Lögberg - 30.07.1936, Side 5

Lögberg - 30.07.1936, Side 5
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 30. JÚLl, 1936 5 Guðshugmynd nútímans (Framh.) IV. Eg hefi orðit5 langorður um að skýra þetta undirstöðuatriði, af þvi að það er einmitt ein af staðreynd- unum, seni guðlstrú og guðshug- mynd nútímans byggist á, og því nauðsynlegt að skilið sé til fulln- ustu til að byrja með. Þetta er þá það, sem eg hefi hald- ið fram, að það liggi ýmsar leiðir til þekkingar, ekki aðeins' hin ytri heldur og hin innri. Þessi ytri leið er venjulegast viðurkend af flestum en þó ekki öllum. Hin innri leið hef- ir átt örðugt uppdráttar til viður- kenningar í heimi vísindamannanna, þó að henni hafi jafnan verið haldið fram af imestu vitmönnum mann- kynsins, eins og Plato og Spinoza, og visindamenn séu nú óðum að komast á þau vegamót, að sjá takmörkun- ina i aðferðum efnisvísindanna, og viðurkenna, að efnið verði ekki út- skýrt með sjálfu sér. En nú er það orðið auðvelt að gera sér það ljóst, í hverju verk- efni guðfræðinganna er fólgið. Það er einmitt að gera rannsóknir á þessum staðreyndum, bera þær sani- an, greina á milli skilnings og mis- skilnings á þeim og leitast við að draga af þeim allsherjar ályktanir og andleg lögmál — alveg eins og eðlisfræðingar gera í efnisheimin- um. Þetta er hægt að gera eftir al- veg venjulegum rannsóknaraðferð- um. Undirstöðuatriðið er að kynn- ast hinuim andlegu fyrirbrigðum á sem víðtækastan hátt og með sem hleypidómaminstu hugarfari. Þá er og nauðsynlegt að kynnast skoðun- um hinna vitrustu og djúpskygnustu manna, sem um þetta hafa hugsað og ritað. Alveg eins og þeir, sem vilja leita sér skýringar á einhverju efnisfyrirbrigði eða t. d. afstæðis- kenningunni, fara i rit Einsteins eða einhvers þesskonar vitrings, er skarplegast hefir hugsað um þau efni, eins fara trúfræðingarnir í rit innblásinna og goðmálugra manna. En jafnframt er alt lífið grundvöll- ur og rannsóknarefni þessarar fræðigreinar. Nú hefði eg helzt kosið í sam- ræmi við það, sem áður er sagt, að gera ofurlitla grein fyrir því á sögu- legan hátt, hvernig guðshugmyndin hefir þróast, jafnhliða hinni vaxandi opinberun frá töfratrú og frumstæð- uim hugmyndum, eftir leiðum vax- andi siðfágunar og vitsmunaþroska til þess forms, sem hún hefir nú. En það yrði of langt mál. Sný eg mér þessvegna að því í seinni hluta þessa erindis að gera í sem styztu máli grein fyrir aðaldráttunum i guðs- hugmynd nútiimans. Guðfræðingar nútímans lýsa eig. inleikum Guðs á þann hátt, að hann sé almáttugur, alvitur og algóður, skapari himins og jarðar. Það skal játað, að það er ekki unt að skýra til hlýtar hvað þessi lýsingarorð tákna. Þau eru eins og t. d. hið óendanlega í stærðfræðinni, sem vér reiknum með, enda þótt það verði aldrei til fulls ákveðið. En af því að þessi lýsingarorð eru þó miðuð við vissa eiginleika vora, vitum vér til hverrar áttar þau stefna. Vér hugsum oss aðeins, að hjá Guði sé mátturinn, vizkan og kærleikurinn á óendanlega miklu hærra stigi en hjá oss. Það hefir verið reynt að sýna fram á, að af því að Guð sé þannig bersýnilega ' framlenging (projec- tion) á persónueðli mannsins og siðahvötum, sé hann imyndaður, en ekki verulegur, Þetta er öldungis ekki gefið, og skoðanirnar á þessu hljóta einungis að fara eftir trú manna um sambandið milli Guðs og manns. Með hinni kristilegu lífs- skoðun, að mennirnir séu sannarleg börn Guðs, verður það engin f jar- stæða, heldur eðlilegasti hlutur, að slík hljóti einmitt að vera afstaða Guðs og manns. Það er enginn eðlismunur, heldur vaxtanmunur. Maðurinn er hið ófullkomna, Guð hið fullkomna, maðurinn hið tíman- lega, Guð hið eilífa, maðurinn frurn. visirinn, Guð takmarkið. Að