Lögberg - 30.07.1936, Blaðsíða 3
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 30. JÚLI, 1936
3
Gunnar Hermannsson
lézt á sjúkrahúsi í Yorkton, Sask.,
io. maí síöastliðinn, eftir nýafstaÖ-
inn uppskúrÖ. Virtist hann um
stund vera á batavegi, en þá kom
afturkast, er endaÖi með dauða hans.
Gunnar átti heima í Hólarbygð-
inni, suður af Leslie, Sask., og vann
þar að búskap með stjúpa sínum og
bróður. Hann var fæddur á Barðs-
nesi í Norðfirði á íslandi i. maí
1895. Foreldrar hans voru Ármann
Hermannsson og Arnórína Árna-
dóttir, hjón búandi á Barðsnesi. Ár-
mann faðir hans var Hermannsson
frá Brekku í Mjóafirði, Vilhjálms-
sonar, en móðir Ármanns var Guðný
Jónsdóttir prests að Skorrastað Há-
varðssonar. — Foreldrar Arnórinu,
móður Gunnars var Árni Sveinsson
frá Viðfirði og Gunnhildur Ólafs-
dóttir frá Hellisfirði. — Gunnar
var af góðu fólki kominn, og ættir
hans alkunnar um Austurland og
viðar. Foreldrum Gunnars varð
auðið þriggja annarra barna, en af
þeim lifir nú aðeins Árni bróðir
hans, myndarmaður hinn rnesti. til
heimilis hjá móður sinni og stjúp-
föður.
_ Þegar Gunnar var aðeins þriggja
ára að aldri, misti hann föður sinn.
Ármann druknaði ásamt 2 mönnum
öðrum í vondu veðri og ofsabrimi í
lendingunni fyrir framan bseinn.
Bæði vegna illviðrisins og myrkurs,
sem skollið var á, varð engum
lijargað og aðeins einn mann rak
upp. Fifjast þessi hryggilegi at-
burður enn í dag upp fyrir mörgum
þeim, sem á leið um lendinguna í
Barðsnesi. Hafði Ármann verið að
flytja yfir fjörðinn mann einn, er
nauðsynlega þurfti að komast yfir
um til að bjarga skepnum sínutn
undan veðrinu. Hann kom mann-
inum heilu og höldnu yfir um, en
fórst sjálfur á heimleiðinni, svo að
segja fáum föðmum framan við
bæjardyr sinar.
Það er fagurt á Barðsnesi og út-
NUGA-TONE ENDURNÝJAE
HEILSUNA
NDGA-TONE styrkir hin einstöku i
líffæri, eykur matarlyst, skerpit melt- I
inguna og annað þar að lútandi. Veitir
vöðvunum nýtt starfsþrek og stuðlar að
almennri velliðan. Hefir oft hjálpað
er annað brást. Nokkurra daga notkun
veitir bata. NUGA-TONE fæst hjá lyf-
sölum. Gætið þess að kaupa aðeins ekta
NUGA-TONE.
Við hægðaleysi notið UGA-SOL —
bezta lyfið, 50c.
sýni þaðan er vítt, fjölbreytt og
mikilfenglegt í senn. En eftir slys-
ið, festi Arnórína ekki yndi þar út
frá og flutti sig innar að Viðfirði
og að lokum, eftir ein 3 ár, til Vest-
urheims, árið 1902. — Ári síðar
giftist hún í annað sinn Jóni Magn.
ússyni frá Tandrástöðum í Norð-
firði. Fyrstu 2 árin dvöldu þau í
Álftavatnsnýlendu í Manitoba, en
árið 1905 fluttu þau vestur til Sas-
katchewan og tóku sér heimilisrétt-
arland þar sem þau enn búa, suð-
vestur af Leslie. — Þau hjónin hafa
eignast einn son, heitinn eftir Ár-
manni á Barðsnesi en hann féll frá
á bezta aldri, 24 ára gamall (f. 1904
d. 1928).
