Lögberg - 30.07.1936, Side 4

Lögberg - 30.07.1936, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. JÚLI, 1936 Hógterg a«flB flt hvern ílmtudag af THE COLVMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnlpeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Tert) t3.00 um drið—Borgist fyrirfram The "Liögberg" is printed and published by The Columbia Press, Uimited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Athafnir sambandsátjórnarinn- ar í sambandi' við atvinnuleysi Meðal margra annara ráðstafana, mikil- vægra, í sambandi við atvinnuleysið og úr- lausn þess, má telja aukið framlag til sveit- arhéraða; atvinnuleysingja skálunum hefir verið lokað og 14,291 einhleypra manna, er þar höfðu bækistöð sína, fengin atvinna við járnbrautir og bílvegalagningu, auk þess sem þeim hefir fjölgað til muna, er ráðist hafa í vistir til sveita. Hið mikla framræslukerfi Winnipegborgar veitir fjölda manna atvinnu um langt skeið enn, og mætti fleira til tína, sem í rétta átt miðar, þó enn sé vitanlega langt í land viðvíkjandi úrlausn atvinnuleys- isips. Til þess að fram úr þessum geypi- vanda ráðist, þarf að samstilla öll sigurvæn- leg öfl, smá og stór, jafnt á hinu þrengra sviði héraðs og bæjarmálefna, sem á hinum yfir- gripsmeiri starfssvúðum sambandsstjórnar- innar og stjórna hinna einstöku fylkja. 1 síðustu sambandskosningum hét frjáls- lyndi flokkurinn því, að jafnskjótt og hann kæmist til valda, myndi hann beita sér fyrir stofnun alþjóðlegrar nefndar, er starfa skyldi í samráði við stjórnina, með það fyrir aug- um, að finna útvegi fyrir atvinnuleysingjana víðsvegar um landiÖ. Skipun þessarar nefnd- ar dregur að sjálfsögðu á engan hátt úr á- byrgð stjórnarinnar. En þess má óefað vænta, að mönnum, sem leggja fram allan sinn tíma vinnist meira á en ráðgjöfum, sem af óum- flýjanlegum ástæðum hafa mörg jám í eldin- um í senn, hversu færir og velviljaðir sem þeir eru. Formaður nefndarinnar, Mr. Pur- vis, nýtur alþjóÖartrausts sem árvakur og skyldurækinn athafnamaður, og er slíkt hið sama um meðnefndarmenn hans að segja. AlLs eiga sæti í nefnd þessari sjö þjóðkunnir menn. Verkamálaráðherrann, Hon. Norman Rogers, er nýliði á þingi. En slíkan orðstír hefir hann þegar getið sér að mikils má af honum vænta í hinu vandasama og ábyrgÖar- mikla embætti hans. Eitt hið fyrsta verk þessarar nýju at- vinnumálanefndar var það, að hlutast væri til um að skrrásetning atvinnulausra færi fram við fyrstu hentugleika frá strönd til strandar; er nú ákveðið að slík skrásetning hefjist þann 1. ágúst næstkomandi; gert er jafnframt ráð fyrir því að endurskráning fari fram að minsta kosti tvisvar á ári. Með þessum hætti verður nefndinni það ávalt ljóst hvernig til hagar á þessum og þessum stað, og getur iþví með stuttum fyrirvara gert hverjar þær ráðstafanir, er hentugastar þykja með tilliti til þess. Eitt af verkefn- um nefndarinnar verður það, að kynna sér hvernig til hagar um bústaði verkalýðsins og bera fram tillögur í umbótaátt því viðvíkj- andi. Með tilliti til atvinnulausra einhleypra manna, lét Mr. Rogers þess nýlega getið, að ef til þess kæmi að einhverjir yrðu að hafast við , atvinnuleysingja skálunum í vetur, þá væri hann því hlyntur, að beitt yrði þar hlið- stæðu fyrirkomulagi við það, sem viðgengst á Englandi; að kendar yrði þar