Lögberg - 17.12.1936, Blaðsíða 9

Lögberg - 17.12.1936, Blaðsíða 9
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. DESEMBER, 193G Þegar ljó'Ö eru krufin til mergjar, hvort sem “formáli” fylgir þeim úr hlaÖi eÖa ekki, verða þau við próf- raunina annaðhvort að standa á eig- in merg eða falla á mergleysi sínu. Þu merkishjónin Mr. og Mrs. Ol- geir Frederickson áttu gullbrúðkaup á laugardaginn. Heimsótti þau við það tækifæri mikill mannfjöldi. Nánar verður frá þessu skýrt í næsta blaði. Mr. Sigtryggur Anderson frá Kandahar, Sask., kom til borgarinn- ar á föstudaginn í vikunni sem leið, frá útför tengdabróður síns, Guð- jóns Stofm, sem fram fór í Glen- boro. Mr. Anderson hélt heimleiðis í byrjun yfirstandandi viku. Athygli skal leidd að þvi, að Mr. Óli N. Kárdal, söngvari, hefri tekið að sér umboðsstarf fyrir Nevv York Life félagið góðkunna. Óli er bú- settur á Gimlí, og því hægt um vik fyrir Ný-íslendinga að snúa sér til hans. .S'. Sigmundson Named Vice-Pres. of Junior Board of Trake S. Sigmundson was elected vice- president of the Young Men’s sec- tion, Winnipeg Board of Trade, by acclamation, at a meeting of the ex- ecutive held Friday. He replaces David P. Shepard, who has been transferred by his firm to Moose Jaw. D. G. Scott was elevted to the executive to fill the vacancy caused by Mr. Shepard’s resignation. A. Searle Leach remains president of the section. ROSE FYLEMAN Hún er eitt allra merkasta skáld- ið, sem ort hefir ljóð fyrir börn og unglinga í seinni tíð. Fjökii bóka hefir verið gefinn út eftir hana, mest unglingaljóð. Hún hrífur svo hugi barnanna, að þau drekka í sig kvæði hennar eins og þyrstur maður svaladrykk. Sem sýnishorn af kvæðum henn- ar hefi eg þýtt “Winnipeg um jólin.” Fjöldi unglinga hefir lært það og er það sungið um jólin um þvert og endilangt landið. Islehzkir ungling- ar gætu ef til vill lært það og sung- ið á okkar máli. Y. S. J. Nýja Ijóðabókin “Norður-Reykir” eftir Pál S. Pálsson er til sölu hjá hjá eftirfylgjandi útsölumönnum: Árborg: G. O. Einarsson Foam Lake: John Janusson Gimli: Kr. W. Kernested Geysir: T. Böðvarssón Glenboro: G. J. Oleson Kandahar: S. S. Anderson Keewatin: S. Björnson Leslie: Th. Guðmundsson Piney: S. S. Anderson Selkirk: K. S. Pálsson Steep Rock: F. E. Snidal Winnipegosis: Ingi Anderson Blaine, Wash.: Rev. H. E. Johnson Cavalier, N.D.: J. K. Einarsson Chicago, 111.: Geo. F. Long Gardar, N. Dak.: J. S. Bergmann Mountain, N.D.^ Th. Thorfinnsson Winnipeg: Magnús Peterson, 313 Horace St., Norwood, Viking Press, Ltd., Sargent Ave. P. S. Pálsson, 796 Banhing Street. Bókin kostar $1.50 í kápu — $2.00 í skrautbandi. Hentugri jólagjöf verður naumast kosin. Mr. Albert Frederickson frá Seattle, Wash., er hingað kom til þess að sitja gullbrúðkaup foreldra sinna, þeirra Mr. og Mrs. Olgeir Frederickson, lagði af stað heim- leiðis á miðvikudagskvöldið var. Mrs. Rannveig Kr. G. Sigbjörns- son í Leslie, biður þess getið að hún hafi ákveðið að selja hið nýja kver sitt “Pebbles on the Beach” á 25C i staðinn fyrir 50 cents, eins og aug- lýst var í síðasta blaði. Mr. Björgvin Isberg frá Baldur, Man., lagði af stað á laugardaginn var vestur á Kyrrahafsströnd í kynnisför til systkina sinna, er heima eiga í Vancouver og New West- minster. Gerði hann ráð fyrir að koma heim um næstkomandi mán- aðamót. Hin opni fundur Bandalagsins í Selkirk (Luther League Rally) lukkaðist framúrskarandi vel.Sam- komuhúsið var troðfult (margir stóðu). Skemtiskráin var ágæt — hvert stykkið öðru betra -.