Gunnar ólst upp með móður hinni
og stjúpa og sem barn gekk hann
með þeim í gegnum fátækt og basl
frumbyggjans. En bæði stjúpi hans,
og þeir bræður sjálfir þrosk-
uðust, höfðu sig áfram með
dugnaði og atorku. Svo fóru leik-
ar, að heimilið varð fremur veit-
andi en þiggjandi. Mun kunnugum
líka bera saman um það, að heim-
ilisfólkið hafi heldur kosið að verða
fyr en seinna til að rétta hjálpar-
hönd, þar sem þess þurfti með.
Þeir, sem þektu Gunnar, bera
honum allir sömu sögu, að hann hafi
verið hægur maður og rólegur í allri
framkomu og sérstakléga orðvar.
Lagði sjaldan mikið til mála, fyr en
hann hafði myndað sér sjálfstæða
skoðun, en var þá fastur fyrir.
Hann þótti hjálpfús, orðheldinn og
ábyggilegur í öllum skiftum, og naut
almennra vinsælda.
Gunnars Hermannssonar er sakn-
að af öllum vinum og sveitungum.
Fjarverandi af nánum skyldmennum
hans eru Solveig Hermannsdóttir,
föðursystir hans, í Neskaupstað, Jón
gullsmiður Hermannsson í Reykja-
vík, föðurbróðir og Hávarður Guð.
mundsson, móðurbróðir hans, Hay-
land P.O., Manitoba.
Gunnar var borinn til moldar að
viðstöddu miklu fjölmenni. Sólin
skein í heiði, tjarnirnar voru spegil.
sléttar í logninu, skógarmeiðirnir i
nánd við bæinn voru rétt að byrja
að grænka. Þegar fólkið var að
koma, vinir og sveitungar, til þess
að taka þátt í kveðjuathöfninni
heima, gat eg ekki varist því, að
Crescent Creamery
Company Limited
Flytur sínum íslenzku vinum innilegar liam-
ingjuóskir í tilefni af Islendingadags hátíðar-
lialdinu á Gimli þann 3. ágúst.
Crescent Creamery
Company Limited
hefir haft forgöngu í meira en 30 ár að því er
viðkemur framleiðslu
MJÓLKUR, RJÓMA og ISRJÓMA
og SMJÖRS
Sími 37 101
KAGPIÐ AVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD.
HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET
WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551
stöðugt kom upp i huga mínum sjón.
deildaríiringur hins látna á bernsku-
árum hans. Þegar hann var litill,
hafði leikið sér á Barðsnestúninu,
þaðan sem sér inn í fjóra firði; þar
sem hátindóttir, austfirskir fjalL
garðar blasa við auganu og sólin
sezt við hvítan jökulinn. Ekki get-
ur ólikara landslag en Norðfjörð
annars vegar og Hólabygðina í Sas.
katchewan hins vegar. Og þó var
svo fjarska lítill munur á því, í
hvorri sveitinni eg var staddur
þennan dag. Mennirnir, sem komu,
töluðu sama mál, báru sama blæ og
yfirbragð og landar þeirra heima.
Athöfnin sjálf var sú sama, sungnir
-sömu sálmar og sömu ritningum
lokið upp. í andlegu tilliti var þetta
fólk ennþá heima; ættareinkennin
fylgja því og koma fram á unga
fólkinu, þrátt fyrir breytt umhverfi
og breytta háttu. Það er þetta, sem
gerir það að verkum, að þeim sem
nýkominn er að heirnan, finst oft og
tíðum sem hann enn sé heima, þrátt
fyrir það að skógarlundar og akrar
sléttunnar prýða sjónhringinn í stað
íslenzkra fjalla, grasi gróinna túna
eða sindrandi sjávar. íslendingur-
inn yfirgefur fsland aldrei alveg, þó
að hálfur hnötturinn sé á milli hans
og þess. Hann “tekur það með sér.”
