Lögberg - 17.12.1936, Blaðsíða 8

Lögberg - 17.12.1936, Blaðsíða 8
8 LÖGrBERG, EiMTUDAGINN 17. DESEMBER, 1936 Hijgberg Ge..ð út hvern fimtudag af T H E GOLUMBIA P R E 8 S L I M I T E D • G95 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. / WINNIPEG, MAN. Vcrö $3.00 um áriö — Boryist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 32 7 Jól Innan íárra daga stofna þær þjóðir, er minsta kosti að nafni til aðhyllast hinn kiistna sið, til jólahalds; misjafnlega eru þær auðsjáanlega'undir það búnar, eins og harm- sagan á Spáni ber augljósast vitni um; enda mun örðugt að hugsa sér ókristilegra athafna- líf meðal þjóðanna, margra hverra, en á yfir- standandi tíð. Sannleikurinn er sá, og það er ekki til nokkurs skapaðs hlutar að draga f jöð- ur yfir hann, að sálir þjóðanna eru helteknar af öfund, hatri og hefnigimi; baráttan, sem um þessar mundir er háð fyrir réttlátari skiftingu auðs og iðju í heiminum, en fram til þessa heíir viðgengist, hefir sjaldan verið beizkari en nú, og fer það að vonum. Höf- undur jólanna vísaði veginn og lagði horn- steininn að ríki jafnréttisins á þessari jörð; þessi sannindi hafa verið að smá skýrast ár frá ári, að minsta kosti með alþýðustéttun- um, og þess vegna krefjast þær nú réttar síns með meiri einurð en fyr. Gott er að geta látið sér skiljast, að ein- hversstaðar utan eða innan við þenna hlífð- arlausa og síngjarna heim, sé annan heim að finna; heim hinnar barnslegu einlægni; heim hins bljúga og fómandi hjartalags, þar sem aldrei roðna sverð af banablóði, en gagnkvæm samúð blessar hvert æfistarf frá morgni til kvölds. Ekki voru þeir víst það sem kallað er “lærðir menn,” hirðamir, sem guðspjalla- sagan getur um að fagnað hafi komu Krists á liinni fyrstu jólanótt kristinna manna; þeir voru móttækilegir fyrir fögnuð; þeir kunnu að fagna. Hvað kunnum vér? Fœðingarhátíð frelsarans Eftir dr. Björn B. Jónsson. Óvíst er bæði um dag og ár þá frelsarinn fæddist. Það var á sjöttu öld, að klaustur- munkur Dionysius Ejxegúus að nafni, maður lærður vel, gróf upp faéðingarár Krists og samdi tímatal það, sem nú tíðkast. Var tíma- tal það innleitt í kirkjuna af fræðimanninum nafnkunna Bede hinum Yirðulega og síðan löggilt í borgaralegu ríki af Karlamagnúsi keisara. All-löngu síðar kom í ljós við sögu- lega rannsókn, að Exegúusi hafði skjátlast. Hann hafði talið fæðingarár Krists árið 754 í hinu rómverska tíma'tali, þ. e. frá upphafi Rómaborgar (a. u. c.). Þetta getur ekki verið rétt, því sannast hefir, að Heródes mikli, sá er konungur var yfir Gyðingalandi þega^ Kristur fæddist, hafði dáið ekki seinna en 750 eða 75Þ eftir hinu rómverska tímatali. Kristur er því fæddur 3-4 og ef til vill alt að 7 árum, fyr en talið er, og er því raunar komið nú að árinu 1940 e. Kr., eða vel það. Svo óvíst sem er um fæðingarárið, er þó enn meiri óvissa um fæðingardaginn. Fæð- ingardagur Krists er hvergi nefndur í Nýja Testamentinu. Hvorki á postulatíðinni né á tveim fyrstu öldum kristninnar sjást nokkur merki þess að fæðingardagur Krists hafi ver- ið haldinn hátíðlegur. Upprisuhátíðin var (og er enn) aðal-hátíð kristinna manna. 