Guð er almáttugur þýðir þá, að hans er orkan, sem allsstaðar birtist í efni og hræringum alheims- ins. Ekkert getur hindrað framrás hennar til þess, sem ætlað er og til- veran stefnir að. Að Guð er alvitur, þýðir, að heimurinn hefir skynsam- legt markmið, að ekkert er til einskis eða þýðingarlaust og að öllu er stjórnað af þeirri vizku, sem ger- þekkir upphaf og endi. Það þýðir jafnframt, að vitsmunir vorir stinga ekki í stúf við alt eðli tilverunnar, fremur en likamir vorir stinga i stúf við efni hennar. Þeir lifa, hrærast og eru sprottnir upp úr þeirri æðri skynsemi, sem býr í rás heimsins. Að Guð er algóður merkir, að til- veran sé ekki hirðulaus um einstakl- ingana, heldur að eins og hún hefir gefið þeim líf af sinu lífi, þannig vilji hún og vernda þetta líf og efla það til meiri fagnaðar og fullkomn. unar. Það þýðir, að þegar vér lát- um stjórnast af kærleika, lifum vér mest samkvæmt vilja Guðs og að það ríki, sem þannig skapast, verð- ur fullkomnun á tilgangi hans. Að Guð er skapari himins og jarð- ar þýðir það, að það er hans vilji, sem birtist í hinni skapandi þróun og að vér erum öll börn hans, sköp- uð í hans mynd, því að hann er faðir allra. Þettá eru aðeins örfáir drættir i guðs hugmynd nútímans, en af þeim sjáum vér, hváð átt er við með orð- inu Guð. Guð er í raun og veru að- eins nafn, sem vér gefum lífi al- heimsins í víðtækustu mynd. Það er allsherjarnafn á því fyrirbrigðinu, sem er raunverulegast allra: Óþrjót- andi starfsemi tilverunnar. Vísinda- menn þeir, sem halda að þeir séu vaxnir upp úr guðstrúnni, verða samt sem áður að standa andspænis þessum veruleika og skýra hann ein- hverjum nöfnum. Þeir nefna hann ef til vill: Alheimsorkuna, en hvað er það, nema annað nafn á Guði al- máttugum. Þeir nefna hann: Hina skapandi þróun, en það lýtur að vits- munum og vilja Guðs. Hér er að- allega mismunur á orðum og nöfn- uim. Og megin ágreiningurinn staf- ar hér, eins. og annarsstaðar, ekki að litlu leyti af mismunandi notkun orða. En aðeins þessi dæmi sýna, áð Guð er ekki fyrst og fremst ímynd- uð persóna á bak við skýin, sem sagt er frá í einhverri heilagri bók, en enginn hefir annars orðið var við. Guð er sjálfur verulcikur lífsins, sem vér daglega skynjum og þreif- u rn á. Hann er lífið í hinni fylstu, dýpstu og œðstu merkingu þess. Hvað er meiri veruleikur og hvað eru auðsærri sannindi ? En með þessu er þó ekki sagt, að Guð verði umsvifalaust skilinn og skýrður til hlítar. Það er alvege ins og þegar vér horfum á stjömuhimininn. Vér efumst ekki um tilveru hans, en vér vitum jafnframt, að hann geymir óteljandi leyndardóma. Vér getum ef til vill mælt f jarlægðir hans undra langt í burtu með furðulegri ná- kvæmni. Vér getum gert oss meira eða minna skýrar hugimyndir um hann. En samt sem áður þekkjum vér hann aldrei til fulls. V. Það, sem guðfræðinginn^greinir á við hin orthodoxu vísinda, er ekki svo mjög um grundvallarstaðreynd- ir tilverunnar, heldur skýringuna á þeim, þýðingu þeirra og gildi. Guð- fræðingurinn vill skýra tilveruna með því fyrirbrigði, sem hann þekk- ir æðst, lífinu, eins og það birtist í mannlegri skynsemi og siðferðis* kend. Efnisvísindamennirnir hafa hinsvegar reynt að skýra tilveruna með dauðu efninu, sem af tilviljun hafi öðlast líf og skynsemi. Er þessi skoðun reyndar þeim mun óröksam. legri, sem sú stefna hefir meir að- The Á ( trctic Ice & Fuel !ompany Limited 1’ ■— - ■ Öskar Islendingum til hamingju í tilefni af þjóðhátíð þeirra, og þakkar jafnframt Lögbergi vinsamlegan stuðning í viðskift- um á liðnum árum! r.