislegt, ef við að- eins erum með þeim, sem okkur þykir vænt um.” Þessi orð endurkölluðust í minni mitt við tækifæri, sem síðar átti sér stað. Að lítilli stundu liðinni gerði majórinn boð eftir konu sinn, og frú Leslie fór að leika við börnin þeirra. Frú Chaplin, Laurie og eg sátum kvr. Frú Ilardross horfði á eðallvnda andlitið hennar frú Chaplin. “Þér eruð svo hrygg og kvíðandi á svip- inn, frú Chaplín, mitt í þessu glóandi spl- skini. ” Hún leit upp með þeim svip, eins og hún hefði verið vakin af svefni. “Bg sat og var að hugsa um drauminn minn,” svaraði hún. “Þér megið ekki hlæja að mér, Sir Gordon, en mig dreymdi svo ó- notalega — draum, sem hefir gert mig hrædda.” “En þér leggið þó sannarlega engan trúnað á drauma?” sagði Laurie. “Nei, en þessi draumur hefir vakið hjá mér kvíða. Eg mundi skammast mín að segja slíkt við nokkurn annan en ykkur. Sir Gor- don hefir verið mér sem bróðir, og þér Laurie, })ér eruð í huga mínum sem elzta barnið mitt. Eg ætla að segja ykkur hvað mig dreymdi. Mér virtist skipið og alt sem á því var, horfið. Eg sá engan mann, heyrði enga mannsrödd. Sjórinn var rólegur, þungur og þögull, eins og blýhaf, eg lá á honum og horfði til himins, þar sá eg börnin mín, og þau litu niður til mín brosandi. Eg var ekki druknuð og kveið heldur ekki fyrir því að eg mundi drukna. “Bömin héldu á kórónu, sem var þakin með gimsteinum. Fjarlægðin milli mín og himinsins var mikil, en þau biðu mín þar samt. Svo fann eg að eg lyftist upp, en liggj- andi eins og áður og horfði til himins. Mér virtist eg svífa til himins í gegnum hreint loft, en sjórnn lá kyr þar sem hann var. Eg færðist nær og nær bömunum, og eg heyrði glögt til þeirra. Eg lyfti upp höndunum og kallaði: “Góðu börnin mín — elskulegu börnin mín!” Svo vaknaði eg, heyrði báru- skvampið og vissi að eg var á skipinu “ Water Queen.” Okkur kom saman um að draumurinn væri markverður. “Mér geðjast aldrei að sjónum,” sagði Laurie, “ef eg kem nokkurn tíma á land, skal ekkert fá mig til að fara aftur á sjóinn.” , “Þér gleymið því, góða vina mín, að þér verðið að breyta að óskum manns yðar ” sagði frú Chaplin. Mér sámaði að þessi unga, fagra kona, skyldi vera neydd til að hlýða jafn hörðum og alvarlegum manni og Hard- ross skipstjóra, en eg gat ekkert sagt og enga hjálp veitt henni. Nokkrum dögum síðar gekk eg fram hjá káetu skipstjóra, og heyrði hana syngja þar inni; mér varð það svo hugðnæmt, af því hún söng ‘ ‘ Annie Laurie. ’ ’ Smátt og smátt urðum við innilegir og trygir vinir. Alla hina löngu tíma sem við vorum saman, féll ekki eitt ein- asta orð né augnatillit á milli okkar, sem ekki hefði þolað dóm engils. Maður hennar hafði trúað mér fyrir henni, og það var heilög skylda, sem eg hafði tekið að mér. Hún var sú yndislegasta stúlka, sem eg hafði séð, og eg bar sanna samhygð og meðaumkun til hennar. Rödd hennar var mér kær, en eg hefði mist virðinguna fyrir henni, ef hún hefði sagt eitt orð, sem maður hennar hafði ástæðu til að misvirða. Aldrei þrýsti eg hendi hennar, nema sem merki hinnar hrein- ustu vináttu; eg vissi að hugsanir hennar til mín voru sem systur. Svo var það kvöld eitt að veðrið breytt- ist. Vindblærinn hætti, og þungur logndrungi hvíldi yfir hafinu—fyrirboði storms. Eg tal- aði við fyrsta stýrimann, og hann sagði mér að skipstjóri hefði búið alt undir storm, en þeir byggist ekki við að hann yrði