1 ritum hinna fornu kirkjufeðra er fyrst vikið að hátíðarhaldi út af fæðing Krigts í riti eftir Alexandríu-Klemens frá öndverðri þriðju öld. Af ritum Jóhannesar Krýsostómos (347-407) má ráða, að fæðingardags Krists hafi verið minst alment í kirkjunni á seinni hluta f jórðu aldar. Ekki er neinum um það kunnugt, hvernig fæðingarhátíð Krists var fyrst haldin, eða hvers vegna sá dagur, sem hún var haldin á, var valinn. Fornkirkjan greindist í tvent: rómversku eða vestur-kirkjuna og grísku eða austur-kirkjuna. Agreiningur varð milli þerira út af því, hvenær hátíðina skyldi halda. Rómverska kirkjan ákvað 25. desem- ber, gríska kirkjan 6. janúar. 1 rómversku kirkjunni var hátíðin nefnd Natalis (þ. e. fæðingarhátíð) en í grísku kirkjunni Epi- phania (þ. e. opinberunar-hátíð). Áður en kristnin kom til sögunnar hafði l íDifks JJJ'ingwaM JL/imitc trppáhaldsbúðin yðar viðvíkjandi klukkum skrautmunum í meira en 50 ár. Notið ROYAL HOUSEHOLD FLOUR og útilokið vonbrigði við bökwn. víða um lönd einhvers konar hátíð verið hald- in um miðsvetrarleyti til fagnaðar út af því, að myrkrið tók að þoka fyrir birtunni. Um sólstöðuleytið héldu Rómverjar hátíð, er þeir nefndu Brumalea. A Bretlands-eyjum og ý. Norðurlöndum var um líkt leyti haldin hátíð sú, er nefnd var Yyle á Bretlandi en Jól k Norðurlöndum. Nú er þjóðirnar tóku við kristnum sið, kom fæðingarhátíð frelsarans í stað hinna heiðnu miðsvetrar-móta. Marg- vísleg nöfn voru henni gefin, en sumstaðar, svo sem á Norðurlöndum, var nafn hinnar fyrri og heiðnu hátíðar látið halda sér. 1 latneskum löndum Suður-Evrópu go Suður- Ameríku varð nafnið Natalis eða Natalilia ofan á. I germönskum löndum heitir hátíðin Weinacht. Er það orðrétt þýðing hebreska nafnsins á hreinsunar-hátíðinni, sem Gyðing- ar hafa haldið síðan á dögum Júdasar Makka- beusar, 100 árum f. Kr. IIjá enskum þjóðum hlaut fæðingarhátíðin nýtt nafn og var kölluð Christmas, sem er sama og Kristsmessa. Margir siðir frá hinum gömlu gyðinglegu eða heiðnu hátíðum fluttust með og festust við jólahald kristinna manna. Svo er með kertaljósin og kyndiana, sem sverja sig í ætt við hreinsunarhátíð Gyðinga (Purim). Jóla- gjafir eiga uppruna sinn í siðum Rpmverja á Brumalea-hátíNmm. Jólatré er leifar frá sið- venjum fomþýzkra náttúrudýrkenda og Drúida á Englandi. I nútíðar merkingu er jólatréð komið frá Þýzkalandi. Ivalla Þjóð- verjar það Christbaum, sem þýðir Kriststré. En allir þessir siðir hafa í kristninni fengið kristilega merkingu og sumir orðið að helgi- siðum. Hin kristilegu jól hafa tileinkað sér hinar fornu hátíðir ljóssins og gert siði þeirra að túlkun kristilegra hugtaka. Svo hefir þó stundum farið, að jólahald í kristnum sið hefir farið mjög afvega. Má til þess skírskota er jólin í Elnglandi á undan siðbótinni gerðust svo siðlaust svall, að jafn- vel eftir tilhreinsun siðbótarinnar fengust frí- kirkjumar á Englandi ekki til að halda jól og fengu jólin lengi enga kirkjulega viðurkenn- ingu hjá þeim. Nú hefir það breyzt, en þó þykja ensk jól skorta þann hátíðar- og helgi- svip, sem þau einkenna víða annarsstaðar. Hátíðlegust og heilögust hafa jólin verið á Þýzkalandi og Norðurlöndum. Á ættjörð vorri var jólahaldið undur heilagt og yndis- legt. Þeim arfi megum vér aldrei glata. Er um fæðignarhátíð frelsarans ræðir og hvernig vér skulum halda hana koma jóla- sálmarnir til greina. Líklega er ekkert til jafn-hátíðlegt eins og jólasöngurinn í kristn- um kirkijum. Jólasálmarnir sutmir, bæði á voru máli og öðrum málum, eru alveg