ýmsar iðn- aðar og atvinnugreinar, auk þess sem dagleg- um íþróttaiðkunum skuli haldið uppi. Með það fyrir augum, hve uppskera hefir víða brgðist, og hve gjaldþol bænda til hjúahalds er þar af leiðandi takmarkað, veltur að sjálf- sögðu afarmikið á að gerðar verði í tæka tíð, eða áður en vetur fer í garÖ, víðtækar ráð- stafanir gagnvart þeim einhleypum atvinnu- lausum mönnum, er lítinn eða engan kost eiga á bændavinnu. Bú skapurinn á ærið örðugt uppdrátt- ar um þessar mundir, eins og reyndar svo oft endrarnær. Þó sannast hér sem oftar hið fornkveðna, að bóndi er bústólpi, bú er land- stólpi. Enn er við lýði það, sem á Islandi var kölluð sveitasæla, bæði hér og annarsstaðar, og enn verður það gróðrarmoldin, sem nota- drýgri verður til sjálfsbjargar börnum sín- um en mölin á eyrinni. Nýbýlarækt og endurnám bújarða, er lagst hafa í eyði, mun reynast öruggasta leiðin út úr öngþveiti atvinnuleysisins, jafn- framt því sem vinnutími við iðnframleiðsluna verður að styttast tl muna til þess að vinnan komi jafnara niÖur. Þó enn sé vitanlega ekki nema hálfsögð sagan að því er úrlausn atvinnuleysisins á- hrærir, þá eru þó athafnir núverandi sam- bandsstjórnar í þá átt virðingarverðar; er þar því ólíku til að jafna við úrræÖaleysið og fálmið, er viðgekst í tíÖ Bennett-stjórnar- innar og afturhaldsflokksins. Að loknum leik Fylkiskosningarnar í Manitoba eru um garð gengnar; um fullnaðarúrslit þeirra er samt sem áður engan veginn kunnugt, er blaðið fer í prentun, þó víst sé nokkurn veg- inn um það, að enginn flokkur njóti ákveðins meirihluta fylgis á þingi. Fjölmennastur verður þó auðsæilega Liberal-Progressive flokkuripn undir forustu Mr. Brackens, og mun mega telja víst, að það verði hann, er með völd fer fyrst um sinn, eða fram á næsta þing, hvernig svo sem þá kann að ráðast fram úr málum. Tveir af hinum meiriháttar áhrifa- mönnum stjórnarflokksins, þeir Hon. R. A. Hoey, mentamálaráðgjafi, og Mr. McKinnell, þingmaður Rockwood kjördæmisins, hafa báðir fallið í val; að vísu er endurtalningu í St. Clements, kjördæmi Mr. Hoey’s ekki að fullu lokið, þó víst sé nokkum veginn, að hún breyti litlu til. Maðurinn, sem réði niðurlög- um Mr. Hoey’s er af hollenzkum ættum; heitir sá Harry Sulkers og telst til C.C.F. flokksins. 1 St. George kjördæminu fóru leikar þannig, að Miss Salóme Halldórsson skóla- kennari, er bauð sig fram undir merkjum hins svonefnda Social Credit flokks, gekk sigrandi af hólmi; lagði hún að velli, í póli- tískum skilningi, Skúla Sigfússon, er átt hefir sæti á þingi fyrir kjördæmið í átján ár, og á lengri þingsögu að baki í Manitoba, en nokk- ur annar þingmaður, að undanteknum Mr. Brakey frá Glenwood. Flutt við heimsókn að Betel í gær, þegar eg sá hinn glæsilega lúterska kvenfélagsflokk frá Win- nipeg, hér á Betel, allar al-íslenzkar, vera að skoða bústað okkar gamla fólksins úti og inni, flaug í huga minn hinn söguríki og fagri staður á íslandi, Þingvellir við Öxará, sem hinn smekkvísi fagurfræðingur, Grírnur Geitskór útvaldi fyrir aðal þingstað, allra landsmanna á Islandi. Þessi staður hér minnir mig að sumu leyti á þann fornaldarstað, t. d. Winnipegvatnið og hinir fögru skógar og fagra grasflöt, plöntuðu tré, sem eins og ungmenni, eru að teygja úr sér og festa rætur og alls konar blóm, hin fegurstu, sem brosa svo