Litli drengurinn, sem fluttist af
Barðsnesi vestur um haf fyrir
mörgum árum, bar gæfu til þess að
vera þjóð sinni og ætt til sóma. Al-
menningorðið ber honum þann
vitnisburð. Og þegar við horfum á
eftir honum ofan í gröfina, sjáum
hann lagaðan í canadiska mold, þá
gleðjumst við af þvi, að hann hafði
i framandi landi verið góður full-
trúi ættbálks síns. Það sem hann
hafði tekið með sér af íslandi, hefir
orðið því til vegsauka en ekki til
óvirðingar í augum annara þjóða.
Þess vegna má með sanni segja, að
með því að verða að mætum manni
í framandi landi hafi hann unnið
ættlandi sínu gagn, þó að ekki hafi
hann, sem ýmsir frændur hans, unn-
ið æfistarf sitt í einhverjum hinna
fögru og friðsælu dala Austurlands.
Móðir hans, stjúpi og bróðir
munu sakna hans. En mun það
ekki vera svo um flesta, að þegar
einn hryggist yfir brottför þeirra,
gleðst annar yfir endurfundum?
Oft hefir það verið þannig um þá,
er fóru frá íslandi til Vesturheims;
og þá mun það ekki síður eiga við
um þá, sem hverfa héðan af þess-
um heimi, en eiga feður sina, syst-
kini eða vini annars heims. Eins og
litla drengnum fylgdu forðum vin-
arkveðjur úr sveitinni heima, er
hann lagði frá landi, þannig fylgja
honum enn heillaóskir allra þeirra,
sem þektu hann. Við óskum þess
að hann uppskeri af reynslu jarð-
lifsins þá ávexti, sem honum mega
verða að mestu gagni, þar sem hann
dvelur nú.
Wynyard 21. maí 1936.
Jakob Jónsson.
ATH.: Blöð á íslandi eru vin-
samlega beðin að birta þessi minn-
ingarorð, vegna frænda og skyld-
menna austan megin hafsins.
Jak. J.
Frú Þuríður Kuld
Það var á yngri árum mínum, að
eg heyrði oft talað um frú Þuriði
Kuld, konu séra Eiríks Kulds í
Styklví.shólmji, en þar var cheiimáli
þeirra hjóna um þrjátíu ára skeið.
Fluttu þau þangað úr Flatey á
Breiðafirði.
Séra Eiríkur þjónaði þremur
kirkjum: í Bjarnarhöfn, Helgafelli
og Stykkishólmi; hann var skyldu-
rækinn og góður prestur, var þing-
maður Snæfellsnessýslu um skeið og
hann var vel látinn af sóknarbörn-
um sinurn.
Séra Eiríkur skírði mig 1874, og
fermdi að Helgafelli fimtán árum
seinna; hafði eg þá dálítið tækifæri
á að kynnast honum, og þótti mér
jafnan vænt um hann siðan.
Hann dó í Stykkishólmi, að mig
minnir, 1895. Eftir dauða séra
Eiríks Kulds flutti frú Þuriður til
Reykjavíkur, og dvaldi þar það
sem eftir var æfinnar til 1899; dó
þar södd lífdaganna í fátækt, ein-
mana og vinafá, þótt ekki vissi
heimurinn neitt um það.
Benedikt Gröndal segir í æfisögu
sinni- nokkrum árum seinna, að
Reykjavíkurblöðin hafi ekki minst á
lát systur sinnar, fremur en hún
hafi aldrei verið til, en séra Matt-
hías hafi minst hennar með fallegu
kvæði.
Stundum hefir mér fundist að
samtíð frú Þuriðar Kuld hafi ekki
metið hana að verðleikum, eins gáf.
aða og merkilega konu sem hún þó
var; en ekki á sú kynslóð, sem nú
lifir neina ‘sök á því, þó ætla mætti
að það sé á valdi þeirra, sem lifa
að bæta fyrir bresti hinna sem dánir
eru, að svo miklu leyti' sem það er
hægt.
Eg heyrði frú Þuríðar Kuld
sjaldan að góðu getið, og }>ó veit
eg að hún hefir margt vel gjört um
dagana.
Þína kosti þektu fæstir,
þína galla vissu flestir.
