Lögberg - 17.12.1936, Blaðsíða 5

Lögberg - 17.12.1936, Blaðsíða 5
/ íslenzkur atkvœðamaður ODDUR ÓLAFSSON þingmaður Ruperts Land kjördœmisins Lögberg hefir ekki átt þess kost fyr, að birta mynd af hinum nýkosna og glæsilega þingmanni Ruperts Land kjördæmisins í Manitoba, þó stuttlega hafi hans áður verið minst i blaðinu. Hér verður heldur engin tilraun til þess ger, að rekja lið fyrir lið, eða fót fyrir fót, athafnaferil Mr. Ólafssonar; enda yrði slíkt ekki gert í stuttri blaðagrein svo vel væri, því á margt hefir hann lagt gjörfa hönd og komið víða við, er um var að ræða framtak og fram- faramál. Oddur er enginn sjálfs- auglýsinga skrumari; hann er í flokki þeirra manna, sem trúa í ein- lægni að hollast sé að láta verkin tala. Oddur Ólafsson er fæddur í Fagraskógi við íslendingafljót þann 25. dag febrúarmánaðar, árið 1888. Foreldrar hans, þau merkishjónin Ólafur Oddsson frá Kollaleiru í Reyðarfirði og Kristbjörg Antoníus- ardóttir frá Steinaborg á Beruf jarð- arströnd; hann er þvi sonur fyrstu landnámskynslóðarinnar; fæddur á þeirri tíð, er aðal skólagangan var stritvinna myrkranna á milli; bar snemma á því framtaki hjá Oddi, er einkent hefir æfistarf hans jafnan siðan. Þegar það, sem kallað er nú al- Atkvaeðamikill íslendingur f sambandi við allnákvæma lýs- ingu á hinu nýja ráðhúsi Vancouver borgar (City Hall), getur blaðið Vancouver Sun, þann 3. þ. m., um íhyglisvert tillag Islendings og ís- lenzks verksmiðjufyrirtækis, við- víkjandi þessu fagra og svipmikla stórhýsi. Er hér átt við Mr. J. F. Sigurdson, framkvæmdarstjóra The Sigurdson Syndicate á 6. Avenue ment “Central Mining Area,” opn- aðist fyrir alvöru árið 1916, tók Oddur sér það fyrir hendur að stofna til flutnings sambanda þang- að með skipum og á annan hátt; lánaðist honum það starf svo vel, að nú er Olafsson Transportation fyr- irtækið kunnugt um fylkið þvert og endilangt og nýtur hvarvetna virð- ingar og trausts. Oddur Ólafsson er kvæntur konu af enskum ættum, Linu Bowman; er hún ágætiskona hins mesta og prýðilega ment. Þau eiga fimm mannvænleg börn: Pauline, á Suc- cess verzlunarskólanum hér í borg- inni; Carl á Wesley College, og Alda, Leslie og Raymond, öll í al- þýðuskóla. Hinu stórmannlega heimili þeirra Ólafssons hjóna í Riverton hefir löngum verið viðbrugðið fyrir gest- risni og alúð; nú hafa þau flutt hingað til borgarinnar vegna ment- unar barna sinna, og mun hér fara sem fyr, að heimili þeirra standi jafnan í þjóðbraut. Oddur Ólafsson er óvenju glæsi- legur maður og mikill að vallarsýn; að því er skapgerð hans viðkemur, einkennir hana stálvilji og vinfesta. Oddur er heill maður, og allur þar sem hann er.— þar í borginni, er framleiddi í verk- smiðju sinni það hið skráutlega og afarvandaða timburverk, er í bygg- inguna fór, ásamt skrifstofuútbún- aði, stólum og skrifborðum. Dáist áminst blað að því, hve framleiðsla The Sigurdson Syndicate, þessarar tegundar, sé vönduð með ágætum. Mr. Sigurdson starfrækir timbur- smíða verksmiðju, er hefir að jafn- aði um 70 manns í þjónustu sinni, að því er Vancouver Sun segist frá. TNNILEGAR JÓLA- OG NÝARSÓSKIR til vina minna og vandamanna nær og fjær. A. P. JÓHANNSSON 910 PALMERSTON AVE„ WINNIPEG. _ WILDFIRE COAL “DRUMHELLÐR” Trademarked for Your Proteotion Look for the Red Dots. LUMP .................$11.50 per ton EGrGr ................