fagurlega, þegar þau sjá fegurð Sólar Mundilfaradóttur. Eg ætla því að nefna þennan stað Þingvöll, eftir hinum forna á Islandi, þar sem komu saman hinir mestu og merk- ustu höfðingjar landsins, ásamt sonum sinum og dætrimi, og með- an höfðingjar ræddu mál sín og i landsmanna, lék unga fólkið sér J saman og kyntist þannig hvert öðru. j Og þar festu sér margir konur. I Þessi þing þeirra stóðu í 2 vikur. | Um hásumarið. Páll Ólafsson kvað: “Blessuð vertu sumarsól er sveipar gulli dal og hól og gyllir fjöllin himinhá og heiðavötnin blá.” Það er víst enginn íslendingur : þar fæddur og sem eitthvað hefir | alist þar upp, sem ekki hefir heyrt | þann sögustað nefndan. En þá miklu og einkennilegu fegurð munu færri hafa séð, eða heyrt um, hvað Þingvöllur er fjölbreyttur, fagur og stórkostlegur. Og því sjálfsagt feg- ursti staður á íslandi. Þeir verða margir, sem sakna Skúla af þingi, þó hvorki hafi hann látið mikið yfir sér, né helt yfir þingsali Nóaflóði af ræÖum; hann hefir jafnan þótt tillögugóður, hygginn og hagvitur maður á þingi, er vakað hefir sýknt og heilagt yfir velferÖ kjósenda sinna. Mikið má það vera, ef sumir þeirra kjósenda í St. George, er stofnuÖu til launvíga við Skúla á mánudaginn, naga sig ekki í handarbökin seinna meir, þegar Social Credit víman renn- ur af þeim. Miss Halldórsson er fyrsta ís- lenzka konan, sem kosin hefir verið á þing í þessari álfu; hvert erindi hún á þangað verð- ur hún sjálf að sanna með athöfnum sínum og afstöðu til mannfélagsmálanna. Um fulln- aðarúrslt í Gimli er ófrétt enn. Skyldum sínum gagnvart Bardal, hafa margir íslenzk- ir kjósendur í Winnipeg alveg vafalaust brugðist; það hefir talning atkvæða leitt í Ijós alveg afdráttarlaust. Mr. Stubbs, fyrr- um dómari í héraÖsrétti Manitoba fylkis, bauð sigfram í Winnipeg án nokkurra ákveð- inna flokksbanda; hann hlaut 25 þúsund for- gangsatkvæði; er það meira atkvæðamagn en nokkur frambjóðandi í Winnipeg hefir nokkru sinni áður hlotið. Mönnum er enn í fersku minn)i með hvaða atburðum Mr. Stubbs varð að víkja úr dómarastöðunni; at- kvæðamagn hans á mánudaginn vitnaði um það, að fólkiÖ skoðaði hann “píslarvott sann- leikans.” Kosningu Mr. Majors í Winnipeg má telja vísa; hið sama má og um Mr. McDiar- mid segja, eins og nú horfir við, þó enn eigi það langt í land að atkvæðaskiftingu í borg- inni verði að fullu lokiÖ. Ralph H. Webb, fyrrum borgarstjóri, hefir þegar náð kosn- ingu af hálfu afturhaldsflokksins og Mr. Litterick, kommúnisti. Líkur eru til að aftur- haldsflokkurinn bæti við sig þremur eða fjórum þingsætum, og að fjórir Social Credit fulltrúar verði kosnir. C.C.F. flokkurinn bætir sennilega við sig þremur sætum utan Winnipegborgar. 1 lok yfirstandandi viku verður senni- lega fullfrétt um kosningaúrslitin yfirleitt. ÓÞÖRF TVISKIFTING íslendingadagurinn er ein elzta stofnunin meðal Vestur-íslendinga. Hún helzt eflaust við meðan nokkur samtök eða sambönd eiga sér stað vor á meðal. Nýja Island er móðir allra hinna íslenzku bygðanna í Manitoba. Þar er Gimli — goða- staðurinn forni; þar hefir nú veriÖ haldinn Islendingadagur mjög veglegur í nokkur ár. Norðar í bygðinni er haldinn annar íslend- ingadagur. Þetta er óþarft og óheppilegt. Geta bygðarpartamir ekki komið sér saman ran Gimli og haft þar alsherjar Islendinga- dag? Já, það er enginn staður