Lögberg - 27.08.1936, Blaðsíða 7
LÖŒBERG, FIMTUDAGINN 27. ÁGÚST, 19:56
Island, vagga german
skrar menningar
Þessvegna vilja Þjóðverjar
kynnast landi og þjóð.
Þ e g a r ferðamannahópur
Norrænafélagsins þýzka var
hér um daginn, átti blaðið tai
um það við formann félagsins,
dr. Ernest Timm, að hann
sendi blaðinu línur eftir heim-
sókn þessa. Blaðinu hefir nú
borist eftirfarandi grein frá
honum:
Sennilega er engin þjóð í heim-
inum, sem hefir' Island og tslend-
inga í jafn miklum metu/m og Þjó'ð-
verjar.
Þa'ð er langt siðan að Þjóðverj-
ar fóru að veita íslenzkri menningu
og íslenzkri sögu mikla athygli;
menn vissu og vita enn í Þýzka-
landi, að arfur sá sem Eddurnar og
sögurnar hafa geymt heiminum eru
afrek sem hin íslenzka þjóð ein hef-
ir unnið, þessar fyrstu germönsku
bókmentir hafa verið kunnar, ekki
aðeins meðal faglærðra manna, held-
ur meðal allra mentaðra imanna í
Þýzkalandi yfirleitt.
Samúð sú, sem Þjóðverjar hafa
með íslandi hefir þó hin síðari ár
verið allmjög af öðrum rótum runn.
in.
Nú eru Þjóðverjar sannfærðir
um, að öll hin evrópiska menning
eigi rót sína að rekja til manna og
þjóða af norrænum kynstofni, og sé
þeirra verk.
En þó flestar þjóðir heimsins hafi
tekið upp og fengið hlutdeild í ytra
formi þessarar menningar, þá sé það
aðeins fáar þjóðir sem hafa í sér
hinn skapandi þrótt til áframhald-
andi framfara.
Þessar fáu þjóðir og þá fyrst og
fremst NorðurlandaþjúÖirnar eru,
eða ættu að vera, skjól og skjöldur
hinna þúsund ára gömlu hugsjóna
hins norræna kynstofns. En hug-
sjónir Norðurlandabúa eru þessar:
Heiður, frelsi og sjálfstæði þjóð-
arinnar, einstaklingsfrelsi og virðing
fyrir rétti einsfaklinga, (sem vita-
skuld verða að haga sér eftir þjóð-
skipulaginu).
En þessum hugsjónum er nú al-
varleg hætta búin, fyrir asíatiskum
kenningum, sem vilja láta einstakl-
ingsfrelsið vikja fyrir kommúnisma,
og þjóðfrelsi lí'ða undir lok fyrir
harðstjórn.
Þjóðverjar sjá ekki einasta Is-
land, sem vöggu hinnar dýrmætustu
germönsku menningar, heldur sjá
þeir líka hér augljóst dæmi um það
hve norrænir menn eru sérlega vel
til þess færir að rnynda með sér
þjóðfélag, dæmi um það, að nor-
ræn þjóð, ef hún er vakandi, hefir
hún ávalt í sér þrótt til sjálfstæðis.
Þetta fordæmi sýnir ennfremur að
þjóðfrelsi er undirstöðuskilyrði fyr-
ir öllum menningarlegum og efna-
legum framförum.
Þess vegna hafa Þjóðverjar ekki
aðeins áhuga fyrir því að kynnast
sögu íslands og fornri menningu.
heldur einnig og ekki siður landi
og þjóð á líðandi stund. VitS viljum
læra að þekkja menningu, atvinnu-
vegi og tækni þessa lands. Og okk-
ur er það ánægja, að persónuleg
kynni, vísindaleg samvinna og verzl-
unarviðskifti fari vaxandi milli
Þjóðverja og Islendinga, enda erum
við fullvissir uim a'ð margt gott get-
ur af því leitt.
Þessi viðleitni frá hendi Þjó'ð-
verja er fullkomlega fjarskyld oll-
um stjórnmálum.
En það er á hinn bóginn eðlilegt.
að mönnum í Þýzkalandi þyki það
leitt að barátta sú, sem Þjóðverjar
hafa verið þvingaðir út í, skuli vera
misskilin á Norðurlöndum vegna
þess hve menn á óskiljanlegan hátt
blanda saman nationalsósíalisma og
fascisma.