dýr- legir. Margur á sennilega sinn uppáhalds jólasálm. Það er nú svo með mig, að því fleiri jól sem Guð gefur mér að lifa, því meir ber, eftir minni tilfinningu, sálmurinn “Hin fegursta rosin er fundin” af öllu, sem eg lieyri um jólin. Þar er alt samstilt: lagið, efnið og andinn. En það sem mestu varðar þar er hin angurblíða túlkun friðarins; en friðurinn er uppfylling á heitustu þrá mapns- hjartans um jólin. Frá listrænu sjónarmiði er sálmurinn dýrasta perla, svo sem dtilið afl, eða hulinn straumur, flytur þar sálu manns inn í pálmalund trúarinnar og “and- ann grunar ennþá fleira en augað sér,”—en það er einkenni góðs skáldskapar. Aftur á móti er þessi angurblíði sálmur laus við stór- yrði og “yfirspenning” líkingarmálsins, sem einatt stórskemmir sálma vora, þó góðir sé að öðru leyti. Rósin er lítið en fagurt blóm og ylmur hennar er sætur. Á þá leið vildi eg kjósa mér trú mína. Eg vildi að trú mín fengi að vera lítil rós í sálu minni, — trú mín, eða von, eða hvað eg má kalla það, þessa guðivöktu vitund, sem þýðir klakann úr hjarta mínu um jólin. Hvað sem það er, þá er það fegursta rósin í heimi. Gefi Guð mér trúna eins og ylm af lifandi blómi, þá er eg ánægður; þá er andi minn rólegur og hallast glaður að “jötunnj lágu.” Þið megið hugsa hvað sem þið viljið um jötuna og jólabarnið. Þar er þó mín rós sprottin. Þar get eg setið einn stundunum saman, með rósina mína í hendinni. Þá dreymir mig alt, sem gott er. Mig dreymir þar Guð föður minn á himnum. Mig dreymir þar eilífan frið. Við jötuna auðnast mér loks að elska alla bræður mína. Já, rósin sprettur áreiðanlega í jötunni lágu. Það var bam hér á sjúkrahúsinu. Eg sá það um kvöldið. Það var mikið veikt. Faðir barnsins hafði fært því fallega ros. Hana hafði nú barnið í höndunum, horfði alt af á hana og brosti gegnum tárin. Svo sofnaði barnið með krosslagðar hendur á brjósti og rósina milli handanna. Eg vil vera þetta barn og frelsarinn sé rósin mín. Svo kyrlát og friðsæl vildi eg fæðingar- hátíð frelsarans mætti vera mér. “Þótt hjartanu’ af lirellingu svíði, eg held þér, mín rós,—og ei kvíði.” J ólin—- Kœrleikshátí ð Jólahugleiðing eftir séra Óskar J. Þorláksson Jólin eru að koma. Ungir og garnlir taka höndum saman, til þess að fagna þessari ljóssins og gleðinn- ar hátíð, sem breiðir sinn himneska fögnuð og frið yfir löndin." Þó að skammdegið hér hjá oss sé venjulega dimt og dapurt, þá er eins og vér verðum þess ekki vör, þeg- ar jólin koma. Dimman og dapur- leikinn hverfa, og hátíðablærinn, sem þau vekja, gagntaka hugi allra, skapar hátíð á heimilunum og breið- ist jafnvel yfir sjálfa náttúruna, svo að hún verður bjartari og tignar- legri. Dásamleg og dýrleg eru jólin. Þvi oftar sem yér höldum jólin, því betur finnum vér að þau eru andlegur orkuvaki. Hver er þessi máttur, sem jólin vekja? Hversvegna megna þau að láta myrkrið hverfa og gera bjart í kringurrross ? Hversvegna megna þau að skapa gleðí, þar sem áður var gleðisnautt, skapa hátiðablæ, þar sem áður var hversdagsleiki og frið og helgi, þar sem áður var sundrung og veraldarhyggja? Jólin eru hátíð kærleikans. Það gefur nægileg svör. Þessvegna geta þau vakið hinar göfugustu tilfinn- ingar i hjörtum mannanna. Þegar vér hugsum um jólin, sem hátíð kær- leikans, þá er æfinlega skýrust minn- ingin um hann, sem hátiðin er helg- uð. Jesús