á land- inu, sem sameinar eins aðádanlega allan svip landsins. Þar er sýnis- I horn qý öllu því helzta. Þar eru j fjöll, jöklar, gjár og graslendi, j hamradrangar, ár, fossar, Sléttlendi, brekkur og skógar og vötn. Já, þar j er stærsta vatniS á íslandi, Þing- vallavatn, með miklum silungi, og er það í suður að sjá. Það er fagurt að sjá suðurfjöllin speglast í því á kyrru sumarkveldi. Að austan og vestan umgirða staðinn ákaflega háir hamra-garðar, er liggja neðan frá vatni, alt upp til fjalla. Sá eystri er lægri og óreglulegri, og lítur út frá Þingvöllum, eins og svartur múrveggur, sem sé langt i burtu. Þessi hamragirðing er eystri barm- ur á Hrafnagjá, sem er langt um hærri en sá hinn vestari. Vestari hamragarðurinn er langtum hærri og reglulegri og gnæfir við himinn eins og svartur múrveggur. Það er Almannagjár hamarinn vestari. Um þessa girðingu á Þingvöllum kvað skáldið Jónas Hallgrímsson: “Hamra girðing há við austur, Hrafna ris úr breiðri gjá, varna meiri veggur traustur vestrið slítur bergi frá; glöggt eg skil hví Geitskór vildi geyma svo hið dýra þing. Ennþá stendur góð í gildi gjáin kend við almenning. Og einnig kvað hann: Hver vann hér svo að með orku?, Aldrei neinn svo vígi hlóð; búin er úr bálastorku bergkastali frjálsri þjóð. Til fegurðar veittu fornmenn öxará ofan á Þingvöll, og er það mikill fegurðarauki að sjá hvít- freyðandi fossinn steypast ofan af svörtum hamragarðinum. Að noröan er Þingvöllur um- girtur fjöllum; vestast eru Súlur, síðan Ármannsfell og austast fjall- ið Skjaldbreið. Og úr því hefir alt Þingvallahraun runnið til forna, og getur þvi heitið móðir Þingvalla. Á sumrum er þetta fjall, Skjald- breið, þakið hvítum jökuldílum. Jónas Ilallgrímsson kvað: Fannaskautar faldi háum fjallið allra liæða val, hrauna veitir bárum bláum, breiðan fram um heiðardal. Löngu hefir logi reiður lokið steypu þessa við. Ógnar skjöldur bungubreiður ber með sóma réttnefnið. THE IDEALINSURANCE for your home This is one way of acquiring ample protection for your family and home at a minimum of expenditure. The few cents a day that you spend on your OWN HOME TELEPHONE are the best investment you can make. Your telephone’s dependability in times of emer- gency is unsurpassed, for it is an everready means of protection in case of illness, fire, burglary or any of the emergencies arising in the average household. YOUli TELEPHONE IS WHOLLY A MANITOBA PRODUCT USE IT I Manitoba Telephone System Kyrt er hrauns í breiðum boga blundar land í þráðri ró; glaðir nætur glampar loga, • geislum sá um hæð og mó, brestur þá og yzt með öllu í undir hvelfing hraunið sökk, dunar langt t«n himin höllu, hylur djúpið móða dökk. Svo er treyst með ógn og afli, alþjóð minni helgað bjarg, breiðum þakinn bláum skafli, bundinn treður foldar varg. Grasið þróast grænt í næði, glóðir þar sem runnu fyr; Styður völlinn bjarta bæði berg og djúp, hann stendur kyr. Mér finst ennþá muni reika þar svipir hinna fornu höfðingja. “Þar stóðu Gissur og Geir, Gunnar, Héð- inn og Njáll.” Og þar stóð Mörður Gígja; hann var sonur Sighvatar hins rauða, og bjó ihann á Völlumi á Rangárvöllum. Hann var málafylgjumaður mikill og svo mikill lögmaður, engir þóttu löglegir dóniar nemd hann réði með. Hann festi Unni dóttur sína á Al- þingi á Þingvöllum, Rúti Herjólfs- syni, sem bjó á Rútsstöðum i Breiðaf jarðardölum. En hér á þessum þingvöllum kýs eg mér einhvern hans maka til að festa okkur íslendingum vestan hafs, allar kvenfélagsfrúr og meyj- ar, til að minnast aldarafmælis frú Kristjönu ' Hafstein. Móðir hins fyrsta ráðherra íslands, eftir að landið fékk sjálfstjórn, Hannes Þórd. Hafstein. Hún var fædd 20. sept. 1836, í Laufási við Eyjafjörð. Eg mintist hennar á kvenfélagssam- komu hér 4. júní 1936, og kom það út í Lögbergi. 