— - í L The Á ( trctic Ice & Fuel -ompany Limited SlMI 42 321 ^atctiexv<m A Beautiful Approach to the Qu’Appelle Valley er Hvíldardagalandið í Vestur-Canada! X.jótið hvíldardaga í Saskatchewan. Komist að þvi af reynslunni hve unaðslegt þetta Vesturfylki er. pað er land vatna, skemtigarða og skðga, sem laðar að sér allra hugi; land útsýnisins og náttúru dýrð- arinnar, er engum gleymist, er átt hefir þar nokkra hvíldar eða helgi- daga. Víðkunnustu skemtistaðir í kaskatchcwan cru rið Watrous, Kcnosee, Cypress Hills, Qu’Appetle Lake, Duck Mountain, Greenwater Lake, Good Spirit Lake, og Prince Albert National Park. PRINCE AL/BERT NATIONAL PARK—Sá staður, sem allir þeir, er fögru útsýni unna, undrast og dá. pessi skemtigarður nær yfir 1,869 fermílur, og liggur við suður jaðar norður-skógabeltisins I Saskatchewan. Afbragðs hótel og íbúðir í bændabýla stll, veita ánægðum ferðamönnum þægindi. CAHLSBAD VE8TURLANDSIN8—Læknislyfin I Lake Manitou voru fyrir öldum þekt af Indíánum og njðta viðurkenningar nútíma vísinda. Vndisleg strandlengja og hvílusælir bakkar veita vatni þessu óviðjafnan- legt aðdráttarafl. KATEPWE VATN—Liggur I hinum undurfagra Qu’Appelle dal Um- hverfið við þetta vatn er eitt hið allra fegursta I Vestur-Canada. pað minnir að nokkru á vatnasvæðin ensku og dregur að sér fjölda gesta; enda einn af mestu uppáhaldsstöðum fylkisins. Allur útbúnaður til róðra, fiskiveiða og baða. Hótel með öllum nútlðar þægindum til taks. Sunset on Lake Waskesui (Prince Albert National Park) Þjóðvegir í Saskatchewan Saskatchewan hefir meira þjóðvegakerfi að mílufjölda en nokkurt annað fylki I landinu. óteljandi álmur liggja að meginvegunum, er hafa I för með sér greiðan aðgang að markaðsstöðum hvar sem er. Vegadeild Saskatchewan-stjórnarinnar heldur öllum þessum vegum við. Alls nema mölbornir bílvegir, er þessi stjórnardeild lieldur við, 5,935 mílum. Good Gravel and Oil-Gravel Highrcays SKRIFIÐ EFTIR BÆKLINGUM, UPPDRÁTTUM ÖG ÖÐRUM UPPLÝSINGITM TIL Dept. L. Bureau of Publications LEGISLATIVE BUILDINGS Regina, Sask. hylst órjúfanlega eÖlisnauðsyn, þar sem ekkert verkur af tilviljun. Þann. ig komast efnisvísindin í mótsögn, er þau fara a'S reyna til að útskýra lifið. Niðurstaðan hefir orSið sú, að þau hafa sem mest reynt að ganga fram hjá hinni mannlegu meðvitund, draumum hennar og dýrmætum, og ýmist talið þetta algerlega “óraun- verulegt” eða reynt til að rekja hugsanalíf mannsins til sem einfald- astra frumhvata, er þeir hafa talið raunverulegri. Þessi stefna í sálar- | fræði nútímans er álika röksamleg og ef vér teldum fræið raunveru- legra en hlómið, en moldina, sem | fræið er sprottið úr, raunverulegast \ alls. En þetta er í raun og veru aðeins 1 aðferð til að vikja úr vegi fyrir | aðalvandamálinu. Vér vitum, að i moldin verður ekki skilin án fræs- j ins og ekki fræið án blómsins. Til- jgangur fræsins er blómið og þess- vegna er það engu síður vottur um eðli tilverunnar. Lik er afstaða guðfræðinganna til lífsins og tilver- unnar í heild. Þeim virðist eðlileg- ast að skýra það með því æðsta, er þeir þekkja í tilverunni: mannlegri skynsemi. Guðfræðingurinn heldur því fram, að lífið og skynsemin sé hinn raunverulegasti vottur um hinzta eðli tilverunnar og það sé á- kveðinn vilji, er mótar hinar hverf- ulu tilverumyndir efnisins. Þessi vilji og skynsemi keinur meðal ann. ars fram i hinni skapandi þróun. Frá því að frumþokan varð til í eyði og tómi geymsins og til þess tima, að jörð eins og vor jörð skapast, hafa márgir atburðir gerst. En þeir hafa allir miðað að hinu sama, að fratrr leiða fjölbreytt og merkilegt líf. Meðan ennþá var ekkert lifandi lif á jörðinni, var þó undirbúningur- inn undir það gerður með hinni mestu nákvæmni. Er það liklegt, að slíkt sé stöðug tilviljun á tilviljun ofan, að sköpun verði úr óskapnaði ? Mundi ekk. til- viljunin fremur, ef hún væri