Þuríður Kuld var þó kona, sem
hverju bygðarlagi mátti vera sómi
að, en fólkið, sem forlögin dæmdi
hana til að eyða æfinni með skildi
hana ekki, sem ekki var heldur von,
enda engan að ásaka um það nú
orðið, en þeir, sem voru á líku
menningar-stigi og hún sjálf, skildu
hana þó betur. Æfiferill frú Þur-
iðar Kuld virðist hafa verið að
mörgu leyti beiskjublandinn. Hún
varð að lúta blindum dómi samtíð-
ar sinnar, en svona er nú heimur-
inn brögðóttur, illur og andstæður
þegar olnbogabarn á i hlut. Svo
langt sem eg veit, þá hefir enginn
annar dómur fallið i þessu máli, en
alt verið samþykt með þögninni.
Því var Sæmundur á sinni jarðreisu
oft í urð hrakinn út úr götu,
að hann batt ekki bagga sína
sömu hnútum og samferðamenn.
B. Th.
í sambandi við þett erindi mætti
minna á, að þyrnibraut séra Sæ-
mundar Magnússonar Hlóms, dáinn
í Stykkishólmi 4. apríl 1821 liggur
lóðrétt um sömu stöðvar og Þuríð-
ar Kuld, í kringum Helgafell.
Frú Þuríður Kuld kom oft að
Svelgsá til foreldra rninna, oftast
að sumarlagi, var þá á útreiðartúr
og hafði fyrir meðreiðarmann karl
sem Guðmundur hét, kendur við
Arnarstaði, og átti víst að heita
bóndi þar. Séra Eirikur kom oft
að Svelgsá; stundum var konan
hans með honum, en ekki var það
algengt.
Eins og kunnugt er, voru isa- og
harðindaár á íslandi kringum 1880,
svo að skepnur féllu viða úr hungri,
eða svo var það í minni sveit. For-
eldrar mínir urðu þá fyrir tilfinn-
anlegu fjárhagslegu tjóni, en börn-
in mörg, og flest í ómegð. Þá var
það frú Þuríður Kuld, sem var
frumkvöðull að því, að skotið var
saman eitt hundrað krónum til
styrktar foreldrum mínum, meðal
góðhjartaðra kvenna í Stykkis-
hólmi; sjálf lagði hún fram tuttugu
krónur, og var hæst á listanum. Það
voru engir efnamenn í Stykkishólmi
á þessu tímabili; þeir, sem mest
máttu sín áttu full-erfitt með að
hafa í munn og maga.
Þórleif í Bjarnarhöfn fékk þvi
Þuríður til að koma peningunum
til skila, en foreldrar mínir keyptu
sér kú í búið fyrir upphæðina.
Af öllu því, sem hefir birst á
þrenti um ‘séra Matthías, minnist eg
ekki að hafa séð frú Þuríðar Kuld
getið að neinu leyti; hún kemur þar
ekkert við söguna, eða svo mundi
margur ætla. Séra Benjamín Krist-
jánsson er sá eini, sem eg veit til að
Business and Professional Card s
PHYSICIANS and SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone 21 834—Office timar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg. Manitoba 1 DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone 21 834--Office tlmar 4.30-6 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba
DR. J. STEFANSSON 3 Dr. P. H. T. Thorlakson
216-220 Medical Arts Bldg. 205 Medlcal ArU Bldg.
Talaími 26 688
Stundar augna, eyrna, neí og Cor. Graham og Kennedy 8ta.
kverka sjúkdðma.—Er að hitta Phonea 21 212—21 144
kl. 2.30 tll 5.30 e. h.
Res. 114 GRENFELL BLVD.
Heimili: 638 McMILLAN AVE. Phone 62 200
Talsimi 42 691
Dr. S. J. Johannesson C. W. MAGNUSSON Nuddlœknir
ViBtalstími 3—5 e. h. 41 FURBY STREET Phone 36 137
218 Sherburn St.~Sími 30877
SlmiS og semJiB um aamtalsttma
BARRISTERS, SOLWITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C.
íalenzkur lögfroeíingur
Skrlfstofa: Room 811 McArthur
BullcHng, Portage Ave.