afarsterk- ur. Þesskonar stormar áttu sér oft stað í Indverska hafinu. en voru aldrei langvarandi. Bg vissi að engu þurfti að kvíða, því ‘“Water Queen” hafði oft lent í slíkum stormum, og þó var eg kvíðandi vegna Laurie. Hún var nógu hrædd í logni og góðu veðri, hvað þá í stormi. Eg sá á andlitum farþeganna, að þeir sögðu hvor öðrum að stormur væri í nánd’ og eg leiddi Laurie burt frá þeim, svo hún skyldi ekki heyra athugasemdir þeirra. “Allir eru svo leiðinlegir í kvöld, Sir Gordon, ” sagði hún; er nokkuð ilt í vænd- um?” “Það er líklega hitinn, sem gerir þá daufa,” sagði eg. Hún leit í kringum sig. “En hvað alt hefir undarlega liti. Him- ininn lítur út eins og hann ætli að detta ofan á okkur, og sjórinn er eins og blýhaugur. Mér finst líka einkennileg lykt af loftinu. Eg er hrædd. ” Eg leit á hana, hún skalf og var föl. “Frú Hardross, ” sagði eg, “þér verðið ekki hræddar þó að ögn hvessi og rigni, og þó að eldingar sjáist?” Um leið og eg sagði þetta, heyrðist þruma í fjarlægð. Aldrei glevmi eg hve fast hún tók í liandlegg minn og hve föl hún varð. Svo hvíslaði hún að mér: “Það er víst stormur í vændum- Sir Gordon. Ó, guð minn, hvað á eg að gera? Eg dey af hræðslu.” Bg reyndi að hugga hana, en það var gagnslaust. ‘ ‘ Leyfið mér að vera hjá yður, ’ ’ hrópaði hún, “þá skal eg ekki vera hrædd.” En eg efaðist um það, og áður en storm- urinn byrjaði, reyndi eg að gera henni skilj- anlegt hve stórkostleg sýn stormurinn á haf- inu væri. Svarið sem eg fékk var angistar- óp. “Ó, eg er svo hrædd. Guð minn, hvað á eg að gera?” 5. Kapítuli. Stundu síðar var alt undirbúið til að mæta storminum. — Skipið var undirbúið og hver maður á sínum stað; farþegunum var skipað að fara ofan og allir yfirmennirnir uppi. “Þetta verður hvorki sterkur né lang- varandi stormur, skipstjóri, vona eg?” varð mér að orði. því eg vorkendi konu hans. Hann leit alvarlega á mig. “Hann verður eins og allir stormar af þessu tagi-” svaraði hann—“hamslaus á meðan hann er, en varir ekki lengi. ” En hvað frú Hardross mundi þjást. Enda þótt skipstjórinn hefði skipað öllum far- })egum að vera niðri, fór eg þó upp í þeirri von að hann sæi mig ekki í myrkrinu. Yið konu hans gat eg ekki talað, hún var í sinni káetu, en eg vildi vera svo nálægt henni sem eg gat, af því hún hafði mælst til að fá að vera hjá mér meðan stormurinn stæði yfir, en það var ekki mögulegt. Svo byrjaði voða- legur stormur með þrumum og eldingum. Eg vissi hve hrædd frú Hardross hlaut að vera. Skipið veltist áhliðarnar á víxl, en engin hætta var á ferðum, yfirmennirnir og hásetarnir sýndu enga hræðslu. Eg var svo nálægt káetunni sem eg gat. Einu sinni á milli vindhviðanna og þrumanna heyrði eg sárt vein, sem eins og gekk í gegnum mig. Eg hafði enga heimild til að hugga hana í þess- um kringumstæðum. Aftur drundi stormurinn og eldingarnar. svo mér lá við að ofbjóða, þó eg hugrakkur væri. Á sama augnabliki opnuðust káetu- dyrnar, og eg sá andlit sem mér trauðla gleymist. Það var andlit Laurie- hvítt eins og mjöll, og hræðslan skein á því öllu. Augun eins og ætluðu út úr höfðinu og hún skalf öll sem hrísla í vindi. Þrátt fyrir storminn heyrðist hljóð henn- ar. “Eiríkur, Eiríkur, skipið sekkur! Eirík- ur, Eiríkur, við erum að drukna. ” Eg sá pg heyrði til hennar, en mátti ekk- ert gera. Einhver af hásetunum hafði sótt skipstjórann, því innan fárra mínútna kom hann og þaut