Með þetta í huga og þessu áliti á
landi og þjóð tóku f>oo Þjóðverjar
sig upp og lögðu í ferð Norræna-
félagsins með Milwaukee ti! tslands.
Hugmyndir þessara manna gerðu ]>á
ekki vonsvikna er til landsins kom.
Við lærðum að þekkja land, þar sem
mikilfengleg náttúra og bjart fjar-
sýni var i hinu bezta samræmi vi'ð
stórvirki þjóðarinnar, er gáfu ti!
kynna af hvaða bergi hún er brotin.
Allir ferðafélagarnir voru sam-
niála um, að viðstaðan í landinu
hefði verið alt of stutt. Tel eg
nauðsyn á því, að gerður verði
samningur milli þjóðanna, sem geri
þýzkum ferðamönnum mögulegt að
hafa þar lengri viðdvöl.
Norræna félagið, sem hefir það
hlutverk, að útbreiða og auka þekk-
ingu og velvild til íslands meðal
þýzku þjóðarinnar, imun geta séð
fyrir því, að Þjóðverjar noti sér þá
möguleika ti! fulls, sem gerðir
verða á því, að slíkar ferðir verði
farnar. (iæti þetta orðið til þess að
auka skipasamgöngur milli íslands
og Hamborgar.
Þjóðverjar eru þeirrar skoðunar,
að dýrmætasta eign hverrar þjóðar
séu sérkenni hennar.
Það má þvi ekki taka það illa upp
fyrir mér, þó eg rétt minnist á, að
nokkur vonbrigði voru það okkur
Þjóðverjuim er vér sáum, að í hin-
um hröðu framförum landsins virð-
ist sem komið hafi yfir þjóðina, og
þó einkum höfuðstaðarbúa, nokkur
amerískur blær, sem dragi úr þjóð-
arsérkennunuan.
Yitaskuld sjáum við Þjóðverjar
nauðsyn tekniskra framfara og vita.
skuld höfum við trú á hinum miklu
möguleikum landsíns, sem enn eru
ónotaðir.
En við höfum sjálfir fengið að
kenna á hættunni sem af því stafar,
er tækni og borgarlif kippir fólkinu
út úr hinu þjóðlega umhverfi og get-
um því haft ástæðu til að óttast að
svo geti farið á tslandi.
En sennilega er þetta álit eða ótti
hvað íslendinga snertir sprottinn af
því, hve viðkynning okkar við þjóð-
ina var stutt, og með meiri viðkynn-
ingu lærði ma'ður að þekkja þá rót-
festu og þann styrkleika sem í þjóð-
inni býr, því að öðrum kosti væri
afrek nútíima íslendinga óskiljanleg
á sviði málaralistar, líkamsmenning-
ar, bókmenta, tækni og atvinnuvega.
Margir ferðamannahópar koma á
ári 'hverju til Islands. Varla nokkur
þeirra mun hafa eins mikinn skiln-
ing á þjóð og þjóðarhögum, eins
mikla þörf fyrir að kynnast landi og
þjóð persónulega eins og hinir 600
ferðamenn, sem komu með Mil-
waukee á vegum Norræna f élagsins.
Þessir 600 vinir þjóðarinnar hafa
nú horfið frá landinu. Norræna
félagið mun halda áfram að koma
slikum ferðum á, og vonast jafn-
framt eftir, að sem flestir íslending-
ar lconii til Þýzkalands.
Norræna félagið hefir 30 skrif-
stofur víðsvegar um Þýzkaland.
Mun félagið imeð ánægju leiðbeina
öllum íslendingum er til þess leita
og greiða götu þeirra til þess að
kynnast menningu, vísindum, at-
vinnuvegum og tækni Þjóðverja
eftir því sem hver og einn óskar.
—Mbl. 28. júlí.
STJARNI
Það var að vorlagi, að Stjarni
kom í okkar eigu. Hann var þá illa
undan vetri genginn, magur og
skáldaður. Einnig var hann fóta-
veikur og veill í lungum. Hann var
]>a tiu vetra.