P.O. Boz 1666
PHONES 95 052 og 39 043
J. T. THORSON, K.C.
íslenzkur lögfrxzöíngur
800 GREAT WEST PERM. BLD.
Phone 94 668
BUSINESS CARDS
DR. A. V. JOHNSON Isienzkur Tannlaeknir 212 CURRY BLDG, WINNIPEG Gegnt pösthúslnu Slmi 96 210 Helmllls 33 321 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO
CornbiaQ Ijotrl Sérstakt verð á viku fyrir námu- og fisklmenn. KomiS eins og þér eruC klæddlr. J. F. MAHONEY, framkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNÍPEQ DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 456 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Wlnnlpeg
A. S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- f&rir. Ailur útbúnaSur sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarSa og legsteina, Skrifstofu talsíml: 86 607 Heimilis talsimi: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS RLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Lelgja hús. Ut- vega peningalán og eldsábyrgS af öllu tægi. Phone 94 221
A. C. JOHNSON ST. REGIS HOTEL
9 07 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG 285 SMITH ST„ WINNIPEG Pœgilegur og rólegur bústaóur i
Annast um fasteignir manna Tekur að sér aS ávaxta sparifé miObiki borgarinnar.
fðlks. Selur eldsábyrgS og bif. Herbergi $.2.00 og þar yflr; me8
reiSa ábyrgSir Skriflegum fyrlr- baSklefa $3.00 og þar yfir.
spurnum svaraS samstundis. Agætar máltlðir 40c—60c
Skrifst.s. 96 7 57—Heimaa. 33 828 Free Parking for Gueata
minnist hennar með fáum orðumi í
ljómandi ritgerð um séra Matthias,
sem birtist í Heimskringlu 24. júní
þ. á. Hin stórmennin hafa gleymt
henni að mestu leyti. Maður gæti
þó búist við að óhætt væri að láta
hana njóta sannmælis úr þessu, eftir
37 ára hvild í gröfinni.
Kvæðið “Frú Þuríður Kuld” sem
Benedikt Gröndal minnist á, byrj-
ar með þessari fallegu setningu:
frv. á öðrum stað í kvæðinudá ;þvít
“Drotning minnar ungu æfi” o. s.
frv.; á öðrum stað i kvæðinu segir
séra Matthías:
“Það var hún,' sem gefins greiddi
götu mina raunum frá ;
hún, sem fyrstu blómin breiddi
brautu minnar listar á,” o. s. frv.
Eg hefi ástæðu til að birta eitt
erindi í 'heilu lagi úr þessu sama
kvæði um frú Þuríði Kuld. Það
sýnir svo átakanlega hvernig séra
Matthías hefir fundið til með þess-
ari góðu konu, sem hafði reynst
honum eins og drotning þegar hon-
um lá sem mest á:
“Ormar þeir, sem aldrei deyja
ekki hlifðu lífs þíns rót;
j veikum reyr er vant að segja:
vertu fjall og stattu mót.
Margan heyrði eg hrafna-róm
heyja kaldan feránsdómi,
frekara þó en flesta hina
fella þig mín dáin vina.”
En þar sem séra Matthías sjálfur
viðurkennir hana velgjörðamann
sinn, er erfitt að sjá því hún má
ekki hafa heiður af því sem henni
ber með réttu samkvæmt Guðs og
góðra manna lögum.
íslenzka þjóðin stendur i þakk-
lætisskuld við frú Þuríði Kuld. Sú
skuld verður bezt goldin með því að
henni sé veitt viðurkenning fyrir
því 'sem hún hefir bezt gert, en það
eitt veitir henni fult frelsi.
Calgary, Alberta,
19. júlí, 1936.
A. Sigurðsson.
Gestgjafi: Hvort viljið þér held.
ur fá Iherbergi, sem kosta 2 krónur
eða 3 krónur?
Gestur: Hver er munurinn á
þeim ?
Gestgjafi: 3 króna herberginu
fylgir músagildra.
♦ Borgið LÖGBERG!