$11.00 per ton PIIONE 23 811 Hf cCurdy Supply Co. Ltd. | ROSS & ARLINGTON Fuel License No. 33 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. DESEMBER, 1936 Konungaskiftin á Englandi Eins og öllum er ljóst hafa orðið konungaskifti á Englándi. Játvarð- ur konungur VIII. hefir sagt af sér og Georg VI. tekið við. Tildrög j þessara sviplegu breytinga hafa j blöðin flutt, og er þessi viðburður 1 einstæður í sögunni. Þrjú stutt ávörp til þjóðarinnar í þessu sambandi mun fólk hafa gam- an af að heyra á íslenzku: Það eru orð konungsins þegar hann sagði af sér; það er ávarp móður hank, og það eru kveðjuorð konungsins til þegna sinna, eftir að hann hafði sagt af sér. I. Konungurinn segir af sér rikisstjórn. “Eg Játvarður VIII. konungur Bretlands hins mikla, írlands og brezku sambandsríkjanna hinu meg- in hafsins og konungur og stjóm- andi Indlands, kunngjöri það hér með að eg afsala mér konungdóm- inum bæði fyrir mina eigin hönd og erfingjá minna. Mér er einkar ant um að engin töf eigi sér stað og að alt geti gengið sem greiðast til þess að hinn lög- mæti eftirmaður minn, bróðir minn, hans hátign hertoginn af York, geti tekið við ríkisstjórn nú þegar. Játvarður R.I. II. Avarpsorð Maríu ekkjudrotningar. Ekkjudrotning Georgs V., móðir þeirra beggja konunganna, hins frá- faranda og hins viðtakanda ávarp- aði fólkið á þessa leið : “Eg hefi fundið svo djúpt til þeirrar samúðar, sem mér hefir ver- ið auðsýnd á þessum reynslustund- um, að eg get ekki látið það hjá líða að votta þakklæti mitt í orðum; á bak við það þakklæti eru mínar allra dýpstu tilfinningar. Samúð sú og vinsemd, sem eg naut þegar eg varð fyrir hinni miklu sorg fyrir tæpu ári, veitti mér þrek og styrkan stuðning. Hin sama hluttekning hefir einnig stutt mig og styrkt nú í þessum raunum. Eg þarf ekki að lýsa fyrir yður tilfinningum móðurhjartans, þegar eg hugsa um það, að minn elskulegi sonur hefir talið það skyldu sína að leggja niður völd og þegar sú ríkisstjórn, sem byrjaði svo glæsi- lega og svo vonrík, hefir endað svo snögglega og óvænt. Eg veit að yður skilst það öllum hversu nærri sér hann hefir tekií það, að stíga þetta spor. Eg veit það einnig, að þegar þér minnist þess hversu mjög hann lagði sig fram á liðnum árum til þess að efla l>ag °g heill þessa lands og alríkisins í heild sinni, þá geymið þér æfinlega hjartfólgna mynd hans og minningu. Eg bendi yður nú með fullu trausti á bróður hans, sem svo skyndilega hefir verið kvaddur til þess að verða eftirmaður hans — og undir svo sorglegum kringumstæð- urh. Eg bið yður að veita honum sömu tiltrú og hollustu sem þér í svo full- um mæli veittuð mínum elskaða eiginmanni og sem þér frjálsir og fúsir hafið haldið áfram að veita bróður hans. Ásamt honum bendi eg yður með sama trausti á mína kæru dóttur, sem nú verður drotning hans. Eg vænti þess og óska af al- hug að hún megi njóta sömu ástúð- ar og hins sama óbifanlega trausts, sem þér hafið auðsýnt mér í tuttugu og sex ár. Eg veit að þér hafið þegar tekið ástfóstri við börn hennar. Það er mín einlæg bæn, að þrátt fyrir núverandi erfiðleika — eða jafnvel vegna þeirra — megi holl- usta og eining í landi voru og ríki haldast og styrkjast með blessun drottins. Megi hann blessa yður og varðveita. Máría R. III. Kveðja Játvarðar konungs VIII. “Loksins eftir langa bið gefst mér tækifæri til þess að mæla nokkur orð frá eigin brjósti. Eg hefi aldrei viljað halda neinu leyndu, en þangað til nú hefir mér verið gert það ó- mögulegt að láta til mín heyra, sök- um ákvæða stjórnarskrárinnar. Fyrir örfáum klukkustundum framkvæmdi eg síðasta skylduverk mitt sem konungur og stjórnandi. Og nú, þegar bróðir minn, hertoginn af York, hefir tekið við stjórn, verða mín fyrstu orð hollustuloforð til hans; og eg heiti honum hér með hollustu minni af allri einlægni. Þér vitið um ástæðuna fyrir því, að eg var knúður til þess að láta af ríkisstjórn; en mig langar til þess að þér skiljið það, að þegar eg ákvað að stíga þetta spor, gleymdi eg ekki landinu og ríkinu, sem eg reyndi að þjóna í tuttugu og fimm ár, fyrst sem prins af Wales og síðar sem konungur. Yður er óhætt að trúa orðum mín- um, þegar eg segi yður frá því, að mér var það ómögulegt að bera þá þungu byrði og þá mkilu ábyrgð, sem því fylgja, að vera konungur, og gera það á þann hátt sem mér fanst eg ætti að gera það, án að- stoðar og hjálpar þeirrar konu, sem eg elska. Og mig langar til