Maðurinn minn hafði heyrt um
Kdsti hans sem "konu-hescs" og þeir
brugðust ekki. Eftir að við eign-
uðumst Stjarna átti hann góða daga
og komst aldrei í kynni við hungur
eHa þreytu. En veilan í lungum og
fótum skildi aldrei við hann að
íullu.
Kg veit ekki, hvort Stjarni var
nokkur afburða vit-hestur, en hann
var hugljúfi, sem ekki er unt að
gleyma.
Stjarni var skeiðhestur, þýður og
dúnmjúkur. Maðurinn minn hafði
oft orð á því við mig, að Stjarni
færi aldrei nema hálfa ferð hjá mér.
Og hann hafði rétt að mæla. Það
sá eg bezt þegar hann settist sjálfur
á bak honum. Þá færðist Stjarni
í aukana og sýndi, hvað í honum
bjó: Skapið mikið og flýtir með
ágætum. Hann fann það, klárinn
minn, að þeim kostum var bezt að
stilla í hóf, þegar eg átti í hlut.
Stjarni tók miklu ástfóstri við
brúnan reiðhest, sem maðurinn
minn átti, mikinn grip og gamm-
vakran, og varð honum mjög fylgi-
spakur. Enda áttu þeir oft samleið
og voru jafnokar um margt
Einu sinni sem oftar, fylgdi eg
manni minum vestur að öxnadals-
heiði, þegar hann var að fara í póst-
fer'ð. Reið eg Stjarna. Þegar eg
á heimleiðinni var komin ofan fyr-
ir Bægisá, fór eg fram hjá þremur
útlendingum, sem áðu þar í gildragi.
Hélt eg áf ram, en haf ði skamt f arið,
er eg varð þess vör, að þeir ,voru
komnir á hæla mér. Blakaði eg þá
við Stjarna og tók hann hraða skeið-
sprett. Dró þá skjótt í sundur.
Þannig gekk f erðin niður Þelamörk
og suður Kræklingahlíð. Stjarni
brá sér alt af á hlemmiskeið, þegar
mennirnir voru komnir all-nærri.
Þegar komið var á móts við Ásláks-
staði beygði eg af þjóðveginum og á
veginn, sem liggur þangað heim.
Leit eg þá til baka og sá, að þessir
ferðalangar höfðu stigið af hestum
sínum og horfðu eftir okkur
Stjarna, sem nú fórum í hægðum
okkar. Þeir höfðu lítið af samfylgd
okkar að segja. Stjarni sá um það.
—Margs hefi eg að minnast um
samveru okkar Stjarna, þótt þess
verði ekki hér getið.
Það er haustdagur.
Stjarni er á túninu. Hann hefir
ekki tekið effeir póstlestinni, sem
kemur neðan veginn. Þegar hún
er komin heim i hlað, lítur hann
snögt upp. Hann setur sig í kuð-
ung og fer á harða spretti upp bratt
túnið og hlaðvarpann. Það gljáir á
sívalan skrokkinn og hann er léttur
i spori og liðugur eins Og ungviði.
Eg horfi á Stjarna og fæ sting i
hjartað . . . Eftir fáa daga á hann
að deyja.
Einu sinni dreymdi mig Stjarna
eftir að hann féll frá:
Eg þykist stödd á víðáttu-miklum
völlum, grösugum og iðjagrænum.
Mér verður litið i suður-átt. Sé eg
þá hvar hestur er á fleygiferð og
stefnir í átt til min. Þegar hann
nálgast, hægir hann á sér, og þekki
eg þar Stjarna minn. Tlann geng-
ur til mín og íeggur höfuðið upp við
brjóst mitt. Og eg strýk honum og
klappa um brjóst og háls.....
Mér þykir vænt um þennan draum
og eg veit hann rætist. Eg hitti
hann aftur, blessaðan klárinn minn !
Gttðrún Jóhannsdóttir,
frá Ásláksstöðum.
—Dvraverndarinn.
JÓNS BJARNASONAR
SKÓIJ
Margt hefir verið ritað um Jóns
Iíjarnasonar skóla. Sumir hafa
verið skólanum vinveittir en aðrir
óvinveittir. Mér dettur ekki í hug
að deila um það málefni. Eg ætla
aðeins að segja frá því, sem skól-
inn hefir gjdrt fyrir mig.