ofan; með óþolinmóðlegri fyrir- litningu horfði hann á hina brjálsemislegu hræðslu konu sinnar. “Hvað er að?” spurði hann. “Hvað viltu, Laurie?” hrópaði hann. Hún leit á hann — aldrei hefi eg séð liræðsluna jafn glögt. Hún lagði handlegg- ina um háls hans og þrýsti sér að honum. Hún var algerlega utan við sig af hræðslu. “Bið erum að drukna, Eiríkur,” lirópaði hún. “Ó- guð minn, hvað eg er hrædd. Skipið er að sökkva.” “Eh það rugl,” orgaði hann blótandi. ‘“Lofaðu mér að fara—þú ert vitlaus. Vertu ekki slík raggeit.” Bjarminn af eldingunum kom inn til þeirra, og maður sá hana náföla, en hann svipdökkan og hörkulegan. “Þetta er þýðingarlaust, ” sagði hann og reyndi að losa sig. “Farðu inn og legðu þig í rúmið. Eg skal senda einhverja af konun- um til þín. Það er þó bót í máli að enginn er vitlaus nema þú. ’ ’ Einmitt á þessu augnabliki liallaðist skip- ið afarmikið. Hún orgaði af hræðslu, eins og hún hefði mist sjálfstjórn sína og skynsemi. “Lofaðu mér að fara,” kallaði hann af- arhátt. Þeir þurfa mín með uppi.” En hún heyrði ekki til hans. “Skipið sekkur. ” hrópaði hún. Nú kallaði fyrsti stýrimaður á skipstjór- ann afarhátt. “Lofaðu mér að fara, ” sagði skipstjóri, en hún hélt sér enn fastara í hann. “Sleptu mér,” sagði hann með þeirri þrumurödd að eg varð hissa, en hún linaði ekki á takinu. Augu skipstjóra skutu eldingum af reiði. Hann krepti hnefana og barði konu sína- svo hún datt á grúfu á gólfið. ‘ ‘ Nú viltu máske lofa mér að fara, ’ ’ hróp- liði hann í reiði sinni, tók hana upp og fleygði henni á rúmið sitt, læsti svo dyrunum og stakk lyklinum í vasa sinn, og þau svo upp á þil- far. Eg var utan við mig af hræðslu við að sjá þetta, og gat ekki hreyft mig, en svo áttaði eg mig. Eg verð að viðujkenna að mig lang- aði til að fleygja honum í sjóinn, svo var eg reiður við hann. Eg þaut upp á eftir honum í því skyni að hefna fyrir hana. Þegar eg sté á efstu stigarimina, fleygð- ist skipið á hliðina svo snögglega, að eg datt á höfuðið ofan, og lenti með ennið á neðstu stigariminni svo hart, að eg féll í ómegin og lá }>ar fram undir morgun- þegar einn af há- setunum fann mig og bar mig til svefnklefa míns. Það var orðið albjart þegar eg vaknaði og endurkallaði í huga minn voðasýnina frá kvöldinu áður — vaknaði til að sjá sólina skína, sjóinn rólegan og næstum öll spor stormsins horfin. Eg hugsaði um margt og mikið. Átti eg að fara til hans og kalla hann þrælmenni? Átti eg að segja honum með fyrirlitningu, að eg hefði séð hann berja konu sína, og ef hann gerði það aftur, skyldi eg drepa liann. Eg hugsaði aftur og fram um þetta, en það var gagnslaust. Eg gat ekkert gert. Hún var kona hans, og enginn hafði heimild til að skifta sér af viðskiftum hjóna. En eg ásetti mér að reynast henni eins góður vinur og eg gæti. Morguninn var ljómandi fagur þegar eg kom upp á þilfarið, og flestir af farþegun- um voru þar. Sólin hafði þurkáð sjóinn af þllfarinu víðast hvar. Eg sá skipstjóra um- kringdan af kvenfólki. Frú Chaplin leit fyrir- litlega á hann, frá Leslie liorfði undrandi á hann. Hjartað í mér sló hraðara og hendurn- ar skulfu, þegar eg sá hann. Eg heyrði frú Chaplin segja við hann: “Mér hefir verið sagt, skipstjóri, að kona yðar hafi verið mjög hrædd í nótt. Var það tilfellið?” “Afsakið frú- en hver er það sem flytur slíkt rugl?” sagði hann ákafur. “Er það aðeins rugl? Mér þykir vænt um að