að láta yður vita það, að sporið sem eg hefi stig- ið er ákveðið af mér sjálfum og einum, en engum öðrum. Hér var upi mál að ræða, sem eg j varð , að ákveða að öllu * leyti með | sjálfum mér. Hinn máls aðilinn, sem næstur stóð, heíir reynt til síðustu stundar að fá mig til þess að velja aðra leið. Eg hefi sjálfur ákveðið að stiga þetta spor, sem er það þýðingar- j mesta spor æfi minnar; og eg hefi Þetta spor hefir orðið léttara fyr- ir mig sökum þeirrar fullvissu, að bróðir minn er fær um að taka við af mér tafarlaust; hann hefir haft langa æfingu í opinberum störfum þessa lands, og er hinum beztu kost- um gæddur. Ríkinu er því borgið, þar sem hann tekur við án þess að nokkur ringulreið komist á eða tjón hljótist af í ríkinu. Og hann nýtur ^einnig óviðjafnanlegrar blessunalr, sem svo mörgum yðar hefir hlotn- ast, en gæfan hefir ekki veitt mér— það er hamingjusamt heimili með konu sinni og börnum. Á þessum síðustu dögum erfið- leikanna hefi eg hlotið styrk og huggun frá hennar hátign móður minni og heimilisfólki mínu. Stjórnarráðherrarnir og sérstak- lega Mr. Baldwin forsætisráðherra, hafa æfinlega verið sanngjarnir i minn garð. Aldrei hefir nokkur stjórnarfars- leg ósátt skapast milli mín og þeirra Fjárpeálin á íslandi er að verða stór- hættuleg landplága Dorgunblaðið frá 18. nóvember flytur þær ömurlegu fréttir, að f jár- pestin á Islandi sé að færa svo út kvíarnar, að til stórvandræða horfi. Getur blaðið þess, að af 700 fjár á Arnbjargarlæk í Borgarfirði hafi 400 fallið úr pestinni, en á Áhirma- læk 170 af 340. Rannsóknarstofa Háskólans hefir með höndum rannsókn á þessari í- skyggilegu sauðf járpest. eða milli mín og þingsins. Með því að faðir minn hafði alið mig upp í virðingu fýrir stjórnarfari voru, gat það auðvitað ekki komið til mála, að eg væri valdur að nokkurri deilu á þeim grundvelli. Avalt meðan eg var prins af Wales og síðar eftir að eg tók við ríkisstjórn hefi eg notið hinnar mestu ástúðar allra stétta, hvar sem eg hefi verið, farið eða ferðast í öllu brezka ríkinu. Fyrir það er eg innilega þakklátur. Eg hætti nú algerlega við opinber störf og legg frá mér byrðina. Það líður ef til vill nokkur timi þangað til eg kem aftur til ættjarð- ar minnar; en eg mun æfinlega láta mér ant um brezku þjóðina og brezka ríkið og taka hinn dýþsta þátt i lífi og líðan þeirra. Og ef svo skyldi fara að einhverntíma um ókomin ár mætti eg verða að ein- hverju liði hans hátign, sem prívat maður, þá skal eg ekki bregðast. Og nú höfum við öll hlotið nýjan konung; eg óska honum og yður öll- um þegnum hans, hamingju og vel- gengni — óska þess af heilum hug og öllu hjarta. Drottinn blessi yður öll. Guð varðveiti konunginn. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. Gleðileg Jól TIL HANDA VORUM MÖRGU ÍSLENZKU VIÐSICIFTAVINUM OG VINUM Ávalt til þjónustu árið út og inn CITY DAIRY’ MILK PRODUCTS AND PURITY ICE CREAM CITY DAIRY LIMITED Ice Cream Dept. Stmi 57 361 gert það einungis á þeim grundvelli, tengda- j að það verði öllum fyrir beztu, þeg- ar timar líða fram. » You Can Play Santa Claus To The Whole Family —With A N “Minerva” Bookshelf Radio A Long And Short Wave Set Of Surpassing Beauty and Power What more acceptable present for the liome than this? A radio of recognized excellence and every modern feature — with shelves to accommodate precious books! Housed in a wafyiut cabinet of grace and dignity—the cliassis incorporates sucli features as: Electric Ray Tuning Oontrol Tube Latest Type Tubes (five metal, two glass). Dual-ratio Tuning for finer tuning on short wave stations. Complete Wgve Band, 540 Kc. to 1375 Mc. Automatic Volume Control. Tone Control. Outlets for connecting Phonograph Pick- up and Extra Lamps. Generous Trade-in Allowance and Budget Plan Available, Radio Section, Seventh Floor. T. EATON C°

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.