Eg hefi verið hvorttveggja, nem-
andi og kennari í Jóns Bjarnasonar
skóla. Haustið 1927 innritaðist eg,
sem nemandi, í skólann og stundaði
nám þar þangað til um vorið 1930,
að eg útskrifaðist. Eg lauk fjórum
bekkjum (Grades 9 to 12) á þremur
árum og hefi mikið að þakka skól-
anum fyrir þau ár. Eftir að eg fór
f rá Jóns Bjarnasonar skóla stundaði
eg nám i háskóla Manitoba-fylkis og
kennaraskólanum og útskrifaðist úr
báðum þessum mentastofnunum.
Fór eg þá að leita að kennara-em-
bætti og var þá Jóns Bjarnasonar
skóli aftur mér til hjálpar. Eg fékk
kennaraembætti í skólanum síðast-
liðið ár. Nýlega sagði eg lausri
þessari stöðu vegna þess að mér
bauðst miðskóla-embætti í stærri
skóla. Eg er Jóns Bjarnasonar
skóla þakklátur fyrir að fá tækifæri
þar til að kenna og einnig fyrir
námsár min í þeirri stofnun.
Jóns Bjarnasonar skóli hefir
hjálpað fjölda ungmenna, íslenzkra
og hérlendra. Skólinn hefir gefið
mörgtrm islenzkum kennurum æf-
ingu sem er svo dýmæt. Eg er ekki
sá eini, sem hefi gott að þakka skól-
anum. Skólinn er enn í dag að
vinna þetta verk. Skólaárið byrjar
í september og njóta þá, eins og áð-
ur, nemendur hjálpar skólans. Allir
íslendingar ættu að innrita börn sín
í Jóns Bjarnasonar skóla, ef mögu-
legt er. Eg óska skólanum alls góðs.
Roy H. Ruth, B.A.
ENSK HEFÐARKONA
GEFUR ÞINGEYINGUM
STÓRMERKA BÓKAGJÖF
Bókasafn Þingeyinga í HúsaVÍk
hefdr liýleg'a fengið að gjöf frá
enskri konu, Miss May Morris, yfir
400 bindi ágætra bóka.
Benedikt bókavörður Jónsson í
Húsavík skýrir þannig frá tildrög-
um að gjöfinni og verðmæti henn-
ar:
Margir hér á landi munu kann-
ast við hina ensku hefðarkonu, Miss
May Morris, dóttur enska lista-
mannsins og Islandsvinarins Wil-
liam Morris.
MisS Morris hefir dvalið og ferð.
ast hér á landi, og fyrir nokkrum
árum kom hún til Húsavíkur ásamt
vinkonu sinni Miss Vivian Lobb.
Skoðuðu þær sýslubókasafnið hér,
og undraðist Miss Morris, er hún
sá þar bækur eftir föður sinn og
fleiri landa hennar, og mest undr-
aðist hún þó er hún varð þess vör,
að hókavörðurinn hafði séð föður
hennar og talað við hann, þá er hann
ferðaðist hér á landi og gisti að
Þverá í Laxárdal hjá föður bóka-
varðarins, sem þá var ungur maður
heiima.
Nú nvlega hefir Miss Morris
sent sýslubókasafninu mikla og stór-
merkilega bókagjöf, rúmlega 400
bindi, flest i skrautbandi. Eru í þess-
um bókum ritsöfn f jölmargra enskra
skálda og rithöfunda, alt frá Shake-
speare til nútíma höfunda, ýmisleg
merkileg ritsöfn, alfræðibækur og
bækur í ölluim helztu fræðagreinum
og listagreinum.—Mbl. 28. júli.
Er œttarkjarna sveita-
fólksins hœttá búin?
(Framh. frá bls. 3)
bætt launakjör yfirleitt í kauptún-
um og kaupstöðum framar því, sem
i sveitum getur orðið greitt — alt
þetta hefir leitt til þess, að efnis-
mesta fólkið, scm upp vex í sveit-
unum, sogast sjálfrátt og ósjálfrátt
þangað, sem meiri virðist von vegs
og frama, og kemur ekki i sveitirnar
aftur, né afkomendur þeirra.