Kristur er fagnaðarefni jól- anna; hann fæddist í heiminn til þess að bera kærleikanum vitni, án hans hefði mannkynið ekki átt kost á því, að sjá kærleikann birtast í sinni fullkomnustu mynd. “Yður er í dag frelsari fæddur.” Það er hinn sígildi boðskapur jól- anna. Þann boðskap þurfa menn- irnir að læra að skilja og tileinka sér, og hann mun flytja þeirn bless- un. Jólahugsanir vorar eru oft bundn ar við barnið, sem hvílir i jötunni og ekki átti þak yfir höfuðið. Fátt er hugljúfar en að hugsa um hið heilaga barn, sem átti í sál sinni þá hæfileika, sem urðu til þess að tendra nýtt ljós í heiminum, sem lýst hefir mönnunum til þessa dags. En jólahugsanir vorar hljóta að ná lengra. Þær ná frá jötunni í Betlehem alt til krossins á Golgata. Þegar vér hugsum um fagnaðarer- indi Jesú og um alt líf hans, þá skilst oss fyrst til fulls, hvað fólst í hinum leyndardómsfullu orðum, sem fjár- hirðunum voru flutt við fæðingu hans. # # * Ár og aldir hafa liðið síðan Jesús Kristur flutti mönnunum fagnaðar- erindi kærleikans og á hverjum jól- um eru mennirnir mintir á það, til hvers hann kom í heiminn. Hann t er frelsari mannanna, en sú frelsun, sem hann boðaði og vildi sjálfur sýna með lífi sínu, var þjónusta kærleikans. Þetta hefir heimurinn enn ekki skilið, og þess vegna gfúf- ir skammdegi haturs og efasemda yfir honum. 1 skammdeginu þráum vér birt- una, og hún kemur með jólunum. Með jólunum vaknar líka æfinlega ný von, að mannkyninu verði það ljóst, að kærleikurinn einn getur frelsað heiminn. Sannarlega getum vér fagnað þvi, að aldrei er heim- urinn auðugri að kærleika en ein- mitt urn jólin, í því felst hinn rétti skilningur á eðli jólanna og þeim minningum, sem við þau eru bundn- ar. “Yður er í dag frelsari fœddur.” —Ómar þessara orða berast nú um allan heiminn, og orðin hljóma á ó- líkum tungum meðal ólíkra þjóða, og alls staðar vekja þaudögnuð og gleði. Þau minna oss á hið unga líf, sem hefir fæðst til þess að vaxa í kærleika og bera honum vitni, og um leið, að takmark alls lifs er fullkominn sigur kærleikans. Á heilögum jólum nemum vér staðar við jötu Jesúbarnsins og krjúpum þar í auðmýkt og lotningu, um leið og vér segjum: “Þú imynd Guðs með gleði-jól, sem gefur hverju dufti sól. Ó, gef þú mér þann gæfuhag að geta fæðst með þér í dag.” Gleðiíeg jól! Óskar J. Þorláksson. —Lesbók Mbl. Mmniét BETEL erfðaskrám yðar ! NEW YOUTH FOR AGEING HAIR . . . A woman’s age is written in her hair! Don’t let YOUR hair become faded—give it thrilling new youth and beauty through the medium of Anniversary Special $1.95 Permanents $2.50 $3.50 $5.00 CROQUIGNOLE ENDS, $1.50 10 different laboratory tested solutions ensure you of getting the permanent best suited to your type, texture and condition ot hair. And, of course, ,every per- manent is cómplete with Luxury Oil shampoo and personalized finger wave! PHONE 71 500 STABER’S for BEAUTY 340 COLONY ST. Branches in Hollywood, Long Beach, Pasadena, Calif.; Winnipeg, Man. (Jínmpantj. INCORPORATED 27? MAY 1670. Við grípum tækifærið til þess að'óska vorum mörgu íslenzku viðskiftavinum og vinum gleðilegra hátíða Pantanir sendar heim tafarjaust Lipur afg^eiðsla KAUPlfí ELDSNEYTI YÐAR HJA “BAY” Ofí TRYGGIÐ YÐUR ÁNÆGJU Dial 322 Fuel Office — License No. 6

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.