hugs- anleg, steypa sérhverri sköpun i ó- skapnað ? Öll þekking bendir til þess, að til- verumyndirnar hafi þróast frá hinu einfalda til hins fjölþætta og full- komnara. Þannig hafi frumefnin bundist i f jölbreyttari efnasambönd og lífið byrjað með einfrumungum, en síðan þróast til fullkomnari og fullkotnnari myndar, unz það með manninum er loks orðið fært um að fóstra lifandi sál, sem getur hugs- að og fundið til og orðið meðvitandi um tilveru sína og takmark. Sumir hafa viljað draga í efa hugmyndina um hina skapandi þró- un og bent á það, að afturkippir og hnignunartímabil hafi komið öðru hvoru í sögu mannkynsins og alt virðist því róa í sama farinu. En á það ber að líta, að þróunin fer hægt í samanburði við vor stuttu jarðarlif. í sögu hennar eru aldirn. ar eins og augnablik. En að rás þróunarinnar hafi áamt sem áður stefnt til vaxandi fjölbreytni og fullkomnara og innihaldsríkara lífs, það virðist mér hafið yfir allan efa. Öll þekking virðist staðfesta það. Ogvaxtarbroddur þessarar fram- stigulu þróunar lifsins á jörðunni er, eftir því sem vér þekkjum til- veruna bezt, maðurinn, með viti sínu og andlegum hæfileikum. Hann er hið æsta fyrirbrigði lífsins, sem komið hefir fram á þessari jörð, og hann hefir farið svo langt fram úr öllu öðru, að það vekur undrun. Það setn nú öll heimspeki skerst í odda um er einmitt þetta: Hvort heldur tilveran skuli vera útskýrð frá eðlislögum efnisins og hinnar lífvana náttúru, eða frá sjónarmiði mannsins og hans andlegu eiginleika og möguleika. Efnishyggjan telur mannlífið aðeins bergmál af efnis- heiminum og vill slá stryki yfir alla andlega starfsemi mannsandans, sem staðlausa girnd efnisins, er í draumutn sínum byggir sér vonar- hallir, sem hljóta að hrynja fyrir miskunnarfausum staðreyndum dauðra náttúruaf lanna. Sihungraður og lífsþyrstur hugur mannsins hvarflar munaðarlaus og örvona fyrir harðlæstum hliðum. Lífið og veruleikinn á ekki til nein úrræði, er fullnægja þrá mannsins. Síðan er líkaminn af miklum lærdómi sundurliðaður í frumefni og með því er svo maðurinn talinn að fullu skýrður. Með öðrum orðum: Efn- ishyggjan skýrir tilveruna frá hinni ófullkomnari hlið hennar, stað- reyndum efnisheimsins, sem þó fer fjarri, að hún þekki til fulls. Trjúarbrögðín fara þveröf'ugt lað. Þau halda því fram, að ef það sé unt að þekkja nokkuð, þá sé mann- inum fyrst og fremst mögulegt að þekkja sjálfan sig. Þess vegna byrja trúarbrögðin skýringuna á heiminum og lifinu á manninum, hugsunum hans, tilfinningum og verðmætum. Þau halda því einnig fram, að í engu lifandi hafi hinn skapandi máttur opinberað fullkom. legar sitt insta eðli. Tilveruna beri því áreiðanlega að skýra frá hinni fuUkomnari hlið. Insta eðli hennar sé lífið og vitsmunirnir en ekki vits- munalaust efnið. (Framh.) Borgin Burry-Mountain í Ala- bama í Bandarikjunum var nýlega komin að gjaldþroti. Borgarstjórinn var þó ekki ráða- laus. Hann lét það boð út ganga, að hann ætlaði, til þess að bjarga fjárhag borgarinnar, að selja dótt- ur sína, 18 ára gamla, á uppboði. Vakti þetta auðvitað mikið umtal, því að dóttir borgarstjórans var feg- ursta stúlkan þar. Og hún tók sjálf af skarið og tilkynti að hún ætlaði sér að giftast þeim manni, sem hæst byði í sig, til að bjarga fjárhag borgarinnar. — Svo kom uppboðs- dagurinn. Stúlkan kom með upp- boðshaldara á aðaltorg bæjarins og stóð þar á háum palli, svo að allir gætu séð sig. Ungur bankastjóri bauð þegar 75 þús. dollara—og varð einn um boðið. Hann gaf út ávis- un fyrir upphæðinni, Fjárhag borg- arinnar var borgið og bráðum verð- ur haldið eftirminnilegt brúðkaup í Burry-Mountain. (Eftir “Syd- svenska Dagbladet”).

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.