"I'ungamiðja þjóðlífsins," sem á-
valt hefir verið í sveitum landsins,
er þannig smámsaman að færast
þaðan i kauptún og kaupstaði, og
])á cinkum til Reykjavíkur.
Þetta útsog úr sveitum i bæi og
borgir er ekkert sérstakt fyrirbrigði
fyrir ísland, né heldur hitt, að sá
hluti æskufólks sveitanna, sem fjöl.
hæfustum gáfum sé búinn, leiti það.
an hurtu öðru fremur. Þjóðfélags-
fræðingar í ýmsum löndum hafa
þrásinnis kveðið fast að orði um
það, að borgirnar þurfi alt af að fá
"nýtt blóð" úr sveitunum, ef menn-
ing þeirra eigi að halda horfi. En
hitt er einkennilegt, að samhliða þvi
sem menn hafa komið auga á þessa
reynslu, skuli ekki hafa bólað á ótta
um, að eðliskostir sveitafólksins
gengi til rýrðar, við sífeldan útflutn-
ing úrvalsins af fólki þcirra. Að
sjálfsögðu ber að kannast við, að
það er ekki nema lítill hluti ]^css
fólks, sem úr sveitunum flytur, er
heitið getur úrval, en það raskar
ekki hinu, sem í þessu sambandi
skiftir öllu máli, að með núverandi
atvinnuháttiuii og þjóðskipulagi
getur sveitunum ekki haldist á nema
litlu broti af kostamesta fólkinu, sem
þar vex upp — enda hefir borgun-
um fyrir það orðið menningarlegur
styrkur að "nýju blóSi" úr sveitun-
um, að þær hafa dregið til sín ríf-
legan hluta af blóma kynstofnsins
þar.
En hva'ð veldur þvi, ef borgir,
sem um áratugi eða aldir hafa sogað
til sín kjarnafólk sveitanna, þurfa
sífellu á "nýju blóði" þaðan að
PHYSICIANS cmd SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arta Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sta.
Phone 21 834—Office timar 2-i
Heimili 214 WAVERIjEY ST.
Phon* 403 288
Winnipeg, Manitoba
DR. B. H. OLSON
Phones: 35 076
906 047
Consultation by Appointment
Only
Heimili: 5 ST. JAAIES PL.ACE
Winnipeg, Manitoba
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Talsfmi 26 688
Stundar augna, eyrna, nef og
kverka sjúkdóma.—Er a6 hitta
kl. 2.30 til E.30 e. h.
Heimili: 638 McMILLAN AVE.
Talslmi 42 691
Dr.P. H.T.Thorlak»on
106 Ifadlcal Arti Bldg.
Cor. Qraham og Kennedy BU
Phonea 11 21S—21 144
Res. 114 GRENFELL BL.VD.
Phone 62 200
Dr. S. J. Joh annesson
ViBtalstlmJ 3- —5 e. h.
218 Sherburn St.- -Simi ^O 877
G. w . MAGNUSSON Nuddlaelento
41 FURBT STREET Phone 36 137
Stmit og semjið um aamtalatfma
BARR1STER8, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C.
íilentkur lögfrœOingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
BuikMng, Portage Ave.
P.O. Box 16 56
PHONES 95 052 og S9 04S
J. T. THORSON, K.C.
tslenxkur löpfraðinour
800 GREAT WEST PERM. BLD.
Phone 94 668
BUSINESS CARDS
DR. A. V. JOHNSON
tslenzkur Tannlœknir
212 CURRY BLDG., WINNIPEG
Gegnt posthúsinu
Sfmi 96 210
Heimilis 33 3 2S
Drs. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GENERAL
TRUSTS BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith 8t.
PHONE 26 545
WINNIPEQ
CorntoaU ^otel
Sérstakt verC á viku fyrir namu-
og fiskimenn.
KomiB eins og þér eruO klæddlr.
J. F. MAHONEY,
framkvæmdarstj.
MAIN & RUPERT WINNIPEO
DR. T. GREENBERG
DentUt
Hours 10 a. m. to 9 p.m.
PHONES:
Office 36 196 Res. 61 451
Ste. 4 Norman Apts.