— og allir fóru heim glaðir og ánægðir. Unga fólkið í Selkirk sýndi með þessu mikla fjölmenni, að það kann að meta það sem æðra er. NUGA-TONE ENDURNÝJAR HEILSUNA NUGA-TONE styrkir hin einstöku líffæri, eykur matarlyst, skerpir melt- inguna og annað þar að lútandi. Veitir vöðvunum nýtt starfsþrek og stuðlar að almennri vellíðan. Hefir oft hjálpað er annað brást. Nokkurra daga notkun veitir bata. NUGA-TONE fæst hjá lyf- sölum. Gsetið þess að kaupa aðeins ekta NUGA-TONE. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 5 0c. VEITIÐ ATHYGLI ! Nýkomið til borgarinnar beina leið frá íslandi, íslenzkur harðfisk- ur, íslenzkur ostur og islenzk kryddsild, og verður innan skamms til sölu hjá Guttormi Finnbogasyni, 641 Agnes Street — Sími 80 566. Yerðlag á þessum vörum verður auglýst síðar, hér í blaðinu, en í millitíðinni geta menn leitað upp- lýsinga hjá Guttormi yfir simann.— Ógleymanleg kveldálund Fyrir atbeina Þjóðræknisfélagsins og klúbbsins Helga Magra, var hin- um virðulega og velkomna gesti, séra Jóni Sveinssyni, rithöfundin- um víðkunna, haldið kveðjusamsæti i einum af veizlusölum Moore’s síð- astliðið þriðjudagskvöld. I samsæt- inu tóku þátt um fimtíu manns, Dr. Rögnvaldur setti mannfagnað þenna með prýðilegri tölu og hafði veizlu- stjórn með höndum til enda. Aðalræðuna fyrir minni heiðurs- gestsins flutti dr. Björn B,. Jónsson; var ræðan djúphugsuð og meistara- lega flutt; auk hans tóku stuttlega Hátíða kveðjur Drewrys STANDARD LAGER 'Phone 96 361 The DREWRYS LIMITED REDWOOD and MAIN STS , WINNIPEC til máls J. J. Bíldfell, Dr. B. J. Brandson og Gísli Jónsson. Heiðurgesturinn, þessi prúði og góðmannlegi öldungur, flutti afar skemtilega tölu, og hana yfirleitt á klassiskri íslenzku, þó hann flyttist af ættjörðinni sem 12 ára drengur og hafi eigi komið þangað nema tvisvar síðan á æfinni, sem orðin er hart nær 80 ára löng; hreirnurinn var ramíslenzkur, þó einstöku sinni yrði ræðumanni orðfátt á móður- málinu; talan var krydduð með- fæddri, hjartanlegri fyndni; enda er séra Jón víða kallaður Mark Twain N orðurálf unnar.— Islenzka þjóðin á séra Jóni margt og mikið að þakka, því hann hefir haldið hreinum fána hennar á lofti vítt um heim; staðið í öndverðri út- varðafylkingu hennar, — einn af fáum. argerð á næsta ári. Er nú ákveðið að hefja hafnargerðina á komandi vori og áætlað að bygging hafnar- garðsins taki 2 ár. Byggingarkostn- aður er áætlaður um 600 þús. krón- ur. Sauðárkrókur er nú orðinn all- fjölmennur bær og stendur hafnar- leysið útgerð á staðnum fyrir þrif- um svo ríkt hefir í kauptúninu mik- ið atvinnuleysi. Að Sauðárkróki liggur ágætt landbúnaðarhérað og er þess að vænta að hafnarbætur á Sauðárkróki séu hið mesta hags- munamál bæði fyrir kauptúnið og nærliggjandi sveitir.