heyra ]>að, en þernah mín sagði mér, að hún hefði heyrt vesalings konuna hljóða af hræðslu — liljóða, eins og hún liði liinar voðalegustu kvalir.” “Frú, ” sagði skipstjóri, “kona mín hef- ir enga heilbrigða skynsemi, hana skortir hugrekki og sjálfsstjórn. Eg get ekki við því gert þó hún hljóði eins og lafhrætt barn, ef hún heyrir vindinn þjóta.” “Þér hefðuð átt að láta hana koma lil mín, eða að minsta kosti láta einhvern sitja hjá henni; það hefði máske huggað hana ögn, að hafa einhvern hjá sér sem væri góður og vingjarnlegur við hana.” “Er það skoðun yðar að eg sé ekki góð- ur við hana?” spurði hann. “Það er ekki hyggilegt að styð.ja hejimsku hjá nokkurri manneskju, sem líkist brjálsemi.” “Eg hefi sagt það áður, og segi það aft- ur'” svaraði frú Chaplin, “að kona yðar er alls ekki fær um að ráða við hræðslu sína við sjóinn, og að ætla sér að þvinga hana til að taka því með ró, er hér um bil hið sama og svifta hana lífinu.” “Þér talið býsna djarflega, frú,” sagði skipstjóri, sem var orðinn fölur af reiði. “Eg segi það sem satt er,” svaraði hún- “Hvar er frú Hardross nú?” bætti hún við. Hún sá mig og sagði: “Góðan morgun, Sir Gordon, lánið mér arm yðar. og við skulum svo reyna að finna frú Hardross.” Við urðum samferða til káetu skipstjór- ans; eg beið fyrir utan meðan frá Chaplin gekk inn. Það leið ekki á löngu þangað til frúmar komu út. Fyrst kveið eg fyrir að líta á andlit ungu konunnar. Það var fölt og rólegt, en kvíði og kjarkleysi skein á svipn- um. Við tókum þegjandi höndum saman. Frú Chaplin talaði eins alúðlega við hana eins og móðir, meðan við gengum um þilfarið. ‘ ‘ Þér megið ekki láta yður detta. í liug að fara ofan slíkan morgun, frú Hardross-”- sagði hún. “Við skulum setjast héma; eg fann ágæta bók í ruslinu mínu, og eg ætla að sækja hana. Við skulum lesa í henni okkur til skemtunar. Sir Gordon verður lijá yður þangað til eg kem aftur.” Við sátum þarna tvö ein og horfðum á hafið. Mið langaði til að taka í hvítu hend- urnar liennar, sem höfðu haldið sér svo fast við liinn grimma mann hennar, en eg gerði það ekki. “Þér hafið víst verið mjög hræddar?” sagði eg. “Já, ” svaraði liún, “nú veit eg svona hér um.bil hvað það er að deyja af hræðslu, áir Gordon. Eg yrði ekki svona hrædd ef dauðinn kæmi skyndilega, en.hver vindbylur, liver brak í skipshliðunum, leiðir mér fyrir sjónir skelfingu druknunarinnar. Bg kvelst af því hundrað sinnum.” Eg vissi að þetta var satt og hafði mikla meðaumkun með henni, en ekki sagði eg eitt einasta orð' sem eg hefði ekki getað sagt til hverrar annarar konu. Eg reyndi að hugga hana eftir beztu getu, sagði henni að frú Vann hefði skammað manninn sinn fyrir það, að hann bað um konjak og vatn þegar storm- urinn var sem mestur og fyrir það. að liann talaði svo lélegt mál. Hún brosti svo yndis- lega, alveg eins og þegar sólargeislinn skín á spegilfagran ís. Ekki sagði hún eitt einasta orð um manninn sinn, sem hafði bölvað henni og barið liana. Eg ber eins mikla virðingu fyrir kven fólki og hver annar, og þó verð eg að segja að þær liafa rýrt álit mitt á sér, þegar eg hefi heyrt þær tala um menn sína. Mún skoð- un er, að gift kona ætti aldrei að baktala mann sinn eða opinbera galla hans, nema því aðeins, að hann hefði breytt miskunnarlaust við hana. Frú Hardross gerði það aldrei, hvorki nú né síðar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.