814 Sargent Ave., Wlnnipeg
A. S. BARDAL
84 8 SHERBROOKE ST.
Selur llkkistur og annast um nt-
farir. Allur útbúnaCur sa bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarBa og legsteina.
Skrifstofu talslmi: 86 607
Heimiiis talslmi: 601 662
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG., WINNIPEG
Fasteignasalar. Lelgja hús. Út-
vega peningalán og eldsábyrgð af
öllu tægi.
Phone 94 ?21
A. C. JOHNSON
907 CONFEDERATION LIFE
BUILDING, WINNIPEG
Annast um fasteignir m.inna.
Tekur a6 sér a8 ávaxta sparifé
fðlks. Selur eldsábyrgS og blf.
reiCa ábyrgClr. Sftriflegum fyrir-
spurnum svaraS samstundls.
Skrifst.s. 96 757—Heimas. SS SSS
ST. REGIS HOTEL
285 SMITH ST., WINNIPEG
Pœgilegur og rólegur búataður <
miðbiki borgarinnar.
Herbergi S.2.00 og þar yflr; m»8
baOklefa S3.00 og þar yflr.
Agætar málUCir 40c—60c
Free Parking for Queats
halda? Ef alt væri með feldu, ætti
blómi kynstoinisins að hafa náð þar
öruggri fótfestu, jafnvel hrein-
ræktaðri en í dreifbýlinu. Eitt er a.
m. k. víst, að hver sú borg, eða ann-
ar staður, sem um langt skeið hefir
dregiÖ til sin úrvalsfólkið úr um-
hverfinu, hlýtur eftir hlutarins eðli
að framleiða bezta efniznðinn, sem
sá kynstofn á til. Sé það því algild
reynsla, að borgir þurfi sífelt á inn-
streynni fólks úr sveitum — sem þær
þó eru búnar að mergsjúga lengur
eða skemur — að halda, þá getur
skýringin ekki verið önnur en sú, að
hið bezta af efnivið borganna fari
forgörðum, vegna óheppilegra að-
stæðna og áhrifa í uppvexti æsku-
lýðsins. Á því, að svo muni vera,
eða kunni að vera, er það nokkur
skýring, að mörgum þeim, sem á-
gætustum andlegum hæfileikum eru
búnir frá náttúrunnar hendi, er
hættara af freistingum og gengur
ver að festa sig í rásinni en algeng-
um meðalmönnum. Það er nú einu
sinni svo, að fáum er alt gefið og
skamt öfganna á milli.
Af því sem nú var sagt, er auð-
sætt, að því fólki, sem bezt er gert
að anrllegum eiginleikum, væri að
jafnaði hollara að alast upp i sveita-
umhverfi, þar sem freistingar eru
færri og störf æskulýðsins ákveðn-
ari og rótfastari við tilgang sinn,
heldur en i bæ eða borg, þar sem
gjálífi og glys freistar unglinganna
strax og þeir vitkast, og störf eru
meira unnin vegna kaups en árang-
urs. Persónuleg áhrif foreldra,
hversu ágæt sem þau kunna að vera,
eru og eigi lengur ])að, sem mest
mótar unglinga í uppvexti, heldur
það umhverfi (milieu), sem þeif
lifa i — skóli, leiksystkin, skemti-
staðir, götulíf o. s. frv. — Þó hið
andlega umhverfi sveitanna hafi
sína annmarka, þá hlýtur ráðningin
á því, að bæjum og borgu.ni reynist
sérstök u|>])bygging að innflutningi
sveitafólks, að vera sú, að umhverfi
sveitanna smíði betur úr bezta efni-
viðnum, sem er i æsktilýðnum ]>ar,
heldur en að jafnaði tekst í um-
hverfi borga og bæja. Frá þessu.eru
vitanlega margar persónulegar und-
antekningar á báðar hliðar, sem geta
glapið niönnum yfirsýn um regluna,
sem þó stendur óhögguð fyrir þeim.
(Jrnmæli þess* kafla eru nálega
almenns efnis um málsatriðin. Taka
að vísu til þjóðlíf okkar, eins og
annara, en þó skal hér nú nánar
vikið að isérstakri afstöðu okkar til
málavaxta.
(Framh.)