—Mbl. 17. nóv. Hafnargerð á Sauðárkróki Hafnarbætur á Sauðárkróki hafa um langt skeið verið eitt af mestu áhugamálum Skagfirðinga. Sam- þykti Alþingi hafnarlög fyrir Sauð- árkrók árið 1931, og hefir síðan ár- lega .verið unnið að framgangi þessa nauðsynjamáls. Nokkra undanfarna daga hafa tveir menn úr hafnarnefnd Sauðár- króks, þeir Friðrik Hansen oddviti og Pétur Hannesson sparisjóðsfor- maður verið hér í bænum til að vinna að undirbúningi málsins með það fyrir augum að byrjað verði á hafn- “Gott land” Svo heitir saga, sem nýkomin er ! út í ísj^nzkri þýðingu. Otgefandi er ísafoldarprentsmiðja, en höfund- ur er amerísk kona, Pearl S. Buck, .og hefir hún orðið heimsfræg á sið- astliðnum áru'm fyrir lýsingar á landi og þjóð í Kína. Þetta mun vera fyrsta bókin, sem gerði nafn hennar víðkunnugt, og var hún þeg- ar þýdd á flest eða öll tungumál Vesturlanda. Menn þóttust aldrei áður hafa fengið jafn nákvæmar og lifandi lýsingar á hugsunarhætti og lifnaðarháttum Kínverja, eins og þessi bók hafði að bjóða. Pearl S.1 Buck er alin upp í Kína. Foreldrar hennar höfðu verið búsett þar með- an hún var á barnsaldri og unglings- árum. Hún hafði numið kínversku um leið og hún fór að tala, jafn- framt móðurmáli sínu, og umgeng- , ist Kínverja eins og hún væri af þeirra bergi brotin. Þetta er það, sem gefur lýsingum hennar gildi. Hún segir ekki frá eins og erlendur áhorfandi, heldur innfæddur. Þýðingin er gerð af þeim Magnúsi Ásgeirssyni skáldi og Magnúsi Magnússyni ritstjóra og þarf ekki að efa, að hún sé vel af hendi leyst. . Þ. G. — Mbl. 18. nóv. Þegar þér sendið peninga heim . . . annast Royal Bank of Canada útibú yðar nm undirbúninginn. Með því að skifta við þenna banka eruð þér vissir um að peningarnir kom- ast tryggilega til hlutaðeiganda eins fljótt og hugsanlegt er. Notið ávalt banka þegar þér þurfið að senda peninga heim, eða hvar sem vera vill í Can- ada og Bandaríkjunum. © T H E ROYAL BANK OF CANADA Eignir yfir $800,000,000 t t í 1 Jóla og Nýárskveðjur frá King’s Old Country Ltd. t t L, ■ 47 HIGGINS AVE. Phone 92 622 Heilnœmustu drykkirnir STONE GINGER BEER 09 GINGER ALE £ t í — t Sanipact Dairy Products Co. Higgins and Meade WINNIPEG Flytja Islendingum hátíðakveðjur sínar y SANIPACT ISRJÓMl viðurkendur að gæðum Sími 95 961 ii Vér seljum bankaávísanir, ferða- manna peningaávísanir og sendum peninga með síma eða pósti til allra landa, fyrir lægstu liugsanleg ómaks- laun. Vér veitum sérstaka athygli viðskifta- reikningum þeirra viðskiftavina, er búa utan borgar. Upplýsingar fúslega látnar í té. Vér bjóðum yður að skifta við oss og leggja peninga yðar inn í næstu spari- sjóðsdeild vora. JOLAKVEÐJUR United Grain Growers hafa starfað í þágu Vestur-Canada í full þrjátíu ár. 450 kornhlöður í Manitoba, Saskatchewan og Alberta Hafnarbæja kornhlöður í Port Arthur og Vancouver UNITED GRAIN GROWERS LTD. HAMILTON BLDG., WINNIPEG Utibú í Winnipeg . . . \ Main Office—:Main St. and McDermot Ave. Main St. and Redwood Ave. North End Branch—Main St. near C.P.R. Station Notre Dame Ave. and Sherbrooke St. Portage Ave. and Kennedy St. Portage Ave. and Sherbrooke St. Union Stockyards, St. Böniface. TILKYNNING UM NÝJA TEGUND CICDLC’J C\D€DT -CCCC- Óviðjafnanleg að gæðum og ljúffengi Framleidd hjá The Riedle Brewery Limited Stjórnað og starfrækt af eigandanum Fæst í vínbúðum stjórnarinnar, bjórstofum, klúbbum og hjá bjórsölumönnum. Eða með því að hringja upp 57 241 and 57 242 AUKIÐ VINNULAUN I MANITOBA This advertisement is not inserted by Government Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised. /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.