25. júní 1936. Asgeir Tryggvi Friðgeirsonn. Kjartan and King Olaf Tryggvason From The Lctxdæla saga by Thor- stein Veblen. Copyright 1925. Published by the Viking Press Inc. On a certain fair-weather day along in the fall men from the town were going swimming in the Nid river. Kjartan að those with him saw it. Then Kjartan called his shipmates to go along to the swim- ming, to pass the time. So they did. There was one man who was far the best swimmer. Kjartan turned to Bolli and asked him if he would like to try conclusions with this townsman. Bolli replied, “I am thinking that it is not for me.” “I don’t see what has come of your sportsmanship,” said Kjartan, “but in that case I am going in.” Bolli told him, “You will have to do as you like.” So Kjartan went down into the river and made for this man who was their best swimmer and put him down and held him under for some time. Kjartan let the fellow up. And when they had been up for a short time the man gripped Kjartan and put him under; and they stayed under quite as long as Kjartan had a mind to. They came up again, and neither one had any- thing to say. For the third time they Went under, and this time they stayed under much longer than be- fore. So that Kjartan was begin- ning to doubt what this game would come to, and indeed Kjartan was thinking he had never before been in so tight a place. In the end they came to the surfare and swam ashore. Then the townsman spoke up, “Who is this man ?” and Kjartan told his name. The townsman told him, “You are a good swimmer. Are you just as good at other sports as in tihis?” Kjartan answered, rather slowspoken, “It was the talk while I was in Iceland that it was much the same about.other things. But there is little to say for all that now.” The townsman told him, “It makes a difference whom you have had to do with. How is it that you ask me no questions?” Kjartan replied, “I don’t care what your name is.” The townsman told him, “You are both a stout fellow and one who puts on airs. But you are going to find out my name all the same, and who it is you have had to do with in your swimming. This is Olaf Tryggva- son, the King.” Kjartan made no answer, and turned to go without his cloak. He was wearing a red satin jacket. By this time the king was nearly dressed. He called to Kjartan and told him not to be in sudh a hurry. Kjartan turned back, rather slow. The king then took of f his own mantle and put it on Kjartan, and told him that he was not to go cloakless back to his men. Kjartan thanked the king for his gift and returned to his men and showed them the mantle. The men were by no means pleased with it all. They thought Kjartan had put himself too much under obligation to the king. Nothing more came of it at the time.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.